• Fimmtudagurinn 21. janúar 2016 • 3. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTAMYND / PÁLL KETILSSON
Lýstu vanhæfi vinstri hægri n Bæjarfulltrúar í Garði lýstu sig vænhæfa í tveimur málum sem tekin voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs. Í öðru málinu lýsti Jónína Holm, bæjarfulltrúi minnihlutans, sig vanhæfa í máli sem snýr að erindi Umboðsmanns Alþingis um Gerðaskóla. Jónína er starfsmaður skólans. Málið varðar ráðningu í stöðu innan Gerðaskóla en málið er í vinnslu hjá bæjarstjóra og niðurstaða er ekki komin fram í málinu. Bæjarráð afgreiddi málið á dögunum og var sú afgreiðsla samþykkt með 6 atkvæðum í bæjarstjórn en Jónína Holm lýsti yfir vanhæfi og tók hvorki þátt í afgreiðslu né umræðu um málið. Í hinu málinu lýsti Gísli Heiðarsson, bæjarfulltrúi meirihlutans, vanhæfi í afgreiðslu á umsókn um lóð undir hótel á Garðskaga. Gísli er einn af eigendum GSE ehf sem sótt hefur um lóð undir hótelbyggingu á svæði á Garðskaga sem nýlega var deiliskipulagt undir hótel- og ferðaþjónustu. Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar Garðs var samþykkt af bæjarstjórn með 6 atkvæðum en Gísli lýsti yfir vanhæfi og og tók hvorki þátt í umræðu né afgreiðslu málsins.
Þjófstörtuðu þorra í Keflavík n Þorranum var þjófstartað í íþróttahúsi Keflavíkur um sl. helgi þegar þar fór fram þorrablót Keflavíkur. Svipmyndir frá þorrablótinu eru í blaðinu í dag. Þorrinn hefst formlega á morgun, en þá er bóndadagur, og um helgina verður haldið risastórt þorrablót í Garðinum.
Klæðir fólkið sitt á Vatnsleysuströnd
Byggt af krafti n Framkvæmdir við kísilver United Silicon í Helguvík ganga vel. Þessa dagana er unnið að uppsetningu á rykhreinsibúnaði verksmiðjunnar í mannvirki sem rís hátt til himins í Helguvík. Vel á annað hundrað manna vinna að byggingu verksmiðjunnar sem tekur til starfa í sumar. Á næstu dögum verður byrjað að klæða byggingar sem verða í gráum lit. Til að átta sig á stærð mannvirkisins má benda fólki á iðnaðarmennina sem standa efst á byggingunni.
n Uppskriftir undir merkinu Mó a kot h af a notið mikilla vinsælda. Móakot er lítið býli á Vatnsleysuströnd sem nú er komið í eyði og á hönnuður uppskriftanna ættir sínar að rekja þangað. Margrét Halldórsdóttir er prjónakonan á bak við Móakots peysu uppskriftirnar sem notið hafa mikilla vinsælda eins og lesa má í VF í dag. // 6
Grindvíska atvinnuleikhúsið fær 7,5 milljón króna styrk n Grindvíska atvinnuleikhúsið, eða GRAL áhugafélag um leiklist, hlaut í vikunni 7,5 milljóna króna styrk frá mennta- og menningarmálaráðherra til uppsetningar á leikritinu Íslendingasögurnar 30/90/30. Stofnendur Grindvíska atvinnuleikhússins eru Grindvíkingarnir Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri og Víðir Guðmundsson, leikari. Með GRAL leikur einnig Grindvíkingurinn Benedikt Gröndal. Þá hefur Guðmundur Brynjólfsson frá Hellum á Vatnsleysuströng skrifað nokkur þeirra verka sem GRAL hefur sett upp. Upphaf GRAL má rekja til þess þegar Bergur Þór og Víðir störfuðu saman sem leikarar við Borgarleikhúsið. Á milli æfinga og í kaffipásum grínuðust þeir með að stofna Grindvíska atvinnuleikhúsið þar sem þeir voru nú einu atvinnuleikararnir sem Grindavíkurbær hafði alið af sér. En öllu gríni
fylgir einhver alvara og veturinn 2008 fengu þeir Guðmund Brynjólfsson og Evu Völu Guðjónsdóttur til liðs við sig og settu upp einleikinn 21 manns saknað. Síðan þá hafa fleiri sýningar GRAL hópsins farið á fjalirnar og stöðugt bætist í hópinn af hæfileikaríkum listamönnum sem þó eiga ekki allir ættir að rekja til Grindavíkur.
Tveir Gerðaskólanemar meðal 40 bestu á landinu
l Í samræmdum prófum í stærðfræði í 4. bekk. Gerðaskóli var yfir meðaltali í fimm samræmdum prófum af þeim sjö sem tekin eru. Þar er miðað við hefðbundinn samanburð á meðaleinkunn skóla sem oftast er miðað við. Jóhann Geirdal, skólastjóri Gerðaskóla, vakti athygli á þessu á fundi skólanefndar Sveitarfélagsins Garðs á dögunum. „Það er vissulega gott að vera yfir meðaltali í meirihuta prófana. Það sem ég var líka að vekja athygli á var hvað mætti lesa út úr frammistöðu einstakra nemenda, það er það sem skiptir auðvitað mestu máli,“ segir Jóhann í samtali við Víkurfréttir. Hann segir niðurstöður samræmdu prófana í haust gefa fulla ástæðu til bjartsýni. Meðaleikunn skólans var yfir landsmeðaltali í 5 prófum af 7 sem er góður árangur. Bestur var hann í 4.
bekk þar sem nemendur Gerðaskóla voru yfir meðaltali í báðum prófunum. Jóhann segir sérstaklega ánægjulegt að skoða stærðfræðina í 4. bekk. „Til dæmis má nefna að tveir af okkar nemendum voru með raðeinkunina 99, sem þýðir að þeir voru í efsta hundraðshluta allra þeirra nemenda á landinu sem tóku prófið. Það má ætla að um 4000 nemendur hafi tekið prófið og eru þessir tveir nemendur okkar því meðal 40 hæstu nemenda á landinu, auk þess var einn nemandi með raðeinkunnina 98 þ.e. meðal 80 hæstu nemenda á landinu. Það er ótrúlega góður árangur sem hvaða skóli sem er getur verið stoltur af. Þetta sýnir að vel hefur verið farið yfir námsefnið og kennslan hefur verið góð.“
Tugir milljarða í uppbyggingu l Ásbrú mikilvæg til að byggja upp góða samfélagsblöndu l Gagnaver Verne stærsta einstaka fjárfestingin
FÍTON / SÍA
Tugum milljarða hefur verið varið í uppbyggingu á Ásbrú á þeim tæpa áratug sem liðinn er frá því Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli haustið 2006. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur varið um 7 milljörðum króna á þessu tímabili. Stærsta einstaka fjárfestingin er hinsvegar gagnaver Verne sem nemur tugum milljarða og á síðasta
einföld reiknivél á ebox.is
ári tryggði fyrirtækið sér um 13 milljarða króna til frekari uppbyggingar. Það er næst stærsta tæknifjárfestingin á Norðurlöndum í fyrra. Annað stórt fjárfestingarverkefni í miklum vexti á Ásbrú er líftæknifyrirtækið Algalíf og þá er að vænta frekari frétta af uppbyggingu gagnavera á Ásbrú á þessu ári. Í dag eru fimm af sex gagnaverum á Íslandi á Ásbrú.
Kj ar t an Þ ór E i r í k s s on , f r am kvæmdastjóri Kadeco, segir í viðtali í Víkurfréttum í dag að að Ásbrú sé mikilvæg nú þegar mikil aukning er í ferðaþjónustu á svæðinu: „Ég held, ef við horfum til flugvallarins og mikillar aukningar í ferðaþjónustu, að við verðum að horfa til þess að samfélagið verði ekki einsleitt og hvaða aðra þætti við þurfum líka að leggja áherslu á til
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
að byggja upp góða samfélagsblöndu og sterkt og gott samfélag til langs tíma litið. Ég held klárlega að þetta verkefni sem hér er og sú vinna sem er búin að vera hér á Ásbrú á undanförnum árum að hún eigi eftir að eiga stóran þátt í því að samfélagsblöndun á svæðinu verði með jákvæðum hætti.“ Viðtalið við Kjartan er í miðopnu blaðsins í dag.
Allar íbúðir í nýtingu á næstu tveimur árum n Í dag eru um 70% af fjölskylduhúsnæði á Ásbrú í nýtingu og 30% af einstaklingshúsnæði. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, gerir ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði allt fjölskyldu- og einstaklingshúsnæði komið í nýtingu. Í viðtali við Víkurfréttir í dag segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, að gert sé ráð fyrir nokkrum ólíkum hlutverkum fyrir einstaklingshúsnæðið eins og lesa má í blaðinu í dag.