Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 0. MARS 2 0 14 • 11. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Bjarki Þór Wíum Sveinsson og Magnea Frandsen.

Örfáir nemendur mættir í skólann í verkfallinu:

„Núna heyrist í skólabjöllunni“

T

Opnað!

Frá opnun hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum í Reykjanesbæ. F.v.: Guðmundur Hallvarðsson , Bergþóra Ólafsdóttir, Árni Sigfússon, Guðrún Pétursdóttir og Kristján Þór Júlíusson.

Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum staðfært að þörfum nútímans - Ítarleg umfjöllun í blaðinu í dag og í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld.

N

ýtt og glæsilegt hjúkrunarheimi li að Nesvöllum í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun 14. mars sl. Í heimilinu eru sextíu herbergi á þremur hæðum, nýtískulegt og staðfært að þörfum nútímans. Bygggingakostnaður var rétt innan við 1500 milljónir en kostnaðar-

FÍTON / SÍA

ómlegt var um að litast í umhverfi og innanhúss í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á þriðjudag. Verkfall framhaldsskólakennara hófst á mánudag, fáir starfsmenn voru í skólanum og einungis fimm nemendur. Heba Ingvarsdóttir, skólaritari, sagði frekar tómlegt að koma til vinnu. „Núna heyrist í skólabjöllunni, sem venjulega heyrist varla í fyrir umgangi. Svo hringir hér einn og einn, nemandi eða foreldri, til þess að spyrja hvort það sé verkfall og hversu lengi það mun vara.“ Á bókasafni skólans sátu þrír nemendur og lærðu. Þeir voru sammála um að þeir vildu að kjaradeilur myndu leysast sem fyrst því misserið væri afar dýrmætt og tíminn líka. Magnea Frandsen er á náttúrufræðibraut og kærasti hennar, Bjarki Þór Wíum Sveinsson, á félagsfræðibraut. Páll Karel Kristjáns rýndi í námsbækur í vélstjórnun. Á starfsbraut hittum við Erlu Sif Kristinsdóttur, sem púslaði, og Ívar Egilsson og Stefanía Guðnadóttir voru einbeitt við sína iðju. Skólameistarinn Kristján Ásmundsson sagðist vonast til þess að nemendur reyni að hittast og halda hópinn þrátt fyrir verkfall. „Það skiptir svo miklu máli, sérstaklega fyrir nemendur sem standa síður vel, að halda eins mikilli rútínu og hægt er. Að mæta í skólann og hitta félaga sína hefur mjög mikið að segja, ekki bara spjalla saman á Facebook.“ Kristján hvetur nemendur til að huga að náminu því ef verkfall dregst á langinn gæti orðið erfitt að ná upp því sem misst hefur verið úr. Starfsfólk skólans sem blaðamaður ræddi við var á einu máli um að það styður kjarabaráttu kennara en er um leið annt um velferð unga fólksins og vonar að deilur leysist sem fyrst.

einföld reiknivél á ebox.is

áætlun var upp á 1550 milljónir. „Í svona fallegu og nýju húsnæði ákváðum við að fara með þetta svolítið lengra og í aðra átt en hefðbundin hjúkrunarheimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex

á morgnana til ellefu. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru misjafnir og við erum misupplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

á vinnustaðnum okkar,“ segir Hrönn Ljótsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Í Víkurfréttum dag er ítarlega fjallað um nýja heimilið að Nesvöllum. Þá er jafnframt umfangsmikil umfjöllun um Nesvelli í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

ATVINNA SUNDMIÐSTÖÐ / VATNAVERÖLD

pósturu vf@vf.is

n Mikilvægur áfangi í áformum um byggingu kísilvers:

Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík F

Starfssvið: Um er að ræða vaktavinnu við baðvörslu karla, sundlaugarvörslu, afgreiðslu og þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að gangast undir sundpróf og sitja námskeið í skyndihjálp árlega. Góð mannleg samskipti. Reyklaus vinnustaður Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi, ragnar.petursson@reykjanesbaer.is

SKÁKKENNSLA Skákkennsla fyrir nemendur í 4. - 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í Myllubakkaskóla á miðvikudögum frá kl. 16.00 - 18.00. Ekkert þátttökugjald.

LESTRARKEPPNI REYKJANESBÆJAR Minnum á lestrarkeppnina sem stendur yfir til 11. apríl nk. Fjöldi áhugaverðra vinninga í boði m.a. fjölskyldukort í Bláa Lónið, ársmiði í Sambíóin og margt fleira. Líttu við í Bókasafni Reykjanesbæjar og kynntu þér allt um málið.

EKUR ÞÚ VARLEGA?

30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

orstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016. United Silicon hf er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur

Frá undirskrift samnings Landsnets og United Silikon í morgun. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon og Auðunn Helgason, stjórnarmaður hjá United Silikon. Ljósmynd: Landsnet/Hreinn Magnússon

kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í

Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna.

Fyrsta LED-götuljósið í Reykjanesbæ - Reykjanesbær setur upp tilraunalýsingu í 10 staurum

S

ólargötuljós er ný tegund götulýsingar sem byggð er á svokallaðri LED-lýsingu. Fyrirtækið Ludviksson ehf. í Reykjanesbæ er umboðsaðili á Íslandi fyrir götuljós sem eru byggð á þessari tækin. Fyrsta LED-götuljósið var sett upp í Reykjanesbæ á dögunum þegar starfsmenn frá HS Veitum settu upp ljósakúpul með „sólargötuljósi“ framan við Njarðvíkurbraut 12 í Innri Njarðvík. Á næstu vikum verða fleiri sólargötuljós sett upp í Reykjanesbæ en með tilkomu þeirra mun lýsing breytast til muna og appelsínugula ljósmengunin, sem er orðin mjög mikil í dag, hverfa. Umhverfisog skipulagssvið Reykjanesbæjar ætlar að gera tilraunir með þessa lýsingu í Reykjanesbæ og verða sett LED-ljós í tíu ljósastaura en ljósin eru væntanleg til landsins á næstu dögum. Ljósin tíu munu duga til að lýsa upp tvær íbúðagötur Guðmundur R Lúðvíksson er umboðsmaður fyrir LED-ljósin og segist vera búinn að skoða þessi mál í mörg ár. Mikil vakning er að verða í þessa átt um þessar mundir og t.a.m. eru fjölmargar borgir um allan heima að skipta alfarið yfir í þessi LED-ljós. Guðmundur Rúnar segir að með því að skipta út núverandi ljósaperum og setja LED-perur í staðinn má ná fram miklum sparnaði í raforkukaupum en LED-ljósin nota

Hér má sjá hvernig ljósið úr ljósastaur með LED-lýsingu er í samanburði við hefðbundnu appelsínugulu lýsinguna sem við þekkjum. Myndin er tekin á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

aðeins um 20% af þeirri orku sem venjuleg götulýsing notar. Þá er líftími LED-peranna miklu meiri en þekkist úr núverandi lýsingu. Miðað við ljósnotkun á Íslandi má ætla að LED-peran muni endast vel á annan áratug. Eins og fyrr greinir ætlar umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar að gera tilraunir með þessa tegund lýsingar. Til að önnur bæjarfélög á Suðurnesjum geti kynnt sér kosti LED-lýsingar sem best þá býður Ludviksson ehf. sveitarfélögum 20

ljósa pakka á sérstöku verði ef þau hafa áhuga á að gera prufu í sínu sveitarfélagi. Guðmundur segir að auk sólargötulýsingar sé fyrirtæki hans einnig að bjóða lausnir í garðlýsingu og fyrir sumarbústaði. Þá sé einnig hægt að fá lausnir fyrir staka ljósastaura sem eru knúnir áfram með rafhlöðum sem endast í yfir fimm ár. Þeir sem vilja kynna sér sólargötuljós geta skoðað vefinn www.ledljos.com.


www.peugeot.is

Frumsýnum á laugardag PEUGEOT 3

8 og 5

8

PEUGEOT 5 PEUGEOT 3 kostar frá kr.

8

kostar frá kr.

3.990.000

8 - 7 manna

4.190.000

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,8L/100km CO2 útblástur frá 113g

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 4,7L/100km CO2 útblástur frá 110g

Peugeot 3008

Peugeot 5008 - 7 manna.

OPIÐ LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00

Þú finnur okkur á

Bernhard Reykjanesbæ • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ, sími 421 7800

facebook.com/PeugeotIceland


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

Ferskt -Grísapottréttur í sveppasósu kílóverð Áður 1.898

1.499,-

lambalæri Ferskt kílóverð Áður 1.498

1.393,-

-45% bjúGu nettó 6stk 1.260gr verð per pakki Áður 898

494,-

Grísasnitsel Ferskt kílóverð Áður 2.298

1.333,-

-42%

- kynn 100% H

manGó FrÁ perú kílóverð Áður 489

389,-

-10%

245,-20%

x-tra smábrauð 15 stk 750 g verð per poka

349,-

hvítlauksbrauð X-tra 2 stk verð per pakki

199,-

1

har

-50% Coop rótarGrænmeti með rauðróFum verð per poka

la Fr kí Áð

blenda ÞvottaeFni sensitive 1,17 kg verð per pakka Áður 499,-

399,-

Tilboðin gilda 20. -23. mars 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-30% kjúklinGabrinGur Án allra aukaeFna kílóverð Áður 2.798

lambalærissneiðar Ferskt í raspi kílóverð Áður 2.989

2.378,-

2.092,-

-30%

-21%

starbuCks Frappuccino 255 ml Áður 199

139,lambaleGGir Frosnir kílóverð Áður 1.598

Þorskhnakkar kílóverð Áður 1.898

1.499,-

1.119,harboe pure saFi - kynninGartilboð 100% Hágæða safi frá Danmörku.

0%

CMYK

SV/HV

lítraverð

Croissant með skinku oG osti bakað Á staðnum Áður 229

eplasafi 329kr 296 kr. appelsínusafi 369kr 332 kr. ananassafi 429kr 386 kr.

115,-

-50%

Capri súkkulaði með kokos eða Án verð per pakki Áður 219

198,-

wholesome agave sýrop 1l verð per Flösku Áður 1.259

CaFe premium kaFFipúðar 36 stk verð per pakki Áður 549

499,-

999,www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


6

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Bestu baklöndin Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Samfélag sem börn og unglingar alast upp í er mikilvægur hluti af baklandi þeirra og gott bakland er síður en svo sjálfgefið. Í viðtali við Víkurfréttir segir Erlingur Jónsson, forstöðumaður forvarnafélagsins Lundar, mikilvægt að foreldrar séu vinir barna sinna, styðji þau og skilji, og minni ekki bara á neikvæðu hlutina. Það geti verið algjört eitur í samskiptum við þau. Hann segir einnig að samstaða foreldra skipti miklu máli þegar erfið vandamál komi upp sem taka þurfi á af festu. Stundum viðurkenni bara annað foreldrið vandamál. „Hitt er heima að skammast sín en vill bara fá að fylgjast með úr fjarlægð,“ segir Erlingur og bætir við að konur séu opnari fyrir því að tala um mál sem komi á borð hjá honum. „Þetta er erfitt og hefur alltaf áhrif á sambúð og sambönd á heimilum þegar annar aðilinn er að byggja sig upp en hinn ekki.“ Um þessar mundir stendur yfir verkfall framhaldsskólakennara. Skólar eru meðal mikilvægustu stoða í lífi ungs fólks, því þar eru festan, rútínan og félagslegur aðbúnaður sem þarf til að viðhalda velferð þess. Í samtali við Víkurfréttir í vikunni sagðist skólameistar FS, Kristján Ásmundsson, vonast til þess að nemendur reyni að hittast og halda hópinn þrátt fyrir verkfall. „Það skiptir svo miklu máli, sérstaklega fyrir nemendur sem standa síður vel, að halda eins mikilli rútínu og hægt er.“ Kristján hvetur nemendur til að huga að náminu því ef verkfall dregst á langinn gæti orðið erfitt að ná upp því sem misst hefur verið úr. Líklega óskar enginn þess að verkfall eins og þetta dragist á langinn. Sýnt hefur verið fram á að meiri hætta sé á að nemendur flosni þá úr námi og hætta eykst á að leita í slæman félagsskap eða að vera slæmur félagsskapur sjálf. Sem betur fer lenda fáir í slíkum sporum en þáttur hins fjölmenna meirihluta samnemenda og vina getur skipt sköpum. Jafningjakennsla, stuðningur og hvatning frá þeim um að kíkja eitthvað í námsefnið á hverjum degi gæti bjargað misserinu. Reykjanesbær hefur lagt sitt á vogarskálarnar og býður nemendum FS í sund fram að hádegi á meðan á verkfalli stendur. Það er vissulega hvetjandi og tilvalið að bæta sundferð inn í rútínuna og bæta um leið andlega líðan og skerpa hugann. Birtingarmyndir baklandanna eru víða.

n Endurnýjunar er þörf í Grindavíkurhöfn:

250 metra bryggjukantur of gamall „Þessir kantar eru bara að hrynja. Þeir tærast upp og ryðga og skemmast þar af leiðandi. Það eru ekki til fjármunir fyrir þessu,“ segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. Hann segir að í höfninni sé 1001 kílómeter af bryggju og af því sé 250 metra kantur í höfninni kominn á tíma, eða orðinn 45 ára. „Einn meter af bryggjukanti kostar 4-6 milljónir króna. Það gerir einn milljarð fyrir okkur.“ Ríkið ætti að leggja meira til Sigurður segir að verið sé að hugsa alls kyns leiðir, sérstaklega vegna þess að stefnt sé að því að gera höfnina örugga og eyða þessu slæma orðspori sem hefur loðað við innsiglinguna. „Tekjurnar koma frá skipunum sem koma hér inn til löndunar. Allt samfélagið nýtur góðs af því. Við erum að reyna að hafa áhrif á landspólitíkina í þessu, sem er mjög erfitt. Nýtt frumvarp til laga er á leið í gegnum þingið. Þar kemur fram að ríkið leggi til 60% af kostnaði við endurbyggingu bryggjukanta. Við viljum að það verði 90% eins og það var áður fyrr,“

segir Sigurður. Tekjur Grindavíkurhafnar voru 176 milljónir í fyrra og Sigurður segir það gefa augaleið að 400 milljónir verði ekki sóttar í vasa útsvarsgreiðenda í Grindavík. „Gjaldeyristekjur sem verða til á þessu svæði eru um 20 milljarðar á ári. Og ríkið nýtur góðs af því. Við leggjum fram mikinn kostnað en njótum ekki teknanna á móti sem skyldi.“ Sama vandamál víða um land Ennfremur segir Sigurður Hafnarsambandið hafa einnig ályktað um þetta og þar hafi menn verið sammála um að ríkið ætti að koma meira að þessu. „Þetta vandamál er einnig í höfnunum á Snæfellsnesi, í Sandgerði og víðar um landið. Það eru nokkrar hafnir með það miklar tekjur að þær geta staðið undir þessum kostnaði: Faxaflóahafnir, Fjarðabyggðarhafnir, Vestmannaeyjahöfn og hafnir sem eru með mikinn útflutning eins og stóriðjuhafnir. Þar með eru þær upptaldar,“ segir Sigurður.

Til sölu

Fasteignin Hafnargata 12, Keflavík ásamt fylgieignum, góðar leigutekjur. Upplýsingar á skrifstofu.

Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Skemmtilegustu gjafirnar í Omnis

Ný Dell Inspiron 3521 i3

Fujitsu Lifebook A544

Lenovo IDP Flex i5 4200

• • • • • • • •

• • • • • • • •

• • • • • • • •

Intel Core i3-3217U (1.8GHz, 3MB, Dual Core) 4GB 1600MHz DDR3 vinnsluminni (1x4GB) 15.6” HD WLED True-Life skjár (1366x768) 500GB Serial ATA 5400rpm harður diskur Windows 8 stýrikerfi (64 Bit) 8x DVD+/-RW geisladrif 1GB AMD Radeon HD 7670M DDR3 skjákort 3ja ára varahlutaábyrgð

kr.

Intel© CoreT i3-4000M örgjörvi 4 GB DDR3 vinnsluminni, stækkanleg í 16GB. 15,6” HD skjár 500 GB 5.4k harður diskur Intel© HD Graphics 4600 skjákort (1366x768) DVD Super Multi (reader/writer) geisladrif Microsoft Windows 8.1 64-bita stýrikerfi 2ja ára neytendaábyrgð

109.990

kr.

