Page 1

• fimmtudagurinn 9. febrúar 2017 • 6. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Framlög ekki í takti við fjölgun íbúa og ferðamanna ■■Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 6,6 prósent á síðasta ári en fjárframlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki tekið mið af því, að sögn Halldórs Jónssonar, forstjóra stofnunarinnar. Þá hefur ferðamönnum á Suðurnesjum einnig fjölgað mikið sem hefur aukið álag á HSS. Stofnu n i n f é k k au k a fjárveitingar í lok síðasta árs þannig að rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæ ð. Halldór segir þurfa 100 til 105 milljónir í viðbót á þessu ári. // 16

Súrt og salt á þorrablóti í Garði

Ríkið komi með milljarða í frekari uppbyggingu á Ásbrú Breyta þarf amerísku yfirbragði Ásbrúar og gera hana að íslensku íbúahverfi með breyttri ásýnd. Það mun kosta talsverða fjármuni en þá á að sækja til íslenska ríkisins sem hefur á síðasta áratug hagnast um 10 milljarða króna vegna sölu fasteigna í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem síðustu ár hefur gengið undir nafninu Ásbrú. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, stóðu nýverið fyrir fundi í Reykjanesbæ þar sem stöðunni á Ásbrú var meðal annars velt upp og rætt var með hvaða hætti ríkið ætti að koma að frekari uppbyggingu Ásbrúar. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sagði á fundinum að

kostnaður Reykjanesbæjar vegna Ásbrúar hafi frá upphafi verið mun meiri en tekjur sveitarfélagsins á svæðinu. Hann telur að ekki sé óeðlilegt að ríkið leggi til fjármuni sem koma út úr sölu eigna á Ásbrú til uppbyggingar á svæðinu. Gunnar Thoroddsen frá Ásbrú ehf. tók til máls á fundinum. Hann sagði að nú væri unnið að áætlunum um framkvæmdir við þær eignir sem félagið hafi keypt á dögunum. Af 470 íbúðum eru 420 sem þarf að endurbæta og munu koma inn á markaðinn á næstunni. Stefnan er að leigja út eignir en í einhverjum tilfellum verða íbúðir seldar. Ásbrú ehf. keypti 35.000 fermetra af atvinnuhúsnæði

af KADECO. Dæmi um eignir eru gamli spítalinn, leikhúsið, Atlantic studios, verslunarhúsnæði og fleira. Kaupverðið var rúmlega 5 milljarðar og gerir fyrirtækið ráð fyrir að verja 2 milljörðum króna í endurbætur á fasteignum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lýsti á fundinum yfir samstarfsvilja við alla þá aðila sem vilja koma að því að gera Ásbrú að órjúfanlegum hluta af Reykjanesbæ. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,5% á síðsta ári eða um 1.100 manns. Sveitarfélagið þekkir því vel að takast á við stór verkefni. Nánar er fjallað um málið í blaðinu í dag.

EINEGGJA TVÍBURAR Í LANDSLIÐINU ÍÞRÓTTIR // 18

Synd að sjá Sundhöllina fara Sundhöllin í Keflavík á sér mikilvæga sögu. Sjálfur húsameistari ríkisins teiknaðu húsið á sínum tíma og var laugin algjör bylting fyrir Keflvíkinga og nærsveitunga á sínum tíma. Sundhöllin er nú til sölu og líklegt þykir að hún verði á endanum jöfnuð við jörðu. Víkurfréttir ræddu við nokkra íbúa sem vilja sjá húsið standa og hljóta nýtt hlutverk. Sjá umfjöllun á síðu 10-11 í blaði vikunnar.

Flutningsgeta Símans tvöfölduð í Garðinum ■■Síminn mun tvöfalda flutningsgetu sjónvarpsþjónustunnar í Garðinum. Undirbúningur stendur yfir og verður ráðist í stækkunina strax og honum lýkur. Við það hverfa truflanir í sjónvarpi bæjarbúa. Þetta kemur fram í svari Símans við fyrirspurn Víkurfrétta en mikillar óánægju hefur orðið

vart í Garði vegna truflana í sjónvarpsveitu í gegnum netsambönd. Aukinn gagnaflutningur á kerfum Símans olli truflununum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana sem eiga að minnka truflanirnar sem hverfa þegar kerfið verður eflt. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir íbúa

Garðsins eiga góða sjónvarpsþjónustu Símans skilið. „Við styrkjum nú sjónvarpsþjónustuna og sjáum einnig að til stendur að tengja yfir 200 heimili í Garðinum við Ljósnetið þegar vorar. Það horfir því til betri vegar,“ segir hún. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali

FÍTON / SÍA

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

studlaberg.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

Starfsleyfi Thorsil mun gilda til 11. september 2031.

Thorsil veitt starfsleyfi ●●Nokkrum ákvæðum breytt frá fyrra starfsleyfi vegna athugasemda ● frá almenningi l Ný ákvæði til að sporna gegn lyktarmengun

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju Thorsil ehf. í Helguvík. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að nokkur ákvæði leyfisins hafi verið endurskoðuð og þarf fyrirtækið að uppfylla ný ákvæði til að sporna gegn lyktarmengun. Athugasemdir við starfsleyfið bárust frá 30 einstaklingum. Nokkrir þeirra vöktu athygli Umhverfisstofnunar á undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á að Umhverfisstofnun gefi ekki út starfsleyfi fyrir Thorsil að svo komnu máli. Um 3500 manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalistann.

Skatta fróðleikur í Reykjanesbæ KPMG, KROSSMÓA 4 | 10. FEB | 9-10:30

Breytingar á skattalögum Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á skattalögum síðastliðið ár og eldri breytingar að taka gildi núna í byrjun nýs árs. Á fróðleiksfundinum verður farið yfir þessar breytingar og áhrif þeirra kynnt. Er skjól í skattaskjólum? Undanfarið ár hafa skattamál verið í brennidepli, Panama-skjöl, skattaskjól og aflandsfélög eru hugtök sem hafa mikið verið í umræðunni og nýverið kom út skýrsla er fjallar um aflandsfélög. Við munum fjalla um þessi mál og kynna hvað hefur verið gert til að koma í veg fyrir að svona atburðir geti gerst aftur. Þátttaka er án endurgjalds og skráning er á kpmg.is

Þann 11. september síðastliðinn veitti Umhverfisstofnun Thorsil starfsleyfi en það var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála því frestur til að senda inn athugasemdir hafði verið of stuttur miðað við ákvæði reglugerðar. Ný auglýsing starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 3. nóvember 2016 til 9. janúar 2017. Á sama tíma var fjallað um mengun og lykt frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í fjölmiðlum og voru margir íbúar í Reykjanesbæ ósáttir við ítrekuð óhöpp við þann rekstur. Nokkrum ákvæðum fyrra starfsleyfis Thorsil var breytt til að koma til móts

við ábendingar almennings. Til að mynda voru ekki ákvæði um lykt í starfsleyfinu sem fellt var úr gildi. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar segir að ekki hafi verið nein umræða um lykt frá starfseminni í mati á umhverfisáhrifum eða í umsóknargögnum. Fyrirfram var ekki talin hætta á slíkum vandamálum. Starfsleyfið sem nú hefur verið veitt kísilverksmiðju Thorsil mun gilda til 11. september 2031. Verksmiðjan verður staðsett við hlið verksmiðju United Silicon, nær sveitarfélaginu Garði, á 15 hektara lóð.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ funduðu með kennurum á dögunum. Mynd af vef Reykjanesbæjar.

Fundur kennara í anda þjóðfundar Fulltrúar bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ héldu vinnufund með grunnskólakennurum í Stapa á þriðjudag í síðustu viku. Til fundarins var boðað til að eiga samtal við kennara, sem ákveðið var í heimsóknum fulltrúa bæjaryfirvalda til starfsfólks grunnskólanna í byrjun desember síðastliðinn þegar samningar kennara voru lausir og mikil óánægja í þeirra röðum. Vinnufundurinn var í anda Þjóðfundar. Helgi Arnarson, sviðsstjóri Fræðslusviðs Reykjanesbæjar, setti fundinn og ræddi ástæður hans. Í máli Helga kom fram að góður árangur hefði náðst í grunnskólunum í Reykjanesbæ og

hann skynjaði áræðni og baráttugleði í hópi kennara til að viðhalda þeim árangri. Hann vitnaði í bók frá Unesco þar sem fjallað er um hvað einkenni góðan kennara. Eitt barnanna sem spurt var svaraði: „Góður kennari kennir ekki aðeins með huganum heldur einnig hjartanu.“ Umræðuefni var skipt í fjóra hluta; álag á kennara, vinnuaðstöðu og aðbúnað, samskipti og upplýsingagjöf, viðveru, vinnutíma og vinnumat. Kennarar voru hvattir til að skrifa niður allt sem kom upp í hugann. Mikið af góðum hugmyndum komu fram á fundinum og mun Fræðslusvið Reykjanesbæjar vinna úr þeim.

Orlofshús Verkalýðsfélag Grindavíkur 2017

Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Verkalýðsfélags Grindavíkur um páskana. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Opnað verður fyrir umsóknir um dvöl í sumar frá 13. mars til 10. apríl. Sumartíminn byrjar 30. maí og er til 29. ágúst. Hægt er að sækja um á vef félagsins www.VLFGRV.is


PIPAR\TBWA-SÍA - 170685

Til hamingju Keilir

með Menntasprotann 2017

Það er með gríðarlegu stolti sem við óskum Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnu­ lífs, til hamingju með Menntasprota ársins 2017 sem valinn er af aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins. Keilir var fyrsta þróunarverkefni Kadeco og á aðeins 10 árum hefur tekist að skapa framsækið þekkingarsetur sem meðal annars á stóran hlut í því að hlutfall háskóla­ menntaðra íbúa í Reykjanesbæ – 25 ára og eldri – hefur meira en tvöfaldast. Verðlaunin staðfesta þennan glæsilega árangur en eru um leið hvatning til frekari dáða. REYKJAVÍK

Við óskum stjórnendum, starfsmönnum og nemendum Keilis, innilega til hamingju með viðurkenninguna.

