Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær

Íslensk vara

Kræsingar og kostakjör

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

vf.is

FIMMTUdagurinn 26. maí 2011 • 21. tölubl að • 32. árgangur

›› Sportið

›› Útskálar

›› Spiral

Allt um íþróttir síðustu viku›

75 ára afmæli á laugardaginn

Orðið að alvöru fyrirtæki

Síða 22-23

› Síður 12-13

› Síða 10

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN

Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

ÝnTverðTarN Morgu ill matseðði á

í bo Aðeins tjum Fi Subway

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

TM

Fitjum

Hvítir kollar í FS

Samtals voru 64 nemendur útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja um nýliðna helgi. Af þessum 67 nemendum settu 47 upp hvítar húfur í tilefni af því að þeir hafa útskrifast sem stúdentar frá FS. - Nánar á síðu 14

Opið allan ›› Ársreikningur 2010: sólarhringinn

Dorrit Moussaieff fór á kostum í hófi sem haldið var Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfubolta kvenna til heiðurs í félagsheimili Keflavíkur. Dorrit var sérstakur gestur „Skuldsetning Sandgerðisbæjar er mikil og hún fékk afhentan og þarf að vinna áfram að rekstrarlegri Keflavíkurbúning sem hún klæddi sig í á hagræðingu, auknum atvinnutækifærstaðnum, öllum viðum og aukninguMtekna,“ orgunvsegir Sigrún erðarstöddum til mikillar maen bæjarstjóri ársreikningur Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í Árnadóttir, undantseð ill gleði. Hér er hún að Aðeins var lagður fram fyrir árið 2010 úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er bæjarins 2:2. íb bregða á leik með Subway oði á Fi tj til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í um Oddaleikur í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni nokkrum verður yngri leikfyrradag. Samkvæmt ársreikningi skulda í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 mönnum Keflavíkur. Sandgerðingar 5,4 milljarða króna. fyrir- Sjá Keflavík tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar nánar í eftir sportinu.

Sandgerðingar Fitjum skulda 5,4 milljarða

K. Steinarsson ehf.

Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000

TM

- sjá nánar á bls. 23

kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

NÝ T T

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

- Sjá nánar á bls. 15

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

Meira í leiðinni


2

VÍKURFRÉTTIR

›› FRÉTTIR ‹‹ Já eflir þjónustuver í Reykjanesbæ

J

á ætlar að efla þjónustuver fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Það mun gerast í framhaldi af því að þjónustuveri fyrirtækisins á Akureyri verður lokað. Hluta þess starfsfólks sem missir vinnuna á Akureyri verður boðin vinna í Reykjanesbæ. Aðgerðirnar koma til framkvæmda í haust. Nú starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar.

Karlmaður synti til hafs og kona í höfnina

T

veir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja [BS] ásamt lögreglumanni björguðu lífi karlmanns aðfaranótt sunnudagsins 15. maí. Maðurinn hafði farið í sjóinn við Ægisgötu í Keflavík og synti til hafs. Starfsmenn BS og lögreglu klæddust flotgöllum og syntu á eftir honum og náðu að koma honum til bjargar en ekki mátti tæpara standa með þá björgun. Var maðurinn orðinn mjög þrekaður og reyndist mjög erfitt að koma honum á þurrt í grjóthleðslunni við Ægisgötuna. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra, var maðurinn nærri drukknaður en hann mun hafa farið tvisvar sinnum niður áður en björgunaraðilar náðu honum. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann var orðinn mjög kaldur eftir sundferðina. Björgunarmenn voru rétt komnir úr þessu útkalli á stöð þegar annað útkall barst frá Neyðarlínunni en þá hafði kona farið í Keflavíkurhöfn. Þegar til kom náði hún að komast til lands köld og hrakin. Hún var flutt á HSS til skoðunar.

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

›› Forsætisráðherra um Norðurál og HS Orku:

Hafa miklar samfélagslegar skyldur á Suðurnesjum J

óhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist vera alveg sæmilega bjartsýn á álver í Helguvík og að af verkefninu verði. Þetta kom fram á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Jóhanna er þeirrar skoðunar að þegar niðurstaða verði fengin í orkukaup fyrir tvo fyrstu áfanga álversins, þá geti framkvæmdir farið af stað. Staðan sé núna sú að HS Orka og Norðurál séu við samningaborðið og þokist nær niðurstöðu. „Þessar framkvæmdir munu skapa hér fljótlega hátt í 2000 störf sem mun verulega slá á atvinnuleysi og skapa hagvöxt,“ sagði Jóhanna og bætti

við að gert væri ráð fyrir þessum framkvæmdum í nýgerðum kjarasamningum. Samningaviðræður HS Orku og Norðuráls eru aðal grundvöllur þess að verkefnið nái fram að ganga. „Ef að þær takast þá tel ég að

við séum komin vel á veg. Þetta eru bæði einkafyrirtæki og í eigu erlendra móðurfélaga. Þau bera hins vegar mikla samfélagslega ábyrgð á svæðinu að mínu mati. Það er því mikilvægt að Norðurál og HS Orka semji um þessi ágreiningsmál sín á milli og hafi í huga að þau hafa hér ákveðnar skyldur,“ sagði Jóhanna á fundinum. Hún nefndi einnig aðkomu lífeyrissjóða að Orkuveitu Reykjavíkur og mögulega orkusölu OR til álversins í Helguvík. Einnig talaði Jóhanna um mögulega 150 megavatta orkusölu Landsvirkjunar til álversins. Jóhanna sagði að stjórnvöld ættu ekki að skipta sér af orkusölu Landsvirkjunar og treysta ætti fyrirtækinu til

að semja um orkumál með hag eigenda sinna að leiðarljósi. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, sagðist á fundinum á laugardagsmorgun vera bjartsýnni en oft áður á verkefnið eftir símtal sem hann átti við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls á laugardag, þar sem hann hafi fengið nýjustu stöðuna á verkefninu í Helguvík. Björtustu vonir manna væru að framkvæmdir færu á fullt í Helguvík síðar á árinu. Eigendur HS Orku og Norðuráls hafa átt fundi í New York að undanförnu til að reyna að komast að niðurstöðu í orkumálum og koma þannig í veg fyrir að gerðardóm í Svíþjóð þurfi til að fá niðurstöðu í samninga.

Félag Stofnfjáreigenda í Sparisjóðinum í Keflavík fundar í kvöld

F

undur verður hjá Félagi stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík í dag, fimmtudag, kl. 18 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna. Kynning á rannsóknarvinnu stjórnar. Staða lánamála stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfjárbréfum og ýmis önnur mál verða rædd sem hvíla á félögum samtakanna, segir í tilkynningu frá Félagi stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík.

Ræða við ESA um atvinnumál á Suðurnesjum

Í

slensk stjórnvöld munu í þessari viku eiga fund með Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þar sem sérstök áhersla verður lögð á atvinnumál á Suðurnesjum þegar rætt verður um málefni gagnavers á Ásbrú og hvaða þýðingu uppbygging gagnavers mun hafa á svæðinu. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardag. Sagði hún að niðurstaða ESA ætti að liggja fyrir í júní. Forsvarsmenn gagnaversins hafa upp-

lýst iðnaðarráðuneytið um að vel gangi að afla viðskiptavina fyrir gagnaverið en öllu máli skipti að fá jákvæða niðurstöðu hjá ESA svo fjármögnun verkefnisins gangi eftir. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í nóvember sl. að hefja formlega rannsókn á stuðningi íslenska ríkisins og Reykjanesbæjar við fyrirtækið Verne Holdings ehf. í tengslum við byggingu gagnavers í Reykjanesbæ. Fram kemur á vef ESA, að eftir forathugun málsins hafi stofnunin efasemdir um að ríkisaðstoð sú, sem felist í fyrirhuguðum

undanþágum frá sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélags, samrýmist EES samningnum. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA hinn 1. september 2010 um að ríkið og Reykjanesbær hygðust veita Verne aðstoð til að byggja upp gagnaverið og vísuðu til undanþágureglna EES samningsins um byggðaaðstoð. Alþingi samþykkti í júní 2010 lög, sem heimila íslenskum yfirvöldum að ganga til fjárfestingasamnings við Verne sem myndi veita félaginu undanþágu frá ýmsum sköttum og gjöldum.

Tölvum og lyfjum stolið frá Þroskahjálp

B

rotist var inn í Ragnarssel dagvistun fyrir fötluð börn í síðustu viku. Gluggi hafði verið spenntur upp á skrifstofu stjórnanda Ragnarssels og þaðan teknir tveir tölvuturnar af gerðinni HP Compaq og einum tölvuskjá af gerðinni Dell. Vídeó-upptökuvél var einnig stolið af Canon gerð. Einnig var tekinn sjónvarpsflakkari sem hýsti mikið af ljósmyndum og öðru efni sem starfsfólk vill endilega endurheimta. Starfsmaður Ragnarssels sagði í samtali við VF að tölvurnar sem slíkar skiptu kannski ekki höfuðmáli, heldur innihald þeirra, en mikið af mikilvægum upplýsingum er á tölvunum. Lyf voru einnig tekin af staðnum, m.a. rítalín og smáræði af peningum. Viljum við endilega benda fólki, sem gæti haft upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna.

Hótel Keflavík rýmt vegna elds H

ótel Keflavík við Vatnsnesveg í Keflavík var rýmt á tólfta tímanum á laugdardag vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn. Það var á tólfta tímanum á laugardag sem brunaviðvörunarkerfi hótelsins fór í gang

en á sama tíma gaus upp mikill reykur á bæði veitingastað hótelsins og í afgreiðslu. Jón William Magnússon, eigandi hótelsins, sagði í samtali að eldurinn hafi komið upp í rafmagni í þvottahúsinu. Eldurinn hafi logað í fölsku lofti ofan við þvottavélar og hefur örugglega kraumað þar í nokkra

stund áður en viðvörunarkerfi fór í gang. Nokkur reykur var í afgreiðslu og á veitingastað hótelsins, sem stendur fyrir ofan þvottahúsið. Allir gluggar og hurðir voru opnaðir til að reykræsta hótelið. Ekki þurfti að flytja gesti á önnur hótel vegna brunans.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Er heimilið örugglega öruggt?

Fáðu ráðgjöf og tilboð hjá Trausta öryggisráðgjafa

á oryggi.is

Góð ráð frá Trausta á facebook.com/oryggi

Á oryggi.is getur þú með einföldum og fljótlegum hætti fengið vandaða öryggisráðgjöf og tilboð í öryggiskerfi sem hentar þínu heimili eða sumarhúsi. Kíktu á Trausta öryggisráðgjafa á oryggi.is og láttu hann ráðleggja varðandi kerfi og gera þér verðtilboð.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Heimaöryggi

Sumarhúsaöryggi

Öryggishnappur

Öryggisvörur

Öryggisgæsla

3


4

VÍKURFRÉTTIR

markhonnun.is

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

fylltur lamBahryggur

fersKur

36 % afsláttur

Kræsingar & kostakjör

1.799kr/kg áður 2.798 kr/kg

Velkomin í nettó grísagúllas

WoK nautapottréttur

fersKt

grísasKanKar

fersKur

fersKir

52%

g

fe

afsláttur

25%

30% afsláttur

afsláttur

1.399

1.499

áður 1.998 kr/kg

áður 1.998 kr/kg

kr/kg

KjúKlingur

heill, fersKur

kr/kg

hamBorgarar

frosnir 10 x 90 g

249

kr/kg

áður 498 kr/kg

tango orange 330 ml

30%

afsláttur

698

kr/kg áður 798 kr/kg

999

kr/pk. áður 1.298 kr/pk.

69

kr/stk. áður 98 kr/stk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

K

40


r

fersKar

990kr/kg áður 2.049 kr/kg

Verði Ykkur að góðu fersKir

32%

grill grísafille sneiðar

grísarif BBq

afsláttur

1.299

kr/kg áður 1.898 kr/kg

Kaffi 400 g

399

kr/pk. áður 429 kr/pk.

1.259

kr/kg

áður 1.798 kr/kg

Kanilsnúðar

BaKaðir á staðnum

88

kr/stk. áður 175 kr/stk.

34 % afsláttur

999

kr/kg

áður 1.298 kr/kg

iceBerg

50 % afsláttur

salat

175

kr/kg áður 349 kr/kg

Tilboðin gilda 26. - 29. maí eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

grísastrimlar

%

%

grísaKótelettur

52 % afsláttur

r

5

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011


6

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Ritstjórnarpistill Víkurfrétta

vf.is

páll ketilsson, ritstjóri

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Sameining og nýsköpun á Suðurnesjum R

eykjanesbær er ekki eina sveitarfélagið sem er í erfiðleikum með að láta enda ná saman því Sandgerðingar virðast vera í enn meiri vandræðum. Þeir skulda fimm og hálfan milljarð króna sem er rúmlega fimm sinnum meira en árstekjur þeirra. Það er ljóst að nýr bæjarstjóri er ekki öfundsverður í starfi sínu en hann þarf að taka fram galdrastafinn á næstunni til að laga til erfiða stöðu. Svo virðist sem Sandgerðingar hafi farið fram úr sér í góðærinu og eru að súpa seiðið af því. Þó rekstur hjá nágrönnum þeirra í Garði sé líka erfiður þá er skuldastaðan þar allt önnur. Garður skuldar fáa krónupeninga.

Þá komum við að því sem við höfum rætt hér áður í ritstjórnarpistli. Sameining sveitarfélaga, nokkuð sem forráðamenn minni sveitarfélaganna á Suðurnesjum á undanförnum áratugum hafa ekki viljað ræða, þurfa núna að fara að vakna til lífsins og skoða þann möguleika af alvöru. Það segir sig sjálft að Sandgerði og Garður gætu leikandi dottið inn í Reykjanesbæ með lítilli fyrirhöfn og þannig gætu strax sparast mjög stórar fjárhæðir. Nú er staðan hins vegar sú að það er ljóst að forráðamenn Reykjanesbæjar verða líklega ekki neitt spenntir fyrir svona sameiningu því rekstur á minni sveitarfélögum er mun erfiðari en á þeim stærri. Til

framtíðar og heildarinnar litið er þetta þó eina vitið. Það sé hver heilvita maður. Nú er ekki lengur hægt að láta tilfinningar ráða. Nú er það veskið sem æpir á og heimtar að það sé lagað. Forráðamenn þessara sveitarfélaga munu án efa innan skamms tíma með góðu eða illu þurfa að setjast niður og undirbúa sameiningu. Það væri hægt að afgreiða hana fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar, eftir tvö ár. Þá verður líka hægt að segja að nafnið Reykjanesbær fari að standa undir nafni með megnið af Reykjanesinu í sama bæjarfélagi. All nokkur nýsköpunarfyrirtæki hafa sprottið upp í kreppunni. Eitt þeirra er Spiral en það er í eigu tveggja kvenna sem hanna kvenfatnað. Um það er fjallað í blaðinu í dag. Að loknu fyrsta árinu ætla eigendur þess að fara í reksturinn af alvöru eftir að hafa sinnt honum í aukavinnu fyrsta árið. Fleiri slík dæmi væri hægt að benda á. Þetta eru jákvæðar fréttir því svona sprotar koma með ávöxt inn í samfélagið og hafa jákvæð áhrif í atvinnulífinu. Þó fleiri smærri fyrirtæki sjái dagsins ljós er ljóst að það mun ekki duga til skemmri tíma til að hafa nægilega mikil áhrif á atvinnulífið í mjög svo slæmu ástandi sem nú er. Því er það nauðsynlegt að stærri verkefni á borð við álver komist í gang til að koma Reykjanesinu í alvöru gír á nýjan leik.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 1. júní. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,

Sigurðar Sturlusonar,

frá Þverdal, Aðalvík, Faxabraut 13-15, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Hlévangs fyrir einstaka umönnun og hlýju.