Vörunr.: INSPIRON3521#08

Intel Core i5 4200U 1,6-2,6GHz dual core örgjörvi 8GB 1600MHz DDR3 vinnsluminni 14” HD LED 10 punkta snertiskjár (1366x768) 500GB SSHD harður diskur nVIDIA GeForce 820M 2GB skjákort Innb. LiIon 4 sellu rafhlaða, allt að 9 klst hleðsla Ábyrgð: 3 ár, 1 ár á rafhlöðu Stýrikerfi: Windows 8.1 64bita (home)

114.900

kr.

Vörunr.: VFY:A5440M7302NX

Dell Inspiron 3537 Celeron

Dell Inspiron 5537 i7

Fujitsu Lifebook AH502

Fujitsu Lenovo IDP Lifebook A544 i5 Flex i3 4010

• • • • • • •

• • • • • •

• • • • • • •

• • • • • •

Intel Celeron 2955U 6GB vinnsluminni 15.6” True-Life skjár 500GB harður diskur Windows 8.1 stýrikerfi Intel HD Graphics 4400 3ja ára varahlutaábyrgð

kr.

89.990

Vörunr.: INSPIRON3537#02

Intel Core i7-4500U 8GB vinnsluminni 15.6” True-Life skjár 1TB 5400rpm harður diskur Windows 8 stýrikerfi 2GB AMD Radeon skjákort

• 3ja ára varahlutaábyrgð

kr.

179.990

Vörunr.: INSPIRON5537#03

Intel Celeron B830 1.8GB 4GB vinnsluminni 15.6” True-Life skjár 320GB 5400rpm harður diskur Windows 8 Home stýrikerfi Intel HD Graphics skjákort 2ja ára varahlutaábyrgð

kr.

79.900

Vörunr.: VFY:AH502MXB12IS

Intel CoreT i5-4200M 8GB vinnsluminni 15.6” True-Life skjár 1TB 5400rpm harður diskur Windows 8.1 stýrikerfi Intel HD Graphics skjákort

• 2ja ára varahlutaábyrgð

kr.

19.990 Akranesi Dalbraut 1

144.900

Vörunr.: VFY:A5440M75A2NX

Lenovo IDP U430 i7 4500

Intel CoreT i3-4010U 8GB vinnsluminni 15.6” True-Life skjár 500B SSD harður diskur Windows 8.1 stýrikerfi NVIDIA GeForce skjákort 2ja ára neytendaábyrgð

kr.

Vörunr.: 59402756

124.900 Vörunr.: 59401141

• • • • • •

Intel Core i7-4500M 8GB vinnsluminni 14” LED snertiskjár 500B SSD harður diskur Windows 8.1 stýrikerfi NVIDIA GeForce GT skjákort

• 3ja ára neytendaábyrgð

kr.

174.900 Vörunr.: 59411947

EasyPhone EPS

GoXtreme HD Speed • Vatnshelt hús niður á 10 metra • 6 cm snertiskjár • 1920x1080p video með hljóðupptöku • 5mp hágæða sensor • 12mp ljósmyndir • 4x digitalzoom • Fjarstýring fylgir • Linsa 120 gráður • Lithium rafhlaða • Ýmsir fylgihlutir

kr.

• • • • • • •

139.900

Urban Monkey bluetooth hátalar • Spilar tónlist þráðlaust • Virkar sem handfrjáls búnaður fyrir farsímann. • Drægni 10 m (sjónlína) • USB hleðsla (DC 5V) • Kemur í bláu, bleiku og grænu

kr.

Tveggja korta snallsími & spjaldtölva • 12.7cm (5”) Snjallsími/spjaldtölva • Android 4,1 - Styður 3G • Innifalið bakhliðar í 4 litum og snertipenni. • Qualcomm 8225 1.2GHz Dual Core • 1GB RAM - 4GB innbyggt minni

• 960 x 640 Multi Touch HD IPS LCD Screen • Dual Camera: Front 0.3MP, Back 5.0MP

kr. 29.990

4.990

Borgarnesi Borgarbraut 61

Reykjanesbæ Tjarnargötu 7

www.omnis.is


8

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

BREYTING Á AÐALSKIPULAGI OG DEILISKIPULAGSTILLAGA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

GRÓFIN - BERG OG SUNNAN FITJA

Í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulögum a) Breyting á aðalskipulagi Grófin og Berg Breytingin felst í að miðsvæði er stækkað og íbúðasvæði minnkað. Einnig er sjávarstæði við höfn minnkað og fært til suðurs. Greinagerð er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:17.500. b) Deiliskipulagstillaga Grófin-Berg Gert er ráð fyrir uppbyggingu á nýju miðsvæði í Grófinni og þéttingu núverandi íbúðabyggðar á Berginu. Einnig er gert ráð fyrir stækkun smábátahafnar. Tillagan er sett fram á tveim uppdráttum og í greinagerð. c) Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha sunnan Fitja (Patterson svæði). Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfsemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum. Tillögur ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 20. mars 2014 til 1. maí 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. maí 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Reykjanesbæ, 19. mars 2014. Skipulagsfulltrúi

AUGLÝSING UM ÓVERULEGA BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI REYKJANESBÆJAR 2008-2024

SUNNAN FITJA

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 18. mars 2014 samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024.

Heiðurshjónin Ágústa Sigurðardóttir og Guðni Ingimundarson við GMCtrukkinn á byggðasafninu á Garðskaga. Trukkurinn, G510, var atvinnutæki Guðna í áratugi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Guðni heiðraður af bæjarstjórn Garðs G

uðni Ingimundarson hefur verið útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjórn Garðs heiðraði Guðna sl. sunnudag af þessu tilefni. Guðni er kjörinn heiðursborgari fyrir frumkvöðlastarf hans við varðveislu menningarverðmæta sem tengjast atvinnusögunni, sem og fyrir störf hans í þágu byggða-og atvinnumála. Guðni var alla sína starfsævi vörubílstjóri. Árið 1954 var hann fenginn til að leggja vatnsveitu í Garði, til þess að vinna verkið festi hann kaup á GMC hertrukk með bómu að framan. Guðni ætlaði sér að nota trukkinn í þetta eina verkefni, en það fór svo að trukkurinn varð hans aðal atvinnutæki í um 50 ár. Guðni og trukkurinn leystu mörg verkefni í Garði og fóru auk þess víða um Suðurnes til að vinna að margvíslegum verkefnum. Fyrir vikið er Guðni vel þekktur meðal Suðurnesjamanna og gjarnan er talað um Guðna og trukkinn samtímis. Guðni hefur gegnum tíðina safnað á annað hundrað bátavéla, gert

Ágústa sker tertusneið fyrir bónda sinn. Hjá þeim standa börn þeirra, Ingimundur, Sigurjóna og Árni.

þær upp sem nýjar og gangfærar. Elsta vélin er frá því um 1920. Þegar Byggðasafnið á Garðskaga var vígt þann 2. Júlí 2005 afhenti Guðni safninu að gjöf og til varðveislu 60 gangfærar bátavélar, auk þess sem hann gaf safninu GMC trukkinn sinn fræga. Auk þessara véla á Guðni um 40 uppgerðar og gangfærar vélar í skúrnum hjá sér. Guðni er því sannur frumkvöðull við varðveislu menningarverðmæta sem tengjast atvinnusögunni

og er vélasafnið sem hann hefur safnað og gert upp einstakt, ekki aðeins á Íslandi heldur þótt víðar væri leitað. Guðni fæddist að Garðstöðum í Garði þann 30. desember 1923 og varð því 90 ára þann 30. desember 2013. Eiginkona hans er Ágústa Sigurðardóttir frá Ásgarði á Miðnesi, börn þeirra eru Sigurjóna, Ingimundur og Árni, sem öll eru búsett í Garði.

Breytingin er sett fram í greinagerð, dags 8. mars 2014. Í greinagerð kemur fram rökstuðningur við breytinguna. Breytingin felst í því að byggingarmagn er aukið á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja án breytingar á nýtingarhlutfalli svæðisins. Málsmeðferð var í samræmi við skipulagslög nr.123/2010. Reykjanesbæ, 19. mars 2014. Skipulagsfulltrúi

Guðni og Ágústa með afkomendum og fjölskyldum við heiðrunina á byggðasafninu á Garðskaga.


t i a r e v ð s ú L Vestmannaeyja & Þorlákshafnar

Fjallabræður &JónasSig kynna

ví a d in í G r22. marsk

DúnDurtónleikar í íþróttahúsinu í GrinDavík lauGarDaGinn 22. mars kl. 20:30 í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis GrinDavíkur. fjallabræður oG jónas siG flytja sín helstu löG ásamt hljómsveit oG sameinuðum 80 manna lúðrasveitum vestmannaeyja oG þorlákshafnar. húsið opnar kl. 19:30. aðGanGseyrir 3.900 kr. miðasala í sj0ppunni aðal-braut, víkurbraut 31, GrinDavík.


10

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is Á meðfylgjandi mynd sjáum við Finnboga Björnsson, framkvæmdastjóra DS, virða fyrir sér tóma stóla á sal Garðvangs.

15% * afsmlápatkktniungrum Af öllu

ars

* Gildir í m

Tómlegt á Garðvangi – heimilisfólkið flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ

Skilafrestur vegna stjórnarkjörs Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. maí nk.

Þ

að er tómlegt um að litast á Garðvangi í Garði. Heimilisfólkið hefur verið flutt þaðan á nýtt heimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Nú eru aðeins tómir stólar og rúm á hjúkrunarheimilinu í Garði. Minniháttar starfsemi er enn í húsnæði Garðvangs en þar eru skrif-

stofur Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, DS. Þar er nú unnið að því að ganga frá ýmsum málum en starfsemi DS breytist nú úr því að vera félag sem rekur hjúkrunarheimili yfir í að vera nokkurs konar fasteignafélag því DS á húsnæði Garðvangs í Garði og Hlévangs í Keflavík.

Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varmenn í stjórn kosnir til eins árs.

Nú þarf fljótlega að taka ákvörðun um hvað verður um húsakost Garðvangs en Garðmenn hafa sýnt því áhuga að gera breytingar á húsnæðinu og innrétta hjúkrunarrými samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í dag til þeirrar starfsemi.

Álag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ, eigi síðar en 18. apríl 2014. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilsfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um.

– bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng

Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.

u Að undanförnu hefur verið mikið álag á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, og bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng. „Þetta er að öllum líkindum tímabundið ástand og biðjumst við velvirðingar á þessu. Heilsugæsluvakt fyrir aðkallandi erindi er sem fyrr milli 16 og 20 alla daga og bráðavakt allan sólarhringinn,“ segir í tilkynningu frá HSS. Þeir sem eiga pantaðan tíma að deginum en hyggjast ekki nota hann eru vinsamlegast beðnir um að láta vita svo aðrir geti nýtt hann.

Uppstillinganefnd STFS

Sumarstörf Óskum eftir starfsfólki í afgreiðslu í sumar. Viðkomandi þarf að hafa náð 21 árs aldri. Tungumálakunnátta æskileg. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði.

Vinnuslys við farangursflokkun u Vinnuslys varð í farangurs-

Óskum eftir starfsfólki í bílaþrif í sumar Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði.

Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá til Þórunnar Þorbergsdóttur á netfangið thorunn@bilahotel.is Nánari upplýsingar veittar í síma 421-5566 milli 8:00 og 16:00.

Árgangur 1950 Í tilefni fermingarafmælis okkar þann 17. - 18. maí nk. langar okkur til að ná til sem flestra og blása til hittings. Endilega látið þetta boð ganga á Facebook undir Árgangur 1950. Við hvetjum ykkur til að vera með.

Gjaldfrjálsir dagar í Kölku í lok apríl – „Vissulega vildi ég hafa fleiri gjaldfrjálsa daga“

G

jaldfrjálsir dagar verða í Kölku 25. og 26. apríl nk. Þetta upplýsir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar (USK) í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðuna „Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri“. Á sama tíma verður umhverfisvika í Reykjanesbæ. „Vissulega vildi ég hafa fleiri gjaldfrjálsa daga en þetta á að prufa og

við sláum ekki höndinni á móti því. Okkur á USK langar til að gera mikið úr þessu, fá grunnskólabörn, íþróttafélög, félagasamtök og almenna íbúa til að hreinsa almennilega bæinn okkar fyrir vorið“. Vakin var athygli á ófremdarástandi á Stapanum í frétt hér á vf.is í síðustu viku. Þar safnast upp ýmiss úrgangur sem á ekki heima á svæðinu á Stapa, sem er eingöngu fyrir jarðveg og múrbrot.

flokkunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í vikunni sem leið. Starfsmaður var að losa farangurskerru aftan úr dráttartæki, þegar óhappið varð. Hann hafði ekki lokið við að aftengja kerruna þegar dráttartækinu var ekið áfram og varð hægri fótur mannsins fyrir kerrunni. Meiðsl voru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Svikinn eftir viðskipti á bland.is - Taldi sig hafa keypt farsíma u Borgari leitaði til lögreglunnar á

Suðurnesjum í vikunni og sagði farir sínar ekki sléttar varðandi kaup á síma í gegnum vefsíðuna bland.is. Hann keypti þar Samsung farsíma fyrir 40 þúsund krónur. Samkomulag varð með seljanda og kaupanda þess efnis að sá síðarnefndi greiddi hinum fyrrnefnda 20 þúsund út og svo 20 þúsund við afhendingu símans. Kaupandinn greiddi 20 þúsund krónurnar en afhendingin dróst á langinn. Hann reyndi með öllum ráðum að ná í seljandann, sem hefur hvorki svarað skilaboðum né hringingum. Lögregla varar fólk við viðskiptum af þessu tagi, því dæmi eru um að þeir sem hafa talið sig vera að kaupa hluti hafa setið uppi án þess að fá þá í hendur, og jafnframt einhverri fjárhæð fátækari.


Vordagar í Reykjanesbæ Dagana 20.–24. mars

15% afsláttur af lausasölulyfjum 20% afsláttur af öllum vörum

PIPAR \ TBWA • SÍA • 131016

% 0 2 af t t ur af slá ör um hár v

20 % afslát tur a f snyr tivörum

20% af sl á s ok k t t u r af ab u xum

Afslátturinn gildir ekki á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Lyf & heilsa Keflavík www.lyfogheilsa.is

Sími 421 3200

Opið kl. 9–19 virka daga 10–14 um helgar


12

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Fjöldi viðurkenninga á undanförnum árum:

Framúrskarandi Fríhöfn F

Fræðsla og símenntun Þá hlaut Fríhöfnin ehf. starfsmenntaverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 1. febrúar 2013, en þau voru veitt í 6. sinn á Degi menntunar. Stjórnendur Fríhafnarinnar leggja jafnan mikla áherslu á markvissa stefnu í mannauðsmálum, jafnréttismálum og fræðslumálum starfsmanna sinna. Markviss stefna í símenntun hefur verið hluti af starfsemi Fríhafnarinnar sl. ár og mikill metnaður einkennir fræðslustarfið. Fjölskylduvænt vaktafyrirtæki Fríhöfnin fékk, ásamt 5 öðrum fyrirtækjum, viðurkenningu fyrir að vera

fjölskylduvænt fyrirtæki í Reykjanesbæ árið 2013, þrátt fyrir að starfsmenn vinni vaktavinnu og verslanir séu nánast opnar allan sólarhringinn, allt árið. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, sagði á sínum tíma það mikinn heiður að hljóta viðurkenningu sem þessa. „Ástæðan er sú að það er ekki auðvelt að samræma svo vel sé svo stóran vinnustað sem hefur opið 364 daga ársins, nánast allan sólarhringinn, við öfluga fjölskyldustefnu. Meirihluti starfsmanna okkar er í vaktavinnu og því erum við afar stolt af þessari tilnefningu. Hún kemur frá starfsmönnunum sjálfum og þarf meirihluti starfsmanna að skrifa undir hana. Því sýnist mér á öllu að það sé að takast.“ Besta fríhöfn Evrópu Fríhöfnin var einnig í lok síðasta árs

valin besta fríhöfn Evrópu. „The Business Destinations Travel Awards“ njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu. Sigurvegarar eru valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga. Yfirlýst markmið með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglisverðum árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjónustunnar. „Verðlaunahafar ársins eiga mikinn heiður skilinn fyrir þær framfarir sem orðið hafa í atvinnugreininni allri á árinu sem er að líða,“ segir í yfirlýsingu frá Business Destinations í tilefni verðlaunaveitingarinnar. Fríhöfnin komst einnig á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Einungis 1,4% íslenskra fyrirtækja komast á þennan lista en til þess þarf fyrirtæki að sýna afburðaárangur 3 ár í röð.

