Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Goðafoss Fiskiveisla Bikar Flughermir Box Sjónvarp Víkurfrétta
Auglýsingasíminn er 421 0001
– og í HD á vf.is þegar þér hentar!
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 2 6. F E BR ÚAR 2 0 15 • 8. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Öllu starfsfólki Já í Reykjanesbæ sagt upp XXJá hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í Reykjanesbæ og mun loka starfsstöðinni þann 1. júní nk. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um þetta á þriðjudag. Já rekur í dag tvær þjónustustöðvar, eina í Reykjavík og aðra í Reykjanesbæ. Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri hjá Já, sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæða lokunarinnar í Reykjanesbæ væri breytingar á því umhverfi sem Já starfar í. Þjónustustöðin í Reykjanesbæ sé minni eining en sú í Reykjavík. Um sé að ræða 6-7 stöðugildi. Lilja sagði að Já hafi tilkynnt starfsfólkinu sem nú missir vinnuna að það fái aðstoð við atvinnuleit.
Óska eftir prestkosningu í Keflavík – og vilja séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið XXHafin er söfnun undirskrifta þar sem þess er óskað að kosið verði um embætti sóknarprests við Keflavíkurkirkju. Þeir sem óska eftir kosningunni þurfa að skila inn lista með um 2000 nöfnum sóknarbarna í Keflavíkurkirkju. Þeir einir sem búsettir eru í póstnúmeri 230 eru sóknarbörn í Keflavíkurkirkju og geta tekið þátt í undirskiftasöfnuninni. Í aðsendri grein á vef Víkurfrétta frá fimm sóknarbörnum er sagt frá undirskriftasöfnuninni og jafnframt lýst stuðningi við séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið.
Vilhelm Þorsteinsson EA í Helguvík síðdegis á þriðjudag. Nótin var tekin í land þar sem gera þurfti við stórt gat á henni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Loðnuvertíð í Helguvík skapar tugi starfa – búast við að hrognataka hefjist um helgina
F
FÍTON / SÍA
iskimjölsverksmiðjan í Helguvík er komin í fulla keyrslu eftir að 4400 tonnum af loðnu var landað þar í gær og fyrradag. Það voru loðnuskipin Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson EA sem bæði lönduðu fullfermi af loðnu til bræðslu. Það magn dugar verksmiðjunni í rúma þrjá sólarhringa en afkastagetan er um 1200 tonn á sólarhring.
einföld reiknivél á ebox.is
Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri ánægjulegt að verksmiðjan væri komin í gang. Hann á von á því að Helguvík verði vinsæll viðkomustaður loðnuskipa næstu daga, enda loðnuganga að nálgast Reykjanesskagann og því stutt til löndunar í Helguvík.
Aðspurður um hrognafyllingu þá svaraði Eggert því til að búast mætti við að hrognataka myndi hefjast um helgina. Verksmiðja Síldarvinnslunnar í Helguvík skapar tugi starfa þegar unnið er að því að framleiða mjöl og lýsi. Þá fjölgar starfsmönnum enn meira þegar hrognatakan hefst.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Starfsfólk safna í Reykjanesbæ fær hæstu einkunn – fyrir góða þjónustu og áhugaverðar sýningar XXDuushús, Víkingaheimar og Rokksafns Íslands fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar. Þetta eru niðurstöður gestakannana sem fyrirtækið Rannsókn og ráðgjöf vann fyrir safnahúsin þrjú á síðasta ári. Þetta er þriðja árið sem viðkomandi könnun er unnin fyrir Víkingaheima en í fyrsta sinn sem Rokksafnið og Duushúsin eru tekin fyrir. Markmiðið er að átta sig á samsetningu gestahópanna og afstöðu þeirra til safnanna með það í huga að nýta niðurstöðurnar til frekari þróunar staðanna. Allir þrír staðirnir áttu það sammerkt að fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar og það sem helst mátti bæta voru safnbúðirnar og merkingar að stöðunum, segir í samantekt sem framkvæmdastjóri menningarráðs Reykjanesbæjar kynnti fyrir ráðinu á dögunum.