Kolbrún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Hansína Sigurðardóttir, Pétur Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Auglýstu í Víkurfréttum! Auglýsingasíminn er 421 0001 Tölvupóstur: gunnar@vf.is LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR

BRYN BALLETT AKADEMÍAN

Allir velkomnir!

Stapinn var þétt setinn á aðalfundi Rauða kross Íslands.

Viðurkenningar til Suðurnesja frá RKÍ

T

vær viðurkenningar komu til Suðurnesja á aðalfundi Rauða kross Íslands sem fór fram í Stapa um sl. helgi. Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Ungt fólk til athafna og þá fékk Kristín Gestsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi sjálfboðaliðastarf í þágu Rauða kross Íslands. Yfir 100 fulltrúar deilda Rauða kross Íslands sátu aðalfundinn sem fram fór í Reykjanesbæ.

Rúnar Helgason, formaður Suðurnesjadeildar RKÍ og Kristín Gestsdóttir.

VORSÝNING NEMENDA 2011 Laugardaginn. 28. Maí kl. 14:00 og kl. 16:00

ANDREWS LEIKHÚSINU, FLUGVALLARBRAUT 700, ÁSBRÚ Miðaverð Kr.1200*

*Frítt fyrir 7 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

GSM: 772 1702

WWW.BRYN.IS

NETFANG: BRYN@BRYN.IS

Næsta blað á miðvikudaginn! Þar sem uppstigningardagur er fimmtudaginn 2. júní þá kemur næsta blað út miðvikudaginn 1. júní. Skilafrestur auglýsinga er mánudaginn 30. maí. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 - póstur: gunnar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

7

Málþing um menningu í Bíósal Duus-húsa á laugardaginn

M

enningarráð Suðurnesja ásamt menningarfulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum standa fyrir Málþingi um menningu, laugardaginn 28. maí nk. Málþingið fer fram í Bíósal Duushúsa og hefst kl. 11. Stefnt er að því að Málþinginu ljúki um kl. 15. Þema Málþingsins er Staðarvitund/Staðarímynd. Við höfum fengið til liðs við okkur valinkunna fyrirlesara, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af menningarmálum og

menningartengdri ferðaþjónustu. En það eru þeir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður, Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Jónatan Garðarsson, útvarpsmaður, útgefandi og viðburðarstjórnandi. Auk þess munu 10 listamenn og menningarforkólfar sem allir vinna á Suðurnesjum í skapandi greinum, verða með stutt innlegg um framtíðarsýn og tækifæri í atvinnusköpun hver á sínu listasviði. Listamenn-

irnir eru: Sossa, myndlist, Jóhann Smári Sævarsson, Norðuróp, Marta Eiríksdóttir, Púlsinn, Guðmundur Magnússon, Steinbogi kvikmyndagerð, Marta Jóhannesdóttir, Hlaðan, Bergur Ingólfsson, GRAL atvinnuleikhús, Baldur Guðmundsson, Geimsteinn, Ellert Grétarsson, gönguleiðir, ljósmyndir, Hildur Harðardóttir, Gallerí8, Íris Jónsdóttir, Spiral design. Auk þess sem Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja verður með stutt erindi um verkefni sem Markaðsstofan

vinnur að m.a. fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og samlokur í hádegishléi. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í framgangi menningar- og menningarferðaþjónustu á Suðurnesjum, segir í tilkynningu frá Menningarráði.

›› Listatorg í Sandgerðisbæ:

Furðudýr til sýnis! U

ndirbúningur stendur yfir hjá félagsmönnum Listatorgs vegna Sjómannadagshelgarinnar en þá verður blásið til heilmikillar veislu ti l hei ðurs sjómönnum, sjónum og sjávarfangi, á hátíð sem kallast SJÁVARROKK. Gallerý handverksfólks í Listatorgi hefur farið í gegnum andlitslyftingu undanfarið og mun einnig opna eftir breytingar þessa helgi, með fullt af fallegu íslensku handverki. Dagskráin verður mjög fjölbreytt þessa fyrstu helgi í júní en fyrst má nefna opnun listsýningar Fríðu Rögnvaldsdóttur, listakonu úr Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júní, í sal Listatorgs. Fræðasetrið í Sandgerði verður með opið upp á gátt þessa helgi en þar má meðal annars finna alls konar furðudýr og smáskrímsli úr

sjónum. Á planinu úti við Listatorg verða kör frá Fræðasetrinu með lifandi fiskum og furðudýrum úr sjónum. Mj ög sp ennandi sýning fyrir alla aldurshópa. Veitingahúsið Vitinn mun afhúpa sjávarréttamatseðil sinn þessa helgi en í sumar er ráðgert að bjóða þar upp á ljúffenga fisk- og sjávarrétti. Forsmekkurinn að glæsilegu veitingasumri hefst þessa helgi hjá þeim hjónum Brynhildi og Stefáni. Vitinn býður gestum einnig upp á girnilegt kaffihlaðborð, bæði laugardag og sunnudag á sanngjörnu verði þessa helgi. SJÁVARROKK verður sem sagt hátíðarskemmtun fyrir alla landsmenn, frá klukkan 13:00 til 17:00 á Sjómannadagshelgi í Sandgerðisbæ. Mætið snemma og eigið góðan dag í fersku sjávarlofti!

HR. HAMMOND KAFFI DUUS

Fimmtudaginn 26. maí kl. 20:30. Þórir Baldursson, Einar Valur Scheving og Jóel Pálsson.

Miðaverð kr.1500.-

Erum að hætta með Hekluumboð á Suðurnesjum bæði verkstæðisrekstur og söludeild. Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir viðskiptin og samskiptin á liðnum árum.

Á myndinni eru frá vinstri : Hörður Birkisson (hjá Bílar og Hjól Öskjuumboð þjónustuumboð /Kia og Mercedes-Benz), Sigtryggur Steinarsson (K.Steinarsson ehf Söluumboð Öskju Kia og Mercedes-Benz), Kjartan Steinarsson (K.Steinarsson ehf Söluumboð Öskju /Kia og Mercedes-Benz), Guðbjörg Theodórsdóttir (K.Steinarsson ehf Söluumboð Öskju /Kia og Mercedes-Benz), Sigurgeir H. Ásgeirsson (Æco-Þjónustan Toyota umboð), Jacek K. Karczmarczyk (Hópferðir Sævars Baldurs og Ferðaþjónustu Reykajaness), Á myndina vantar Birnu Björnsdóttur (Icelandair veitingadeild)


8

VÍKURFRÉTTIR

markhonnun.is

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

eplasafi appelsínusafi

1,5 l

Kræsingar & kostakjör

179krstk. áður 229 kr/stk.

x-tra góð tilboð eldhúsrúllur

salernisrúllur

249

296

4 stK.

kr/pk. áður 289 kr/pk.

hrísgrjón

4 x 125g suðupoKi

99

kr/pk. áður 119 kr/pk.

8 stK.

kr/pk. áður 389 kr/pk.

hveiti 2 Kg

169

kr/pk. áður 199 kr/pk.

hafraKex 400 g

m

30

99

kr/pk. áður 129 kr/pk.

Kornflögur 500 g

159

kr/pk. áður 199 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

r

25


i i

9

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

sparperur

ýmsar gerðir

25 % afsláttur

l

11w e27 13w e27 15 w e27 9w e27

5w kerta 7w kerta 5w e14 kúlu 5w e27 kúlu

Á x-tra góðu verði maísKorn 300 g

súKKulaðiKremKex

laKKrísKonfeKt 180 g

500 g

79

kr/stk.

áður 99 kr/stk.

rúsínur 250 g

159

99

kr/pk. áður 199 kr/pk.

túnfisKur

í olíu/vatni

29 % afsláttur

kr/pk. áður 139 kr/pk.

fransKar Kartöflur 1 Kg

25%

99

kr/pk. áður 119 kr/pk.

159

kr/stk. áður 179 kr/stk.

299

kr/pk. áður 399 kr/pk.

Tilboðin gilda 26. - 29. maí eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

afsláttur


10

VÍKURFRÉTTIR

GRUNN

SKÓLANEMI VIKUNNAR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

›› Eitt af nýsköpunarfyrirtækjunum á Suðurnesjum er Spiral. Hannar og framleiðir kvenfatnað: „Þetta hefur verið ævintýri líkast. Ein lítil kvöldstund við saumavélina er orðin að alvöru fyrirtæki og nú snúum við okkur að þessu af fullum krafti eftir að hafa sinnt þessu í aukavinnu fram að þessu,“ segja þær Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir í fatahönnunarfyrirtækinu Spiral sem fagnaði eins árs afmæli nýlega.

Ævintýri líkast -segja þær Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir sem hella sér í fyrirtækjarekstur af alvöru eftir eitt ár í aukavinnu

Birta Dröfn Jónsdóttir 9. HE HEIÐARSKÓLA Uppáhalds

Matur: Lambahryggur Bíómynd: The Last Song og Coach Carter Sjónvarpsþáttur: Svo margir en CSI:Miami og 90210 Veitingastaður: Langbest, bara af því brauðstangirnar þar eru svo góðar Tónlist: Svo margir en Drake stendur upp úr! Vefsíðan: Facebook! Íþrótt: Körfubolti auðvitað Íþróttamaður: Kobe Bryant og Shannon Brown Þetta eða hitt

Kók eða Pepsi: Drekk ekki mikið af þessu en ég myndi frekar velja kók Morgunblaðið eða Fréttablaðið: Fréttablaðið því ég hef lesið það oftar haha Hamborgari eða pizza: Pizza, borða ekki hamborgara Vatn eða mjólk: Vatn því mjólk er bara góð ef það er kakó í henni Cocoa Puffs eða Lucky Charms: Bæði gott en held ég velji Cocoa Puffs Maggi Mix eða Nilli: Nilli því ég er komin með meira leið á Magga Abercrombie eða Hollister: Hollister því ég á fleira frá því Justin Bieber eða Usher: Justin Bieber því hann er sætari Makki eða PC? Mac, því ég á svoleiðis elsku Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Facebook eða Twitter: Facebook því ég nota það meira Lokaspurningar:

Hvað ertu að hugsa núna? Hvað það verður skemmtilegt í sumar! Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Ekki hugmynd Hver eru helstu áhugamálin þín? Körfubolti Hvað finnst þér um eldgosið? Mér finnst það leiðinlegt fyrir fólkið og dýrin sem þurfa að fá alla öskuna til sín Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Ferðu til útlanda í sumar? UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON

S

piral er eitt af nýsköpunarf y rir tækjunum á Suðurnesjum. Það varð til í kreppunni. Oft er sagt að sköpun verði meiri í efnahagsþrengingum. Það varð að vísu ekki kveikja að Spiral því þær voru báðar með vinnu. Íris hefur verið myndlistarkennari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í ellefu ár og Ingunn hefur undanfarið verið flugfreyja og starfað hjá IGS flugþjónustunni. En fatahönnunin hefur blundað í þeim báðum og svo virðist sem örlögin hafi komið þeim saman í þessu dæmi en þær hafa verið vinkonur í mörg ár. Íris hafði stundað myndlist með kennslunni í mörg ár og gert myndir sínar í þrívídd sem samsamar sig vel með fatahönnuninni. Hún rifjar það upp að þegar hún hafi verið yngri hafi hún oft setið langtímum saman yfir mömmu sinni sem var mikil saumakona. Fyrir nokkru kviknaði meiri áhugi á fatahönnun hjá henni og hún fór í textílnám og einnig á námskeið hjá klæðskerameistara. Og keypti sér alvöru saumavél. Hönnun og sköpun var einnig í blóðinu hjá Ingunni. Hún rifjar það upp að þegar hún hafi verið 13 ára hafi hún haft mikinn áhuga á saum og gert mikið af því. Segist meira segja hafa sniðið og saumað djammföt fyrir sig og vinkonur sínar. Hún fór í innanhússtílistanám í Tækniskólanum og þá hefur tenging hennar við fyrirtækið Álnabæ sem tengdafjölskylda hennar á haft sitt að segja en það er eitt það þekktasta á sviði vefnaðarvöru og gluggatjalda hér á landi.

Fyrstu alvöru Spiral skrefin voru stigin í saumastofu Álnabæjar í Keflavík en tengdaforeldrar Ingunnar, þau Guðrún og Magni í Álnabæ hafa verið þeim innan handar við efniskaup og ráðgjöf á þessu fyrsta ári. „Við byrjuðum þar á kvöldin og síðan þegar við vorum búnar að sauma slatta af flíkum fengu vinkonur okkar auðvitað að sjá þær og þar fengum við strax mjög góð viðbrögð,“ segja þær Íris og Ingunn og það liggur ekki á svarinu þegar þær eru spurðar hvernig standi á því af hverju konur hafi svona mikinn áhuga á fötum. „Karlar hafa áhuga á íþróttum, konur á fötum. Er það ekki,“ sögðu þær nánast í kór og horfðu beint í augu VF ritstjórans. Aðspurðar um hvaðan hugmyndirnar komi og innblásturinn í hönnuninni segja þær margt koma til. „Alls staðar úr umhverfinu. Þetta bara kemur einhvern veginn. Markmiðið okkar var að hanna föt á hina venjulegu konu og horfa til þess að konur eru misjafnlega byggðar. Við höfum fengið konur á ýmsum aldri og í öllum stærðum, ef við getum orðað það svo, til að sýna á tískusýningum og það hefur gengið mjög vel,“ segir Íris og Ingunn bætir við: „Við höfum horft nokkuð til Viktoríutímabilsins í okkar hönnun og viljum sjá kjólana rykkta í miðjunni en leggjum áherslu á klassískan og þægilegan fatnað sem hægt sé að vera í við hin margvíslegu tækifæri. Sjáðu, eins og til dæmis þessi kjóll sem er í raun þrjár flíkur, “ segir Ingunn og stendur upp og útskýrir hvernig

Fyrirsæta í Spiral fatnaði. Ljósm. Gunnar Gestur Geirmundsson.

kjóllinn hennar geti verið á þrjá vegu, enda sé nafnið á honum „hókus-pókus“. Með einu handbragði sé hægt að galdra fram þrjár mismunandi flíkur. Á þessu ári hafa þær Spiral konur ekki haft undan að framleiða fatnað en þær hafa haft gott fólk og fyrirtæki með sér í framleiðslunni og þá hafi Spiral merkið fengið auka „stjörnu“ þegar Fríhöfnin tók það í sölu. „Við höfum alls staðar fengið svo góðar móttökur og fyrir það viljum við þakka. Það er með miklum ólíkindum en svo skemmtilegt.“ Nýlega fékk Spiral einnar milljón krónu styrk sem notaður skyldi til markaðssetningar og hluti af því verkefni var að koma upp heimasíðu. Því verkefni er nýlokið og var síðan kynnt á ársafmæli sem haldið var í húsakynnum Spiral

Ingunn og Íris spjölluðu við gesti í afmælinu.