Aðstoðarstöðvarstjóri - Vogavík Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða aðstoðarstöðvarstjóra í laxeldisstöð fyrirtækisins í Vogavík Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem er í örum vexti og hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.

Starfssvið og ábyrgð:

Menntunar og hæfniskröfur:

- Vinna samkæmt gæðakerfi félagsins - Almenn eldisstörf - Skipulag og áætlanagerð - Verkstjórn á vettvangi - Ábyrgð á eldisstöð í fjarveru stöðvarstjóra

- Fiskeldisfræðingur eða sambærileg menntun - Reynsla af fiskeldi - Stjórnunarreynsla æskileg - Enskukunnátta nauðsynleg Eitt norðurlandamál æskilegt - Jákvæðni og lipurð í samskiptum. Vinna vel í teymi

Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast í netfangið fiskur@stofnfiskur.is fyrir 2. apríl 2014 Starfsumsókn má nálgast á íslenska hluta síðunnar: stofnfiskur.is

- bæjarlistamaður Grindavíkur 2014

H

alldór Lárusson trommari og tónlistarkennari hefur verið útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur 2014 af frístundaog menningarnefnd. Verðlaunin voru afhent við setningu Menningar viku Grindavíkurbæjar laugardaginn 15. mars í Grindavíkurkirkju. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi verðlaun voru afhent. Halldór hefur verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu Grindavíkur undanfarin ár og tekið þátt í mörgum viðburðum, meðal annars tengdum menningarviku. Einnig stóð hann fyrir opnu sviði á Bryggjunni alla föstudaga í júní og október sl., en þar gafst bæjarbúum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Halldór kennir slagverk við Tónlistarskóla Grindavíkur, Tónlistarskólann í Garði og Tónlistarskóla Sandgerðis, en þar er hann einnig starfandi skólastjóri tímabundið. Hann vinnur þessa dagana einnig að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildamynd um íslenska trommuleikara. Halldór hefur fengist við trommuviðgerðir og trommusmíði og setti meðal annars á markað ÞYRL trommurnar sem margir kannast við. Halldór er upphafsmaður að trommusýningunni Trommarinn

sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann hefur tekið þátt í frumflutningi á efni þekktra listamanna, t.d. Trommukvintett sem Pétur Östlund samdi og var flutt á Trommaranum 2012 . Hann samdi og útsetti trommukvintett fyrir Súma, en það verk hefur verið spilað meðal annars í Hörpunni þrisvar. Halldór starfar nú einnig að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus en hann tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Halldór er listamaður af lífi og sál og er einn besti trommuleikari landsins. Hann hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins, t.d. Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafífl, Með Nöktum, ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum í menningarvikunni, fimmtudaginn 20. mars á Salthúsinu með Halli Ingólfssyni og félögum en þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls Öræfi.

Nýr píanókonsert eftir Eirík Árna

ATVINNA

- frumflutt í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 23. apríl

Theo Enterprise ehf. er ungt og framsækið fyritæki sem hannar, framleiðir og selur vandaðar vörur fyrir konur, börn og hunda. Við leitum að jákvæðum einstaklingi með reynslu af sölustarfi, í 50% starf til að þjónusta viðskiptavini okkar (á Íslandi, Evrópu og í Bandaríkjunum) ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

F

Hæfniskröfur: - Reynsla af sölustarfi nauðsynleg - Rík þjónustulund og snyrtimennska - Góð samskiptahæfni, frumkvæði og metnaður - Nákvæm og vönduð vinnubrögð - Góð almenn tölvukunnátta - Þekking og áhugi á félagsmiðlum s.s. Facebook, Instagram, Twitter o.fl. - Íslenskukunnátta skilyrði - Góð enskukunnátta í rituð og töluðu máli, önnur tungumálakunnátta er kostur Umsókn og ferilskrá sendist fyrir 23. mars nk. á netfangið: atvinna@theo.is

MuffinTopKiller.com www.TheoDogFashion.com

Trommarinn Halldór Lárusson

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 68213 03/14

ríhöfnin ehf hefur undanfarin ár skapað sér sérstöðu vegna fjölda viðurkenninga. Hún fékk fyrstu viðurkenninguna 2012 þegar hún var valin fyrirmyndarfyrirtæki í könnun SFR og VR og lenti í 4. sæti af 93 sem stofnun ársins, þrátt fyrir að vera einkahlutafélag. Eftirtalið var mælt; ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trúverðugleiki stjórnenda.

www.BarnidOkkar.is

www.MuffinTopKiller.com

R O

r umf luttur verður ný r píanókonsert eftir Eirík Árna Sigtryggsson í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 17:00. Flytjendur eru Tinna Þorsteinsdóttir og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Oliver Kentis. Píanókonsertinn „GRÚI“ var saminn árið 2011. Nafnið „Grúi“ kom þannig til. Kunningi tónskáldsins kom óvænt í heimsókn og sá handritið af konsertinum í vinnslu. Sá horfði lengi á handritið og varð að orði: „Þetta er nú meiri nótnagrúinn“. Þarna var nafnið komið. Konsertinn er saminn fyrir „litla“ sinfóníuhljómsveit þ.e. hljómsveit aðeins stærri en þá sem Mozart notaði. Tinna Þorsteinsdóttir er nýr verðlaunahafi DV og hefur frumflutt marga nýja píanókonserta, ásamt

nýrri píanótónlist yfirleitt. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur einnig frumflutt mörg ný tónverk og náð mjög góðum árangri undir stjórn Olivers Kentis. Eiríkur Árni hefur samið ótal tónverk, stór og smá, sem hafa verið flutt víða m.a. af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Skemmst er að minnast söngtónleika í Stapa, þar sem voru frumflutt 20 sönglög eftir hann.

Ö


Vor í borg með VITA

Fáðu Hafð tilboð fy rir hó u sam pinn band þinn í sím eða . a 57 á ho 0 44 par@ 44 vita. is

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 68213 03/14

- skildu páskahretið eftir heima

DUBLIN

LISSABON

RÓM

EDINBORG

Í Dublin, höfuðborg Írlands, eru á annað þúsund barir og krár. Þar er úrval veitingastaða, ódýrt að versla og frábær stemning. Aðeins tveggja tíma flug með Icelandair.

Lissabon, höfuðborg Portúgals, heillar þig með dýrðlegum gömlum götum og víðfrægum söfnum. Úrval verslana og stórra verslunarhúsa. Gott verðlag og beint flug með Icelandair.

Róm er höfuðborg Ítalíu og engin borg stenst samanburðinn þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Flottar búðir og kannski best matur í heimi. Beint flug með Icelandair.

Edinborg, höfuðborg Skotlands, er einstaklega þægileg og fögur. Hagstætt verðlag, veitingastaðir og krár á hverju horni. Flogið til Glasgow með Icelandair.

Verð frá 76.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar

og 12.500 Vildarpunktar

og 12.500 Vildarpunktar

Verð frá 119.490 kr.*

Verð frá 86.900 kr.*

á mann í tvíbýli á hótel Mespil í fjórar nætur.

á mann í tvíbýli á hótel Holiday Inn í 4 nætur.

á mann í tvíbýli á hótel Ariston í 4 nætur.

á mann í tvíbýli á hótel Mercure Edinburgh City í 3 nætur.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

*Verð án Vildarpunkta 86.900 kr.

*Verð án Vildarpunkta 99.900 kr.

*Verð án Vildarpunkta 129.490 kr.

*Verð án Vildarpunkta 96.900 kr.

24. – 27. apríl Uppselt 30. apríl – 4. maí Örfá sæti laus

1. – 5. maí

17. – 21. apríl

Laus sæti

Verð frá 89.900 kr.*

Öll verð eru netverð. Ef bókað er á skrifstofu bætist við 1.500 króna bókunargjald.

Örfá sæti laus

og 12.500 Vildarpunktar

17. – 22. apríl 24. – 27. apríl 1. – 4. maí

Uppselt 8 sæti laus Laus sæti


14

-menning

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

og mannlíf

pósturu vf@vf.is

Svipmyndir frá Menningarviku í Grindavík

N

ú stendur yfir Menningarvika í Grindavík og stendur hún til sunnudagsins 23. mars nk. Fjölmargir menningarviðburðir hafa verið í boði víðsvegar um Grindavík og þátttaka fólks hefur verið fram úr björtustu vonum. Ljósmyndarar Víkurfrétta hafa verið á ferðinni og tekið meðfylgjandi myndir. Hápunktur Menningarvikunnar verða stórtónleikar í Íþróttahúsinu í Grindavík laugardaginn 22. mars kl. 20:30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Stefnt er að því að fylla íþróttahúsið en það tekur 750 manns á svona tónleika. - Sjá nánar á vf.is

Fleiri myndir á vf.is


NNA

óri

E

rnun, ráðgjöf og tilboðsgerð al þeirra eru mörg af stærstu öru- og þjónustuflokkar eru örunarkerfi, aðgangsstýrikerfi, lausnum.

NESVELLIR F

un eða tæknimenntun hefur starfsfólk Mannvits og forverar um störfum andi í ráðgjöf á fjölþættu sviði orkunýtiptastjórnun og mannvirkja á Íslandi.

mynd: sigurJón einarsson

Í 50 ÁR

HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ •

sÍa

Óskum íbúum til hamingju með nýtt heimili að Nesvöllum! G

Jónsson & Le’macks

jl.is

mstarfsaðilum okkar og viðskiptavinum mstarf í hálfa öld. Megi næstu 50 ár leiða elferð með traust, víðsýni, þekkingu og jósi.

ur nátta

amvinnu H

austu og framsæknu fyrirtæki. arfsmanna til starfsþróunar. ritas.is fyrir 1. apríl 2014. ramkvæmdastjóri Securitas 5 nmar@securitas.is.

6

869 6252 | Baldursgarði 8 | 230 Reykjanesbæ

00 starfsmenn. Securitas rekur útibú og sins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar stu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og g konum. Hellulagnir - Hleðslur - trjáklippingar - Garðyrkja Grjótgarðar ehf. er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lóðaframkvæmdum, jafnt við nýbyggingar og eins viðgerðir eða endurbætur á gömlum lóðum. Einnig tökum við að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og gróðursetningar ásamt ráðgjöf um garðinn þinn. Hjá fyrirtækinu eru tveir faglærðir starfsmenn á sviði skrúðgarðyrkju sem báðir hafa mikla reynslu á sviði garðyrkju og lóðaframkvæmda. Hellulagnir - Hleðslur - trjáklippingar - Garðyrkja

Hjalti Már Brynjarsson Birgir Axelsson Grjótgarðar ehf. er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lóðaframkvæmdum, jafnt við nýbyggingar Skrúðgarðyrkjufræðingur Skrúðgarðyrkjumeistari og eins viðgerðir eða endurbætur á gömlum lóðum. Einnig tökum við að okkur trjáklippingar, Sími 771-4645 Sími 867-4041 trjáfellingar og gróðursetningar ásamt ráðgjöf um garðinn þinn. Hjá fyrirtækinu eru tveir faglærðir starfsmenn á sviði skrúðgarðyrkju sem báðir hafa mikla reynslu á sviði garðyrkju og lóðaframkvæmda. Birgir Axelsson Skrúðgarðyrkjumeistari Sími 867-4041

THG

A R K I TEKTA R

Hjalti Már Brynjarsson Skrúðgarðyrkjufræðingur Sími 771-4645


16

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

- NESVELLIR // NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ Mikil þátttaka íbúa í daglegu lífi á Nesvöllum:

„Við vinnum á heimilum fólksins“ - segir Hrönn Ljótsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum.

Hrönn, þetta er glæsilegt heimili hérna. Erum við að tala um aðra hugmyndafræði en hefur þekkst almennt á hjúkrunarheimilum? Já, við erum að gera það sama og á Hrafnistu í Kópavogi þegar við opnuðum þar fyrir fjórum árum. Í svona fallegu og nýju húsnæði ákváðum við að fara með þetta svolítið lengra og í aðra átt en hefðbundin hjúkrunarheimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex á morgnana til ellefu. Starfsmenn og íbúar borða saman og hér ganga starfsmenn ekki um í hefðbundnum sjúkrahúsfatnaði, heldur sínum eigin fatnaði. Við erum með svipaða mönnun á morgnana, kvöldin og um helgar. Þannig að við erum að fara út úr þessu regluverki sem er á spítölunum og hjúkrunarheimilin hafa mikið unnið eftir. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru misjafnir og við erum misupplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki á vinnustaðnum okkar. Ætli það sé ekki megináherslumunurinn. Hvernig er svona almennt ástand fólksins sem er að flytja hérna inn? Flestir sem flytja á hjúkrunarheimili í dag eru orðnir mjög lasnir. Það er bara þannig að til þess að komast inn á hjúkrunarheimili þarf til þess mat hjá færni- og heilsunefnd. Þá ertu orðinn töluvert mikið veikur. En það er ekki þar með sagt að þú getir ekki tekið þátt í lífinu. En að taka þátt í dalegu lífi getur t.d. falist í því að heyra þvottavélina vinda og skarkalann í eldhúsinu. Þess vegna erum við með allt hérna opið. Það

Opnað!

fer hér allt fram við hliðina á þér þótt þú sért orðinn veikur. Leggst þetta vel í þig? Já já, ég gerði þetta fyrir fjórum árum í Kópavogi og það gett ótrúlega vel. Ég og auðvitað starfsmenn Hrafnistu koma með reynsluna þaðan. Þannig að við gerum þetta bara eins vel og við getum. Líst þér vel á heildarkonseptið, ef við getum orðað það svo, Nesvelli? Þetta er náttúrulega alveg í anda Hrafnistu, að hafa saman þjónustmiðstöð, íbúðir aldraðra og hjúkrunaheimili. Það styrður hvert við annað. Það er akkurat það sem Hrafnista leggur til í sínum störfum á sínum heimilum og þetta passar mjög vel inn í það.

Hvað eru þetta margir dvalargestir og hversu margt starfsfólk? Íbúarnir á Nesvöllum eru sextíu. Það er svona þumalputtareglan að það sé einn starfsmaður á hvern íbúa. Þá er ég að tala um allt, launamálum, eldhúsinu og öllu, sem deildast auðvitað niður því fæstir eru í 100% stöðu. Þannig að þetta er stór vinnustaður. Ég er ekki með nákvæma starfsmannatölu ennþá en Hrafnista, áður en þetta heimili og Hlévangur komu til, voru starfsmenn 761, síðast þegar við töldum. Við förum ábyggilega hátt í þúsund starfsmenn núna. Þetta er svo stór staður. Hér er einungis einn dvalargestur á hverju herbergi. Þekkist það eitthvað að hjón séu jafnvel saman? Við erum með þannig hjá okkur að það er möguleiki á að opna á milli úr tveimur rýmum í hverju herbergi og þá getum við haft hjón. Það er ekki búið að opna heldur verður það gert eftir þörfum. Fólkið okkar býr í sinni íbúð, það koma allir með handklæðin sín, þvottapokana, naglaklippurnar, gardínurnar sínar; allt til að skapa sitt heimili. Og þú ræður ríkjum í þinni íbúð. Við segjum gjarnan að þetta sé eins og að flytja í litla íbúð í Breiðholtinu. Þú átt bara þína íbúð og ræður þar.

Rúmgott og nýtískulegt „Í svona fallegu og nýju húsnæði ákváðum við að fara með þetta svolítið lengra og í aðra átt en hefðbundin hjúkrunarheimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex á morgnana til ellefu. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru misjafnir og við erum misupplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki á vinnustaðnum okkar“.

