Page 1

• fimmtudagurinn 2. mars 2017 • 9. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Amason selur kísilsteinefni geoSilica ●●Framleiðslan sextánfölduð Nýsköpunarfyrirtækið geoSilica á Ásbrú er að leggja lokahönd á sextánfalda stækkun á framleiðslu fyrirtækisins, sem staðsett er á Hellisheiði. „Árið byrjar mjög vel hjá okkur, við höldum áfram að slá met í sölutölum og náðum við metsölu núna í janúar. Við viljum anna aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar og var því ákveðið að fara út í þessar framkvæmdir,“ segir Ágústa Valgeirsdóttir, verkefna- og viðskiptaþróunarstjóri geoSilica. Fyrirtækið hefur nú komið upp 32.000 lítra biðtönkum sem tryggir fyrirtækinu næga framleiðslugetu bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Aðlaga þurfti tankana að framleiðsluháttum

Bæjarfulltrúar vilja stöðva mengun ■■Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar tóku á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku undir áhyggjur annarra íbúa af þeirri mengun sem komið hefur frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík og athugasemdir þeim tengdum. Enn berast kvartanir til Umhverfisstofnunar vegna lykt- og loftmengunar frá verksmiðjunni. Fulltrúar United Silicon og Umhverfisstofnunar munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. Nokkrar umræður urðu á bæjarstjórnarfundinum vegna verksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar opnaði umræðuna. Lýstu bæjarfulltrúar m.a. yfir þungum áhyggjum af því hversu brösuglega starfsemin hefur gengið frá upphafi. Verksmiðjan var gangsett um miðjan nóvember sl. Á fundinum lagði bæjarstjóri til að hann myndi kalla fulltrúa United Silicon og Umhverfisstofnunar á fund bæjarráðs sem fyrst og var það samþykkt. Fulltrúi frá fyrirtækinu og Umhverfisstofnun munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. til þess að skýra sín sjónarmið. Bæjarfulltrúar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þá ófyrirséðu mengun frá verksmiðunni sem torvelt virðist að lágmarka, en var í upphafi útskýrð sem byrjunarörðugleikar.

geoSilica og segir Ágústa margar áskoranir fylgja stækkuninni, sérstaklega þar sem um nýja tækni sé að ræða sem ekki hefur verið notuð áður í þessum tilgangi. „Ég tel að íslenska veðrið hafi verið stærsta áskorunin þar sem biðtankarnir eru staðsettir fyrir utan húsnæði okkar á Hellisheiði.“ Byrjað er að selja kísilsteinefni geoSilica hjá Amazon í Bandaríkjunum og er fyrirtækið í viðræðum við nokkra aðra aðila um dreifingu erlendis. „Við teljum það styrk fyrirtækisins að geta annað eftirspurn á erlendum mörkuðum en það er þekkt að mörg íslensk sprotafyrirtæki flaska á því,“ segir Ágústa.

Álver í Helguvík áfram í biðstöðu ■■Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, færði niður kostnað við álver í Helguvík um 16 milljarða króna í ársfjórðungsskýrslu fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Nú er biðstaða varðandi framtíð þess. Það var gert í kjölfar niðurstöðu gerðardóms um orkusamning við HS Orku. Gerðardómur kvað í nóvember síðastliðnum upp þann úrskurð að HS Orku bæri ekki að

standa við ákvæði raforkusaamnings við Norðurál síðan í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík. Sú raforka átti að vera hluti þeirrar orku sem þurfti til álversins. HS Orka hafði í nokkur ár reynt að losna undan samningnum. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að framtíð bygginga Norðuráls í Helguvík muni ráðast af möguleikum á orku á samkeppnishæfu verði.

Telja óljóst hvaða efni berast frá kísilverksmiðju ●●Tímabundin stöðvun United Silicon hugsanleg Fulltrúar Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að fram fari verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna tíðra mengunaróhappa. Stofnunin sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í síðustu viku. Í úttektinni verður kannað hver upptök lyktar eru og tillögur lagðar fram um úrbætur á mengunarbúnaði og rekstri. Í bréfinu tilkynnir Umhverfisstofnun jafnframt að hugsanlegt sé að stöðva þurfi reksturinn tímabundið til að framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Þar til úttektinni verður lokið áformar Umhverfisstofnun að United Silicon fái aðeins að reka þann eina ofn verksmiðjunnar í Helguvík sem þegar hefur verið settur upp. Í áætlunum fyrirtækisins til næstu tíu ára er gert ráð fyrir að ofnarnir verði fjórir. Umhverfisstofnun hefur veitt forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars næstkomandi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í úttektinni á einnig að greina hvaða efni gætu verið í útblæstri verksmiðjunnar, sérstaklega þegar eitthvað kemur upp á við rekstur ofns verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun telur ljóst af kvörtunum íbúa að dæma að þau áhrif og einkenni sem fólk lýsi feli í sér skerðingu á lífsgæðum sem ekki

„Við höfum áhyggjur af því að það séu að myndast efni sem ekki var gerð grein fyrir í mati á umhverfisáhrifum né í umsóknarferlinu,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

var gert ráð fyrir í aðdraganda leyfisveitingar til kísilverksmiðjunnar. „Verkfræðileg úttekt myndi leiða í ljós úrbætur sem þyrfti að gera og meta hvaða efni er um að ræða. Við höfum áhyggjur af því að það séu að myndast efni sem ekki var gerð grein fyrir í mati á umhverfisáhrifum né í umsóknarferlinu,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Markmiðið með úttektinni væri að koma í veg fyrir að snefilefnin myndist. Starfsemi hófst í kísilverksmiðju United Silicon í október síðastliðnum. Umhverfisstofnun hefur fengið fjölda ábendinga um mengun frá íbúum og starfsfólki nærliggjandi fyrirtækja í

Helguvík. Í eftirlitsferðum fulltrúa Umhverfisstofnunar hafa fjölmörg frávik frá starfsleyfi verið skráð. Í fyrrnefndu bréfi frá Umhverfisstofnun til United Silicon segir að þurft hafi að auka verulega tíðni eftirlits með starfseminni frá því sem áætlað var og að umfang eftirlitsins sé fordæmalaust.

Fer Umhverfisstofnun offari í Helguvík? ■■„Ef frá eru talin úrbætanleg tækniatriði sem nálgast má í anda meðalhófs, virðist sem Umhverfisstofnun byggi áform sín á huglægu mati og óformlegum kvörtunum. Ekkert liggur fyrir um aðra mengun en lykt, eins og hver og einn finnur lykt eða ólykt með sínu nefi. Ekkert liggur fyrir um staðfest heilsutjón né aðra skaðlega mengun frá verksmiðjunni studda hlutlægu mati,“ segir Skúli Thoroddsen, lögfræðingur og íbúi í Reykjanesbæ í aðsendri grein til Víkurfrétta. Skúli segir m.a. í grein sinni að það sé ekki tilgangur skrifa hans að gera lítið úr því að fólki finnist ólykt koma sér við í sínum heimabæ, þvert á móti. „Hins vegar get ég ekki varist þeirri hugsun að Umhverfisstofnun fari með áformum sínum offari, verði þau að veruleika og starfsemin takmörkuð, án haldbærra gagna um raunverulega mengun.“

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. mars 2017

Skólamatur fagnar þingsályktunartil- Bæjarstjórn Voga mótmælir vegatollum harðlega lögu um heilnæmi skólamáltíða „Við höfum lengi trúað því að aukin samvinna hagsmunaaðila geti skilað betri og hollari skólamáltíðum sem nemendur vilja borða,“ segir Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri hjá Skólamat í Reykjanesbæ en í nýrri þingsályktunartillögu sem hefur verið lögð fram af þremur flokkum á Alþingi er lagt til að heilbrigðisráðherra feli landlæknisembættinu að kanna heilnæmi og næringarinnihald skólamáltíða í leik- og grunnskólum landsins. Ef niðurstaða könnunarinnar verður að heilnæmi skólamáltíða sé ábótavant, muni landlæknisembættið koma með tillögur til úrbóta og meta hvort ástæða sé til þess að koma á reglulegu eftirliti með framboði og gæðum skólamáltíða. Fanný segir að frá upphafi hafi næringarfræðingur starfað hjá Skólamat og samstarf hans við matreiðslumeistara tryggi góða samsetningu máltíða og nauðsynleg næringarefni. „Hjá Skólamat er boðið upp á val milli tveggja aðalrétta á hverjum degi. Einnig er ferskt grænmeti og ávextir í boði hverju sinni og sér starfsfólk mötuneytanna um að skera það niður og bera fram. Okkur er mikið í mun að forráðamenn grunnskólanemenda og aðrir viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þann mat sem í boði er

●●Segja mismunun að íbúar á Suðurnesjum þurfi að greiða tolla við að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið

Skólamatur framleiðir þúsundir skólamáltíða á hverjum degi.

hverju sinni og því eru næringarútreikningar og innihaldslýsingar allra rétta aðgengilegar á heimasíðu Skólamatar,” segir Fanný. Hún segist fagna aukinni umræðu um næringu barna sem hún vonar að hvetji til aukins samstarfs yfirvalda og skóla: „Metnaður okkar er að gera sífellt betur og

bjóða upp á sem besta vöru fyrir okkar dýrmætasta fólk,” segir Fanný. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, og meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki og Pírötum. Nefndinni ber að skila niðurstöðum könnunarinnar fyrir lok þessa árs.

