05 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

www.lyfja.is

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

16%

12%

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

afsláttur

Sími: 421 0000

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565

afsláttur

Við stefnum að vellíðan.

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 5 . F E BR ÚAR 2 0 15 • 5 . TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Sá guli fer beint úr sjó í flug XXEftir slæma tíð frá upphafi vetrarvertíðar hefur veður verið skaplegra síðustu daga. Fjöldi báta hafa nýtt tækifærið og farið á sjó og sá guli virðist vera að gefa sig. Línubátar komu með vænan afla í upphafi vikunnar. Víkurfréttir kíktu í löndun í Sandgerðishöfn og í blaðinu í dag og í sjónvarpsþætti vikunnar sem er frumsýndur í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is er viðtal við eigendur K&G fiskverkunar en þeir eiga einnig tvo línubáta. Vænn þorskur kom að landi á mánudagssíðdegi en var farinn, verkaður og flottur í loftin blá með Icelandair sólarhring síðar. Myndin var tekin í löndun úr Pálínu Ágústsdóttur GK1 í Sandgerðishöfn.

Enn fjölgar gistinóttum á Suðurnesjum XXGistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði um 13% í desember 2014 frá árinu áður. Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurlandi miðað við allt árið í fyrra eða um 27% en þar á eftir fjölgaði gistinóttum meðst á Suðurnesjum eða um 21% á milli ára.

Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum Hagstofunnar um gistinætur á hótelum á Íslandi. Þar kemur fram að gistinóttum yfir allt landið fjölgaði um 14% í desember 2014 miðað við desember 2013 og um 13% milli ára ef tölur fyrir allt árið eru bornar saman. Nýting á hótelherbergjum var um 42% í desember sl. miðað við um 60% nýtingu yfir allt árið. Suðurnes eru næst á eftir höfuðborgarsvæðinu varðar nýtingu á gistirýmum yfir allt árið en það var með 84,3% nýtingu fyrir 2014.

■■Næg sumarvinna á Keflavíkurflugvelli:

Samkeppni um sumarstarfsfólk K

FÍTON / SÍA

omin er samkeppni um starfsfólk á Suðurnesjum, fleiri sækja um mörg störf og aukning hefur verið í atvinnuumsóknum af höfuðborgarsvæðinu, segja starfsmannastjórar þriggja stórra vinnuveitenda á Keflavíkurflugvelli. Það vakti athygli þegar stærstu vinnuveitendurnir í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auglýstu sumarstörf í fyrsta tölublaði Víkurfrétta á þessu ári, fyrr en áður. Mátti álykta að þeir gerðu ráð fyrir harðari samkeppni um starfsfólk nú en áður. „Fyrir atvinnuleitendur er þetta lúxusvandamál því margir auglýsa og ráða inn stóran hóp fólks. Ég efast um að það séu auglýst svona mörg störf hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Svala Guðjónsdóttir starfsmannastjóri IGS. Þau auglýstu fyrr eftir fólki í ár og umsóknirnar eru ekki færri

einföld reiknivél á ebox.is

en í fyrra. „Yfirleitt eru þetta framhaldsskóla- og háskólanemar sem sækja um mörg störf til að tryggja sér þau og við sjáum töluvert af umsóknum úr Hafnarfirði. Sumartímabilið hefur lengst samhliða eflingu í ferðaþjónustu og það býr til fleiri störf hjá okkur.“ 500 manns hafa sótt um störf hjá Airport Associates og eru það um 300 færri en fyrir fimm árum. „Ég var farin að kvíða fyrir því að manna sumarið því það er talsverð aukning hjá okkur, eða 20% aukning í umsvifum hjá okkur á milli ára. Við höfum ráðið fastráðið æ fleiri á haustin,“ segir Thelma Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri. Gert er ráð fyrir að ráða 320 starfsmenn þangað í sumar. „Við auglýstum líka í Fréttablaðinu því það er klárlega komin samkeppni um starfsfólk

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

á svæðinu og höfum því lagt áherslu á að bjóða betri kjör en samkeppnisaðilar.“ Um 1500 atvinnuumsóknir hafa borist Isavia og Fríhöfninni og umsóknir um störf hjá Isavia hafa tvöfaldast. „Margir sækja um sömu störfin, jafnvel öll störfin og það útskýrir aukninguna. Töluverður fjöldi umsækjenda er frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri hjá Fríhöfninni og Isavia. Miklar framkvæmdir séu einnig á flugvallarsvæðinu og margir verktakar sem einnig ráði til sín fólk. „Aukin umsvif hafa kallað á fleiri kvöldvaktir og næturvaktir og við höfum alveg lent í því að vera ekki með nægan mannskap á haustin og leitað þá til umsækjenda. Annars erum viðheppin með heimtur og fólki finnst gott að vinna hjá okkur.“

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
05 tbl 2015 by Víkurfréttir ehf - Issuu