Klippt á borða við opnun hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. F.v.: Guðrún Pé Guðmundur Hallvarðsson, Árni Sigfússon, Kristján Þór Júlíusson og Bergþ

Glæsilegt hjúkr

N

ýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili að Nesvöllum í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun 14. mars sl. Í heimilinu eru sextíu herbergi á þremur hæðum, nýtískulegt og staðfært að þörfum nútímans. Byggginga-

kostnaður var rétt innan við 1500 milljónir en kostnaðaráætlun var upp á 1550. Við hönnun hjúkrunarheimilisins var lögð áhersla á litlar hjúkrunareiningar með rúmgóðu einkarými fyrir hvern og einn auk sameigin-

Árni Sigfússon, bæjarstjóri afhenti Pétri Magnússyni, forstjóra Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttur, forstöðukonu Nesvalla, lykilinn að heimilinu.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014

- NESVELLIR // NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ

F.v.: Guðrún Pétursdóttir, sson og Bergþóra Ólafsdóttir.

Fjöldi fólks var viðstaddur opnun hjúkrunarheimilisins.

úkrunarheimili opnað að Nesvöllum legs rýmis fyrir íbúa og starfsfólk hverrar einingar með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Byggingin er 4.350 fermetrar að grunnfleti og tengist þjónustumiðstöð og öryggisíbúðum á Nesvöllum en sá kjarni var opnaður árið 2004. Byggingin er í eigu Reykjanesbæjar, en byggingarkostnaður er fjármagnaður með láni frá Íbúðalánasjóði. Ríkið sér síðan að mestu leyti um að greiða afborganir af því. Þetta er önnur af tveimur aðferðum við svona framkvæmdir og nefnist leiguleið að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra sem var viðstaddur opnunina.

„Ég samfagna innilega með Suðurnesjamönnum glæsilegum áfanga í öldrunarmálum. Þetta er mikil bygging og skemmtileg og ég bind miklar vonir um að þetta gagnist vel. Málefni aldraðra hafa tekið breytingum í tímans rás. Við sjáum alltaf einhverjar breytingar við byggingu hvers hjúkrunarheimilis. Það er verið að taka nokkur stór skref í þessum málum, bæði í byggingum og í aðferðum við að þjóna fólki og aðstoða þegar það er komið á efri ár.“ Kristján sagði að stundum kastaðist í kekki í samskiptum sveitarstjórna og ríkis en samstarfið gengi yfir-

Þær voru brosmildar þessar hressu konur í tilefni dagsins.

leitt mjög vel. „Hér á Suðurnesjum eru menn mjög ákafir í úrbótum í öldrunarmálum. Það kom vel fram í því að klára þetta stóra verkefni.“ Við opnunina var greint frá niðurstöðum í nafnasamkeppni en sex deildir heimilisins fá allar nöfn sem enda á vík, en þær heita Bergvík, Fagravík, Fuglavík, Hraunsvík, Selvík og Sandvík. Í dagskrá við formlega opnun afhenti Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar forráðamönnum Hrafnistu lykilinn

að heimilinu en bæjarfélagið samdi við Hrafnistu um rekstur hjúkrunarheimilisins. Forráðamenn Hrafnistu þökkuðu öllum þeim sem hafa komið að undirbúningi og byggingu heimilisins og sögðust hlakka til að takast á við verkefnið. Að lokinni formlegri dagskrá skoðuðu gestir aðstæður á Nesvöllum. Fyrstu íbúarnir fluttu inn strax eftir formlega opnun og ríkti mikil ánægja meðal vistmanna og ættingja þeirra.

Hrafnista þakkaði sveitarfélögunum og afhenti þeim gjöf. F.v. Guðmundur Hallvarðsson stjórnarformaður Hrafnistu, Böðvar Jónsson Reykjanesbæ, Magnús Stefánsson Garði, Ólafur Þór Ólafsson Sandgerði og Ásgeir Eiríksson Vogum.

H

Kostnaður og framkvæmdaaðilar

eildarkostnaður var áætlaður 1550 milljónir við upphaf framkvæmda. Hann var við opnun 1470 milljónir kr. Samningurinn við ríkið er þannig að ríkissjóður mun greiða mánaðarlega leigu til Reykjanesbæjar, sem stendur undir fjármagnskostnaði og rekstrarkostnaði hússins. Arkitektahönnun var í höndum THG arkitekta, en auk þeirra unnu Verkfræðistofa Suðurnesja, Tækniþjónusta SÁ, Rafmiðstöðin og Efla, Mannvit og Forma að hönnun undir eftirliti Reykjanesbæjar og Mannvits. Jarðvinna var unnin af Ellert Skúlasyni ehf, sökklar, kjallari og gólfplata af Hjalta Guðmundssyni ehf, uppsteypa og frágangur utanhúss af ÍAV, frágangur innanhúss af Þarfaþingi ehf. og lóðarframkvæmdir af Ellert Skúlasyni. Bæjarstjóri sagði þessa verktaka hafa skilað af sér einstaklega vönduðu verki á kostnaðaráætlun. Hann þakkaði einnig Sveini Valdimarssyni, sem byggingar-

stjóra og eftirlitsmanni fyrir frábæra vinnu og þeim Sigurði Garðarssyni og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni sem aðalfulltrúa Reykjanesbæjar við verkefnið fyrir einstaklega vandað starf. Skúli Ólafsson sóknarprestur í Keflavík blessaði heimilið. Hér er hann með Guðmundi Hallvarðarsyni, Kristjáni Þór ráðherra og Árna bæjarstjóra.

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Fyrsta skóflustunga tekin 17. maí 2012 af þeim Ingvari Guðmundssyni og Sóleyju Halldórsdóttur.

SJÁIÐ ÍTARLEGA UMFJÖLLUN UM NESVELLI Á VF.IS


18

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

- NESVELLIR // NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ Fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið á Suðurnesjum á tuttugu ára afmæli Reykjanesbæjar:

Þjónustusvæði í þágu aldraðra í miðjum bænum -„Afar ánægjulegt að opna svona fallegan stað,“ sagði Árni Sigfússon

Á

rni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að í hugmyndavinnu bæjarstjórnar sem fyrst var kynnt á íbúafundum fyrir 10 árum síðan hafi verið kynnt framtíðarsýn um að byggja eitt þjónustusvæði í þágu aldraðra í miðjum bænum. Þjónustumiðstöð aldraðra skyldi hýsa margvíslega félagsaðstöðu, hádegisveitingar, miðstöð heimaþjónustu og dagvist ásamt fleiru. Þjónustumiðstöðin yrði samtengd öryggisíbúðum og íbúðum í hjúkrunarheimili en göngufæri væri í leiguíbúðir og þjónustuíbúðir sem öldruðum myndi bjóðast. Horft var til verslana- og þjónustukjarna við Krossmóa í næsta nágrenni. Árni segir þetta markmið hafa gengið eftir og er mjög sáttur hvernig til hefur tekist á áratug. Hér er gripið inn í ræðu hans við opnunina: „Heilbrigðisráðherra, fyrrverandi velferðarráðherra, formaður sjómannadagsráðs, þingmenn, bæjarfulltrúar af Suðurnesjum, ágætu íbúar og góðir gestir! Ég er farinn að hlakka til að eldast! Það er óneitanlega afar ánægjulegt að opna svona fallegan stað – heimili þar sem fólk getur lifað með reisn á ævikvöldi. Við lifum lengur. Það verða meiri lífsgæði og meiri möguleikar í framtíðinni. Þessi aðstaða er hluti af því öllu. Það að upplifa að fólk á miðjum aldri geti verið öruggt um að foreldrar okkar geti notið bestu aðstæðna, til félagsstarfs og til hjúkrunar ef á þarf að halda – að geta haldið áfram að lifa lífinu með reisn þrátt fyrir aldur og líkamlegar hindranir – eru lífsgæði fyrir okkur, ekki síður en heimilismenn. Fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið Íbúar Suðurnesja. Til hamingju! Þetta er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið á Suðurnesjum og árið er 2014! Og Reykjanesbær er tvítugur á þessu ári.

Það verkefni að byggja nýtt hjúkrunarheimili frá grunni, hér á Suðurnesjum á sér langan aðdraganda. Ég mun ekki tefja ykkur með smáatriðum í þeirri lýsingu en það er mikilvægt að nefna meginþættina: Svokölluð D-álma við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var búin að vera baráttumál íbúa á Suðurnesjum um margra ára og jafnvel áratuga skeið því þar skyldi m.a. vera hjúkrunardeild fyrir aldraða. Fyrir 19 árum náðist að undirrita samninga milli ríkisins og sveitarfélaganna um byggingu D-álmunnar, sem hluta af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Breyttar áherslur Fyrsti hluti D-álmunnar, kjallari og jarðhæð, var tekinn í notkun 2001. Síðar var hafist handa við að innrétta efri hæð og þegar hún var um það bil að verða tilbúin óskuðu forsvarsmenn sjúkrahússins eftir samkomulagi við sveitarfélögin um að hún yrði ekki nýtt sem hjúkrunardeild heldur nýtt undir hefðbundna legudeild. Áherslur höfðu breyst. Það varð því ekkert úr uppbyggingu hjúkrunarheimilis á þeim stað. En árið 2003 hófum við forsvarsmenn Reykjanesbæjar hins vegar umræðu og skoðun á nýjum leiðum til að reisa þjónustumiðju fyrir eldri borgara. Þessi skoðun varð síðan hluti af Framtíðarsýn bæjarins þar sem við sáum á einu svæði rísa samþætta þjónustu fyrir

Bæjarstjóri afhenti fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherrum, Guðbjarti Hannessyni og Kristjáni Þór Júlíussyni, ásamt fulltrúa ráðuneytisins, sem og Hrönn Ljótsdóttur, forstöðumanni hjúkrunarheimilisins og Finnboga Björnssyni, framkvæmdastjóra Garðvangs og Hlévangs undanfarin 37 ár, blómvendi fyrir frábært samstarf. Með þeim er Sóley Halldórsdóttir en hún tók skóflustunguna að heimilinu ásamt Ingvari Guðmundssyni.

aldraða og að sjálfsögðu skyldi rísa þar hjúkrunarheimili. Hugmyndafræðin var fyrst kynnt á íbúafundum hér í bæjarfélaginu í maímánuði árið 2003. Við náðum svo samkomulagi við ríkið árið 2004 þar sem ríkið lofaði að í stað D-álmunnar yrði byggt sérstakt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ og að Hlévangi yrði að hluta til breytt úr dvalarheimili yfir í hjúkrunarheimili. Þar með var okkur ekkert að vanbúnaði. Við fundum hugmyndinni um þjónustumiðju í þágu aldraðra, bestu staðsetningu hér í miðjum bænum. Samið var við Ungmennafélag Njarðvíkur um að fá svæði félagsins hér til slíkra nota en þeim var í staðinn útbúið gott æfinga- og keppnissvæði vestar í Njarðvík. Ári síðar, árið 2005, hafði hugmyndin mótast. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lagði þá fram stefnumörkun sína í uppbyggingu á öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu, með nýju aðalskipulagi og möguleika til uppbyggingar á Nesvöllum. Í þeirri hugmyndavinnu var lögð áhersla á að Þjónustumiðstöð aldraðra skyldi hýsa margvíslega félagsaðstöðu, hádegisveitingar, miðstöð heimaþjónustu og dagvist ásamt fleiru. Þjónustumiðstöðin yrði samtengd öryggisíbúðum og hjúkrunaríbúðum en göngufæri væri í leiguíbúðir og þjónustuíbúðir sem öldruðum myndi bjóðast. Horft var til verslana- og þjónustukjarna við Krossmóa í næsta nágrenni. Með staðsetningu miðsvæðis og við Lífæð bæjarins var tryggt að allir aldraðir bæjarbúar, hvar sem þeir búa í bænum, ættu auðvelt aðgengi að almennri þjónustu sem byðist á svæðinu og auðvelt væri fyrir ættingja og kunningja að líta við.

Merkir áfangar Þessi framtíðarsýn var sett fram fyrir aðeins 10 árum síðan og nú eru allar grunneiningar hennar orðnar að veruleika. Nú er risinn þessi þjónustukjarni, með aðstöðu til handavinnu, félagsstarfs, heimaþjónustu, með eldhúsi og veitingaaðstöðu, dagvist, sjúkraþjónustu, líkamsrækt og öðrum þjónustueiningum. Reistar hafa verið samtengdar þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, auk almennra leiguíbúða í nágrenninu og nú tenging við 60 íbúða hjúkrunarheimili. Það sem fagmenn segja að sé hið glæsilegasta á landinu! Og það sem meira er – á síðustu 10 árum hafa með þessu orðið til 90 hjúkrunarrými í Reykjanesbæ, sem nýtast öllum hjúkrunarsjúklingum af Suðurnesjum. Því auk þessa 60 rúma heimilis, fengum við smám saman breytt 30 dvalarheimilisrýmum á Hlévangi í hjúkrunarrými. Þetta eru merkir áfangar en augljóst að við þurfum að halda áfram. Þrátt fyrir vandaða heimaþjónustu þarf að fjölga hjúkrunarrýmum í stækkandi hópi eldri borgara í ört vaxandi samfélagi og ég veit að það er fullur skilningur á því hjá stjórnvöldum, nú sem fyrr,“ sagði Árni Sigfússon. TEXTI OG MYNDIR

PÁLL KETILSSON OG HILMAR BRAGI


Sjóðheit réttur á ur aðeins

899 kr.

PIPAR \ TBWA

CAJUNTER AS M X O B T, O H R E , R U T I HE TUR! HEITAS

SÍA •

140457

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


20

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

n Margir leita til forvarnafélagsins Lundar og ástæður eru ýmsar:

„Aðstandendur oft veikastir“ „Fólk hringir hingað af ýmsum ástæðum, ekki bara vegna neyslu. Það er jafnvel ofbeldi á heimili eða óregla á foreldrum. Ákvarðanatakan um að hringja er erfið hjá fólki, hvort sem um er að ræða aðstandanda eða einhvern í neyslu,“ segir Erlingur Jónsson, forstöðumaður forvarnafélagsins Lundar. Sá sem er í neyslu finnist hann geta stjórnað og aðstandanda finnist hann geta stjórnað líka. „Meðvirkillinn er bara stjórnlaus og oft miklu veikari. Maður er alveg búinn að sjá ferilinn héðan og upp á geðdeild, oftar en einu sinni, þegar hefði verið hægt að leita hjálpar eins og boðið er upp á hér.“ Búinn með allt sitt Spurður um tilurð Lundar segir Erlingur að hann hafi byrjað árið 2006 að skrifa vikulegar greinar í Víkurfréttir. Ári seinna hafi starfsemin sjálf byrjað. „Ég ætlaði aldrei að standa í þessu sjálfur heldur setja þetta í hendurnar á bæjarfélögunum en þeim leist svo vel á þetta að þeir ýttu mér út í það“. Hugsjónastarf hans sé nánast unnið í sjálfboðavinnu en stærsti styrktaraðilinn, Pokasjóður, hafi breytt styrkveitingum og Erlingur segir reksturinn hafa verið afar erfiðan síðan. „Ég er búinn með allt mitt í þetta. Bæjarfélögin hafa stutt mig eitthvað og kannski Reykjanesbær mest með þessu húsnæði hér og kostnaðar vegna þjónustunnar við SÁÁ. Annað hefur komið svona héðan og þaðan. Stundum fer loftið úr manni.“ Óttinn að þekkjast Erlingur segir marga skjólstæðinga sína í gegnum tíðina hafa sett fyrir sig að skrá sig í viðtöl á skrifstofu Reykjanesbæjar af ótta við að þurfa

að gefa upp nafn og kennitölu. Þó þurfi einungis að gefa upp fornafn og síma. „Fólk hringir yfirleitt beint í mig þegar það er komið með nóg og á erfitt með að takast á við málin. Samt reynir það áfram að nota sínar aðferðir innan veggja heimilisins og fer sjaldan eftir ráðum sem ég gef. Maður þekkir þetta reyndar alveg sjálfur. Ég var miklu veikari sem aðstandandi en alkóhólisti.“ Þeir sem leita til Erlings eru bæði sjálfir í vandræðum og líka aðstandendur. Vilja ekki hitta á dílerinn Fundir og ráðgjafaviðtöl hjá Lundi eru á mánudögum, fyrir alla aldurshópa. Einnig eru stuðningshópar, sem eru t.d. leiðir fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að fara á AA fundi, af ýmsum ástæðum. „Þeir þora kannski ekki að tala eða láta sjá sig. Þeir gætu hitt á dílerinn sinn. Samfélagið er svo lítið,“ segir Erlingur. Einnig segir hann neysluna hafa aukist og breyst. Kannabisreykingar þyki algjört himnaríki og heilsusamlegar meðal sumra unglinga. Þeir séu mjög sannfærandi við aðra um að það sé þannig. „Rosalega margir lesa ýmislegt misgáfulegt um kannabis á netinu og sannfæra foreldra með slíkum rökum. Betra væri fyrir foreldra að kynna sér þetta annars staðar. Þótt kannabis drepi ekki strax þá eru svo margir sem byrja á því og þess vegna er það svo hættulegt.“ Annað foreldrið í afneitun Foreldrafræðsla í Lundi er undir handleiðslu ráðgjafa SÁÁ fyrsta mánudag í mánuði og einnig eru 5-6 mismunandi fyrirlestrar. Þeir eru t.d. um meðvirkni einstaklingsins, meðvirkni í fjölskyldunni, sjálfsvirðingu, fíkniefni, meðferð og meðferðarheimilin. Að meðal-

tali koma um 20 manns og þiggja einhvers konar aðstoð á hverjum mánudegi. „Fólk virðist eiga erfitt með að festa sig í sessi hér. Til dæmis kemur alltaf annað foreldrið. Hitt er heima að skammast sín en vill bara fá að fylgjast með úr fjarlægð,“ segir Erlingur og bætir við að foreldrar taki á svona málum á misjafnan hátt. Yfirleitt komi konur en þó einn og einn karl. „Konur eru opnari fyrir því að tala um þessa hluti. Þetta er erfitt og hefur alltaf áhrif á sambúð og sambönd á heimilum þegar annar aðilinn er að byggja sig upp en hinn ekki.“

