17 tbl 2016

Page 1

kunni • Fimmtudagurinn 28. apríl 2016 • 17. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Flugdónar mynduðu undir freyjupils n Lögreglan á Suðurnesjum hafði á dögunum afskipti af hópi erlendra karlmanna sem voru að koma með flugi frá Berlín. Voru þeir staðnir að því að taka upp myndbönd af flugfreyjum við störf sín. Þeir létu síma síga niður að gólfi meðfram sætunum þannig að myndavélin snéri upp við tökuna. Lögreglumenn höfðu upp á eiganda símans og reyndist hann hafa haft lítið erindi sem erfiði með upptökunum. Kvaðst hann sjá mjög eftir athæfinu, baðst afsökunar og eyddi öllu efninu úr símanum í viðurvist flugfreyja og lögreglu.

Reykkafari frá Brunavörnum Suðurnesja bjargaði heimilisketti út úr íbúð sem fylltist af reyk þegar eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi í gærmorgun. Á myndinni hér að ofan má sjá reykkafarann koma með kisuna út úr íbúðinni. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

- sjá nánar í miðopnu og í Sjónvarpi Víkurfrétta

Ófríðu stúlkunni skilað l Bókin fannst við flutninga og er nú til sýnis l Var yfir 70 ár í felum í Keflavík gáfuð og er í óvissu með það hvað hún eigi að taka sér fyrir hendur í lífinu. Hún kynnist frægum leikara og fella þau hugi saman. Anna segir söguþráðinn gott dæmi um það hvernig tíðarandinn hafi breyst. „Við fögnum því sennilega flestar en það er þó alltaf gaman að finna gamlar gersemar sem þessa,“ segir hún. Aftast í bókinni eru stimplar með dagsetningum útlána og

l Áhugi á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum

Sveitarfélagið Suðurnes gæti orðið nafn á sameinuðu sveitarfélagi Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis og Voga en svo virðist sem áhugi á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum sé að aukast verulega. Í síðustu viku skrifaði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, grein þar sem hann segir að sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum sé eitt mikilvægasta hagsmunamál svæðisins til framtíðar litið. Þá hefur áhugahópur fundað mikið um málið og gert samkomulag við Keili á Ásbrú um að fara í greiningarvinnu á þessum framtíðarmöguleikum.

Holtaskóli hraustastur

sést þar að bókin var fyrst lánuð út árið 1940 og naut mikilla vinsælda. Bókin er nú til sýnis í Bókasafni Reykjanesbæjar. Með tilkomu tækninnar hefur safnið fleiri tækifæri en áður fyrr til að láta lestrarhesta vita að komið sé að skiladegi og fær fólk nú senda tölvupósta með áminningu. Nánar verður fjallað um bókina í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld.

„Í dag eiga sveitarfélögin í ýmis konar samstarfi og rekstri. Það má með góðum rökum fullyrða að auka mætti hagræðingu og skilvirkni í öllu kerfinu ef á bak við samfélagið og atvinnulífið stæði eitt 22 þúsund manna sveitarfélag sem biði uppá öfluga og faglega stjórnsýslu og þjónustu á öllum sviðum, atvinnulífi og íbúum til heilla,“ segir Kjartan Már í greininni á vf.is og bætir við: „Ég geri mér grein fyrir að til skamms tíma spila tilfinningar, hrepparígur og núverandi ástand í fjármálum sumra sveitarfélaganna stóra rullu en við verðum að horfa mun lengra fram í tímann. Ég tel þetta því eitt mikilvægasta hagsmunamál svæðisins til framtíðar litið. Fyrsta skrefið væri að láta hlutlausa aðila gera nýja úttekt á kostum og göllum sameiningar sem síðan þyrfti að ræða og kynna vel án nokkurra skuldbindinga. Slík úttekt tekur tíma og kostar peninga en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga myndi örugglega styrkja slíka vinnu myndarlega eins og lög og reglur gera ráð fyrir.“ Vitað er að viðhorf fleiri bæjarstjóra á Suðurnesjum er mun jákvæðara en nokkru sinni fyrr og sama má segja um marga sveitarstjórnarmenn. Aðstæður í rekstri sveitarfélaganna hafa breyst mikið á undanförnum áratugum þar sem stærri verkefni hafa komið inn á borð þeirra frá ríkinu.