Bæjarstjórn Voga samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að mótmæla harðlega fyrirhuguðum vegatollum á Reykjanesbraut. Bæjarstjórnin sendi frá sér ályktun um málið og í henni segir meðal annars að meirihluti íbúa sveitarfélagsins sæki vinnu bæði á höfuðborgarsvæðið og til annarra sveitarfélaga á Reykjanesi og því yrði mikil mismunun að íbúar á Reykjanesi muni þurfa að borga vegatolla við það að fara til vinnu en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vinna á höfuðborgarsvæðinu. Ályktunin bæjarstjórnar Voga er eftirfarandi: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga mótmælir harðlega fyrirhuguðum aðgerðum samgönguráðherra að leggja á vegatolla á Reykjanesbraut og aðrar stoðbrautir. Meirihluti íbúa Sveitarfélagsins Voga sækir vinnu bæði á höfuðborgarsvæðið og einnig til annarra sveitarfélaga á Reykjanesi. Það yrði mikil mismunun að íbúar á Reykjanesi muni þurfa að borga vegatolla við það að fara í vinnu en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins sem

vinna á höfuðborgarsvæðinu. Það að rukka fólk um tolla sem sækir sína vinnu til að borga skatt til samfélagsins er ekki líðandi og gengur gegn jafnræði íbúa. Búið er að tvöfalda Reykjanesbraut í landi Voga og mótmælir bæjarstjórn Sveitarfélagsins því alfarið að íbúar þess þurfi að borga vegaframkvæmdir í öðrum landshlutum. Nóg er borgað í dag í formi eldsneytisgjalds og bifreiðagjalda. Rétt er að benda samgönguráðherra á að Reykjanesbraut er fjölfarnasti vegur utan þéttbýlis og jafnframt hafa íbúar ekki annan raunhæfan valkost til að komast inn á höfuðborgarsvæðið og væru því nauðbeygðir til að greiða boðaðan vegtoll. Einnig er vakin sérstök athygli á að á hinum Norðurlöndunum er veittur skattaafsláttur til þeirra sem sækja atvinnu um langan veg til jöfnunar á ferðakostnaði. Hér á Íslandi hefur ríkið hins vegar haft þá sem búa fjarri vinnustað sínum að féþúfu og nú er áformað að bæta enn við þann kostnað og auka á ójöfnuðinn.

Skoða innkomuvöktun í Garðinum ■■Bæjaryfirvöld í Garði skoða nú þann möguleika að setja upp innkomuvöktun í sveitarfélaginu. Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs á dögunum var tekið fyrir minnisblað bæjarstjóra þar sem fjallað var um fund starfsmanna sveitarfélagsins með fulltrúum Securitas, varðandi eftirlitsmyndavélar við innkomu í byggðarlagið. Samþykkt var samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins og leggja tillögu fyrir bæjarráð um framhald málsins. Sveitarfélagið Vogar hefur verið með innkomuvöktun í Vogum í nokkur ár.

7. mars í FS kl. 13–15 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi Allir velkomnir!

HS Veitur hf óska eftir að ráða birgðavörð á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ Helstu þættir starfsins eru: - Almenn birgðavarsla svo sem vörumóttaka, varsla birgða, afgreiðsla af lager, skipulagning á lager og talningar - Viðhald tækja og áhalda sem tilheyra birgðageymslum HS Veitna, vinna við lyftara og brúkrana - Önnur verkefni

Hæfniskröfur: - Sveinspróf í iðngrein æskilegt eða reynsla sem nýtist í starfi - Reynsla af birgðavörslu æskileg - Almenn tölvukunnátta - Samskiptahæfni og frumkvæði - Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi - Vinnuvélaréttindi æskileg

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri. Sótt er um störfin á heimasíðu HS Veitna, www.hsveitur.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2017. Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að efla sig í starfi með frumkvæði, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum. Fyrirtækið HS Veitur hf. varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf. var skipt í HS Veitur hf. og HS Orku hf. HS Veitur hf. annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur hf. annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf. eru fjórar, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf. starfa 94 starfsmenn.

HS VEITUR HF www.hsveitur.is

LEIKSTJÓRI ÞORSTEINN BACHMANN

NÆSTU SÝNINGAR: FIMMTUDAGINN FÖSTUDAGINN SUNNUDAGINN FIMMTUDAGINN LAUGARDAGINN SUNNUDAGINN

2.MARS 3.MARS 5.MARS 9.MARS 11.MARS 12.MARS

MIÐAPANTANIR Í SÍMA 421-2540

MIÐAVERÐ 3.000KR

FRUMLEIKHÚSIÐ, VESTURBRAUT 17 ALLAR SÝNINGAR HEFJAST KL.20.00 ÓSÓTTAR MIÐAPANTANIR SELDAR 15 MÍN FYRIR SÝNINGU AFGREIÐSLA MIÐA HEFST KLUKKUTÍMA FYRIR SÝNINGU HÖFUNDUR TÓNLISTAR ALAN MENKEN

BYGGT Á KVIKMYND EFTIR ROGER CORMAN, HANDRIT EFTIR CHARLES GRIFFITH.

HÖFUNDUR HANDRITS OG TÓNLISTARTEXTA HOWARD ASHMAN


TÍMI

NÝSKÖPUNAR

Í ÞVOTTATÆKNI ER HAFINN

HELGARTILBOÐ Ný kynslóð frá Whirlpool. App stýrð Supreme Care þvottavél og þurrkari.

Við boðum einfaldari og þægilegri þvottadaga framundan með framúr­ skarandi tækjum sem tengjast saman í gegnum 6th SENSE Live tækni og þú stjórnar í gegnum app. Á meðan þvottavélin vinnur hljóðlátlega þökk sé Zen tækni, stillir þurrkarinn sjálfkrafa á það þvottakerfi sem hentar þvottinum best. Þess vegna er nýja Whirlpool Supreme Care línan fullkomin til þess að hugsa um flíkurnar sem þér þykir vænt um.

Whirlpool HSCX10445C

Tvíátta barkalaus þurrkari með varmadælu og rakaskynjara með 6TH SENSE Infinite Care.

12 MÁNAÐA VAXTALAUSAR GREIÐSLUR OPIÐ VIRKA DAGA 10 - 18 OG LAUGARDAGA 11 - 16

GILDIR 1.-5. MARS

TILBOÐ

109.995 VERÐ ÁÐUR 149.995

Whirlpool FSCR12440C

1400 snúninga og 12kg þvottavél með stafrænu kerfisvali og 6th Sense.

TILBOÐ

129.995 VERÐ ÁÐUR 179.995

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740

KRAKEN MOBILE

HEYRNARTÓL SÉRHÖNNUÐ FYRIR APPLE TÆKI OG SNJALLSÍMA MEÐ HLJÓÐNEMA FYRIR SÍMTÖL OG LEIKI

5 9 9 . 9 1 HAFNARGATA 90 · REYKJANESBÆR · SÍMI 414 1740 · WWW.TL.IS


4

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. mars 2017

markhönnun ehf

grísasNitsel Með raspi

heitreyKtur laxabiti Með provencal kryddi KR Kg áður: 5.166 kr/kg

1.469

2.996

KR Kg áður: 2.098 kr/kg

-30%

-42%

Gott í matinn… Fiskur í úrvali

Ýsubitar ice fresh - 1 kg. KR pK áður: 1.698 kr/pk

1.189

-30%

-20% ÞorsKhNaKKar léttsaltaðir KR Kg áður: 1.098 kr/pk

Nautafile - ferskt KR Kg áður: 4.898 kr/kg

878

-32%

-30%

3.429

-50%

-30%

Pítubuff Með brauði - 6x60 gr. KR pK áður: 1.598 kr/pk

1.087

uNgNautahamborgarar Með brauði - 4x90 gr. KR pK áður: 1.398 kr/pk

979

Perur

Q 4

áður: 209 kr/kg

á

105 KRKg

caPri soNNe ávaxtadrykkur 330 Ml - 4 tegundur KR StK áður: 159 kr/stk

129

Góðir ávaxta­ drykkir

Tilboðin gilda 2. – 5. mars 2017 tilboðin gilda meðan birgðir endast · birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

4

c M

9

á


lambabógur kylfa - 2 stk. KR Kg áður: 998 kr/kg

798

lambaKótilettur í raspi - ferskt KR Kg áður: 2.698 kr/kg

auðvelt að ná í SunduR

1.781

án Þess að afÞíða

-34%

-20%

-30% lambalæri sneitt

1.299

KR Kg áður: 1.998 kr/kg

-35%

KjúKliNgavæNgir KR Kg áður: 398 kr/kg

279

mexico leggir fulleldaðir KR Kg

1.175

Má StuRta niðuR

Vegan skyndiréttir

-40% QuorN 4 tegundur KR pK áður: 629 kr/pk

499

cadbury fiNgers Mjólk súkkulaði - 114 gr. KR pK áður: 155 kr/pk

99

Palmolive sturtusáPa gourMet - 3 tegundur KR StK áður: 498 kr/stk

299

Sætt á milli mála

sKittles 180 gr - 4 pk KR pK áður: 449 kr/pk

395

icare blautKlútar flushable - 60 stk KR pK áður: 299 kr/pk

239

sNicKers snacksize 142 gr - 4 pk KR pK áður: 349 kr/pk

279

www.netto.is Mjódd · salavegur · búðakór · grandi · hafnarfirði · hrísalundur · glerártorg · húsavík · höfn · iðavellir · grindavík · krossmói · borgarnes · egilsstaðir · selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. mars 2017

Sölvi þarf á hjálp fuglaskoðara að halda við að skoða litmerki fuglanna á næstu árum. Ljósmynd/Halldór Pálmar Halldórsson

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

BAKSVIÐS

Á LITLU HRYLLINGSBÚÐINNI

SOSSA OG GULA FÓLKIÐ

T S A IN E M A S GARÐUR OG SANDGERÐI?

Hvað segja bæjarbúar?

Suðurnesjamagasín

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 á Hringbraut og vf.is

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór.

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á farfugla ●●Fuglarnir drógu Sölva Rúnar Vignisson til Suðurnesja Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Sölvi Rúnar Vignisson hefur alltaf verið mikill áhugamaður um fugla og starfar hjá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði við rannsóknir á háttum fugla. Sölvi Rúnar ólst upp á Akureyri en flutti til Suðurnesja þegar honum bauðst staða líffræðings í Sandgerði. Hann kann vel við sig á Suðurnesjum og er búinn að festa kaup á íbúð í Reykjanesbæ. „Hérna líkar mér mjög vel, sérstaklega innan um alla fuglana,“ segir Sölvi sem ver miklum tíma, bæði í vinnunni og utan hennar, úti við með kíkinn eða myndavélina að skoða fugla. Í lok síðasta árs hlaut hann einnar milljóna króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að hefja rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á tjaldastofninn.