Margir góðir gestir voru í afmælishófinu. Leynigestur var Sigríður Klingenberg. Fleiri myndir eru í ljósmyndasafni á vf.is.

við Hafnargötu 6 í Keflavík. Í sama húsnæði voru fyrir rúmum tuttugu árum bæjarskrifstofur Keflavíkur og SBK. Í hvelfingu í einu herberginu þar sem sjá má stóra og mikla „peningaskáps“-hurð geyma Spiraldrottningarnar gullþræði fyrirtækisins þar sem gullkrónur og skjöl Keflavíkurbæjar voru áður. Þær viðurkenna að þær hafi stóra drauma í framtíðinni. Nú þegar sé Spiral fatnaður seldur í Fríhöfninni, hjá þeim sjálfum í Keflavík og í Reykjavík en einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Reykjavíkursvæðið sé þó ennþá nánast ósnert. Þá séu í skoðun nýir spennandi möguleikar í framleiðslunni. „Við hlökkum til að vakna á morgnana. Það er svo gaman að vera að skapa nýja hluti á hverjum degi,“ sögðu þær Íris og Ingunn að lokum.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Ásta Árnadóttir gefur legudeild HSS gjöf

L

istakonan Ásta Árnadóttir kom færandi hendi á HSS á dögunum og færði legudeildinni að gjöf vatnslitamynd eftir sig. Ástu fannst myndin eiga vel heima innan veggja HSS, en hún sýnir verkamenn í vinnu við að helluleggja og heitir myndin „Hafnargatan í meðferð“. Þetta er skemmtileg mynd og nafnið táknrænt og höfðar vel til þeirrar starfsemi sem fer fram innan veggja HSS. Hún mun örugglega gleðja augu gesta og gangandi innan stofnunarinnar um ókomin ár. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu listaverksins.

Krían flýgur burt! Þ

etta er sýning sem þú verður að sjá! Gullfalleg kríu málverk Sigríðar Guðnýjar verða til sýnis fram á sunnudag 29. maí í sal Listatorgs. Opið alla daga frá kl. 13:00 til 17:00. Allir hjartanlega velkomnir!

Lumar þú á frétt fyrir Víkurfréttir eða vf.is? 24 tíma vaktsími fréttadeildar VF er 898 2222

Sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í fyrirtækjaviðskiptum í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ.

Helstu verkefni

»

»

»

Annast dagleg samskipti og er tengiliður útibús við fyrirtæki í viðskiptum, í samstarfi við útibússtjóra Öflun og greining á ársreikningum og áhættumati fyrirtækja í viðskiptum Greining lánsumsókna fyrirtækja og rekstraraðila

»

Greining á útlánum fyrirtækja

»

Ráðgjöf til viðskiptavina

Landsbankinn Landsbankinn

» »

Nánari upplýsingar Mat á greiðslugetu fyrirtækja og rekstraraðila Mat og eftirlit á tryggingum og veðandlögum

Hæfniskröfur

»

Viðskiptafræði eða sambærilegt háskólanám sem nýtist í starfi

»

Reynsla af rekstri eða útlána­ málum fyrirtækja

»

Framúrskarandi samskiptafærni og góð tölvukunnátta

landsbankinn.is landsbankinn.is

Nánari upplýsingar veita Einar Hannesson útibússtjóri í síma 410 8181 og Berglind Ingvarsdóttir hjá Mannauði í síma 410 7914. Umsókn merkt „Sérfræðingur í fyrir­ tækjaviðskiptum í Keflavík“ fyllist út á vef bankans. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2011.

410 4000 410 4000

11


12

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

›› Séra Sigurður Grétar prestur að Útskálum í viðtali:

Lífið, dauðinn og kreppan Mikil afmælishátíð var haldin að Útskálum um nýliðna helgi þegar 150 ára afmæli Útskálakirkju var haldið hátíðlegt. Kirkjustaðurinn Útskálar á sér þó mun lengri sögu en skriflegar heimildir eru til um kirkju að Útskálum frá því um 1350. Sóknarprestur að Útskálum er séra Sigurður Grétar Sigurðsson og heldur hann utan um líflegt kirkjustarf í Útskálaprestakalli en undir prestakallið heyrir Útskálasókn og Hvalsnessókn. Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkurfrétta, tók hús á séra Sigurði Grétari og settist með honum á fremsta bekk í hinni öldnu kirkju Garðmanna og ræddu þeir um lífið í sókninni, óvenju mörg andlát og kreppuna í ýmsum myndum. Trúfastur hópur sem stendur fast við sína kirkju - Hvernig er að þjóna að Útskálum? „Það er mjög ánægjulegt. Ég er búinn að vera hérna núna í rúmlega eitt og hálft ár. Maður hefur lært mikið og vonandi þroskast eitthvað. Þetta er mjög ólíkt því sem ég þjónaði áður fyrir norðan. Hér finnur maður að það eru tvær myndugar litlar sóknir í sjálfstæðum bæjarfélögum og tvær félagslegar einingar. Maður verður stundum svolítið þeytispjald á milli sóknanna. Það er mjög trúfastur hópur hér sem stendur fast við bakið á kirkjunni. Það finnur maður vel. Hér að Útskálum er töluverður hópur sem ber sterkar tilfinningar til þessarar kirkju og þessa staðar. Af og til, sérstaklega á vorin og haustin, kemur hingað fólk annars staðar frá í messu sem heyrði hana auglýsta í útvarpi eða sá í Mogganum. Þetta er fólk sem á einhverjar minningar tengdar þessari kirkju. Ég man eftir nokkrum dæmum þar sem fólk kemur í hárri elli hingað og dregur svolítið andann til að rifja upp minningar“. Bæði þorps- og sveitakirkja „Margir hafa komið hingað og viljað sjá kirkjuna eftir endurbæturnar sem þykja hafa heppnast mjög vel. Ég er pínu sveitakall í mér og líkar það vel og finnst ánægjulegt að þjóna í kirkju sem er bæði sveitakirkja og einnig þorpskirkja, sem Útskálakirkja er. Hún er þannig staðsett í Garðinum og Garðurinn liggur eins og hann liggur. Byggðin er blanda af þorpi og sveitaandrúmslofti. Það er merkilegt, og kannski hugsar maður ekki nóg um það, en þessi staðreynd að þjóna á stað og predika í kirkju, annast helgihald í kirkju og þjónusta söfnuð í gleði og sorg, í húsi sem margar kynslóðir hafa komið saman í í sama tilgangi. Og áður en þetta hús var reist, þá hefur verið á þessum stað prestþjónusta um aldir. Það er töluverð upplifun að finna sig hluta af þeirri sögu en kirkju er getið að Útskálum á fjórtándu öld“. Áberandi í sögu Suðurnesja Útskálakirkja er með eldri kirkjum á landinu og þar var fagnað 150 ára afmæli um liðna helgi. Þá er gamla prestsetrið á Útskálum elsta standandi prestseturshús á landinu, byggt 1889. Það var séra Hjörtur Magni Jóhannsson, nú

Fríkirkjuprestur í Reykjavík, sem síðastur bjó í húsinu. Útskálar eru áberandi í sögu Suðurnesja og þar var t.a.m. Sparisjóðurinn í Keflavík stofnaður fyrir rétt rúmum 100 árum.

kirkjugarðinum og það fer allt eftir aðstæðum“. Nærfjölskylda hvers og eins er mikilvægasta stuðningsnetið en presturinn er alltaf tilbúinn til að styðja við þegar eftir því er leitað.

Óvenju margar útfarir - Hvernig er daglegt líf prestsins? Ég hef fyrir því heimildir að frá því þú komst til starfa í Útskálaprestakalli hafi verið þar óvenju margar útfarir. „Jú, það er ekki hægt að neita því að árið 2010 var mjög strembið ár. Það var fyrsta heila árið sem ég var hérna þannig að ég vissi nú ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið. Það var mjög mikið um andlát, miklu meira en í meðalári. Eins voru mjög mörg sorgleg mál, slys og alvarleg veikindi þar sem fólk var að deyja langt fyrir aldur fram, mjög hátt hlutfall“. -Þetta hlýtur að taka á, nýbyrjaður á nýjum stað? „Já. En það getur bæði haft kosti og galla að vera nýkominn. Þetta hefði verið enn verra fyrir mann sem einstakling ef maður hefði verið ný vígður. Ég er hins vegar búinn að vera prestur í rúm 12 ár og því ekki reynslulaus. Kosturinn við það að vera tiltölulega nýkominn er sá að þá er maður ekki kominn í eins mikil persónuleg tengsl við þá sem eru að kveðja, eins og ef maður væri búinn að vera í 10 ár og væri að þjónusta persónulega vini og annað. Gallinn á móti er að maður er ekki nægilega vel inni í ættartrjánum og tengslunum. Presturinn er nú þannig að hann finnur ekki hlutina á sér og hvar þörfin er brýn. Þess vegna er svo mikilvægt, eins og oft er, að fólk veki athygli prestsins á einhverjum aðstæðum, sem það telur að presturinn geti þjónustað inní. Þegar það verða andlát, þá hafa þau stundum langan aðdraganda og stundum stuttan. Stundum er presturinn kominn inn í mál áður en andlát á sér stað en stundum er hann kallaður til við andlát. Þá er ákveðið ferðalag sem presturinn fer í með aðstandendum og menn fara saman í gegnum ákveðna hluti. Presturinn reynir að fylgja fólki í gegnum þetta ferli, en presturinn getur aldrei farið í sömu spor og syrgjendur. Maður gengur frekar við hliðina og reynir að þjónusta af einlægni og virðingu. Kistulagning, útför og ákveðin eftirfylgd hafa sinn gang. Eftirfylgdin er mjög misjöfn eftir aðstæðum. Stundum kveðjast menn nánast í

Ekki hægt að flýja sorgina Séra Sigurður Grétar segir að fólk verði að fara í gegnum sorgina, maður geti ekki flúið hana og presturinn taki sorgina ekki frá fólki, þó presturinn geti verið samferðamaður. Þá er einnig til í dæminu að sorg einstaklinga sé hreinlega deyfð niður með lyfjagjöf. Það sé einna helst gert í kjölfar stórra áfalla. „Það er náttúrulega bara frestun,“ segir Sigurður Grétar en ítrekar að það geti verið nauðsynlegt svo

fólk fái svefn því ef fólk missir svefn í nokkrar nætur, þá minnkar öll mótstaða svo mikið því álagið er svo mikið. „Þetta getur verið nauðsynlegt í samráði við lækni, en maður losnar ekki við sorgina þannig“. Rannsóknir hafa sýnt að yfir 90% syrgjenda eru komnir í ágætis jafnvægi eftir ár frá andláti ástvinar. Svo er alltaf einhver hluti sem þarf að fá áframhaldandi og frekari fagvinnu til að vinna sig í gegnum sorgina. Svo er ekki óalgengt að þegar fólk fer í gegnum sorg og áföll þá ýfist upp eitthvað gamalt sem aldrei hefur verið unnið úr. Það eru ýmsir sem koma að því, s.s. prestar og einnig sálfræðingar á stofu sem hjálpa fólki í slíkri vinnu.

Kreppan bítur í sókninni Eins og annars staðar á Suðurnesjum þá hefur kreppan einnig verið að bíta í sóknarbörn séra Sigurðar Grétars. Hann segist ekki hafa samanburð frá því fyrir kreppu í prestakallinu en ákveðinn hópur hafi leitað til sín í kreppunni og viðurkennir Sigurður Grétar að sá hópur sé of stór. „Kjör öryrkja sem eru einir eru mjög bág og þá gildir einu hvort það sé kreppa eða ekki. Það má ekkert útaf bera og þeim eru oft allar bjargir bannaðar. Það er stærra pólitískt mál sem þarf að skoða frá mörgum sjónarhornum. Bæði frá sjónarhóli almannatryggingakerfisins og eins frá sjónarhóli afskipta, ef ég má orða það svoleiðis. Forsjárhyggja getur verið mjög nei-

„Það er stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur. Það er bara stórhættulegt. Það verður að leita allra annarra leiða áður en þau eru sett á bætur, þó svo þau eigi rétt á því. Ástæðan er sú að það er svo mikilvægt á mótunarskeiði einstaklinga sem hafa færni, getu til vinnu eða náms, að þeir finni til samfélagsábyrgðar“.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

kvætt orð, en forsjárhyggja sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að komast af með lítið, getur verið mjög skynsamleg. Stundum eru aðstæður fólks þannig að það nær ekki að hafa yfirsýn yfir sín mál og sína hluti og þá verður oft miklu minna úr þeim krónum sem þó eru til skiptana en gæti kannski verið“. Mörg úrræði fyrir atvinnuleitendur á Suðurnesjum Það er skelfilegt ef fólk er ekki hvatt til vinnu og að koma sér út í atvinnulífið. Það er hins vegar margt í gangi hér á Suðurnesjum. Ég get nefnt Virkjun á Ásbrú og mjög mörg tilboð fyrir fólk sem býr við alls konar aðstæður. Í Virkjun er unnið feyki gott starf sem hefur vaxið mjög hratt. Þar er starf sem tengist sjálfboðaliðum og sjálfboðaliðar sem taka að sér hin ýmsu verkefni til að leyfa öðrum að njóta og njóta svo sjálfir. Það er til mikillar fyrirmyndar. Svo eru ýmis úrræði sem verið er að vinna í, félagsþjónustan, Vinnumálastofnun, umboðsmaður skuldara og fleiri. Allir þessir aðilar eru að reyna að hjálpa fólki að moka sig í gegnum þessa skafla. Þá skiptir líka máli fyrir fólk að leita aðstoðar fyrr en seinna“. Að leggja stoltið til hliðar „Stundum þarf að leggja stoltið til hliðar og leita eftir aðstoð, jafnvel bara til að gefa börnum sínum að borða. Það er fullt af fólki sem getur bara ekki hugsað sér að þiggja eitthvað slíkt. Ég hef nú stundum sagt við þetta fólk að það skuli bara gera það ef þörf er á en það geti SÍÐAN skilað því aftur þegar betur árar með því að styðja við Hjálparstarf kirkjunnar eða þá aðila sem hafa stutt við þá á einhverju ákveðnu tímabili í lífinu. Fólk getur litið á þetta þannig að þetta sé tímabundin aðstoð sem það þarf og það hafi það að markmiði að geta skilað henni til baka síðar, þegar það hefur tök á. Með þessari aðferð er fólk aðeins afslappaðra að þiggja“. Stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur Séra Sigurður Grétar hefur ákveðnar skoðanir með unga fólkið sem er ekki á skólabekk og án vinnu, þá sem eru 16 til 18 ára og jafnvel upp í 25 ára aldur. „Það er í mikilli hættu. Ef ég verð misskilinn, þá fæ ég skammir. Ég

hef hins vegar haldið því fram í erindum í hópum og af predikunarstól að það er stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur. Það er bara stórhættulegt. Það verður að leita allra annarra leiða áður en þau eru sett á bætur, þó svo þau eigi rétt á því. Ástæðan er sú að það er svo mikilvægt á mótunarskeiði einstaklinga sem hafa færni, getu til vinnu eða náms, að þeir finni til samfélagsábyrgðar. Tökum sem dæmi einstakling sem býr í foreldrahúsum, á ekki börn og hefur mjög takmarkaða ábyrgð í lífinu, að ef viðkomandi einstaklingur fer allt í einu að fá svolítið af peningum fyrir ekki neitt, þá hefur maður heyrt of mörg dæmi um það að einstaklingum finnist þetta bara fínt, finnist þetta bara í lagi. Það hvetur mann ekki til að byggja sig upp, því þetta er oft svo mikil skammsýni. Mög margir sem eru bara 18 til 19 ára eru með mjög takmarkaða framtíðarsýn. Þetta er að breytast nú með þeim hætti að nú verður öllum tryggð skólaganga upp að 25 ára aldri og það held ég að sé einn sterkasti leikurinn sem fólk getur gert ef það hefur ekki vinnu, að fara í skóla og leita sér að námi við hæfi því það eru ekki allir sem falla inn í hið hefðbundna norm eða hið almenna bóknám. Það eru mörg tilboð og það eru svo margir aðilar sem eru tilbúnir að hjálpa og leiðbeina og veita ráðgjöf. Hjálpa manni að finna rétta hillu í lífinu. Það skiptir máli að halda unga fólkinu í rútínu og halda því í virkni þannig að það finni að það er að vaxa og það er smá saman að byggja eitthvað ofan á og fer að sjá tilgang og markmið. Maður hefur minni áhyggjur af einstaklingum sem verið hafa á vinnumarkaði og eru í tímabundnu atvinnuleysi. Þeir vita hvað er að vinna og vilja vinna og myndu stökkva á fyrsta tækifæri sem gefst. Svo hins vegar, sem er mikið áhyggjuefni, er sá hópur sem er búinn með sinn bótarétt og búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár eða lengur. Þá er svo mikil hætta á að fólk missi vonina. Þar held ég að Virkjun hafi gert mikið gagn. Inn á milli eru einstaklingar sem ganga þar í endurnýjun lífdaga. Samfélagið hefur þroskast -Hvað með þá sem eru komnir á þann aldur að þeim finnst vinnumarkaðurinn hafna sér? „Ég held að viðhorfið gagnvart eldra vinnandi fólki hafi breyst til batnaðar á undanförnum árum. Það var æskudýrkun SEM komin VAR út í algjörar öfgar og það sáu menn nú ágætlega í bankastjórastólunum og háum stöðum í bönkunum, þar sem guttar voru í mjög háum stöðum ný skriðnir úr námi með himinhá laun. Samfélagið hefur þroskast að því leytinu til að menn hafa áttað sig á því að fullorðið fólk er tryggt og traust vinnuafl. Það er eitt af því sem er nauðsynlegt við uppbyggingu okkar samfélags að allir, alveg á sama hvaða aldrei þeir eru, læri að bera virðingu fyrir öllum störfum og að öll störf þarf að vinna. Og að ekkert starf er of ómerkilegt til þess að það sé ekki unnið. Það hafa bara allir gott af því að grípa í eitthvað sem er allt öðruvísi en það sem þeir eru vanir að gera hversdags. Það er enginn sem á að vera yfir eitthvað hafinn,“ segir Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur að Útskálum í viðtali við Víkurfréttir. Viðtal og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