REYKJANESBÆR

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

ÁSBRÚ


PRÓTEINBRAUÐ Inniheldur 25% prótein

Aðeins 12g kolvetni pr. 100g

600g

398

398

198

Kellogg’s Corn Flakes 600 g

Kellogg’s Avengers 400 g

kr. 420 g

kr. 400 g

kr. 600 g

Bónus Próteinbrauð 420 g

G

a

359

259

kr. 50 g

Ferskar kryddjurtir 50 g, margar tegundir

NÝTT Í BÓNUS

kr. pk.

Gott í

Boostið!

279 kr. stk.

LG Led Pera E-14, 3W

Azora Sælkerablanda, 125 g Azora Klettasalat, 75 g Azora Spínat, 150 g

395 kr. 1 kg

395

395

ES Jarðarber Frosin, 1 kg

ES Hindber og Bláber Frosin, 500 g

ES Berjablanda Frosin, 1 kg

kr. 1 kg

kr. 500 g

0nm 54 akka um

9

íp

Íslmelenidssk la

298

398

898 kr. pk.

159 kr. 0,5 l

kr. 0,5 l

LG Led Pera E-27, 6W

LG Led Pera E-27, 9,5W

Bónus Massi WC pappír 9 rúllur, 500 blöð á rúllu

Gatorade Íþróttadrykkur 0,5 l, 2 tegundir

Pepsi, 0,5 l Pepsi Max, 0,5 l

kr. stk.

kr. stk.

Verð gildir til og með 12. febrúar eða meðan birgðir endast

Fra

98


Íslenskt

t ö j k a b m a l átrun 2016 sl

898 kr. kg

298

KS Lambabógur Frosinn

KS Lambahjörtu Frosin

t Grísakjö uðu

698 kr. kg

kr. kg

KS Lambasúpukjöt Frosið

GOTT VERÐ Í BÓNUS

af Nýslátr

1.298 kr. kg Bónus Grísakótilettur Ferskar, með beini

859 kr. kg

1.998 kr. kg

Bónus Grísahakk Ferskt

Kjarnafæði Lambalærissneiðar Í raspi, frosnar

Nutrilenk Active

KAUPAUKI

900g

1.198 kr. 900 g

259 kr. 55 g

ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

Barebells Próteinbar 55 g, 3 tegundir

5.398 kr. stk. Nutrilenk Gold Fyrir þá sem þjást af verkjum og sliti í liðamótum, 180 töflur. Kaupauki - Nutrilenk Active 30 hylki

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

RITSTJÓRNARPISTILL Dagný Hulda Erlendsdóttir

Þegar viljinn er fyrir hendi Starfsfólkið á Soho sýnir okkur í Víkurfréttum í dag að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þar byrjaði pólskur heyrnarlaus kokkur að vinna síðasta haust. Það skemmtilega er að hann hefur ekki átt í neinum vandræðum með að eiga í samskiptum við samstarfsfólkið sitt. Þau hafa með glöðu geði lært táknmálstákn og nota þau í vinnunni. Að sama skapi hefur kokkurinn lært íslensk orð og getur því lesið uppskrifir og pantanir og stefnir að því að ná fullum tökum á íslensku. Þegar þess þarf nota þau svo símann og skrifa þar inn í Google Translate þannig að kokkurinn geti lesið á pólsku og þau hin á íslensku eða ensku. Við ræddum líka við yfirmatreiðslumeistarann á veitingastaðnum sem vildi beina því til vinnuveitenda að gefa fólki með fötlun tækifæri á vinnumarkaði. Það er eitthvað fallegt við þessa litlu sögu af Soho, svona á tímum þar sem sundrandi öfl hafa komist til valda bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópu þar sem sú hugmyndafræði ríkir að horfa frekar á það sem sundrar fólki en sameinar. Fyrir sum okkar er það áskorun að vinna með fólki sem talar annað tungumál og fyrir önnur okkar er það alveg örugglega líka áskorun að vinna með fólki sem ekki getur heyrt né tjáð sig með því að tala. Hópurinn á Soho hefur sýnt okkur að svoleiðis þarf það alls ekki að vera.

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

Óskabarn Keflvíkinga á tímamótum?

ÚLFATÍMI ●●Ný sýning Duo-systra opnar í Listasafni Reykjanesbæjar ● föstudaginn 10. febrúar klukkan 18:00

ÖRLÖG RÁÐIN? SUNDHALLAR KEFLAVÍKUR

HELSTU FRÉTTIR

„Tíminn milli nætur og dagrenningar. Tíminn þegar flestir deyja, þegar svefninn er hvað dýpstur og martraðir raunverulegastar. Þá sækir mestur ótti að þeim sem ekki geta sofið, og bæði draugar og drýsildjöflar fara mikinn. Flest börn fæðast einnig á Úlfatíma.“ Þessi orð sænska kvikmyndaleikstjórans Ingimar Bergmann urðu systrunum Söru og Svanhildi Vilbergsdætrum kveikjan að nýjustu verkum sínum sem sjá má á sýningu Listasafns Reykjanesbæjar sem ber einmitt heitið Úlfatími. Þær systur eru þekktar fyrir litskrúðug verk sín sem segja endalausar sögur, bæði þessa heims og annars og nú bregður við nýjum tóni sem ekki hefur sést áður. Sara

og Svanhildur mála sem fyrr saman, sömu verkin og á sýningunni Úlfatími má sjá 20 olíuverk sem flest eru ný og hafa ekki sést áður.

Sýningin stendur til 23. apríl og verða þær systur með leiðsögn sunnudaginn 12. mars klukkan 15:00. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Listasa

FRÁ SUÐURNESJUM

Forsetinn og metnaður nema í Vogum

Áskorun! Löggan borðaði úldna síld fyrir góðan málstað

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

Breyttu út af vananum á Degi leikskólans ■■Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn um land allt í dag. Dagurinn í er helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins. Að deginum standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarféalga, mennta- og menningarmálaraáðuneytið og Heimili og skóli - landssamtök foreldra.

Á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ gengu nemendur með ljós að Akurskóla og sungu þar tvö lög.

Á Vesturbergi var vísindadagur þar sem nemendur völdu sér stöðvar og gerðu vísindauppgötvanir með kennurum. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Nemendur á Tjarnarseli héldu upp á daginn með því að mæta í náttfötum og með vasaljós.


sjova.is

440 2000

Okkur finnst að þeir sem lenda ekki í tjóni eigi að njóta þess með betri kjörum. Þess vegna fá viðskiptavinir okkar sem eru í Stofni endur­ greiðslu ef þeir eru tjónlausir.

Gerum tryggingar betri


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

TÁKNMÁL Í ELDHÚSINU

Jakub hefur kennt samstarfsfólki sínu á Soho ýmis táknmálstákn og með nærveru sinni gert hópinn nánari. Svona gera þau alltaf til að segja að allt sé í góðu. VF-mynd/dagnyhulda

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Jakub Grojs er 22 ára pólskur kokkur á veitingastaðnum Soho í Reykjanesbæ. Hann er heyrnarlaus en hefur þó ekki átt í neinum vandræðum með að eiga í samskiptum við samstarfsfólkið. Hann hefur kennt hópnum ýmis táknmálstákn og stundum nota þau símann til að tala saman. Þá skrifar Jakub setningu á pólsku inn í Google Translate og sýnir þeim sem hann er að tala við þýðinguna á íslensku. Að sögn Arnar Garðarssonar, yfirmatreiðslumeistara á Soho, hefur nærvera Jakubs gert hópinn nánari. „Við einbeitum okkur að því að skilja hann og hann sömuleiðis

að skilja okkur og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Nú orðið kunnum við ýmis tákn um klukkuna, dagana og matinn. Jakub heilsar okkur með handabandi á hverjum morgni og núna er það eitthvað sem við höfum vanið okkur á að gera öll hvert við annað,“ segir hann. Örn segir mikilvægt að atvinnurekendur gefi fólki með fötlun tækifæri á vinnumarkaði. „Það er yfirleitt hægt að finna leiðir til að fólk passi inn í hópinn og ég er rosalega ánægður með að hafa tekið þá ákvörðun að ráða Jakub enda er hann mjög metnaðarfullur.“ Jakub hefur lengi haft áhuga á Norðurlöndunum, bæði menningu og matargerð og ákvað þess vegna að flytja til Íslands. Hann er þegar byrjaður að læra íslensku og les til dæmis uppskriftir á veitingastaðnum. Blaðamaður Víkurfrétta tók viðtal við Jakub með hjálp Google Translate.

VETRARFUNDUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á REYKJANESI

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til morgunverðarfundar um ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll fimmtudaginn 16. febrúar kl. 8:30. » Kristin Rangnes, framkvæmdastjóri Gea Norvegica UNESCO Global Geopark og varaforseti European Geoparks Network » Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands » Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði » Frímann Gunnarsson, ljóðskáld, rithöfundur, mannvinur og bóhem

Jakub hefur fengist við eldamennsku frá 16 ára aldri.

Gleður fólk með góðum mat Hvers vegna ákvaðst þú að flytja til Íslands? Ég er mjög hrifinn af Norðurlöndunum, bæði menningunni og matnum. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna hér? Ég var hérna á Íslandi og sá starfið auglýst. Mér líkar mjög vel að vinna hér á Soho. Hvar lærðir þú að verða kokkur? Í tækniskóla heima í Warsjá í Póllandi. Ég hef fengist við eldamennsku síðan ég var 16 ára gamall. Hvernig gengur að eiga samskipti við samstarfsfólkið? Það gengur mjög vel. Ég er aðeins byrjaður að læra íslensku hérna í vinnunni og ætla að halda því áfram.