Ber saman far- og staðfugla

AÐALFUNDUR félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldinn föstudaginn 3. mars 2017 kl. 14:00 á Nesvöllum. Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Stjórnin

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Tjaldurinn er einn af einkennisfuglum fjörusvæða á Suðurnesjum og segir Sölvi því að tegundin gefi góða mynd af ástandi annarra fuglastofna sem nýta sér fjörur svæðisins. Tjaldurinn er bæði staðfugl og varpfugl og því er mjög hentugt að rannsaka hann. Niðurstöðurnar verður svo hægt að heimfæra á aðrar sambærilegar tegundir. Þar sem hluti stofnsins eru staðfuglar færa þeir sig ekki yfir til hlýrri landa yfir vetrartímann. Í rann-

sókninni ber Sölvi saman þá stofna sem eru á Suðurnesjum yfir vetrartímann og þá sem fara á hlýrri staði. „Til að auka skilning á áhrifum loftslagsbreytinga með verndun í huga þarf að vera hægt að tengja lífslíkur og varpárangur einstaklinga við farhætti innan sama stofns. Þá er hægt að mæla stærð eggja og unga og fylgjast með því hvað margir ungar komast á legg.“ Ef munur er á niðurstöðum mælinga á far- og staðfuglum getur Sölvi nýtt þær til að meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á fuglastofna. Með loftslagsbreytingum undanfarinna ára hefur hlýnað á Íslandi sem talið er hafa haft í för með sér að fuglar þurfi ekki endilega að fara til hlýrri heimkynna yfir vetrartímann. Sölvi segir meiri ávinning fyrir fuglana að vera kyrrir hér á landi ef þeir hafa næga fæðu og veðrið er nógu hlýtt. Því fylgi minni áhætta en að fljúga til Evrópu. Enn sem komið er séu þetta pælingar sem eigi eftir að rannsaka betur.

Tjaldurinn gæfur fugl

Sölvi þarf að ná fuglunum til að rannsaka þá. Hann segir það fara eftir tegundum hversu vel það gangi. Það sé þó frekar auðvelt að ná tjaldinum þar sem hann er ekki í felulitum, með appelsínugulan gogg, tiltölulega stór og sést því vel. „Fyrst finn ég hreiðrið. Þegar fuglinn sér að ég nálgast geng ég

Sölvi Rúnar Vignisson að störfum með súlu. Ljósmynd/Lára Guðmundsdóttir

beint að hreiðrinu og tek eggin hans og set á góðan stað í bílnum mínum og set gerviegg í staðinn. Svo set ég hreiðurgildru ofan á hreiðrið. Fuglinn gengur inn í gildruna og þá get ég tekið hann og gert þær mælingar sem þarf að gera á fuglinum og eggjunum.“ Sölvi segir mjög misjafnt hvernig fuglar taki því að vera teknir og rannsakaðir. Sumir reyna að bíta hann en þegar tjaldurinn á í hlut er það ekki sársaukafullt þar sem goggurinn hans er ekki sterkbyggður. Annað mál er með stærri fugla svo sem máfa eða súlur en þeir eru með öflugan gogg sem vel getur rifið hold. Við rannsóknina setur Sölvi dulu yfir augu fuglanna og þá róast þeir. Eftir mælingarnar er eggjunum skilað í hreiðrið og fuglinum sleppt. Litmerki eru sett á fætur þeirra svo hægt verði að fylgjast með þeim í framtíðinni en tjaldurinn er langlífur fugl sem sækir sömu varpstaði ár eftir ár. Sölvi þarf á hjálp fuglaskoðara að halda við að skoða litmerki fuglanna á næstu árum. Á næstunni mun hann kenna nokkra tíma í náttúrufræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og leggja þá áherslu á að kynna sérstöðu vaðfugla og hve mikilvægt svæði Suðurnesin eru fyrir þá enda er mikið um skeljar, orma og aðra fæðu fugla í fjörum hér á svæðinu. Rannsóknin mun taka nokkur ár og er markmiðið að birta niðurstöðurnar í virtum vísindatímaritum þegar þar að kemur.


Ekinn

Mitsubishi Pajero Instyle 3.2 DID

31.000

7.780.000

2015

7 manna, leðuráklæði, hiti í framsætum, rafdrifin sæti, loftkæling, aksturstölva, bakkmyndavél, Bluetooth, fjarlægðarskynjarar, glertopplúga, hraðastillir, ISOFIX festingar, leiðsögukerfi, litað gler, nálægðarskynjarar, rafdrifnar rúður, þakbogar.

Raf / Bensín Ekinn þús. km.

30

Úrvals Heklubílar í Reykjanesbæ

Myndir á vef

116

Dísil Fjórhjóladrif

Audi A4 2.0 S-Line 2007

Metan & bensín Sjálfskiptur

1.540.000

37 Skoda Rapid Spaceback Ambition 1.4 TDI 2015

Beinskiptur

2.590.000

Rafmagnsbíll

Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: heklarnb.is

137

37 Skoda Octavia Ambition 1.6 TDI

Audi A6 quattro 4.2 V8 334 hestöfl. 2005

2.680.000

2015

53

2013

2.790.000

2013

17 Chevrolet Spark LT 1.2 2015

1.590.000

2013

2010

4.890.000

97 Honda Accord Sedan Sport 2.0

1.190.000

2015

4.790.000

121 Citroen C4 Comfort 1.6

MMC Outlander Intense 2.2 DID 4x4

Honda CR-V Lifestyle 2.0

2.190.000

30

39

150 VW Passat Comfortline 1.4 ECOFUEL

VW Golf VII Highline 1.4 TSI

3.120.000

2007

1.350.000

219 Toyota Land Cruiser 120 VX 2006

3.250.000

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Símar 590 5091 og 590 5092 www.heklarnb.is


u s u a l í

198

Appelsínur Spánn

Grape Rautt, Spánn

kr. kg

Sítrónur Spánn

Epli, gul og græn Frakkland

í lausu

SAMA VERd

um land allt

198

198

Melónur Gular og grænar, Brasilía

Fuji Epli 450 g, Kína

kr. kg

Verð gildir til og með 5. mars eða meðan birgðir endast

kr. 2 stk.


NÝTT Í BÓNUS Gott

Kaffi

498

298 kr. 400 g

259 kr. 200 g

298

H-Berg Sveskjur Steinlausar, 400 g

H-Berg Pipardöðlur 200 g

H-Berg Piparmöndlur 150 g

kr. 500 g

kr. 150 g

BKI Kaffi Classic, 500 g

GOTT VERÐ Í BÓNUS Engin

Kolvetni

259 kr. 55 g

159

249 kr. 330 ml

kr. 330 ml

Barebells Próteinbar 55 g, 3 tegundir

Powerade Íþróttadrykkur 500 ml

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 4 teg.

Egils Kristall 330 ml, 2 teg.

kr. 500 ml

69

skilar til viðskiptavina

ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kjúklingakvóta til innflutnings á kjúklingakjöti*

60 TONN í boði á þessu

verði

398 kr. kg

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

1.198 kr. 900 g

900g

ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. mars 2017

Kynntu fyrirhugaðar hótelframkvæmdir á Hafnargötu ●●Hundrað herbergja hótel rís á Ránni Eigendur Hafnargötu 19-21 í Keflavík héldu opinn kynningarfund í Bíósal Duus Safnahúsa í síðustu viku þar sem farið var yfir grenndarkynningu vegna bygginga á lóðunum Hafnargötu 19, 19a og 21, sem nú er í kynningarferli með athugasemdafresti til 9. mars næstkomandi. Í febrúar 2016 samþykkti Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar fjögurra hæða byggingu ofan á húsin við Hafnargötu og einnar hæðar bygg-

ingu á baklóð en stefnt er á að reka þar um 100 herbergja hótel. Að verkefninu standa feðgarnir Þorleifur Björnsson og Björn Vífill Þorleifsson, eigandi veitingastaðarins Ráarinnar, sem stendur við Hafnargötu 19. Gert er ráð fyrir 12 bílastæðum á lóð með aðkomu frá Ægisgötu og lágreistu húsi á lóð Hafnargötu 21 til samræmis við byggingu á lóð númer 23.

Frá grenndarkynningunni á fyrirhuguðu hóteli. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jófríður í Samaris tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Fagna nýrri flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar ■■Stjórn Pírata á Suðurnesjum fagnar nýrri flugleið milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar. „Þetta er góð samgönguviðbót og vel til þess fallin að þjóna bæði norðlendingum sem og erlendum ferðamönnum sem vilja ferðast innanlands. Þrátt fyrir að vera eingöngu ætlað millilandafarþegum er vonandi að sú reynsla sem þarna skapast verði til að greiða fyrir auknu innanlandsflugi til og frá Suðurnesjum í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá Pírötum á Suðurnesjum.

Hljómsveitin Samaris. Jófríður er til hægri á myndinni.

■■Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins. Jófríður er í hljómsveitinni Samaris en sveitin er tilnefnd til verðlauna í flokknum myndband árins fyrir myndband við lagið wanted 2 say í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur. Jófríður er 22 ára gömul, bjó í Keflavík í æsku og gekk í Heiðarskóla og á ættir sínar að rekja til Suðurnesja. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu fimmtudaginn 2. mars. Sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu á RÚV.

Gera athugasemd við stækkun tjaldsvæðis og byggingu gistihúsa við Reykjanesvita

Óska eftir tillögum að götuheitum frá íbúum ■■Íbúar í Vogum geta haft áhrif á það hvað nýjar götur í bænum verða nefndar því að umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins ákvað á dögunum að óska eftir tillögum að götuheitum á nýjar götur á miðbæjarsvæði. Um er að ræða götuheiti á safngötu í gegnum hverfið ásamt húsagötum sem liggja út frá henni. Óskað er eftir að skriflegar tillögur berist til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga fyrir 15. mars næstkomandi.

82% á móti vegatollum Spurning vikunnar á vf.is: Ertu sammála samgönguráðherra um að ná fram auknu fjármagni með vegatollum til að flýta vegaframkvæmdum, t.d. á Reykjanesbraut?