13

Kvenfélagskonur úr Gefn sáu um kaffiveitingar í afmæli Útskálakirkju.

Herra Karl Sigurbjörnsson biskup, pabbi hans Góa, mætti í afmæli Útskálakirkju.

Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, tekur við einna milljónar króna framlagi Sveitarfélagsins Garðs í æskulýðssjóð frá Einari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar.

›› Útskálakirkja 150 ára:

Milljón í æskulýðsstarf Sóknarbörnum Útskálasóknar var boðið til veglegrar afmælisveislu í Garðinum um sl. helgi til að fagna 150 ára afmæli Útskálakirkju. Hátíðarmessa var í kirkjunni á sunnudag þar sem herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, tók þátt í athöfninni. Að lokinni messu var boðið til kaffisamsætis í Miðgarði, samkomusal Gerðaskóla. Þar var fjölbreytt dagskrá þar sem ungt tónlistarfólk flutti atriði og nemendur í Gerðaskóla settu upp helgileikinn Síðustu dagar Jesú. Í tilefni af afmæli Útskálakirkju veitti Sveitarfélagið Garður einni milljón króna í stofnframlag í nýjan æskulýðssjóð Útskálakirkju og er sjóðnum ætlað að styðja við æskulýðsstarf kirkjunnar, sem hefur verið með myndarlegum hætti undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir eru teknar í afmælishófinu í Miðgarði þar sem kvenfélagskonur úr Gefn sáu um kaffiveitingar. Margt góðra gesta var í 150 ára afmæli Útskálakirkju.

Helgileikurinn Síðustu dagar Jesú var sýndur og þá söng hún Kolfinna frá Tónlistarskólanum í Garði tvö kraftmikil lög.


14

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

›› Vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2011:

UMSJÓNARMAÐUR HEIÐARSKÓLA Heiðarskóli óskar eftir að ráða umsjónarmann til starfa frá 1. ágúst nk. Umsjónarmaður hefur m.a. yfirumsjón og eftirlit með mannvirkjum skólans, umsjón með öllum tækjum og tæknilegum búnaði og gerir tillögur og/eða áætlanir um viðhald og breytingar. Hann hefur og eftirlit með ræstingum og þrifum húsnæðisins. Þá sér umsjónarmaður um margskonar útréttingar og innkaup fyrir skólann. Umsækjandi þarf að búa yfir þekkingu á viðhaldi húsa og tækja, stundvísi, frumkvæði og snyrtimennsku. Vera jákvæður og góður í mannlegum samskiptum. Iðnmenntun er æskileg. Næsti yfirmaður umsjónarmanns er skólastjóri. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða í gegnum mittreykjanes.is. Umsóknarfrestur er til 9. júní n.k. Starfsþróunarstjóri.

VINNUSKÓLINN AUGLÝSIR Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður eldri borgurum og öryrkjum upp á sláttuþjónustu sumarið 2011. GJALD FYRIR HVERJA UMFERÐ ER 3000 kr. Öryrkjar skrái sig hjá Þjónustumiðstöð Fitjabraut 1c gegn framvísun örorkuskírteinis. Skráning fyrir eldri borgara í síma 420-3200

MENNINGARDAGSKRÁ FYRIR BÖRN

Þorgrímur Þráinsson mun lesa upp úr bók sinni Ertu Guð, afi? á Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 26. maí kl. 17:00. Auk þess verða veitt þátttökuverðlaun í Bókaverðlaunum barnanna 2011 og sumarlestur Bókasafnsins kynntur. Allir velkomnir.

STAÐARVITUND STAÐARÍMYND Málþing um menningu verður haldið í Bíóasal Duushúsa laugardaginn 28. maí nk. kl. 11.00-15.00. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og samlokur í hádegishléi. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í framgangi menningar- og menningarferðaþjónustu á Suðurnesjum. Menningarfulltrúar á Suðurnesjum og verkefnastjóri hjá SSS

Þau hlutu verðlaun og viðurkenningar við útskriftina á laugardaginn. VF-myndir: Oddgeir Karlsson

64 útskrifast – 47 stúdentar S

kólaslit vorannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 21. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 64 nemendur; 47 stúdentar, 8 sjúkraliðar, 6 brautskráðust af starfsbraut, 5 úr verknámi, tveir luku starfsnámi og einn meistaranámi. Auk þess luku þrír skiptinemar námi sínu í skólanum. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 38 og karlar 26. Alls komu 39 úr Reykjanesbæ, 10 úr Grindavík, 5 úr Sandgerði og Garði og tveir úr Vogum. Einn kom frá Hellissandi, Ólafsvík og Vopnafirði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Andri Þór Ólafsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Hanna María Kristjánsdóttir kennslustjóri flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Nýstúdentarnir Bjarki Brynjólfsson, Finnbjörn Benónýsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir fluttu tónlist við athöfnina ásamt Högna Þorsteinssyni, kennara við Tónlistarskóla Reykjanebæjar. Vi ð at h öf n i n a vor u ve itt ar v iðurkenningar f y r ir gó ðan námsárangur. Andri Þór Ólafsson, Bergur Theódórsson, Bjarki Rúnarsson, Ósk Jóhannesdóttir og Þröstur Leó Jóhannsson fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu nemenda skólans. Bjarni Valur Agnarsson fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur á starfsbraut og Helga Steindórsdóttir, Magnús Einarsson Smith og Telma Ýr Sigurðardóttir fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í vinnustaðanámi á sjúkraliðabraut. Arnþór Sigurðsson og Stefán Már Jónasson fengu gjöf frá Vélstjórafélagi Suðurnesja fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum. Þær Guðbjörg Guðmundsdóttir og Rakel Eva Æv-

arsdóttir fengu viðurkenningu fyrir árangur í fata- og textílgreinum og Íris Rut Jónsdóttir fyrir bókfærslu. Mary Sicat fékk gjöf frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og hún fékk einnig viðurkenningar fyrir árangur sinn í frönsku og efnafræði. Bjarki Brynjólfsson fékk verðlaun frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hann fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir frönsku, stærðfræði og efnafræði. Bjarki fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Þá fengu skiptinemarnir Anna Saeki, Eva Vandyck og Loic Worbe gjöf til minningar um veru sína í skólanum og á Íslandi. Um árabil hefur Sparisjóðurinn í Keflavík veitt nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og hefur Landsbankinn nú tekið við keflinu. Það

var Einar Hannesson útibússtjóri sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd Landsbankans. Að þessu sinni hlaut Bjarki Brynjólfsson viðurkenningar fyrir góðan árangur í tungumálum og fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum. Bjarki hlaut einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og fékk að launum 100.000 kr. styrk frá Landsbankanum. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Guðbjörg Jóhannesdóttir, Hanna Kristrún Jónsdóttir, Lárus Konráð Jóhannsson og Sóley Bjarnadóttir fengu öll 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í ræðumennsku og góðan árangur í lífsleikni. Sabína Sif Sævarsdóttir fékk 30.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í söngkeppni framhaldsskólanna. Þá fékk nemendafélag skólans 100.000 kr. sem viðurkenningu fyrir öflugt og fjölbreytt félagslíf. Foreldrafélag var stofnað við skólann síðastliðinn vetur. Við útskriftina afhenti félagið nemendafélagi skólans grill að verðmæti 166.000 til að nota á sal skólans. Við lok athafnarinnar veitti skólameistari Axel Gísla Sigurbjörnssyni gullmerki FS en hann hefur starfað við skólann í 25 ár. Það hefur Kristján Ásmundsson skólameistari einnig gert og sæmdi Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari hann einnig gullmerki skólans. Að lokum sleit Kristján Ásmundsson skólameistari vorönn 2011.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

15

Kr. 17.800.000,-

Erfið skuldastaða Sandgerðisbæjar - skuldar 5,4 milljarð kr.

BLIKABRAUT 11, REYKJANESBÆ

Um er að ræða skemmtilega 3 herbergja nh. með bílskúr. Íbúðin er öll ný endurnýjuð m.a. ný gólfefni, innréttingar, tæki, lagnir, gluggar, gler, baðherbergi endurnýjað frá grunni, þak á bílgeymslu ofl. Íbúðin er 86,5m2 og bílgeymsla er 24.5m2. Húsið er vel staðsett, stutt í skóla, íþróttasvæði bæjarins og í alla þjónustu.

-rekstrarniðurstaða 2010 þó betri en gert hafði verið ráð fyrir „Skuldsetning Sandgerðisbæjar er mikil og þarf að vinna áfram að rekstrarlegri hagræðingu, auknum atvinnutækifærum og aukningu tekna,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri en ársreikningur bæjarins fyrir árið 2010 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Lög gera ráð fyrir að fjallað skuli um ársreikninginn á tveimur fundum bæjarstjórnar og samþykkti bæjarstjórn að vísa reikningunum til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 1. júní. Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 er betri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyr-

ir A- og B-hluta var neikvæð um rétt rúmlega 64 mkr. en var áætluð neikvæð um tæplega 222 mkr. Betri rekstrarniðurstaða skýrist fyrst og fremst af gengishagnaði á langtímaskuldum og skuldbindingum. Aukning á rekstrargjöldum umfram áætlun er 44 mkr. fyrir Aog B-hluta en lækkar um 76 mkr. miðað við árið 2009. Útsvarstekjur eru rúmlega 24 mkr. króna lægri en ráð hafði verið gert fyrir og skýrist það bæði af fækkun íbúa sem voru á árinu 2009 1711 en 1677 árið 2010 og lægri tekjum íbúanna. Útsvarstekjur námu 425 mkr. en voru árið 2009 468 mkr. og lækka því um 43 mkr. milli ára.

Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn er laun og launatengd gjöld og nam kostnaðurinn 700,2 mkr. og hækkaði um 3 mkr. frá árinu 2009. Hækkun á árinu 2010 umfram áætlun eru 16 mkr. Fjöldi starfsmanna var 152 á árinu í 126 stöðugildum. Fastafjármunir námu á árinu 2010, 4.849 mkr. og eignir eru samtals 6.575 mkr. Eignir hafa hækkað um 812 mkr. milli áranna 2009 og 2010. Skuldir og skuldbindingar eru samtals 5.415 mkr. að meðtöldum leiguskuldbindingum sem nema 2.542 mkr. Skuldir við lánastofnanir voru í árslok 2010 1.935 mkr.

Hafnargötu 91 - 230 Reykjanesbæ - Sími: 420 4050

Vertu í góðu sambandi! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

Sumarstörf í Reykjanesbæ Landsbankinn auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í Reykjanesbæ. Um er að ræða starf í útibúinu við Tjarnargötu og bakvinnslustarf í Útibúaþjónustu sem tilheyrir Fjármálasviði bankans. Störfin eru tímabundin, til loka ágústmánaðar.

Helstu verkefni

Hæfniskröfur

»

Almenn þjónusta við viðskiptavini

»

Stúdentspróf

»

Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu Landsbankans

»

Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

»

Vinna við Greiðsluþjónustu og listavinnu vegna útibúa

»

Frumkvæði og þjónustulund

»

»

Hæfni í mannlegum samskiptum

Afstemmingar og eftirlit

»

Reynsla af bankastörfum er kostur

Landsbankinn Landsbankinn

landsbankinn.is landsbankinn.is

Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veitir Berglind Ingvarsdóttir hjá Mannauði í síma 410 7914. Umsókn merkt „Sumarstarf í Reykja­ nesbæ“ fyllist út á vef bankans. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2011.

410 4000 410 4000


16

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Samskipti kennara og nemenda í Reykjanesbæ eru jákvæðari í dag en fyrir hrun Njarðvíkurskóli, Myllubakkaskóli og Holtaskóli hafa frá 2007 verið að vinna að því að innleiða PBS agastjórnunarkerfið í skólana

N

iðurstöður rannsóknar á innleiðingu PBS (Positive Behav ioral Suppor t) hegðunarkerfisins í þremur skólum á Suðurnesjum voru á dögunum kynntar í Njarðvíkurskóla sem tók þátt í rannsókninni ásamt Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur PBS kerfisins á skólastarfið. Niðurstöður sýna til dæmis að eftir innleiðingu stefnunnar í skólana hafa jákvæð viðbrögð kennara á yngsta stigi gagnvart nemendum aukist úr um það bil 16% upp í um það bil 75%. Á sama tíma hefur óæskileg hegðun nemenda á skólatíma farið úr tæpum 60% niður í rúm 15%. Upplýsingar um breytingar á hegðun nemenda og kennara var aflað með svokölluðu beinu áhorfi sem fólst í því að háskólanemar fylgdust með samskiptum nemenda og kennara í skólunum og skráðu þau áður en innleiðing hófst og fylgdust svo með hvernig innleiðingin gekk. Hvað er PBS? PBS hegðunarkerfið er hannað til þess að kenna og styrkja æskilega hegðun samhliða því að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun. Það er útskýrt nákvæmlega til hvers er ætlast af börnunum, æskileg hegðun kennd og við hana er stutt með umbunum eins og pappírsverðlaunapeningum. Nemendum er líka sagt frá hvaða afleiðingar óæskileg hegðun hefur í för með sér. Lögð er áhersla á að slík leiðrétting sé jákvæð og að hún hvetji barnið til að temja sér hina jákvæðu félagslegu hegðun og leiði því fyrir sjónir að því fylgir vellíðan bæði fyrir það og aðra. Aðferðum PBS er beitt í öllum aðstæðum í skólanum: Á skólalóðinni, í ferðalögum, umgengni á göngum, íþróttum og kennslustundum. Blaðamaður Víkurfrétta var á staðnum þegar niðurstöðurnar voru kynntar fyrir öllu starfsfólki skólanna á fjölmennum fundi í Njarðvíkurskóla og ræddi í kjölfarið við skólastjóra skólanna, Láru Guðmundsdóttur úr Njarðvíkurskóla, Jóhann Geirdal úr Holtaskóla og Guðrúnu Snorradóttur skólastjóra Myllubakkaskóla, Gylfa Jón Gylfason yfirsálfræðing hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Sigurð Þorsteinsson sálfræðing hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Kolbrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur meistaranema í sálfræði við Háskóla Íslands og Gabríelu Sigurðardóttur dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, en þessir aðilar stóðu að rannsókninni og kynntu

sem er að ganga vel og einnig hvar þarf að bæta um betur. Það bæti innra starf skólanna. Jóhann segir að það sé alls ekki inni í myndinni að snúa til baka. „Þessar mælingar voru í anda okkar væntinga og gott að fá staðfestingu á því.“ segir Jóhann. Kennarar kröftugir í kreppunni Gylfi segir það merkilegt að á sama tíma og efnahagshrunið hafi átt sér stað og samfélagið gegnsýrt af neikvæðni séu samskiptin milli kennara og nemenda í Reykjanesbæ, sem kom hvað verstur út úr hruninu, jákvæðari en fyrir hrun. „Niðurstöðurnar eru þess vegna frábærar og sýna hvað skólastarfið í Reykjanesbæ er öflugt“ segir Gylfi Jón. Skólarnir standa betur saman Guðrún Snorradóttir skólastjóri segir það vera mikinn kost fyrir samfélagið að þessir þrír skólar standi saman og nemendur skólanna þekkjast og tengjast, sömu skilaboðin fari því út í samfélagið frá þessum skólum sem henni finnst mikilvægt.

