Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr Einungis í rEykjanEsbæ
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Kræsingar & kostakjör
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUdagur inn 6. júní 2 0 13 • 2 2 . tö lubla ð • 34. á rga ngur
Tvær í fíkniefnaakstri
n Keflavik Music Festival hefst í dag
L
ögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn vegna fíkniefnaaksturs um helgina. Um var að ræða tæplega fertuga konu og tæplega þrítuga konu. Sýnatökur staðfestu að sú yngri hafði neytt kannabisefna. Hin eldri reyndist hafa neytt kannabisefna, kókaíns og amfetamíns. Hún heimilaði leit á heimili sínu og þar fundu lögreglumenn pakkningar utan af fíkniefnum og tól til neyslu. Einnig poka með íblöndunarefnum og litla vog með fíkniefnaleifum.
n Risasvið sett upp í Reykjaneshöllinni
Jógaæði í Noregi! - sendibréf frá Mörtu Eiríks í miðopnu
n 120 tónlistaratriði á 8 stöðum í Reykjanesbæ
Sjóarinn síkáti - í máli og myndum í blaðinu í dag
Handjárnaður eftir árekstur A
FÍTON / SÍA
lvarlegt umferðarslys varð í Keflavík á föstudagskvöld, þegar mótorhjóli var ekið á mikilli ferð aftan á bifreið. Ökumaður þess slasaðist og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Slysið varð með þeim hætti, að ökumaður hjólsins ók á vinstri vegarhelmingi fram úr bifreið og sveigði síðan strax aftur yfir á hægri vegarhelming. Þar var fyrir bifreið, sem ekið var á lítilli ferð og skall hjólið aftan á henni. Þegar lögreglumenn á Suðurnesjum reyndu að hlúa að mótorhjólamanninum streittist hann mjög á móti, svo setja þurfti hann í handjárn áður en honum var ekið í sjúkrabifreið á HSS.
������� ��������� � e���.��
Öllu til tjaldað í Reykjaneshöllinni „Vi ð fengum a l lan þ ann búnað sem Exton átti hingað í Reykjaneshöllina. Þeir hafa aldrei áður sett upp svo stórt svið áður,“ segir Ólafur Geir Jónsson, annar stjórnenda Keflavik Music Festival sem hefst í dag. Víkurfréttir hitti þá Óla Geir og Pálma Örn Erlingsson í Reykjaneshöllinni í gær þar sem verið var að leggja lokahönd á að setja saman stórglæsilegt svið þar sem fjöldi þekktra erlendra tónlistarmanna munu koma fram. „Við reiknum með að fá nokkur þúsund manns hingað í Reykjaneshöllina og auðvitað enn fleiri
á alla viðburðina á hátíðinni. Við viljum festa hátíðina í sessi með því að gera þetta eins stórt og mögulegt er. Við fáum einnig sérbeiðnir frá listamönnunum sem eru að koma fram og þá er erfitt að gera þetta öðruvísi en tjalda til öllum þeim búnaði sem er fáanlegur hér á landi,“ bætir Óli Geir við. Sviðið í Reykjaneshöllinni er tilkomumikið. Fjölda hátalara hefur verið komið upp, auk ljósakerfis og skjáa. Á Hafnargötunni er einnig búið að koma upp glæsilegu tjaldi þar sem tónleikagestir geta einnig skemmt sér vel. „Það eru líklega 200 manns sem eru að vinna
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
að þessari hátíð með okkur. Það er í mörg horn að líta og verður mikið að gera hjá okkur. Þetta á eftir að verða gríðarlega skemmtilegt og við hlökkum til. Tjaldið á Hafnargötunni kemur afar vel út og á eftir að koma mörgum á óvart,“ segir Óli Geir. Nýstirnið Ásgeir Trausti ríður á vaðið í Reykjaneshöllinni í kvöld kl. 19 og síðan mætir Páll Óskar í Keflavíkurkirkju kl. 22. Hátíðin stendur fram yfir helgi og kemur fjöldi þekktra erlendra og innlendra tónlistarmanna fram á átta stöðum í Reykjanesbæ frá fimmtudegi til laugardags.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
I FYR
LLA
RA
EIN STÆRSTA TÓNLISTARHÁTÍÐ LANDSINS
5. - 9. JÚNÍ Miðasala hjá og www.keflavikmusicfestival.com