02

04

06

08

0

100

■■Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vitaverðinum ehf. og Vegagerðinni vegna deiliskipulags fyrir Reykjanesvita og nágrenni. Lýsing deiliskipulagsins var send til umsagnar eigenda fasteigna innan deiliskipulagsmarka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig var auglýst kynning fyrir almenning. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir við deiliskipulagið. Skipulagsstofnun og Vitavörðurinn ehf. telja að fyrirhuguð áform um stækkun tjaldsvæðis og bygging gistihúsa séu í ósamræmi við stefnu gildandi aðalskipulags og nýrrar aðalskipulagstillögu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur nú vísað málinu til stýrihóps endurskoðunar aðalskipulags til ákvörðunar um hvort breyta eigi aðalskipulagi vegna þessa máls.

Skólahreystikrakkar fylltu Reykjaneshöllina ●●900 nemendur úr Heiðarskóla og Holtaskóla komu saman ■■Tæplega 900 nemendur úr Heiðarskóla o g Holtaskól a tóku þátt í sérstökum kynning ar v i ðburði f y rir Skólahreysti í Reykjaneshöllinni í gær. Nemendur mynduðu orðið Skólahre ysti á risastórum og iðagrænum knattspyrnuvellinum. Þetta var allt tekið upp og myndað í bak og fyrir. Efnið verður nýtt í kynningarstiklu RÚV fyrir þætti um Skólahreysti og í kynningarefni fyrir keppnina. Nú styttist í að Skólahreysti hefjist að nýju en keppnin byrjar í mars. Fyrsta keppnin fer fram 14. mars en skólarnir á Suðurnesjum taka þátt í 3. keppninni sem fer fram 22. mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Skólarnir í Reykjanesbæ hafa verið afar sigursælir í keppninni í gegnum árin eins og kunnugt er.


fimmtudagur 2. mars 2017

11

VÍKURFRÉTTIR

Öskudagsfjör

LAUS STÖRF

■■Ungir sem aldnir héldu öskudaginn hátíðlegan í gær. Fjöldinn allur af börnum komu við á skrifstofu Víkurfrétta við Krossmóa, sungu lag og fengu að launum sælgæti. Hér má sjá nokkrar myndir af skemmtilegum búningum.

HOLTASKÓLI

Deildarstjóri einhverfudeildar

Umsóknum í ofangreint starf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 4. mars hittast Heimskonur í bókasafninu kl. 11:00 og Notaleg sögustund á pólsku verður kl. 11:30. Gestir Nettó mótsins eru boðnir hjartanlega velkomnir til að skoða ýmislegt sem tengist körfubolta og búa til bókamerki. TÓNLEIKAR LENGRA KOMINNA NEMENDA Tónleikar lengra kominna nemenda í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 18:00 og kl. 19:30. Fjölbreyttar og spennandi efnisskrár. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Styrkir Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: �

stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.

Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.

Sími 455 54 00 Fax 455 54 99

postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is


12

VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA Starfsmenn óskast í afgreiðslu og lagerstarf. á Fitjabakka 2 - 4. Um er að ræða föst störf. Vinnutími frá kl. 8:00 til 18:00. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

DIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SEM HÉR SEGIR. SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS.

nan Aðalgötu

nir-Vogar

r, Garðabær, pavogur, s, Reykjavík

Frá fundi í Sandgerði á dögunum þar sem sameiningarmálin voru rædd. Sams konar fundur var haldinn í Garði. VF-mynd/hilmarbragi

„Hefði átt að vera löngu búið“ ●●Víkurfréttir ræddu við nokkra íbúa ● í Sandgerði og Garði um mögulega sameiningu sveitarfélaganna

UNDARBOÐ

an Aðalgötu

fimmtudagur 2. mars 2017

Dagsetning

FUNDARBOÐ Dagur

Tími

Staður

Mánudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

Mánudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

Mánudagur

kl. 17:00

5. mars

Þriðjudagur

kl. 17:00

AÐALFUNDIR:

6. mars

Miðvikudagur

6. mars

Miðvikudagur

1. mars

Föstudagur

11. mars 11. mars 11. mars

Krossmóa 4, 5. hæð

Sjómannastofan Vör

1. deildar KSK, norðan Aðalgötu 2. deildar KSK, sunnan Aðalgötu 3. deildar KSK, Njarðvík-Hafnir-Vogar Fimmtudaginn 2. mars, kl. 17:00, í Krossmóa 4, 5.hæð – Reykjanesbæ. kl. 18:30

Efra Sandgerði

kl. 17:30

Réttarholtsvegi 13, Garði

kl. 15:00

Súfistinn Strandgötu 8 Hafnarfirði

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409

Sveitarfélögin Garður og Sandgerði vinna nú saman að greiningu á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin. Í síðustu viku voru haldnir íbúafundir um mögulega sameiningu. Gert er ráð fyrir að greiningunni verði lokið í maí og að í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um það hvort íbúar muni kjósa um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna. Ráðgjafafyrirtækið KPMG heldur utan um verkefnið. Við hjá Víkurfréttum kíktum í Sandgerði og Garð í vikunni og ræddum við nokkra íbúa um það hvaða skoðun þeir hafa á mögulegri sameiningu. Einnig er fjallað um sameiningarmál í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00 og 22:00. Þorbjörg Bergsdóttir, íbúi í Garði, ólst upp í Sandgerði

„ Ég v i l s ame i ni ng u og hef trú á því að það verði hægt að sameina og að allt verði í himnalagi. Þá yrði hægt að hafa íþróttasvæði á milli bæjarfélaganna og allir geta hjólað þangað,“ segir Þorbjörg. Aðspurð um gallana segir hún að enginn þurfi að verða útundan, töluverð samvinna sé nú þegar á milli Sandgerðis og Garðs.

Andreas Árni Baldursson, íbúi í Sandgerði, starfar í Garði

„Ég hef lengi verið hlynntur sameiningu og líst bara mjög vel á að verið sé að skoða það,“ segir Andreas. Hann segir helstu kostina við sameiningu að báknið minnki. Hann segir að þó eigi enn eftir að kynna fyrir íbúum hvað sameining feli í sér. Andreas starfar í Íþróttamiðstöðinni í Garði og kveðst heyra í kringum sig að fólk sé jákvæðara fyrir sameiningu nú en áður fyrr. „Fólk er farið að sjá ljósu punktana í þessu. Þjónustan gæti ef til vill lagast og hægt að leggja meira í hana.“

Brynleifur Heiðar Jónsson, íbúi í Garði

„Sumt er jákvætt við sameiningu en annað ekki. Ég myndi vilja sjá betur hvað sameining felur í sér,“ segir Brynleifur. Aðspurður um nafn á sameinað sveitarfélag hefur

Brynleifur ekki spáð í því enn sem komið er. „Það væri gaman að hafa eitthvert frumlegt nafn og ekki Suðurnes, heldur eitthvað spennandi.“

Kristín Eyjólfsdóttir, íbúi í Garði

„Ég fór á kynningarfundinn hérna í Garðinum og leist vel á það s em þar kom f ram. Fundurinn var ekki kynning heldur áttum við fundarmenn að vinna þetta saman. Þetta var góður fundur og gaman að fara á hann,“ segir Kristín. Af kostum við sameiningu nefnir hún fjölmennari íþróttafélög. „Ég vona að það takist að sameina starfið þeirra. Nú þegar er samstarf meðal yngri flokkanna sem er mjög gott og ég vona að hún haldi áfram. Við erum með sameiginlegan forstöðumann íþróttamannvirkja sem er búinn að gera mjög góða hluti,“ segir Kristín sem ekki er búin að ákveða hvort hún muni kjósa með sameiningu eða ekki, komi til kosningar.

Grétar Sigurbjörnsson, íbúi í Sandgerði

„Ég er hlynntur því að skoða sameiningu. Það eru örugglega margir fletir sem hægt væri að samnýta,“ segir Grétar sem starfar hjá Sandgerðishöfn. Þar eru sameiningarmálin rædd líkt og víðar. „Það eru skiptar skoðanir en ég heyri að menn eru á því að láta á þetta reyna.“ Aðspurður um mögulega ókosti við sameiningu þá segir Grétar að eflaust verði þeir

einhverjir til að byrja með að kostirnir verði án efa fleiri.

Stefán Sigurðsson, íbúi í Sandgerði

„Mér líst mjög vel á sameiningu enda erum við farin að vinna töluvert saman. Þetta er mjög gott mál. Bæði bæjarfélögin eru lítil og veitir ekkert af því að sameinast. Það er óþarfi að vera með tvær bæjarskrifstofur. Við erum með höfnina hér í Sandgerði en þeir nota hana jafnvel meira en við svo af hverju ekki að sameinast? Það átti að vera löngu búið að gerast.“

Oddný Guðjónsdóttir, íbúi í Sandgerði

„Ég held að það sé framtíðin hjá litlum sveitarfélögum að sameinast. Þá verður yfirstjórnin ódýrari og reksturinn jafnvel betri svo það má skoða þetta,“ segir Oddný.

Júlíus Viggó, íbúi í Sandgerði

„Mér líst mjög vel á að skoða sameiningu Sandgerðis og Garðs og held að þá skapist sterkari grunnur til að byggja á fyrir bæði sveitarfélögin. Þá þurfum við ekki að sameinast Reykjanesbæ í framtíðinni. Margir tala um að það sé framtíðin en ég er ekki viss með það en mér líst hins vegar mjög vel á sameiningu Garðs og Sandgerðis.“

ATVINNA KAPALVÆÐING ER AÐ LEITA EFTIR TÆKNIMANNI Í FRAMTÍÐARSTARF Viðkomandi verður að vera með góða reynslu á sjónvarps og internet umhverfi og hafa einhverja menntun tengda því sviði. Um er að ræða starf við lagnakerfi og ljósleiðaravæðingu Kapalvæðingar þar sem lögð er áhersla á heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Kapalvæðingu í síma 421-4688 eða sent umsókn á kv@kv.is með ferilskrá.

