Page 1

• fimmtudagurinn 16. mars 2017 • 11. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Júdó á uppleið í Grindavík og Vogum

Júdóþjálfarinn Arnar Már Ólafsson aðstoðar ungan iðkanda með júdóbeltið. Mikið og öflugt starf er unnið í bardagaíþróttinni í bæði Grindavík og Vogum. VF mynd: Eyþór Sæm.

■■Mikil gróska er í starfi júdódeildanna í Grindavík og Vogum en samtals æfa þar um 70 iðkendur. Á undanförnum áratugum hefur skapast mikil hefð fyrir íþróttinni enda hafa þaðan komið öflugir júdómenn. Víkurfréttir tóku hús á Arnari Má Jónssyni og júdófólkinu hans en hann þjálfar báðar deildir. Arnar hefur komið víða við í sportinu. Hann var sigursæll í karate og kraftlyftingum áður en hann endaði í júdó þar sem þjálfun á hug hans allan. Hann þjálfaði hjá íþróttafélagi fatlaðra í tvo áratugi og kom á laggirnar keppninni um sterkasta fatlaða mann heims. // 22

Suðurnesjamönnum fjölgar um 55% ■■Framtíðarsetur Íslands spáir því að íbúum á Suðurnesjum fjölgi um 55 prósent á næstu 13 árum. Sveitarfélögin fimm verða því að hafa hraðar hendur og hafa til reiðu lóðir undir húsnæði og atvinnustarfsemi, skóla, leikskóla, öldrunarheimili og aðra þjónustu. Íbúar á Suðurnesjum eru núna um það bil 22.600 talsins en gangi spáin eftir mun þeim fjölga um 12.200 til ársins 2030. Við heyrum í bæjarstjórum á Suðurnesjum um það hvernig undirbúningurinn gengur. // 18-19

Styrkir Unicef með sölu teikninga ■■M æ ð g u r n a r Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndari og Arís E v a Vi l h e l m s d ótti r tei k n ar i halda saman sýningu í tilefni af Menningar v i ku sem nú stendur yfir í Grindavík. Meðal verka á sýningunni eru teikningar af börnum og rennur ágóði af sölu þeirra til Unicef. Arís fékk hugmyndina þegar hún gekk með dóttur sína og var oft hugsað til kvenna og barna á flótta undan stríði. Vigdís fékk myndavél að gjöf á fimmtugsafmælisdaginn og hefur ljósmyndun átt hug hennar síðan. Hún lauk námi frá Ljósmyndaskólanum árið 2014 og hefur þegar haldið nokkrar sýningar. // 24

Kominn heim ■■Tryggvi Larum bjó í Njarðvík til þriggja ára aldurs en flutti þá með íslenskri móður og norsk- bandarískum föður til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið síðan. Hann er nú kominn á eftirlaun og fluttur til baka í Reykjanesbæ þar sem hann ætlar að verja efri árunum ásamt eiginkonu sinni. Tryggvi er sjálfmenntaður í tréskurði og vatt kvæði sínu í kross á dögunum og tók þátt í alþjóðlegu móti í snjóskurði. // 14

30 milljónir til uppbyggingar á Reykjanesi ■■Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 610 milljónum til uppbyggingar á ferðamannastöðum hringinn í kringum landið og fara um 30 milljónir til verkefna á Reykjanesi. Þau verkefni sem hlutu styrk eru Brú milli heimsálfa kr. 3.520.000, Gunnuhver kr. 18.500.000, Skessan í hellinum kr. 900.000 og Stígur við tjörnina í Sandgerði kr. 9.564.800. // 16

Hótel í heimsklassa ■■Bláa Lónið opnar í haust nýtt upplifunarsvæði, hágæða hótel og veitingastaði þar sem áhersla verður lögð á einstaka upplifun gesta. Fyrirtækið undirbýr nú ráðningar á starfsfólki í tengslum við verkefnið en vel á annað hundrað fjölbreytt störf verða til í tengslum við uppbygginguna. Framkvæmdir við upplifunarsvæðið og hótelið eru vel á veg komnar.// 12

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

LAUS STÖRF FJÖRHEIMAR Starfsmaður í eftirskólaúrræði HOLTASKÓLI Deildarstjóri einhverfudeildar HÆFINGARSTÖÐIN Hlustastarf við ræstingar LYNGMÓI Tímabundin staða NESVELLIR Sumarstörf FJÖRHEIMAR OG 88 HÚSIÐ Forstöðumaður Umsóknum í ofangreint starf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR

Gatnamót að Bláa Lóninu óásættanleg ●●35.000 rútuferðir til og frá Bláa Lóninu á ári

TÓNLEIKAR FORSKÓLADEILDAR ÁSAMT HLJÓMSVEITUM Tvennir forskólatónleikar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll í dag, fimmtudaginn 16. mars kl. 17:00 og 18:00. Fram koma Forskóli 2 ásamt Lúðrasveit og Rokkhljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kl. 17:00 koma fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla og Myllubakkskóla og kl. 18:00 nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar um tónleikana á öðrum stað í blaðinu og á vef Tónlistarskólans, Reykjanesbæjar og Víkurfrétta. DREKASKUTLUGERÐ Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 18. mars gefst gestum safnsins tækifæri til að búa til sínar eigin drekaskutlur eftir leiðbeiningum. Safnið er opið kl. 11:00 til 17:00 alla laugardaga og Ráðhúskaffi líka. Allir hjartanlega velkomnir.

Gerðar voru endurbætur á gatnamótum Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar síðasta sumar. Vegagerðin hefur umsjón með veginum sem liggur frá Grindavíkurvegi að Bláa lóninu. Ekki er full sátt um breytingarnar um þessi fjölförnu gatnamót. Að sögn Kristínar Maríu Birgisdóttir, forseta bæjarstjórnar í Grindavík, höfðu bæjaryfirvöld lengi kallað eftir endurbótum á gatnamótunum og að jákvætt hafi verið að brugðist hafi verið við þeim. „Verra er þó að ekki var haft samráð við bæjaryfirvöld í Grindavík varðandi útfærslu breytinganna,“ segir hún. Stýrihópur úr Grindavík, sem fulltrúar bæjaryfirvalda og atvinnulífsins skipa, átti fund með vegamálastjóra í síðustu

VILT ÞÚ STARFA MEÐ HRESSU UNGU FÓLKI ? Laust starf hjá Reykjanesbæ:

Forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fjörheimum og 88 Húsinu. Hæfniskröfur: · Menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræða eða önnur menntun sem nýtist í starfið · Reynsla af vinnu með börnum og unglingum æskileg · Jákvæðni og hugmyndaauðgi · Hæfni til að starfa sjálfstætt að margvíslegum krefjandi verkefnum · Hæfni til að starfa með fjölbreyttum hópum fólks · Umsækjendur þurfa að hafa náð 23 ára aldri Fjörheimar eru félagsmiðstöð fyrir 13-16 ára, hægt er að skoða meira um starfsemina á www.fjorheimar.is   88 húsið er ungmennahús fyrir 16 ára og eldri, hægt er að sjá meira um starfsemina á www.88.is Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, Hafþór Barði Birgisson í síma 898-1394. Um er að ræða fullt starf og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem allra fyrst Umsóknarfrestur er til 30. mars n.k. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is

viku þar sem rætt var um gatnamótin. „Við ræddum um þessar breytingar og að bæta þyrfti merkingar til að draga úr hraða ásamt því að breikka akrein til suðurs þannig að bílar færu ekki beint í veg fyrir umferðina á leið sinni til Grindavíkur. Þá er halli til hægri við þessi gatnamót sem þyrfti að gera lagfæringar á. Það er ríkur vilji hjá Vegagerðinni til að gera breytingar til bóta en þetta veltur alltaf á fjármagninu,“ segir Kristín María. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, tekur í sama streng. „Við hjá Bláa Lóninu teljum þá breytingu sem gerð var á gatnamótunum ekki vera ásættanlega. Hringtorg hefði verið mun betri lausn,

miðað við þá umferð og aðstæður sem eru á veginum. Það er ljóst að ástandið á veginum, eins og það er í dag, er með öllu óásættanlegt,“ segir Magnea. Að jafnaði koma daglega um 48 rútur í Bláa Lónið. Samtals eru það 96 ferðir fram og til baka hvern dag og þá tæplega 35.000 ferðir á ári. Flestar rúturnar eru að jafnaði 18 tonn. Þá hefur ferðum fólksbíla að Bláa Lóninu fjölgað í takt við fjölgun ferðamanna sem kjósa að leigja bílaleigubíla. Á síðasta ári var fjöldi heimsókna í Bláa Lónið 1.1 milljón. Starfsmenn Bláa Lónsins eru um 550 talsins og stendur til boða að taka ókeypis rútur til og frá vinnu. Hluti starfsmanna kemur á einkabílum.

Telja ástandið slæmt vegna langra biðlista ●●Eldri borgarar þrýsta á um byggingu hjúkrunarheimilis Samþykkt var á aðalfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum á dögunum að skora á sveitarstjórnir á Suðurnesjum að ná samstöðu um að knýja á við ríkisvaldið að nú þegar verði hafinn undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilis í nágrenni Nesvalla. Í fundargerð aðalfundarins segir að bygging nýs hjúkrunarheimilis á Suðurnesjum sé ekki á næstu fimm ára áætlun sem gefin var út á síðasta ári. „Það hljóta allir að sjá að það getur ekki gengið miðað við þann bið-

lista sem er hér. Ástandið er nú þegar slæmt en lengsta biðin eftir úrlausn er á Suðurnesjum og verður orðið mjög alvarlegt árið 2020 en þá má reikna með að biðlisti verði um 100,“ segir í fundargerðinni. Þá skoruðu fundarmenn aðalfundarins á nýjan heilbrigðisráðherra að taka stefnuna til endurskoðunar þannig að tryggt verði að hafinn verði undirbúningur hið fyrsta að byggingu nýs hjúkrunarheimilis, þannig að hægt verði að taka það í notkun árið 2019.

Samgönguráðherra ávarpar íbúafund um Reykjanesbraut ■■Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, mun flytja ávarp á íbúafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar sem haldinn verður í Stapa fimmtudaginn 23. mars næstkomandi. Auk hans mun fulltrúi frá baráttuhópnum „Stopp hingað og ekki lengra!“ halda erindi. Á fundinum verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á Reykjanesbraut, ofan Reykjanesbæjar, sem miða að auknu umferðaröryggi. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, verður fundarstjóri. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á vef Reykjanesbæjar.

Vill byggja þarabað og handverkstæði ■■Eigandi Skagabrautar 86 í Garði hefur óskað eftir því við Skipulags- og bygginganefnd í Garði að hann fái að gera endurbætur og viðbyggingu við bílgeymslu að Skagabraut 86. Húsnæðið vill hann nota sem þarabað og handverkstæði. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekar við umsækjanda og afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjórn Garðs hefur afgreitt umsóknina á sömu nótum.