Maður þekkir þetta reyndar alveg sjálfur. Ég var miklu veikari sem aðstandandi en alkóhólisti Var fastur í meðvirkni Besta leiðin til að hjálpa börnum sínum segir Erlingur vera þegar foreldrar fræðast um efnin, ástandið og meðferðina. „Annars eru þau alltaf að dæma. Þau verða að takast á við sig sjálf og byggja sig upp til þess að taka öðruvísi á hlutunum gagnvart þeim sem eru í neyslu, hvort sem það eru börn, maki eða einhver annar.“ Meðvirkur aðstandandi aðstoði alltaf hinn við neysluna áfram á einhvern hátt en telji sig gera það besta fyrir barnið sitt hverju sinni. „Sjálfur var ég í 10 ár í afneitun sem foreldri. Ég vissi ekki almennilega hvað var í gangi og komst að því að ég var fastur og gat ekkert gert ef ég héldi áfram

Sjónvarp Víkurfrétta Þín auglýsing í þættinum? Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Þátturinn er sýndur á ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þátturinn er einnig í HD á vef Víkurfrétta. Auglýsingasíminn er 421 0001 eða póstur á fusi@vf.is.

Meðal efnis í kvöld ■ Hjúkrunarheimilið Nesvöllum ■ Forvarnadagur ungra ökumanna ■ Pottaspjall í Grindavík ■ Nýr Keflavíkurbúningur

Þátturinn er á dagskrá í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is

að vera svona meðvirkur með syni mínum.“ Erlingur leitaði sér aðstoðar og svo kom að erfiðasta skrefinu. Setja mörk og standa við þau „Ég hringdi í strákinn minn og bað hann um að tala við mig. Óskaði eftir því hjá honum að hann léti mig í fríði. Hann bæði mig ekki um peninga, sígarettur eða að skutla sér. Ef hann ætlaði að vera í þessum heimi yrði hann að vera þar án mín. Ég yrði að hugsa um sjálfan mig því hann hefti minn bata,“ segir Erlingur og bætir við að samtalið hafi verið á rólegum nótum og nóg til þess að sonur hans hætti í neyslu í tvö ár. Í samskiptum við svona veika einstaklinga segir Erlingur að setja þurfi mörk og standa við þau. Mörkin þurfi ekki að vera stór og skelfileg. „Við breytum ekki öðrum en getum haft áhrif á aðra með breyttu viðhorfi. Ef við setjum okkur í fyrsta sæti til þess að líða vel þá líður fólkinu vel í kringum okkur. Þannig höfum við jákvæð áhrif á líðan annarra. Það þarf að losna við skömmina og viðurkenna að það sé einhver veikur í fjölskyldunni eða maður sjálfur.“ Eigið barn slæmur félagsskapur Erlingur segir margt ungt fólk undir pressu frá foreldrum að standa sig. Þessir krakkar séu í jafn mikilli hættu að fara í neyslu og önnur, jafnvel í meiri hættu. „Það þarf svo lítið, bara fikta einu sinni. Foreldri verður að vera vinur barna, styðja þau og skilja. Ekki bara minna á neikvæðu hlutina. Það er algjört eitur.“ Einnig verði foreldrar að fylgjast með mögulegum einkennum eins og sífellt

nýjum félagsskap. Einnig þegar barnið er sjálft orðið slæmur félagsskapur í augum annarra foreldra og farið að hafa slæm áhrif á aðra. „Oft er erfitt að tækla þessa hluti. Nýir vinir, ný tónlist, svefnvenjur, mataræði og fatasmekkur breytast. „Þegar og ef þú missir barnið þitt í neyslu, þá fara nokkur ár úr lífi þínu. Það er bara þannig. Fólk kemur hingað og heyrir þetta á fyrirlestrum eða á fundum en lokar á það samt; brotnar niður, fær taugaáfall og hleypur jafnvel út. Ég hef hlaupið út á eftir fólki til að fá það inn aftur þegar það gerir sér grein fyrir stöðunni, segir Erlingur. „Gott að fá þetta símtal“ Hann hefur þó einnig séð marga sigra í starfi sínu og það haldi sér gangandi. „Ég hef alltaf haft áhuga á að hjálpa öðrum. Það hefur byggt mig upp í leiðinni. Þetta er besta verkfæri sem til er til sjálfshjálpar. Að taka leiðsögn sjálfur og fara eftir henni.“ Erlingur hefur einnig flutt fyrirlestra í skólum á Suðurnesjum. „Eftir síðasta fyrirlestur í FS hafði samband við mig vinahópur sem vildi hjálpa vini sínum. Ég gaf þeim ráð. Svo hringdu þeir fyrir skömmu og sögðust hafa farið eftir ráðum mínum og hann hefði valið þá fram yfir nýja lífsmynstrið. Það var gott að fá þetta símtal,“ segir Erlingur, sem alltaf er með símann á sér. „Um leið og þú hefur einhvern grun, hringdu eitthvert og fáðu aðstoð. Foreldrar fara með börnin frekar til sálfræðinga en að fara með þau hingað. Svo eru börnin kannski í neyslu allan tímann og tímarnir hjá sálfræðingunum fóru til einskis. Það þarf að byrja á að losna við skömmina og taka upp símann. Það er svo margt í boði,“ segir Erlingur að lokum.

Aðalfundur Aðalfundur Nes, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, verður haldinn miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 20:00 í Myllubakkaskóla, Reykjanesbæ.    Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál


r ti at um hv . n nu aðn en ræ st sm í g r á ng a di k. ni æt sel st uð m r kr st að oli 0 r 0 lli til urb 15 A k á ví rð ja N

VIÐ ÓSKUM NJARÐVÍK GÓÐS GENGIS Í ÚRSLITAKEPPNINNI Leikdagarnir hjá strákunum: 21-03-2014 19:15

Njarðvík -Haukar *31-03-2014 19:15

Haukar-Njarðvík

24-03-2014 19:15

Haukar- Njarðvík *03-04-2014 19:15

Njarðvík- Haukar

28-03-2014 19:15

Njarðvík- Haukar *Ef til þarf

Bókhalds- og rekstrarþjonusta Gunnars Þórarinssonar letur: helvetica neue

Verndun og viðhald fasteigna

Ellert Skúlason hf

Fitjabakka 1A • 260 Reykjanesbær Sími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: rafib@mitt.is


22

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-safnahelgin

pósturu vf@vf.is

SAFNAHELGIN VEL SÓTT Í

sjötta sinn tóku söfnin á Suðurnesjum höndum saman og buðu upp á sameiginlega dagskrá undir merkjum Safnahelgar á Suðurnesjum um liðna helgi. Markmiðið hefur frá fyrstu tíð verið hið sama þ.e. að kynna fyrir Íslendingum hin

frábæru söfn og sýningar sem við bjóðum upp á Suðurnesjum. Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa næsta nágrennis að upplifa eitthvað af því fjölmarga sem hér er í boði. Safnahelgin á Suðurnesjum heppnaðist mjög

vel að þessu sinni og hafa aldrei mætt eins margir gestir á auglýsta viðburði. Forstöðumenn safna sem Víkurfréttir hafa heyrt frá eru mjög sáttir með hvernig til tókst. Söfn,setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því margt á döfinni og fjöl-

breytt dagskrá. Auk þess voru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu. Ókeypis var inn á öll söfnin af þessu tilefni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á byggðasafninu á Garðskaga.

Vigdís skoðar Mannlegar víddir í Listasafni Reykjanesbæjar

S

ýningin Mannlegar víddir var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar um síðustu helgi. Meðal gesta við opnunina var Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands Á sýningunni er að finna verk eftir tvo listamenn, Stefán Boulter og Stephen Lárus Stephen, sem báðir hafa sérhæft sig í gerð mannamynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa, Stefán til Noregs og Ítalíu, Stephen Lárus til Bretlands. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Mannamyndir Stefáns Boulter eru mestmegnis lágstemmd einkasamtöl hans við vini og kunningja, eða einræður hans sjálfs, tilraunir til að laða fram og festa á striga kenndir og hugsanir þeirra sem hann fjallar um, með útlistun á látbragði þeirra. Um leið einkennast mannamyndir hans af dulúð, sem er eins konar staðfesting þess að sérhver manneskja sé „eyland“,

varðveiti innra með sér einkaveröld sem enginn annar hafi aðgang að. Stephen Lárus hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir portrettmyndir af ýmsum „opinberum“ Íslendingum. Málverk hans af Sólveigu Pétursdóttir, fyrrverandi alþingismanni og forseta Alþingis, vakti nokkuð umtal þegar það var vígt fyrir tveimur árum; þetta málverk er að finna á sýningunni. Yfirlýst markmið Stephens er að koma á framfæri viðmóti fyrirsæta sinna, án þess að ganga of nærri einkalífi þeirra. Sýningunni er framar öðru ætlað að sviðsetja samspil þessara ólíku viðhorfa til mannamyndagerðar, í því augnamiði að skerpa á sérkennum beggja. Á sýningunni er einnig að finna formyndir listamannanna að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaútlistana. Sýningin stendur til 27. apríl 2014.

Valgerður Guðmundsdóttir, Stephen Lárus Stephen, Stefán Boulter, Árni Sigfússon og Aðalsteinn Ingólfsson við opnun sýningarinnar.


Vaknaðu V r!

VILDARDAGAR Í EYMUNDSSON KEFLAVÍK DAGANA 20.- 24. MARS HEILSUBÆKUR

MINNISBÓK OXFORD A5 MEÐ TEYGJU

2vi0lda% r-

2vil5da% r-

afsláttur

PÚSLUSPIL Í ÚRVALI

2vi5lda% r-

afsláttur

ERLEND TÍMARIT

afsláttur

VERÐ:

1.679 KR.

1.259 KR.

PENNAR ENERGEL X VERÐ:

2vi5ldar% -

319 KR.

239 KR.

afsláttur

MINNISBÓK A5 MEÐ TEYGJU

2v5ild% ar-

2vil5da% r-

afsláttur

afsláttur

VERÐ:

1.159 KR.

5%

869 KR.

afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is *Tilboðsverð gilda frá 20.mars, til og með 24.mars. Birt með fyrirvara um myndabrengl og prentvillur.


24

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Hressir og svangir kallar á kútmagakvöldi Lions K

arlarnir kunnu vel að meta kútmagana og fjölbreytt útval sjávarrétta á árlegu kútmagakvöldi Lionsklúbbs Keflavíkur sem haldið var í sal Frímúrara í Njarðvík fyrir skömmu. Um 150 karlar mættu galvaskir og nutu skemmtilegrar dagskrár og góðs matar. Níels Árni Lund sem oft var nefndur „tengdasonur Keflavíkur“ sá um að skemmta körlunum og fór með gamanmál. Betri helmingur kappans er frá Suðurnesjum en Níels vann við grunnskólakennslu í Keflavík í

„gamla“ daga og þekkir því marga á svæðinu. Lionsklúbbur Keflavíkur er einn elsti klúbburinn á Suðurnesjum. Í mörg ár hafa þeir haldið kútmagakvöld en það hefur verið aðal fjáröflun klúbbsins í áraraðir. Hafsteinn Guðnason er skólastjóri Kútmagaskólans og stýrir hann undirbúningi og fær með sér marga Lionsfélaga í þá vinnu að troða í um 500 kútmaga fyrir þetta kvöld. Matreiðslumenn Skólamatar sjá svo um að koma öllu þessu sjávarfangi á borð áður en það rennur ofan í maga gesta.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kútmagakvöldinu. VF-myndir/pket.

ATVINNA Óskum eftir að ráða uppvaskara í stóreldhúsi okkar í Officeraklúbbnum.

20 ára og eldri. Einungis íslenskumælandi koma til greina. Hreint sakavottorð og bílpróf skilyrði. Nánari upplysingar í síma 421 4797

20% AFLÁTTUR

Á ÖLLUM SKARTGRIPUM Á VORDÖGUM 20. - 24. MARS.

AÐALFUNDUR

Framsóknarfélags Reykjanesbæjar 27. mars 2014, í félagsheimili Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, Hafnargötu 62. kl. 20:00. Dagskrá: Vengjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.   Stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar.

ATVINNA

Bílaleigan SAD cars auglýsir eftir bifvélavirkja eða manni vönum bílaviðgerðum. Upplýsingar veitir Magnús í síma 898 2883.

Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 29 Sími: 421 1011


2.890 ÞÚS. KR. CHEVROLET CRUZE LT 1.8 l • BENSÍN • BEINSKIPTUR

IG EL EINN .7 L DÍS 1 GUR NLE

FÁA

4.5

km 0 0 l/1

UM DUÐ N Ö Í BL KSTRI A

MEIRA AÐ SEGJA VERÐIÐ ER FALLEGT Það er ekki nóg með að Chevrolet Cruze sé einn sá fallegasti á götunum í dag, heldur er hann betur búinn en margir mun dýrari bílar. Þetta er þitt tækifæri til að eignast draumabílinn frá Chevrolet, hvort sem hann er 4ra dyra, 5 dyra eða í Station útgáfu. Cruze Station LT 1.6 l • bensín • bsk • Verð: 2.990 þús. kr. Cruze 4 dyra LT 1.8 l • bensín • bsk • Verð: 2.890 þús. kr. Cruze 5 dyra LT 1.8 l • bensín • bsk • Verð: 2.990 þús. kr.

Verið velkomin í reynsluakstur. Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14.

