• Fimmtudagurinn 18. febrúar 2016 • 7. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Græn veröld á Garðskaga Æfðu í óbyggðum Reykjanesskagans n Björgunarþyrla kanadíska flughersins var við æfingar á Íslandi í vikutíma. Síðasta verkefni þyrlunnar á Íslandi var björgunaræfing sem fram fór í Reykjanesfjallgarðinum. Nánar verður fjallað um æfinguna í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is.
Sveitarfélagið Garður hefur einsett sér að vera Norðurljósabærinn á Íslandi. Norðurljósunum verður gert hátt undir höfði í sýningu á byggðasafninu en frekari uppbygging í ferðaþjónustu er fyrirhuguð á Garðskaga. Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta yfir Garðhúsavíkinni á Garðskaga þegar Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók þessa myndi á dögunum.
Mikil ánægja með þjónustu Grindavíkurbæjar l Óánægja með þjónustu grunnskólans Um 89 prósent þeirra íbúa Grindavíkur sem tóku þátt í þjónustukönnun á vegum Capacent Gallup eru ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins. Af þeim eru 51 prósent mjög ánægðir og 39 prósent frekar ánægðir. 6 prósent segjast vera hvorki né og þrjú prósent eru frekar óánægð og 2 prósent mjög óánægð. Í samanburði við hin 19 sveitarfélögin sem tóku þátt í könnuninni er Grindavík í 6. sæti og hefur hækkað upp um 7 sæti síðan árið 2014. Ánægjan hefur vaxið á milli ára þar sem mjög ánægðum fjölgar og mjög óánægðum fækkar. Þeir þættir sem Grindvíkingar eru helst óánægðir með eru þjónusta við eldri borgara, fatlaða og þjónusta grunnskólans. Í samanburði við hin 19 sveitarfélögin er Grindavík í 15. sæti þegar kemur að þjónustu grunnskólans. Í leikskólamálum er Grindavík í 4. sæti sé miðað við önnur sveitarfélög sem tóku þátt í könnuninni. Um 80 prósent sögðust í könnuninni vera ánægð eða mjög ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni heimilis síns. Þá eru 76 prósent ánægð eða mjög ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur.
l Búast við auknum ferðamannastraumi um svæðið í kjölfar umræðu Umhverfis og ferðamálanefnd Grindavíkur segir að gera megi ráð fyrir að aukin umræða um Eldvörp leiði til aukinnar umferðar ferðamanna um svæðið. Svæðið er mjög viðkvæmt og því brýnt að þegar verði hafist handa við að skipuleggja stígagerð og gera aðrar þær ráðstaf-
anir til að stýra umferð fólks um svæðið. Þetta kemur fram í bókun ráðsins í síðustu viku. Nefndin leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá Ómari Smára Ármannssyni, sem hefur kynnt sér svæðið manna best. Einnig vill nefndin árétta mikilvægi þess að aðilar á vegum Grinda-
víkurbæjar hafi mjög náið eftirlit með öllum framkvæmdum á svæðinu og fylgi því eftir að allar takmarkanir á umfangi borteiga séu virtar. Einnig að strangt eftirlit verði haft með þeim framkvæmdum sem óhjákvæmilega verða vegna uppbyggingar og styrkingar á vegum og slóðum á svæðinu.
n Guðmundi Bjarna Sigurðssyni, listrænum stjórnanda og einum af eigendum Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ, hefur verið boðið að gerast hluti af dómarateymi hjá CSS Design Awards sem er eitt fremsta hönnunargallery á netinu í dag. „Ég er þarna á meðal mikilla heiðursmanna og kvenna,“ segir Guðmundur Bjarni en dómarateymið fær til sín hundruð vefsíðna á hverjum degi þar sem valin er vefsíða dagsins. Dómnefndin kemur svo saman mánaðarlega og velur vef mánaðarins og svo að lokum vef ársins. Hjá CSS Design Awards er Guðmundur Bjarni kominn í draumalið vefsérfræðinga víðsvegar að úr heiminum sem hafa það verkefni að verðlauna það besta sem gert er í vefsíðugerð hverju sinni.
Óásættanlegt að hagsmunir Suðurnesja verði ekki metnir l Hópur þingmanna vill fela ráðherra að láta kanna kosti þess að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar Oddný Harðardóttir fer fyrir hópi þingmanna sem vill fela innanríkisráðherra að láta kanna kosti þess að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar. Einnig verði lagt mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika flugvallarins og áhrifa á íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurnesjum. Ætlast er til að ráðherra skili skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar nú á vorþingi 2016. Rögnunefnd lagði mat á flugvallarsvæði fyrir innanlandsflug þar sem Hvassahraun var fremsti möguleiki, einkum vegna þróunarmöguleika þess svæðis. Að mati Oddnýjar þýðir það að góðir möguleikar séu til stækkunar í Hvassahrauni og
FÍTON / SÍA
n Ungir menn á göngu í Grindavík.
Vilja strangt eftirlit með Eldvörpum
Kominn í draumalið vefdómara
einföld reiknivél á ebox.is
því möguleiki á að færa allt millilandaflug þangað. „Þetta er lagt til án þess að Keflavíkurflugvöllur hafi verið metinn með sama hætti. Það finnst mér óásættanlegt,“ segir Oddný. Hún telur mikla hagsmuni undir fyrir Suðurnesjamenn í þessu máli. „Mér virðist sem menn vilji meta hagsmuni landsbyggðarinnar og borgarbúa ef færa á innanlandsflug
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki sætt mig við að hagsmunir okkar Suðurnesjamanna verði ekki metnir í þessu samhengi og því legg ég þingsályktunartillöguna fram.“ Oddný segir afar mikilvægt að Suðurnesjafólk verði tilbúið til andófs ef það sé raunverulega ætlunin að flytja millilandaflug í Hvassahraun sem sé aðeins í 20 mínútna akstursleið frá alþjóðaflugvellinum. Atvinna og hagur Suðurnesja er undir að hennar mati. Aðrir flutningsmenn eru ásamt Oddnýju: Páll Valur Björnsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Róbert Marshall, Páll Jóhann Pálsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.