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

170772

FYRIR ÞIG SEM ELSKAR BEIKON

KOMINN

AFTUR

THE

BACON ORIGINAL KJÚKLINGABORGARI MEÐ BEIKONI, KÁLI, LAUK, 2 OSTSNEIÐUM, PIPARMAJÓNESI OG BOSS-SÓSU

BOSS-BORGARI, 3 HOT WINGS, FRANSKAR, GOS OG CONGA XTRA


FRELSI

14

VÍKURFRÉTTIR

AÐ VITA EKKI HVAÐA DAGUR ER ●●Ferðasaga Dagbjartar Kristínar Helgadóttur ● sem dvaldi í 4 mánuði í Indónesíu og Tælandi „Þar sem það er enginn tími betri en nútíminn ákvað ég bara að skella mér,“ segir Dagbjört Kristín Helgadóttir, en hún fór ein til Indónesíu og Tælands og dvaldi í fjóra mánuði. „Mig langaði til þess að kynnast stöðunum betur og hafa nægan tíma til að upplifa meira en bara „túristadagana.“ Dagbjört hafði þremur árum áður farið í þriggja mánaða reisu og stoppað stutt við í mörgum löndum. Þessi tvö heilluðu mest. „Fyrir utan það augljósa, hvítu strendurnar, bláa sjóinn og sólina, er bara einhver yndisleg orka þarna sem ég elska. Fólk er almennt miklu afslappaðra heldur en það sem við í Vestrænum samfélögum erum vön, og glaðlyndara verð ég að segja - og það smitar svo fáránlega út frá sér!“ Dagbjört fluttist til Reykjanesbæjar á unglingsárunum og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún fór einnig í Ljósmyndaskólann, en með í ferðalagið tók Dagbjört Canon 6D myndavélina sína og fangaði mörg augnablik dvalarinnar á filmu. Brot myndanna má sjá á Instagram síðu hennar „dagbjortkristin,“ en hún útilokar ekki að halda ljósmyndasýningu einn daginn. Hér deilir hún með okkur stuttri útgáfu ferðasögunnar.

Hildur Björk Pálsdóttir hildur@vf.is

Eftir 146 daga niðurtalningu, 31 klukkustunda ferðalag og milljón Bob Marley lögum seinna, var ég komin til Bali. Ég var með fiðring í maganum alla leiðina og fannst þessi hugmynd mín um að stinga af til Asíu bæði geggjuð og alveg galin. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist ein en það var eitthvað sem mér hafði alltaf fundist spennandi, það voru þó ekki allir sammála því og mamma spurði mig nánast á hverjum degi hvort ég vildi nú ekki bara spyrja á Facebook hvort einhver vildi fara með mér. Ég var dágóðan tíma að útskýra fyrir henni að ég vildi fara ein, vildi þurfa að redda mér sjálf, geta gert og farið þangað sem mig langaði hverju sinni án þess að vera háð einhverjum öðrum. Ég gleymi ekki fyrsta kvöldinu mínu á Bali, þreytt en himinlifandi var ég mætt á þetta gullfallega hótel umkringt balískum arkitektúr, trjám og blómum og spennufallið var svo mikið að ég gat ekki annað en kveikt á tónlist og dansað ein inn á herbergi

- með engin plön, engan miða heim, bara bakpokann minn og opin hug og hjarta fyrir komandi ævintýrum! Næstu vikur urðu allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér og milljónfalt betri en ég nokkurn tímann þorði að vona. Stór ástæða þess er eitthvað sem kom mér mjög á óvart: hostelheimurinn. Málið er að einhvern veginn hafði ég alltaf ímyndað mér hostel sem lítið, hvítt og kuldalegt herbergi sem innihélt ekkert nema vandræðalegt andrúmsloft því engin myndi þora að spyrja hvort það mætti kveikja ljósið eða klæða sig úr og í með 10 öðrum inn á herbergi. Kata, íslensk stelpa sem ég var nýbúin að kynnast, kynnti mig fyrir fyrsta hostelinu mínu. Fallegur gróður, tónlist, sundlaug, bananapönnukökur og flóran öll af bakpokaferðalöngum tóku á móti okkur og ég var fljót að átta mig á því að þetta var ekkert eins og ég hafði hugsað mér. Það voru allir svo opnir, almennilegir og tilbúnir til að kynnast manni en það er eitthvað sem mér fannst allra best við ferðalagið mitt. Þarna var ég, umkringd frábæru fólki sem vildi deila ævintýraþorstanum með mér þar sem enginn dagur var eins. Við gengum upp fjall til að sjá sólarupprásina, gleymdum okkur á

Sunset bar á Koh Lanta, Tælandi. Þar fengum við stelpurnar litríka kokteila í takt við umhverfið og hlustuðum á reggae tónlist.

kaffihúsum, reyndum að surfa, fórum í bátsferðir, borðuðum endalaust af asískum mat og drukkum bjór á 150 krónur, dáðumst að sólsetrunum, spjölluðum og fengum innblástur frá heimafólki og knúsuðum kisur og hunda út um allt. Keyrðum um fjallgarða á scooter, fórum í nudd í rigningunni og uppáhaldið mitt: strandarveislur á kvöldin. Að dansa á tánum á ströndinni við 90’s tónlist þar sem engin veit hvaða dagur er því það skipti ekki máli, er eitt það besta sem ég hef gert. Ég geri mér grein fyrir hversu dramatísk ég hljóma en ég get ekki mögulega útskýrt þetta öðruvísi því mér leið eins og ég væri að upplifa 100% frelsi í fyrsta skipti. Þarna fann ég ekki fyrir neinni samfélagslegri pressu um að passa inn í einhvern ákveðinn ramma og ég tók svo oft eftir að fólk spurði mig frekar hvað ég væri búin að sjá og upplifa í staðinn fyrir hvað ég væri að læra að vinna við – mér fannst það virkilega hressandi tilbreyting. Tveimur mánuðum seinna ákvað ég að fara til Tælands. Mig langaði að prófa að gera eitthvað nýtt yfir jólin og áramótin, því eins mikið jólabarn og ég er, þá finnst mér orðin alltof mikil pressa og stress sem fylgir hátíðunum hérna heima. Ég var á litlum fallegum bæ í Norður Tælandi um jólin þar sem fórum í heita jarðlaug í frumskóginum yfir daginn, og um kvöldið var jólaveisla á hostelinu þar sem allir skreyttu sig með glimmeri, sátu við varðeld og spiluðu tónlist. Ég fékk og gaf engar gjafir, var skólaus allt kvöldið, borðaði núðlur í kvöldmatinn, endaði í rave partíi og hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi – yndislegt. Ég gæti skrifað margar blaðsíður um það sem ég gerði, upplifði og allt fólkið sem ég kynntist á þessum fjórum mánuðum en ég held ég muni aldrei ná að útskýra þessa ferð og hvað hún gerði mikið fyrir mig. Það gerist bara eitthvað magnað þegar maður er opin fyrir hlutunum, fyrir að kynnast nýju fólki, nýjum stöðum og nýrri reynslu. Ég hvet alla til þess að halda út í sitt eigið ævintýri og mögulega dansa smá á ströndinni, það er alltaf hægt að finna tíma og leið.

fimmtudagur 2. mars 2017


fimmtudagur 2. mars 2017

15

VÍKURFRÉTTIR

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Þessi dama bræddi mig algjörlega, ég sá hana á ströndinni þar sem við lékum okkur aðeins saman. Hún hljóp svo til mömmu sinnar og sótti handa mér heimatilbúinn eftirrétt sem hún vildi endilega gefa mér og við borðuðum með bestu lyst.

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

AÐALFUNDUR UMFN verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 19:30 í íþróttahúsinu í Njarðvík í félagssal okkar á annarri hæð Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Breyting á lögum UMFN (sjá nánar á www.umfn.is)

Kaffiveitingar Bjóðum alla velkomna Ólafur Eyjólfsson formaður

ATVINNA óskum eftir BIFVÉLAVIRKJA eða NEMA til starfa.

Það var svo áhugavert að fylgjast með þeim innfæddu og sjá hvernig dæmigerðu störfin þeirra eru frábrugðin okkar.

Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // Neyðarsími: 857 9979 bilaver@bilaver.is // www.bilaver.is


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. mars 2017

Auður, Baldur og öll hin - baksviðs! Leikfélag Keflavíkur fagnar 20 ára afmæli Frumleikhússins með leiksýningunni Litlu hryllingsbúðinni. Í kvöld, fimmtudagskvöld, er þriðja sýning á verkinu en frumsýning og önnur sýning fóru báðar fram fyrir fullu húsi. Tveimur tímum fyrir sýningu mætir leikarahópurinn bakdyramegin í Frumleikhúsið til að klæða sig upp í búninga, setja upp hárið og fá viðeigandi förðun. Klukkan tifar hraðar þegar nær dregur sýningu og spennan eykst. Hljóðmaðurinn gerir síðustu handtökin fyrir sýningu með því að setja hljóðnema á alla leikara. Það er mikill söngur í sýningunni og því nauðsynlegt að hann skili sér fram í salinn af sviðinu. Það er mikið lagt í Litlu hryllingsbúðina. Sviðsmyndin er flott, blómabúðin er á snúningssviði, því fyrsta sem smíðað er í Frumleikhúsinu. Mikið er lagt upp úr sviðsmyndinni, lýsingu og hljóði. Uppfærsla Leikfélags Keflavíkur á þessu stórgóða verki er til mikillar fyrirmyndar. Ljósmyndari Víkurfrétta var baksviðs og myndaði leikara að gera sig klára fyrir sýningu. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta á Hringbraut tók jafnframt púlsinn á leikurum, sem sumir eru með mikla leikreynslu á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu spor sem leikarar en eru sjóaðir í söng á sviði.

Hryllingur á tímamótum

VF-myndir: Hilmar Bragi.

Olíudreifing

Langar þig að líta uppúr tölvunni í sumar? Umsóknarfrestur

12. mars

Olíudreifing óskar eftir að ráða einstaklinga í sumarstarf að starfstöð fyrirtækisins í Helguvík. Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt vottuðum vinnuferlum.

vinna.is

Sæktu um starfið á

vinna.is/storf Starfslýsing Vinnan felst í reglubundinni umhirðu og afgreiðslu eldsneytis og öðrum störfum í birgðastöðinni. Unnið er á vöktum 07:00-19:00 virka daga og 07:00-17:00 um helgar, samtals 15 vaktir á mánuði. Við hvetjum bæði kyn til að sækja um starfið.