Bílabúð Benna Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3330 • www.benni.is


26

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

n Jórunn Alda Guðmundsdóttir skrifar:

n Konráð Lúðvíksson skrifar:

Aldraðir eiga það skilið að hlustað sé á þá

Eftirvæntingin og umgengnin við fjölæringana

V

ið viljum auka áhrif okkar og teljum að oft hafi skort á samstarf þegar ákvarðanir eru teknar sem varða eldri borgara. Nefnd á vegum Félags eldri borgara hefur fundað með bæjarstjórnum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum, kynnt félagið okkar og þá ósk að vilja vinna formlega með þeim að mótun framtíðarstefnu á allri öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Alls staðar hefur okkur verið vel tekið og lofar það góðu um samstarf. Á þessum fundum höfum við lagt til að komið verði á Öldungaráði Suðurnesja sem vera á samráðsvettvangur fyrir sveitarstjórnir og eldri borgara. Ráðið verði ráðgefandi í uppbyggingu og framtíðarskipan á búsetu aldraðra allt frá dvalar- og þjónustuíbúðum til hjúkrunarheimila. Öldungaráð starfa samkvæmt lögum á öllum Norðurlöndunum, nema Íslandi og Færeyjum. Öldungaráð er starfandi í einu sveitarfélagi hér og er það í Hafnarfirði. Lagt er til að Öldungaráð vinni að samþættingu öldrunarþjónustu á Suðurnesjum meðal annars með áherslu á að efla andlega og líkamlega líðan með skilvirkri læknisþjónustu, heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu, dagvistun og iðju- og sjúkraþjálfun sem hvetur til líkamsræktar og lífsleikni. Ráðið verði skipað fulltrúum eldri borgara,

bæjarfélaga, stofnana og þjónustuaðilum sem vinna að málefnum eldri borgara. Við eigum að samþætta þjónustuna og sjá til þess að fjármagn nýtist sem best, vera metnaðarfull og byggja öldrunarþjónustuna á öryggi og gæðum. Í dag er skortur á öldrunarlæknum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum á hjúkrunarheimilum landsins og er það ávísun á skert lífsgæði og því að rétt sé unnið með greiningu, rétta lyfjagjöf og líkamlega og andlega örvun. Sjáum til þess að vel sé hugað að þessum þáttum. Framundan er að vinna að formlegri stofnum Öldungaráðs Suðurnesja og stefnt að því að það taki til starfa á hausti komandi. Undirbúningsnefnd Félags eldri borgara á Suðurnesjum mun funda með fulltrúum bæjarfélaganna um starfsfyrirkomulag ráðsins og framtíðarskipan þess. Um leið og við gleðjumst yfir að nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili er risið í Reykjanesbæ, viljum við benda á að með hækkandi lífaldri fólks, eru þau rými aðeins hluti af þörf morgundagsins. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að horfast í augu við þá staðreynd og vinna saman að uppbyggingu og rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila og aukinni þjónustu við aldraða. Vinnum saman og horfum til framtíðar, eldri borgarar eru tilbúnir til samstarfs. F.h. Undirbúningsnefndar FEBS Jórunn Alda Guðmundsdóttir

n Guðbrandur Einarsson frambjóðandi hjá Beinni leið skrifar:

Eru ekki vítin til að varast þau? Á

rið 2002 mynduðust sterkir meirihlutar í tveimur sveitarfélögum á Suðvesturhorninu. Annar þeirra var hreinn meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og hinn var hreinn meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Þessir meirihlutar fóru nokkuð svipaða leið í rekstri, þ.e. fjárfestu í gegnum ótengd félög og skuldbundu sveitarfélögin rekstrarlega áratugi fram í tímann. Þetta þótti vera heppileg leið til þess að fela skuldastöðu sveitarfélaganna, en við síðari breytingar á sveitarstjórnarlögunum kom eiginleg skuldastaða þessara sveitarfélaga í ljós. Árið 2002 skuldaði Hafnarfjörður 13,6 milljarða en árið 2012 skuldaði hann hins vegar 48 milljarða þrátt fyrir að hafa selt eignahlut sinn í HS Orku fyrir 7 milljarða. Reykjanesbær skuldaði 8,3 milljarða árið 2002. Skv. ársreikningi ársins 2012 skuldaði Reykjanesbær hins

vegar 37,5 milljarða þrátt fyrir eignasölu sem slagar hátt í tuttugu milljarða á tímabilinu. Að minni hyggju hefur það ekki skilað þ essum sveitarfélögum neinum ávinningi að einn flokkur skyldi fá alræðisvald við stjórnun þessara tveggja sveitarfélaga nema að síður sé. Þó að flokkurinn hafi verið sitt hvor þá er niðurstaðan sú sama. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og skv. skoðanakönunnum sem gerðar hafa verið í Hafnarfirði telja íbúar þar að nú sé komið nóg og tími til kominn að gera breytingar. Þeirra hreini meirihluti dugði reyndar ekki nema tvö kjörtímabil en í Reykjanesbæ hefur meirihlutinn setið í þrjú. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir íbúa Reykjanesbæjar hvort rétt sé að veita einu stjórnmálaafli alræðisvald eitt kjörtímabilið enn. Er árangurinn slíkur að rétt sé að halda áfram með sama hætti? Eru ekki vítin til að varast þau? Guðbrandur Einarsson frambjóðandi hjá Beinni leið

n Rósa Kristín Garðarsdóttir skrifar:

Áríðandi tilkynning til íbúa Reykjanesbæjar V

egna komandi hækkunar á gjaldskrá dagforeldra næstkomandi haust vil ég hvetja alla bæjarbúa til þess að sameinast á fund með bæjarstjóra þann 26. mars nk. kl. 10:40 á skrifstofu bæjarins.

Þar munum við fara yfir málið og fara fram à hækkun umönnunargreiðslna. Stöndum saman og gerum góðan bæ betri. Með fyrirfram þökk, Rósa Kristín Garðarsdóttir

- Fjölærar og fallegar

N

ýafstaðið viðtal Þóru Arnórsdóttur við Margréti Guðnadóttur prófessor í veirufræði afspeglar mikilvægi eljuseminnar og þess að vera trúr sjálfum sér. Hver dagur í lífi Margétar hefur verið ögrun við að takast á við eigin hugsjónir og koma þeim á framfæri. Henni hefur sjaldan fallið verk úr hendi, fer enn í strætó til að sinna sínum hugarefnum hvort sem er eigin kindum eða veirum þótt komin sé á níræðisaldur. Hvötin er eftirvæntingin, spennan fyrir því óvænta, heillandi heimur tilraunanna og sannfæringin um að hver dagur hafi tilgang. Líkt má tengja hið óvænta við hugarheim þess sem ræktar. Hann breytir landi eða umhverfi til þess eins og betrumbæta, sjá eigin verk í því sem ávinnst. Hvert fræ sem sáð er er órætt, framtíð þess heillandi algjörlega háð alúð þess sem sáir. Sáðmaðurinn er gjarnan sjálfum sér nógur þótt hann deili niðurstöðum sínum með öðrum. Í eðli sínu er hann leitandi enda aldrei á vísan að róa. Þekkingin eykur árangur af uppskeru þess sem sáð er, þess vegna erum við sem sáum fremur af áhuga en víðtækri þekkinu útsettari fyrir mistökum . Það dregur hins vegar ekki úr eftirvæntingunni og gleði þegar vel gengur. Þessa dagana hafa þeir sem sá fyrir eigin sumarblómum væntanlega lokið þeim hluta af. Þeirra bíður að dreifplanta í potta þar sem einstaklingurinn fær notið sín og og arfgerðin birtist. Nú ætti hins vegar að hefja forræktun grænmetis með sáningu , þá er best að sá í hólfaða bakka sem auðveldlega hægt er að búa til úr gömlum dagblöðum með skemmtilega hönnuðu áhaldi sem fæst hjá Garðyrkjufélaginu. Vorið er að halda innreið sína með þeirri eftir-

væntingu sem bíður. Þá er gaman að ganga út í garð og huga að lífinu sem er að birtast aftur eftir vetrasvefinn. Hvernig reiddi því af í vetur? Á ferð okkar um garðinn hittum við fyrir visnuð blöð fjölæringanna sem lögðu sig til svefns í vetrarbyrjun til að bíða af sér hretið og boða endurkomu með nýjum sprotum sé rótað í hrúgunni. Fjölæringar eru jurtkenndar plöntur sem lifa í mörg ár og blómgast árlega. Margar hverjar þroska fræ árlega um leið og plantan sjálf dafnar. Fjölæringar prýða garða landsmanna með hreint ótrúlega fjölbreyttu blóm- og laufskrúði sínu. Nokkrar tegundir eru jafnvel veturgrænar og virðast aldrei visna alveg niður. Plönturnar eru eru fjölbreytilegar að stærð og lögun, allt frá örsmáum upp í mjög stórgerðar og fyrirferðamiklar plöntur. Tegundavalið er óendanlegt og með réttri samsetningu planta er hægt að búa til blómríkt fjölæringabeð þar sem eitthvað er að gerast á hverjum tíma. Litarsamsetningin spannar allt hið hugsanlega og gefur óendanlegt

rými fyrir tilraunir. Fjölærar plöntur er fremur auðvelt að rækta og fjölga, ýmisst með sáningu eða skiptingu. Þær hafa löngum verið vinsæl vinargjöf, eða gjalmiðill plöntuskipta milli garðanörda. Við ætlum á næsta fundi í Garðyrkjufélaginu að fjalla um fjölæringa. Við fáum til okkar fyrirlesara sem kannski veit hvað mest allra um fjölæringar, hvernig við veljum þá, hlúum að þeim og fáum þá til að dafna. Ingunn Jóna Óskarsdóttir yfirgarðyrkjufræðingar hjá Grasagarði Reykjavíkur til margra ára mun þá fræða okkur um ræktun og notkun á fjölærum plöntum. Það er tilhlökkun að fá Ingunni til okkar og einstakt tækifæri sem ég vona að sem flestir nýti sér. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 24. mars í Húsinu okkar (gamla K- húsið við Hringbraut) og hefst kl. 20. Léttar veitingar í boði. Aðgangseyrir 500 kr, jafnt fyrir félagsmenn sem aðra. Konráð Lúðvíksson, formaður

n Eysteinn Eyjólfsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar skrifar:

Svona gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri N

ý bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem tekur við eftir kosning arnar 31. maí hefur alla möguleika og tækifæri til þess að gera stjórnun bæjarins og rekstur opnari, gegnsærri og lýðræðislegri. Samfylkingin og óháðir munu setja gegnsæi og aukið íbúalýðræði á oddinn í komandi kosningum líkt og fyrr enda hvorutveggja meðal mikilvægustu grunnsstoða heilbrigðs samfélags. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um skipan sérfræðinefndar haustið 2010 til að taka út og skoða rekstur og stjórnun Reykjanesbæjar – líkt og gert var í Kópavogi og Reykjavík á vakt jafnaðarmanna. Tillagan var felld af sjálfstæðismönnum. Sérfræðinefndirnar í Reykjavík og Kópavogi gerðu sínar úttektir og komu með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu bæjarfélaganna sem nýttust til betri vinnulags. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur þó sameinast í nokkrum tilvikum og tekið skref í lýðræðisátt. Siðareglur kjörinna fulltrúa voru samþykktar samhljóða og Ungmennaráði Reykjanesbæjar komið á laggirnar haustið 2011. Ungmennaráðið er skipað 13 fulltrúum ungmenna yngri en 18 ára og fundar með bæjarstjórn árlega – það eru jafnan skemmtilegustu og uppbyggilegustu bæjarstjórnarfundirnir.

Íbúar geta krafist borgarafunda og kosninga Þá urðu ný sveitarstjórnarlög ríkisstjórnar jafnaðarmanna – sem gerðu auknar kröfur um ábyrga fjármálastjórnun í sveitarfélögum og aukið íbúalýðræði – til þess að bæjarstjórnin einhenti sér í að breyta bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar og setti fyrst bæjarstjórna inn ákvæði um borgarafundi og almennar atkvæðagreiðslur. Íbúar Reykjanesbæjar geta nú í fyrsta sinn krafist borgarafundar og almennrar atkvæðagreiðslu sbr. 80. gr. bæjarmálasamþykktar. 10% af þeim sem kosningarétt hafa geta óskað borgarafundar og 25% óskað almennrar atkvæðagreiðslu. Allt of oft hafa afdrifarík mál verið afgreidd í hasti af meirihluta sjálfstæðismanna undanfarin ár án þess að vera kynnt bæjarbúum nægjanlega, eins og t.d. sala HS, EFF nauðungarsamningarnir, samningurinn við Hrafnistu, salan á hlutnum í HS Veitum – svo nokkur dæmi séu nefnd. Við bæjarfulltrúar Samfylkingar vildum hafa mörkin lægri og tryggja skýlausan rétt bæjarbúa til þess að taka ákvarðanir milliliðalaust um stórmál en fengum það ekki í gegn. En við fögnum því að nú geta bæjarbúar krafist borgarafundar og/ eða almennrar atkvæðagreiðlsu sem er mikilvægur áfangi. Hagsmunir og tengsl bæjarfulltrúa verði skráð Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu að reglum um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa

á kjörtímabilinu. Samkvæmt þeim áttu bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ að skrá hagsmuni sína og tengsl fyrir opnum tjöldum á vefsíðu bæjarins. Reglurnar voru sambærilegar skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings samþykktar vorið 2009 sem finna má á althingi.is. Tillögunni var vísað til nefndar. Við munum leggja tillöguna aftur fram í bæjarstjórn eftir kosningar. Aukum gegnsæi og íbúalýðræði Íbúar eiga rétt á að vera upplýstir um hagsmuni kjörinna fulltrúa og stöðu bæjarins og eiga rétt á að krefjast upplýsinga og að taka ákvarðanir sjálfir í mikilvægum málum. Það getum við gert t.d. með því að breyta bæjarmálasamþykktinni þannig að færri íbúa þurfi til að krefjast borgarafundar og íbúakosningu en nú er, með því að nýta nýja upplýsingavefi bæjarins til þess að kjósa um mikilvæg mál og með því að koma á öldungaráði og efla ungmennaráðið. Gegnsæi tryggjum við m.a. með því að opna bókhald Reykjanesbæjar, með því að setja reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa og með því að skerpa skilin á milli embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa – stjórnmálamanna. Það er ekkert mál að gera bæinn okkar lýðræðislegri – við þurfum bara að breyta áherslum í bæjarstjórn. Og það geta bæjarbúar gert í kosningunum 31. maí! Eysteinn Eyjólfsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar


27

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Glæsilegur lestur og vel undirbúnir keppendur L

okahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í DUUShúsum á dögunum. Þar kepptu tveir fulltrúar allra grunnskólanna í Reykjanesbæ og Sandgerði, alls 14 nemendur. Keppendur lásu texta úr bók Þorgríms Þráinssonar „Ertu Guð, afi?“, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og ljóð að eigin vali. Lesturinn var glæsilegur að vanda enda keppendur vel undirbúnir. Tveir verðlaunahafar frá því í fyrra, Jón Ragnar Magnússon og Svanur Þór Mikaelsson, kynntu rithöfund og skáld keppninnar í ár. Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Njarðvíkurskóla sigraði, Kristján Jón Bogason, Akurskóla varð í 2. sæti og Svava Rún Sigurðardóttir, Heiðarskóla varð í 3. sæti. Við ræddum við nokkra nemendur sem tóku þátt í keppninni og spurðum þau út í hvað þau væru að lesa þessa dagana. Fer upp í rúm með fartölvuna til að lesa um hestamennsku Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir í Holtaskóla er þessa stu nd i na a ð lesa bók sem heitir Leyndardómur ljónsins. Þetta er

skáldsaga eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem á að gerast á Reykjum í Hrútafirði. Hún valdi bókina þar sem hún fór með skólanum á Reyki í haust og átti frábærar stundir með krökkunum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Bókin er vel upp byggð og rosalega spennandi á köflum. Gyðu finnst gaman að lesa bækur sem byggja upp spennuna. Gyða stundar hestamennsku af kappi og les töluvert hestatengt efni. Í vetur las hún bækur um knapamerkin. Markmið knapamerkjanna er að stuðla að aukinni þjálfun og menntun í reiðmennsku. Gyða les sér mikið til um hestatengt efni á íslenskum vefsíðum og stundum fer hún upp í rúm með fartölvuna til að lesa hestasíður. Skrifaði smásögur og myndskreytti Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Nj a r ð v í k u rskóla er núna að lesa bókina Nikký en rithöfundurinn Jacqueline Wi l s on e r í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu og les hún mikið af bókum eftir hana. Jóhönnu finnst gaman að lesa skemmtilegar bækur. Jóhanna er áskrifandi

að tímaritinu Júlíu og hefur mjög gaman af greinum þar. Jóhönnu finnst Rökkurhæðir bækurnar mjög skemmtilegar. Hún hefur líka gaman af bókunum hans Gunna Helga. Á sínum yngri árum skrifaði hún margar smásögur og myndskreytti sjálf. Í frítíma þá æfir hún sig á gítar en hún er í gítarnámi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Einnig æfir Jóhanna Lilja körfubolta með 7. flokki í Njarðvík þar sem flestar vinkonur hennar æfa líka. Jóhanna hefur æft bæði á píanó og fiðlu. Hryllingssögur og ævintýrasögur skemmtilegastar Kristjáni Jóni B o g as y n i ú r Akurskóla finnst nánast allar bækur skemmtilegar en honum finnst þó hryllingssögur og ævintýrasögur vera skemmtilegastar. Síðasta bókin sem hann las var Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason. Kristján les stundum tímaritin Lifandi Vísindi, og hafði hann mjög gaman af teiknimyndasögum þegar hann var yngri, sérstaklega bókunum um Ævintýri Tinna.