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

ÁFRAM REYKJANES

Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 22. mars kl. 16:00 í íþróttahúsinu í Keflavík. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars og apríl. /skolahreysti

MENNTA- OG MENNI NGARM ÁLAR Á

#skolahreysti

NEYTI

SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS


markhönnun ehf

GRÍSABÓGUR KJÖTSEL ÚRBEINAÐUR FYLLTUR KR KG ÁÐUR: 1.598 KR/KG

1.278

NAUTALUNDIR DANISH CROWN KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG

3.278

Ódýrt í matinn í Nettó -20% ÓDÝRT Í

LAMBA LÆRISSNEIÐAR FERSKT KR KG ÁÐUR: 2.798 KR/KG

KJÚKLINGAVÆNGIR ÍSFUGL HVÍTLAUKS - GRILL KR KG ÁÐUR: 854 KR/KG

KJÚKLINGABRINGUR KR KG ÁÐUR: 2.098 KR/KG

2.238

1.888

-45%

470

FYRIR

2tilboð1 VERSLAR EINN PAKKA AF CAFFESSO NESSPRESSO OG FÆRÐ EINN PAKKA FRÍTT MEÐ

KARTÖFLUSKÍFUR COOP - 900 GR. KR STK ÁÐUR: 449 KR/STK

395

299

395

KÓKOSMJÓLK 17% COOP - 400 ML. KR STK ÁÐUR: 229 KR/STK

199

KANILSNÚÐAR COOP - 4 STK. 340 GR. KR PK ÁÐUR: 359 KR/PK

-25% KINDER MAXI 5 PK. - 105 GR. KR PK ÁÐUR: 398 KR/PK

KARTÖFLUBÁTAR COOP - 800 GR. KR STK ÁÐUR: 449 KR/STK

298 SMARTIES NESTLE - POKI 125 GR. KR PK ÁÐUR: 299 KR/PK

269

VÍNARBRAUÐ COOP - 4 STK. 360 GR. KR PK ÁÐUR: 359 KR/STK

298

Tilboðin gilda 16. – 19. mars 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

KAF CAF REG STR

4

ÁÐU


-40%

Verð sprengja ÓDÝRT Í

SÚPUKJÖT KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

599

Mangó á tilboði

-31% LAMBAKÓTILETTUR GOÐI - FORSTEIKTAR FROSTNAR KR KG ÁÐUR: 2.859 KR/KG

1.973

-40%

LAMBABÓGUR KRYDDLEGINN Í SÍTRÓNUSMJÖRI KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

899

-50%

1.582

RAUÐSPRETTUFLÖK ÓDÝRT KR KG ÁÐUR: 1.098 KR/KG

878

SILUNGUR TAÐREYKTUR

3.998 KRKG ÁÐUR: 4.998 KR/KG

199 KRKG ÁÐUR: 398 KR/KG

Fiskinn minn - nammi, nammi, namm…!

LÖNGUBITAR ROÐ OG BEINLAUSIR KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

MANGÓ

LAXASPORÐAR OPAL - HEITREYKTIR - 2 STK. KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG

3.198

Hressandi og gott með kaffinu! -25% KAFFIPÚÐAR CAFÉ PREMIUM REGULAR EÐA STRONG - 36 STK. KR PK ÁÐUR: 589 KR/PK

489

SÚKKULAÐIRÚLLUTERTA DC - 300 GR. KR STK ÁÐUR: 398 KR/STK

299

HRÍSKÖKUR COOP ÄNGLAMARK - 6 STK. DÖKKAR KR PK ÁÐUR: 289 KR/PK

238

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfirði · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið ”Miðsvæði – Gatnagerð og lagnir –1. áfangi” Verkið er fólgið í gatnagerð í nýju íbúðahverfi á Miðsvæði í Vogum; uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reisingu ljósataura, útlagning jöfnunarlags undir malbik, malbikun, tengja lagnir við núverandi lagnir og annað það sem kemur fram á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá. Helstu magntölur eru u.þ.b: Uppúrtekt - 2000 m³ Fyllingar - 3800 m³ Malbik - 2400 m² Fráveitulagnir - 800 m Vatnslagnir - 440 m Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2017. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 20. mars 2017. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en þriðjudaginn 4. apríl 2017, kl. 11:00 og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

BRONCO er alltaf bestur ●●Gerði upp 30 ára jeppa úr fjórum bílum ●●Stofnaði hóp Bronco aðdáenda á Íslandi Keflvíkingurinn Sigurjón Geirsson Arnarson hefur alltaf verið mikill áhugamaður um hina fornfrægu amerísku Bronco jeppa. Hann hefur undanfarin ár dundað sér við að gera upp tæplega 30 ára gamlan Bronco sem nú er kominn á göturnar. Sigurjón er bílamálari sem vandaði vel til verka og því vekur bílinn talsverða athygli þar sem hann fer. Sem ungur maður fór Sigurjón iðulega austur að heimsækja afa sinn sem átti 1974 árgerð af Bronco. Hann hafði því alltaf haft löngun til þess að kaupa slíkan grip. „Afi heitinn sem bjó á Stöðvarfirði átti Bronco og þar held ég að bíladellan hafi kviknað. Það var alltaf ákveðin stemning að fara í þennan gamla bíl og að fá að keyra með kallinum. Eftir það varð ég sjúkur í gamla bíla. Ég hef gaman af því að gera upp og nostra við gamla hluti. Allt sem er antík finnst mér voðalega vænt um.“ Sigurjón dreymdi um að verða bílamálari eða myndlistakennari, en hann er afar listfenginn og flinkur með pensil og blýant. Hann fór þó aðeins aðra leið þar sem hann ákvað að fara í Tækniskólann og læra húsamálun. Hann ílengdist aðeins í málarastarfinu og tók þar meistararéttindi. Þegar hægjast fór um á atvinnumarkaði hugsaði Sigurjón sér til hreyfings og skellti sér í háskóla og nældi sér í kennararéttindi. Það hafði blundað í honum lengi að verða kennari. Sigur-

jón kennir nú bílasprautun í Borgarholtsskóla þar sem hann kann afar vel við sig enda hefur hann gaman af því að vinna með fólki og miðla kunnáttu sinni. Bronco Sigurjóns er 1988 árgerð og er af tegundinni xl. Hann keypti bílinn fyrir rúmum sex árum. Síðan sankaði hann að sér fjórum Bronco bílflökum til viðbótar til þess að eiga varahluti og til þess að púsla saman sem bestum Bronco. Verkið vann hann í rólegheitum og var hann tæp fjögur ár að koma draumabílnum saman.

2300 manns í hóp Bronco aðdáenda

Sigurjón er það áhugasamur um þennan bandaríska jeppa sem var svo vinsæll hérlendis á árum áður, að hann tók sig til og stofnaði Facebookhóp fyrir Ford Bronco á Íslandi. Meðlimir þess hóps eru nú 2.300 talsins og enn bætist í. „Bronco er auðvitað alltaf bestur,“ segir Sigurjón og hlær aðspurður um hvernig gamli fákurinn standist nú-

tímabílum snúning. „Þetta er auðvitað ekki sambærilegt við nútímabíla. Ég hef voðalega gaman af þessu og þykir vænt um þetta. Ég horfi ekki í þægindin, frekar hvað þetta er gaman.“ Liturinn á bílnum kom til vegna þess að gamlar Bronco dráttarvélar voru iðulega í þessum litum, þær voru yfirleitt bláar með hvítum felgum. „Það er fullt af fólki sem stoppar mann á förnum vegi og spyr út í bílinn. Maður fær að heyra mikið af sögum þar sem fólk á margar Bronco tengdar minningar. Viðbrögðin eru mjög skemmtileg,“ segir bílamálarinn knái. En á hann sér drauma Bronco? „Fjölskyldan á ennþá bílinn hans afa. Það er orginal 74´árgerð sem er ekinn rétt 43 þúsund frá upphafi. Það er eiginlega draumabíllinn. Það yrði toppurinn á tilverunni. Ég hef aðgang að honum annað slagið og nýt þess að aka honum á stöku sunnudögum.“ Sigurjón segist opinn fyrir því að ráðast í annað álíka verkefni og er með augun opin ef tækifæri gefst.

„Ég hef gaman af því að gera upp og nostra við gamla hluti. Allt sem er antík finnst mér voðalega vænt um“


HONDA CIVIC TOURER, dísil Verð kr. 4.190.000

tilboð kr. 3.490.000

LAUGARDAG MILLI KL. 10:00 OG 16:00 LÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM HONDA BIFREIÐUM

Honda Jazz Trend, sjálfskiptur verð frá kr. 2.740.000

Honda CR-V Elegance 2WD, dísil, beinskiptur verð frá kr. 4.990.000 Honda CR-V Elegance 4WD, sjálfskiptur verð frá kr. 5.440.000

Honda HR-V Comfort, sjálfskiptur verð frá kr. 3.840.000

Komdu og kynntu þér það nýjasta frá Honda léttar veitingar á boðstólnum og sölumenn í samningsstuði. Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

Lindex opnar í Krossmóa Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 330 fermetra verslun í Krossmóa í Reykjanesbæ. Fyrirhuguð opnun verður 12. ágúst næstkomandi. Samningar þess efnis hafa verið undirritaðir milli Urtusteins fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti, sem og fatnað fyrir börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6 til 8 störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina í Krossmóa. Verslunin, sem staðsett er í aðalinngangi verslunarmiðstöðvarinnar, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex. Í fyrirtækinu starfa um 40 hönnuðir sem hafa verið í samstarfi við þekkta hönnuði á borð við Missoni og Jean Paul Gaultier auk þess sem stjörnurnar Gwyneth Paltrow, Penelope Cruz og Kate Hudson hafa unnið með fyrirtækinu við vorlínur undanfarinna ára. „Við erum mjög ánægðir með þennan samning og teljum að það felist í því mikil viðurkenning fyrir Krossmóa að Lindex velji hann fyrir sína næstu

verslun. Verslunarmiðstöðin Krossmói er afar vel staðsett og þar á verslun án efa eftir að aukast á komandi misserum,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Urtusteins

fasteignafélags. „Við teljum það vera einstaklega jákvætt að geta nú komið á Suðurnesin þar sem er mikill uppgangur og öflugt samfélag. Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða okkar viðskiptavinum á Suðurnesjum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi. Lindex rekur í dag þrjár verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri. Nýja verslunin í Krossmóa verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós fyrst við opnun í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar, sem gefur versluninni skandinavískt yfirbragð. Krossmói er 10.000 fermetra verslunarmiðstöð en þar eru Nettó, Lyfja og Vínbúðin ásamt fleiri fyrirtækjum.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek.

Frá undirritun samninga um komu Lindex í Krossmóa í Reykjanesbæ.

Svona er nýtt útlit í nýjustu verslunum Lindex.

Kennir jóga á vinnustöðum ●●Jógakennarinn Heiðbrá Björnsdóttir segir allt betra eftir jógatíma Heiðbrá Björnsdóttir jógakennari í Sporthúsinu hefur undanfarin misseri boðið upp á jógatíma á vinnustöðum á Suðurnesjum á vegum fyrirtækisins Jakkafatajóga. Hún kemur á vinnustaði í 20 til 30 mínútur og leiðir fólk í gegnum jóga á vinnutíma. „Það er búið að ganga alveg ótrúlega vel, miklu betur en mig óraði fyrir og sum fyrirtækjanna hafa verið með frá upph af i , “ s e g i r hú n . Aðrir vinnustaðir bjóða starfsfólki sínu upp á jóga í einn til Heiðbrá þrjá mánuði, taka Björnsdóttir, svo stundum hlé í jógakennari. nok krar vikur og byr ja aftur. Í lok hvers jógatíma er alltaf hugleiðsla og slökun. Heiðbrá sníður æfingarnar að aðstæðum á hverjum vinnustað. Æfingarnar eru ýmist gerðar sitjandi á stól eða standandi. Hún segir mikinn ávinning fyrir vinnustaði af því að bjóða starfsfólki sínu upp á jóga á vinnutíma. „Jóga eykur orkuna töluvert og fólk talar um að finna mikinn mun á sér í vinnunni þegar það stundar þar jóga. Það áorkar meiru og finnur fyrir vellíðan.“ Sjálf byrjaði Heiðbrá að stunda jóga fyrir nokkrum árum síðan í líkams-

Jógatími starfsmanna Reykjanesbæjar í Ráðhúsinu við Tjarnargötu.

ræktarstöð. Fyrst fór hún í tvo til þrjá tíma á mánuði. „Ég fór fljótt að finna hvað jóga gerði mér gott og að þetta var eitthvað sem ég vildi læra og kenna öðrum. Ég fann hjá mér sterka ástríðu til að koma jóga til sem flestra. Mér finnst rosalega gott að gefa öðrum jóga. Það er eiginlega alveg yndisleg tilfinning. Það má segja að ég sé orðin heltekin af jóga í dag. Mér finnst einfaldlega allt betra eftir jóga.“

Það er ekki aðeins jóga sem á huga Heiðbrár því hún kennir einnig í tímum í Superform í Sporthúsinu á Ásbrú. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast líkamsrækt í gegnum tíðina. Sumir iðkendur eru bæði hjá Heiðbrá í jóga og Superformi. „Ég er stundum kölluð ofvirki jógakennarinn því fólki finnst ég vera víða að kenna en það er nú bara misskilningur því ég er búin að finna hinn gullna meðalveg.“

- Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

SUMARSTÖRF Í VOGUM 2017 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu sumarið 2017. Stöður flokkstjóra í vinnuskóla Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf í lok maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera á 19. aldursári eða eldri. Umsjónarmaður leikjanámskeiðs Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé á 19. aldursári eða eldri. Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé  20 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. Vinnuskóli, félagsmiðstöð og íþróttamiðstöð eru tóbakslausir vinnustaðir. Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 7. apríl 2017. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf. Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og 867-8854 og forstöðumaður umhverfis og eigna í síma 893-6983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins.