PBS fyrir skólastjórunum á sínum tíma. Alvarlegum agabrotum hefur fækkað mikið í skólunum „Við finnum miklar breytingar á hegðun nemenda og kennara. Tölurnar eru alveg í samræmi við það sem við höfðum á tilfinningunni. Breytingin er mikil og ég er t.d. alveg hætt að tala við ólátabelgi eða taka einhvern á teppið eins og sagt er. Auðvitað er ekki búið að útrýma hegðunarvandamálum en með þessum niðurstöðum er mun auðveldara að greina þau,“ segir Lára Guðmundsdóttir. Jóhann Geirdal tekur undir orð Láru þegar komi að því að takast á við óvæntar uppákomur. „Sífellt færri nemendur heimsækja skrifstofu mína vegna agabrota, þar af leiðandi gefst meiri tími til annarra verkefna,“ segir Jóhann. „Þar sem PBS hefur verið tekið upp í skólum erlendis hafa rannsóknir sýnt að þeir skólar hafa bætt námsárangur sinn, sem kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Það að þurfa ekki að vera að kljást við hegðunarvandamál allan daginn bætir að sjálfsögðu starfsumhverfi kennara,“ segir Gabríela Sigurðardóttir. Skólastjórarnir segja í kjölfarið að auðvitað skili kerfið ekki sjálfkrafa betri námsárangri en kerfið skapi forsendur til að sinna aðalatriðinu í skólastarfinu, kennslu og uppeldi. Kolbrún segir það að nemendur viti til hvers sé ætlast til af þeim og það ætti að skila sér í betri námsárangri, og geri það samkvæmt erlendum rannsóknum. Það sem kom Kolbrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur hvað mest á óvart var hve vel þessar niðurstöður komu út hjá elstu krökkunum og allir taka undir það. Lára telur það vera vegna þess að kennarar í unglinga-

deildum hafi hingað til einbeitt sér að því að kenna sitt fag og ekki verið í því að umbuna eða hrósa nemendum sérstaklega. Jóhann skólastjóri Holtaskóla bætir því við að nemendur í eldri deildum hitti oft 6-8 kennara á dag sem eru jafn misjafnir og þeir séu margir. Nú er hins vegar kominn sami tónn hjá þeim öllum sem hafi mikil áhrif. Dregur úr kulnun meðal kennara Sigurður Þorsteinsson sálfræðingur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar segir að með innleiðingu stefnunnar verði skólabragurinn heildstæður. Allir fara eftir ákveðnum viðmiðum og hegðunarvæntingum sem eiga að gilda innan skólans og kennarar og starfsmenn viti hvernig eigi að bregðast við æskilegri og óæskilegri hegðun nemenda sem veitir starfsmönnum öryggi í starfi. „Við leggjum mikla áherslu á það að þetta er ekki eingöngu hugsað fyrir nemendur, heldur líka fyrir starfsfólk skólanna.“ Sigurður bendir einnig á að óæskileg hegðun nemenda sé helsti þátturinn í starfskulnun kennara. „Kennarar vilja fyrst og fremst einbeita sér að því að sinna sínu starfi og við erum einfaldlega að skapa umhverfi sem gerir öllum

auðveldara fyrir í að ná sem bestum árangri,“ segir Sigurður. Guðrún segir að maður geti ályktað að bætt hegðun skili sér líka í betri líðan nemenda og starfsfólks. Rannsóknin er tímamótaverk sem styrkir innra starf skólanna Gabríela segir þetta vera fyrstu viðamiklu rannsóknina hérlendis með beinum áhorfsmælingum. Gylfi Jón bætir því við að rannsóknin sé ótrúlega umfangsmikil og sennilega stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu; 21 BS verkefni fjalli um hana og tvö Mastersverkefni og innleiðingunni ekki lokið enn. Gylfi Jón segir að fjöldi fólks víðsvegar í heiminum bíði eftir niðurstöðunum úr þessu verkefni. Jóhann Geirdal segir innleiðingu PBS-kerfisins vera stærstu fjárfestingu í skólamálum svæðisins á undanförnum árum og ótal vinnustundir liggi að baki framtakinu. Gylfi Jón segir að mikilvægt sé að meta svona stór verkefni með vísindalegum hætti. Þá sé hægt með óyggjandi hætti að skera úr um hvort verkefnin séu að virka eða ekki. Vegna þess að um beint áhorf í skólunum er að ræða sem sýnir hvernig skólastarfið er í raun og veru fáist upplýsingar um það

Foreldrar jákvæðir gagnvart PBS Þegar viðmælendur eru spurðir að því hver viðbrögð foreldra nemenda séu þá segir Lára að nú komi ekki einungis neikvæð skilaboð frá skólunum heldur líka jákvæð og foreldrar fagna því. Gylfi Jón bætir því svo við að margir foreldrar þekki hugmyndafræði PBS vegna þess að PBS byggi á sama kenningalega grunni og SOS námskeiðin. Annað snúi að heimilinu og hitt að skólastarfinu. „Foreldrar þekkja þetta orðið vel og uppeldisaðferðir skóla og heimilis samræmast því ágætlega“ segir Gylfi Jón. Hálfnað verk þá hafið er Rannsóknin sýndi einnig að ekki er búið að innleiða alla hluta skólastefnunnar og voru viðmælendur sammála um að taka til óspilltra málanna og halda ótrauð áfram. Það verður því spennandi að fylgjast með og sjá hvernig til tekst þegar lokaniðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir en fimm ár tekur að innleiða PBS skólastefnuna. Framtíðin er björt Rannsóknin sýnir að það er greinilegt að mikil gróska er í starfi í þessara þriggja skóla og hugarfar nemenda, kennara og annars starfsfólks er okkur hinum verðug fyrirmynd í kreppunni. eythor@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

›› Nemendur Heiðarskóla helguðu sér land:

17

GARÐAÚÐUN SUÐURNESJA

Úðum m.a. gegn roðamaur og kóngulóm! Björn Víkingur: 822 3577, Elín: 699 5571 822 3577, 421 4870, Ekki er án 699vika 5571 og 421Víkurfrétta! 5571 netfang: bvikingur@visir.is

2

Drög lögð að útivistarparadís í gömlu grjótnámunni við Heiðarholt „Þetta á að verða útivistarparadís í framtíðinni, bæði fyrir nemendur Heiðarskóla og fyrir íbúa Reykjanesbæjar,“ segir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri Heiðarskóla en formlegt upphaf uppbyggingar í gömlu grjótnámunni norðan við Heiðarholt fór fram á mánudag þegar nemendur Heiðarskóla gengu þangað í rokinu og kveiktu varðeld. Fyrirhugað er að þarna verði um 1700 trjám plantað og útikennsla verði stunduð þarna á komandi árum. Hugmyndin kviknaði síðasta haust og styrkur fékkst frá bænum

upp á 150 þúsund krónur. Ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti með það sem gæti verið í gryfjunni sem hefur staðið auð í fjölda ára og oftar en ekki hefur fólk stundað það að fleygja þangað ýmsum úrgangi. Gunnar segir mikla möguleika vera fyrir hendi á svæðinu. „Við höfum hugsað okkur að vera með kennslu þarna, helst þá í náttúrufræði og íþróttum en fyrirhugað er að reisa þarna skýli eða jafnvel húsnæði en þetta er hugsjónarverkefni sem tekur tíma að rækta upp,“ sagði Gunnar að lokum.

VÍKURFRÉTTIR

Ræktun kannabisefna stöðvuð í Reykjanesbæ F

íkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði á föstudagskvöld hald á töluvert magn af kannabisplöntum sem verið var að rækta í heimahúsi í Reykjanesbæ. Málið telst upplýst.

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.

ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökuréttinda og akstursmat. Aðstoða við enduröflun ökuréttinda. Kenni á Toyotu Auris. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873 Allar upplýsingar á www.arney.is Laus pláss í kennslu til almennra ökuréttinda. Kenni á Toyotu Avensis. Hafið samband í síma 869-5399. Elín Ólafsdóttir

GÆLUDÝR

80m atvinnuhúsnæði við Hrannargötu, hagstætt leiguverð. Skammtímaleiga möguleg. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. U.þ.b. 280m2 verslunar/atvinnuhúsnæði við Víkurbraut, hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Pusi sem býr að Skólavegi 30 hvarf að heiman á sunnudag. Síminn er 861 2031 og eru fundarlaun í boði.

2ja herb. íbúð í Heiðarhverfi til leigu. Mjög snyrtileg og mikið endurnýjuð. Uppl. í síma 618-4497 e. kl. 17. Íbúð á 1. hæð í Heiðarholti til leigu. Upplýsingar eftir kl 18.00 í síma 894 7011. 3ja herbergja íbúð til leigu í Keflavík, 90 þús. á mánuði. Greiðsla fari í greiðsluþjónustu. Íbúðin er laus í júní. Uppl. í símum 847-1499 og 775-1656.

Tökum að okkur allar almennar hreingerningar og ræstingar. Einnig bónvinnu,teppahreinsun og flutningsþrif. Stórhreingerningar og reglubundnar ræstingar fyrir stofnanir og fyrirtæki.

3ja herb. íbúð til leigu í Keflavík frá 15. júní. Upplýs. í síma 846 3083 og 845 9436

Upplýsingar 849 9600 og 895 4990 www.stjornuthrif.com

3ja herbergja íbúð Brekkustíg 35a önnur hæð. Leiga 95.000 á mánuði. Innifalið í leigu rafmagn og hússjóður. Upplýsingar í síma 898 6372.

ATVINNA Fótboltatengd aukavinna Skemmtileg aukavinna í boði í tengslum við fótboltaleiki í Reykjanesbæ og nágrenni. Nánar i upplýsingar fást í netfanginu bolti2010@gmail.com

Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

HEILSA

2

77m2 íbúð í Innri-Njarðvík Laus 1. júní. Leiga 90 þús., allt innifalið. Uppl. gefur Yngvar í síma 899 3867.

ÝMISLEGT

Túnþökusala OddsTeins Erum mEð til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. margra ára rEynsla. sími: 663-6666/663-7666

Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

ÓSKAST Átt þú timbur í bakgarðinum þínum? Vantar 2x4" og 1x6". Á sama stað er til sölu gólflagna rör, ca. 100 m. Uppl. í síma 618 9087.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 26. maí - 1. júní. nk.

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Léttur föstudagur á Nesvöllum 27. maí nk. Útskrift frá leikskólanum Gimli kl. 14:00.

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

BÁTUR ÓSKAST Óska eftir að kaupa ódýran bát, skemmtibát, færeying eða sambærilegan. Má þarfnast viðgerðar, helst ekki úreltan en kemur þó til greina. Áhugasamir hafi samband í síma: 842-5886


18

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Víðismenn fögnuðu 75 ára afmæli með stórsigri

V

íðismenn fögnuðu 75 ára afmæli sínu heldur betur með pomp og prakt. Þeir unnu öruggan 5-1 sigur á liði Vængja Júpiters í 3. deildinni á laugardag. Markaskorarar Víðismanna voru þeir Eiríkur Viljar H Kúld sem gerði þrjú mörk og svo skoruðu þeir Magnús Ólafsson og Davíð Örn Hallgrímsson sitt markið hvor. Fyrir leikinn afhentu Víðismenn 500.000 krónur til átaksins Mottumars, en Víðismenn eru þátttakendur í verkefni Landsbankans, Samfélag í nýjan búning. Auglýsing fyrir Mottumars er á búningum Víðis í stað auglýsingar frá Landsbankanum.

MÁLÞING UM MENNINGU 28. MAÍ NK. Í BÍÓSAL DUUSHÚSA KL. 11:00 - 15:00. Staðarvitund/Staðarímynd Ráðstefnustjóri: Guðjón Kristjánsson, menningarfulltrúi í Sandgerði Kl. 11:00 Setning – Karitas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytið Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður

Almenn kynning Almenn kynning Lífalkóhól og Glýkólverksmiðja í Helguvík, Reykjanesbæ Lífalkóhól og Glýkólverksmiðja í Helguvík, Reykjanesbæ

AGC ehf. hefur unnið drög að tillögu fyrir matsáætlun fyrir ofan-

AGC hefur unnið drög að tillögu fyrir matsáætlun fyrir ofangreint verkefni. greintehf. verkefni. Almenningi skýrslunnar og og Almenningierergefinn gefinnkostur kosturá áaðaðkynna kynnasérsérefni efni skýrslunnar koma með athugasemdir eða ábendingar á ipd@simnet.is koma með athugasemdir eða ábendingar á ipd@simnet.is Drög að tillögunni eru aðgengileg á www.reykjanesbaer.is, www.reykjaneshofn.is ásamt Drög að tillögunni eru aðgengileg á www.reykjanesbaer.is, www.agc.is

www.reykjaneshofn.is ásamt www.agc.is

Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands TÓNLISTARATRIÐI Jónatan Garðarsson, útvarpsmaður, útgefandi og viðburðarstjórnandi

ATVINNA

Mamma Mía í Grindavík vantar starfsfólk

Kl. 12:20 HÁDEGISHLÉ

Vantar starfsmann í helgarstarf, aðra hverja helgi. Unnið er frá 10:00 - 21:00.

Kl. 13:00 Jóhann Smári Sævarsson/Norðuróp, Marta Eiríksdóttir/Púlsinn Guðmundur Magnússon/Steinbogi kvikmyndagerð Marta Jóhannesdóttir/Hlaðan

Vantar starfsmann í 2-2-3 vaktarplan, unnið frá 17:00 - 22:00, 12:00 - 22:00 um helgar. Unnið er við afgreiðslu í sal og fleira. Vantar pizzubakara í 2-2-3 vaktarplan. Unnið er frá 17:00-22:00 og 12:00-22:00 um helgar!