AUGLÝSINGASÍMINN

ER 421 0001

ATVINNA

Vantar starfsmann í heimaþjónustu Okkur hjá Sinnum vantar starfsmann í heimaþjónustu í Reykjanesbæ. Um er að ræða helgarvaktir aðra hverja helgi við umönnun fjölfatlaðra barna. Með því að koma í Sinnum liðið getur þú fundið gefandi starf sem byggist á mannlegum samskiptum og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Óskað er eftir fólki sem hefur reynslu af umönnun og hefur gott vald á íslensku og/eða ensku. Umsóknum skal skilað á eyðublaði sem er á www.sinnum.is/umsókn um starf og taka skal fram í athugasemdum að verið sé að sækja um helgarvinnu í Reykjanesbæ.

HEILSUHORNIÐ

Ertu að fórna heilsunni fyrir vinnuna? Eða, er lélegt heilsufar farið að setja strik í reikninginn í vinnunni eða fyrirtækinu þínu? Margir vinna nú til dags mun lengri vinnudag en eðlilegt þykir og við tökum jafnvel vinnuna með okkur heim þannig að sumir eru í raun í vinnunni án þess að átta sig á því. Þetta munstur tekur heilmikinn toll af heilsu okkar og endar yfirleitt með því að við brennum út og erum stöðugt í skuld við líkamann, orkulega, líkamlega og andlega. Árangur okkar í starfi er ekki jafnmikils virði og heilsufar okkar því ef við höfum ekki heilsu til að vinna þá er nú fokið í flest skjól. Í nýlegri rannsókn sem gerð var á 500 stjórnendum samkvæmt tímaritinu Fortune, voru 40% af ÁSDÍS stjórnendum í ofþyngd og 73% lifðu kyrrsetuGRASALÆKNIR lífi sem eykur áhættu á sykursýki og hjarta- og SKRIFAR æðasjúkdómum. Margir þeirra höfðu einnig háan blóðþrýsting og of hátt kólerteról. Það er nauðsynlegt að við séum á varðbergi gegn eftirfarandi hættueinkennum sem geta komið út frá langvarandi streitu í vinnu s.s. stöðug þreyta og slen, ofát, svefnleysi, skyndileg þyngdaraukning/losun, stirðleiki og krónískir verkir, brjóstsviði og framtaksleysi. Þegar við vanrækjum heilsu okkar erum við að draga úr afkastagetu og framkvæmdaorku okkar. Að setja heilsuna í forgang er afar mikilvægt fyrir fyrirtækið þitt eða vinnuna og ávinningurinn er að þú verður mun afkastameiri, með meiri einbeitingu, líklegri til að taka betri ákvarðanir og vera líflegri í starfi. Það er nefnilega þannig að hraustir starfsmenn afkasta meira og kosta minna fyrir fyrirtækið. Við eigum að gera þá kröfu til okkar sjálfra að vera í okkar besta mögulega ásigkomulagi andlega og líkamlega til að nýta krafta okkar sem best. Þegar við tökum ákvörðun um að borða næringaríkari fæðu, hreyfa okkur reglulega, hvílast vel og draga úr streitu, þá smitast það yfir í allt sem við tökum að okkur í lífinu. Bara það t.d. að fara í einn og einn göngutúr út í náttúrunni styrkir líkamann, eykur orkuna, hreinsar hugann og dregur úr streitu, en fyrir mig persónulega þá eru göngutúrarnir mínir mikilvægir til að halda jafnvægi og gefa mér ‘time-off ’ frá vinnu og heimili þar sem ég get kúplað mig alveg út og hlaðið batteríin. Ein stærsta hvatningin okkar til að breyta yfir í heilsusamlegri venjur er átta okkur á því að við fáum bara eitt eintak af þessum líkama og þurfum því að vanda til verks hvernig við förum með hann svo hann endist okkur vel og lengi. Það er óþarfi og óskynsamlegt að fórna heilsunni sinni fyrir meiri frama og árangur í starfi og þess í stað ættum við heldur að leggja inn í heilsubankann og fjárfesta í heilsuríkri framtíð svo við getum höndlað betur þau verkefni sem verða á vegi okkar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


28

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent n

pósturu vf@vf.is

Eyjólfur Eysteinsson formaður FEB á Suðurnesjum skrifar:

Kveðja frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum V

ið getum fagnað þv í a ð nú er tekið í notkun nýtt hjú k r unarheimi li hér á Nesvöllum fyrir okkur eldri borgara á Suðurnesjum. Fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum hefur lengi verið eitt af baráttumálum Félags eldri borgara á Suðurnesjum. En nú þegar í dag verður að hugsa til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheimilum fjölgar ört og því miður er ekki reiknað með því að staðan verði mikið betri þegar hjúkrunarheimilið á Nesvöllum er komið í rekstur og að enn verði sjúkir eldri borgarar á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheimilum. Það á því að vera hlutverk sveitarfélaganna á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar

undirbúning að fjölgun hjúkrunarrýma fyrir sjúka aldraða á svæðinu. Við hvetjum sveitarfélögin á Suðurnesjum til að vinna að mótun framtíðarstefnu öldrunarmála á Suðurnesjum og leggjum áherslu á að sú vinna verði unnin með öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Við bindum miklar vonir við Öldungaráð Suðurnesja sem er í burðarliðnum en þar er komið á föstu samráði okkar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Að lokum flytjum við bestu óskir Félags eldri borgara á Suðurnesjum og vonum að samstarfið við stjórnendur á Hrafnistu verði heillavænlegt. Sérstakar kveðjur til íbúa Hrafnistu í Reykjanesbæ. Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum

-fs-ingur

vikunnar

Hræðist mætingasamninga Aron Ingi Albertsson er 19 ára Keflvíkingur á náttúrufræðibraut í FS. Ef hann fengi einhverju ráðið í skólanum væri boðið upp á KFC í hádeginu en sá skyndibiti er í miklu uppáhaldi. Aron er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Helsti kostur FS? Sófarnir inni á skrifstofu. Hjúskaparstaða? Á lausu. Hvað hræðistu mest? Mætingasamninga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég segi að Ástþór Sindri, Steinn Alexander og Snorri Már muni ná langt í tónlistarheiminum. Hver er fyndnastur í skólanum? Arnór Grétarsson. Ekki fyrir brandarana sína samt. Hvað sástu síðast í bíó? Delivery Man, hún stóð ekki undir væntingum. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Góðan mat. Hver er þinn helsti galli? Feimni. Hvað er heitasta parið í skólanum? Þekki engin pör í skólanum.

-

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Fá starfsmennina á KFC til þess að elda ofan í nemendur í hádeginu. Áttu þér viðurnefni? Ronni30 Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? RahRah squad. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Frekar slappt. Áhugamál? Körfubolti og snjóbretti. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það er draumur minn að fara út til Bandaríkjanna í háskóla og að geta fengið að spila körfu úti væri líka geggjað. En í augnablikinu ætla ég að einbeita mér að því að klára framhaldsskóla. Ertu að vinna með skóla? Neibb, brokeboysquad. Hver er best klædd/ur í FS? Thor Andri.

TIL LEIGU

A

ri Auðunn er 15 ára rappari frá Grindavík. Hann sigraði Rímnaflæði ásamt Hafþóri félaga sínum fyrir næstum tveimur árum en saman mynda þér hljómsveitina Bjarnabófa. Nú er Ari að vinna að eigin efni og á dögunum sendi hann frá sér nýtt lag sem kallast Ljóðræn martröð. Þoldu ekki hvorn annan Ari segist hafa byrjað að rappa fyrir um þremur árum en engin alvara hafi verið í þessu hjá honum fyrr en Rímnaflæði og Bjarnabófar komu til sögunnar. Hafþór Orri félagi hans í hljómsveitinni var ekki efstur á vinalista Ara þegar þeir kynntust fyrst. „Við Haffi bókstaflega þoldum ekki hvorn annan. Síðan hittumst við á balli og fórum að tala saman og komumst að þvi að við ætluðum báðir að taka þátt í Rímnaflæði. Við ákváðum að taka þátt saman en ég bara man ekki hvernig það gerðist ef ég á að segja eins og er,“ segir Ari og hlær. Rímnaflæði er keppni krakka í 8.-10. bekk á öllu landinu í rappi og rímum en þar flytja keppendur

frumsamda texta. Keppnin hefur verið haldin 14 sinnum og hafa fjölmargir þjóðþekktir rapparar stigið þar sín fyrstu skref. Ari segir að von sé á nýju efni frá strákunum innan skamms. Nýtt myndband með Bjarnabófum kemur á næstunni og stefnan er svo sett á smáskífu fyrir sumarið. Rapparar frá Suðurnesjum hafa ekki verið áberandi að undanförnu og rappsenan er einstaklega lítil í Grindavík að sögn Ara. „Grindavík er ekki beint stór bær, þannig að ég myndi segja að það sé bara engin rappsena hérna. Ég held jafnvel að ég sé eini rappandi svarti sauðurinn í þessum bæ,“ segir Ari hress. Áhrifa við textagerð leitar Ari víða. „Ég nota eiginlega bara allt sem ég sé og geri og hef upplifað, fólk sem ég hitti hefur mikil áhrif á mína tónlist,“ segir Ari sem er mjög mikill adáandi rapparans Eminem, en einnig hlustar hann nokkuð á hljómsveitina Atmosphere. Lagið Ljóðræn martröð sem sjá má á vf.is kemur eiginlega beint frá hjartanu að sögn Ara og fjallar mikið um martraðir og andvökunætur.

EFTIRLÆTIS Kennari Þorvaldur Fag í skólanum Stærðfræði Sjónvarpsþættir Allt sem er sýnt á BBC Entertainment Kvikmynd Boyz N The Hood Hljómsveit/tónlistarmaður Migos Leikari Leonardo Dicaprio Vefsíður Reddit Flíkin Það sem er efst á stólnum mínum þann daginn Skyndibiti KFC Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Þó mér finnist erfitt að viðurkenna það, þá er pop tónlist rosalega catchy

smáauglýsingar Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Eini rappandi svarti sauðurinn í Grindavík

pósturu eythor@vf.is

Brekkustígur. 130 fm atvinnuhúsnæði.Hentar aðila sem þarf íbúð og vinnustað fyrir léttan iðnað. Laust 15.mars. Reyklaust. Trygging, Aðeins reglusamir koma til greina. Verð 90+ rafm og hiti.Uppl. 854 4535 Guðjón. Verkstæði / geymsluhúsnæði á Fitjabraut Rúmgott verkstæði / geymsluhúsnæði til leigu á Fitjabraut 26 í Njarðvík. Laus strax. 75.000 kr á mánuði + hiti og rafmagn. 80 fm gólfflötur + 60 fm milliloft með herbergi og salerni. 3,5 fm innkeyrsluhurð. Auk þess tvær inngangshurðir. Þriggja fasa rafmagn. 150.000 kr trygging, fyrsta mánuðinn fyrirfram. Upplýsingar í s: 8223858. Vatnsnesvegur 5 - atvinnuhúsnæði 70 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. Geymsluhúsnæði Til leigu 27 fermetra upphituð geymsla í Keflavík. Aksturshurð er á geymslu. Upplýsinga í síma 699 6869

Vikan 20. - 26. mars. nk.

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Föstudaginn 21 mar s  nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Sönghópurinn Uppsigling Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.rnb.is

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

AFMÆLI TIL SÖLU Hellingur af nýjum fötum til sölu ! Er með slatta af nýjum ónotuðum fötum fyrir börn og fullorðna mjög ódýrt Upplýsingar í síma 847 3118

ÞJÓNUSTA ÓDÝR HÚSGAGNAHREINSUN Við djúphreinsum, lítil dýna frá 4000 kr, hægindarstóll frá 2000 kr, tveggja sæta sófi frá 4000 kr, motta frá: 500 kr m/2 s:780 8319 email: djuphreinsa@ gmail.com Skattframtalsgerð Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Bókhaldsþjónusta Suðurnesja sf Jónas Óskarsson Sími: 691 2361

Við viljum óska yfirmanni okkar honum Valla innilega til hamingju með 30 ára afmælið þann 21. mars. Vonum að sem flestir sjái sér fært að koma í Ungó og syngja afmælissönginn fyrir hann. Kær kveðja starfsfólk Ungó.


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014

Friðrik Ómar með sálma og saknaðarsöngva í Keflavíkurkirkju u Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar heldur tónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudagskvöldið 26. mars nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00. Miðaverð er aðeins 2500 krónur en miðasala er einungis við innganginn. Platan KVEÐJA með Friðriki Ómari kom út í nóvember á sl. ári. Platan varð ein sú mest selda á landinu fyrir jólin en hún innihélt ýmsa sálma og saknaðarsöngva flutta af Friðriki Ómari í frábærum útsetningum hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar píanóleikara. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fylgja velgengni plötunnar eftir í kirkjum víðsvegar um landið í mars og apríl 2014. Til að auka á upplifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfimyndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir draumkennda og ævintýralega grafík sína. Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi tilfinningaríka stund þegar lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mina bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria munu verða flutt af Friðriki Ómari og félögum.

30 gengu um Arnarseturshraun R

úmlega 30 manns gengu á sunnudagsmorgun um Arnarseturshraun sem rann árið 1226. Reykjanes jarðvangur bauð til göngunnar í tilefni af safnahelgi á Suðurnesjum og var Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður. Lagt var upp í ferðina frá Gíghæð og skoðaðar hleðslur sem

þjónuðu vegavinnumönnum við gerð Grindavíkurvegarins á árunum 1913 - 1918. Í framhaldinu var skoðaður gígurinn Arnarsetur, falleg hrauntröð vestan Grindavíkurvegar og hellarnir Dátahellir og Kubbur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gönguferðinni.

Mottumessa og Tímamótakvöld u Sunnudagskvöldið 23. mars kl.

20:00 verður mottumessa í Keflavíkurkirkju. Messan er haldin í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja og flytja fulltrúar félagsins hugleiðingu og segja sögu sína. Keflavíkurkirkja hefur verið böðuð bláum flóðljósum í þessum mánuði og er það til stuðnings því verkefni að vekja athygli á krabbameini í körlum. Tekið verður á móti framlögum við messuna og renna þau óskip til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Fjölskyldumessa verður svo kl. 11:00. Mánudagin 24. mars flytur Sigrún Anna Jónsdóttir erindi í Keflavíkurkirkju. Erindið fjallar um hina gömlu Keflavíkurkirkju sem eyðilagðist í stormi veturinn 1902. Viðburðurinn er liður í dagskránni Tímamótakvöld í Keflavíkurkirkju, í tilefni af væntanlegu aldarafmæli Keflavíkurkirkju.

Brenniboltamót vinsælast í heilsuviku - Sandgerðingar nýttu sér fjölbreytta dagskrá

u Sunddeild Reynis var endurvakin með látum og eru reglulegar æfingar nú hafnar aftur. Meðal annars var boðið upp á jóga, zúmbadans, júdó, körfubolta, bæjargöngu, heilsuvikuhlaupið var hlaupið í fyrsta sinn, keppni í pílukasti, einkaþjálfari leiðbeindi í þreksal, tímatöku í sundi, fyrirlestra, golfkennslu, æskulýðsmessu og margt fleira. Vinsælustu viðburðirnir í ár voru brenniboltamótið, sem er að skipa sér sess sem árlegur viðburður heilsuviku, en um 100 manns mættu þar og höfðu gaman af. Samkaupsmótið í blaki var einstaklega skemmtilegt og vel skipulagt með aðstoð frá Blakdeild Keflavíkur. Góð þátttaka var hjá yngsta aldurshópnum í knattþrautakeppni Reynis sem og taekwondo-æfingu í íþróttahúsinu þar sem mættu yfir 40 manns til að prófa. Þess má geta að taekwondomaðurinn Karel Bergmann Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður Sandgerðis kvöldið fyrir kynninguna. Grunnskólinn og leikskólinn tóku einnig virkan þátt í heilsuvikunni og buðu nemendum upp á ýmsar heilsusamlegar uppákomur. En þó að heilsuvikunni sé lokið þá hvetjum við alla til að huga að heilsunni allt árið um kring og skiptir þá jafn miklu máli að huga að líkamlegu og andlegu hliðinni. Umsjónarmenn heilsuvikunnar Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi, og Páll Jónsson, formaður forvarna- og jafnréttisráðs, vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt.

ÁFRAM REYKJANES! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 26. mars kl. 19:00 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í apríl.

SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ

facebook.com/skolahreysti

#skolahreysti


30

fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Bikarinn fer ekki neitt Grindvíkingurinn Sigurður Gunnar hefur verið frábær í vetur - atvinnumennska í kortunum eftir tímabilið

M

iðherjinn stæðilegi hjá Grindavík, Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur átt frábært tímabil með þeim gulklæddu. Ísafjarðartröllið virðist í sínu besta formi og ef áfram heldur sem horfir mun hinn 25 ára gamli leikmaður fljótlega leggja land undir fót. Sigurður segist hafa íhugað þau mál og hefur alls ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. Þau mál verði skoðuð eftir tímabilið. Fyrst þarf að klára ákveðið verkefni. „Við ætlum að vinna þessa úrslitakeppni, þannig að hún leggst afar vel í okkur,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður út í komandi úrslitakeppni í Domino's deildinni. Liðið hefur verið á góðu skriði síðan vandamál með erlenda leikmenn voru leyst og lykilmenn náðu að jafna sig af meiðslum. Í vikunni var Sigurður valinn í úrvalslið seinni umferðar Domino’s deildarinnar og hann var besti maður vallarins þegar Grindvíkingar unnu bikarkeppnina fyrir skömmu.

Sigurður setti sér ákveðin markmið fyrir tímabil sem hann segist ekki alveg hafa náð. Hann er þó ánægður með sinn leik, þá sérstaklega á seinni hluta tímabils. Líkamlega er Sigurður líklega í sínu besta formi en það þakkar hann stífum æfingum hjá handboltakappanum Einari Hólmgeirssyni síðasta sumar. En er Sigurður að toppa núna? „Ég ætla að vona að ég sé ekki ennþá búinn að toppa, það væri frekar leiðinlegt. Ég hugsa að það sé nú eitthvað eftir á tankinum,“ en líklegast er það rétt enda hefur frammistaða miðherjans farið stigvaxandi í vetur og eru líklega bestu árin í boltanum framundan. Hefur þroskast mikið í Grindavík Sigurður hefur náð sér í tvo Íslandsmeistaratitla, tvo deildarmeistaratitla og bikarmeistaratitil síðan hann kom til Grindavíkur frá Keflvíkingum árið 2011. Á tíma sínum í Röstinni segist Sigurður

hafa bætt sig töluvert sem leikmaður. „Ég lærði mikið í Keflavík en ég hef þroskast mikið hérna í Grindavík og ég hugsa að ég lesi leikinn og liðsfélaga mína betur en ég gerði. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa komið hingað,“ segir Sigurður léttur í bragði. Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og eru með gríðarlega sterkan hóp. „Ég tel að við séum með besta hópinn á landinu. Kannski ekki með hæfileikaríkustu einstaklingana en við erum samheldinn hópur sem þekkjum vel inn á hvern annan.“ Grindvíkingar taka á móti Þórsurum í kvöld á heimavelli sínum en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Sigurður segir að Grindvíkingar séu ekki mikið að velta öðrum liðum fyrir sér heldur hafi augun á þeim stóra í bikarskápnum í Röstinni. „Við viljum bara halda honum heima, hann fer ekki neitt,“ sagði Ísfirðingurinn sterki í Grindavíkurliðinu að lokum.

Stóra stundin er runnin upp - Körfuboltaveisla framundan

N

Keflvíkingar með bakið upp við vegg A

f úrslitakeppni kvenna er það að frétta að Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum í gær, miðvikudag en leikurinn hófst eftir að blaðið fór í prentun. Haukar

voru með 2-0 forystu í einvíginu og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum. Til þess að nálgast umfjöllun um leikinn má heimsækja vefsíðu Víkurfrétta vf.is.

Keflvíkingarnir komnir til Taiwan K

eflvísku teakwndokapparnir Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen eru loks komin til Taiwan þar sem þau munu vera næstu tvær vikurnar við keppni og æfingar. Á morgun, föstudag keppa Sverrir og Karel á úrtökunni fyrir Ólympíuleika æskunnar og í næstu viku keppa þau öll á heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið er mjög stórt, en það eru um 50 keppendur í hverjum flokki. Ferðalagið var langt, um 32 tímar og var því kærkomið að komast loks á hótel í Taiwan og hvílast.

ú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í Domion's deild karla. Í dag, fimmtudag fer veislan af stað en þá taka Grindvíkingar á móti Þórsurum í Röstinni. Liðin úr Reykjanesbæ eiga svo bæði heimaleiki á morgun, föstudag. Þriðja árið í röð mætast Keflvíkingar og Stjörnumenn en liðin hafa eldað grátt silfur í síðustu rimmum. Þrátt fyrir að Keflvíkingar verði að teljast sigurstranglegri má búast við hörku baráttu í leikjum liðanna. Keflvíkingar unnu stórsigur á Stjörnumönnum í fyrsta leik tímabilsins í Ásgarði. Munurinn var á liðunum 25 stig í þeim leik. Þegar liðin mættust svo í TM-höllinni í janúar var spennan öllu meiri. Keflvíkingar höfðu þar þriggja stiga sigur í hörku leik. Grindvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þórsurum í 8-liða úrslitum. Þessi lið

mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn árið 2012 þar sem Grindvíkingar kræktu í titilinn. Grindvíkingar sem leikið hafa frábærlega síðan um áramótin eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og verða að teljast ansi líklegir til þess að leggja nágranna sína af velli. Liðin mættust fyrir skömmu og þar höfðu Grindvíkingar frekar öruggan sigur. Liðin mættust í Grindavík í byrjun desember en þá unnu Þórsarar sigur með 10 stigum. Á fimmtudag verður flautað til leiks í rimmunni en leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Njarðvíkingar eiga heimavallarétt gegn Haukum en liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni í vetur, en báðir sigrar komu á heimavelli. Fyrirfram er búist við jafnri keppni milli þessa liða, enda skiljanlegt þar sem liðin höfnuðu jú í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa ekki komist

fram yfir 8-liða úrslitin síðuastu tvö ár, en þeir í Ljónagryfjunni vilja sjálfsagt ólmir að þar verði breyting á. Liðin sem mætast og sætin sem liðin höfnuðu í: KR (1) · Snæfell (8) Keflavík (2) · Stjarnan (7) Grindavík (3) · Þór Þ. (6) Njarðvík (4) · Haukar (5) Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þetta breytta fyrirkomulag gerir það að verkum að fleiri leikir fara líklega fram og erfiðara gæti reynst fyrir þau lið sem enduðu neðar í töflunni að koma á óvart, ef svo mætti segja. Auðvitað er ekkert bókað fyrir fram og ómögulegt að segja til um hvernig málin þróast. Spennandi verður að fylgjast með Suðurnesjaliðunum sem öll verða að teljast líkleg til þess að komast í undanúrslit.


31

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014

+ www.vf.is

83%

n Keflavík leikur í 50 ára Íslandsmeistarabúningnum í Pepsi-deildinni

„Draumurinn að titlarnir verði fleiri“ K

nattspyrnulið Keflavíkur mun leika í svörtum keppnisbúning í Pepsi-deildinni í sumar. Búningurinn var „afhjúpaður“ í höfuðustöðvum Landsbankans í vikunni. Tilefnið er að fimmtíu ár eru liðin frá því að Keflavík varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það gafst því gott tækifæri til þess að heiðra þessa frábæru knattspyrnumenn sem lönduðu titlinum þá – og gera eitthvað skemmtilegt fyrir félagið í heild,“ sagði Þorsteinn Magnússon formaður og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur. „Við erum ánægðir með búninginn sem kemur frá Nike. Okkur hefur lengi langað að leika í svörtu og þegar þessi hugmynd kom upp þá stukkum við á þetta,“ bætti Þorsteinn við. Keflavík mun aðeins nota „50 ára Íslandsmeistarabúninginn“ á þessari leiktíð og verður hann notaður á öllum leikjum liðsins ef það verður hægt. Jón Óli Jónsson, sem var leikmaður

Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur árið 1964 tók þátt í að kynna þetta framtak og hann var ánægður með útkomuna. „Það er óhætt að segja það að þetta rifji upp gamla góða tíma. Ég er mjög ánægður með þetta. Það er draumurinn að Íslandsmeistaratitlarnir verði fleiri enda eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp í liðinu. Ég er bara bjartsýnná framtíðina,“ sagði Jón Óli. „Mér líst vel á þetta og þessi búningur er virkilega vel heppnaður,“ sagði Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur. „Ég er spenntur að fara að spila í þessum búning í sumar og það er stór og mikill heiður fyrir okkur að fá að heiðra þessa herramenn sem komu með fyrsta titilinn í Keflavík.“ Knattspyrnudeildin stendur fyrir herrakvöldi á föstudagskvöldið í Oddfellow-salnum og þar verður „50 ára Íslandsmeistarabúningur“ Harðar Sveinssonar boðin upp. Hörður var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík á síðustu leiktíð.

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM Á VORDÖGUM

OPIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD FRÁ KL. 20:00-22:00. LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI. LÁTTU SJÁ ÞIG!

Hafnargötu 29 - Sími: 421 8585

ATVINNA Sölustjóri Helstu verkefni; Stjórnun söludeildar, viðskiptastjórnun, ráðgjöf og tilboðsgerð til stærstu viðskiptvina Securitas á Reykjanesi. Á meðal þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu. Helstu vöru- og þjónustuflokkar eru myndavélakerfi, innbrotaviðvörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, aðgangsstýrikerfi, ásamt mönnuðum öryggisgæslulausnum. Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi t.d. háskólamenntun eða tæknimenntun Þekking eða reynsla af sambærilegum störfum Reynsla af sölustörfum og/eða viðskiptastjórnun

Glæsilegt smalamót Mána Æ

skulýðsnefnd Mána hélt glæsilegt smalamót í Mánahöllinni þann 8. mars sl. Gaman var að horfa á frábærar sýningar hjá krökkunum og sjá hvað þetta eru efnilegir knapar sem við eigum í Mánafélaginu. Mánamenn voru duglegir að mæta í stúkuna og var kaffi og meðlæti á boðstólum. Mikið líf og fjör var á staðnum. Styrktaraðilar voru Ecco og Ellert Skúlason hf. Teymdir pollar Elísa Rán Kjartansdóttir – Nótt frá Varmadal Kara Reynisdóttir – Perla frá Keflavík Kara Sól Gunnlaugsdóttir – Þór frá Melabergi Viktor Guðlaugsson – Toppur frá Strönd Ríðandi pollar Þórhildur Ósk Snædal – Losti frá Högnastöðum Helena Rán Gunnarsdóttir – Nótt frá Brú

Barnaflokkur 1. sæti Ólafur Pétursson – Hnáta frá Skarði 2. sæti Glódís Líf Gunnarsdóttir – Valsi frá Skarði 3. sæti Bergey Gunnarsdóttir – Askja frá Hömrum 4. sæti Emma Thorlacius – Þruma frá Arnarstaðakoti Unglingaflokkur 1. sæti Elísa Guðmundsdóttir – Dynur frá Ásbrú 2. sæti Auður Fransdóttir – Hnáta frá Skarði 3. sæti Aþena Eir Jónsdóttir – Sörli frá Strönd II 4. sæti Ragna K. Kjartansdóttir – Dögg frá Síðu 5. sæti Kristján Ingibergsson – Sikill Ungmennaflokkur 1. sæti Jóhanna Perla Gísladóttir – Perla frá Keflavík 2. sæti Linda Sigurðardóttir – Toppur frá Stönd 3. sæti Elín Færseth – Lind frá Ármóti

Hreint sakavottorð Góð tölvukunnátta, þekking á Navision kostur Góð íslensku- og enskukunnátta Sjálfstæð vinnubrögð Rík þjónustulund og ánægja af samvinnu Í boði eru samkeppnishæf laun og krefjandi störf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði og möguleika starfsmanna til starfsþróunar. Umsóknir berist í gegnum heimasíðu www.securitas.is fyrir 1. apríl 2014. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi, í síma 8252727, netfang kjartanmar@securitas.is. Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með tæplega 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.

INNBROTAVIÐVÖRUN

BRUNAVARNIR GASSKYNJARI VATNSKYNJARI

AÐGANGSSTYRIKERFI

MYNDAEFTIRLIT FARANDGÆSLA

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI


vf.is

-mundi ZzZzZ... verkfall!

FIMMTUDAGURINN 20. MARS 2014 • 11. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Þórarinn Gunnarsson Prestur keflvísku baptistakirkjunnar var að fara en hann klæddist mjög lekkerri tappout peysu. Aþena Eir Jónsdóttir Þegar danskennarinn spyr: "jæja hvernig gekk að bora í nefið í dag krakkar?" #verkfall #notafan Sara Björnsdóttir þú sem bjóst til sallatið mitt á langbest í kvöld. ég elska þig. #bestaseméghefsmakkað Marvin Harry Guðmundsson Keflavik-Stjarnan i 8-liða úrslitum, það er alltaf gaman þegar þessi tvö lið mætast! Davíð Guðlaugsson Eina góða við þennan skóla er rafmagnshurðin sem opnar fyrir manni á morgnana Helgi Már Vilbergsson Ef að Framhaldsskólakennarar eiga að fá svona hækkun, eiga Grunnskólakennarar að fá meiri. Meiri ábyrgð, erfiðari vinna og lengri vinnutímar!

Valdimar Gudmundsson Pæliðíðí. Ein smá innsláttarvilla getur breytt gleði (vúhú) í sorg (búhú). Þetta líf mar.

Ómar Jóhannsson Margir tala um barnaskólaárin sem bestu ár ævi sinnar. Ég skil ekki alveg hvernig það getur passað. Ég man ekki eftir neinum sem gat safnað í þokkalega mottu þá. Ragnheiður Elín Árnadóttir Fékk þann heiður um stund í dag að vera forsætisráðherra Írlands...og það á sjálfum St. Patreksdegi sem fagnað er ákaft hér í Boston. Viktor Örn Andrésson Takk fyrir allar góðu kveðjurnar !! Þetta er búið að vera geðveikt læt fylgja með eina góða mynd af okkur strákunum skál !! — with Þráinn Freyr Vigfússon.

n Sveitarfélagið Garður:

Prófkjör sjálfstæðismanna og óháðra um helgina P rófkjör sjálfstæðismanna og óháðra í Garði verður haldið næstkomandi laugardag frá kl. 10:00 - 18:00, að Heiðartúni 2 (úti í enda). Utankjörstaðakosning fer fram dagana 12. - 21. mars á sama stað. Opið verður á milli 19 og 20 virka daga. Laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 11 - 12.

Prófkjörið er opið öllum og þátttökurétt eiga þeir sem verða 18 ára á árinu og eru skráðir með lögheimili í Sveitarfélaginu Garði. Frambjóðendur eru eftirfarandi: Bjarki Ásgeirsson, grunnskólakennari og húsasmíðameistari.

Björn Vilhelmsson, kennari og deildarstjóri. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður sjá SI raflögnum. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og aðalmaður í bæjarstjórn frá 2006. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og forseti bæjarstjórnar. Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi. Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri hjá GSE ehf og bæjarfulltrúi. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS. Sævar Leifsson, vallarstjóri hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.

NSTAK TÆ EI

U

FÆRI KI

T KYNN

Vorönn 2014

ÞÉ R MÁLIÐ

Fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. TölvuþjónusTubrauT í samstarfi við fjölbrautaskóla suðurnesja – fyrir þá sem eru sjálfmenntaðir í tölvusamsetningum, forritun og vefsíðugerð.

ÞEKKING

ÁRA

NGU

R

Fiskveiðar og Fiskeldi METNAÐUR

í samstarfi við fisktækniskóla íslands í grindavík – fyrir núverandi og fyrrverandi starfsfólk í fiskvinnslu, fiskeldi og sjómennsku.

nú þegar hafa yfir 50 einstaklingar farið í raunfærnimat í gegnum miðstöð símenntunar og fengið þannig færni sína metna til framhaldsskólaeininga. – 23 ára aldurstakmark

REYNSLA

sTuðningsFullTrúar og leikskólaliðar í samstarfi við fræðslunet suðurlands – fyrir þá sem hafa starfað eða eru starfandi í leik- og grunnskólum.

nánari upplýsingar og skráning áhugasamra hjá jónínu magnúsdóttur, náms- og starfsráðgjafa sími 412-5958 / jonina@mss.is

11 tbl 2014  

11.tbl.35.árg.