Flest minni sveitarfélögin, eins og til dæmis Garður, Sandgerði og Vogar eru, vegna smæðar, í vandræðum með mörg verkefni sem þau þurfa að sinna. Undanfarið hefur áhugahópur um framþróun á Suðurnesjum fundað og velt fyrir sér leiðum sem stuðlað gætu að auknum lífsgæðum íbúa svæðisins og eflt Suðurnesin til framtíðar litið. Áhugahópurinn er með djúpar rætur og sterkar tilfinningar til Suðurnesja. Skúli Skúlason, sem er í forsvari hans, segir hópinn hafa áhuga á að byrja með því að skoða nánar hvernig Sveitarfélagið Suðurnes myndi líta út með tilliti til þeirra verðmæta og tækifæra sem þar eru. Sýn samfélaga á framþróun þurfi að vera skýr og vitundin um „hver við erum og hvað við stöndum fyrir“ sé nauðsynleg. Greiningarvinna sé ætíð mikilvæg og grundvöllur nánara samtals um framtíðarsýn og leiðir að settum markmiðum. Þess vegna beinist áhugi hópsins að því að draga saman ýmsar upplýsingar um svæðið sem heild. Hann langar að kanna hvort skólinn Keilir á Ásbrú sjái sér fært að fella neðangreint verkefni inn í reglulegt skólastarf. Samstarf Keilis og hópsins mun verða staðfest í lok vikunnar og er vonast eftir því að greiningarvinnu ljúki um næstu áramót eða í síðasta lagi vorið 2017.

Íbúum fjölgar aftur í Sandgerði l Minnkandi atvinnuleysi og blómstrandi mannlíf l Viðsnúningur á fasteignamarkaði í bænum Viðsnúningur hefur orðið á fasteignamarkaði í Sandgerði og er íbúum þar farið að fjölga eftir fækkun í kjölfar bankahrunsins. Síðasta haust voru 16 prósent eigna í bæjarfélaginu, eða 90 talsins, í eigu

FÍTON / SÍA

Bók sem tekin var að láni frá Lestrarfélagi Keflavíkurhrepps árið 1943 var skilað til Bókasafns Reykjanesbæjar á dögunum. Að sögn Önnu Margrétar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra hjá bókasafninu, er þetta lengsta lán í sögu safnsins. Bókin fannst á dögunum við flutninga. „Bókin hefur örugglega lent einhvers staðar á milli. Það hefur greinilega verið gengið vel frá henni. Svona getur gerst og við kippum okkur ekkert upp við það,“ segir Anna Margrét. Bókin heitir Ófríða stúlkan og er eftir Anne-Marie Selinko. Á bókarkápu er henni lýst sem „nútíma skáldsögu frá Vínarborg.“ Ívar Guðmundsson þýddi bókina á íslensku. Bókin hafði varðveist vel þann tíma sem hún var í útláni. Bókin fjallar um stúlku sem líður eins og hún sé hvorki fríð né

Sveitarfélagið Suðurnes að veruleika?

einföld reiknivél á ebox.is

Íbúðalánasjóðs. Síðan þá hefur sala eigna í Sandgerði tekið kipp og hefur eignum í eigu sjóðsins fækkað í rúmlega 30 á aðeins átta mánuðum. Fyrir hrun var íbúafjöldi í Sandgerði að nálgast 1700 en fækkaði eins og

áður sagði, árin eftir hrun. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, er fjöldinn nú kominn yfir 1600. „Það er mörg jákvæð teikn á lofti í Sandgerði og mikil sala á fasteignum. Smátt og smátt er að

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

færast líf í tómu eignirnar. Það er líka mikið um að fólk sé að lagfæra hús og það er mjög ánægjulegt og breytir ásýnd bæjarfélagsins,“ segir hún. Nánar er fjallað um málið á síðu 12 í blaðinu í dag.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.