Stefnan er að ná fullum tökum á því að lesa íslensku. Hver er þinn uppáhalds matur? Dömplingar með sauerkraut (súrsuðu hvítkáli). Það er pólskur réttur sem ég held mikið upp á. Kannski á ég einhvern tíma eftir að elda pólskan mat hérna á Soho, hver veit? Hvað er það skemmtilegasta við að vera kokkur? Gleðja fólk með góðum mat og auðvitað að vinna með góðum vinnufélögum, sem ég geri svo sannarlega hér á Soho. Nú ert þú búinn að vera á Íslandi í hálft ár. Saknar þú fjölskyldu og vina heima í Póllandi? Já, ég geri það en kærastan mín ætlar bráðum að flytja til mín, hingað til Íslands og ég hlakka mikið til.

Fundarstjóri verður Gunnar Hansson, leikari. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku á markadsstofareykjaness.is Jakub annar frá hægri ásamt samstarfsfólki sínu á Soho. VF-mynd/hilmarbragi


markhönnun ehf

Girnilegt og gott Lambabógur kryddleginn í sítrónusmjöri - kylfa með beini

989 KRKG

Áður: 1.498 kr/kg

-35%

Lambahryggur fylltur

-34%

2.385 KRKG

Áður: 3.669 kr/kg

Safaríkar appelsínur fullar af vítamínum Nauta piparsteik Fersk

3.289

KR KG

-30%

Lambasaltkjöt Blandað

790 KRKG

Appelsínur

Áður: 898 kr/kg

Áður: 4.698 kr/kg

115 KRKG

Allar vörur á 10% afslætti

-10%

-50%

Áður: 230 kr/kg

nýtt í

nýtt í

NatureC Kínóaborgarar

Lenor Unstoppables

3 tegundir - 4x70 gr.

599 KRPK

Fresh eða Bliss - 275 gr.

899 KRSTK

Áður: 689 kr/pk

Allt fyrir tacosveisluna -15%

nýtt í

Tilboðin gilda 9. – 12. febrúar 2017

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

Óskabarn kauptúnsins ●●Sundhöllin í Keflavík á sér mikla sögu l Húsnæðið er til sölu og gæti hlotið þau örlög að vera jafnað við jörðu

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Sundhöllin í Keflavík á sér langa og merka sögu. Hún var tekin í notkun sem útilaug árið 1939 og þótti þá mikil bylting fyrir kauptúnið Keflavík. Byggt var yfir laugina eftir teikningum frá húsameistaranum sjálfum, Guðjóni Samúelssyni árið 1950. Jafnan var sundhöllin nefnd óskabarn kauptúnsins. Þar lærðu þúsundir Suðurnesjamanna að synda á sínum tíma en allri starfsemi var hætt í sundlauginni árið 2006. Nú er húsnæðið til sölu og óvíst um afdrif þessa sögufræga húss. Það er ekki á hverjum degi sem sundlaug rekur á fjörur fasteignasala. „Nei það er sjaldgæft. Landsbankinn eignaðist þetta hús fyrir einhverjum árum síðan en enginn hefur sýnt þessu áhuga fyrr en allt í einu núna,“ segir Guðlaugur H. Guðlaugsson fasteignasali. Hann telur skýringuna á áhuganum vera umræðuna um gömlu húsin í bænum að undanförnu. Boxarar Reykjanesbæjar sem eru þar með æfingaaðstöðu hafa viljað halda húsinu áfram. Eins hafa listamenn sýnt því áhuga að kaupa húsið og opna þar vinnustofu. Vel gæti farið svo að húsið yrði rifið en til stendur að byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni þar sem gamli Jökull var á sínum tíma, við hlið sundhallarinnar. Guðlaugi þætti það synd að húsið myndi fá að fjúka. „Mér finnst þetta rosalega fallegt hús sem ætti að fá að standa.“ Hann er á því að bærinn ætti að kaupa húsið og koma því í upprunalegt form. „Af því að það er búið að klæða það og byggja við þessa heitu potta þá átta menn sig ekki á því hvað þetta er merkilegt hús. En um leið og kannski stendur til að rífa það þá heyrast raddir,“ segir Guðlaugur.

Fylltu laugina með sjó úr slökkviliðsdælunni

Sturlaugur Björnsson man þá daga þegar ekki var búið að byggja yfir sundlaugina. Hann er sérstakur áhugamaður um sögu Keflavíkur og rifjar upp þegar Keflvíkingar lærðu að synda í Grófinni, þar sem nú er smábátahöfnin. Á þessum árum var það oft spurning um líf og dauða að kunna að synda. Sjálfur lærði hann að synda í Sundhöllinni. „Þetta þótti mikil upplyfting og var hún vel sótt,“ segir Sturlaugur. Á þeim fyrstu 43 opnunardögum þegar laugin var tekin í notkun árið 1939 mættu um 5000 gestir í laugina. Íbúafjöldi í Keflavík var um 1.271 og því má áætla að hver íbúi hafi brugðið sér fjórum sinnum í laugina þetta fyrsta sumar sem laugin var í notkun. Flestir til þess að synda, sóla sig eða leika sér. Þó var laugin einnig notuð sem baðstaður, enda engin vatnsveita í Keflavík á þeim tíma. Það þótti mikið mannvirki þegar byggja átti yfir laugina. Vígslan var mikil hátíð og var vel sótt af bæjarbúum. „Ég man að mikill sundkappi kom hérna úr bænum, en hann klifraði upp á reykháfinn sem var hérna og stakk sér í laugina. Það þótti feikilegt afrek,“ en sjö ára strákur úr Keflavík vígði svo laugina með fyrsta sundsprettinum. Bæjarbragurinn breyttist mikið með tilkomu laugarinnar. „Þetta hafði mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. Bæði upp á öryggi sjómanna og íþróttir. Hér var mikið af fólki sem stundaði sund,“ rifjar Sturlaugur upp. Staðsetning laugarinnar vekur kannski furðu nú til dags en ærin ástæða var fyrir henni á sínum tíma. „Sundlaugin er staðsett þarna þar sem ekki voru vatnsveitur eða holræsi í Keflavík. Þarna er stutt í sjóinn og gott upp á frárennsli, eins sem auðvelt

var að dæla sjó upp í laugina, það var gert með slökkviliðsdælunni á sínum tíma.“ Laugin var því full af sjó lengi vel, sem hitaðaður var eilítið upp með koksi. Í sögu Keflavíkur er ritað svo um sundlaugina. „Frá því hafist var handa við undirbúning hennar hafði það verið ljóst að þetta fyrirtæki var óskabarn allra kauptúnsbúa og fjársöfnun til laugarinnar gekk ákaflega vel.“ Rausnarlegar gjafir bárust úr öllum áttum. Þörf fyrir slíka sundlaug var mikil í Keflavík. Bæði hvað varðar hollustu sundíþróttarinnar og líka af hreinlætisástæðum eins og áður segir. Aðsóknin jókst jafnt og þétt með árunum.

Húsið merkara en myndlistasýning

Eins og svo margir Keflvíkingar þá lærði Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ, að synda í gömlu Sundhöllinni. Hann varð svo síðar forstöðumaður sundlaugarinnar síðustu níu árin sem hún var starfrækt sem sundlaug. Undir það síðasta voru þar einungis skólasund, sundæfingar og vatnsleikfimi fyrir eldri borgara. „Það voru skrýtnir tímar þegar það var verið að leggja þetta mannvirki niður, enda sögufrægt hús. Við vorum þó komin með aðra glæsilega aðstöðu og Sundhöllin var orðin barn síns tíma.“ Hafsteinn minnist þess ekki að rætt hafi verið um nýtt hlutverk hússins á þessum tíma. „Það var þó talað um það fljótlega eftir að það var selt til einkaaðila að húsið yrði rifið. Boxið var þarna á undanþágu.“ Hafsteinn rifjar upp að árið 2007 var haldin myndlistasýning í Sundhöllinni á Ljósanótt. „Flestir sem þangað komu voru að skoða húsið sjálft. Það segir manni að þetta hús hefur mikla þýðingu fyrir Keflvíkinga. Fólk var

þarna að skoða hvar það stakk sér úr gluggunum og talaði sérstaklega um svörtu og hvítu flísarnar í búningklefunum.“ Hafsteinn er á því að sérstakur andi sé í húsinu. Hann sæi jafnvel fyrir sér að íþróttaminjasafn bæjarins fengi þar aðsetur. Gamlar innréttingar eru enn til staðar í búningsklefum og í afgreiðslu enn þann dag í dag og má finna nasaþefinn af gömlu stemningunni í loftinu. Sundhöllinni var lokað árið 2006 en þá fékk Hnefaleikarfélag Reykjaness aðstöðuna til afnota.

Mikið partýstand um helgar

Hildur Kristjánsdóttir vann í Sundhöllinni frá 17 ára aldri í um tíu ára skeið. Hún vann þar með yndislegu fólki að eigin sögn. Sérstaklega minnist hún á Hafstein Guðmundsson, Jóhönnu konu hans og Brynju dóttur þeirra, en Hafsteinn lyfti grettistaki í sundinu eins og hann gerði í fótboltanum. „Þarna á ég rosalega góðar minningar,“ rifjar Hildur upp en hún segir þarna hafa verið mikið líf og fjör. „Það er þó ein slæm minning frá

þessum tímum. Það var þegar ég var að labba niður í bæ, 18 ára gömul og krakkarnir bentu á mig og kölluðu mig kerlinguna í sundlauginni,“ segir Hildur og skellihlær. „Það var mikið partýstand um helgar,“ segir Hildur og hlær. Þá mætti fólk af skemmtistöðunum og í heitu pottana til þess að halda fjörinu gangandi. Allt var þetta auðvitað í leyfisleysi og starfsfólkinu til ama. „Mér finnst þetta fyndið núna en fannst það ekki fyrir 40 árum síðan,“ bætir hún við og skellir upp úr. Það kom fyrir að fólk hafi hreinlega fengið sér lúr inn í búningsklefum, eftir að að hafa fengið sér aðeins of mikið í staupinu. Húsið sjálft á sérstakan stað í hjarta Hildar eins og margra heimamanna. „Mér fannst þetta æðislegt hús og það má alls ekki rífa það til þess að byggja eitthvert hótel eða hvað það nú er. Við eigum að varðveita þetta. Alveg eins og með Hljómahöll, af hverju ekki íþróttahöllin, þar sem við getum varðveitt allar íþróttaminningar okkar?“


fimmtudagur 9. febrúar 2017

11

VÍKURFRÉTTIR

Í Faxa var ritað árið 1962:

„Ungir og gamlir Keflvíkingar og utanbæjarmenn hafa lært þar sund og iðkað þar íþrótt íþróttanna, sundið. Æskan, sem alizt hefur upp með lauginni, ber nú hróður byggðarlagsins út um landsbyggðina með sundafrekum sínum. Sundhöllin er glæsilegur vitnisburður þess hvað hægt er að gera, ef samstilltur vilji fólksins er fyrir hendi. Til „óskabarnsins“, sundhallarinnar, hefur hver lagt sinn skerf og eining hefur ávallt ríkt um framkvæmdina, jafnvel innan hreppsnefnda og bæjarstjórna, er setið hafa þetta tímabil.“

Einhverjir eru á því að það megi alls ekki rífa bygginguna þar sem hún er sú eina á Suðurnesjum sem húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, hefur hannað. Sundlaugin var byggð á árunum 1937-1939 en byggt var yfir hana síðar og árið 1950 var hún tekin í notkun sem innilaug.


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

Frá Ásbrú í Reykjanesbæ.

ÁSBRÚ VERÐI ÍSLENSKT ÍBÚAHVERFI MEÐ BREYTTRI ÁSÝND

●●Ríkið skili Ásbrúarmilljörðum aftur inn á svæðið með uppbyggingu til framtíðar l 470 íbúðir koma inn á leigumarkaðinnl Bæjarstjóri vill að Ásbrú verði órjúfanlegur hluti af Reykjanesbæ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Breyta þarf amerísku yfirbragði Ásbrúar og gera hana að íslensku íbúahverfi með breyttri ásýnd. Það mun kosta talsverða fjármuni en þá á að sækja til íslenska ríkisins sem hefur á síðasta áratug hagnast um 10 milljarða króna vegna sölu fasteigna í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem síðustu ár hefur gengið undir nafninu Ásbrú. Frá því Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, tók yfir eignir Varnarliðsins fyrir áratug síðan hafa tekjur af þeim rekstri verið upp á 17 milljarða króna en kostnaður við umbreytingu herstöðvarinnar í borgaralegt samfélag hefur á sama tíma verið 7 milljarðar. Þetta þýðir að 10 milljarðar hafa runnið í ríkissjóð. Nú hefur nær allt húsnæði á svæðinu verið selt út úr rekstri KADECO og því komið í borgaraleg not. Nú síðast með sölu fasteigna fyrir um fimm milljarða króna til Íslenskra fasteigna ehf. Með sölunni hefur Kadeco lokið við að selja um 93% þess húsnæðis sem félagið hefur haft til umsýslu á Ásbrú fyrir hönd ríkissjóðs eftir brotthvarf hersins. Frá þeim tíma hafa fasteignirnar verið seldar til 38 mismunandi aðila í opnu söluferli. Heildarsöluandvirði eignanna frá upphafi nemur samtals um 17,6 milljörðum króna. Þar af hefur Kadeco undanfarin tvö ár selt eignir fyrir 8,5 milljarða. Ætla má að hreinar tekjur Ríkissjóðs af sölu eigna sinna á Ásbrú muni á endanum nema ríflega 10 milljörðum króna.

Kostnaður Reykjanesbæjar meiri en tekjurnar

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, stóðu fyrir fundi í Reykjanesbæ á dögunum þar sem stöðunni á Ásbrú var meðal annars velt upp. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, fór yfir söguna og hvernig herinn laðaði til sín vinnuafl og stóð þannig í vegi fyrir vexti í sjávarútvegi á Suðurnesjum. Höggið var því mikið þegar herinn fór og atvinnuleysi á svæðinu var það hæsta á landinu árið 2008. Þetta hafði slæm áhrif á

rekstur Reykjanesbæjar og fyrirtækja á svæðinu. Gunnar sagði að kostnaður Reykjanesbæjar vegna Ásbrúar hafi frá upphafi verið mun meiri en tekjur sveitarfélagsins á svæðinu. Hann telur að ekki sé óeðlilegt að ríkið leggi til fjármuni sem koma út úr sölu eigna á Ásbrú til uppbyggingar á svæðinu.

Blokkarsamfélag og kalt umhverfi

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, flutti einnig erindi á fundi SAR. Hann sagði að Ásbrú væri forsenda fyrir þeim öra vexti sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtæki hans hafi til að mynda keypt íbúðablokkir á Ásbrú í fyrra til að koma húsaskjóli yfir erlenda starfsmenn sem ráða þurfti til fyrirtækisins. Sigþór sagði að fyrirtækið hefði ekki getað komið svo mörgum starfsmönnum fyrir jafn fljótt án byggðarinnar á Ásbrú. Með byggðinni á Ásbrú hafi Reykjanesbær ákveðið forskot sem verði að nýta vel. Í erindi Sigþórs kom hins vegar fram að hann hefur áhyggjur af ímynd og yfirbragði Ásbrúar. Hún einkennist í dag af blokkarsamfélagi og köldu umhverfi. Uppfæra þurfi Ásbrú, breyta amerísku yfirbragði svæðisins yfir í íslenskt íbúahverfi. Ráðast þurfi í almenna innviðauppbyggingu, skóla, einbýlishúsagötur, græn svæði og fleira.

Ekki einkamál Reykjanesbæjar

Sigþór sagði að nú þegar verið sé að selja síðustu fasteignirnar á Ásbrú og ljóst að hagnaður af umbreytingu herstöðvarinnar á síðasta áratug sé um 10 milljarðar króna þá eigi meðal annars að nýta fjármuni sem svæðið hafi skapað til uppbyggingar þess. Umræðan um að milljarðana eigi að nota í tvöföldun Reykjanesbrautar, Helguvík og uppbyggingu flugvallarsvæðisins sé á villigötum. Hann segir málið heldur ekki einkamál Reykjanesbæjar, heldur eigi öll sveitarfélögin á svæðinu að láta málið sig varða. Hann leggur til að stofnaður verði starfshópur með öllum hagsmunaaðilum sem fjalla um og samræma áherslur svo allir stefni í sömu átt. Á fundinum kom fram að byggðin á Ásbrú væri einsleit en á móti kæmi að þar væru stór opin svæði sem auðvelda framtíðarskipulag á svæðinu. Auðvelt sé að bæta inn íbúðagötum

Frá fundi SAR á Park Inn by Radisson í Keflavík á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

fyrir einbýli og raðhús og tengjast fráveitu- og aðveitukerfum. Gatnakerfið í þessu hverfi sé hins vegar langt miðað við íbúafjölda í dag. Á Ásbrú eru reknir tveir leikskólar og grunnskóli. Hann sé reyndar staðsettur langt frá megin íbúabyggðinni og því þurfi að flytja alla nemendur til og frá skóla með almenningssamgöngum. Þá rekur sveitarfélagið hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun á Ásbrú.

Þarft að brjóta upp hverfið með fjölbreyttari húsnæðistegundum

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, sem er eigandi að íbúðahúsnæði á Ásbrú, sagðist sjá mikil tækifæri til frekari þróunar á Ásbrú. Hann sagði að laga þurfi tengingu Ásbrúar og Reykjanesbæjar og efla hverfið með skólum og leikskólum. Hann tók jafnframt undir með Sigþóri Skúlasyni hjá Airport Associates að þarft væri að brjóta upp hverfið með fjölbreyttari húsnæðistegundum. Þá kom fram að Heimavellir eru að vinna í því að bæta og fegra umhverfið við eignir félagsins á Ásbrú. Gunnar Thoroddsen frá Ásbrú ehf. tók til máls á fundinum. Hann sagði að nú væri unnið að áætlunum um

framkvæmdir við þær eignir sem félagið hafi keypt á dögunum. Af 470 íbúðum eru 420 sem þarf að endurbæta og munu koma inn á markaðinn á næstunni. Stefnan er að leigja út eignir en í einhverjum tilfellum verða íbúðir seldar. Þar tók hann undir með Guðbrandi frá Heimavöllum um að skynsamlegt sé að skoða sölu á einhverjum eignum á Ásbrú. Í dag skortir eitthvað upp á þjónustu á svæðinu. Í máli Gunnars Thoroddsen kom fram að hann hafi þá trú að eftir því sem fleiri íbúar flytjist inn á svæðið þá aukist jafnframt eftirspurn eftir þjónustu á svæðinu og þar með aukist eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði.

Verja 2 milljörðum í endurbætur á fasteignum

Ásbrú ehf. keypti 35.000 fermetra af atvinnuhúsnæði af KADECO. Dæmi um eignir eru gamli spítalinn, leikhúsið, Atlantic studios, verslunarhúsnæði og fleira. Kaupverðið var rúmlega 5 milljarðar og gerir fyrirtækið ráð fyrir að verja 2 milljörðum króna í endurbætur á fasteignum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lýsti á fundinum yfir

samstarfsvilja við alla þá aðila sem vilja koma að því að gera Ásbrú að órjúfanlegum hluta af Reykjanesbæ. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,5% á síðsta ári eða um 1.100 manns. Sveitarfélagið þekkir því vel að takast á við stór verkefni.

Tækifærin eru á Suðurnesjum

Í lok fundar var samþykkt ályktun sem er eftirfarandi: „SAR telur þörf á því að efla atvinnusókn á Suðurnesjum í þeim tilgangi að sameina krafta þeirra sem vinna að atvinnuþróunarmálum og gera sóknina markvissari. Skýra stefnu þarf í því hvers konar atvinnustarfsemi vilji er fyrir að sækja á, byggt meðal annars á innviðum, þekkingu og náttúru svæðisins. Á Suðurnesjum liggja öll helstu tækifæri til atvinnuuppbyggingar og þróunar á landsbyggðinni, hvort sem horft er til Keflavíkurflugvallar, orkunýtingar, ferðaþjónustu og/ eða sjávarútvegsins. Með markvissri sókn á ný tækifæri aukum við verðmætasköpun og byggjum upp nýjar stoðir sem munu til framtíðar styrkja og efla okkar svæði. Lagt er til að atvinnuþróunarfélagið Heklan verði efld til að geta tekið þetta hlutverk.“


Við stækkum – stækkið með okkur

arf launafulltrúa

ftir starfsmanni í fullt starf launafulltrúa á kisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að lum einstaklingi sem hefur opinn hug til að kefni. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið

da og starfsmanna , lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila m við kjaramál starfsmanna arfsmannasviði

skröfur:

Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki sem á það sameiginlegt með okkur að hafa óbilandi þörf og metnað til að gleðja gesti okkar og skapa ævilangar minningar.

SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ!

ileg menntun aldi er nauðsynleg ytimeplan tímastjórnunarkerfi er kostur xcel álfstæði í vinnubrögðum g góðir samskiptahæfileikar

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar, bluelagoon.is VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SKV. ÚTNEFNINGU CREDITINFO

eimasíðu fyrirtækisins,

Guðlaugsdóttir,

mber 2015.

Tax & Duty Free

Experience Iceland

Verslaðu fyrir flug – fylltu töskurnar með tísku Í brottfararsalnum er Duty Free Fashion verslun okkar en þar er að finna þekkt tískuvörumerki fyrir bæði kynin. Ásamt frábærum íslenskum hönnuðum eru alþjóðleg merki eins og Boss, Burberry, Mulberry og hinir spænsku Chie Mihara skór í hillunum. Í alþjóðlegum samanburði eru verðin ótrúlega hagstæð og enginn verður svikinn

Íslensku vörumerkin eru í hávegum höfð og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Farmers Market, Ella og KronKron eru meðal þeirra merkja sem við bjóðum upp á þannig að þú getur tekið hluta af Íslandi með þér – með stæl. Verslunin er bæði toll- og skattfrjáls og er opin öllum brottfararfarþegum, dag og nótt. Oft og iðulega eru verðin þau lægstu í Evrópu og bjóðast öllum,


14

VÍKURFRÉTTIR

Orlofshús VSFK Páskar 2017 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 12. apríl til og með miðvikudeginum 19. apríl 2017. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og inn á mínar síður hjá VSFK. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. febrúar 2017. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Orlofsstjórn VSFK

fimmtudagur 9. febrúar 2017

Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Í þeim fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og á árlegum hátíðisdegi þeirra, Degi tónlistarskólanna, efna skólarnir til ýmis konar viðburða til að brjóta upp skólastarfið og vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið. Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á þann 11. febrúar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan með fjölbreyttri dagskrá frá klukkan 10:30 til 15:30. Dagskráin fer fram í Hljómahöllinni og hefst í Stapa klukkan 10:30 með tónleikum nemenda Forskóla 2, sem eru börn í 2. bekk grunnskólanna. Undirleik á tónleikunum annast hljómsveit skipuð kennurum og nemendum skólans. Að tónleikunum loknum fá forskólanemendurnir

hljóðfærakynningar og prufutíma á hljóðfæri á efri hæð Tónlistarskólans. Klukkan 11:00 hefjast aðrir dagskrárliðir, þar sem til skiptis verða keppnir í tónfræðum milli tónfræðibekkja, sem fara fram í Stapa, og svo ör-tónleikar sem haldnir verða í Bergi. Kaffihús Strengjadeildar verður starfrækt frá klukkan 10:45 til 15:30 en í boði verða veitingar á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð strengjadeildar. Dagskráin í heild sinni með tímasetningum hvers viðburðar, er á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebook-síðu hans. Sjá einnig á vef Reykjanesbæjar og Facebook-síðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér dagskrá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessum hátíðisdegi íslenskra tónlistarskóla, kíkja við og njóta þess sem í boði er.

ATVINNA

Icelandair Cargo býður upp á fjölbreytt, spennandi og krefjandi sumarstörf. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samkiptum, reglusemi, stundvísi og sveiganleika. Unnið er á tvískiptum dagvöktum, tvískiptum dag-og næturvöktum og dagvinnu. Störfin felast í: • Útflutningur, vinnslu útflutningsgagna, utanumhaldi á hleðslu, samskipti við viðskiptavini og aðrar deildir innan Icelandair Group. Þetta eru dag og næturvaktir 08-20/20-08 og svo eitt stöðugildi dagvinna þri-lau. Frá kl 10-18 • Innflutningur,Tölvuinnsláttur, utanumhald á innflutningi, rekjanleika og önnur tilfallandi störf. Þetta eru dagvaktir frá 05:30-17:30 Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Góð tölvu- og tungumálakunnátta skilyrði. Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknir óskast fylltar út á vefsíðunni www.attentus.umsokn.is Viljir þú fá frekari upplýsingar, vinsamlega sendið tölvupóst á Ástu P. Hartmannsdóttur stöðvarstjóra í Keflavík hjá Icelandair Cargo ehf. á netfangið Asta.P.Hartmannsdottir@icelandaircargo.is

■■Lögregla á Suðurnesjum var kölluð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum vegna ölvaðs flugfarþega. Hann var að koma frá Montreal og á leið til Parísar ásamt kærustu sinni. Þegar þau lentu í Keflavík kvaðst hún ekki hafa haft stjórn á honum og hafa týnt honum. Hafði maðurinn drukkið mikið um borð í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að farþeginn hafi verið sjáanlega ölvaður og órólegur þegar lögreglumenn höfðu tal af honum. Hann var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var látinn sofa úr sér.

Banaslys á Reykjanesi ■■Banaslys varð í svefnskála við fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi á föstudagsmorgunn í síðustu viku. Brennisteinsvetnisgas barst úr jarðhitaholu á vegum HS Orku í vatnsveitukerfi skálans. Einn lést í slysinu og annar var fluttur á sjúkrahús. Lokað var fyrir umferð um svæðið á föstudag á meðan slysið var rannsakað og tryggt að hætta væri liðin hjá.

SUMARSTÖRF HJÁ ICELANDAIR CARGO KEFLAVÍKURFLUGVELLI Icelandair Cargo óskar eftir að ráða til sín öfluga, sjálfstæða og hressa einstaklinga í sumarafleysingar á skrifstofu félagsins í Keflavík. Afleysingar byrja 1 júní – 30 ágúst, gert er ráð fyrir 4-6 vikum í þjálfun og starfsmaður sé tilbúinn í slaginn þann 1 júní.

Ölvaður farþegi týndur í flugstöðinni

Frá afhendingu menntaverðlauna atvinnulífsins.

Keilir hlaut menntaverðlaun atvinnulífsins ●●Menntasproti ársins 2017 Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er menntasproti ársins 2017. Keilir var stofnaður árið 2007 og starfar á Ásbrú í Reykjanesbæ á gamla varnarsvæði Bandaríska hersins. Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Á aðeins tíu árum hefur tekist að breyta yfirgefinni herstöð í þekkingarþorp. Keilir hefur lyft grettistaki, innleitt nýjar hugmyndir og kennsluhætti og lagt sig fram um að hlusta á þarfir atvinnulífsins og mennta starfsfólk sem eftirspurn er eftir þegar námi lýkur. Hlutfall háskólamenntaðra íbúa í Reykjanesbæ sem eru eldri en 25 ára hefur meira en tvöfaldast frá 2007 og 85 prósent þeirra sem ljúka námi við Háskólabrú Keilis halda áfram í háskóla en margir þeirra hafa flosnað upp úr hefðbundnu háskólanámi. „Fyrir hönd starfsfólks Keilis tek ég í auðmýkt við þessari skemmtilegu viðurkenningu. Við höfum reynt að fara nýjar leiðir við að bjóða fólki

menntaúrræði. Þessi hvatning frá Samtökum atvinnulífsins hvetur okkur til frekari dáða. Við þökkum fyrir okkur,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfa um 70 prósent launafólks á almennum vinnumarkaði. Í dómnefnd sátu Karen Kjartansdóttir fyrir Samtök atvinnulífsins, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem var Menntafyrirtæki ársins 2016, Sigurður Steinn Einarsson sérfræðingur hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað sem var Menntasproti ársins 2015 og Ragnheiður H. Magnúsdóttir viðskiptastjóri hjá Marel.

Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar.

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.

Ályktun Heimis Stjórn Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fagnar því að borgaraleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar sé orðin að veruleika undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Allir flokkar sem eiga aðild að þessari ríkisstjórn hafa siglt undir flaggi frjálslyndis í aðdraganda kosninga sem gerir hana að þeirri frjálslyndustu fyrr og síðar á Íslandi. Ungir Sjálfstæðismenn lögðu fram fjölmargar ályktanir á síðasta landsfundi sem fengu góðan hljómgrunn á meðal flokksmanna. Þar má helst nefna frjálsa sölu áfengis, að mannanafnanefnd verði lögð niður, aðskilnað ríkis og kirkju, lækkun kosningaaldurs í 16 ár til samræmis við upphaf skatttöku og afglæpavæðingu neysluskammts fíkniefna. Allt eru þetta mál sem eru í stefnu flokksins og eru frjálslynd. Í því ljósi ættu þau að fá brautargengi í nýrri ríkisstjórn og biðlum við því til þingmanna og ráðherra að taka þetta upp og nýta tækifærið á meðan við ættum að hafa meirihluta fyrir því á þingi. Nú er öllum ljóst að áfengisfrumvarpið er aftur komið í umræðuna þar sem verið er að undirbúa flutning þess til laga sem er mikið fagnaðarefni. Nú loksins sjáum við fram á að hafa meirihluta á þingi fyrir því máli. Við tökum undir þau sjónarmið að ríkið eigi ekki að að standa í smásölurekstri og að þeir fjármunir sem tapast ár hvert við rekstur Vínbúðarinnar væri betur varið í forvarnar- og fræðslustarf. Þrátt fyrir að aðgengi hefur aukist gífurlega síðustu ár hefur unglingadrykkja minnkað og fyrst og fremst er snýst þetta mál um frelsi. Einnig verður varan aðskilin öðrum í verslunum og í frumvarpinu hefur verið komið til móts við andvíg sjónarmið. Stjórn Heimis vonar að þetta muni ná í gegn en í leiðinni lýsa yfir miklum vonbrigðum ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi munu ekki styðja þetta mál. Stjórn Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.


fimmtudagur 9. febrúar 2017

15

VÍKURFRÉTTIR

Nemendur sungu skólasönginn á skólaþinginu.

Forsetinn á skólaþingi Stóru-Vogaskóla ●●Fékk góðar móttökur hjá nemendum Skólaþing Stóru-Vogaskóla var haldið á föstudaginn í síðustu viku og heimsótti forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, skólann af því tilefni. Viðfangsefni skólaþingsins í ár var metnaður og hvernig hægt er að efla metnað nemenda. Í ávarpi sínu til nemenda í 6. til 10. bekk sagði Guðni frá því að þegar hann var ungur hafi hann verið einstaklega feiminn. Eitt sinn ætlaði hann að gera tilraun til að vinna bug á feimninni og mætti á fund hjá málfundafélagi Menntaskólans í Reykjavík og tók strætó frá Garðabæ í miðborgina. Hann tvísteig í nokkurn tíma

fyrir utan húsið en þorði ekki inn. „Ég hugsaði með mér að það væru aðrir sem gætu haldið miklu betri ræður en ég svo ég snéri við og tók strætó til baka, alla leið til Hafnarfjarðar svo að mamma myndi ekki átta sig á því að ég væri á leiðinni heim,“ sagði hann. Guðni var vonsvikinn með sjálfan sig þennan dag en fékk síðar sæti í ræðuliði bekkjarins og átti sæti í liði MR í Gettu betur. Í máli Guðna kom fram að metnaður snúist um að gera hlutina vel, bæta sig um umfram allt vera góður við aðra. Að ávarpinu loknu bauðst nemendum að bera fram spurningar til forsetans

og fóru þá margar hendur á loft og spurðu nemendur hann um heima og geima. Ein spurningin var um það hvert væri uppáhalds buff forsetans. Hann svaraði því til að það væri buffið frá Alzheimers-félaginu enda hafi það vakið athygli á góðum málstað. Eftir að forsetinn hafði kvatt og fjöldi nemenda tekið af sér myndir með honum var nemendum 6. til 10. bekkjar skipt í hópa þar sem þau unnu með spurningar sem stjórn nemendafélagsins hafði undirbúið. Stefnan er að vinna úr þeim metnaðarfulla punkta sem verða kynntir fyrir nemendum næstu vikur.

Í fullorðinna manna tölu? Þann 31. mars nk. opnar sýning í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um fermingar. Margir nemendur létu taka myndir af sér með forseta Íslands.

? r.is arnið garb janesbae in m r k e y f e ir þú n@r Þekk bokasaf á r a ið sv Send

Fanney Björg Magnúsdóttir, nemandi í 10. bekk, lék á flygil á skólaþinginu.

Bókasafn Reykjanesbæjar Bókasafn Reykjanesbæjar

Bæjarbúar eru beðnir um að taka þátt í sýningunni. Óskað er eftir fermingar­ myndum frá öllum tímabilum, auk annars sem hefur mögulega varðveist eins og t.d.; kertum, servíettum og öðru frá fermingardeginum. Fyllstu varúðar verður gætt við vörslu muna og mynda og öllu að sjálfsögðu skilað eftir sýninguna sem stendur fram yfir Hvítasunnu.

Allar upplýsingar má nálgast hjá Önnu Margréti Ólafsdóttur verkefnastýru safnsins, í gegnum netfangið anna.m.olafsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6774.


16

VÍKURFRÉTTIR

LAUS STÖRF LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Deildarstjóri LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Sérkennslustjóri TÖLVUDEILD Kerfisfræðingur LEIKSKÓLINN HOLT Leikskólakennari UMHVERFISSVIÐ Flokkstjórar í Vinnuskóla - sumar UMHVERFISSVIÐ Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla - sumar Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur daginn hátíðlegan í Hljómahöll laugardaginn 11. febrúar kl. 10:30-15:30. Fjölbreyttir tónleikar, hljóðfærakynningar, tónfræðikeppnir og kaffihús. Kynnið ykkur dagskrána á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is, reykjanesbaer.is eða Facebook síðum. FRÆÐSLUFUNDUR Í DUUS SAFNAHÚSUM Árni Jóhannsson skjalavörður heldur erindi um tilraunir með smíði plastbáta í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og segir stuttlega frá sögu fyrirtækisins á fræðslufundi í dag kl. 17:30. Enginn aðgangseyrir. NÝ SÝNING Í DUUS - ÚLFATÍMI Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu á verkum Söru og Svanhildar Vilbergsdætra sem ber heitið Úlfatími í Listasal Duus Safnahúsa föstudaginn 10. febrúar kl. 18:00. Allir velkomnir.

fimmtudagur 9. febrúar 2017

VÖNTUN Á LÆKNUM ERFIÐASTA VIÐFANGSEFNIÐ ●●Fjárframlög ekki í takti við íbúafjölgun og ferðamenn l Raunhæft að auka starfsemi á skurðstofu með aðgerðum sem krefjast ekki innlagnar Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Fjárframlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki tekið nægilega mikið mið af fjölgun íbúa og ferðamanna á svæðinu undanfarin ár, að mati Halldórs Jónssonar, forstjóra stofnunarinnar. „Íbúafjölgun á Suðurnesjum var 6,6 prósent á síðasta ári en í fjárlögum er að jafnaði gert ráð fyrir um eins prósenta aukningu. Ef við lítum aðeins á íbúafjölgunina þá veldur hún ein og sér aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Álagið hefur einnig aukist mikið vegna ferðamanna,“ segir hann. Vegna verulega aukinnar starfsemi á síðasta ári stefndi í allt að 70 milljón króna halla hjá HSS. Heilbrigðisráðherra og fjárlaganefnd sýndu þessari stöðu skilning og samþykktu að veita stofnuninni aukið fé í lok ársins þannig að rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð á árinu 2016. Fjárhagsstaða stofnunarinnar á árslok var því góð. Í forsendum fjárlaga þessa árs er reiknað með 1 prósenta raunvexti í starfseminni frá fjárlögum síðasta árs. Auk þess er veitt tímabundið framlag til að styrkja reksturinn vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna að fjárhæð 50 milljónir króna. Þessar viðbætur, frá fjárlögum síðasta árs, duga ekki vel til að viðhalda óbreyttri starfsemi.

„Það er áfram fyrirsjáanleg aukning í þjónustuþörfinni, sem nauðsynlegt er að mæta. Til þess þyrftum við 100 til 105 milljónir í viðbót.“ Halldór segir þó ekki standa til að grípa til neikvæðra ráðstafanna heldur að reyna áfram að tryggja nægt fé til starfseminnar og gera ráðuneytinu og Alþingi enn betur grein fyrir stöðunni vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna.

Vöntun á starfsfólki

Halldór segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu öllu hér á landi vera þannig að erfitt sé að ráða starfsfólk, sérstaklega ákveðið fagfólk. „En það verður ekki bara leyst með meiri peningum. Við getum ekki veitt þjónustu nema hafa starfsfólk og við finnum fyrir því að erfitt er að ráða starfsfólk, sérstaklega lækna og nýjir kjarasamningar hafa ekki leyst það, þó að þeir hafi á einhverjum stöðum breytt eitthverju.“ Halldór bendir á að þrátt fyrir allt þá hafi jafnvel gengið betur að fá lækna til starfa á HSS en víða annars staðar á landsbyggðinni. „Hjá sumum stofnunum er jafnvel enginn læknir fastráðinn heldur eru verktakasamningar gerðir um þjónustuna.“

Aukin sérhæfing, rekstur skurðstofu

Með aukinni sérhæfingu heilbrigðisstarfsfólks undanfarin ár hefur verið erfiðara að fá það til starfa á lands-

LIFANDI LEIKHÚSLESTUR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00 koma leikarar sem taka þátt í uppsetningu á Litlu Hryllingsbúðinni í safnið og verða með samlestur. Gestum og gangandi er boðið að fylgjast með. Allir velkomnir.

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.

Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

byggðinni, að sögn Halldórs. „Til að sérfræðingar hafi næg verkefni í sinni sérgrein, þá þarf fjöldi sjúklinga að vera nægur. Fámenn byggðalög eiga erfitt með að uppfylla það. Af því leiðir að sérhæfðari þjónusta safnast á færri og stærri staði.“ Hann segir þessa þróun hafa átt sér stað um heim allan undanfarin tuttugu til þrjátíu ár. Á HSS voru tvær skurðstofur útbúnar rétt fyrir bankahrunið árið 2008. Önnur var aldrei tekin í notkun en hin var notuð undir starfsemi HSS fram til ársins 2010 og var þá lokað. Sú aðstaða er nú leigð nokkra daga í mánuði til sérfræðings. Í fyrra voru gerðar þar 330 aðgerðir, meirihluti þeirra án innlagnar. Halldór segir raunhæft að auka starfsemi skurðstofunnar, sérstaklega með starfsemi sem ekki krefst innlagnar. Það sé hins vegar ekki raunhæft, miðað við núverandi forsendur, að reikna með ráðningu sérhæfðs starfsfólks til reksturs á skurðstofum alla daga ársins með sólarhringsþjónustu. „Það þarf að styrkja enn frekar samstarf og samvinnu heilbrigðisstofnana á landsvísu við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri um þjónustu við sjúklingana, þannig að heilbrigðisstofnanir veiti alla þá þjónustu sem þeim er mögulegt með sterkt bakland Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.“


fimmtudagur 9. febrúar 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, afa og langafa,

Hrafnkels Óskarssonar, Bára Þórðardóttir, Þórir Björn, Sigríður Kristín, Guðrún og fjölskyldur.

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru

Katrínar Árnadóttur, Frá Skógum í Öxarfirði,

Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs sem annaðist hana af alúð og hlýju.

Lífshlaupið sett í Reykjanesbæ

Gunnar Már Yngvason, Sigríður Katrínar Yngvadóttir, Hrefna Yngvadóttir, ömmubörn og langömmubörn.

Ásta Pálína Stefánsdóttir,

●●Kjartan bæjarstjóri sýndi góða takta í hraðabrautinni Heilsu- og hreyfiátak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, var sett á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ með þátttöku nemenda úr Holtaskóla. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ fluttu stutt ávörp. Nemendur úr 1. og 2. bekk Holtaskóla tóku eitt lag og að lokum tóku nemendur í skólahreystivali ásamt Kjartani bæjarstjóri og nokkrum vel völdum aðilum þátt í léttri þraut í anda Skólahreysti. Kjartan þótti standa sig mjög vel og varð mönnum á orði að þetta lægi jafnvel fyrir honum og fiðluleikur. Þetta er í tíunda sinn sem Lífshlaupið fer fram. Þátttaka hefur aukist jafnt og þétt en keppninni er skipt í fjóra hluta, það er vinnustaðakeppni, grunn- og framhaldsskólakeppni og einstakl-

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Sigurður Ragnar Björnsson, Rafnkelsstöðum, Garði,

lést á Hrafnistu Hafnarfirði, miðvikudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 10. febrúar kl.15:00. Guðmundur Kristberg Helgason, Guðrún Hauksdóttir, Sævar Þór Sigurðsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Jón Helgi Ásmundsson, Rafnkell Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

ingskeppni. Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og hægt er að fylgjast með á lifshlaupid.is. Starfsfólk Holtaskóla sigraði í Lífshlaupinu í fyrra í flokki vinnustaða með 30 til 69 starfsmenn. Markmið

verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt og nota tækifærið til að rækta líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

MÓTA SAMEIGINLEGA STEFNU Í MÁLEFNUM ALDRAÐRA SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli með sameiginlegt upphaf. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta, Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og í umsjón Systu, Jóns Árna og Helgu. Súpa og brauð í boði eftir messu. MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og organista. Gæðakonur matreiða sýpu og brauð. MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR Fermingarfræðsla í KFUM og KFUK heimilinu Hátúni 36 fyrir stúlkur, Holtaskólastelpur kl. 15:45 og Heiðar- og Myllubakkaskólastelpur kl. 16:45. FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR Fermingarfræðsla í KFUM og KFUK heimilinu Hátúni 36 fyrir drengi, Holtaskólastrákar kl. 15:45 og Heiðar- og Myllubakkaskólastrákar kl. 16:45.

SMÁAUGLÝSINGAR

Stefnt er að því að sveitarfélögin Garður, Sandgerði og Vogar vinni að sameiginlegri stefnumótun í málefnum aldraðra. Hjúkrunarheimili, þjónusta við aldraða almennt og málefni aldraðra hafa verið mikið til umræðu bæði innan sveitarfélaganna, á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga á Suðurnesjum, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ekki síst innan Félags eldri borgara og Öldrunarráðs Suðurnesja, að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði. Öldrunarráðið hefur kallað eftir afstöðu sveitarfélaganna til ýmissa mála og segir Sigrún það ýta á að fyrir liggi skýrar áherslur og stefna í málum sem snúa að eldri íbúum á Suðurnesjum. Breytingar hafa orðið á starfsemi Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum sem hefur verið sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna þriggja og Reykjanesbæjar. Starfsemi Garðvangs hefur verið hætt og húsið selt og verið

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

ÓSKAST TIL LEIGU Góðan daginn, við erum par sem vantar íbúð sem fyrst, erum með 4 börn. Aldur þeirra er 9, 7, 5 ára og 5 mánaða. Upplýsingar í tölvupósti gummikalli@simnet.is. Öruggum greiðslum heitið, erum mjög reglusöm. Ekkert partí eða slíkt.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

er að taka samstarfið í heild sinni til endurskoðunar. „Það hafa auðvitað legið fyrir í Sandgerði og Garði ákveðnar áherslur í þjónustu við aldraða og sýn á framtíðina og í Vogunum liggur fyrir stefna í málefnum aldraðra. Nú viljum við einfaldlega skýra þessar áherslur, horfa til framtíðar og móta stefnu sem unnið verður markvisst eftir,“ segir Sigrún. Ástæðan fyrir því að sveitarfélögin fara sameignlega í það að móta stefnu í málefnum aldraðra er sú að þau standa sameiginlega að félagsþjónustu við sína íbúa. Málið hefur verið samþykkt af bæjarráðum Sandgerðis og Garðs og tveir fulltrúar frá hvoru sveitarfélagi verið skipaðir í vinnuhóp um málið. Afgreiðslu málsins var frestað hjá bæjarráði Voga 11. janúar síðastliðinn. Áætlað er að hópurinn skili tillögum fyrir lok apríl næstkomandi.

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

- Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 9. febrúar 2017

ÍÞRÓTTIR Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22.

SPARKVISSAR

SYSTUR

Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Starfsmaður í kjöti / kokkur Helgarvinna í Krónunni Fitjum

Við óskum eftir duglegum og samviskusömum starfsmanni til að vinna í kjötborðinu okkar. Um helgarvinnu er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni • Matargerð • Afgreiðsla • Vöruþróun

Hæfniskröfur

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar • Hreint sakarvottorð • Lágmarksaldur 18 ár

Sótt er um starfið á www.kronan.is Nánari upplýsingar Gunnar Þór Einarsson í netfanginu gunnar@kronan.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2017

Katla María hefur leikið 20 leiki og skorað fimm mörk. Íris Una hefur leikið 19 leiki með meistaraflokki. Íris leikur sem bakvörður en Katla sem kantmaður.

er á milli systranna en þær eru báðar ákveðnar og ætla sér að ná árangri. „Það er alveg erfitt að vera tvíburi í íþróttum. Það er samkeppni á milli okkar,“ segir Íris og Katla tekur undir. Þær eru þó á því að það hafi gert þær báðar betri. Báðar hafa þær mikið keppnisskap og stundum fer allt í háaloft þegar þær leika sér saman í fótbolta.

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Keflvíkingar eiga tvo fulltrúa í 17 ára landsliði kvenna í fótbolta sem heldur til Skotlands síðar í mánuðinum. Þarna eru á ferðinni eineggja tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur. Þær eru á síðasta ári í Grunnskólanum í Sandgerði þar sem þær ólust upp. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær þegar orðnar lykilleikmenn í Keflavíkurliðinu sem var grátlega nærri því að komast upp í efstu deild síðasta sumar. Þær eru ákaflega samrýndar og eru öllum stundum saman. Þær ná vel saman á vellinum og finnst gott að vita af hvor annarri til stuðnings. Þær eru á því að kostir þess að vera tvíburi séu mun fleiri en gallarnir. „Maður er alltaf með einhvern með sér og er aldrei einn,“ segja þessar samstíga systur. Þær fengu fregnir af landsliðskallinu á Facebook. Íris var þá að horfa á æfingu og var að skoða símann sinn. Þá sá hún að búið var að velja lokahópinn. Hún kallaði því á systur sína sem var að spila og færði henni fréttirnar við mikinn fögnuð beggja. Aðeins fjögurra ára voru þær farnar að sparka í bolta. „Við höfum ekki stoppað síðan,“ segir Katla en þær systur fylgjast vel með fótbolta og styðja við Liverpool í enska boltanum. Það er reyndar tilkomið frá pabba þeirra sem skráði þær meira að segja í stuðningsklúbbinn. Þær eru sammála

Verður okkar sumar

Þjálfarinn ruglast stundum á þeim systrum og skammar þá ranga systur. Þær skemmta sér vel yfir þessu og nýta sér það stundum að vera líkar til þess að hrekkja fólk. Aðallega í skólanum. „Þegar það er verið að kenna mér um eitthvað, þá er gott að segja að Íris hafi gert þetta,“ segir Katla og hlær.

um flest allt sem við kemur fótbolta. Raunar eru þær sammála um mjög margt og líkar á þann hátt eins og útlitslega. Þær eru báðar á því að Messi sé bestur í heimi og í fermingargjöf fengu þær að fara til Barcelona til þess að sjá goðið spila. Mikil samkeppni

Þær hafa spilað í nánast öllum stöðum á vellinum en telja sig hafa fundið sína fjöl í núverandi stöðum. Árangur Keflvíkinga á síðasta sumri vakti mikla athygli og var liðið aðeins einum leik frá því að komast í efstu deild. „Við bjuggumst ekki við því að vera að keppa um Pepsi-deildarsæti. Þetta var geggjað sumar,“ segja þær nánast í kór. Þær setja stefnuna á efstu deild bara strax núna í sumar. Systurnar segja skemmtilegan anda ríkja í þessu unga liði og eru margar ansi efnilegar að koma upp á sama tíma. „Við komumst upp, þetta verður okkar sumar,“ segir Katla ákveðin við blaðamann. Þær æfa mjög stíft, jafnvel tvisvar á dag þegar styrktaræfingar eru teknar með. Að sögn systranna hefur metnaðurinn aukist hjá Keflvíkingum eftir að góður árangur náðist síðasta sumar. Báðar eiga þær sér draum um að komast til Bandaríkjanna og spila þar í háskólaboltanum. Þangað stefna þær auk þess sem þær sjá fyrir sér að eiga farsælan landsliðsferil framundan.

