03 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

www.lyfja.is

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

16%

12%

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

afsláttur

Sími: 421 0000

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565

afsláttur

Við stefnum að vellíðan.

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 2 . JANÚAR 2 0 15 • 3 . TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Bærinn fyllist af lúðrablæstri

Hussein og Omar færðu Ásmundi gjafir

XXLandsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita verður haldið í Reykjanesbæ um helgina. Það er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sem stendur að mótinu í samstarfi við Samtök íslenskra skólalúðrasveita, SÍSL, en þetta mót er ætlað fyrir elstu deildir skólalúðrasveita l an dsins. Al ls taka skólalúðrasveitir frá 12 stöðum á landinu þátt í mótinu, með alls um 220 hljóðfæraleikurum. Öll dagskrá landsmótsins mun fara fram í Hljómahöll, þ.e. í Tónlistarskólanum og sölum Hljómahallar, sem er mikil hagræðing varðandi nýtingu á tíma og eykur samveru nemenda og kennara, sem er mikilvægt. Nánar má lesa um mótið á vef Víkurfrétta, vf.is.

XXKeflavíkurannállinn sem fluttur var á þorrablóti Keflavíkur um síðustu helgi var hárbeittur og eldfimur á köflum. Áður en annállinn var sýndur mættu óvæntir gestir á þorrablótið. Það voru þeir Hussein og Omar sem voru mættir á svæðið til að fyrirgefa Ásmundi Friðrikssyni þingmanni. Ásmundur átti alla fréttatíma í síðustu viku vegna ummæla um múslima. Þeir Hussein og Omar færðu Ásmundi flugelda og smásprengjur ásamt bók þar sem þingmaðurinn átti að kynna sér trúarbrögð þeirra. Þetta atriði þorrablótsins verður í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is í kvöld. Um helgina verða tvö stór þorrablót á Suðurnesjum. Í Garði er þorrablót Suðurnesjamanna og í Grindavík er þorrablót Ungmennafélags Grindavíkur. Njarðvíkingar halda svo sitt þorrablót um aðra helgi.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Tekist á um framtíð Paddy’s Þrætur milli rekstraraðila Paddy’s og Hótels Keilis. Málið í vinnslu hjá Reykjanesbæ.

B

FÍTON / SÍA

öðvar Jónsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði málefni skemmtistaðarins Paddy’s vera orðið hið vandræðalegasta, sér í lagi þegar farið væri að tengja það hagsmunaöflum í bæjarstjórn á opinberum vettvangi. Mikilvægt væri að fá niðurstöðu í málinu vegna þess að þegar hafi fjórir aðilar sýnt áhuga á húsinu, eftir að það var auglýst til sölu eða leigu í lok síðasta árs. Skv. heimildum Víkurfrétta var eitt tilboðanna nógu bitastætt til að fara í nánari viðræður og þær halda áfram. Hörð skoðanaskipti hafa síðustu daga átt sér stað á milli síðasta rekstraraðila Paddy's, Björgvins Ívars Baldurssonar og eigenda Hótels Keilis, sem staðsett er hinum megin Hafnargötunnar. Listi með undirskriftum 30 mótmælenda reksturs skemmtistaðar við Hafn-

einföld reiknivél á ebox.is

argötu 38 barst bæjarráði áður en málið var tekið fyrir í síðustu viku. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að verðmat á eigninni eigi eftir að berast til að taka endanlega ákvörðun. Fyrrverandi leigutakar skuldi

Framtíð skemmtistaðarins Paddy’s er í óvissu.

Reykjanesbæ talsverðar fjárhæðir og bærinn hafi því borgað með rekstri Paddy's um árabil. Ekki hafi verið áhugi fyrir því lengur. „Það er eðli miðbæja og miðborga að hafa þar ólíkan rekstur fyrirtækja sem geta þrifist saman. Best væri að það ætti við um Reykjanesbæ eins og önnur sveitarfélög. Menn gætu náð saman um að halda uppi fjölbreyttri starfsemi,“ segir Kjartan. Nokkuð hörð umræða var á vef VF í vikunni um framtíð Paddy’s. Eigendur Hótels Keilis hinum megin Hafnargötunnar kvarta sáran undan samneytinu við staðinn og höfðu stór orð um óþægindin. Þau vilja staðinn burt. Síðustu rekstraraðilar Paddy’s sögðu það sorglegt að eitt fyrirtæki í samkeppni við annað reyni að hafa áhrif á framtíð hins. Þá væri megnið af kvörtunum vegna hávaða frá staðnum tilhæfulausar.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Málefni um framtíð Brunavarna Suðurnesja:

Ekki fullreynt að halda BS í heimabyggð XXKristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, lýsti yfir áhyggjum af starfsemi Brunavarnar Suðurnesja á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ sl. þriðjudag. Honum fannst einkennilegt hvernig formaður þess vill afhenda það Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Kristinn sagði að framtíð BS væri björt með yfirstjórnina í heimabyggð. Ekki væri heldur fullreynt að tala við það fyrirtæki sem gæti veitt BS mestan styrk, Isavia. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, tók undir orð Kristins og sagði sjálfsagt að skoða alla möguleika í málefnum BS og það komi sér á óvart að ákveðið hafi verið að ganga til viðræðna um einn kostinn. Með mögulegri uppbyggingu á björgunar- og leitarstöð á Keflavíkurflugvelli, í samstarfi við erlend ríki tengd norðurslóðamálum, væri mikilvægt að að horfa til öflugra brunavarna á svæðinu. Einnig væru uppi hugmyndir um björgunarskóla í Keili þar sem BS gæti spilað stóran þátt. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð BS. Ályktun starfsmanna BS hafi verið lögð fram og ákveðið hafi verið að stofna í febrúar byggðasamlag fjögurra sveitarfélaga; Garðs, Sandgerðis, Voga og Reykjanesbæjar. Sú vinna hafi tafist vegna þess að ársreikningur BS fyrir árið 2013 sé ekki tilbúinn og aldrei hafi verið stofnaður efnahagsreikningur fyrir félagið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.