Bergur Ingólfsson/GRAL atvinnuleikhús

Hægt er að hafa samband við Þorstein í síma 663 1678 eða mammamia@mammamia.is

TÓNLISTARATRIÐI Baldur Guðmundsson/Geimsteinn ehf Hildur Harðardóttir/Gallerí8 Ellert Grétarsson/gönguleiðir/ljósmyndir Íris Jónsdóttir/Spiral design Inga Þórey Jóhannsdóttir/myndlist Markaðsstofa Suðurnesja/Kristján Pálsson Ráðstefnuslit - Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Næsta blað á miðvikudag! Auglýsingasíminn er 421 0001 Tölvupóstur: gunnar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

19

›› Sjóarinn síkáti haldinn í Grindavík 3.-5. júní nk.:

Flottustu hátíðahöld landsins til heiðurs íslenska sjómanninum

Óður til Ellýjar á Sjóaranum síkáta í Grindavík

S

annkallaðir stórtónleikar verða sunnudagskvöldið 5. júní á Sjóaranum síkáta í Grindavík. Þá verður söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit og Ragga Bjarna með tónleikana „Óður til Ellýjar“ í íþróttahúsinu kl. 20:30 og verður ekkert til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta. Meðal annars mun barnabarn Ellýjar koma fram og segja frá ömmu sinni. Þann 28. desember síðastliðinn hefði söngkonan Ellý Vilhjálms orðið 75 ára en sem kunnugt er á hún ættir að rekja til Suðurnesja. Af því tilefni hefur söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ákveðið að heiðra minningu Ellýjar með þessum tónleikum sem fluttir hafa verið víðar og fengið

feikna góða dóma. Guðrún gaf út plötu árið 2003 með upptöku af tónleikunum „Óður til Ellýjar“ og hlaut sú útgáfa Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta platan í flokknum „Ýmis tónlist“ það árið. Það gefst því einstakt tækifæri í Grindavík á sjómannadeginum 5. júní að heyra lögin hennar Ellýjar flutt af landsliði tónlistarfólks, þeim Guðrúnu Gunnars, Agnari Má Magnússyni, Sigurði Flosasyni, Birgi Bragasyni og Hannesi Friðbjarnarsyni. Sérstakur gestur á tónleikunum er heiðursmaðurinn Ragnar Bjarnason. Miðaverð aðeins 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við innganginn. Forsala miða fer fram í Kvikunni á opnunartíma hússins milli kl. 10:00 – 17:00. Sími: 420-1190.

„Sjóarinn síkáti er bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem við leggjum mikinn metnað í. Hún tókst virkilega vel í fyrra en þá komu yfir tuttugu þúsund gestir. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri en í ár, hér er hin eina og sanna Sjómannadagshelgi með öllu tilheyrandi. Ég vil taka skýrt fram að þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð en ekki unglingafylleríssamkoma. Hér er ströng gæsla og 20 ára aldurstakmark á tjaldsvæðinu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar um bæjarhátíðina Sjóarann síkáta sem haldin verður í Grindavík helgina 3.-5. júní nk. Sjóarinn síkáti hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Dagskráin er ótrúlega fjölbreytt og jafnframt verður mikið lagt upp úr því að virkja bæjarbúa til þátttöku en bænum hefur verið skipt upp í fjögur litahverfi og fara bæjarbúar hamförum í skreytingum þessa dagana. „Grindavík er eitthvert öflugasta bæjarfélag landsins og með tilkomu nýja tjaldsvæðisins sem opnað var í hitteðfyrra og svo nýju þjónustuhúsi í þessari viku erum við einnig að stimpla okkur á kortið sem öflugur ferðamannabær en hér er ótrúlega margt skemmtilegt að sjá og gera. Segja má að bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti marki upphafið á skemmtilegu sumri hér suður með sjó,“ segir Þorsteinn. Upphitun hefst á miðvikudagskvöldinu en fimmtudaginn ber upp á uppstigningardag og þann dag er einnig nóg um að vera. Svo verður líf og fjör á föstudagskvöld-

inu með skrúðgöngu litahverfanna niður á bryggju, bryggjuballi og skemmtunum. Á laugardeginum er bærinn undirlagður af ýmsum skemmtunum fyrir alla fjölskylduna. Má þar nefna ratleik, leiktæki fyrir börnin, glæsilega barnadagskrá, landsþekkta skemmtikrafta, keppnin Sterkasti maður á Íslandi, Brúðubíllinn verður á sínum stað, leiktæki og andlitsmálun fyrir krakkana, svo fátt eitt sé talið. Foreldrar og fullorðnir fá sinn skammt en þarna verða ýmsar uppákomur og sýningar. Um kvöldið verða svo böll á skemmtistöðum bæjarins. Á sunnudeginum verða hefðbundin hátíðahöld á vegum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt flottri dagskrá á hátíðarsviðinu og ýmsu fleiru. Þessa helgi verður einnig Íslandsmeistaramót í flökun, netagerð, sjómanni, golfmót, sundmót, fótboltamót, körfuboltamót og ýmislegt fleira. Sjóaranum síkáta lýkur svo með glæsilegum minningartónleikum Guðrúnar Gunnarsdóttur og Ragga Bjarna um Ellý Vilhjálms í íþróttahúsinu á sunnudagskvöldinu. Þorsteinn hvetur Suðurnesjamenn til þess að fjölmenna til Grindavíkur en hægt er að nálgast dagskrá Sjóarans síkáta á www.sjoarinnsikati.is „Sérstaklega finnst okkur gaman að sjá brottflutta Grindvíkinga mæta til heimahaganna. Þá eru líka sjómenn og fjölskyldur þeirra í öðrum bæjarfélögum einnig hvattir til þess að koma til Grindavíkur til að halda upp á daginn því hvergi á landinu eru flottari hátíðahöld til heiðurs íslenska sjómanninum en hér í Grindavík,“ sagði Þorsteinn að endingu.

BALL

GS A D A N N MA

SJÓ

svíkur eingan og gerir allt vitlaust „Skelltu nú gömlu í gammósíurnar og bjódd’enni á alvöru ball“ Aðgangseyrir 30 silfurpeningar eða aðeins um 1.500 krónur á núvirði.

›› Nám er vinnandi vegur:

Vel sótt námskynning í Stapa N

ámskynningin Nám er vinnandi vegur – Skólinn opnar dyr var haldin í Stapa miðvikudaginn 18. maí. Kynningin var liður í átakinu Nám er vinnandi vegur sem samþykkt var af ríkisstjórninni 19. apríl sl. Í því felst að öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri, sem uppfylla skilyrði, verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur á öllum aldri haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Fyrstu önnina gefst atvinnuleitendum kostur á að stunda nám án

þess að greiða skólagjöld og halda atvinnuleysisbótum svo auðveldara reynist að fara úr atvinnuleysi í nám. Nám er í raun framtíðarfjárfesting sem hver og einn tekur í sjálfum sér og skapar það mikil tækifæri fyrir viðkomandi. Alls tóku 10 skólar og símenntunarmiðstöðvar þátt í kynningunni auk Vinnumálastofnunar og Menntagáttar. Námskynningin var opin öllum sem höfðu áhuga og um 600 manns mættu. Kynningin var vel heppnuð og vonandi verður hún að árlegum viðburði til eflingar menntunar á Suðurnesjum.

Hafnargötu 19 • 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is

Fisktækniskóli Suðurnesja Starfstengt nám á framhaldsskólastigi Innritun á haustönn 2011 Námsbrautir í boði: Fiskvinnslubraut Sjómennska Sjókokkur/matsveinanám Netagerðarnám

Nánari upplýsingar í síma 4125940 / 4125968 og á netföng nannabara@mss.is / .olijon@fss.is og larus@fss.is Einnig á heimasíðu skólans á facebook.com

Fisktækniskóli Suðurnesja, Víkurbraut 56, 240 Grindavík


20

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

STARFSFÓLK ÓSKAST

Konur með reynslu í snyrtingu og pökkun óskast til starfa nú þegar. Áhugasamar hafið samband í síma 893 7942 eða 771 1300. AG Seafood ehf sérhæfir sig í framleiðslu á frystum og ferskum sjávarafurðum. Aðsetur fyrirtækisins er á Hrannargötu 4 Reykjanesbæ.

ZATRUDNIE

Poszukujemy pracowitej kobiety do nowo otwartej przetworni owocow morza przy Hrannargata 4 w Keflaviku. Osoby zainteresowane prosimy o wizyte w zakladzie w piatek w godz. 12:00 - 13:00 lub o kontakt teleficzny: 893 7942 lub 771 1300.

Lumar þú á frétt? 24 tíma vaktsími fréttadeildar VF er 898 2222

FRAMKVÆMDASTJÓRI Fimleikadeild Keflavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa góða fimleikaþekkingu til að sjá um þjálfun sem og vera með yfirumsjón yfir öllum hópum félagsins.   Starfið felst m.a. í því að sjá um alla daglega umsýslu, skráningu iðkenda, niðurröðun í hópa og sjá um öll mót á vegum félagsins. Einnig aðstoða við ráðningu þjálfara, vera tengiliður við stjórn félagsins og FSÍ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst.   Umsóknarfrestur er til og með 31. maí.   Sendið umsókn á helga.h.snorradottir@holtaskoli.is eða inga-svenni@simnet.is   Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur

FUNDARBOÐ Félag Stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur heldur fund 26. maí nk. kl. 18:00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna. Kynning á rannsóknarvinnu stjórnar. Staða lánamála stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfjárbréfum og ýmis önnur mál verða rædd sem hvíla á félögum samtakanna.

Stofnfjáreigendur

Vaxtarsamningur Suðurnesja Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri skrifar Á síðasta ári gerðu sveitarfélögin á Suðurnesjum og Iðnaðarráðuneytið með sér vaxtarsamning. Markmiðið með samningnum er að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja úthlutaði í lok síðasta árs 25,3 millj. kr. til 15 verkefna á svæðinu. Verkefnin sem hlutu styrk voru af ýmsum toga, í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, fatahönnun, hugbúnaðarverkefni, rannsóknarverkefni og fleiri verkefni sem skoða má á heimasíðu Vaxtarsamnings. Gert er ráð fyrir að allt að 50 til 60 ný störf skapist á tímabilinu sem tekur að styrkja stoðir verkefnanna sem fengu styrk. Ferðaþjónustan Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hvetur ferðaþjónustuna á Suðurnesjum til að vinna saman að því að byggja upp ferðaþjón-

ustuklasa sem mundi hafa það hlutverk að kynna Suðurnes og kosti svæðisins í ferðamennsku, menningartengdri ferðaþjónustu og afþreyingu hvers konar. Með þeim hætti hefði Vaxtarsamningur Suðurnesja möguleika á að koma að uppbyggingu og þróun klasans með stuðningi. Í Grindavík er klasi ferðaþjónustufyrirtækja og hefur verið til í nokkurn tíma, Grindavík Experience. Fyrirtækin í klasanum eru ólík hvað þjónustu við ferðamenn snertir, en sjá að sameiginlega geta þau gert mjög margt í markaðssetningu svæðisins með sameiginlegu átaki. Stjórn Vaxtarsamnings vill sjá klasasamstarf myndast á öðrum svæðum Vaxtarsamnings í ferðaþjónustu og koma að slíku samstarfi með stuðningi, líkt og gert var með Grindavík Experience. Til framtíðar litið eru hagsmunir ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum þeir að einn stór og öflugur klasi í geiranum verði til og kæmi þá klasinn sterkur að því að kynna svæðið í heild sinni. Þannig legðist ferðaþjónustan á eitt að fá ferðafólk inn á svæðið sem nyti síðan þjónustu fyrirtækja á Suðurnesjum.

Næsta úthlutun Verkefnastjórn Vaxtarsamnings hefur ákveðið að næsta úthlutun fari fram í október nk. Nú hafa fyrirtæki sem hafa hugsað sér að sækja um styrk, tíma til að undirbúa umsókn sína vel. Áherslan er lögð á uppbyggingu klasa, þriggja fyrirtækja eða fleiri, verkefni þar sem byggt er á styrkleikum og tækifærum svæðisins og framgang rannsókna og þróunar á sviði, flugs og öryggis, heilsu, tækni og orku, sjávarútvegs, matvæla og ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að umsækjendur fylgi reglum Vaxtarsamnings í uppbyggingu og þróun klasasamstarfs, nýsköpun, rannsóknum og samstarfi fyrirtækja og háskóla. Vaxtarsamningur verður kynntur með auglýstum fundum í september jafnframt er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Vaxtarsamnings http://vaxtarsamningur. sss.is Auk þess sem undirrituð veitir fúslega aðstoð og upplýsingar í síma 420-3288 og á skrifstofu SSS, Iðavöllum 12, Reykjanesbæ. Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri.

Að krydda tilveruna og matinn! Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir skrifar Margir hafa kynnst af eigin raun hve gott það er að krydda matinn sinn með ferskum kryddjurtum. Það er hægt að bæta einni vídd í þá ánægju með því að rækta kryddjurtirnar sínar sjálfur. Með því að eiga alltaf við hendina ferskar kryddjurtir verður matargerðin ánægjulegri og maturinn bragðbetri. Það er þó að mörgu að hyggja þegar kryddjurtaræktun er annars vegar. Jurtirnar eru margbreytilegar og hver og ein þarf sinnu við hæfi, jarðvegurinn sem þær þrífast best í er misjafn, þær þurfa mismundandi birtu, raka og hitastig og vaxtartími þeirra er mislangur. Sumar er lengi að vaxa en aðrar vaxa úr sér og eru orðnar beiskar og bragðvondar áður en búið er að snúa sér við. Þegar plönturnar eru tilbúnar blasir við spennandi verkefni við að prófa sig áfram með notkun þeirra í matargerð. Þá er einnig hægt að nota þær til að búa til kryddblöndur og kryddlegi og svo má ekki gleyma því að þær eru margar hverjar mjög öflugar lækningajurtir.

Kryddjurtir má einnig nota í smyrsl og sápur og olíur bæði til innvortir og útvortis notkunar. Leyndardómur kryddjurtanna er spennandi og skemmtilegur og að dunda sér við kryddjurtirnar nærir sálina ekki síður en önnur garðyrkja. Að rækta kryddið sitt kostar ekki mikið og ekki þarf að eiga garð til að geta það, einungis þarf fræ, mold og potta og svalir eða góðan glugga. Að undanförnu hafa verið haldin fræðslukvöld í Húsinu okkar, þar sem fjallað hefur verið um hina ýmsu þætti garðyrkju, eins og matjurtaræktun, ræktun rósa, sumarblóma og ávaxtatrjáa og nú síðast jarðvegsgerð. Í framhaldi af þessu býður Húsið okkar upp á fræðslukvöld um kryddjurtaræktun og hvernig nýta má þær á fjölbreytilegan hátt. Fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20.00. Einnig kemur á fundinn Auður Jóhannesdóttir frá Lifa ehf. og mun hún kynna innigarðinn, lítið tæki,sem gerir mögulegt að rækta krydd og blóm í eldhúsinu. Aðgangseyrir er kr. 500 og verður hægt að kaupa kryddplöntur á hagstæðu verði. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir

Skammist ykkar bankar

H

ér í bæ sem annars staðar hafa bankar leyst til sín skuldsett einbýlishús. Nú standa þau auð og yfirgefin og enginn þau annast. Svo virðist sem bankar hafi engar skyldur til viðhalds lóða. Tré eru étin af lús og ormum. Hekkin standa út á gangstétt með kalkvisti. Enginn slær blettinn, enginn reitir arfa. Þetta er bönkum til skammar. Hildur Harðardóttir leiðsögumaður

Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

Vilborgar Björnsdóttur

Hulduhlíð, Eskifirði, áður Hjallavegi 1c, Njarðvík Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar á Eskifirði, fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum.