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl, úrval getur verið mismunandi milli verslana.

Nýtt Húsasmiðjublað er komið út

Jotun Lady veggmálning 20-30% afsláttur

20%

30%

afsláttur

afsláttur

25%

Algerlega mött málning

afsláttur

Hrikalega flott!

3 ltr 3 ltr 3 ltr SÚPER TILBOÐ

6.290 8.995 kr

SÚPER TILBOÐ

6.900

SÚPER TILBOÐ

2.245

kr

Lady Pure Color Mött veggmálning

kr

2.995 kr

8.649 kr

Lady Vegg 10 veggmálning Einstaklega slitsterk, fyrir stofuna, svefnherbergið og baðherbergið.

Jotun vegg- og loftamálning

7122045-48

kr

7119781-83

7122220-23

40% afsláttur

25% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

SÚPER TILBOÐ

12.790 15.990

kr

kr

Ryksuga PF1 Classic

700W, bursti og mjóstútur fylgir. 1805296

9.595

15.995 kr Topplyklasett

kr

Neo, 73 stk, 1/2"-1/4". Toppar 4-27 mm skrall 72T. 5052569

5 ÁRA ÁBYRGÐ

SÚPER TILBOÐ

ÞÚ SPARAR: 10.090 KR Þvottavél FW30L7120

7 kg, 1200 sn. Orkunýting A+++. 1805690

54.900

64.990 kr

kr

SÚPER TILBOÐ

5.995 8.995 kr

afsláttur

kr

Höggborvél 500W, 13 mm málmpatróna. 5245599

ELDHÚS & BAÐ

33%

25% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

15.995

21.995 kr Hleðsluborvél

kr

18V, tvær 1,5Ah, Li-ion rafhlöður, hersla 21Nm. 5245997

af öllum blöndunartækjum, salernum, vöskum, handlaugum, handklæðaofnum, innréttingum, speglum, sturtuklefum og fleira.

Byggjum á betra verði

11.995

kr

15.995 kr Háþrýstidæla C 105.7-5 (EU) 105 bör, 440 ltr./klst. Sjálfvirk gagnsetning og stöðvun með click & Clean kerfi.

5254201

sa.is Verslasenðudingáefhu verslað Frí heim

er fyrir 5.990 kr. eða meira


400kr

20%

1.495 kr. kg

verðlækkun pr. kg

404

verðlækkun

20% verðlækkun

OS Samlokuostur Í sneiðum - Verð áður 1895 kr. kg.

kr. 500 ml

333 kr. 500 g

OS Smjör 500 g - Verð áður 417 kr.

OS Rjómi 500 ml - Verð áður 504 kr.

198 kr. pk.

N Kit Kat 4 pack 4 x 41,5 g

179 kr. 100 g

4x1,5L

Salatblanda, 100 g Klettasalat, 100 g Spínat, 100 g Ítalía

500g

598

398

kr. 500 g

798 kr. 4x1,5 l

Coca-Cola kippa 4 x 1,5 lítrar

kr. 500 g

Merrild 103 Kaffi 500 g

Weetos Morgunkorn 500 g

Engin

298 kr. 150 g

H-Berg Piparmöndlur 150 g

Kolvetni

69

259 kr. 55 g

249

169 kr. 591 ml

kr. 330 ml

Barebells Próteinbar 55 g, 3 tegundir

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 4 teg.

Powerade Zero 591 ml, 3 teg.

Egils Kristall 330 ml, 2 teg.

kr. 330 ml

Verð gildir til og með 19. mars eða meðan birgðir endast


Grísakjöt af

NÝSLÁTRUÐU

1.298 kr. kg

698 kr. kg

Bónus Grísakótilettur Ferskar, með beini

Ali Grísabógur Ferskur

GOTT VERÐ Í BÓNUS ÍSLENSKT

ÍSLENSKT

Nautgripakjöt

ÍSLENSKT

Nautgripakjöt

Grísakjöt

1.398 kr. kg 1.998 kr. kg Kjarnafæði Nautgripagúllas Ferskt

Ódýr

a l s i e v u z z Pi

1.498 kr. kg

Nautaveisla Nautgripahakk Ferskt

Ali Grísalundir Ferskar

SAMA VERd

um land allt

ÍSLENSKT Lambakjöt

198 kr. 400 g

259 kr. 250 ml

259 kr. 400 g

1.398 kr. kg

Wewalka Pizzadeig Ferskt, 400 g

Lesieur Pizzaolía 250 ml

Bónus Pizzadeig Ferskt, 400 g

SS Lambalæri Bláberjakryddlegið, ferskt

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

HEILSULIND OG HÓTEL

Í HEIMSKLASSA ●●Auglýst eftir stjórnendum og starfsmönnum í 165 stöður á næstunni

Bláa Lónið opnar í haust nýtt upplifunarsvæði, hágæða hótel og veitingastaði þar sem áhersla verður lögð á einstaka upplifun gesta. Fyrirtækið undirbýr nú ráðningar á starfsfólki í tengslum við verkefnið. Á annað hundrað fjölbreytt störf verða til í tengslum við uppbygginguna. Framkvæmdir við upplifunarsvæðið og hótelið, sem staðsett er í hraunbreiðunni vestan við núverandi lón, eru vel á veg komnar. Áhersla er lögð á að skapa einstakt umhverfi og upplifun sem byggir á jarðsjó og náttúrulegu umhverfi Bláa Lónsins. Nafn hótelsins er Moss Hotel og heilsulindin mun bera heitið Lava Cove. Nýr hágæðaveitingastaður, Moss Restaurant, verður einnig starfræktur á hótelinu ásamt Lava Cove Restaurant.

Spennandi atvinnutækifæri í einu af undrum veraldar

Um 165 manns munu starfa við hótelið og heilsulindina og verða störfin afar fjölbreytt. Bláa Lónið hefur auglýst eftir móttökustjórum og móttökustarfsmönnum, stjórnendum og starfsfólki í herbergisþjónustu- og þrifum, einkaþjónum og starfsfólki gestamóttöku. Þjálfun og starfsþróun eru mikilvægir þættir í mannauðsstefnu Bláa Lónsins og fá allir starfsmenn þjálfun er lýtur að hágæðaþjónustu. Bláa Lónið er í dag eitt þekktasta vörumerki Íslands og hefur National Geographic valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar.

Heilsulind og hótel í heimsklassa

Moss Hotel verður 62 herbergja hótel og verður í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. Öll þjónusta og aðbúnaður miða að því að gestirnir njóti þess besta í mat, gistingu og upplifun í umhverfi Bláa Lónsins. Heilsulindin Lava Cove verður einnig einstæð í sínum flokki. Gestir fara undir yfirborð jarðar þar sem þeir munu njóta spa upplifunar sem byggir á virkum efnum Bláa Lónsins. Þaðan hafa gestir aðgang að nýju lóni sem er umlukið háum hraunveggjum. Á veitingastaðnum Moss Restaurant verður áhersla á hágæða upplifun og þjónustu. Íslenskt hráefni verður í hávegum haft og gestir munu njóta útsýnis yfir umhverfi Bláa Lónsins. „Opnunin á nýju upplifunarsvæði og hóteli næsta haust verður mikilvægur áfangi í starfsemi Bláa Lónsins. Með þessu erum við að þróa og breikka starfsemi okkar. Lykillinn að þeim árangri sem við höfum náð á undanförnum árum byggir á einstakri náttúru Bláa Lónsins og einlægum vilja starfsfólks okkar til að veita gestum frábæra þjónustu og skapa ógleymanlegar minningar. Á næstu vikum munum við leita að fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með okkur,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.

Tvö hönnunarteymi

Hönnun á byggingum Bláa Lónsins hefur vakið athygli frá því það var opnað á nýjum stað í hrauninu í Grindavík árið 1999. Nú þegar verið er að byggja glæsihótel og nýja baðaðstöðu er sem fyrr lögð áhersla á hönnunina. „Við erum með tvö hönnunarteymi í vinnu við þetta verkefni. Annars vegar arkitektar okkar sem hanna bygginguna út frá landinu og þá erum við með ítalska hönnuði sem hugsa hönnunina út frá augum gestsins og upplifun hans. Svo vinna þessi tvö teymi saman og þurfa að láta hagsmuni allra smella saman og ég get sagt að það er oft fjör á þeim fundum. Útkoman hefur oft verið trufluð,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins og bætir við: „Það er alveg einstakt við svæðið okkar að sjá steinsteypuna blandast við hraunið, mosann og bláa vökvann. Ég hef verið á staðnum í áratug og get ekki fengið leið á því.“

Norræn matarupplifun á Moss

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. VF-mynd: pket

Það verður norræn stemmning í háklassa matargerð á nýjum veitingastað sem fær nafnið Moss. Á þessum veitingastað sem fær nafn sitt eftir

mosanum verður meðal annars boðið upp á „chefs table“ eða borð matreiðslumeistarans en staðurinn mun geta tekið á móti 60 manns í mat. „Við ætlum að leggja mikið upp úr þessum stað. Núna eru fjögur ungmenni sem munu stýra matreiðslunni á staðnum að bæta við kunnáttu sína í útlöndum, einn er m.a. í læri á Michelin veitingastað í Færeyjum. Þetta fólk okkar mun bjóða upp á það besta þegar Moss opnar. Þar verður glæsilegt útsýni út í hraunið og upplifunin verða einstök. Hugmyndin er að búa til magnaða veröld þannig að maður gleymi daglegu stressi,“ segir Dagný.

Herbergin frá 100.000 krónum

Dagný segir að ánægðustu viðskiptavinir Bláa Lónsins séu þeir sem hafa keypt mestu og dýrustu þjónustuna sem í boði hefur verið og við það hafi verið miðað í nýju uppbyggingunni. Herbergin á Moss hótelinu verða minnst 40 fermetrar og mun nóttin kosta frá 100.000 krónum. Þá verða sex stórar svítur á hótelinu, þar á meðal Bláa Lóns svítan. Allar verða þær með sér baðlóni og einkaþjóni. Þá verður nýja baðaðstaðan, Spa-ið, glæsilegt. „Starfsmenn Bláa Lónsins hafa mikla ánægju af því að veita frábæra þjónustu í einstöku umhverfi. Það er ljóst að með þessum nýjungum mun það færast á enn hærra stig. Við munum áfram leggja áherslu á að byggja á okkar persónulegu þjónustu í mögnuðu umhverfi. Við munum ekki herma eftir asískri þjónustu eða frá stórborgum. Þetta verður einstakt.“


FARTÖLVUR

FYRIR FERMINGARBÖRN INTEL i5 OG TVÖFALDUR DISKUR ASU-F556UADM805T

Ótrúleg kaup fyrir fermingarnar. Kraftmikil Asus fartölva með Intel i5 örgjörva, FullHD skjá og 8GB minni. Bæði ofurhraður 128GB SSD diskur fyrir stýrikerfið og 1TB harður diskur fyrir gögnin. Frábær kaup fyrir aðeins 114.995. INTEL i5

8GB

ÖRGJÖRVI

INTEL i5 ÖRGJÖRVI

VINNSLUMINNI

8GB

VINNSLUMINNI

128GB

SSD DISKUR

256GB

SSD DISKUR

14”

IPS SKJÁR

1TB

DISKUR

15,6” SKJÁR

114.995

HÖNNUN, HRAÐI OG KRAFTUR

HQ ÖRGJÖRVI OG GTX1050TI

ASU-UX410UAGV028T

ACE-NHGM4ED020

Asus Zenbook er örþunn og hrikalega öflug með Intel i5 og 256GB M.2. SSD diski. Glæsilega hönnuð með 14” FHD IPS skjá.

VX5 er ofurleikjatölva frá Acer á mögnuðu verði. Hrikalegur Intel i7 7700HQ örgjörvi og 4GB GeForce GTX1050TI leikjaskjákort. Nýr 256GB M.2. SSD diskur, FHD skjár og 8GB minni.

149.995

189.995

INTEL i7 ÖRGJÖRVI

8GB

VINNSLUMINNI

256GB

SSD DISKUR

15,6” SKJÁR

HAFNARGÖTU 90 • SÍMI 414 1740

HEIMILISTÆKJADAGAR FRÁBÆR TILBOÐ Á HEIMILISTÆKJUM

Dantax FR102L Vestfrost R140 102 lítra frystikista með 1 körfu. 85cm kæliskápur með 105L kæli Orkuflokkur A+. Frystigeta 8kg. og 12L frysti. Orkuflokkur A+.

TILBOÐ

TILBOÐ

Whirlpool WME36582W 188cm kæliskápur með stafrænni hitastillingu og 6TH SENSE Fresh Control. LCD skjár. MultiFlow kælitækni. StarLight lýsing. AntiBacteria sía. Activ 0°C skúffa fyrir kjöt og fisk. Orkuflokkur A++.

TILBOÐ

Vestfrost R3651IX 185cm kæliskápur með frysti. 209L kælir. 4 glerhillur. 4 hillur í hurð. 2 grænmetisskúffur. 81L frystir. 2 skúffur. Orkuflokkur A+. 4,5kg frystigeta á 24klst. Mál (hxbxd): 185 x 59,5 x 61,5 cm. Stál.

TILBOÐ

19.995

24.995

59.995

49.995

FULLT VERÐ 29.995

FULLT VERÐ 34.995

FULLT VERÐ 99.995

FULLT VERÐ 79.995

Whirlpool WUE2B19X 13 manna uppþvottavél með 5 kerfi. Sótthreinsikerfi. Vatnsflæðivörn. Þrír spaðar. Sjálfhreinsandi filter. Þvottahæfni A. Orkuflokkur A+. Þurrkgeta A. Stál.

TILBOÐ

Vestfrost WM5100 1000sn þvottavél með stafrænu kerfisvali og hitastilli. 42L tromla. Tekur 5kg. LCD skjár. 14 þvottakerfi. 15 mín hraðkerfi. Stafræn niðurtalning. Þvotthæfni A. Orkunýting A++. Íslenskt stjórnborð.

TILBOÐ

Daewoo FRNQ19D1T Amerískur kæliskápur SBS með vatns- og klakavél. Perfect No Frost. LED lýsing og skjár. 353L kælir. Kælivifta. 156L frystir. Orkuflokkur A+.

Panasonic NA140XR1 1400 snúninga 10kg þvottavél með stafrænu kerfisvali og hitastilli. AutoCare. Allergy-care. 3D Hydro active+ Perfect sense. Stór LED skjár. 70L Sazanami tromla með stóru opi. Stafræn niðurtalning. Þvotthæfni A. Orkuflokkur A+++. Hljóðlátur kolalaus mótor með Vector Inverter tækni (10 ára ábyrgð á mótor).

KÁMFRÍTT STÁL

TILBOÐ

119.995 FULLT VERÐ 159.995

Daewoo KQG814R 1000w örbylgjuofn með 23L grilli. 10 stillingar. 4 eldunarstillingar og afþýðing samkvæmt þyngd. Glerdiskur 27 cm.

TILBOÐ

TILBOÐ FULLT VERÐ 14.995

54.995

29.995

69.995

FULLT VERÐ 59.995

FULLT VERÐ 39.995

FULLT VERÐ 99.995

9.995

ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - ÍSSKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR - HELLUBORÐ - OFNAR - HÁFAR - ÖRBYLGJUOFNAR - ELDAVÉLAR

FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA ALLT ÚRVALIÐ MÁ SKOÐA Á www.ht.is

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

Á heimili Tryggva má sjá ýmis falleg verk sem hann hefur skorið út í gegnum tíðina. Áður bjó hann í Bandaríkjunum og byrjaði að skera út því hann vildi fegra heimilið sitt með munum í víkingastíl. VF-myndir: dagnyhulda@vf.is

Hagleiksmaður á Hafnargötunni ●●Tryggvi Larum bjó í Njarðvík til þriggja ára aldurs en flutti þá með íslenskri móður og norskum og bandarískum föður til Bandaríkjanna ●●Hann er nú kominn á eftirlaun og fluttur til baka í Reykjanesbæ þar sem hann ætlar að verja efri árunum ●●Tryggvi er sjálfmenntaður í tréskurði og vatt kvæði sínu í kross á dögunum og tók þátt í alþjóðlegu móti í snjóskurði

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Tryggvi Thorleif Larum ólst upp í Njarðvík til þriggja ára aldurs og flutti þá með foreldrum sínum, íslenskri móður og norsk-bandarískum föður til Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið síðan. Tryggvi fór nýlega á eftirlaun eftir að hafa starfað í mörg ár hjá bandarísku póstþjónustunni og þá ákváðu hann og eiginkona hans, Amy Larum, að setjast að á Íslandi. Þau hafa komið sér vel fyrir í íbúð við Hafnargötuna í Reykjanesbæ sem þau kalla nú sinn heimabæ. „Við sjáum hvali og norðurljósin út um gluggana, svo við erum mjög sátt með nýja heimilið,“ segir Tryggvi. Foreldrar hans kynntust um miðja síðustu öld þegar faðir hans, Kenneth Otto Larum, kom til Íslands til

að byggja Keflavíkurflugvöll. „Móðir mín, hún Gréta Gunnarsdóttir, var minn fyrsti kennari og las oft fyrir mig Íslendingasögurnar. Á heimilinu voru ýmsir munir sem minntu á Ísland enda var mamma mjög stolt af uppruna sínum. Það sama má segja um mig því ég hef alltaf verið mjög stoltur Íslendingur.“ Móðurafi Tryggva var Gunnar Salómonsson, oft nefndur Gunnar Úrsus. Hann var þekktur aflraunamaður í byrjun síðustu aldar.

Nýtur hverrar stundar við tréskurðinn

Þegar Tryggvi varð eldri langaði hann að fjárfesta í íslenskum munum í víkingastíl til að skreyta heimili sitt í Norður-Kaliforníu. Þá rann upp fyrir honum að slíkir munir voru hvergi til sölu. „Þá ákvað ég að læra tréskurð og gera þetta sjálfur. Mest lærði ég af því að prófa mig áfram en fann svo líka bandarískan listamann sem skorið hafði út hesta sem settir voru á hring-

Liðið fékk 20 tonna klump til að vinna listaverk úr.

ekjur. Svo leiddi eitt af öðru og ég náði góðum tökum á tréskurði. Smátt og smátt fengu verkin meiri athygli og mörg þeirra hef ég selt víða um heim.“ Eitt verka Tryggva er til sýnis á Vesturfarasafninu á Hofsósi en það var afhent Halldóri Ásgrímssyni heitnum, fyrrum forsætisráðherra, í Gimli í Kanada. Tryggvi kveðst hafa verið einkar stoltur þegar hann fékk þær fréttir að forsætisráðherrann ætlaði að þiggja verkið að gjöf. „Auðvitað langaði mig að segja mömmu fréttirnar en hún var látin á þessum tíma. Ég veit að hún hefði líka orðið stolt. Þetta var því stór en erfið stund fyrir mig.“ Tryggvi segir fólk á Íslandi stundum undrandi yfir því að hann sé sjálflærður tréskurðarmeistari. Sjálfur er hann viss um að hann hafi hæfileikana í blóðinu vegna norræna upprunans og nýtur hverrar stundar við listsköpunina. „Þegar ég var enn að vinna sinnti ég listinni alltaf á kvöldin og um helgar og hún veitti mér miklu meiri

gleði en dagvinnan. Það er eitthvað við listina sem dregur mann að sér. Við listsköpun verður einbeitningin að vera mikil og ekki hægt að vera að pæla í neinu öðru og það er svo hollt. Þannig er hægt að beina orkunni sinni í eitthvað jákvætt.“ Tryggvi var í bandaríska hernum á árunum 1975 til 1978 og kveðst hafa hlotið þjálfun þar til að eyða sem sé andstæðan við listsköpunina þar sem hann býr eitthvað til.

Meiri kröfur til útlendinga áður fyrr

Eftir að Tryggvi flutti til Bandaríkjanna talaði hann alltaf ensku við móður sína. Hann og Amy stunda nú íslenskunám af kappi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og gengur vel. Eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna þriggja ára kom Tryggvi ekki aftur til Íslands fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall. Þá vann hann í nokkra mánuði hjá Vífilfelli, í fiski í Vest-

Liðið að störfum í Colorado. Snjóskurðarmótið fór fram í 2800 metra hæð og því þurftu keppendur reglulega að anda að sér súrefni úr sérstökum súrefnisflöskum til að vinna bug á háfjallaveiki.

mannaeyjum og á togara og lærði svolitla íslensku í vinnunni. „Markmiðið hjá okkur Amy er að verða það góð í íslensku að við getum haldið uppi samræðum. Ég tala ágæta „vinnu-íslensku“ síðan í gamla daga enda voru gerðar meiri kröfur til útlendinga þá að læra málið.“ Tryggvi bendir á að sumir yfirmanna hans hafi verið gamlir karlar sem ekki kunnu orð í ensku og þá hafi hann þurft að gjöra svo vel að læra öll orð sem tengdust störfunum á íslensku. Þegar Tryggvi flutti til Íslands gaf hann frá sér öll verkfæri þar sem rafmagnið á Íslandi er annars konar en í Bandaríkjunum. Hann er núna að leita að góðum stað á Suðurnesjum þar sem hann getur haldið listsköpuninni áfram.

Keppti í snjóskurði í -24 gráðum

Eftir að hafa fengist við tréskurð í mörg ár fékk Tryggvi skemmtilega áskorun á dögunum. Hún var að taka

Ancestry on Ice leit svona út þegar það var tilbúið.


fimmtudagur 16. mars 2017 sæti í fjögurra manna liði á Annual International Snow Sculpture Championship, alþjóðlegu móti í snjóskurði í skíðabænum Breckenridge í Colorado í Bandaríkjunum. Mótið var haldið í 2.800 metra hæð yfir sjávarmáli og voru 16 lið skráð til leiks, flest frá Bandaríkjunum en einnig víðs vegar að úr heiminum. Upphaflega átti lið Tryggva að heita Team US/ Iceland en liðsfélagar voru svo beðnir um það af skipuleggjendum að breyta nafninu í Team Iceland þar sem mörg lið voru með skammstöfunina US í sínu liðsnafni. Tryggvi segir það hafa verið mikla upplifun að taka þátt í mótinu. „Kuldinn fór allt niður í -24 gráður á Celsius og það er mesti kuldi í 27 ára sögu mótsins. Vatnið okkar fraus í flöskunum og þegar við snertum stál frusu vettlingarnir okkar við það. Ég var því mjög ánægður að koma aftur heim í hitann á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Vinur minn, sem er norskur og bandarískur, hefur sótt um á mótinu fyrir liðið okkar síðustu þrjú ár en alltaf fengið neitun, þar til í

15

VÍKURFRÉTTIR ár svo þetta var langþráður draumur að rætast.“ Þátttaka í keppninni reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega enda voru keppendur úti í kuldanum í allt að 14 tíma á dag. Tryggvi hafði undirbúið sig með því að ganga rösklega á hverjum degi en segir að ef hann hefði vitað hversu krefjandi snjóskurðurinn var hefði hann gengið helmingi lengra. Þar sem mótið var haldið í 2.800 metra hæð segir Tryggvi þá hafa fundið fyrir háfjallaveiki allan tímann og því andað að sér súrefni úr sérstökum súrefnisflöskum og drukkið mikið af vatni til að vinna gegn áhrifunum. Hvert lið fékk tuttugu tonna snjóklump til að vinna listaverk úr á fjórum dögum og segir Tryggvi að vegna kuldans hafi klumpurinn verið meira eins og klaki en snjór. Íslenska liðið var það elsta á mótinu en allir liðsmennirnir eru orðnir sextugir. Hann segir það góða tilfinningu að vita að hann geti enn ratað í ævintýri þrátt fyrir að vera orðinn sextugur. „Svo var ég líka einstaklega stoltur

af því að vera í íslenska liðinu og að flagga íslenska fánanum þarna uppi í fjöllunum í Colorado. Um 40.000 manns voru á svæðinu á þessum tíma og ótrúlega margir komu og gáfu sig á tal við okkur. Það merkilega var að nær allir voru annað hvort nýkomnir frá Íslandi eða á leiðinni þangað. Hvað sem það er sem verið er að gera til að kynna Ísland í Bandaríkjunum, þá hefur það virkað. Ég gerði mitt besta til að segja fólki frá Íslandi.“ Tryggvi og Amy eru áhugafólk um víkingalífsstíl og eru þessa dagana að koma á laggirnar slíkum hóp hér á landi. Þau eru líka meðlimir í breskum áhugahóp um víkingalíferni. Nú í vor hefur hópnum verið boðið á enduropnun á Jorvik Viking Centre á Englandi en það verður opnað á ný í apríl, endurbyggt eftir flóð. Þar verða Tryggvi og Amy ásamt vinum í víkingabúningum og Tryggvi ætlar að skera út listaverk á staðnum. Það er því ljóst að ævintýrin halda áfram hjá þessum nýju íbúum Reykjanesbæjar.

„Auðvitað langaði mig að segja mömmu fréttirnar en hún var látin á þessum tíma. Ég veit að hún hefði líka orðið stolt. Þetta var því stór en erfið stund fyrir mig“

AÐALFUNDUR Aðalfundur Nes 2017 verður haldin mánudaginn 20. mars í sal í íþróttahúsinu á Sunnubraut kl. 20:00. Almenn fundardagskrá. Vakin er athygli á að það vantar fólk í stjórn Nes sem er grundvöllur fyrir rekstur Nes svo sérstaklega er auglýst eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í mjög skemmtilegu starfi Allir velkomnir Stjórn Nes

Orlofshús VSFK Sumar 2017 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði

(Veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði á vægu gjaldi)

2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 26.maí 2017 og fram til föstudagsins 25. ágúst 2017. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig inn á heimasíðu vsfk.is VSFK mun senda virkum félagsmönnum umsókn á rafrænu formi, þar sem hægt er að klára umsóknarferlið inn á mínum síðum VSFK. Umsóknafrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 3. apríl 2017. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Orlofsnefnd VSFK

LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara verður farin 1. apríl 2017. Farið verður í Borgarleikhúsið Tryggvi og Amy eru mikið áhugafólk um víkingalífsstíl.

að sjá farsann „Úti að aka „

Farið frá SBK kl. 18:00, komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkur og Vogatorgi. Sýningin hefst kl. 20:00. Miði og rúta kr. 6.500 Pantanir hjá Ólu Björk símum 421 2972 og 898 2243 , Björgu 865 9897 og Guðrúnu 659 0201. Miðar seldir á Nesvöllum miðvikudag 22.mars kl. 16.00-17.00. Erum ekki með posa. Geymið auglýsinguna. Leikhúsnefnd.

Team Iceland skipuðu auk Tryggva þeir Ira Kessey, Larry Dion og Ray Kinman. Verkið heitir Ancestry in Ice. Liðið fékk úlpur frá 66°Norður sem Tryggvi segir hafa gert gæfumuninn í -24 stigum.

www.vf.is


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

Kynna nýja grunn- og leikskóla í Innri Njarðvík Kynning á skóla í Innri Njarðvík verður haldin í Akurskóla næsta mánudag, 20. mars, klukkan 17:30. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, mun kynna hvernig staðið var að undirbúningi hönnunar og fulltrúar arkitektastofunnar Arkís munu kynna tillöguna. Þá mun fulltrúi umhverfissviðs Reykjanesbæjar kynna breytingar á lóð og skipulagi. Í lokin gefst gestum færi á að leggja fram fyrirspurnir. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, verður fundarstjóri. Fimm tillögur að hönnun byggingarinnar bárust Reykjanesbæ.

Samdóma álit bygginganefndar var að velja tillögu Arkís til að vinna áfram með. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að í tillögu Arkís séu öll kennslurými mjög vel útfærð. Einnig sé hugsað vel fyrir aðgengi og aðgangsstýringu, sér í lagi í tengslum við rýmin í hjarta byggingarinnar, svo sem félagsmiðstöð, tónlistarrými, fjölnota sal og matsal. Mat byggingarnefndar var að góð tenging væri á milli leikskóla, frístundar og yngsta stigs grunnskólans. Tillagan, þarfagreining og kröfulýsing verða svo sett á vef Reykjanesbæjar til frekari kynningar.

Reykjanes fær 30 milljónir til uppbyggingar ferðamannastaða Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 610 milljónum til uppbyggingar á ferðamannastöðum hringinn í kringum landið og fara um 30 milljónir til verkefna á Reykjanesi. Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt, leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins, og fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Þau verkefni sem hlutu styrk eru Brú milli heimsálfa kr. 3.520.000, Gunnuhver kr. 18.500.000, Skessan í hellinum kr. 900.000 og Stígur við tjörn kr. 9.564.800. Reykjanes Geopark hlýtur styrk til þess að fara í skipulagsvinnu við Brú milli heimsálfa með það að mark-

miði að bæta aðkomu ferðamanna að svæðinu, stækka bílastæði, breikka aðkomuveg og verja svæðið fyrir vindum. Eins til að endurnýja tréverk á göngubrú vegna fúa. Brúin milli heimsálfa er nú orðinn vinsæll ferðamannastaður og því talið mikilvægt að efla öryggi ferðamanna á svæðinu og skipuleggja innviði. Reykjanes Geopark hlýtur jafnframt styrk til þess að bæta aðkomu og aðgengi að Gunnuhver sem felst í því að ljúka hönnun svæðisins og hefja uppbyggingu áningarstaðarins. Gunnuhver verður sífellt vinsælli og þar er land síbreytilegt, viðkvæmt og hættulegt og verkefnið því talið mikilvægt fyrir náttúruvernd og öryggi ferðamanna. Reykjanesbær hlýtur styrk til þess að endurnýja skessubrúðuna og laga

nánasta umhverfi hjá Skessunni í hellinum, bæði úti og inni og lagfæra stíg umhverfis hellinn. Skessan í hellinum hefur heillað börn og fullorðna undanfarin ár og er verkefnið til þess fallið að styrkja þá innviði og auka öryggi ferðamanna. Sandgerðisbær hlýtur styrk til þess að ljúka við seinni áfanga stígs við tjörnina sem snýr að framlengingu og tengingu á stígnum bæði við Þekkingarsetrið og inn í bæinn. Verkefnið er framhald af áður styrktu verkefni sem lagði stíg milli vegar og tjarnar til að bæta aðgengi fólks að náttúru tjarnarinnar. Við það hætta ferðamenn að þvælast á vegi og aðstaða verður öll öruggari til náttúruskoðunar.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRING INN

SENDIBÍLAR TIL LEIGU Leigðu sendibíl. Við bjóðum ódýra sendibíla til leigu í 4 klukkustundir, 8 klukkustundir eða lengur. Hringdu í síma 515 7110 eða kíktu á sendibilartilleigu.is Thrifty_Sendibílar_til_leigu_halfsida_Vikurfrettir_20170214_draft2.indd 1

Blikavellir 3 (við flugstöð) 235 Reykjanesbæ

14/02/2017 11:38


Viltu kynna þér flugtengt nám? Flugakademía Keilis verður með opinn kynningardag laugardaginn 25. mars kl. 14 - 16 í aðalbyggingu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hægt verður að fræðast um einka- og atvinnuflugmannsnám, flugvirkjanám, prófa fullkominn flughermi, skoða verklega aðstöðu og stærsta flugvélamótor á landinu. Frábært tækifæri fyrir þá sem hyggja á flugtengt nám í framtíðinni. Nánari upplýsingar og skráning á www.flugakademia.is

FLUGAKADEMÍA KEILIS // ÁSBRÚ // 578 4000 // www.flugakademia.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

UNDIRBÚA 55% FJÖLGUN ÍBÚA ●●Því er spáð að íbúum á Suðurnesjum muni fjölga um 55% á næstu 13 árum ●●„Óvenju mikil fjölgun íbúa,“ segir framkvæmdastjóri SSS

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Íbúum á Suðurnesjum mun fjölga um 55 prósent á næstu þrettán árum samkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands um búsetuþróun. Íbúar á Suðurnesjum eru nú um 22.600 en verða 34.800 talsins árið 2030 gangi spá setursins eftir. Svo mikil fjölgun íbúa kallar á undirbúning hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum. „Þetta er óvenjumikil fjölgun íbúa og við verðum að Berglind skoða vel hvað hún hefur í för með sér,“ segir Kristinsdóttir, framkvæmdaBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hjá Sambands Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja, er sveitarfélaga á nú unnið að innviðagreiningu til að undirbúa Suðurnesjum fólksfjölgunina. Að sögn Berglindar er með henni kannað hvort til staðar sé það sem þarf til að mæta breyttu og fjölmennara samfélagi. „Við erum byrjuð á greiningunni og vonumst til að ljúka henni í vor. Við munum þar setja upp nokkrar sviðsmyndir og vinnum þann hluta áfram með Kadeco og Isavia. Til að mynda vitum við ekki fyrirfram hvort fjölskyldufólk verður í meirihluta þeirra sem hingað flytja eða hvort hingað komi fólk til að vinna tímabundið. Það verður kúnst að skoða þetta og bera saman,“ segir hún. Berglind segir mikilvægt að halda rétt á spöðunum eigi móttaka nýju íbúanna að ganga sem skyldi. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef við skipuleggjum okkur ekki er hætta á því að hlutirnir fari ekki á besta veg. Það er mikilvægt að við verðum tilbúin.“ Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa verði nokkuð jöfn meðal sveitarfélaga. Sé horft til undanfarinna mánaða þá hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og mikil eftirspurn verið eftir húsnæði. „Það er óhætt að segja að það sé uppvaxtarskeið hjá okkur núna enda atvinnuástandið með besta móti,“ segir Berglind. Meðal þess sem skoðað er í greiningu Heklunnar eru skipulagsmál, landnotkun, orkuvinnsla, hafnarsvæði, iðnaður, íbúasvæði, vinnumarkaðurinn, samgöngur og flutningar. „Við skoðum einnig

framboð lóða og reynum að leggja mat á þörf á uppbyggingu leikskóla og grunnskóla á svæðinu.“

Gera húsnæðisáætlun til næstu ára

Bæjaryfirvöld í Sandgerði eru byrjuð að undirbúa fjölgun íbúa. Nýlega hófst vinna við gerð húsnæðisáætlunar til næstu þriggja, fimm og tíu ára, að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði. „Auk þess liggur fyrir aðalSigrún Árnadóttir, skipulag til ársins 2024 og í því er gert ráð fyrir íbúðabyggðum á óbyggðum svæðum og bæjarstjóri þjónustu sem þörf er á vegna fjölgunar íbúa, í Sandgerði. svo sem leikskóla og grunnskóla,“ segir hún.

Úthluta lóðum fyrir 22 íbúðir

Sveitarstjórnin í Vogum hefur ekki tekið sérstaklega til umfjöllunar spá Framtíðarseturs um fjölgun íbúa á Suðurnesjum til ársins 2030, að sögn Ásgeir Eiríkssonar, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga. „Hér, eins og annars staðar á Suðurnesjum, hefur verið talsverð Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. fjölgun íbúa og mikil eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. Sveitarfélagið hyggst úthluta lóðum fyrir að minnsta kosti 22 íbúðir í sumar. Það fer eftir viðbrögðunum hvernig framhaldið verður,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að sveitarstjórnarkosningar verði haldnar á næsta ári og viðbúið að ný bæjarstjórn hefjist handa í upphafi nýs kjörtímabils við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, en þá verður skipulagstímabilið hálfnað. „Í þeirri vinnu mun án efa verða tekið til ýmissa þátta, þar með talið spá Framtíðarseturs og annars sem máli kann að skipta í þessu sambandi.“

innviði til ársins 2019. Framkvæmdir við nýjan grunnskóla, sem einnig mun hýsa leikskóla, hefjast síðar á þessu ári, strætókerfið okkar er í endurskoðun og byggingar nýrra íbúða eru að hefjast, bæði hjá einstaklingum og verktökum.“ Þá segir Kjartan mikilvægt að passa upp á að þjónusta Reykjanesbæjar varðandi barnavernd, þjónustu við fatlaða og aldraða haldi í við fjölgun íbúa.

Vel í stakk búin að taka við nýjum íbúum

Í gildandi aðalskipulagi Grindavíkur voru tvær sviðsmyndir settar upp. Önnur felur í sér að í lok skipulagstímabilsins fjölgi íbúum um 700 og miðað er við 2,5 íbúa í íbúð. Til að anna þörf þyrfti til ársins 2030 að byggja 280 íbúðir eða 14 íbúðir á ári. Síðari sviðsmyndin sem kölluð er bjartsýnisspá segir að íbúafjölgun væri 1150 manns en ennþá miðað við 2,5 íbúa í íbúð, slík uppbygging myndi krefjast 460 íbúða, 23 íbúða á ári. Þetta kemur fram í svari frá Grindavíkurbæ við fyrirspurn Víkurfrétta. Töluvert pláss er í Grindavík fyrir nýja íbúabyggð sem þegar hefur verið deiliskipulögð, til að mynda norðan Hópsbrautar. Þá hefur nýlega verið samþykkt deiliskipulag fyrir gamla bæinn. Nýr leikskóli er á aðalskipulagi og þá er gert ráð fyrir önnur af starfsstöðvum grunnskólans geti stækkað þegar þörf krefur og er líklega stutt í að sú framkvæmd verði nauðsynleg. Í svari Grindavíkurbæjar segir að sveitarfélagið hafi stigið varlega til jarðar og lagt áherslu á jafna og skynsamlega uppbyggingu innviða og reynt að mæta fyrirsjáanlegri þörf nokkur ár fram í tímann. Bæjarfélagið sé því vel í stakk búið að taka á móti nýjum íbúum á næstu árum.

Framkvæmdir við nýjan grunnskóla að hefjast

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Endurskoðun aðalskipulags, sem meðal annars tekur á þörf fyrir grunnskóla, leikskóla, samgöngur og húsnæði stendur nú yfir hjá Reykjanesbæ. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæ, eru þrjár sviðsmyndir í aðalskipulaginu, eftir því hver fjölgunin verður; lágspá, miðspá og háspá. „Eins og fjölgunin er núna eigum við lóðir og

Stækka grunnskólann á þessu ári

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði.

Sveitarfélagið Garður vinnur að því á ýmsum sviðum að mæta þeirri þróun sem fjallað er um í spá Framtíðarseturs, að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra. „Hafa ber í huga að á innan við tveimur árum hefur orðið alger umbylting á stöðu atvinnu-og búsetumála á Suðurnesjum og slíkar breytingar á mjög stuttum tíma setja alla aðila í erfiða stöðu, þar sem margar nauðsynlegar aðgerðir sveitar-


fimmtudagur 16. mars 2017

VÍKURFRÉTTIR

félaga taka sinn tíma og nægir þar að nefna skipulagsmálin. Þá tekur einnig sinn tíma að byggja upp innviði þar sem þörf er á, svo sem grunnskóla og leikskóla. Hitt er svo annað að erfitt er að sjá nákvæmlega fyrir hvernig spá um fjölgun íbúa á Suðurnesjum muni ganga eftir til lengri tíma og ekki síður hvernig fjölgun íbúa á svæðinu muni dreifast á sveitarfélögin. Allt hefur það sín áhrif á uppbyggingu innviða í sveitarfélögunum,“ segir Magnús. Unnið er að því ýmsan hátt í Garði að mæta þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélaginu og á Suðurnesjum á örstuttum tíma og útlit er fyrir að verði í náinni framtíð. Magnús nefnir skipulagsmálin sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi er töluvert framboð af íbúarlóðum til úthlutunar en unnið er að því að endurskoða gildandi deiliskipulag í einu íbúðahverfi og vinna nýtt deiliskipulagi á öðru svæði í sveitarfélaginu með það að markmiði að bjóða upp á sem fjölbreyttasta möguleika á uppbyggingu íbúðarhúsnæði. „Samhliða þessu er unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið, sem mun taka á og fjalla um margt af því sem hafa þarf í huga í tengslum við húsnæðismálin,“ segir hann. Hafist verður handa við stækkun grunnskólans á þessu ári en fyrirséð er að á næstunni muni vanta fleiri kennslustofur. Þá er að hefjast vinna við að skoða hvernig best sé að mæta þeirri stöðu að leikskólinn sé orðinn fullnýttur og þörf á fleiri leikskólaplássum. „Þá má nefna að sú vinna sem stendur yfir við að skoða kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar felur í sér að fram komi tillögur og lausnir sem miða að því að mæta fjölgun íbúa með uppbyggingu innviða, hvort sem af sameiningu sveitarfélaganna verður eða ekki,“ segir bæjarstjórinn í Garði.

„Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef við skipuleggjum okkur ekki er hætta á því að hlutirnir fari ekki á besta veg. Það er mikilvægt að við verðum tilbúin.“

35000 30000 25000 20000 15000 10000 5000 0

FARSÆL EFRI ÁR Í REYKJANESBÆ

Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ verður haldið á Nesvöllum fimmtudaginn 6. apríl kl. 15:00 - 18:00. Markmið þingsins Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Draga fram væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Reykjansbæ. Vilt þú hafa áhrif? Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum: 75 ára og eldri 55-75 ára 55 ára og yngri Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum Unnið er út frá þjóðfundarfyrirkomulagi Boðið er upp á veitingar Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið nesvellir@reykjanesbaer.is eða í síma 420 3400 eigi síðar en 23. mars nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Niðurstöður þingsins verða afhentar Reykjanesbæ sem innlegg í stefnumótunarvinnu í málaflokknum.

19


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

Gestafjöldi tvöfaldaðist á Safnahelgi á Suðurnesjum Safnahelgi á Suðurnesjum var haldin í níunda sinn um liðna helgi og þótti takast með eindæmum vel. Fjöldi fólks lagði leið sína um söfn og sýningar í öllum bæjarfélögunum fimm og gestatölur benda til að fjöldinn hafi tvöfaldast frá í fyrra þegar rúmlega fjögur þúsund manns nýttu sér boðið. Gestir sem heimsóttu söfnin í Reykjanesbæ voru til dæmis 4086 talsins og þá eru ótaldir gestir í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum. Veðrið var með besta móti þannig að gestir nutu ekki einungis sögu, menningar og lista heldur fengu í kaupbæti náttúrufegurð svæðisins. Íbúar sjálfir nýttu sér tilboðin sem í gangi voru en einnig var áberandi hve margir gestir komu af höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt

í verkefninu ásamt starfsmönnum sveitarfélaganna sem vinna við menningar- og safnamál. Safnahelgin er sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum og er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins. „Markhópurinn hefur til þessa fyrst og fremst verið heimafólk og íbúar höfuðborgarsvæðisins en spurning er hvort kominn sé tími til að útvíkka þetta með tilliti til þeirra vinsælda sem verkefnið nýtur,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi í Reykjanesbæ. Framkvæmdastjórn safnahelgarinnar sendir bestu kveðjur til allra sem komu að verkefninu, hvort heldur sem gestir eða starfsmenn, og hlakkar til að vinna með þeim aftur að ári, segir í tilkynningu frá stjórninni.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

HÚSASMIÐJAN LEITAR

AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Húsasmiðjan vill ráða starfsmann í verslun fyrirtækisins í Reykjanesbæ Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Almenn afgreiðsla á byggingavörum • Önnur tilfallandi störf

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

Metnaður Þjónustulund Sérþekking

Hæfniskröfur • Góð alhliða þekking á byggingavörum kostur • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni • Íslenskukunnátta (tala og skrifa) • Æskilegur aldur 20 +