Leikfélag Keflavíkur fagnar því að 20 ár eru síðan félagið fékk aðstöðu í Frumleikhúsinu með uppsetningu á hinum klassíska söngleik Litlu hryllingsbúðinni þar sem engu er til sparað og umgjörð hin glæsilegasta. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en í sýningunni taka þátt 14 félagsmenn auk hljóðmanna, ljósamanna og annarra sem standa á bak við svo viðamikla sýningu. Söngstjórn er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar, aðstoðarleikstjóri og danshöfundur er Sigrún Gísladóttir Bates en leikmynd gerði Davíð Örn Óskarsson þúsundþjalasmiður, hönnuður og formaður Leikfélags Keflavíkur. Aðalstjarna sýningarinnar er að sjálfsögðu plantan Auður og þar eru í burðarhlutverki Guðlaugur Ómar sem ljær henni rödd sína á kraftmikinn hátt og Yngvi Þór Geirsson sem fær það hlutverk að stjórna hreyfingum plöntunnar. Það hefur líklega ekki verið þurr þráður á honum eftir sýninguna. Plantan er snilldarlega vel gerð og býr LK svo vel að hafa brúðugerðarmann á sínum snærum, Jón Bjarna Ísaksson en gera þurfti þrjár útgáfur af plöntunni af mismunandi stærð sem tók þrjár vikur í framkvæmd. Litla hryllingsbúðin hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að hún var fyrst sett á svið fyrir tæpum fjórum áratugum og eitt af vinsælustu sviðsverkunum sem sett hafa verið upp hér á landi. Hún segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem vinnur í lítilli blómabúð ásamt Auði, sætri ljósku sem hann er ástfanginn af. Viðskiptin eru ekki blómleg en allt breytist það með plöntunni Auði II sem eykur vinsældirnar en sá galli er á gjöf Njarðar

að hún vill helst borða ferskt mannakjöt og þær matarvenjur eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Það var nú ekki laust við að maður sæi einhverja hliðstæðu með hungraðri plöntunni og græðgi fjármagnsins í dag - en það er önnur saga. Þetta er eitt stærsta verkefni leikfélagsins og er umgjörð sýningarinnar vegleg en í fyrsta sinn er notast við snúníngssvið sem býður upp á aukna möguleika þegar verið er að nýta það rými sem Frumleikhúsið býður upp á. Flestir þekkja lögin úr sýningunni og má þar nefna Snögglega Baldur og þú verður tannlæknir og mátti sjá marga raula með. Sönghlutverkin eru krefjandi og er valinn maður í hverju hlutverki. Ber þar helst að nefna Lísu Einarsdóttur sem leikur skvísuna Auði og Sigurð Smára Hansson sem leikur hinn seinheppna og óörugga Baldur en þau leystu það óaðfinnanlega. Stelputríóið er skemmtilegt og mikið mæðir á Sólborgu, Sólrúnu og Ásdísi Rán sem eru ungar og upprennandi söngkonur. Helst hefði maður viljað sjá fleiri á sviðinu enda mikið af hæfileikaríku fólki í leikfélagi Keflavíkur en þó eru þarna nokkur minni hlutverk sem gera sýninguna skemmtilegri. Það er alltaf gaman að sjá leikmyndina hjá Davíð Erni og það kom undirritaðri skemmtilega á óvart að sjá fermingarútvarpið sitt á sviðinu. Það er lítið mál að mæla með þessari sýningu, þetta er metnaðarfullt verkefni og eins og ég hef áður sagt, ef við viljum leikhús í bæjarfélaginu þá þurfum við að mæta á sýningar. Ég skemmti mér vel og þakka fyrir mig. Dagný Maggýjar


fimmtudagur 2. mars 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Fer Umhverfisstofnun offari í Helguvík? Skúli Thoroddsen Lögfræðingur, búsettur í Keflavík

Ég hef fylgst með umræðunni um meinta mengun frá kísilverksmiðju Sameinaðs Silikon hf. í Helguvík. Ég er líka einn af þeim sem hef hvorki skynjað ólykt í mínu nefi, né særindi í hálsi vegna verksmiðjunnar, mér vitandi. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er um mengun að ræða þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar. Í ljósi þessa lagaákvæðis kom mér á óvart að Umhverfisstofnun, hefði áform um að takmarka, a.m.k. tímabundið starfsemi verksmiðjunnar og krefja hana um úrbætur á starfsemi sinni, þar sem starfsleyfi verksmiðjunnar hefði ekki að geyma heimildir til lyktarmengunar. Það er sem sagt vegna „ólyktar“ sem Umhverfisstofnun hefur áform um að stöðva reksturinn, ekki vegna annarrar mengunar sem veldur röskun á lífríki eða hefur áhrif á heilsu fólks. Umhverf isstof nun rökstyður áform sín þannig að stofnuninni hafi borist vel á annað hundruð ábendinga um lyktarmengun frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember s.l. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Vegna þessa óskaði ég, með vísan til ákvæða upplýsingalaga, eftir öllum gögnum málsins, m.a. kvörtunum íbúa sem Umhverfisstofnun byggir á, upplýsingar um mengun umfram leyfi-

leg mörk, upplýsingar um heilsutjón þeirra íbúa sem kvartað hafa, studda læknisvottorði. Skemmst er frá því að segja engin slík gögn bárust. Ég fékk einungis eftirlitsskýrslur starfsmanna, huglægt mat þeirra og lýsingu á aðstæðum og skráð frávik vegna ófullnægjandi afsogs og hreinsunar útblásturs frá verksmiðjunni og svo bréfið frá 21. febrúar sl. þar sem áform Umhverfisstofnunar eru kynnt. Ef frá eru talin úrbætanleg tækniatriði sem nálgast má í anda meðalhófs, virðist sem Umhverfisstofnun byggi áform sín á huglægu mati og óformlegum kvörtunum. Ekkert liggur fyrir um aðra mengun en lykt, eins og hver og einn finnur lykt eða ólykt með sínu nefi. Ekkert liggur fyrir um staðfest heilsutjón né aðra skaðlega mengun frá verksmiðjunni studda hlutlægu mati. Auðvitað skal því haldið til haga að starfsleyfi verksmiðjunnar hefur ekki að geyma heimildir til lyktarmengunar, enda er lyktarmengun almennt ekki vandamál við rekstur kísilverksmiðja, þar sem bruni við háan hita eyðir lykt. Þetta veit Umhverfisstofnun. (Annað mál og innskot: Það mætti setja upp brennara á skorstein loðnu- og gúanóbræðslunnar í Helguvík til að útiloka ólyktina þaðan, en kannski hefur bræðslan starfsleyfi fyrir lyktarmengun?) Nú er það ekki tilgangur þessara skrifa minna að gera lítið úr því að fólki finnist ólykt koma sér við í sínum heimabæ, þvert á móti. Hins

vegar get ég ekki varist þeirri hugsun að Umhverfisstofnun fari með áformum sínum offari, verði þau að veruleika og starfsemin takmörkuð, án haldbærra gagna um raunverulega mengun. Það bryti gegn meðalhófi og góðri stjórnsýslu, miðað við þann stutta tíma sem verksmiðjan hefur verið í keyrslu, þess vegna prufukeyrslu, og alltaf má gera ráð fyrir byrjunarörðugleikum. Vel má vera að fyrirtækið hafi ekki gætt að því að tryggja færni og þekkingu starfsmanna á tækni verksmiðjunnar, m.a. með markvissri þjálfun áður en verksmiðjan hóf starfsemi sína. Um það skal ég ekkert fullyrða né heldur hvort verksmiðjan sé rétt hönnuð. Hafa ber í huga að á sama hátt og starfsemi af þessari gerð er ný hér á landi, þá er eftirlitshlutverk Umhverfisstofnunar einnig nýtt með slíkri starfsemi þó enginn dragi í efa færni stofnunarinnar almennt. Auðvitað á ekki að slaka á kröfum um mengunarvarnir, en að hyggja á verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar með áformum um að takmarka starfsemina án þess að fyrir liggi hlutlægar ástæður um mengun, eins og hún er skilgreind samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, er lagalega afar hæpin aðgerð. Það á einnig við þótt gild rök væru fyrir úttektinni vegna þess að umsókn um starfsleyfi hafi eftir atvikum verið ónákvæm eða þess vegna röng, þar sem lyktarmengunar var ekki getið sem möguleika.

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

Það þarf samfélag til að ala upp barn Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hefur verið í Evrópuverkefni Erasmus+ síðastliðið eitt og hálft ár. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Íslands, Spánar, Póllands og Slóveníu og ber heitið „Through democracy to literacy”. Kennarar Heiða Mjöll þátttökuskólanna skiptast á að Brynjarsferðast milli landa og læra hver af dóttir, öðrum til að bæta vinnubrögð og leikskólaauka þekkingu sína á lýðræði og kennari læsi, sem eru tveir af grunnþáttum menntunar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, 2011. Samstarfsverkefnið skiptist í fjögur tímabil. Á tímabili eitt var hlutverk kennarans skoðað og hittust kennarar samstarfslandanna í Póllandi í október 2015. Tímabil tvö sneri að hlutverki Guðrún og virkni barnsins og hittust kennKristjana arar á Íslandi í apríl 2016. Þriðja Reynisdóttir, tímabilið sem fjallað verður nánar leik og grunn- um í þessari grein snerist um forskólakennari eldrasamstarf. Fjórða tímabilið sem skólarnir eru að vinna að eins og stendur snýst um dagskipulag og leikskólaumhverfið og mun hópur kennara hittast í Slóveníu í mars 2017. Í október 2016 fóru átta kennarar frá leikskólanum Holti,

ásamt kennurum frá Póllandi og Slóveníu til La Rioja héraðsins á Spáni. Í héraðinu er skóli sem kallast C.R.A. Alto Cidacos. Þar eru fjórir litlir skólar í smábæjunum Herce, Prejano, Arnedillo og Enciso sem kennararnir fengu tækifæri til að heimsækja auk þess sem þeir heimsóttu skóla í Logroño, Caballero De La Rosa sem vakti áhuga þeirra. Hugmyndafræði skólans byggir á þátttöku samfélagsins í menntun barnanna sem rannsóknir hafa sýnt fram á að reynst hafi vel. Skólinn er staðsettur á svæði þar sem margir innflytjendur búa og þótti skólinn áður vera annars flokks í samfélaginu en í dag er skólinn vel sóttur og vinsæll í héraðinu. Það sem stendur upp úr eftir heimsóknina til La Rioja er munurinn á íslenskum og spænskum kennsluaðferðum, hegðun nemenda og virkni foreldra í skólastarfi barna sinna. Á Spáni sáum við meiri sjálfsstjórn, ábyrgð og virðingu hjá nemendum en hjá okkar nemendum á Íslandi sjáum við meiri virkni, frumkvæði og sköpun. Á Spáni var skólastarfið

kennarastýrðara en við erum vanar á Holti og teljum við líklegt að það spili stóran þátt í hegðun og framkomu barnanna. Við viljum kenna börnunum okkar sjálfsstjórn, virðingu og ábyrgð en viljum samt sem áður að einstaklingar búi yfir frumkvæði, séu virkir og skapandi, bæði í hugsun og framkvæmd. Hvernig náum við að samtvinna þessa þætti? Við getum verið sammála um hvert hlutverk kennarans er og hvert hlutverk barnanna er. En hvert er hlutverk forsjáraðila sem leikskólaforeldra? „Það þarf samfélag til að ala upp barn.” Með hvaða hætti getum við eflt jákvætt hugarfar foreldra til foreldrasamstarfs án þess að foreldrar upplifi samstarfið sem kvöð? Við teljum að hér á landi þurfi vitundarvakningu í samfélaginu varðandi þátttöku foreldra í námi barna sinna. Við viljum vekja áhuga foreldra á samstarfi með fjölbreyttu upplýsingaflæði, bjóða upp á möguleika símats og fjölbreyttar leiðir til þátttöku.

SKEMMTILEG STÖRF Í BOÐI VÍKURFRÉTTIR ÓSKA EFTIR AÐ RÁÐA STARFSFÓLK Í EFTIRFARANDI STÖÐUR:

FRÉTTAMAÐUR

HÖNNUN OG UMBROT

Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér er nauðsyngt að vera pennafær, góður í íslensku og ekki skemmir að vera með nett fréttanef.

Okkur vantar manneskju til starfa í hönnunardeild við að sjá um umbrot á vikulegu blaði okkar, hönnun á auglýsingum og öðrum tilfallandi prent- og vefverkefnum.

Umsóknir berist í tölvupósti til Páls Ketilssonar á pket@vf.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um störfin.

BAKSVIÐS

Á LITLU HRYLLINGSBÚÐINNI

SOSSA OG GULA FÓLKIÐ

T S A IN E M A S GARÐUR OG SANDGERÐI?

Hvað segja bæjarbúar?

Suðurnesjamagasín

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 á Hringbraut og vf.is

HVALSNESKIRKJA Aðalsafnaðarfundur verður haldin í Safnaðarheimilinu fimmtudaginn 9. mars kl. 18:00.

Víkurfréttir ehf. er fjölmiðlafyrirtæki í Reykjanesbæ og hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn kylfingur.is. Þá heldur VF úti vikulegum sjónvarpsþætti sem sýndur er á vf.is, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og Kapalrás Kapalvæðingar.

Sóknarnefnd


18

VÍKURFRÉTTIR

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2017 Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes,Vogar.

fimmtudagur 2. mars 2017

Suðurnesjaliðin

í úrslitakeppni frá 1994

Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Portoroz í Slóveníu og Króatía 5. – 12. júní Aðventuferð til Wiesbaden í Þýskalandi 30. nóvember – 3. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 6. - 15. mars. Svanhvít Jónsdóttir, 565 3708 Ína D. Jónsdóttir, 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir, 422 7174 Valdís Ólafsdóttir, 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir, 565 6551 Orlofsnefndin

ATVINNA Gerðaskóli auglýsir eftir:

• Þroskaþjálfa í 50% starf. • Starfsmanni í skólagæslu, hlutastarf eftir hádegi á virkum dögum Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða ragnhildur@gerdaskoli.is . Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2017 Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal skólastjóri í síma 8984808 og Ragnhildur Einarsdóttir í síma 8454270.

●●Njarðvíkingar eru utan úrslitakeppni eins og staðan er núna Æsilegur lokasprettur er framundan í Domino’s deild karla í körfubolta. Eins og staðan er núna þá eru Grindavík og Keflavík á leið í úrslitakeppni á meðan Njarðvíkingar eru í níunda sæti og virðast á leið í sumarfrí. Það eru þó sex stig eftir í pottinum og fjórum stigum munar á liðunum í fjórða sæti og því níunda. Innbyrðis viðureignir gætu því skipt sköpum þegar yfir líkur og ljóst að hver leikur er úrslitaleikur. Í dag og á morgun fer fram umferð þar sem mikið getur breyst. Frá 1994 hafa átta lið komist í úrslitakeppnina. Fyrirkomulag hennar var tekið upp árið 1984 en þá voru liðin fjögur í úrslitakeppni. Suðurnesjaliðin þrjú hafa komist í átta liða úrslit allar götur síðan 1994. Síðan breytingin varð hafa Njarðvíkingar alltaf verið með í úrslitakeppni. Þegar liðin voru fjögur í úrslitakeppni þá misstu þeir grænklæddu af lestinni árið 1993. Frá árinu 1986 hafa Keflvíkingar verið með í úrslitakeppni en fyrstu tvö árin náðu þeir ekki í efstu fjögur sætin. Grindvíkingar komust fyrst í úrslitakeppni árið 1990 og hafa aðeins misst úr eitt ár síðan þá, árið 1992 þegar aðeins fjögur lið voru í úrslitakeppni.

Grindavík 22 stig

Þrír útisigrar hafa komið í röð hjá Grindvíkingum en þeir eiga erfiðan leik á Sauðárkróki eftir. Á útivelli hafa Grindvíkingar unnið 6 af 10 leikjum sínum í vetur en á útivöllum hafa þeir verið betri en í Mustad höllinni. Grindvíkingar eiga gríðarlega erfiða leiki eftir gegn toppliðum Stjörnunnar og Tindastóls sem bæði höfðu sigur á Grindvíkingum í fyrri umferð. Í lokaumferð mæta svo Skallagrímsmenn í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Unnir | Tapaðir leikir: 11|8 Næstu leikir: Stjarnan 2. mars - Stjarnan vann fyrri leikinn með 11 stigum @ Tindastóll 5. mars - Tindastóll vann fyrri leikinn með 7 stigum Skallagrímur 9. mars - Grindavík vann fyrri leikinn með 15 stigum

Keflavík 20 stig

Keflvíkingar eru mitt á milli granna sinna, með 20 stig í 6. sæti. Þeir eru með jákvætt sigurhlutfall á heimavelli, 6 sigra, 4 töp á meðan árangur hefur verið slakari á útivelli þar sem þeir hafa náð í 4 sigra. Þeir eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum, gegn Íslandsmeisturum KR og sjóðheitum ÍR-ingum sem hafa unnið sex heimaleiki í röð. Keflvíkingar hafa þó unnið þrjá leiki í röð og ekki tapað síðan Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu. Unnir | Tapaðir leikir: 10|9

ÚTBOÐ Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í gerð nýrra gatna við Flugvelli í Reykjanesbæ Verkið er fólgið í uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingum í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu fráveitulagna, lagningu lagna vegna götulýsingar, reisingu ljósastaura, útlagningu jöfnunarlags undir malbik, malbikun, tengingu lagna við núverandi lagnir og annað það sem kemur fram í uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá. Helstu magntölur eru uppúrtekt fyrir götum um 38.600 m³, fyllingar í götur um 34.000 m³, malbikun gatna 14.600 m², fráveitulagnir um 3400 m. Verki skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2017. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að hringja í Tækniþjónustu SÁ ehf., sími 421 5105 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þeir þá útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 6. mars 2017. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Tækniþjónustu SÁ ehf. að Hafnargötu 60, 2. hæð, Reykjanesbæ fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 21. mars 2017 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

@ ÍR 9. mars - Keflavík vann fyrri leikinn með 19 stigum

Næstu leikir: @ KR 2. mars - KR vann fyrri leikinn með 26 stigum Þór Ak. 6. mars - Keflavík vann fyrri leikinn með 12 stigum

AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR verður haldinn mánudaginn 13. mars kl: 17:30 í Kirkjulundi Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og stjórn Kirkjugarða Keflavíkur

Njarðvík 18 stig

Grænir hafa unnið þrjá útileiki í röð líkt og Grindavík. Heimavöllurinn hefur ekki verið sterkur hjá Njarðvíkingum en þar hafa þeir náð í fjóra sigra í 10 leikjum. Þeir eiga eftir að mæta þremur liðum sem eru að bítast um sæti í úrslitakeppninni en ÍR, Þór Ak. og Njarðvík eru öll jöfn að stigum. Í síðustu umferð heimsækja þeir fyrrum þjálfara sinn, Einar Árna og félaga í Þorlákshöfn. Unnir | Tapaðir leikir: 9|10 Næstu leikir: @ Þór Ak. 3. mars - Þór vann fyrri leikinn með 11 stigum ÍR 6. mars - ÍR vann fyrri leikinn með 19 stigum @ Þór Þ. 9.mars - Þór vann fyrri leikinn með 16 stigum

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


fimmtudagur 2. mars 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

KÖRFUBOLTASNILLINGUR

STEPH CURRY ER Í UPPÁHALDI Njarðvíkingurinn Lovísa Bylgja Sverrisdóttir er körfuboltasnillingur Víkurfrétta þessa vikuna. Lovísa stefnir hátt og ætlar sér í fremstu röð á Íslandi. Hún æfir mikið og finnst engin æfing vera leiðinleg. Aldur og félag: 11 ára - Njarðvík. Hvað æfir þú oft í viku? 8 sinnum í viku og metabolic. Hvaða stöðu spilar þú? Dripplari.

