14 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 6. apríl 2017 • 14. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Ekki meiri stóriðja í Helguvík

Berjast næst í bókasafninu! Fjarlægja annan hvern staur við Reykjanesbraut

■■Vegagerðin vinnur nú að því að fjarlægja annan hvern ljósastaur við Reykjanesbraut en slökkt hefur verið á þeim undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða ljósastaurar við gatnamót ekki fjarlægðir. Þá hefur verið ákveðið byrja á því næsta sumar að skipta út þeim staurum sem eftir verða og setja upp aðra betri, vottaða staura.

●●Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bannar frekari mengandi starfsemi ■■Bæjarstjórn Reykjane sbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að banna frekari mengandi stóriðnað í sveitafélaginu. Samþykkt var nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru talsverðar breytingar á iðnaðarsvæðinu við Helguvík. „Við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. Nú þegar hafa þrjú fyrirtæki fengið leyfi til stóriðju á svæðinu. Auk kísilverksmiðju United silicon þá er fyrirhugað að Thorsil reisi samskonar verksmiðju í Helguvík. Norðurál hefur svo leyfi fyrir álveri sem talið er ólíklegt að muni taka til starfa.

■■Keflvíkingar lögðu stjörnum prýtt lið Íslandsmeistara KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta karla. Hér sjást þrír af lykilmönnum Keflvíkinga í baráttunni í öðrum leik liðanna í TM höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík sl. mánudag, Magnús Már Traustason reynir skot. Stuðningsmenn Keflvíkinga hafa látið heyra í sér svo um munar og trommað og sungið allan leikinn og meira að segja eftir leiki í úrslitakeppninni. Það hefur hjálpað bítlabæjarliðinu. Þeir munu þó þurfa að láta sönginn duga annað kvöld þegar þeir mæta í Vesturbæinn í þriðja leikinn gegn KR. Íþróttahúsið þar hefur fengið viðurnefnið „Bókasafnið“ því þar má ekki tromma eða slá takt í auglýsingaspjöld. Grindvíkingar eru í góðum málum gegn Stjörnunni og í gærkvöldi var þriðji leikur kvennaliðs Keflavíkur gegn Skallagrími í undanúrslitum kvenna. Nánar á bls. 23. VF-mynd/pket.

Nálægð við íbúabyggð umhugsunarefni ●●Umhverfisráðherra segir áhyggjuefni að mengun í Helguvík muni væntanlega aukast með fleiri verksmiðjum l Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði um mengun frá United Silicon „Það er jákvætt að Alþingi skuli taka þetta mál upp. Það sýnir að lætin í okkur hafa skilað sér,“ sagði Dagný Halla Ágústsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ í gær, eftir fund Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um mengun frá United Silicon. Á fundinum voru málefni kísilverksmiðjunnar rædd frá ýmsum hliðum og sátu fyrir svörum nefndarinnar þau Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon, Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, Þórólfur Júlían Dagsson, fulltrúi íbúa og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Kísilverksmiðjan tók til starfa um miðjan nóvember síðastliðinn og síðan þá hafa íbúar í næsta nágrenni

sumir hverjir fundið fyrir óþægindum í öndunarvegi vegna mengunar. Þórólfur Júlían sagði á fundinum að ljóst væri að svæðið henti engan veginn undir stóriðju. Keflavíkurflugvöllur sé í næsta nágrenni, fjöldinn allur af bílaleigum og gríðarleg bílaumferð um Reykjanesbraut. „Við viljum að verksmiðjunni verði lokað. Mér heyrist fólk hérna gera sér grein fyrir því að

hér hafa verið gert risastór mistök,“ sagði Þórólfur á fundinum. Á næstunni mun óháður aðili gera verkfræðilega úttekt á rekstri og hönnun verksmiðjunnar. Að sögn Helga Þórhallssonar, forstjóra United Silicon, tekur um eitt til tvö ár fyrir rekstur verksmiðju sem þessarar að komast í réttan farveg. Nú er beðið eftir nýrri síu sem minnka á lyktarmengun og vonast Helgi til að hún komi innan tveggja til þriggja mánaða. Verksmiðjan er staðsett rúmlega kílómetra frá íbúabyggð og var nálægðin rædd á fundinum í gær. Í máli Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun kom fram að í reglum um hollustuvernd segir að íbúasvæði skuli ekki vera innan þynningarsvæðis en slíkt er ekki skilgreint í kringum

Frá fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Frá hægri á myndinni má sjá Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon, Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, Friðjón Einarsson, formann bæjarráðs Reykjanesbæjar og Þórólf Júlían Dagsson, fulltrúa íbúa. VF-mynd/dagnyhulda

kísilverksmiðjuna. Þynningarsvæði þýðir að mengun má fara yfir mörk. Sigrún sagði návígið við íbúabyggð umhugsunarefni. „Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það. Þetta er eitthvað fyrir okkur að hugsa um,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, tók undir með

Sigrúnu og sagði fulla ástæðu til að endurskoða reglur um fjarlægð á milli stóriðjusvæða og íbúabyggða. „Væntanlega mun íbúabyggðin stækka og mengun aukast á svæðinu enda eru uppi áform um fleiri verksmiðjur þar. Þetta er því gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði umhverfisráðherra.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
14 tbl 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu