8 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 25. febrúar 2016 • 8. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Frá Síberíu til Suðurnesja n Maria Shishigina-Pálsson er frá borginni Jakutsk í Jakútíu í Norðaustur Síberíu en býr í Reykjanesbæ. Hún hefur búið þar í fimm ár og segir lífið á Suðurnesjum að sumu leiti minna á Sovéttímann sem hún stundum saknar. // 12

Fjölþjóðlegt fjölskyldulíf

n Sjómenn bera saman bækur sínar á bryggjunni í Sandgerði á þriðjudagskvöld. Þá kom hver báturinn á eftir öðrum með fullfermi af fiski að landi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Þorskurinn of stór

n „Þetta er nú ekki dæmigert íslenskt heimili hjá okkur,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir sem býr í rúmgóðu húsi í Njarðvík og rekur þar gistiheimilið Blue View Bed and Breakfast. Ingigerður festi kaup á húsinu á síðasta ári með það fyrir augum að reka þar gistiheimili. Þar býr hún með 17 ára gömlum syni sínum og önnur eldri dóttir hennar býr nú hjá þeim tímabundið. // 14

l Þeim gula mokað upp út af Sandgerði l Óttast að þurfa að stöðva veiðar vegna offramboðs á þorski Mikil þorskveiði hefur verið út af Sandgerði síðustu daga. Algjört ævintýri segja sumir sjómenn sem eru örþreyttir eftir átökin við þann gula. Línubátarnir hafa verið að koma daglega að landi með fullfermi af fiski. Einn af þeim bátum sem fiskað hafa vel er Óli Gísla GK 112. Aflinn var að mestu sá guli en þorskur upp að fimm kílóum fór til vinnslu hjá Nýfiski í Sandgerði. Stærri þorskur og aðrar tegundir fóru á fiskmarkað. Það var sannkölluð vertíðarstemmning í lönduninni á þriðjudagskvöld, þegar ljósmyndari Víkurfrétta fangaði stemmninguna við Sandgerðishöfn. Þau voru ófá körin sem hafa verið dreift um alla bryggjuna en talsverð vinna er að landa úr litlu línubátunum sem rúma ekki hefðbundin fiskiker frá fiskmarkaðnum og því þarf að losa körin úr bátunum í önnur kör á bryggjunni. Þar er aflinn

HORFÐU! SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er vikulegur frétta- og mannlífsþáttur frá Suðurnesjum. Þátturinn er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu

Í ÞESSARI VIKU ÆVINTÝRAFERÐIR UM REYKJANES

einnig flokkaður eftir stærð og tegundum og að lokum ísaður, því rétt kæling er mjög mikilvæg til að viðhalda ferskleika hráefnisins þar til það kemst í fiskvinnslu. Það hefur gefið vel til veiða síðustu daga, veður hefur verið stillt og horfur voru á að svo yrði alla þessa viku. Sjómenn sem Víkurfréttir ræddu við á bryggjunni í Sandgerði höfðu áhyggjur af því að þurfa að stöðva veiðar þegar liði á vikuna vegna offramboðs á þorski til fiskvinnslu og að verðið væri að falla. Það væri til lítils að veiða úr dýrum kvóta og hafa ekkert upp úr veiðunum. Eyjólfur Þór Guðlaugsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf. segir að meira hafi verið selt af þorski í ár en á sama tíma í fyrra. Í gær höfðu 4600 tonn af óslægðum þorski verið seld á móti 3500 tonnum í fyrra. Eyjólfur segir að meðalverð á þorski það sem af er árinu sé 280 kr. á kíló. Það sé 12,6% lægra

en í fyrra. Þorskverð lækkaði nokkuð í haust og hefur verið síðan þá. Þá segir Eyjólfur jafnframt að áhyggjur sjómanna um verðfall vegna offramboðs óþarfar. Kaupendur séu oftast fljótir að bregðast við slíkri aukningu á markaði og bæta bara í. Ragnar Hjörtur Kristjánsson hjá Fiskmarkaði Suðurnesja er á sömu nótum og Eyjólfur. Hann segir helsta vandamálið í dag vera að þorskurinn sé of stór. Stærri þorskurinn, þ.e. 5+ kg. og 7+ kg. sé að seljast á lægri verðum en smærri fiskurinn. Það sé vegna ástands á saltfiskmörkuðum en stór þorskur fari frekar í salt meðan smærri fiskurinn sé unninn ferskur á erlendan markað. Nánar er fjallað um fiskveiðar í Sjónvarpi Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta, vf.is.

„Tunglið“ kannað á fjórhjólum

l Með fjórhjól fyrir um 100 milljónir króna l Aukavinna tveggja bræðra varð að vinsælu ferðaþjónustufyrirtæki l Íslenskt hálendi 30 mínútur frá Reykjavík

Tveir bræður í Grindavík fóru með um 10.000 manns á síðasta ári í fjórhjólaferðir um Reykjanesskagann. Fyrirtækið, 4x4 Ævintýraferðir, var stofnað árið 2007 og átti að vera aukastarf fyrir þá bræður yfir sumarmánuðina. Í dag eru stöðugildin sjö og hálft allt árið um kring og á álagstímum eru mun fleiri í vinnu hjá fyrirtækinu. Ferðirnar eru frá klukkustund og upp í tveggja daga ferðir um Reykjanesskagann. Fjórhjólin eru 44 og buggy-bílarnir eru

þrír. Þá er fyrirtækið einnig með tuttugu fjallahjól þannig að nærri lætur að fjárfesting í tækjum nemi um 100 milljónum króna. Þá hefur fyrirtækið komið sér upp myndarlegri móttöku fyrir viðskiptavini í nágrenni Grindavíkurhafnar þar sem stutt er út á slóða um Hópsnesið eða upp í fjöllin við Grindavík. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og í Víkurfréttum í dag er rætt við bræðurna Jakob og Kjartan Sigurðarsyni, sem fara fyrir 4x4 Ævintýraferð-

um. Þeir segja frá galdrinum á bakvið þetta afþreyingarfyrirtæki sem hefur fengið fimm stjörnur hjá TripAdvisor allt frá upphafi. Þeir upplýsa að ef þeir hafi ætlað sér að verða ríkir, þá hefðu þeir farið í annars konar starfsemi. Þeir hafi hins vegar verið duglegir að fara um Reykjanesskagann og séð allar þær földu perlur sem þar væru. Þar sé landslag eins og á tunglinu og hálendislandslag, allt í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

„Ætlar þú að verða sterkari en kærastinn?“ n Inga María Henningsdóttir úr lyftingadeild Massa í Njarðvík varð um helgina Norðurlandameistari unglinga í kraftlyftingum. Inga lyfti mest 142,5 kg í hnébeygju, 72,5 kg í bekkbressu og 135 kg í réttstöðu. Samanlagt 350 kg, hvorki meira né minna. Hún bætti sinn besta árangur bæði í hnébeygju og bekkpressu en var 10 kg frá sínu besta í réttstöðu. // 22

HEIMAGISTING HLJÓÐNEMINN OG FRÉTTIR VIKUNNAR

FÍTON / SÍA

HJÁ INGU SÆM

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

n Bræðurnir Jakob og Kjartan Sigurðssynir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta sem sýnt verður í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og á vf.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.