Umsóknir berist fyrir 24. mars n.k. Til Einars Ragnarssonar,

einarr@husa.is

Byggjum á betra verði

SUNNUDAGUR 19. MARS KL. 11:00 Verið velkomin í messu og sunnudagaskóla á þriðja sunnudegi í föstu. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta, Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður í umsjón Systu, Jóns Helga, Unnar og Helgu. Súpusamfélag eftir messu.   MÁNUDAGUR 20. MARS Coda fundur í Kirkjulundi kl. 19:30 og AA fundur klukkan 21:00.   MIÐVIKUDAGUR 22. MARS KL. 12:00 Nærandi kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og organista. Gæðakonurnar okkar matreiða súpu og brauð.   Verið hjartanlega velkomin

www.vf.is


fimmtudagur 16. mars 2017

FLUGÞJÓNN ER LÍKA KARLASTARF ●●Flugþjónninn Bjarki Þór segir hvorki ● karla né konur þurfa að mæta fordómum í störfum sínum Bjarki Þór Valdimarsson er 23 ára Keflvíkingur. Eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lá leið hans til Svíþjóðar þar sem hann lauk námi sem þyrluflugmaður. Eftir útskrift ákvað Bjarki hins vegar að sækja um starf sem flugþjónn hjá WOW AIR. „Ég vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara en hafði alltaf haft áhuga á því að sækja um. Eftir starfsviðtalið var ég svo boðaður á sex vikna námskeið sem var virkilega krefjandi en skemmtilegt á sama tíma,“ segir Bjarki sem hefur nú starfað sem flugþjónn síðan 2015. Aðspurður út í starfið segir Bjarki það snúast fyrst og fremst um að tryggja öryggi um borð. „Við erum mjög vel þjálfuð til að takast á við alls kyns aðstæður. Allt frá alvarlegum veikindum og upp í verstu mögulegu aðstæður sem gætu komið upp í flugi. Svo þarftu auðvitað líka að kunna að hella upp á gott kaffi,“ segir Bjarki og hlær. Hann segist þó ekki hafa upplifað fordóma varðandi það að vera karl í þessu starfi. „Ég held að þessi starfsgrein sé mikið að jafnast út varðandi kynjahlutföll þó svo að það séu ennþá töluvert fleiri konur í þessari stétt. Ég var til dæmis í síðustu viku með þremur öðrum strákum í áhöfn sem var mjög skemmtilegt og það sýnir að strákar eru að bætast við í miklu magni.“ Bjarki telur staðalímyndir hafa mikið með það að gera að konur séu í miklum meirihluta í þessu starfi. „Hérna áður fyrr voru þetta nánast

21

VÍKURFRÉTTIR

Airport Keflavik - Iceland

Hotel Aurora Star

Matráður og kokkur Leitum að Matráð og kokk til starfa í Aura veitingarstað á Airport Hotel við flugstöð. Óskum eftir starfsmanni sem hefur reynslu af störfum í eldhúsi er hugmyndaríkur snyrtilegur með góða þjónustulund. Vinnutími er samkvæmt samkomulagi. Starfslýsing: · Matargerð og umsjón með eldhúsi · Verkstjórn í veitingarstað · Undirbúningur og skipulag vakta · Gerð matseðils · Pantanir og innkaup á aðföngum · Ýmis tilfallandi verkefni Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið: hotelairport@hotelairport.is

Aurora Star Hotel ehf Blikavelli 2 - 235 Keflavík Airport sími 595 1900 - www.hotelairport.is

Bjarki Þór Valdimarsson hefur starfað sem flugþjónn hjá WOW AIR síðan árið 2015. Áður fyrr voru nánast bara konur í stéttinni en kynjahlutföllin hafa jafnast út að liðnum árum þó svo að konur séu enn í meirihluta.

einungis konur en núna er þetta að jafnast út hægt og rólega. Sama og er að gerast hjá lögreglunni. Áður fyrr voru karlmenn í nánast öllum stöðum þar en núna sjáum við sífellt fleiri konur í lögreglunni.“ Bjarki segir karla og konur ekki eiga að þurfa að mæta fordómum í neinu starfi. „Við erum jafn fær um að sinna

nánast öllum störfum sem við tökum okkur fyrir hendur. Það fólk sem telur karlmenn ekki hæfa í það að vera flugþjónar þarf virkilega að víkka út sjóndeildarhringinn sinn,“ segir Bjarki Þór og hvetur fleiri stráka til að sækja um. Texti: Sólborg Guðbrandsdóttir

„Ég held að þessi starfsgrein sé mikið að jafnast út varðandi kynjahlutföll þó svo að það séu ennþá töluvert fleiri konur í þessari stétt“

ATVINNA Wypożyczalnia samochodów “Geysir” poszukuje na okres letni pracowników do mycia aut. Praca zaczyna się od kwietnia/maja. Dokładnych informacji o zarobkach i warunkach pracy udziela Marian. Telefon: 823-1177.

Create PDF files without this message by purchasing novaPDF printer (http://www.novapdf.com)

AÐALFUNDUR Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 19:00 á Park inn Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga) 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags íslands 5. Önnur mál. 6. Fræðsluerindi. Matti Ósvald Markþjálfi, flytur erindi um karla og krabbamein Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin

Skilafrestur vegna stjórnarkjörs Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 24. apríl 2017. Í kjöri er formaður í stjórn kosinn til tveggja ára einnig tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a Reykjanesbæ eigi síðar en 24. mars 2017. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillinganefnd STFS


JÚDÓ

22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. mars 2017

Í ENDURNÝJUN

LÍFDAGA

●●Öflugt starf í Grindavík og Vogum ●●Fólk á öllum aldri stundar japönsku bardagalistina „Ég hristi aðeins upp í þessu. Það getur gerst að deildir sem þessar detti aðeins niður. Ég ætla að halda áfram sveittur að byggja upp,“ segir Arnar en Jóhannes Haraldsson (Jói júdó) lagði grunninn í Grindavík fyrir rúmum 40 árum og bjó til júdóhefðina á staðnum. Síðan hafa komið þaðan margir Íslandsmeistarar og ólympíufarinn Sigurður Bergmann. Það sama má segja um Magnús Hauksson í Vogum.

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Mikil gróska er í starfi júdódeildanna í Grindavík og Vogum en samtals æfa þar um 70 iðkendur. Á undanförnum áratugum hefur skapast mikil hefð fyrir íþróttinni enda hafa þaðan komið öflugir júdómenn eins og Sigurður Bergmann úr Grindavík og Magnús Hauksson úr Vogum. Nú hefur Arnar Már Jónsson tekið við keflinu og stýrir báðum þessum deildum. Arnar er í grunninn karatemaður en hann fékkst einnig við kraftlyftingar og aflraunir til fjölda ára. Hann byrjaði sjálfur að stunda júdó á fullorðinsaldri og er líklega einn af fáum svartbeltingum sem aldrei hefur háð bardaga í júdómóti. „Mig langar dálítið að keppa. Skrokkurinn er orðinn ansi slappur en kannski teipa ég mig saman og skelli mér á mót,“ segir Arnar glettinn. Hann elti syni sína í júdó í Vogunum hjá Magga Hauks á sínum tíma. Hann féll strax fyrir íþróttinni og hefði óskað þess að hann hefði nú byrjað 30 árum fyrr að æfa. „Ég lærði af Magnúsi og er að kenna hans júdó. Hann var einn af okkar bestu mönnum á níunda áratugnum

Upprennandi afreksfólk Tinna Hrönn var stigahæst allra keppenda á Íslandi í fyrra. Hún aðeins 13 ára og þykir eiga framtíðina fyrir sér.

þannig að það er mikil saga hér á svæðinu,“ segir þjálfarinn. Þrátt fyrir sterka hefð hafði dregið úr áhuga á júdóíþróttinni í Vogum og Grindavík þegar Arnar tók við starfinu fyrir fjórum árum. Hann þjálfar konur og karla allt frá tveggja ára aldri og upp úr. Sigurhefð er að myndast og framtíðin er björt í júdó í nágranna sveitafélögunum tveimur.

En eru álíka afreksmenn að koma upp hjá félögunum núna? „Ég er 100% viss. Ég er hérna með stelpu sem var hæst á stigum yfir alla keppendur á Íslandi í fyrra. Sú heitir Tinna Hrönn Einarsdóttir og er aðeins 13 ára og hún vann alla í sínum þyngdarflokki, bæði stelpur og stráka. Það eru svo margir aðrir hér sem eru að banka á dyrnar hjá landsliðum þannig að hér er mikið að gerast.“ Tinna Hrönn byrjaði að æfa júdó eftir að bróðir hennar hafði byrjað að æfa. „Mig langar að komast á stórmót í útlöndum í framtíðinni og jafnvel á ólympíuleika,“ segir Tinna sem æfir fjórum sinnum í viku og sækir m.a. aukaæfingar í Vogum. Hún æfir einnig fótbolta þar sem hún leikur sem kant-

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

Guðni & Hagamúsin

LISTRÆNAR

HEIÐURSBORGARINN GUÐNI INGIMUNDARSON Í FRÓÐLEGU SPJALLI UM HAPPDRÆTTISVINNING

maður. Hún veit ekki að svo stöddu hvora íþróttina hún leggur fyrir sig en hún þykir mikið efni. Arnar er sífellt með augun opin gagnvart krökkum sem gætu verið efnileg í júdó. „Það hefur verið gert grín að því að ég megi ekki sjá krakka labba út á götu án þess að spyrja hvort hann vilji æfa júdó. Það hefur þó verið þannig. Ef einhver kemur t.d. að horfa á æfingu þá fá þeir oft að vera með í lok æfingar þegar við erum í leikjum. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir eru þeir komnir í júdógalla.“

Gríðarlegur uppgangur hefur verið í bardagaíþróttum á Suðurnesjum, má þar nefna árangur taekwondodeildar Keflavíkur og júdódeildar Njarðvíkur. „Það þarf að leggja gríðarlega mikið á sig og fórna miklu. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil vinna liggur til dæmis að baki klukkutíma æfingu hjá börnum,“ segir Arnar en hann segir júdó sé margslungnara en margan grunar. Hann hefur mikið kynnt sér fræðin og kennir nemendum sínum söguna og hefðirnar sem fylgir júdóíþróttinni.

Fjör á æfingu: Simon (fyrir miðju) er sex ára en hann er ekki alveg viss um hvað hann hefur æft lengi. Hann hefur gaman af því að kljást og leika á æfingum en segir júdó þó ekki vera slagsmál. „Við glímum og leikum. Ég ætla að verða rosalega góður í júdó.“

Stofnaði keppnina Sterkasti fatlaði maður heims ■■Arnar þjálfaði íþróttafélag fatlaðra í 21 ár í kraftlyftingum. Þar kviknaði sú hugmynd að stofna til keppni um sterkasta fatlaða mann heims. Þá keppni setti Arnar á laggirnar og hefur staðið fyrir henni síðustu 15 ár en hún hefur náð útbreiðslu um heim allan. „Ég var að þjálfa fólk í stöðluðum kraftlyftingum. Það er þannig að fatlaðir einstaklingar fá yfirleitt bara að keppa í bekkpressu. Ég sá að þeim leiddist þetta rosalega þessar einhæfu æfingar. Þetta byrjaði þannig að ég leyfði nokkrum strákum sem voru að æfa hjá mér að draga gamla Skodann minn með spotta. Þá fór ég að hugsa að þeir gætu gert ansi mikið. Hugmyndafræðin er þannig komin til að fatlaðir stígi upp frá fötlun sinni og geri meira en jafnvel ófatlaðir geta gert.“ Arnar heldur utan um undankeppnir víða um heim en lokakeppnin sjálf fer fram í London í september.