Ragnar Zophaniasson, Birna Zophaniasdóttir,

Jenný Ólafsdóttir, Herbert Árnason, Arnar Gunnlaugsson, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Svanfríður Gísladóttir Borghildur Gunnlaugsdóttir,

Örn Kristinsson, Helgi Grétar Kristinsson, Unnar Kristinsson, Ragnhildur Kristinsdóttir, Steinunn G. Kristinsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Eygló H. Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

Albert Karl Sigurðsson - minning

Margs er að minnast þegar skrifa á minningargrein um ungan mann sem hrifinn er á brott frá ástríkum foreldrum, systrum, arnabarn, frændi og vinur, ættingjum og fjölmörgum vinum. Albert Karl eða Alli Sigurðsson, 7, Njarðvík,Kalli eins og hann var alltaf kallaður kom í þennan heim mánuði fyrir nu, sunnudaginn 15. tímann og maí. gárungarnir sögðu að hann hafi ekki27. mátt vera að því ðvíkurkirkju föstudaginn maí 2011 kl. að vera lengur í móðurkviði. ForAlla Kalla veittu mér þau Sigurðureldrar Guðnason, forréttindi frá fyrstu tíð að fá að umgangast hann sem minn eigin Guðni Róbertsson, son. Við göntuðumst oft með það Guðni Sigurðsson, systurnar að börnin okkar væru lánsöm að eiga tvær mömmur, mömmu eitt og mömmu tvö, hvað ngjar og vinir. svo sem börnunum okkar fannst um alla þessa afskiptasemi. Ég fékk að vera mamma Alla Kalla númer tvö og verð ég ævinlega þakklát Möggu systur og Sigga fyrir örlætið. Þegar ég hugsa til Alla Kalla koma margar myndir upp í hugann. Alli Kalli að leiðrétta frænku sína þegar ég benti honum á dýrin í sveitinni með hljóðum dýranna. Alli Kalli að selja brandarann um tjakkinn fyrir fimmtíu krónur á Suðureyri. Alli Kalli á leiðinni í frí til mín til Spánar. Í flugvélinni sat hann hjá góðri konu, sem hafði tekið að sér að fylgja honum. Hann vildi endilega bjóða henni upp á drykk eins og herramanni sæmir. Alli Kalli hafði ekki aldur til að kaupa áfengi þannig að konan borgaði fyrir drykkinn.

Rétt fyrir lendingu sagði Alli Kalli við konuna: „ Það er svo mikill munur að ferðast með eldri konum, þessar ungu eru svo stressaðar“. Þessi góða kona ljómaði eins og sólin þegar hún skilaði þessum unga frænda í mínar hendur í flughöfninni. Alli Kalli að keppa með Njarðvík – valinn efnilegastur. Alli Kalli 14:00 í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum með foreldrum sínum og systur þar sem móðir hans var við nám. Þar varð hann strax mjög vinamargur enda einstaklega hnittinn í tilsvörum. Strax á fyrsta degi í gula skólabílnum ætluðu nokkrir strákar að taka nýja strákinn og láta hann finna fyrir því. Alli Kalli snéri á þá með fyndnum athugasemdum sem verða ekki tíundaðar hér. Alli Kalli með bílskúrssölu fyrir heimferð frá Norður-Karólínu þar sem hann bauð eldri konum að kaupa leikföng og fatnað fyrir barnabörnin með stigvaxandi afslætti eftir því sem þær keyptu fleiri stykki. Fólkið spurði hver hefði verið í viðskiptanámi móðirin eða sonurinn. Alli Kalli að spila frumsamin lög með hljómsveitinni Gunshy ásamt vinum sínum. Alli Kalli áfram í fótbolta með Njarðvík og síðar með fleiri félögum á Suðurnesjum. Alli Kalli leiðtoginn í vinahópnum og hrókur alls fagnaðar. Alli Kalli með svo sterka réttlætiskennd að á stundum gat hún komið honum

í vandræði. Alli Kalli að tala máli þeirra sem urðu undir vegna eineltis eða af öðrum orsökum. Í gegnum tíðina höfum við oft rætt um að Alli Kalli væri gömul sál. Hann hafði strax á unga aldri bæði þroska og skilning á mannlegri líðan sem fólk almennt öðlast á langri ævi. Fyrir réttu ári síðan fór að bera meira en áður á kvíða sem sótti að þessum góða dreng. Hann bar þessi veikindi ekki utan á sér, var vinamargur, vinsæll og skemmtilegur strákur. Hann fékk góðan stuðning á heimili sínu og reynt var með öllum ráðum að finna heildstæð úrræði við kvíðanum sem honum hentaði og gátu veitt honum frið og ró. Alli Kalli þráði að ná bata og reyndi eins og hann gat til þess. Hann varð bráðkvaddur í svefni síðdegis sunnudaginn 15. maí sl. Staðfest er að ásetningur olli ekki dauða hans. Sofðu rótt elsku drengurinn minn og megi góður Guð taka þig í sinn faðm og veita þér ró. Möggu systur minni, Sigga, Siggu minni, Sylvíu og öðrum ættingjum og vinum vottum við Þorbergur okkar dýpstu samúð. Jónína A. Sanders

Sumartilboð Nýtt fráTigi

Opnun Kompunnar á nýjum stað frestast um nokkra daga f óviðráðanlegum orsökum verður nokkura daga töf á því að nytjamarkaðurinn Kompan opni á nýjum stað við Smiðjuvelli 5 í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að markaðurinn nái að opna sem fyrst og verður opnun hans auglýst sérstaklega. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er nýlega tekin við rekstri Kompunar af Rauða krossinum og mun verslunin því flytjast í nýtt húsnæði sem í eina tíð hýsti Húsasmiðjuna. Það hefur tekið aðeins lengri tíma að gera nýja húsnæðið tilbúið og því dregst opnun á nýjum stað um nokkra daga.

Fyrir hönd húsfélagsins Hofs, Sigurður Arnbjörnsson, Suðurgötu 6, sími 421-0025/899-5565

Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og besta vinar, föður, tengdaföður, tengdasonar, bróður og mágs,

tilboðið gildir 26. maí til 3. júní

Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum Reykjanesbæ - S. 421 4848

Síminn er 421 0000

SUMARTILBOÐ Í TÆKJASAL Kort í tækjasal sem gildir frá 1. júní til 31. ágúst á kr.10,000. Innifalið er eitt af eftirfarandi vali:

Húsfélagið Hof Suðurgötu 4, 6 og 8 Keflavík óskar eftir tilboðum í eftirfarandi:

Tilboð óskast fyrir 1. júní 2011.

Gefum öllum nýja Tigi Color combat sjampóið sem koma í litun+klippingu.

A

Endurbætur - tilboð óskast • Neysluvatnslagnir (4, 6 og 8). • Steypuviðgerðir utanhúss (4, 6 og 8). • Málun á húsi, gluggum, útihurðum og öllu sem telst sameiginlegt utandyra. • Málun á þaki. • Rennufestingar.

• Leiðsögn ásamt æfingarforriti í tækjasal 40 mínútur • Hálftíma sjúkranudd framkvæmt af sjúkraþjálfara • Skoðun, blóðþrýstingsmæling og sérsniðið æfingarforrit hjá sjúkraþjálfara án leiðsagnar í sal.

Gunnars Benediktssonar, Fífumóa 18, Njarðvík.

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Öryggismiðstöðvarinnar, Vikari Sigurjónssyni og starfsfólki Lífsstíls fyrir einstakan stuðning á þessum erfiðu tímum. Þið eruð öll ómetanleg.

Lilja Björk Erlingsdóttir, Vignir Þór Gunnarsson, Arnar Þór Gunnarsson, Erlingur Þór Gunnarsson, og aðrir aðstandendur.

Þórey Jóhanna Óskarsdóttir,

ÍÞRÓTTA- OG LEIKJASKÓLI KEFLAVÍKUR

AÐEINS EITT NÁMSKEIÐ 6. JÚNÍ - 1. JÚLÍ FYRIR BÖRN FÆDD 2001-2005 Gönguferðir, fjársjóðsleit, hjólreiðaferð, sund, leikir, íþróttir og fl. Innritun 31. maí og 1. júní kl.10:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00 báða dagana. Innritað er í félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34

Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur,

Albert Karl Sigurðsson, Tunguvegi 7, Njarðvík,

varð bráðkvaddur á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Ytri - Njarðvíkurkirkju föstudaginn 27. maí 2011 kl. 14:00

Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir.

21

GJALDIÐ 10.000 KRÓNUR. SYSTKINAAFSLÁTTUR 1.000 KRÓNUR Dagskrá afhent við innritun Ath ekki hægt að greiða með greiðslukorti.


22

VÍKURFRÉTTIR

vf.is

22

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn Fimmtudagurinn28. 26.apríl maí 2011 2011

SPORTMOLAR María Ben Erlingsdóttir semur við Val

Dapurt í Keflavík

Keflvíkingar töpuðu fyrir ÍBV í Pepsi deildinni í knattspyrnu á Nettóvellinum sl. sunnudag 0:2. Grindvíkingar gerðu jafntefli á sama tíma við Víkinga á útivelli. Í leik Keflavíkur og ÍBV vildu heimamenn fá dæmt mark þegar boltinn rúllaði eftir marklínunni og að flestra mati yfir hana. Dómari leiksins var hins vegar ekki á sama máli. Um næstu helgi verður umferð í deildinni en þá mæta Keflvíkingar Fylkismönnum og Grindavík fær heimaleik á móti Þór frá Akureyri.

?

K MAR

María Ben Erlingsdóttir hefur samið við nýliða Vals í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik og mun hún leika með liðinu næsta vetur. María sem lék með Keflvíkingum áður en hún hélt í háskólanám árið 2007 hefur verið fastamaður í Landsliði Íslands frá árinu 2004 og á að baki 30 A-landsleiki. Þegar María lék síðast með Keflvíkingum tímabilið 2006-2007 þá var hún með 17,2 stig og 6,0 fráköst að meðaltali í leik.

Guðmundur til liðs við Þór Þorlákshöfn

Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson hefur ákveðið að semja við Þór Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla í körfubolta en Guðmundur var samningslaus eftir nýafstaðið tímabil. Guðmundur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði langað að breyta til og ýmislegt hefði spilað inn í þessa ákvörðun sem hann segir hafa verið gríðarlega erfiða. „Þetta var búið að liggja þungt á manni undanfarnar vikur en ég var ekki að leika mitt síðasta tímabil hjá Njarðvík, ég mun koma ferskur inn þar síðar,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Benedikt Guðmundsson þjálfara Þórs hafa sannfært hann um að liðið ætlaði sér stóra hluti í Iceland Expressdeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru allar líkur á því að í gærkvöldi yrði gengið frá félagaskiptum Sigurðar Þorsteinssonar úr Keflavík og Jóhanns Á. Ólafssonar úr Njarðvík yfir í Grindavík.

Lokahóf Njarðvíkur

Myndir: Davíð Örn Óskarsson og Eyþór Sæmundsson.

Gamla kempan Páll Kristinsson var um helgina kjörinn besti leikmaður tímabilsins á lokahófi körfuknattleiksdeildar UMFN. Hjá kvennaliðinu var Ólöf Helga Pálsdóttir valin best. Hjá körlunum var Friðrik Stefánsson svo valinn besti varnarmaður og Ína María Einarsdóttir hjá stúlkunum. Efnilegustu leikmenn UMFN í ár voru svo Ólafur Helgi Jónsson og Árnína Rúnarsdóttir. Þeir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson voru einnig heiðraðir fyrir starf sitt hjá félaginu, en báðir hafa þeir lagt skóna á hilluna.

Lokahóf yngri flokka UMFN

Sandgerðingar byrja vel í 2. deildinni í knattspyrnu:

Á föstudag fór fram lokahóf hjá yngri flokkum UMFN. Fjölmargir ungir körfuboltaiðkenndur lögðu leið sína í Íþróttahús Njarðvíkur og mátti Logi Gunnarsson atvinnumaður í Svíþjóð og fyrrum leikmaður Njarðvíkur hafa sig allan við að afhenda bikara til þeirra sem þóttu skara framúr í vetur. Hefð er fyrir því að afhenda Elfarsbikarinn þeim leikmanni félagsins sem þykir hvað efnilegastur og að þessu sinni féll bikarinn Ólafi Helga Jónssyni í skaut.

Björn Lúkas Norðurlandameistari annað árið í röð

Björn Lúkas Haraldsson úr júdódeild Grindavíkur varð um helgina Norðurlandameistari í -81 kg flokki yngri en 17 ára í júdó en mótið fór fram í Osló í Noregi. Hann vann einnig gull á Norðurlandamótinu í fyrra. Mótið sem haldið var í Osló er það fjölmennasta hingað til með 320 keppendum. Auk Björns voru Guðjón Sveinsson og Reynir Berg Jónsson meðal fulltrúa Grindvíkinga.

Ætlum að enda ofar en í fyrra Reynir Sandgerði leika í 2. deild þetta sumarið. Liðið tapaði ekki leik í Lengjubikarnum þetta árið en liðið sigraði tvo leiki og gerði þrjú jafntefli og óheppni að liðið hafi ekki komist áfram. Liðið hefur misst sterka leikmenn á borð við gamla refinn Sinisa Kekic og Hafstein Rúnarsson en þó fengið til baka nokkra uppalda Sandgerðinga. Við heyrðum frá Snorra Má Jónssyni þjálfara og Aroni Reynissyni fyrirliða liðsins. Snorri þjálfari segir að stemmingin sé mjög góð í hópnum. „Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og við erum að verða klárir í mótið. Við erum búnir að æfa fimm sinnum í viku síðan í janúar og spila átta leiki og það hefur gengið vel,“ segir Snorri. Liðið er mikið breytt síðan í fyrra það eru 10 leikmenn farnir frá liðinu síðan í fyrra en fimm nýir leikmenn komnir í þeirra stað. Markmiðið segir Snorri að enda ofar í deildinni en í fyrra, svo einfalt sé það. Aron fyrirliði tekur undir með

v

þjálfaranum og segir stemninguna vera miklu betri heldur en undanfarin ár, það séu komnir margir Sandgerðingar í hópinn sem hafa ekki verið lengi hjá liðinu og það hafi bætt andann mikið. „Æft hefur verið af krafti í vetur og menn ættu nú að vera komnir í gott stand fyrir fyrsta leik,“ segir Aron. Hann segir jafnframt að liðið ætli sér að byrja

mótið af krafti og hafa um leið gaman af því sem þeir eru að gera. Í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hafa Sandgerðingar unnið sigur í báðum, fyrst gegn Hveragerði 2:3 úti og svo á heimavelli sl. laugardag gegn Dalvík/Reyni 6:3. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sandgerði sl. laugardag.

Reynismenn fengu 500 þús. kr. ávísun frá Landsbankanum afhenta sem þeir gáfu Hjartavernd.