Friðrik Ingi tekur við Keflavík ●●þriðji þjálfari Keflvíkinga í vetur Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari Domino’s deildarliðs Keflavíkur í körfubolta. Friðrik Ingi mun starfa með síðasta aðalþjálfara liðsins, Hirti Harðarssyni og Gunnari Einarssyni sem hefur aðstoðað hann. Aðilar gerðu tveggja ára samning. Friðrik á baki litríkan þjálfaraferil sem hófst þegar hann var ungur að árum hjá Njarðvík. Hann þjálfaði síðan Grindavík og A-landsliðið, bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari. Friðrik þjálfaði síðast Njarðvíkinga keppnistímabilin 2014-15 og 2015-16 með Teiti Örlygssyni. Það hafa verið sviptingar í þjálfaramálum Keflvíkinga í vetur því Sigurður Ingimundarson varð að hætta þjálfun liðsins vegna heilsuleysis. Hjörtur tók við en nú skömmu fyrir úrslitakeppni hefur Friðrik Ingi tekið við sem aðalþjálfari. „Við erum gríðarlega sáttir með að fá Friðrik Inga Rúnarsson til okkar. Þetta er í fullri sátt við Hjört Harðarson sem ætlaði bara að taka við sem aðalþjálfari tímabundið þegar Sigurður Ingi-

mundarson þurfti að fara í leyfi sem síðan hefur ílengst.“ sagði Ingvi Þór Hákonarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um ráðninguna á Friðriki Inga Rúnarssyni til liðsins. Keflvíkingar hafa að undanförnu verið að vinna í þjálfaramálum vegna þessarar stöðu og segjast ánægðir með að vera komnir með þjálfara til fram-

búðar. Aðspurður um hvort von væri á fleiri breytingum, til dæmis í leikmannamálum Keflvíkinga í komandi baráttu í Domino’s deildinni sagði hann svo ekki vera. Keflavík er sem stendur í 8. til 9. sæti deildarinnar en átta efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina.


fimmtudagur 9. febrúar 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

Þóttist vera Sara Sigmunds ●●Óprúttinn aðili selur varning í nafni crossfit konunnar ● heimsfrægu undir fölsku flaggi. Crossfit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lenti í því að óprúttinn aðili bjó til Facebook síðu í hennar nafni þar sem hann þykist vera hún og selur þjálfunarprógramm og varning í hennar nafni, án hennar vitundar og samþykkis. Ragnheiður Sara segir frá þessu á Facebook síðu sinni og biður fólk um að fara inn á fölsku síðuna og tilkynna hana til Facebook svo henni verði lokað. „Ef þetta væri aðdáendasíða væri ég mjög ánægð með hana en þetta er ekki aðdáendasíða. Þarna er einhver að þykjast vera ég og sá aðili eða aðilar eru að selja vörur og þjálfunarprógrömm undir mínu nafni sem tengjast mér ekki á neinn hátt,“ segir Ragnheiður Sara meðal annars í tilkynningunni. Falska síðan er með rúmlega 36.000 fylgjendur og hefur nú breytt yfirskrift síðunnar í „aðdáendasíða tileinkuð Söru Sigmunds,“ eftir að málið komst upp. Á síðunni má finna fjölda mynda og myndbanda af Ragnheiði Söru en einnig texta sem skrifaður er í fyrstu persónu og á að telja fólki trú um að þar sé Ragnheiður Sara sjálf að segja frá. „Þetta er 91 kílóa sigur-snörunin frá keppninni í gær. Íslandsmet og ég er mjög stolt af því að hafa sett það. Þessi keppni var svo skemmtileg, ég get ekki beðið eftir að gera þetta aftur!“ segir meðal annars á fölsku síðunni, en þar er einnig slóð á vefsíðu þar sem hægt er að kaupa lyftingarprógramm undir hennar nafni á tíu dollara.

KÖRFUBOLTASNILLINGUR

SKEMMTILEGAST AÐ SPILA VÖRN Körfuboltasnillingur vikunnar er hin 12 ára Njarðvíkingur Krista Gló Magnúsdóttir. Hún á sér háleit markmið og stefnir á að spila með landsliðinu í framtíðinni. Í NBA boltanum er Philadelphia 76’ers hennar lið og nýliðinn Ben Simmons í sérstöku uppáhaldi. Aldur og félag: 12 ára/Njarðvík

Varnaræfingar.

Hvað æfir þú oft í viku? Átta sinnum með morgunæfingum og metabolic.

Leiðinlegasta æfingin? Mér finnst engin æfing leiðinleg.

Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila eiginlega allar stöður. Hver eru markmið þín í körfubolta? Að komast í landsliðið. Skemmtilegasta æfingin?

Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Er ekki búin að mynda mér skoðun á því. Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Ben Simmons. Lið í NBA? Liðið sem pabbi minn heldur með, Philadelphia 76’ers.

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.

HÆFNISKRÖFUR •

Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Góð tungumálakunnátta

Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

Áhugasamir vinsamlegast sækið um á heimasíðu Skrímslakisi Eymundsson og er umsóknarfrestur til 17. febrúar nk.

• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð: •

Rík þjónustulund og jákvæðni

Hæfni í mannlegum samskiptum

FÍsafirði - Hafnarstræti 2

Surtsey í sjónmáli

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Nánari upplýsingar veitir Hildur Halldórsdóttir, hildurh@penninn.is.

Manndómsár

Út í vitann

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Húsavík - Garðarsbraut 9

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. verslunuUpplýsingar m. Upplýsingeru ar ebirtar ru birtameð r mefyrirvara ð fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. ilboða er frá 9. ogunmeð

540 2000 | p

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. ve Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. ogunmeð Up


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Má ekki innrétta 77 íbúðir í sundlauginni?

instagram.com/vikurfrettir

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

LOKAORÐ

Óskabarn Keflvíkinga á tímamótum?

Ragnheiðar Elínar

Áhyggjur af snjóleysi Það er vandlifað í þessum heimi. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að kvarta yfir snjóleysi í febrúar. Aldrei! Að þurfa ekki að skafa af bílnum, moka tröppur og geta verið í skvísuskóm í stað kuldabomsa ætti að vera fagnaðarefni. Enginn skafrenningur á Brautinni eða skaflar á gangstéttum. Að auki sparar þessi tíð ríki og sveitarfélögum stórar fjárhæðir í snjómokstri sem má þá nota í aðra góða hluti. En nú er staðan sú að ég sef varla fyrir áhyggjum af snjóleysi. Ég vakna á nóttunni og tek veðrið, skoða langtímaspár og ræði við eldra fólk aðallega úr bænda- og sjómannastétt sem vita meira en margir veðurfræðingarnir um veðrabrigði hér á landi. Og þeir gefa mér litla von. Ég hef ákallað veðurguðina og dansað snjódans sem ég las um á netinu...en ekkert gerist. Þannig er að ég á von á gestum. Fjögurra manna fjölskyldu sem er að koma hingað til lands til að sjá snjó. Og jú jú, auðvitað eru þau líka að heimsækja okkur fjölskylduna og verða alveg glöð að sjá okkur...en þau eru samt fyrst og fremst að koma hingað til að sjá snjó og upplifa kaldan íslenskan, snjóþungan vetur. Þess vegna eru þau jú að koma í febrúar. Þau eru nýflutt frá Asíu og drengirnir þeirra hafa sum sé aldrei séð snjó á ævinni. Þeir telja niður dagana og geta ekki beðið eftir að búa til snjókall í garðinum hjá okkur og renna sér á sleða. Ég viðurkenni að ég er kannski líka aðeins búin að kynda undir væntingar með því að senda þeim ótal myndbönd af garðinum á Heiðarbrúninni í fallegum vetrarbúningi og af dimmum éljum á Reykjanesbrautinni til að gera þetta ævintýralegt og spennandi. En ég hef ekki sent þeim nein myndbönd síðustu daga enda held ég að þau hafi oft séð rigningu og rok. Og nú þegar 10 dagar eru í komu þeirra sýnist mér að ég verði að fara með þau eitthvert upp á jökul til að uppfylla drauminn. En ég ætla að halda áfram að dansa snjódansinn. Ég bið lesendur fyrirfram afsökunar ef það skellur nú á með stórhríð.

MEST LESIÐ Á VF.IS SÍÐUSTU 7 DAGA ■■1. Áríðandi tilkynning vegna Reykjanesbrautar

ÖRLÖG RÁÐIN? SUNDHALLAR KEFLAVÍKUR

HELSTU FRÉTTIR

FRÁ SUÐURNESJUM

Forsetinn og metnaður nema í Vogum

Áskorun! Löggan borðaði úldna síld fyrir góðan málstað

■■2. Þorrablót í Njarðvík - sjáðu myndirnar ■■3. Gámar á flugi og klæðning flettist af kísilveri ■■4. Umfjöllun: Heitur reitur við Hafnargötu

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

06 tbl 2017  

38. árg.

06 tbl 2017  

38. árg.

Advertisement