UPPBYGGING

MÆÐGUR Í GRINDAVÍK

VIÐ BLÁA LÓNIÐ

FRÓÐLEGUR OG SK EMMTILEGUR ÞÁTTU

R FRÁ SUÐURNESJU

Suðurnesjamagasín á Hringbraut og vf.is

M

Fjölhæfur: Arnar hefur komið víða við í sportinu. Hann var sigursæll í karate og kraftlyftingum áður en hann endaði í júdó þar sem þjálfun á hug hans allan. Hann þjálfaði hjá íþróttafélagi fatlaðra í tvo áratugi og kom á laggirnar keppninni um sterkasta fatlaða mann heims.


fimmtudagur 16. mars 2017

VICTORÍA ÓSK ÍÞRÓTTAMAÐUR SANDGERÐIS Vi c t or í a Ó s k Anítudóttir taekwondokona var á dögunum kjörin íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2016. Victoría er í dag einn besti ef ekki besti kvenkeppandi landsins í unglingaflokkum og er í unglingalandsliði Íslands. Victoría varð Íslandsmeistari 2016 og var ósigruð í bardaga á árinu. Hún varð; Íslandsmeistari í liðakeppni, bikarmeistari í liðakeppni, var valinn besti keppandi á bikarmóti, hún vann þar að auki tvenn bikarmót í bardaga og vann þrenn gull í tækni, allt með yfirburðum. Victoría er einbeittur íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri á síðustu árum en hún hefur stundað íþróttina frá unga aldri. Hún var valin

taekwondokona Keflavíkur á síðasta ári. Victoría æfir með afrekshóp félagins og sýndi miklar bætingar á síðasta ári þar sem hún vann til 7 gullverðlauna og einna bronsverðlauna. Victoría náði góðum árangri þegar hún sigraði opna skoska meistaramótið í haust en þar keppti hún við sterka keppendur í mjög spennandi bardögum. Íþróttamenn hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2016 og voru einnig tilnefndir til kjörsins. Ástvaldur Ragnar Bjarnason – boccia Birgir Þór Kristinsson – motorsport Gestur Leó Guðjónsson - körfubolti Hafsteinn Rúnar Helgason - fótbolti Pétur Þór Jaidee - golf

KÖRFUBOLTASNILLINGUR

KANN VEL VIÐ SIG UNDIR KÖRFUNNI Keflvíkingurinn Þorsteinn Helgi Kristjánsson er Körfuboltasnillingur Víkurfrétta þessa vikuna. Þorsteinn ætlar sér stóra hluti í körfuboltanum en hann leikur sem miðherji. Aldur og félag: 14 ára, Keflavík. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi fjórum sinnum í viku. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er miðherji/center. Hver eru markmið þín í körfubolta? Að komast í atvinnumennsku. Skemmtilegasta æfingin? Æfingar undir körfunni, post æfingar.

23

VÍKURFRÉTTIR

Leiðinlegasta æfingin? Spila æfingar. Eftirlætis körfuboltamaður/ kona á Íslandi? Amin Stevens og Reggie Dupree. Eftirlætis körfuboltamaður/ kona í NBA? Kyrie Irving.

Sindri Kristinn í hópi Eyjólfs ■■Markvörðurinn efnilegi Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík hefur verið valinn í hóp 21 árs liðs Íslands í fótbolta. Sindri er eini Suðurnesjamaðurinn í hópnum að þessu sinni en framundan eru æfingaleikir gegn Georgíu, 22. og 25. mars, í Georgíu og leikur síðan gegn Sádí Arabíu 28. mars á Ítalíu. Sindri á að baki samtals 8 landsleiki fyrir 17 og 19 ára lið Íslands en hann er 20 ára gamall. Sindri lék tvo leiki í Inkasso deildinni í fyrra og 14 leiki í Pepsi-deildinni árið 2015.

ÚRSLITAKEPPNI KARLA

Eyþór nældi í gull í Hollandi ■■Keflvíkingurinn Eyþór Jónsson gerði sér lítið fyrir og nældi í gullverðlaun í sínum flokki á Dutch open mótinu í taekwondo um síðustu helgi. Andstæðingur hans frá Póllandi gat hvergi komið vörnum við og Eyþór sigraði bardagann 164. Eyþór hefur meðal annars keppt á Evrópumóti ungmenna og stefnir á HM ungmenna sem verður í Egyptalandi á árinu. Keflvíkingarnir Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Kristmundur Gíslason og Helgi Rafn Guðmundsson þjálfari fóru til Hollands ásamt Eyþóri og tóku þátt á þessu sterka móti. Þarna voru 1.200 keppendur frá öllum heimshornum í þremur aldursflokkum. Kristmundur Gíslason barðist við sterkan Spánverja sem er í 28. sæti heimslistans. Svo fór að Spánverjinn hafði betur og sigraði 19-11. Ágúst Kristinn mætti hollenskum keppanda og stjórnaði bardaganum vel. Hann var vel yfir í lok 2. lotu en svo fór að Hollendingurinn komst yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og sigraði bardagann.

LEIKUR 2

KEFLAVÍK - TINDASTÓLL TM-HÖLLIN SUNNUDAGINN 19. MARS KL. 19:15

HAMBORGARARNIR VERÐA Á SÝNUM STAÐ!

s. 421 2045

BREYTTUR OPNUNARTÍMI 16:00 TIL 19:00 ALLA VIRKA DAGA. SJÁÐU OKKUR Á FACEBOOK

Uppáhalds lið í NBA? Cleveland Cavaliers.

VILTU VINNA MEÐ OKKUR Í SUMAR? Við erum að leita að starfsmönnum í eftirfarandi störf: Starfsskólinn Verkefnastjórar, 18 ára+ Stjórnandi, 20 ára+

HÁGÆÐA ÞÝSKAR VARMADÆLUR Í ÖLLUM GERÐUM Varmadælur - lághitaofnar - loftræsikerfi

Leikjanámskeiða barna Umsjónarmaður, 20 ára+ Sumarvinna Slátturhópur, 17 ára+ Verkstjóri, 20 ára+

Íþróttasvæði Umsjónarmaður með grasvöllum. Íþróttamiðstöð Sandgerðis Sundlaugarvörður Þjónustumiðstöð (áhaldahús) Sumarstarfsmaður Sandgerðishöfn Afleysingamaður á hafnarvigt.

Umsóknarfrestur til og með föstudeginum 24. mars 2017. Nánari upplýsingar um störfin má finna á www.sandgerdi.is

Ingeto - Sérfæðingur í varmalausnum, sími 8883361, info@ingeto.eu, www.ingeto.eu


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi

Er engin frétt í blaðinu um sumarfrí í körfunni? STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Listrænar mæðgur sameina krafta sína ●●Lætur gott af sér leiða með teikningum Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Mikið hefur verið um að vera í Grindavík undanfarna daga en þar stendur Menningarvikan sem hæst. Mæðgurnar Arís Eva Vilhelmsdóttir teiknari og Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndari halda saman sýningu í tilefni af Menningarvikunni. Þar sýnir Arís tvær raðir teikninga og Vigdís ljósmyndaverkið „Leyst úr læðingi“ ásamt fleiri ljósmyndum. Arís hefur ekki sýnt verk sín opinberlega áður ef frá er talin lítil sýning þegar hún stundaði fornám við Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Það er gaman að gera þetta með mömmu núna. Hún hefur sýnt svo oft áður,“ segir Arís. Hún hefur teiknað frá því hún man eftir sér og í gegnum tíðina fengist við ýmis konar listsköpun. Hún er að mestu sjálflærð en lærði myndlist við FS og hefur lokið fornámi við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hún lærði þrívíddar tölvuleikjahönnun í eitt ár í Hollandi og var myndlist ein af undirstöðum þess náms. Hún hefur einnig lokið einni önn í handritagerð og leikstjórn frá Kvikmyndaskóla Íslands. Eins og áður sagði sýnir Arís tvær raðir teikninga í Menningarvikunni

í Grindavík. Annars vegar myndir af börnum og rennur ágóði af sölu frumrita þeirra til Unicef. „Þær myndir teiknaði ég þegar ég var ólétt. Þá hugsaði ég mikið til kvenna og barna á flótta vegna stríðs. Mig langar alltaf til að hjálpa en get ekki farið hinu megin á hnöttinn. Ég geri því það sem ég get,“ segir hún. Til að byrja með ætlar Arís að safna fyrir vatnsdælu og svo bólusetningum og helstu nauðsynjum fyrir fólk á stríðshrjáðum svæðum. Hin sería Arísar kallast „Krossgötur.“ Hugmyndina að henni fékk Arís þegar hún var í fæðingarorlofi. „Þá vissi ég ekki hvað myndi taka við eftir orlofið, hvort ég ætti að fara í skóla eða að vinna eða hvað. Það má segja að þessi hugmynd hafi komið til mín þá.“ Vigdís fékk myndavél að gjöf á fimmtugsafmælinu og hóf stuttu síðar nám við Ljósmyndaskólann. Þaðan útskrifaðist hún árið 2014 og hefur haldið fjölda sýninga síðan. Ljósmyndaröðin „Leyst úr læðingi“ fjallar um vorið, bæði um árstíðina vor og vorið innra með hverjum og einum. „Þá á ég við tímabilin þegar fólk fær góðar hugmyndir og leyfir þeim að flæða óhindrað eins og vatnið að vori til,“ segir Vigdís.

Vigdís Viggósdóttir sýnir ljósmyndir og dóttir hennar, Arís Eva Vilhelmsdóttir sýnir teikningar. VF-mynd/dagnyhulda

Vigdís hafði fengist við myndlist sem unglingur en alveg lagt listsköpun á hilluna þar til hún fékk myndavélina góðu að gjöf. Samspil manns og náttúru er meginstef verka hennar, til dæmis hvernig líðan okkar endurspeglast í náttúrunni. Vigdís segir

náttúruna vera lærimeistara manneskjunnar og að hjá náttúrunni finnist alltaf svör. Sýningin stendur til sunnudagsins 19. mars í Framsóknarhúsinu í Grindavík við Víkurbraut 27. Nánari upplýsingar um verk Arísar má fá á Facebook-

síðunni arisstudioo. Verk Vigdísar má skoða á vefnum viddy.is. Hún er einnig með sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar er myndaröðin Heimasætan/Sveitapiltsins draumur sýnd og stendur sú sýning yfir til 21. mars næstkomandi.

Gríðarleg verðmæti í safni Viðars ■■Byggðarsafn Reykjanesbæjar varðveitir í dag um 5000 myndbandsspólur frá Keflvíkingnum Viðari Oddgeirssyni sem nýlega féll frá. Viðar starfaði hjá RÚV í þrjá áratugi sem fréttaritari á Suðurnesjum og myndatökumaður á svæðinu. Safn Viðars er afar verðmætt fyrir Suðurnesin enda má þar finna fjölbreyttar myndir af mannlífi, atvinnuháttum, menningu og íþróttum. Viðar var líka duglegur að sanka að sér myndbandsefni frá bæjarbúum og varðveita það. Unnið er að því að koma safninu á stafrænt form en það er ærið verkefni. „Það sem okkur finnst áhugavert, þarf ekki að vera að næstu kynslóð þyki það áhugavert. Þess vegna er mikilvægt að hafa víða söfnun,“ sagði Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðarsafns Reykjanesbæjar, þegar fréttamaður Víkurfrétta fékk að líta yfir safn Viðars. Hún segir að þannig eigum við möguleika á að vinna úr þessu efni seinna meir ef áhugi verður fyrir hendi. Til þess að efnið nái að nýtast þá verður það að vera aðgengilegt á því formi sem hentar hverju sinni. Viðar hafði í mörg ár unnið að því að koma gömlu spólunum á stafrænt form en mikið er þó eftir óunnið. „Hann þekkti þetta safn mjög vel og kannski svo vel að enginn annar veit hvernig staðan er á þessu. Þetta er algjörlega ómetanlegt efni. Allt myndefni er verðmætt. Hér er hellingur af hráefni fyrir framtíðarkynslóðir að nýta, en þau eiga örugglega eftir að kunna að meta þetta enn betur en við,“ segir Sigrún ennfremur.

SUÐURNESJUM ER AÐ LEITA AÐ ÞÉR! FRÁBÆR VINNUSTAÐUR

Vertu með!

DEILDARSTJÓRI Í LAGNADEILD Starfið felur í sér tilboðsgerð, sölu og ráðg jöf til verktaka, iðnaðarmanna og einstaklinga í framkvæmdum. Við leitum að öflugum einstaklingi með ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking á lagnaefni og menntun í pípulögnum er mikill kostur, ásamt reynslu af sölu og þekkingu á byggingavörumarkaði.

Nánari upplýsingar veitir Íris Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri BYKO Suðurnesjum, iris@byko.is Frestur til 27. mars. Sótt er um á byko.is eða á iris@byko.is

11 tbl 2017  

38. árg.

11 tbl 2017  

38. árg.

Advertisement