• Fimmtudagurinn 31. mars 2016 • 13. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
HÉLDUST Í HENDUR Í KRINGUM AKURSKÓLA
n Nemendur og starfsfólk Akurskóla tóku þátt í alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti á dögunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands stóð fyrir verkefni sem fólst í að fara út fyrir
skólabygginguna og leiðast í kringum hana og standa þannig saman með margbreytileika í okkar samfélagi. Skilaboðin eru skýr: „Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna.
Njótum þess að vera ólík og allskonar“. Myndina hér að ofan tók Óli Hauki Mýrdal hjá Ozzo Photography þegar nemendur og starfsfólk Akurskóla faðmaði skólann sinn.
Byggja 42 herbergja hótel á Garðskaga l Óska eftir byggingarleyfi fyrir hótel við Norðurljósaveg í Garði l Byggt í tveimur áföngum
Norðurljós á Garðskaga.
Fyrirtækið GSE ehf. hefur óskað eftir byggingarleyfi fyrir hótel að Norðurljósavegi 2 í Garði. Umsókn um byggingarleyfi var tekin fyrir í skipulagsog byggingarnefnd Garðs þann 15. mars sl. Með umsókninni fylgir einnig bréf umsækjenda með ósk um ívilnanir o.fl. í fjórum liðum. Að fyrirtækinu standa þrír bræður í Garði, einn þeirra er Gísli Heiðarsson, bæjarfulltrúi sveitarfélagsins.
Fyrirhugað er að byggja 42ja herbergja hótel á einni hæð á lóðinni í tveimur áföngum. Sótt hefur verið um byggingarleyfi til byggingar á fyrsta áfanga sem er 26 herbergi ásamt móttöku, matsal og fylgirýmum, alls u.þ.b. 1.250 m2. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform með fjórum atkvæðum. Bjarki Ásgeirsson situr hjá þar sem hann telur að byggingin nái ekki markmiðum skipulagsins um að falla vel að
Slíðrar vopnin í flugstöð
Lögregla stöðvaði starfsemi heimagistingar á Suðurnesjum n Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið starfsemi svokallaðrar Airbnb heimagistingar í umdæminu þar sem engin rekstrar – né starfsleyfi reyndust vera til staðar. Var því um að ræða brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Lögregla mun á næstunni heimsækja fleiri staði þar sem heimagisting er
l Dregið úr viðbúnaði
FÍTON / SÍA
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafa ákveðið að draga úr vopnuðum viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli sem komið var á vegna hryðjuverkanna í Brussel. Þessi ákvörðun byggist á framvindu mála í Evrópu, en kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara, segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Vopnaðir sérsveitarmenn stóðu vaktina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá því um miðja síðustu viku og yfir páskana ásamt lögreglumönnum frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Stóðu sex lögreglumenn vopnaða vakt hverju sinni.
einföld reiknivél á ebox.is
umhverfi sínu og endurspegla aðliggjandi búsetulandslag og náttúrufar. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis. Þremur liðum í bréfi um ívilnanir var vísað til bæjarráðs Garðs en byggingarfulltrúa var falið að ganga frá útfærslu á einum lið bréfsins í samráði við umsækjanda við útgáfu byggingarleyfis. Hvers eðlis ívilnanirnar eru kemur ekki fram í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
auglýst á Airbnb og athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar.
Júlíus Friðriksson hlaut 11 milljón dollara styrk Tveir þungvopnaðir sérsveitarmenn í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á skírdag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
n Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson, prófessor í talmeinafræði við Suður Karolínu háskóla og samstarfsfélagar hans hafa hlotið 11,1 milljón dollara styrk, 1.3 milljarða króna frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni NIH, til þess að stofna vísindamiðstöð sem vinnur að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall. Styrkurinn verður notaður til að rannsaka hvernig aldur, kyn og heilbrigði hefur áhrif á enduhæfingu þeirra sem fengið hafa málstol vegna heilablóðfalls. „Við erum að rannsaka hvernig við getum bætt endurhæfingu heilablóðfallssjúklinga, sérstaklega þeirra sem
eru með tjáningarvandamál eftir skaða á vinstra heilahveli. Einnig erum við að reyna að bæta hvernig spáð er um batahorfur eftir heilablóðfall. Við þessar rannsóknir styðjumst við mikið við segulómskanna til að taka myndir af heila sjúklinga til að meta bæði heilaskaða og áhrif heilablóðfalls á heilavirkni,“ sagði Júlíus í stuttu spjalli við VF. Júlíus stýrir verkefninu en að því koma fjórar stofnanir sem að vinna saman að þessum rannsóknum: University of South Carolina, Medical University of South Carolina, Johns Hopkins University, og University of California Irvine.