13 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 3 . AP R ÍL 2 0 14 • 13 . TÖ LUBLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Bróðir rokkkóngs málar risagítar

Kynjakettir til sýnis!

Hljómahöllin og Rokksafn Íslands opna formlega um helgina eins og auglýst er í blaðinu í dag. Síðustu vikur hefur verið unnið að uppsetninu á yfirgripsmikilli sýningu. Þar verður þessi risagítar sem Ólafur Júlíusson, bróðir rokkkóngsins Rúnars Júlíussonar, var að mála þegar myndin var tekin.

Fálki gæðir sér á svartþresti

Ó

lafur Eggertsson tók þessa mynd í hádeginu á sunnudag en á henni má sjá fálka gæða sér á (mjög líklega) svartþresti. Myndin var tekin út um eldhúsgluggann á húsi við Kirkjubraut í InnriNjarðvík. Þegar Ólafur ætlaði sér nær til þess að ná af fuglinum betri mynd flaug hann á brott með bráðina í klónum. Við hvetjum lesendur til að senda okkur myndir úr mannlífinu eða merkja myndir #vikurfrettir á Instagram.

n Alþjóðleg kattasýning á Suðurnesjum í fyrsta sinn:

120 kettir til Grindavíkur

FÍTON / SÍA

„Við höfum verið í vanda undanfarin ár með að fá leigt húsnæði fyrir sýninguna á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur hún verið frá upphafi. Eftir mikla leit og mörg símtöl brá ég á það ráð að athuga með húsnæði hér í Grindavík þar sem ég bý. Okkur bauðst þá þetta stórglæsilega húsnæði, Reiðhöllin,“ segir Guðbjörg Hermannsdóttir, kattaræktandi, og einn af umsjónarmönnum sýningarinnar. „Þau hjá Kattaræktarfélagi Íslands slógu til og hópur af frábæru fólki sem stendur að sýningunni er búinn að vera á fullu við að leggja lokahönd á hana.“

einföld reiknivél á ebox.is

Alþjóðlega sýningin er stærsti viðburður félagsins, sem stendur fyrir tveimur sýningum á ári. Um 120 kettir verða til sýnis og

dómarar koma erlendis frá til að dæma þá. Kattaræktarfélagið er félagi í FIFE sem er stórt samfélag erlendis og dómararnir eru á þeirra vegum. „Dómurinn og allt í kringum það er ekki það sem skiptir mestu heldur er félagsskapurinn stór hluti af þessu. Við erum einnig með sér hóp fyrir okkar fallega íslenska húskött og geta allir skráð sig í félagið og sýnt húsköttinn sinn. Skilyrðin sem þarf að uppfylla er að kötturinn verður að vera skráður í félagið, örmerktur, bólusettur og geldur,“ segir Guðbjörg og hvetur alla til að koma á sýninguna, sem verður opin frá kl. 10 - 17 á laugardag og sunnudag.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Tekið var á móti fyrsta flugi easyJet milli Basel í Sviss og Keflavíkurflugvallar í gær með myndarlegum vatnsboga.

Flugstöðin í Sjónvarpi Víkurfrétta

F

lugstöð Leifs Eiríkssonar er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Ört vaxandi ferðamannaiðnaður á Íslandi endurspeglast í flugstöðinni og þar er mikið annríki alla daga frá því snemma á morgnanna og langt fram á kvöld. Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á lífinu í flugstöðinni nú í vikunni en þar standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir á næstu mánuðum og misserum. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þá verður þátturinn einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.