04 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 28. janúar 2016 • 4. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Rekur flutningaþjónustu úr bílstjórasætinu

Kvartað yfir lyktarmengun frá fiskþurrkun í Garðinum n Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra í Garði hefur verið falið að undirbúa fund með eigendum fiskþurrkunarstöðva í Garði sem heitloftsþurrka fiskafurðir. Fjölmargar kvartanir vegna lyktarmengunar hafa borist vegna starfseminnar. Á fundi bæjarráðs fyrir helgina var lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá fundi bæjarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem haldinn var þann 12. janúar sl. þar sem m.a. var farið yfir þær kvartanir sem borist hafa frá íbúum í Garði vegna lyktarmengunar frá fiskþurrkun í byggðarlaginu.

Guðbergur Ingólfur Reynisson söðlaði um í hruninu og stofnaði flutningaþjónustu eftir að hafa verið bílasali í mörg ár. Hann hefur í nógu að snú-

ast og er með marga bíla í daglegum ferðum milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Þegar stund er milli stríða gefst tími til að fara í snjallsímann og fara

í gegnum tölvupóstinn og skipuleggja komandi verkefni. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Sjö látnir í umferðinni í Reykjanesbæ frá 2003 l 54 hafa slasast alvarlega í umferðarslysum í Reykjanesbæ frá aldamótum Sjö einstaklingar hafa látist í umferðarslysum í Reykjanesbæ frá árinu 2003. Banaslys varð á Njarðarbraut í síðustu viku þar sem eldri kona lét lífið í árekstri tveggja bifreiða. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en slæmt veður var á slysstað, rign-

Taumlaus gleði hjá Árna Þór

FÍTON / SÍA

n Einn af hörðustu stuðningsmönnum Keflvíkinga í körfuboltanum datt heldur betur í lukkupottinn þegar leikur Keflavíkur og Snæfells í bikarkeppni kvenna fór fram. Árni Þór Rafnsson var einn af þeim áhorfendum sem valinn var til þess að spreyta sig á vítaskoti þar sem veglegir vinningar eru jafnan í boði fyrir góðar skyttur. Árni byrjaði á því að fá áhorfendur með sér í lið og bað um hvatningu frá stúkunni sem brást auðvitað ekki. Því næst gerði Árni sér lítið fyrir og skellti boltanum rétta leið í körfuna. Fagnaðarlætin sem á eftir fylgdu voru mögnuð verður eins og sjá má á eftirfarandi ljósmyndum.

einföld reiknivél á ebox.is

ing, myrkur og talsverður vindur. Auk banaslyssins í síðustu viku hafa orðið tveir aðrir harðir árekstrar í Reykjanesbæ þar sem flytja hefur þurft slasað fólk á sjúkrahús. Tíðni banaslysa í Reykjanesbæ er mjög há og frá aldamótum hafa

Akurskóli fjarlægir kynjamerkingar n Akurskóli í Reykjanesbæ hefur ákveðið að fjarlægja merkingar um kyn á salernum í skólanum. Tilgangurinn er að skólinn verði ekki lengur kynjaskiptur. Í viðtali við vefsíðuna gayiceland.is segir Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla að nú þegar séu nemendur við skólann sem eru annað hvort transfólk eða af óræðu kyni, þannig að tilvalið sé að stíga þetta skref núna. „Það er ekki undir skólanum komið að neyða þau í einhvern fyrirfram

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ákveðið form,“ segir Sigurbjörg í viðtalinu. Nú geta nemendur einfaldlega valið um hvaða salerni skólans þau nota. Þetta er ekki eina breytingin sem skólinn hefur gert. Skólinn setur ekki sérstakar reglur um það hvernig nemendur klæðast í sundi. „Við sjáum ekkert að því að stelpur mæti í sundskýlum í sund ef þær vilja, eða að strákar mæti í sundbolum. Börnin geta einfaldlega valið,“ segir Sigurbjörg í viðtalinu.

sjö einstaklingar látist í umferðinni í bænum, samkvæmt tölum Samgöngustofu. Þá hafa 54 einstaklingar slasast alvarlega á tímabilinu 2000 til 2014 og lítið slasaðir eru 584. Nánar er fjallað um málið á síðu 15 í Víkurfréttum í dag.

Stórt og erfitt skref að taka n Sara Rún Hinr i ks dótt ir er að upplifa drauminn í Bandaríkjunum. Þar spilar hún körfubolta og nemur líffræði í Buffalo borg í New York fylki. Bæði skólinn og fólkið er frábært að mati Söru en þó segir hún vissulega erfitt að aðlagast nýju umhverfi þar sem vinir og fjölskylda eru víðsfjarri. // 22

Njarðvíkurkirkja til rannsóknar n Njarðvíkurkirkja er til rannsóknar hjá Kirkjuráði sem nýtur liðsinnis R í k is endursko ðunar. A kstursgreiðslur til sóknarprests og fjárreiður líknarsjóðs kirkjunnar eru meðal þess sem til skoðunar eru. Kirkjuráði barst kvörtun frá Kvenfélagi Njarðvíkur vegna matarkorta til bágstaddra sem það afhenti líknarsjóðnum en félagið telur að hafi ekki farið á rétta staði. // 2


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
04 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu