09 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 3. mars 2016 • 9. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Áhyggjur af miklum kostnaði við viðhald Hlévangs í Keflavík

Ólöglegt að ráða sjálfboðaliða til fyrirtækja n Á undanförnum árum hefur tíðkast að ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, þar með talið á Suðurnesjum, ráði til sín erlenda sjálfboðaliða. Slíkt er ólöglegt og er nú í gangi átaksverkefnið Einn réttur - Ekkert svindl á vegum Alþýðusambands Íslands. Verkefninu er beint gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talið fyrir útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. // 8

Bærinn fyllist af krökkum n Hið sívinsæla Nettómót fer fram í Reykjanesbæ um helgina en mótið er hápunktur yngstu iðkendanna í körfuboltanum. Tæplega 250 lið mæta til leiks frá 26 félögum en mótið er fyrir stráka og stelpur yngri en tíu ára. Reykjanesbær fyllist jafnan af ungum körfuboltasnillingum sem leika listir sínar og glæða bæinn lífi.

Eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir við ástand húsnæðis og aðstöðu á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Framtíð Hlévangs var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Garðs á dögunum. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna, Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hlévangi og Eysteinn Eyjólfsson formaður stjórnar DS [Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum] sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Í erindi frá Hrafnistu á fundinum var m.a. fjallað um rekstraráhættu Hrafnistu vegna Hlévangs og mikinn kostnað vegna viðhalds hússins. Í erindinu er kallað eftir því að sveitarfélögin sem standa að DS móti stefnu um húsnæðismál Hlévangs og framtíðarnotkun,

VÍKURFRÉTTAMYND: EYÞÓR SÆMUNDSSON

n Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi, íhugar að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar. Kosið verður á aukalandsfundi flokksins 4. júní næstkomandi. Tilkynna þarf um framboð fyrir 10. apríl. Að sögn Oddnýjar var það hópur fólks sem skoraði á hana að bjóða sig fram. „Ég lofaði því fólki að íhuga það og er ekki komin lengra í þessu ferli en að skoða það hverju þetta gæti hugsanlega breytt fyrir Jafnaðarmannaflokkinn og fyrir mig persónulega,“ sagði hún í viðtali við Víkurfréttir. Aðspurð um fylgistap Samfylkingarinnar undanfarin misseri segir Oddný ýmsar ástæður geta legið að baki því. „Í fyrsta lagi var síðasta kjörtímabil óskaplega erfitt. Við tókum við nánast gjaldþrota ríkissjóði við fordæmalausar aðstæður. Okkur tókst að stöðva skuldasöfnun og loka gatinu og sjá til þess að velferðarkerfið brotnaði ekki niður. Við vorum gagnrýnd fyrir ýmsa hluti þarna og ég held að það sé stærsta ástæðan fyrir fylgistapinu. Ég held að fólk hafi gert miklar kröfur til vinstri stjórnarinnar og að við höfum ekki uppfyllt þær allar allar.“ Þá segir Oddný ekki hægt að horfa fram hjá því að fólk hafi borið mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum formanns Samfylkingarinnar. „Við höfum ekki náð upp sama trúverðugleika.“

ásamt því að sveitarfélögin þurfi að standa undir kostnaði við viðhald hússins til að það fullnægi kröfum um heimili í hæsta gæðaflokki.

Fjölgun gistinátta 175% á Suðurnesjum Líf og fjör í boltaskólanum

Holl hreyfing er öllum nauðsynleg. Það er líka gott að byrja snemma að hreyfa sig. Í Boltaskólanum í Njarðvík koma yngstu borgararnir saman einu sinni í viku og taka þátt í skemmtilegum leikjum og þrautum með foreldrum sínum eða ömmu og afa. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á káta krakka í Boltaskólanum. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og á vf.is í háskerpu.

n Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af þeim fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim allt árið um kring. Gistiheimilum hefur fjölgað þó nokkuð á svæðinu undanfarin ár og eru nú 66 gististaðir skráðir með leyfi hjá Sýslumanni. Mest var fjölgunin á síðasta ári. Nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum

Vilja byggja upp innviði á flugvallarsvæði l Hagsmunum sveitarfélaganna og flugvallarsvæðisins best borgið með samvinnu sveitarfélaganna þriggja í nágrenni við flugstöðina. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar telur mikilvægt að sameiginleg heildarsýn fyrir skipulag, uppbyggingu og þróun í nágrenni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði mótuð hið fyrsta og verkefnum forgangsraðað. Þetta er meðal þess sem samþykkt var á fundi hennar á þriðjudag. Þá telur bæjarstjórn Sandgerðis að hagsmunum sveitarfélaganna og flugvallarsvæðisins sé best borgið með samvinnu sveitarfélaganna þriggja í nágrenni við flugstöðina, það er Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og

Reykjanesbæjar, auk Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco), Isavia og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Þá vilja bæjaryfirvöld í Sandgerði að samkomulag í anda þess sem gert var árið 2010 verði gert um þetta viðamikla verkefni sem framundan er í uppbyggingu svæðisins. Sandgerðisbær vill að sveitarfélögin beiti sér fyrir því að ríkisvaldið veiti fjármagni sem fæst af sölu fasteigna á fyrrum varnarsvæði til uppbyggingar í kringum alþjóðaflugvöllinn á Miðnesheiði.

á Suðurnesjum hefur einnig aukist mikið á undanförnum árum. Árið 2010 var nýtingin 40,3 prósent en var á síðasta ári 64,5 prósent. Í skýrslu Nordregio, Landfræðistofnunar Norðurlanda, sem kom út á dögunum kemur fram að fjölgun gistinátta á Suðurnesjum frá árinu 2008 til ársins 2014 hafi verið 175 prósent.

Í KVÖLD! SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er vikulegur frétta- og mannlífsþáttur frá Suðurnesjum. Þátturinn er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu.

Í ÞESSARI VIKU BLÓMKÁLSPOPP A LA ÁSDÍS GRASA

NÝTT HJARTA ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Í GRINDAVÍK

BOLTASKÓLINN FYRIR ALLRA YNGSTU BÖRNIN FÍTON / SÍA

Oddný Harðar íhugar framboð til formanns

l Athugasemdir gerðar við ástand húsnæðis

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

... OG MARGT FLEIRA!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
09 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu