• fimmtudagurinn 23. mars 2017 • 12. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Fjórar hæðir ofan á Ránna án athugasemda
Sigið í Helguvíkurhamra
■■Engar athugasemdir bárust eftir grenndarky nningu þar sem óskað var leyfis fyrir fjögurra hæða byggingu ofan á húsin númer 19, 19a owg 21 við Hafnargötu. Þessi hús eru núna ein hæð við Hafnargötuna. Veitingahúsið Ráin er í stærstum hluta þessara bygginga. Einnig er óskað eftir heimild til að byggja einnar hæðar byggingu á baklóð Hafnargötu 21. Í byggingunni verður 111 herbergja hótel sem gengur undir heitinu Continental Bridge Hotel. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í byggingaframkvæmdir.
Mótmæli nágranna gild Nágrannar í grónu hverfi í Njarðvík mótmæltu hugmyndum um rekstur gistiheimilis í heimahúsi. Tíu húseigendur við sömu götuna gerðu athugasemdir eftir að hugmyndir höfðu farið í grenndarkynningu. Breytingarnar fólust m.a. í að breyta bílskúrsgluggum, fjarlægja bílskúrshurð og setja í staðinn glugga og inngangshurð. Á lóðinni átti einnig að koma fyrir palli og heitum potti, auk fimm bílastæða. Þá var óskað eftir því að setja glugga á norðurhlið íbúðarhúss, grafa frá húsinu og koma fyrir tröppum og aðgengi fyrir kjallara utan frá. Kjallarann átti svo að nýta sem þvottahús og geymslu. Um h v e r f i s - o g s k i p u l a g s r á ð R e y kj an e s b æ j ar, U SK , h af n ar breytingum á bílskúrnum og fjölgun bílastæða á lóðinni en gera að öðru leiti ekki athugasemdir við breytingu á húsnæðinu. Í athugasemdum við grenndarkynningu mótmæltu nágrannar hugmyndum um rekstur gistiheimilis. USK ráð tekur undir þær athugasemdir.
Ekki kaupa Range Rover
„Þetta er risadagur, nú þegar við leggjum fram þessa aðlögunaráætlun, þá sjáum við fyrir endann á stóru máli. Allt á réttri leið. Maður veltir því fyrir sér í gleðivímu hvernig framtíðin líti út. Við vitum ekki um framtíðina þó við séum að spá um hana. Sóknin hefur sannað gildi sitt og kannski helst fyrir aðhald í rekstri. Þegar tekjur aukast á maður að borga skuldir en ekki kaupa Range Rover. Það er lykill að þessu hjá okkur. Við þurfum að hjóla meira!,“ sagði Friðjón Einarssson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn.
Björgunarsveitarmenn úr Ægi í Garði æfðu bjargsig á dögunum. Var sigið í hamrabelti á hafnarsvæðinu í Helguvík. Þjálfun björgunarsveitarmanna er alltaf að verða meira krefjandi og björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum tekur æ oftar þátt í verkefnum á landsbyggðinni þar sem aðstæður eru jafnvel öðruvísi en á heimavelli sveitanna. Klettaklifur liggur þó alveg fyrir Ægismönnum enda ströndin í Leirunni erfið yfirferðar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mikil fjölgun góð en líka áskorun ●●Skuldaviðmið Reykjanesbæjar undir 150% árið 2022. Endurfjármögnun skulda Reykjaneshafnar skilar mikilli hagræðingu Mikil fjölgun íbúa gæti orðið erfiðasta verkefnið hjá bæjarstjórnum Reykjanesbæjar næsta áratuginn. Fjölgunin undanfarin ár hefur samt haft góð áhrif á rekstur bæjarins sem hefur batnað mikið. Vinna við endurskipulagningu fjármála undir nafninu „Sóknin“ sem staðið hefur yfir frá því ný bæjarstjórn tók við árið 2014, hefur tekið á en nú sér fyrir endann á henni. Samkvæmt aðlögunaráætlun bæjarfélagsins til ársins 2022 mun skuldaviðmið samstæðu Reykjanesbæjar verða 149% í lok tímabilsins en þarf samkvæmt lögum að vera undir 150%. Með margvíslegum aðgerðum sem unnið hefur verið að á þetta markmið að nást á árinu 2022. Góð sátt er í bæjarstjórn um aðlögunaráætlunina sem kynnt var á bæjarstjórnarfundi síðasta þriðjudag. Aðlögunaráætlunin er, til viðbótar þeim forsendum sem er að finna í áætluninni sjálfri, bundin þeirri for s e n du a ð s am komu l a g u m e n du r s k ip u l a g n i n g u e f n a h a g s og endurfjármögnun skulda Reykjanesbæjar og samstæðu takist en viðræður við kröfuhafa standa enn yfir. Í aðlögunaráætluninni sem gildir til ársins 2022 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi öll árin sem nemur samtals um milljarði króna á tímabilinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri segir að viðræður við kröfuhafa hafi skilað viðunandi árangri í lækkun skulda þó leiðirnar að markmiðinu hafi á endanum orðið aðrar en lagt hafi verið upp með í byrjun. Meðal stórra atriða í áætluninni má nefna endurfjármögnun skulda Reykjaneshafnar sem mun skila 1,3 milljarði í hagræðingu, mikilli aukningu tekna, aðallega vegna íbúafjölgunar en gert er ráð fyrir 2,5% fjölgun árlega en landsmeðaltalið er 1,1%.
Íbúar Reykjanesbæjar munu verða tæp 19 þúsund í árslok 2022 miðað við þá spá. Mesta óvissan í áætluninni snýr einnig að fjölgun íbúa. Verði hún meiri er ljóst að frekari fjárfestinga er þörf, m.a. í byggingu fleiri skóla. Það gæti haft neikvæð áhrif á skuldaþáttinn tímabundið. Eftir árið 2021 er gert ráð fyrir verulegum tekjum af Reykjaneshöfn þegar verksmiðjur verða komnar í góðan gang. Arður af rekstri HS Veitna mun skila árlega um 250 milljónum króna til bæjarins. Áfram er gert ráð fyrir aðhaldi í almennum rekstri sveitarfélagsins en útsvar mun aftur lækka á árinu 2018 í 14,52%. Ekki er gert ráð fyrir að fasteignaskattur, sem var hækkaður við upphaf „Sóknarinnar“, lækki aftur. Miklar eignir og fjárfestingar undanfarinna ára skila jákvæðum þáttum í áætluninni, ekki hefur þurft að fara í fjárfestingar á innviðum en gert er ráð fyrir fjárfestingum upp á rúma 5 milljarða króna á tímabilinu, þar af 3,5 milljörðum til fræðslumála.
Meðaðsókn er í lóðir í Reykjanesbæ. Kasta þurfti upp teningi á milli manna í 28 tilvikum í gær.
Fasteign skipt upp og félagslegar íbúðir í sér félag
Fyrir utan Reykjaneshöfn hefur skuldavandi Reykjanesbæjar aðallega tengst Eignarhaldsfélaginu Fasteign en gert er ráð fyrir því að í endurskipulagningu þess verði því skipt upp í tvö félög: EFF1 mun halda utan um þær eignir sem tengjast grunnþjónustu sveitarfélagsins og EFF2 sem heldur á eignum sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Þar er gert ráð fyrir sölu á nokkrum stærri eignum eins og Víkingaheimum, Hljómahöll, golfskála GS og húsnæði fyrrverandi íþróttaakademíu. Sala þeirra mun lækka skuldir bæjarins. Þá er gert ráð fyrir að Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. (FR), sem nú er hluti af samstæðu Reykjanesbæjar, verði færðar til húsnæðissjálfseignarstofnunar á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir sem sett voru í maí 2016. Heildarskuldbindingar eru áætlaðar um 2,6 milljarðar króna í árslok 2016 og munu þær færast út fyrir samstæðu Reykjanesbæjar á árinu 2017. Markmiðið er að búa til rekstrarhæfa húsnæðissjálfseignarstofnun og leggja grunn að nýju húsnæðiskerfi í Reykjanesbæ í anda nýrra laga um almennar íbúðir.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is