18 tbl 2016

Page 1

• Miðvikudagurinn 4. maí 2016 • 18. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Íbúum Voga fjölgar hratt og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði n Enn heldur íbúum Sveitarfélagsins Voga áfram að fjölga. Samkvæmt nýjustu tölum er fjöldinn nú 1.175, og hefur ekki verið svo margt fólk búsett þar síðan árið 2008. Ágæt fólksfjölgun var á síðasta ári, sem var talsvert umfram landsmeðaltal. Það virðist því vera áframhald á þessari þróun. „Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Vogum, og því ljóst að margir vilja setjast að í sveitarfélaginu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í pistli sem hann ritar í vikulegt fréttabréf sitt í Vogum. „Þegar hefur verið rætt um að hefja undirbúning á miðbæjarsvæðinu, þar sem gert er ráð fyrir talsverðum fjölda íbúða, og ekki útilokað að á næsta ári verði unnt að hefja úthlutun lóða á því svæði,“ segir bæjarstjórinn jafnframt.

Ökumenn með allt í ólagi n Rúmlega tuttugu ökumenn hafa verið staðnir að of hröðum akstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sumir þeirra höfðu ýmislegt fleira en hraðaksturinn á samviskunni. Tveir höfðu til dæmis aldrei öðlast ökuréttindi. Einn til viðbótar hefði verið sviptur ökuréttindum og var einnig undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Þá hafði lögregla afskipti af fimm ökumönnum til viðbótar við hraðaksturs-ökuþórana, sem óku undir áhrifum vímuefna. Tveir voru ölvaðir og annar þeirra sviptur ökuréttindum. Þrír óku undir áhrifum fíkniefna, tveir þeirra sviptir ökuréttindum og sá þriðji á ótryggðri bifreið.

FRÉTTABLAÐ UM ÁSBRÚ MIÐVIKUDAGURINN 4. MAÍ 2016

Maíkvöld á Garðskaga

Samningar við kröfuhafa Reykjanesbæjar tókust ekki l Tilkynna stöðuna til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gærkvöldi að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar við kröfuhafa séu ekki í sjónmáli og að óska eftir viðræðum við nefndina. „Við fengum að heyra það í dag að lífeyrissjóðirnir eru ekki tilbúnir í neinar afskriftir, neina lækkun á vöxtum,“ sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar á fundinum í gær. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 14. apríl síðastliðinn þá tillögu að bæjarstjórn

afgreiddi tillögu um að sækja um það til Innanríkisráðuneytis að fjárhaldsstjórn taki við fjármálum sveitarfélagsins þar sem stífar viðræður við kröfuhafa undanfarna mánuði hafa ekki borið árangur. Markmið bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar með viðræðunum var að fá 6,5 milljarða af skuldum sínum felldar niður. Heildarskuldir bæjarfélagsins eru um 40 milljarðar. Á bæjarstjórnarfundinum í gærkvöldi var lögð fram önnur tillaga sem felur ekki í sér að óskað sé sérstaklega eftir því að fjárhaldsstjórn taki við fjármál-

um sveitarfélagsins, heldur að tilkynna stöðuna til nefndarinnar og láta nefndarmenn um að ákveða framhaldið og þá hvort og hvenær skipuð verði fjárhaldsstjórn. Fyrir tveimur vikum sendu fulltrúar þeirra 11 lífeyrissjóða, sem eru meðal kröfuhafa Reykjanesbæjar, bréf til bæjaryfirvalda, með þeim tíðindum að vilji væri til að reyna áfram að ná samkomulagi um niðurfellingu skulda. Nú er ljóst að þeir samningar hafa ekki náðst. - Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.

Leggja nýjan ljósleiðara til Suðurnesja

Það var mikil stemmning á Opnum degi í fyrra. Þá var Valdís m.a. með ísvagninn sinn á staðnum eins og nú.

l Ljósleiðarinn lagður með Reykjanesbraut til að bregðast við auknum umsvifum í Helguvík Unnið er að lagningu ljósleiðara meðfram Reykjanesbraut. Mun hann liggja frá tengivirkinu Hamranesi ofan við Vallahverfið í Hafnarfirði og að tengivirkinu á Fitjum. Ljósleiðarinn er lagður vegna aukinna umsvifa í Helguvík. Á Fitjum mun nýi ljósleiðarinn tengjast öðrum sem liggur þaðan og í Helguvík. Að sögn Bjarna M. Jónssonar, forstjóra Orkufjarskipta hf., er áætlað að verkinu ljúki í maí. Til hafði staðið í nokkur ár að ráðast í lagningu

Í KARNIVALSTEMMNINGU Á ÁSBRÚ

og Frumkvöðlasetrinu Eldey. Karnivalstemmning verður á Opna deginum þar sem í boðið verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna, fræðsla og fjör. Ævar vísindamaður mun sjá um fræðsluna á meðan Jónsi verður partístjórinn. Hoppukastalar fyrir yngsta fólkið verða á staðnum.