Margrét Íslandsmeistari í hnefaleikum

Hver eru markmið þín í körfubolta? Að vera ein af bestu á íslandi og komast í landsliðið. Skemmtilegasta æfingin? Að spila á æfingu og líka einn á einn.

Leiðilegasta æfingin? Það er engin æfing sérstaklega leiðinleg, allar skemmtilegar. Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Ægir Steinarsson sem er að spila á Spáni. Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Steph Curry. Lið í NBA? Golden State Warriors.

■■Hin 18 ára Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness varð um helgina Íslandsmeistari í -75 kg. flokki fullorðinna í hnefaleikum þegar hún lagði Sigríði Bjarnadóttur úr HFA að velli í úrslitaviðureign. Margrét er ein efnilegasta hnefaleikakona landsins og hefur unnið alla bardaga sína hérlendis í fullorðinsflokki til þessa.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

KEFLAVÍK - ÞÓR AKUREYRI TM-HÖLLIN MÁNUDAGINN 6. MARS KL. 19:15

SÍÐASTI HEIMALEIKUR Í DEILDINNI

ATVINNA Óskar eftir starfsmönnum í snyrtingu og pökkun

Upplýsingar í síma 892-2590, Einar

KEF SEAFOOD

ÆSKULÝÐSDAGURINN NÝTT

Forvarnir með næringu

Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

Viðar Oddgeirsson, Lundi 19, Kópavogi,

varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 7. mars kl. 13:00.

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Ólöf Hildur Jónsdóttir, Davíð Viðarsson, Þórir Viðarsson, Jón Hans Ingason, Hanna Sif Ingadóttir, Ída María Ingadóttir, Ingi Björn Ingason, og barnabörn.

Theódóra Friðbjörnsdóttir, Harpa Ægisdóttir, Ólöf Ósk Kjartansdóttir, Andrea Finnsdóttir,

VERÐUR HALDINN HÁTÍÐLEGUR 5. MARS KL. 14:00 Í SAFNAÐARHEIMILI SANDGERÐIS BARNAKÓRINN SYNGUR UNDIR STJÓRN SIGURBJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR kl. 17:00 í Útskálakirkju. Kór Gerðaskóla syngur.

Bogi æskulýðsfulltrúi og Eiður Smári halda uppi stuði í tónlistinni. Börn í barnastarfinu taka virkan þátt. Kaffisala á eftir fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Bogi Benediktsson og sr. Bára Friðriksdóttir

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpsonur, bróðir og frændi,

Friðrik Jónsson, SUNNUDAGUR 5. MARS KL. 11:00 Fjölskyldumessa í umsjón sunnudagaskólaleiðtoga, presta, organista og fermingarbarna. Súpa og brauð reidd fram af súpuþjónum og fermingarforeldrum. SUNNUDAGUR 5. MARS KL. 20:00 Æskulýðsmessa í umsjón presta og fermingarbarna. Tónlistarhópurinn Sálmari leiðir söng og tónlist. Unnur Ýr Kristinsdóttir, æskulýðsfulltrúi KFUM&KFUK á Suðurnesjum, flytur hugleiðingu. Unglingadeild KFUM&KFUK og fermingarbörn bjóða uppá á kaffihús í Kirkjulundi að lokinni messu. Ágóði af kaffisölu rennur til kaupa á húsi fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Verð á kaffi og kruðerí er 500 kr. MIÐVIKUDAGUR 8. MARS KL. 12:00 Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar í umsjón Arnórs organista og sr. Erlu. Gæðakonur reiða fram súpu og brauð. MÁNUDAGUR 13. MARS KL. 17:30 Aðalfundur Keflavíkusóknar haldinn í Kirkjulundi. Dagskrá fundarins eru almen aðalfundarstörf. Allir velkomnir

frá Keflavík,

lést 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Innri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 3. mars kl. 13:00. Rúnar Örn Friðriksson, Ólöf Ýr Friðriksdóttir, Emma Dröfn Kristrúnardóttir, Arnar Steinn Elísson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

ATVINNA Airport fashion er norsk keðja sem er með glæsilega verslun á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika og þægilega framkomu, um er að ræða sumarstörf .

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

Þórdís Halldórsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. mars kl. 13:00. Hrefna Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Halldór Þór Halldórsson, Ivy Carlill, Guðrún Björg Halldórsdóttir, Björgvin Halldórsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Okkur vantar starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu, umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára . Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á inga.reynisdottir@airportretail.is


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Eftir skít í fjármálum þá er það núna alvöru sorp hjá Reykjanesbæ.

instagram.com/vikurfrettir

Reykjanesbær tekur til í sorpmálum ●●Skipa starfshóp til þess að auka sorpflokkun og endurvinnslu

LOKAORÐ

Skipaður hefur verið starfshópur sem hefur það verkefni að gera tillögu að aðgerðaáætlun um það hvernig Reykjanesbær getur auðveldað íbúum og fyrirtækjum bæjarins að auka sorpflokkun og endurvinnslu frá því sem nú er. Markmiðið er að koma sorpflokkun og endurvinnslu í takt við nútímann.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur skipað þau Eystein Eyjólfsson, Magneu Guðmundsdóttur og Berglindi Ásgeirsdóttur í starfshópinn. Verkefnið verður unnið í samvinnu og samstarfi við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum og Kölku. Aðgerðaáætlun verður síðan lögð fyrir ráðið og bæjarstjórn til samþykktar.

Örvars Kristjánssonar

Þau Maren og Jón Kolbeinn hafa fengist við verkfræðistörf hjá Isavia í tæp 4 ár og á þeim tíma unnið að uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru þau hluti af góðu ferðalagi.

Í byrjun síðustu viku var ég lagður inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að ég gerði mér ferð á bráðamóttöku vegna nokkurra óþæginda. Þessi óþægindi voru svo eitthvað meira en án þess að fara nánar út í það þá eyddi ég rúmlega 5 dögum inni á spítalanum. Var eflaust allt of lengi að koma mér til læknis en ég er einn af þeim sem fer ekki fyrr en ég er nánast lagstur niður, arfa vitlaust, ég veit. Ég er reyndar á batavegi núna, kominn á ról en á ennþá eftir að fá nánari útlistun á því sem er að hrjá mig nákvæmlega. Hvað sem þetta er þá ætla ég mér ekkert annað en að tækla þetta af myndarskap og ná mér að fullu. Því miður eru alltof margir (þar á meðal ég) sem taka góðri heilsu sem sjálfsögðum hlut. Svo kemur eitthvað upp á og þá sér maður hvað hlutirnir geta verið fljótir að breytast. Maður sér það í raun reglulega, fólk er sífellt hrifsað burt í blóma lífsins úr sjúkdómum og af slysförum en alltof oft hugsar maður, þetta getur varla orðið ég. En svo fær maður gult spjald og þá er nú eins gott að hlusta á dómarann. Það ætla ég mér að gera. (Pikkið í mig ef þið sjáið mig í Vallabakaríi í bakkelsinu, nema á laugardegi). Dvöl mín á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var samt ánægjuleg, þarna er yndislegt og umhyggjusamt starfsfólk sem á gríðarlega mikið hrós skilið. Það fór afar vel um mig þarna inni, ég hafði góðan mann með mér á stofu og hafði þar af leiðandi góðan félagsskap. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki sama hvar á vegi manns það verður. Auðvitað var samt gríðarlega erfitt að vera frá fjölskyldunni minni og var ég rosalega glaður þegar ég fékk að fara heim. Unnusta mín er algjör hetja en á meðan ég var frá þá þurfti hún að sjá um drengina okkar þrjá nánast ein (óvært ungabarn og þessi í miðjunni með hlaupabólu) en sem betur fer eigum við gott fólk að sem hjálpaði til eins og þau gátu. Hjartans þakkir. Þegar fólk veikist óvænt þá fylgja alls kyns áhyggjur og það er eðlilegt en ákaflega dapurt fannst mér að sjá fréttir vikunnar um fólk sem veikist hér á landi t.d af þeim alvarlega sjúkdóm krabbameini og er að sligast fjárhagslega vegna lyfjakostnaðar! Það er alls ekki sanngjarnt og við verðum að gera mikið betur í þessum málum, nóg er fyrir fólk að hafa áhyggjur af heilsunni og fjölskyldunni sinni en að bæta við fjárhagsáhyggjum er hreinlega ógeðfellt og á ekki að líðast í okkar ríka landi. Ég skora á okkar ágætu þingmenn í kjördæminu að beita sér í þessum málum. Að lokum þá ætla ég að ítreka þakkir mínar til hins frábæra starfsfólks á HSS.

17 - 0704 - HVÍ TA HÚSI Ð / S Í A

Heilsan

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur.

Leitað er að starfsmönnum sem hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, eru skipulagðir í verkum sínum og áhugasamir. F L U G VA L L A R S TA R F S M E N N

B I F V É L AV I R K I / V É LV I R K I

Helstu verkefni eru eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum, eftirlit og viðhald á vélbúnaði og tækjum, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna, björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans og ýmis tækjavinna.

Helstu verkefni eru viðgerðir og viðhald á tækjum og bifreiðum Keflavíkurflugvallar. Einnig nýsmíði í málmi, rennismíði, suðuvinna og viðgerðir. Viðkomandi tekur þátt í snjóruðningi, ísingarvörnum og öðrum verkefnum flugvallarþjónustu eftir þörfum.

Hæfniskröfur: • Aukin ökuréttindi • Stóra vinnuvélaprófið er kostur • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg • Reynsla af slökkvistörfum er kostur • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunntölvukunnáttu

Hæfniskröfur: • Meirapróf er skilyrði • Vinnuvélapróf er kostur • Sveinspróf í bifvélavirkjun eða vélvirkjun er æskilegt • Starfsreynsla í faginu og reynsla af rafmagns-, glussa- og tölvukerfum í bílum og tækjum • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunntölvukunnáttu

Umsækjendur þurfa að standast læknis skoðun og gangast undir þolpróf áður en til ráðninga kemur.

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Auglýsingasíminn er

421 0001

S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R

UMSÓKNARFRESTUR: 19. MAR S 2017

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

09 tbl 2017  

38. árg.

09 tbl 2017  

38. árg.

Advertisement