Fjórir 17 ára kraftakarlar frá Massa til keppni í Noregi - taka þátt í æfingamóti Massa á laugardagsmorgun Lyftingadeildin Massi mun halda æfingamót í kraftlyftingum nk. laugardag kl. 09 með vigtun en fyrsta lyfta fer af stað kl. 11. Það eru fáir keppendur, þannig að þetta verður ekki langur tími en skemmtilegt fyrir þá sem vilja kynna sér kraftlyftingar að koma og fylgjast með í lyftingasal Massa í íþróttahúsinu í Keflavík. Á mótinu er verið að prófa dómara og einnig er Massi að prófa rennsli fyrir þátttakendur frá félaginu sem eru að fara að keppa á stóru móti sem fram fer í Noregi í júní. Þar er um að ræða Noregsmót drengja og unglinga á aldrinum 14-18 ára. Á mótinu verða fjórir gestir frá Íslandi og fjórir frá Bretlandi en bresku þátttakendurnir hafa boðað forföll vegna Evrópumóts sem þeir halda á sama tíma. Stefnan er og draumurinn að á næsta ári förum við til Bretlands og að árið 2013 verði samskonar mót haldið hér á landi og það komi þá fjórir gestir frá Noregi og fjórir frá Englandi til þátttöku hér. Strákarnir sem Sturla Ólafsson, þjálfari þeirra, fer með til Noregs eru allir 17 ára og eru sterkustu strákar

Massa í þessum aldursflokki. Sturla segir Noregsferðina vera verðlaun til þessara stráka fyrir góðan árangur og ástundun. „Við erum stoltir af þessum strákum og þeir eru búnir að standa sig vel. Við erum búnir að vera að æfa mjög grimmt undanfarnar vikur og það hafa verið gríðarlegar bætingar á þessum stutta tíma. Sjálfstraustið þeirra er líka mikið og það er búið að selja þeim það að þeir geti þetta,“ segir Sturla. - Er þetta í fyrsta skiptið sem farið er út með keppendur í þessum aldursflokki? „Já, ég held að ég geti sagt að þetta sé í fyrsta skiptið sem Íslendingar fara út með svona stóran hóp til keppni í þessari íþrótt í þessum aldursflokki“. - Í hverju verður keppt? „ Þ e tt a e r u þ e s s ar k l a s s í s ku kraftlyftingar, bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta. Þessir fjórir drengir keppa sem einstaklingar en einnig sem lið, þar sem samanlagður árangur liðsins keppir við Noreg, þ.e. þá fjóra frá Noregi og fjóra frá Englandi.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

23

TAPLAUS frá upphafi ferilsins

Hér er Dorrit með fyrirliðum allra flokka Íslandsmeistara Keflavíkur í kvennakörfu í vetur. Dorrit Moussaieff fór á kostum í hófi sem haldið var Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfubolta kvenna til heiðurs í félagsheimili Keflavíkur í síðustu viku. Dorrit var sérstakur gestur og hún fékk afhentan Keflavíkurbúning sem hún klæddi sig í á staðnum, öllum viðstöddum til mikillar gleði. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags ávarpaði samkomuna og sagði árangur Keflavíkurkvenna einstakan og undir það tóku Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Árni bætti um betur og sagði: „Þetta er líklega heimsmet“. Keflavíkurstúlkur unnu alla Íslandsmeistaratitla sem voru í boði í vetur í 8 flokkum, frá 6. flokki upp í meistaraflokk. Liðin unnu líka alla bikarmeistaratitla nema einn.

Einar með Jóhanni Magnússyni og Kára Gunnlaugssyni úr stjórn KEF. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur: „Við skrimptum alveg en það hefur verið hallarekstur á flestum deildum okkar og nú er mun erfiðara að ná í styrki,“ sagði hann aðspurður um rekstur félagsins. „Við fáum fleiri iðkendur og það er bara jákvætt, fyrirtækin reyna hvað þau geta að styrkja okkur og þau munu koma sterkari til baka í betra árferði.“ Einar er ánægður með þá nýju félagsaðstöðu sem hefur verið byggð við íþróttahúsið við Sunnubraut. „Aðstaðan er til fyrirmyndar og það hefur verið gert vel við okkur þó alltaf sé hægt að gera betur.“

Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna 1988 ásamt fleirum úr körfuboltahreyfingunni. Gunnar Jóhannsson, formaður Kkd Keflavíkur: „Ég vil þakka fyrst og fremst góðu grunnstarfi hjá félaginu á löngu tímabili þann árangur sem náðst hefur hjá kvennadeild körfuboltans. Þótt að mikið af góðu fólki hafi komið að starfi félagsins þá hefur aldrei verið hnikað frá ákveðinni grunnlínu í starfi félagsins. Við höfum búið til okkar hugmyndir um það hvernig skuli ala upp góða körfuboltamenn og þar hefur stöðugleikinn verið að skila árangri. Framtíðin er því björt hjá Keflavík og ég myndi halda það, það yrði meiriháttar klúður ef að við myndum ekki fylgja þessu eftir, og það er jafnframt mikil pressa á að halda starfinu áfram því það eru 7 yngri flokkar sem eru Íslandsmeistarar sem eiga síðar eftir að koma upp í meistaraflokk.“

SPORTMOLAR Annað tap hjá Grindavík

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli þegar Þór/KA komu í heimsókn. Grindvíkingar komust yfir á 19. mínútu með marki frá Shaneka Gordon. En norðanstúlkur svöruðu um hæl með marki úr víti. Í síðari hálfleik skoruðu Þór/KA sitt annað mark og þar við sat, lokatölur urðu 1-2.

Sigur í fyrsta heimaleik Keflvíkinga

Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í

fyrsta leik sumarsins í 1. deild kvenna þegar Álftnesingar komu í heimsókn á laugardaginn. Keflvíkingar höfðu 1-0 sigur og markið skoraði Agnes Helgadóttir í síðari hálfleik. Steinar Ingimundarson sagði Keflavík átt að bæta við mörkum en það sem skipti mestu máli sé að fyrstu stigin eru komin í hús, þrátt fyrir að liðið eigi töluvert inni.

Aron Örn jafnaði metin

Sandgerðingar fóru með sigur af hólmi er þeir tóku á móti Dalvík/Reyni á heimavelli í miklum markaleik. Gest-

Anna María Sveinsdóttir, fyrrv. leikmaður og þjálfari: „Það er ekki spurning að þetta er einstakur árangur,“ segir Anna María Sveinsdóttir ein albesta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið af sér. Anna segir að allt haldist þetta í hendur, áhugasamir iðkendur, góðir þjálfarar og fólk sem starfar í kringum félagið, þetta sé lykillinn að góðum árangri. Hún hvetur ungar stúlkur til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt þó ekki sé nema fyrir félagsskapinn því hún segir það ómetanlegt hve mikið af fólki maður kynnist í gegnum körfuboltann. Anna María á ekki von á öðru en að Keflvíkingar verði með topplið um komandi ár en auðvitað muni önnur lið reyna að krækja í leikmenn félagsins, l i ð i ð þu r f i þ ó engu að kvíða því nóg sé af efniviði hjá félaginu.

irnir komust yfir þegar 20 mínútur voru liðnar en Aron Örn Reynisson fyrirliði jafnaði metin með laglegu marki úr langskoti. Heimamenn komust svo í 3-1 fyrir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Agli Jóhannssyni úr víti og Pétri Jaidee. Reynismenn bættu svo við þremur mörkum í síðari hálfleik en þar voru á ferðinni þeir Birkir Freyr Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Ben Ryan Long og lokatölur 6-3. Sigurður Gunnar Sævarsson fékk svo að líta rauða spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok.

Sandra Lind Þrastardóttir byrjaði árið 2007 að æfa körfubolta en hún verður 15 ára síðar á þessu ári. Sandra sem er 1,80 cm á hæð leikur ýmist sem miðherji eða framherji svona eftir því hvaða flokki hún leikur þá stundina. Sandra er hluti af 9. flokk kvenna hjá Keflavík sem hafa ekki tapað leik síðan Sandra byrjaði að æfa fyrir fjórum árum, en hún segist ekki vita til þess að liðið hafi yfir höfuð tapað. Hún æfir einnig með þremur öðrum flokkum en sínum aldursflokki en þeir urðu allir Íslandsmeistarar á árinu, þeir eru 10. flokkur, stúlknaflokkur og Unglingaflokkur. Sama sagan er með 10. flokk eins og þann 9. þær hafi farið ósigraðar í gegnum þetta tímabil og hampað Íslands- og bikarmeistaratitlinum. Sandra segir að þrátt fyrir allt þá eiga þær sér erfiða andstæðinga en í unglingaflokki hafa Snæfellingar gert þeim lífið leitt í gegnum tíðina. „Það var því ótrúlega sætt að vinna þær í Höllinni með skoti á síðustu sekúndu,“ segir Sandra en stelpurnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum hætti í vetur gegn Snæfellingum. Einar Einarsson var þjálfari þegar Sandra byrjaði á sínum tíma en hún segir að hann hafi í raun gert hana að þeim leikmanni sem hún er í dag, hjá honum lærði hún grunninn sem hún býr svo vel að í dag.

því ári á undan. Sandra sótti um í Verslunarskóla Íslands næsta haust en ef hún kemst ekki þar inn þá fer hún í FS. Hún ætti þó að vera með einkunnir til að komast inn í Versló því hún var með 9,4 í meðaleinkunn frá Myllubakkaskóla. Sandra segist í raun ekki eiga sér neina sérstaka fyrirmynd í körfuboltanum hér á Íslandi þó svo að hún dáist að árangri Helenu Sverrisdóttur sem hefur náð frábærum árangri í bandaríska háskólaboltanum og samdi nýlega við lið frá Slóvakíu. Varðandi framtíðaráform Söndru þá segir hún að draumurinn sé að taka eitt ár í framhaldsskóla hér og fara svo til Bandaríkjanna og leika þar í framhaldsskóla og í framhaldinu í Háskóla á skólastyrk þar ytra. Sannarleg háleit og metnaðarfull markmið hjá þessari efnilegu stúlku. Hvað telur þú vera lykilinn að góðum árangri hjá ykkur í Keflavík? „Munurinn liggur held ég fyrst og fremst í grunnatriðum körfuboltans, ég hef jafnvel tekið eftir því þegar við leikum með landsliðinu þá er eins og stelpur úr öðrum félögum hafi ekki þá grunnþjálfun sem við búum að.“ Áhuginn er líka til staðar hjá félaginu og fjöldi iðkenda mikill.

Sandra æfir að jafnaði átta sinnum í viku og oftast er hugurinn við körfubolta. „Annað hvort er maður að spila leiki, hugsa um næsta leik eða að æfa, það kemst lítið annað að en körfubolti.“ Því er ekki úr vegi að spyrja hvernig skólinn gangi hjá Söndru? „Bara mjög vel,“ segir Sandra hógvær en hún er að ljúka við grunnskóla núna í vor en hún var færð upp um bekk og klárar

Sjónvarpsþáttur: „Friends, auðvitað. Ég get endalaust horft á þá þætti.“

Matur: „Það er humar og svo ef mig langar í skyndibita þá fæ ég mér Subway.“

Íþróttamaður: Magic Johnson. Ég las bókina hans og fílaði hann bara eftir það, mér finst hann bara geggjaður.“

Drykkur: „Ég verð að segja kók þó svo að ég ætli ekki að drekka kók fyrr en eftir að Norðurlandamótið er búið.“

Bókin: „Ég myndi segja að það væri ævisaga Magic Johnson.“ Tónlistin: „Wiz Khalifa er í uppáhaldi en annars hlusta ég mestmegnis á hiphop og R n´B. Bíómyndin: Shawshank Redemption, hún er æðislega góð.

Besti liðsfélaginn: „Sara Rún vinkona mín leikur með mér í öllum flokkum og er herbergisfélaginn minn í landsliðinu, þannig að ég tel að við séum ansi nánar.


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Bifreiðaskoðun

Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir

Fimmtudagurinn 26. maí 2011 • 21. tölublað • 32. árgangur

Njarðarbraut 7

SVART & SYKURLAUST

Suðurnesjamenn í sveitastörf Á þriðja tug björgunarsveitarmanna frá öllum björgunarsveitunum á Suðurnesjum voru að störfum á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum í gær. Átti björgunarsveitarfólkið að ganga í almenn bústörf með bændum á svæðinu og að að stoða við að smala saman búfénaði. Þá átti einnig að dreifa fersku vatni um sveitirnar en askan hefur haft áhrif á drykkjarvatn á svæðinu. Þá hafa björgunarsveitarmenn tekið þátt í þrifum og smúlað ösku af húsþökum og stéttum. Einnig hafa fulltrúar úr svæðisstjórn björgunarsveita farið til starfa á gosstöðvunum og því hefur verið fjölmennt lið frá Suðurnesjum á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni á síðustu dögum. Gosáhrif á Suðurnesjum Gosið hafði einnig bein áhrif á Suðurnesjum. Flugvöllurinn hefur lokast nokkrum sinnum og þá voru nokkrir starfsmenn IGS sendir norður á Akureyri því þar stóð til að afgreiða vélar ef Keflavíkurflugvöllur yrði lokaður en hægt yrði að opna fyrir norðan. Ferðin á Akureyri varð hins vegar að fýluferð, því allir flugvellir á landinu voru lokaðir samtímis.

TAX FREE Í HÚSASMIÐJUNNI OG BLÓMAVALI

TAX FREE• Ímálning HÚSASMIÐJUNNI OG • BLÓMAVALI viðarvörn • garðhúsgögn garðverkfæri

Mynd vakti athygli Ljósmynd Víkurfrétta af ca. 20 kílómetra háum gosmekki frá Grímsvötnum vakti mikla athygli á netinu en mökkurinn sást vel frá Suðurnesjum. Veðurstofan hefur falast eftir myndinni sem mikilvægu rannsóknargagni úr eldgosinu.

viðarvörn málning • garðhúsgögn • garðverkfæri sumarblóm •• ljós • gjafavörur • pottaplöntur • sláttuvélar trjáplöntur heitir• gjafavörur pottar • hurðir • reiðhjól• sláttuvélar • leiktæki sumarblóm •• ljós • pottaplöntur blómapottar• •heitir þvottavélar eldavélar • hreinlætistæki trjáplöntur pottar • • hurðir • reiðhjól • leiktæki leikföng • garðslöngur • blöndunartæki • tröppur blómapottar • þvottavélar • eldavélar • hreinlætistæki raftæki • trampolín • skrúfur • festingar • parket • flísar leikföng garðslöngur • blöndunartæki • tröppur verkfæri •• búsáhöld • útivistarfatnaður • vinnufatnaður raftæki trampolín • skrúfur • festingar • parket • flísar bílavörur• ...og miklu meira! verkfæri • búsáhöld • útivistarfatnaður • vinnufatnaður bílavörur ...og miklu meira!

MUNDI

*GILDIR EKKI AF

VÖRUM Í TIMBURSÖLU Íslenskt gos með öskubragði! Hver vill svoleiðis?

*GILDIR EKKI AF STA LÆG A LÁG Ð R VE IÐJUNNAR

Afsláttur gildir ekki af öðrum tilboðum eða vörum merktum LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR.

VÖRUM Í TIMBURSÖLU SM HÚSA

Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs

Flugukastkennsla á Seltjörn 28. maí nk.

Afsláttur gildir ekki af öðrum tilboðum eða vörum merktum Einhendu- og tvíhendukennsla undir NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU STA LÆG leiðsögn þeirra Klaus Frimor, sem er A LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR. LÁG ÖLL KVÖLD OPIÐ TIL 22:00 Ð einn allra besti kastkennari heims, VER Hilmars Hanssonar og Óskars Páls VEITINGASALAN OPIN ALLAAðDAGA Sveinssonar. sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI Flugukofinn, Sólvallagötu 6, Reykjanesbæ, sími 821-4703 NAR JUN SMIÐ HÚSA

GOLFTÍÐIN ER HAFIN

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

21.tbl_2011  
21.tbl_2011  

21.tbl_2011

Advertisement