18 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Út að leika Golf í Grindavík Matorka í samstarf við Keili Hestamannafélagið Máni

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta segjum við frá mannlífi, menningu, íþróttum og atvinnulífi á Suðurnesjum. Þátturinn fær áhorf um allt land á ÍNN og á vf.is. Þátturinn er einnig sýndur á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Tilvalið fyrir fyrirtæki og aðila á Suðurnesjum að vekja athygli á sér út fyrir Suðurnesin. Hafið samband við auglýsingadeild VF í síma 421-0001 eða leitið tilboða hjá fusi@vf.is

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 7. MAÍ 2 0 15 • 18. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Stjarnan í nýjasta myndbandi bls 10 Of Monsters and Men VSFK og VS sameinast í verkfallsaðgerðum:

Úti að leika í Innri Njarðvík n Margir vilja verja ævikvöldinu á Hrafnistu í Reykjanesbæ:

Brýnt að hefja baráttu strax fyrir tvöföldun Nesvalla N

FÍTON / SÍA

auðsynlegt er að tvöfalda Nesvelli í Reykjanesbæ til að til að bregðast við bráðavanda í málefnum sjúkra aldraðra á Suðurnesjum. Reykjanesbær á að taka forystu í málefnum aldraðra og hefja strax baráttu fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Þetta var tónninn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á fundi hennar í vikunni. Á fundinum mátti greina kulda í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og það látið falla að samstarfið við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum væri Reykjanesbæ dýrt á ýmsum sviðum. Fram kom í máli Baldurs Guðmundssonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna, að tilkoma hjúkrunarheimilis Hrafnistu á Nesvöllum hafi í raun tvöfaldað biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Eftir opnun hjúkrunarheimilisins hafi umsóknir um heimilisvist tekið stökk vegna þess að aðstaðan þar sé áhugaverður búsetukostur fyrir sjúka aldraða. Baldur sagði að brýnt væri að hefja baráttu strax fyrir öðru eins húsnæði á Nesvöllum þannig að það verði klárt innan 3-4 ára. Stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum er eina skynsama lausnin í málefnum sjúkra

einföld reiknivél á ebox.is

aldraðra, sagði Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna. Rætt var um það á bæjarstjórnarfundinum að koma þyrfti taumhaldi á stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum, DS. Í stjórn DS sé lýðræðishalli, stærsta sveitarfélaginu í óhag. Stjórnin samþykkti á aðalfundi sínum á dögunum tillögu þar sem aðalfundur DS hvatti sveitarfélög á Suðurnesjum til að bregðast við bráðavanda aldraðra og að ná samningum við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisvaldsins um endurbyggingu og frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Garðvangs þannig að þar verði hægt að reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili. Bent var á það á bæjarstjórnarfundinum að á aðalfundi DS hafi aðeins 11 af 23 fundarmönnum samþykkt ályktun fundarins, hinir hafi setið hjá. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eru tilbúin að leggjast á árarnar með Garðmönnum að þrýsta á um 15 hjúkrunarrými á Garðvangi, sem myndu nýtast fyrir aldraða sjúka í Garði og Sandgerði. Ályktun DS um 30 rými á Garðvangi hafi því komið Reykjanesbæ nokkuð á óvart. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagði ályktun DS án allrar ábyrgðar og Böðv-

ar Jónsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði hana úr takti við stefnu Reykjanesbæjar. Ályktunin á eftir að hljóta sérstaka umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, sagði að Reykjanesbær þyrfti fyrst og fremst að hugsa um sitt fólk. Af þeim 57 einstaklingum sem séu í bráðavanda megi áætla að a.m.k. 40 þeirra séu einstaklingar í Reykjanesbæ. „Við eigum að taka hlutverk okkar alvarlega,“ sagði Guðbrandur á fundinum. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi hjá Frjálsu afli, sagðist ekki vilja hnýta í nágrannasveitarfélögin en sagði að byggja eigi upp þjónustu fyrir aldraða á Suðurnesjum í Reykjanesbæ og kappkosta að byggja upp á sem hagkvæmastan hátt. D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er ein af birtingarmyndum vandans í málefnum sjúkra aldraðra. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, upplýsti bæjarstjórn um að D-deild HSS væri hálffull af öldruðum einstaklingum sem komast ekki heim og þyrftu að vera á hjúkrunarheimili. Á sama tíma sé erfitt að leggja inn almenna sjúklinga vegna plássleysis á stofnuninni.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Félagsmenn tilbúnir í verkfallsslag

Á

kveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. til 19. maí næstkomandi. Skipulag aðgerða verður með þeim hætti að dagana 28. maí – 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagssvæði VSFK og VS. Frá og með 6. júní hefst síðan ótímabundið allsherjarverkfall. U.þ.b. 5000 félagsmenn starfa á samningssvæði þessara félaga. Það er því ljóst að þessar aðgerðir munu hafa veruleg lamandi áhrif á atvinnulíf hér á á Suðurnesjum. „Staðan er afar flókin og erfið. Fyrst og fremst er staðan erfið vegna þess að traust og trúverðugleika vantar gagnvart ríkisstjórninni. Stjórnvöld hafa svikið launafólk, með samráðsleysi og beinum svikum. Við horfum til þeirrar nýju kjarastefnu sem ríki og sveitarfélög mótuðu þvert á þá kjaramálastefnu sem lögð var á gagnvart fólki á almennum vinnumarkaði,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK. Kristján bendir á að háskólamenn hjá sveitarfélögum hafi fengið ríflega 9% launahækkun í eins árs samningi, síðan var samið við kennarar á öllum skólastigum um 30% í tveggja og hálfsárssamningi og lokapunkturinn var svo samningur við lækna um 30% hækkun fyrir hópa sem hafa 1,2 milljónir í meðaltekjur. „Þegar við mætum Samtökum atvinnulífsnis nú við samningaborðið er svigrúmið allt annað, rúm þrjú prósent svona rúmlega þó, annars fer allt á hliðina. Það getur ekki verið að verkafólk eigi eitt að bera ábyrgð á verðbólgu og stöðugleika í þjóðfélaginu,“ segir Kristján. „Það eru þung og erfið skref að þurfa að grípa til verkfalla. Tveir mánuðir eru liðnir síðan samningar runnu út og ekkert að gerast sem heitið getur. Félagsmenn hafa gefið það rækilega til kynna að þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Kristján að lokum í samtali við Víkurfréttir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.