16 tbl 2016

Page 1

• Miðvikudagurinn 20. apríl 2016 • 16. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

FRESTA FJÁRHALDSSTJÓRN l Lífeyrissjóðir sendu bréf nokkrum mínútum fyrir fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og óskuðu eftir því að semja l Allt stefndi í sögulegan fund „Ég er nokkuð bjartsýnn varðandi áframhaldandi viðræður. Alla vega þarf ég að geyma sjö blaðsíðna ræðu sem ég ætlaði að flytja á fundinum vegna skipun fjárhagsstjórnar. Mér finnst þetta í raun eins og í bíómynd, að fá bréf nokkrar mínútur í fund þegar við vorum að fara að samþykkja að skila lyklunum,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar við Víkurfréttir eftir bæjarstjórnarfund í gær. Allt stefndi í sögulegan fund hjá bæjarstjórn. Til stóð að hún tæki fyrir tillögu bæjarráðs frá í síðustu viku um að óskað yrði eftir því að fjárhaldsstjórn tæki við fjármálum bæjarins þar sem ekki

náðist samkomulag við alla kröfuhafa um niðurfellingu skulda. Sex mínútum áður en fundur bæjarstjórnar hófst barst henni bréf frá lögmönnum þeirra lífeyrissjóða sem eru í hópi kröfuhafa, um að þeir vilji aftur setjast að samingaborðinu varðandi skuldir Reykjanesbæjar. Í bréfinu segir að vilji sé til að ræða mögulegar úrlausnir vegna skuldavanda Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar. „Ýmsir möguleikar hafa verið nefndir til að mæta þeim greiðsluvanda sem er til staðar, sem gætu verið grundvöllur slíkra viðræðna og þá mun sú vinna sem unnin hefur verið til þessa nýtast aðilum vel.

n Frá fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðdegis í gær. Friðjón Einarsson í pontu. VF-myndir: Páll Ketilsson

Það er mat okkar að frestun ákvörðunar um að óska eftir aðkomu fjárhaldsstjórnar um tvær til þrjár vikur geti nýst vel til að láta á viðræðugrundvöll reyna,“ segir í bréfinu. Á fundi bæjarstjórnar var því lagt til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sem fer fram þann 3. maí næstkomandi. Í millitíðinni er ætlunin að reyna að ná samkomulagi við kröfuhafa um niðurfellingu skulda. Allir bæjarfulltrúar voru samþykkir því að fresta afgreiðslu málsins og láta reyna á það hvort takist að semja. Sjá viðtöl við bæjarfulltrúana Friðjón Einarsson og Böðvar Jónsson á bls. 2 í Víkurfréttum í dag.

n Fjölmargir bæjarbúar mættu á bæjarstjórnarfundinn í gær og voru alvarlegir þegar þeir fylgdust með umræðum.

Rekstur Reykjanesbæjar mun betri 2015 en gert var ráð fyrir

Á undanförnum vikum hefur verið fundað um málefni Bjargarinnar geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja með ýmsum aðilum, þar á meðal með velferðarráðherra en reksturinn hefur verið ótryggur. Ýmissa leiða hefur verið leitað til að tryggja þar áframhaldandi starfsemi. Að sögn Sigríðar Daníelsdóttur, forstöðumanns fjölskyldumála hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar, er hún vongóð um að það takist að fá aukið fjármagn í reksturinn frá ríkinu, í gegnum starfsemi Hollvinasamtaka Bjargarinnar og með stuðningi annarra aðila. „Starfsemi Bjargarinnar heldur því áfram óbreytt þar til niðurstaða liggur fyrir,“ segir hún. Björgin hefur verið rekin af Reykjanesbæ, í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Björgin var fyrst opnuð árið 2005 og síðan þá hefur fjöldi þeirra sem sækja þjónustuna aukist jafnt og þétt. Björgin er endurhæfingarúrræði, athvarf og þar er fólki veitt eftirfylgd eftir þörfum. Endurhæfing er einstaklingsmiðuð, haldið er utan um endurhæfingaráætlanir, fylgst með mætingu og árangur metinn.

