Víkurfréttir
Vikulegur magasínþáttur frá Suðurnesjum - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
SVONA VAR UPPHAFIÐ Á ÁSBRÚ SIGGI KAFARI SÚLUR Á PATTERSON
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
... og sitthvað fleira í þætti vikunnar!
Sjónvarp Víkurfrétta
nslög yfir 700 in Þú finnur rétta á YouTube Víkurf Sjónvarps
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
F IMMTUDAGUR 2 1. MAÍ 2 0 15 • 2 0. TÖ LUBL A Ð • 36. Á RGA NGU R
Ánægjulegt að horfa á eftir fólki út í atvinnulífið M
Fimm lifandi súlur fundust í sprengjubyrgi XXFimm lifandi súlur fundust í yfirgefnu sprengjubyrgi á Patterson-svæðinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Það var fólk á göngu með hunda sem varð vart við fuglana í byrginu og gerði lögreglu viðvart. Lögregla kallaði Ragnar Guðleifsson, meindýraeyði og dýrafangara, á svæðið en hann er m.a. vanur að fást við súluna sem ratar stundum í byggð þar sem hún verður áttavillt. Ragnar kom fuglunum í búr og sleppti þeim úti á Reykjanesi. Víkurfréttir fylgdust með þegar síðasta fuglinum var sleppt. Nánar á síðu 6 í blaðinu í dag og í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is.
■■ Málefni kísilvers Thorsils í Helguvík rædd í bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Jákvæður tónn og málið líklega samþykkt á næsta fundi
É
FÍTON / SÍA
g er hlynntur þessu verkefni og sé ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða málið en virði það að Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafi viljað fara betur yfir málin. Svona óvissa getur haft slæm áhrif en ráðið mun klára sína afgreiðslu og síðan bæjarstjórn í framhaldinu. Ég hef trú á því að við samþykkjum verkefnið á bæjarstjórnarfundi 2. júní,“ sagði Gunnar Þórarinsson, oddviti Fráls afls í umræðum um málefni kísilvers Thorsils á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudag. Málefni Thorsils hafa verið í eldlínunni að undanförnu og í síðustu viku var farin mótmælaganga og bæjarstjórn hvött til að sam-
einföld reiknivél á ebox.is
þykkja ekki breytingu á deiliskipulagi vegna kísilversins og efna til íbúakosninga vegna málsins. Umhverfis- og skipulagsráð fékk sendar 287 athugasemdir til sín þar sem lang flestir hafa áhyggjur af of mikilli mengun frá verinu í Helguvík. Síðasti fundur ráðsins
stóð yfir í 4 klukkustundir og endaði á því að meirihluti þess samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og efna til aukafundar 27. maí um málið áður en það yrði afgreitt til bæjarstjórnar. Miklar umræður urðu um þessi mál á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Sjálfstæðismenn höfðu áhyggjur af töfum en Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs sagði að aldrei fyrr hafi svo margar athugasemdir borist í einu máli hjá bæjarstjórn. Tónninn gagnvart málefninu var þó jákvæður og ekki var hægt að greina annað en að það fái jákvæða afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar 2. júní.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
un minni þörf er fyrir fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ en verið hefur vegna aukinna atvinnutækifæra og vaxandi atvinnuþátttöku íbúa. Einstaklingum á fjárhagsaðstoð hefur fækkað verulega, að sögn Heru Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Stærsti hópur þess fólks sem nýtur fjárhagsaðstoðar frá Reykjanesbæ er vinnufært fólk sem er dottið út úr atvinnuleysisbótakerfinu. Því hefur staðið til boða alls kyns vinnumarkaðsúrræði og námskeið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Vinnumálastofnun og Fjölsmiðjuna. „Í þessum úrræðum er m.a. sjálfsstyrking, styrking til starfa, atvinnuráðgjöf, gerð ferilsskrár og ýmis námskeið sem viðkomandi þarf að fara í gegnum til þess að ná árangri í atvinnuleit. Að undanförnu hefur vinnumarkaðurinn verið að taka við sér og störfum að fjölga, m.a. í starfsemi tengdum Keflavíkurflugvelli og í ferðaþjónustu, s.s. bílaleigum. Það hefur verið mjög ánægjulegt að horfa á eftir því fólki, sem hefur nýtt sér þessi úrræði, út í atvinnulífið,“ sagði Hera Auk þess hefur einstaklingum, sem eru óvinnufærir á fjárhagsaðstoð, staðið til boða starfsendurhæfing á vegum Virk. „Stuðningur fyrirtækja og stofnana í starfsendurhæfingu er ómetanlegur og mikilvægt að hafa aðgang að fjölbreytilegum úrræðum til stuðnings þessum einstaklingur, sagði Hera. Aðstoðarþegum hefur fækkað um 25% milli apríl 2014 og apríl 2015. Á fyrstu árum eftir hrun voru á milli 4 og 5% íbúa 18 ára og eldri á fjárhagsaðstoð en sú tala var 2,7% í apríl sl.
ALLT SEM VIÐKEMUR GARÐINUM GERUM VERÐTILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
S. 691 9151