• Fimmtudagurinn 11. febrúar 2016 • 6. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Afbrotum fækkar í Grindavík n Afbrotum í Grindavík hefur fækkað frá árinu 2010 en örlítil aukning varð á milli áranna 2014 og 2015, samkvæmt því sem kemur fram á vef bæjarins. Í síðustu viku áttu sviðsstjórar Grindavíkurbæjar fund með lögreglustjóranum á Suðurnesjum þar sem farið var yfir tölfræði síðasta árs og rætt um áherslur og áætlanir á nýju ári. Um var að ræða árlegan yfirlitsfund. Umferðaróhöppum í Grindavík hefur fjölgað á milli ára. Á vef bæjarfélagsins kemur fram að Grindvíkingar hafi löngum vakið athygli á því en talað fyrir daufum eyrum, að kominn sé tími á endurbætur á Grindavíkurvegi og Norðurljósavegi. „Þessir vegir voru einfaldlega ekki hannaðir fyrir þessa umferð og vonandi er þess ekki langt að bíða að bætt verði úr í þessum málaflokki,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.
Skrautleg á öskudagsgleði í Reykjanesbæ - Sjáið fleiri myndir í blaðinu í dag og á vf.is
Kvarta undan háu strætóverði
l Fáist skaðabætur frá ríkinu vegna afnáms einkaleyfis á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur gæti skapast svigrúm til að lækka verð l Háskólanemar reyna frekar að leigja á höfuðborgarsvæðinu l Stök ferð fyrir almenning kostar 1.600 krónur
Þrjú gistiheimili á topp tíu lista Trip Advisor n Þrjú gistihús á Suðurnesjum komust á topp tíu lista á ferðavefnum Trip Advisor yfir þau gistiheimili á Íslandi sem hafa fengið bestu umsagnir gesta. Þetta eru 1x6 Guesthouse, Ace Guesthouse og Raven´s Bed and Breakfast. Öll eru gistihúsin í Reykjanesbæ. Gistihúsin eru 1x6 Guesthouse sem er í þriðja sæti á listanum, Ace Guesthouse í fimmta sæti og Raven’s Bed and Breakfast í því níunda.
dóttir býr í Höfnum og stundar nám við HÍ. Í sama streng taka Kristjana Vigdís Ingvadóttir úr Reykjanesbæ og Marta Sól Axelsdóttir úr Vogum sem eiga sæti í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku. „Ég held að margir vilji frekar leigja á höfuðborgarsvæðinu en að keyra á milli, meðal annars því svo dýrt er að taka strætó,“ segir Marta. Kristjana segir Stúdentaráð
ekki vilja hvetja nemendur til að nota einkabíla þar sem það sé miður umhverfislega séð en að samgöngur verði að vera góðar svo þær séu betri kosturinn. Önnur þéttbýlissvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins greiða ekki niður annarkort fyrir háskólanema. Stök ferð fyrir almenning á milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja kostar
1.600 krónur og nær leiðin yfir fjögur gjaldsvæði og því þarf að greiða fjóra staka strætómiða fyrir hana. Til samanburðar þarf að greiða einn miða á öllum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er reynt að reka samgöngukerfið á sjálfbæran hátt og greiða sveitar-
Restin af HF verður rifin n Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa móttökuhúsin að Hafnargötu 2, sem jafnan ganga undir nafninu HF. Húsin eru í lélegu ástandi en þar hefur síðustu ár verið tómstundastarf eins og golfæfingar og púttaðstaða. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir í samtali við Víkurfréttir að ráðist verði í að rífa húsin síðar á árinu. Í ársbyrjun var hluti hússins rifinn en sá hluti varð eldi að bráð fyrir rúmum þremur áratugum og þak hússins fauk af í óveðri í desember og olli tjóni í gamla bænum í Keflavík. Húsnæði Svarta pakkhússins mun standa áfram ásamt áföstum vélasal en þar eru gamlar frystivélar HF en vélasalurinn er einstakur á Íslandi og verðugur safngripur. Þá er unnið að endurbótum á Fisherhúsi sem stendur á horni Hafnargötu 2. Skipt hefur verið um þak á húsinu og
FÍTON / SÍA
Strætókort fyrir háskólanema á Suðurnesjum sem stunda nám í Reykjavík kosta 82.000 krónur fyrir eina önn. „Þetta háa verð á almenningssamgöngum heftir því aðgang fólks á Suðurnesjum að námi. Það er verið að tala um að minnka vægi einkabílsins en það á eftir að ganga hægt þegar verðið í strætó er svona hátt,“ segir Borghildur Guðmunds-
einföld reiknivél á ebox.is
Hluti gamla fiskvinnsluhússins var rifinn í ársbyrjun. Restin verður rifin síðar á árinu þegar starfsemi í húsinu hefur verið fundinn annar staður.
verið er að endurnýja klæðningu hússins og koma henni í upprunalegt horf. Guðlaugur Helgi segir að nú sé unnið að því að finna þeim sem nú nýta þessa aðstöðu á Hafnargötu 2 annan stað fyrir starfið.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
félögin ekki inn í það. Þá hafi verið mikið högg fyrir Suðurnesin þegar einkleyfi á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins var aflétt árið 2012. Nú stendur yfir dómsmál vegna þess og fáist skaðabætur greiddar muni þær renna inn í samgöngukerfið. Nánar er fjallað um málið á blaðsíðu 2 í Víkurfréttum í dag.
101 árs á hestbaki á Mánagrund n Lárus Sigfússon, fyrrverandi bóndi og ráðherrabílstjóri, fagnaði 101 árs afmæli sl. föstudag. Á afmælisdaginn mætti Lárus ásamt Kristínu Gísladóttur sambýliskonu sinni, sem er 91 árs, í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ þar sem þau skelltu sér á hestbak í tilefni dagsins. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og ræddi við hinn 101 árs gamla knapa. Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Í þættinum er einnig rætt við ljósmyndara sem í dag sýnir myndir tengdar brotthvarfi Varnarliðsins í Listasafni Reykjanesbæjar. Ferðamálum eru gerð skil þar sem Flughótel, sem í dag heitir Park Inn by Radison, er skoðað eftir miklar endurbætur og rætt við hótelstjórann. Einnig er rætt við þá Johan D. Jónsson og Gísla Heiðarsson frá Ferðamálasamtökum Reykjaness, farið á tónleika í Stapa og fréttir vikunnar eru sagðar. Þátturinn er einnig á vf.is.