Víkurfréttir
Menning Taekwondo Jarðvangur Þorskur Dúkkur Leiklist Söngur
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Sjónvarp Víkurfrétta
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum
– og í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 19. MARS 2 0 15 • 11. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Fjörurusl Bláa hersins fær endurnýjun lífdaga í hönnunarMars
S
ýningin 1200 tonn var opnuð á dögunum í Húsi sjávarklasans. Þar sýna hönnuðirnir Þórunn Árnadóttir, Dagný Bjarnadóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Milja Korpela verk sem eiga það öll sameiginlegt að sækja efnivið eða innblástur til úrgangs sem af mannavöldum safnast fyrir í hafinu, rekur á strandir og mikil umhverfisógn stafar af. Verkin sýna hvernig nýta má úrgang af strandlengjunni til nytsamlegrar og fallegrar hönnunar. Blái herinn, undir stjórn Tómasar Knútssonar, hefur lagt til efniviðinn og var Tómas viðstaddur opnunina. Sýningin er haldin í samvinnu við HönnunarMars og verður opin á virkum dögum fram til 20. mars. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Landsbankinn og Egersund styrkja sýninguna.
Það var sannkölluð norðurljósaveisla í vikunni. Hilmar Bragi stóðst ekki mátið og fangaði ljósafjörið á einum flottasta stað Suðurnesja, sjálfum Garðskagavita. Fleiri norðurljósamyndir má sjá á vf.is.
MIKIÐ ÁLAG VEGNA FLENSUEINKENNA F
FÍTON / SÍA
lensan er ennþá á fleygiferð og svona flensulík einkenni. Það er því töluvert álag og örtröð hjá okkur, bæði á síðdegisvakt og einnig heilmikil bið eftir tímum. Svona hefur þetta verið í nokkrar vikur,“ segir Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga og sóttvarnalæknir umdæmisins.
einföld reiknivél á ebox.is
Líklega sé helmingur þeirra sem leiti á vakt heilsugæslunnar með flensulík einkenni. Ekki hafi tifellin verið greind sérstaklega en einkennin séu að mestu leyti hár hiti, beinverkir, oft höfuðverkur og þurr hósti. Sumir fái einnig sára hálsbólgu og stundum séu til staðar einkenni frá meltingarfærum.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
„Inflúensa er gríðarlega smitandi og því er áríðandi að fólk takmarki eins og unnt er samskipti við annað fólk meðan á veikindum stendur og gæti sérstaklega að handþvotti og öðru hreinlæti. Almennt er ráðlegt að halda sig heima við í að minnsta kosti viku í kringum einkenni, bæði til að ná að jafna sig og til að draga úr útbreiðslu flensunnar.“ Aðspurður segir Fjölnir að sem betur fer sé ekki undirmannað í starfsmannahópi HSS eins og er en alltaf séu einhver tilfelli þess að leggja þurfi sjúklinga inn vegna flensu. Yfirleitt sé fólki ráðlagt að vera heima, bæði til að draga úr álagi á vaktþjónustu HSS og eins til að draga úr útbreiðslu smits áður en leitað er til heilsugæslunnar.