Karnivali verður slegið upp í Atlantic Studios með hoppuköstulum, candyfloss, draugahúsi, leikjabásum og skemmtilegum þrautum fyrir alla aldurshópa. Þar mun Ævar vísindamaður gera spennandi tilraunir en hann er sérstakur gestur karnivalsins og tekur á móti gestum og gangandi. Reykfylltar sápukúlur, margra metra langt slímfyllt trog og risa krítarveggur verður á staðnum. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs verður áberandi á Opna deginum með skemmtilegir kynningarbása um námið í Keili. Hægt verður að skoða flughreyfil sem er notaður í flugvirkjakennslu, nemendaverkefni í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis verða kynnt, sjálfstýrð

tæki og vélmenni verða til sýnis og sýndar verða efnafræðitilraunir. Fjallabílar tengdir leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku verða á staðnum og boðið verður upp á ráðgjöf varðandi útivistarbúnað. Þá verða námsráðgjafar og starfsfólk skólans á staðnum. Bandaríska sendiráðið á Íslandi er öflugur samstarfsaðili opna dagsins og hefur fengið sérstaklega hingað til lands bandaríska flugherinn sem mun kynna starfsemi sína og sýna flugbúnað. Meðal annars verður alvöru kafbátaleitarflugvél, Orion P-3, til sýnis á Opna deginum í samstarfi við ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands. Þá verða amerískir leikjabásar, vinningar og fleira skemmtilegt á vegum sendiráðsins.

Jóhanna Rut, sigurvegari í Ísland Got Talent, mun koma og þenja raddböndin í Atlantic Studios. Þá verða matarbásar þar sem má fá gott í gogginn. Þar má nefna Valdísi, Chili frá Menu veitingum, Langbest pizzur og „Corndogs“, Candifloss, Dons Donuts kleinukringjabílinn, límonaði og karamellu-epli. Í frumkvöðlasetrinu Eldey verða opnar smiðjur frumkvöðla og kaffihúsastemning allan daginn. Þar er einnig Hakkit með þrívíddarprentara og ýmis tæki í opinni tæknismiðju. Frekari upplýsingar um dagskránna er að finna í þessu blaði og á www.opinndagur.is

Bandaríska sendiráðið á Íslandi er öflugur samstarfsaðili opna dagsins og hefur fengið sérstaklega hingað til lands bandaríska flugherinn sem mun kynna starfsemi sína og sýnir flugbúnað. Meðal annars verður alvöru kafbátaleitarflugvél, Orion P-3, á Keflavíkurflugvelli og verður til sýnis á Opna deginum í samstarfi við ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands.

Ásbrú hefur skilað milljörðum króna inn í samfélagið UPPBYGGING Á ÁSBRÚ síðasta áratuginn hefur skilað tugum milljarða króna inn í efnahagslífið á Suðurnesjum. Ásbrú nýttist sem mikilvæg innspýting í gegnum kreppuna.

Eftir efnahagslægð hafa hjólin tekist að snúast að nýju á svæðinu og sala fasteigna hefur tekið kipp. Yfir 100 fyrirtæki hafa aðsetur á Ásbrú og þau veita um 800 manns atvinnu. Atvinnulífið er fjölbreytt allt frá sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetrinu Eldey, til háþróaðrar starfsemi örþörungaverksmiðju Algalíf. Fimm af sex gagnaverum á Íslandi eru staðsett á Ásbrú og nota yfir 20MW af rafmagni. Hlutafjáraukning í Verne gagnaverinu var önnur stærsta tæknifjárfesting Norðurlanda á árinu 2015. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar,

segir að miklu skipti að skapa fjölbreytt störf á Suðurnesjum. Þau tækifæri sem fylgja nálægð við Keflavíkurflugvöll eru ekki einungis bundin við ferðaþjónustu. Heldur sjá fyrirtæki eins og gagnaver virði í því að vera staðsett við flugvöllinn. Það að geta flogið sínum stjórnendum og viðskiptavinum beint á staðinn getur skipt miklu máli og jafnvel skapað samkeppnisforskot gagnvart öðrum svæðum í öðrum löndum. Með þeirri uppbyggingu sem þegar er orðin á Ásbrú skapast sóknarfæri til að grípa tækifæri eins og þessi.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Ásbrúarblað með Víkurfréttum n Blaðauki um Ásbrú fylgir Víkurfréttum í dag. Blaðið er gefið út í tilefni af Opnum degi sem haldinn er á Ásbrú á morgun, uppstigningardag. Blaðaukann má sjá með því að snúa Víkurfréttum á rönguna, þ.e. forsíða blaðsins um Ásbrú er á baksíðu Víkurfrétta í dag.

FÍTON / SÍA

FRÆÐSLA OG FJÖR HINN ÁRLEGI OPNI DAGUR Á ÁSBRÚ í Reykjanesbæ verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 5 maí kl. 13-16, í kvikmyndaverinu Atlantic Studios

einföld reiknivél á ebox.is

n Áætlað er að framkvæmdum við ljósleiðara ljúki síðar í þessu mánuði. VF-mynd/dagnyhulda

ljósleiðarans sem er aðallega hugsaður fyrir Landsvirkjun og Landsnet. „Allar svona framkvæmdir eru

góðar fyrir samfélagið. Ljósleiðarar eru mikilvægir fjarskiptainnviðir sem gefa möguleika á alls kyns tenging-

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

um. Þetta gefur okkur möguleika á að tengja saman raforkukerfið á Íslandi á öruggan hátt, hvort sem það eru spennistöðvar, virkjanir eða orkufrekur iðnaður. Þar gegnir ljósleiðarinn lykilhlutverki. Raforkukerfið þarf að vera undir stöðugu eftirliti og stýringu. Það er aldrei hægt að setja meira rafmagn inn á kerfið en verið er að nota á hverri stundu. Það þarf því að stjórna flæðinu, minnka framleiðslu eða auka í takt við notkun.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
18 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu