12 tbl 2016

Page 1

• Miðvikudagurinn 23. mars 2016 • 12. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Lagfæra sjóvarnir í Sandgerði og Garði n Byggingafulltrúi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hefur gefið út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna lagfæringa og viðbóta á sjóvarnagörðum í sveitarfélögunum. Við Norðurkotstjörn í Sandgerði verður sjóvörn endurbyggð og styrkt á 300 metra kafla. Sunnan við Setberg verður byggð ný 100 metra sjóvörn. Sunnan við Hvalsnestorfu við Hrossatjörn verður 65 metra skarð í sjávarkambinum lagfært, við sunnanverða tjörnina. Í Garði verða sjóvarnir endurbyggðar á 85 metra kafla, vestan við bílaplan við Garðskagavita. Þá verður vör við Nesfisk, Lambastaðarvör, endurbyggð á þremur köflum, samtals 350 metrar. Við Golfvöllinn Leiru verður 300 metra framlenging á eldri sjóvörn lagfærð.

Grindvíkingar í úrslitakeppni eftir sigur í Keflavík l Keflvíkingar aldrei endað neðar l Grindvíkingar mæta Haukum í undanúrslitum n Unnið við sjóvarnir í Leirunni á dögunum.

Var að stilla útvarpið og velti bílnum n Bifreið valt á Sandgerðisvegi í vikunni sem leið eftir að ökumaður hennar missti stjórn á henni þegar hann var að stilla útvarp eða spilara í henni á ferð. Hann missti bifreiðina út í kant og brá svo við það að hann kippti henni aftur inn á akbrautina með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum á miðri akbraut. Vegalengdin frá þeim stað sem bifreiðin fór út af og þar til hún stöðvaðist mældist rúmir 200 metrar. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skráningarnúmer voru fjarlægð af bifreiðinni.

Grindvíkingar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum eftir 77:84 sigur á grönnum sínum úr Keflavík í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið. Þær munu mæta Haukum í undanúrslitum. Grindvíkingar fögnuðu vel og innilega í leikslok en leikurinn var jafn og spennandi þrátt fyrir að þær grindvísku væru með yfirhöndina nánast frá upphafi leiks. Mun þetta vera í fyrsta skipti síðan úrslitakeppni kvenna hófst árið

1993 sem Keflavík er ekki með. Þær hafa hingað til aldrei endað neðar en í þriðja sæti deildarkeppninnar. Úrslitakeppnin í körfubolta stendur sem hæst um þessar mundir hjá körlunum en þar standa Suðurnesjaliðin misvel að vígi. Keflvíkingar og Grindvíkingar eru 2-0 undir í sínum rimmum en bæði liðin leika í kvöld. Það er svo jafnt hjá Njarðvík og Stjörnunni 1-1.

Fulltrúar heitloftsþurrkana boðaðir til fundar

l Lyktarmengun í Garði enn á borði bæjaryfirvalda Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að fela bæjarstjóra Garðs að boða fulltrúa þeirra fyrirtækja sem heitloftsþurrka fiskafurðir í sveitarfélaginu til fundar við bæjaryfirvöld. Lyktarmengun í Garðinum hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu

í Garði og á síðasta fundi bæjarráðs Garðs var farið yfir minnisblað bæjarstjóra frá fundi bæjarstjóra, formanns bæjarráðs og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja með íbúum sem hafa kvartað vegna fyrirtækja sem reka heitloftsþurrkun fiskafurða í sveitarfélaginu.

Barnalán Erlu og Skúla

FÍTON / SÍA

l Opnuviðtal: Fjögur börn á þremur árum einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Hjónin Erla Reynisdóttir og Skúli Björgvin Sigurðsson reyndu að eignast barn með ýmsum aðferðum frá árinu 2006 en það gekk ekki sem skyldi. Þau veltu því stundum fyrir sér hvort þau yrðu ef til vill aldrei foreldrar. Árið 2013 fengu þau nokkuð óvænt aðeins átta daga gamlan dreng í tímabundið fóstur. Það varð svo síðar varanlegt fóstur. Síðan þá hefur barnalánið leikið við þau, því þrjár dætur hafa bæst í hópinn. Sjá viðtal í miðopnu Víkurfrétta í dag.

Páskaþátturinn á skírdag kl. 21:00 Tónlistarlífið í Grindavík, starfs-

Klukkustund af fjölbreyttu

hlaupið í FS, safn á Vatnsleysu-

sjónvarpsefni frá Suðurnesjum

strönd, Taekwondo í Keflavík,

í bland við brot af því besta frá

Morfís, heilsuréttir og m.fl.

Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN.

Sjónvarpsmaraþon frá Suðurnesjum að kvöldi skírdags á ÍNN

Sjónvarp Víkurfrétta - eitthvað fyrir alla!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.