• fimmtudagurinn 30. mars 2017 • 13. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Vilja glæða Seltjörn lífi
Gamla skóflan dregin fram Steinþór Jónsson formaður FÍB og gamla áhugahópsins um tvöföldun Reykjanesbrautar mætti á opinn fund í Stapa með skófluna sem Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra fékk afhenta árið 2000 á sama stað. Í kjölfarið fór boltinn að rúlla á Reykjanesbrautinni. Með Steinþóri eru Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Guðbrandur Einarsson, og Guðlaugur H. Sigurjónsson frá Reykjanesbæ en þeir fjórir sátu fyrir svörum á fundinum í Stapa. Jón ráðherra segir fátt annað í stöðunni til að flýta framkævæmdum en gjaldtöku en vill taka tillit til þeirra sem nota vegina mest og rukka ferðamenn mest. Meira á bls. 2 og í forystugrein. VF-mynd/pket.
■■Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum barst ósk um afnotarétt af Seltjörn til næstu sjö til tíu ára. Um er að ræða vatnið sjálft og umhverfi þess, rústirnar, tjaldsvæðið við skóglendið og leiksvæðið. Usk ráð tók vel í hugmyndina en það er fyrirtækið Gamli Nói ehf. sem þess óskar. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri mun gera drög að samningi sem verður síðan lagður fyrir bæjarráð. Hann segir í samtali við VF að fyrst sé verið að ræða um veitingasölu á svæðinu, en háleit markmið séu varðandi framhaldið. Tjaldsvæði hefur verið nefnt, jafnvel stendur til að glæða Seltjörn sjálfa lífi. Ekkert sé þó í hendi ennþá.
Vantar meiri raforku ●●Áhugaverðar vísbendingar í djúpborun á Reykjanesi ●●Meiri orka fyrir minni kostnað og minni umhverfisáhrif „Vísbendingar um djúpboranir eru afar áhugaverðar, gefa fyrirheit um að hugsanlega náum við stóru markmiðunum í verkefninu, sem eru að framleiða orku með minni umhverfisáhrifum og fyrir lægri kostnað, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku um tilraunir fyrirtækisins á djúpborunum á Reykjanesi. Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Öll markmið verkefnisins náðust en nýtingarmöguleikar djúpborunarholunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. „Þetta er fyrsta holan sem tekst með þessum hætti. Við erum að kæla hana núna, svo látum við hana hitna upp og förum að kíkja svolítið í pakkann á næsta ári, hvað hún mun hugsanlega gefa okkur. Við erum að vinna að fjöl-
mörgum öðrum verkefnum. Við erum í undirbúningsferli fyrir hugsanlega jarðhitanýtingu í Eldvörpum og við reynum að vanda okkur, og öllu öðru sem við gerum, mjög til verka. Það eru ekki allir sáttir við allt sem við gerum, við gerum okkur grein fyrir því. Skoðanir mega og eiga að vera skiptar, en þá þarf að skiptast málefnalega á sjónarmiðum. Við erum ekki að virkja fyrir okkur, við erum að virkja fyrir samfélagið. Við notum ekki orkuna sjálf, við seljum hana öðrum, til dæmis rafmagnið. Við erum að bregðast við þörfum samfélagsins. Það er ekki okkar að ákveða hvað er gert í landinu, hvers konar verksmiðjur eða starfsemi er byggð, en það er mikill uppgangur í samfélaginu, öll hótelin sem verið er að byggja, öll ferðaþjónustan og allt annað, öll starfsemi, allt
það rafmagn. Það vantar einfaldlega bara meiri raforku í landinu í dag. Við erum að leita aðeins fyrir okkur í vatnsafli líka og erum núna væntanlega í sumar að hefja framkvæmdir við fyrstu vatnsaflsvirkjunina okkar og erum að vinna að slíkum verkefnum á nokkrum stöðum á landinu. Við horfum til jarðhitanýtingar í Krísuvík í framtíðinni líka. Við sjáum fyrir okkur nýtt afsprengi Auðlindagarðsins þar, með fjölþættri nýtingu.“ Ásgeir er í Vikurfréttaviðtali í blaði og sjónvarpsþætti vikunnar en HS Orka flutti nýlega höfuðstöðvar sínar í Svartsengi í Grindavík þar sem starfsemi Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku, hófst fyrir rúmum fjörutíu árum síðan. Viðtalið við Ásgeir er á bls. 22-23.
Vorboðar í Leirunni ■■Einn vorboðinn á Suðurnesjum er fuglinn Tjaldur en hann er meðal nokkurra fastagesta á Hólmsvelli í Leiru á hverju ári. Hann er mættur til leiks en nokkur tjaldapör halda jafnan til í Leirunni. Eftir ótrúlega mildan vetur er allt að fara í gang hjá kylfingum og fyrsta opna vormótið verður á Hólmsvelli á laugardag. Þá verður opið á sumarflatir á sunnudag. „Eftir það er bara komið sumar og völlurinn opinn,“ segir Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri GS sem hefur ekki áður upplifað frostlausan vetur í Leirunni.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is