14 tbl 2015

Page 1

r a s á g u l F r a f Þangál n o t s o B m a Birmingh

Víkurfréttir

r frá Vikulegur sjónvarpsþáttu

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Suðurnesjum

sfullu starfshlaupi í FS ... og svipmyndir frá kapp

Auglýsingasíminn er 421 0001

Sjónvarp Víkurfrétta

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

Yfir ein milljón áhorf á SVF á YouTube

vf.is

F IMMTUDAGINN 9. AP R ÍL 2 0 15 • 14. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Þurfum að fara varlega -sagði Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ varðandi mengun frá verksmiðjum í Helguvík. Sjálfstæðismenn ítrekuðu að mengun væri undir viðmiðunarmörkum þótt þrjár verksmiðjur risu.

Þ

að gladdi mig ekki að heyra þetta hefði verulega neikvæð áhrif á næsta umhverfi. Mér er það nú til efs að að þrjár verksmiðjur rísi. Það er ansi langt í að álver miðað við stöðuna í dag. Við værum því að tala um allt aðra hluti ef þetta verða bara tvær verksmiðjur en ekki þrjár. En við þurfum að fara varlega í þessu. Norðanátt er ríkjandi átt og því mun reykurinn fara mikið yfir bæinn. Vonandi getur Umhverfisstofnun upplýst okkur betur um málið. Hún hefur ekki lagt blessun sína á þetta,“ sagði Guðbrandur

E inarss on, b æ jarfu l ltr úi og oddviti Beinnar leiðar á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni í umræðum um mengun frá verksmiðjum í Helguvík. Skipulagsstofnun lagði nýlega fram álit sitt á umhverfisáhrifum vegna

fyrirhugaðra kísilverksmiðju Thorsils. Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi bæjarstjóri segir að ekkert í skýrslu Skipulagsstofnunar hafi komið á óvart. „Þetta er

staðfesting á því að það þarf að fara vel með þetta verkefni og tryggja að ekki sé farið yfir mengunarmörkin og fylgst með því.“ Böðvar Jónsson (D) segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar sé á þann veg að öll þessi áhrif væru innan þeirra viðumiðunarmarka sem gert var ráð fyrir. Jafnvel þó þessi 3 fyrirtæki færu öll af stað væru sameiginleg áhrif þeirra vegna umhverfismengunar innan þeirra miðviðunarmarka sem gert er ráð fyrir. Ítarlegri frétt er um niðurstöðu Skipulagsstofnunar og viðbrögð Thorsils á bls. 10.

Hættur eftir tvö þúsund fundi! -Bæjarritarinn Hjörtur Zakaríasson kvaddur á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ sl. þriðjudag eftir 33 ár

Hjörtur með arftaka sínum og vini, Ásbirni Jónssyni en hann var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs. Myndir/Böðvar Jónsson.

„Ef mér líst ekkert á þetta, kem ég aftur,“ sagði Hjörtur Zakaríasson bæjarritari í Reykjanesbæ síðustu þrjá áratugina, í léttum dúr, eftir hans síðasta bæjarstjórnarfund sl. þriðjudag. Hjörtur á að baki einstakan feril í ráðhúsi Keflavíkur og Reykjanesbæjar og hefur án efa setið flesta fundi allra í bæjarstjórn og í bæjarráði. Hjörtur var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 19821986 en Vilhjálmur heitinn Ketilsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sem fékk hreinan meirihluta eftir kosningarnar 1986, réði hann sem bæjarritara. Hjörtur var að klára sitt 29. starfsár sem bæjarritari og með fjögur ár sem bæjarfull-

trúi eru árin orðin 33 hjá Keflavíkurbæ og síðar Reykjanesbæ. Anna Lóa Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fluttu bæði ræðu og þökkuðu Hirti frábært starf í þágu bæjarfélagsins á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. „Mér skilst nú að þann tíma sem Hjörtur hefur verið bæjarritari þá hafi það stundum reynst honum erfitt, já sérstaklega í byrjun, að hafa ekki mátt standa upp á fundum og tjá sig,“ sagði Anna Lóa. „Mér telst til að hann hafi starfað með 6 bæjarstjórum á sínum ferli. Ég vil segja að það hefur verið heiður að fá að vinna með Hirti í gegnum árin og hann hefur sinnt starfi sínu

af mikilli alúð og sanngirni,“ sagði Böðvar en hann hefur m.a. haldið utan um fundarsetur bæjarfulltrúa. Hann sagði að Hjörtur hafi setið um 750 bæjarstjórnarfundi og á annað þúsund bæjarráðsfundi á ferlinum. „Það er einfaldlega öruggt að afar fáir stjórnmálamenn eða starfsmenn stjórnsýslunnar eiga slíka reynslu að baki. Hjörtur, þú ert samt enn ungur og ég vil því segja að lokum að þú hefur enn nægan tíma til að koma aftur inn í pólitík og loka hringnum með því að sitja nokkra tugi eða hundruði funda sem kjörinn bæjarfulltrúi og gætir þannig farið nær því að sitja 1000 bæjarstjórnarfundi þegar upp verður staðið,“ sagði Böðvar.

Séra Erla sótti ein um stöðu sóknarprests – Kosning fer fram og hún þarf meirihluta greiddra atkvæða. Átta sækja um prestsstarf.

S

r. Erla Guðmunds­dótt­ir, prestur í Keflavíkurkirkju, sótti ein um stöðu sóknarprests í Keflavíkurprestakalli en frestur til að sækja um embættin rann út 27. mars sl. Í starfsreglum um val og veitingu prestsembætta kemur fram að þótt aðeins einn umsækjandi sé um stöðu sóknarprests skuli fara fram kosning. Skipa skuli þann umsækjanda í embættið sem hlotið hefur flest greidd atkvæði. Kosning fer fram í byrjun maí. Átta um­s ækj­end­ur eru um embætti prests í Kefla­vík­ur­prestakalli. Um­sækj­end­ur um embætti prests eru: Cand. theol. Arn­ald­ur Máni Finns­son Mag. theol. Dís Gylfa­dótt­ir Séra Erla Guðmunds­dótt­ir Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgens­son Mag. theol. Hild­ur Björk Hörpu­dótt­ir Mag. theol. María Rut Bald­urs­dótt­ir Cand. theol. María Gunn­ars­dótt­ir Mag. theol. Viðar Stef­áns­son Frest­ur til að sækja um embætt­in rann út 27. mars síðastliðinn. Bisk­up Íslands skip­ar í embætti prests að feng­inni um­sögn val­nefnd­ar. Hana skipa níu manns úr prestakall­inu auk pró­fasts.

Allir í

FÍTON / SÍA

Njarðvík-ÍR

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Ljónagryfjuna í kvöld

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

KL. 19:15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
14 tbl 2015 by Víkurfréttir ehf - Issuu