„Tekjur bæjarins jukust verulega á árinu og talsvert umfram meðaltekjuaukningu sveitarfélaga, þótt frá sé dregið tímabundið aukaálag á útsvar. Það er vegna þess að loksins hefur atvinnulífið tekið verulega við sér, bæði með öflugri uppbyggingu í kringum flug og ferðaþjónustu og uppbyggingu mannvirkja fyrir kísilver og rafræn gagnaver og öflugt frumkvöðlastarf í Reykjanesbæ. Fjárfestingar til að standa undir sterku atvinnulífi og samfélagi til framtíðar, sem kostað hafa miklar lántökur, eru loks að skila

FÍTON / SÍA

Starfsemi Bjargarinnar verður óbreytt

n Rekstur Reykjanesbæjar á árinu 2015 var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á A-hluta bæjarsjóðs nam 193 milljónum í stað 415 í áætlun en með b-hluta var tapið 455 milljónir kr. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs nam 1.042 millj. kr. Þessi árangur dugir þó ekki til að vinna á skuldavanda bæjarfélags að mati meirihluta bæjarstjónar. Minnihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn bókaði vegna ársreiknings bæjarfélagsins og segir niðurstöðuna boða betri fjárhagslega afkomu Reykanesbæjar.

einföld reiknivél á ebox.is

sér eftir langa bið og mikil áföll. Íbúafjölgun er langt umfram meðalfjölgun í íslenskum sveitarfélögum og horfur eru á enn frekari aukningu íbúa samkvæmt þróun á fasteignamarkaði, sbr. sölu eigna á Ásbrú. Atvinnuleysi fer stöðugt minnkandi og fjárútgjöld sveitarfélagsins m.a. vegna fjárhagsaðstoðar og annarra fylgikvilla atvinnuleysis fara lækkandi. Bæði ársreikningur 2015 og fyrstu mánuðir þessa árs sýna að tekjur bæjarfélagsins eru að aukast mun hraðar en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Bæði er um að ræða fjölgun íbúa langt umfram meðaltalsfjölgun í sveitarfélögum og einnig auknar tekjur á hvern íbúa. Skuldahlutfall er því að breytast hratt því það tekur mið af tekjum sveitarfélagsins á móti skuldum. Ef tekjurnar hækka en skuldir standa í stað, lækkar skuldahlutfallið og enn frekar ef unnt er að semja um skuldalækkun, bæði með niðurfellingum hluta skulda eða lækkun vaxta. Reykjanesbær hefur frá stofnun verið afar skuldsett sveitarfélag og svonefnt skuldahlutfall var um 270% árið 2002. Skuldaviðmið, sem sett var á fyrir

fjórum árum, á að geta verið komið niður fyrir sett markmið á tilsettum tíma eftir sex ár, hvort sem horft er til bæjarsjóðs eða samstæðu Reykjanesbæjar. Skuldaviðmið bæjarsjóðs hefur lækkað síðustu 4 ár úr 292% í 192% og skuldaviðmið samstæðunnar úr 297% í 230%. Með sömu þróun mun Reykjanesbær því ná viðmiðum sínum innan tímamarka. Þó viðræður sveitarfélagsins við kröfuhafa þess hafi siglt í strand í bili er mikilvægt að leggja ekki árar í bát, heldur leita áfram samninga. Stórar afborganir falla til á þessu ári sem þörf er að endursemja um. Þá hlýtur það að vera eðlileg krafa sveitarfélags að skuldir sem áður voru í höndum hinna föllnu banka en hafa nú verið færðar til ríkisins með viðeigandi niðurskrift, verði a.m.k. ekki innheimtar á hærra verði en Ríkissjóður tók þær á til sín,“ segir m.a. í bókun Sjálfstæðisflokks. Meirihluti bæjarstjórnar lagði ekki fram bókun en þetta var fyrri umræða um reikninginn. Í máli bæjarfulltrúa á fundinum kom þó fram að tekist hafi að stýra rekstri bæjarfélagsins í rétta átt svo um munaði.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Endurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna n ÍAV átti hagstæðasta tilboð í endurgerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna en tilboð Ístak var rúmir 6,1 milljarður. Kostnaðaráætlun er rúmir 5,2 milljarðar. Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum: Flugbraut 02/20 verður endurgerð sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sumarið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagnsog flugbrautaljósakerfi. Einnig verður flugleiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.