02 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 14. janúar 2016 • 2. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Reykjanes ekki lengur aðeins stoppistöð hjá ferðamönnum l Gott hljóð í ferðaþjónustuaðilum. l Dagsferðir mjög vinsælar um Reykjanesið.

Hafna umhverfisvöktun í gámi n Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hafnar því að gámur verði notaður sem varanleg lausn fyrir umhverfisvöktunarbúnað í Helguvík. Nefndin tók til afgreiðslu fyrirspurn um byggingarleyfi fá United Silicon þar sem óskað er eftir því að staðsetja 10 feta gám með umhverfisvöktunarbúnaði í landi Garðs í Helguvík. Því er hafnað að gámur verði notaður sem varanleg lausn og skipulags- og byggingarfulltrúa er jafnframt falið að vinna áfram að málinu.

Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af auknum fjölda ferðamanna og fór nýting á gistirýmum í nóvember síðastliðnum fram úr björtustu vonum og er almennt gott hljóð í ferðaþjónustuaðilum. Að sögn Þuríðar Aradóttur Braun, verkefnisstjóra Markaðsstofu Reykjaness, eru ferðamenn farnir að staldra lengur við. „Reykjanesið er ekki lengur

aðeins stoppistöð fyrir og eftir flug,“ segir hún. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að kynna Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna og er starfið nú farið að bera árangur. Sífellt fleiri ferðaþjónustufyrirtæki bjóða nú upp á dagsferðir um Reykjanesið frá höfuðborgarsvæðinu. „Oft eru þetta dagsferðir þar sem ferðamenn

vilja upplifa óbyggðir nærri höfuðborgarsvæðinu. Þá er vinsælt að fara að Kleifarvatni, um Krísuvík, að Gunnuhver og Valahnúk. Þá snæðir fólk gjarna hádegismat í Grindavík en kvöldmat í Sandgerði eða Reykjanesbæ.“ Algengt er að ferðamenn ljúki dagsferðum í Vogum eða Garði í von um að ná að skoða norðurljós eða kvöldsólina. // 10

Margrét ósátt við uppsögnina n Margrét Sturlaugsdóttir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta gagnrýnir stjórn deildarinnar harkalega en hún fékk reisupassann fyrr í vikunni. Hún segir að hún hefði gjarnan viljað vera áfram með liðið og uppsögnin hafi komið henni mikið á óvart. // 18

Burstabæ hafnað en samþykktu hótel

FÍTON / SÍA

n Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað erindi frá eiganda Skagabrautar 86 í Garði þar sem óskað er eftir að fá að byggja burstabæ og koma upp veitingaaðstöðu. Byggingaáformin eru kölluð Valhöll á Hólavöllum. Erindinu er hafnað enda samræmist umsóknin ekki gildandi aðalskipulagi og skilmálum þess, segir í afgreiðslu nefndarinnar. Á sama fundi var hins vegar samþykkt að úthluta lóð á Garðskaga undir hótel. Lóðir undir hótel og ferðaþjónustu voru nýverið skipulagðar á Garðskaga. Það er fyrirtækið GSE ehf. sem sækir um lóðina sem er merkt „A“ í deiliskipulagði Útgarðs. Lóðinni verður úthlutað að uppfylltum þeim skilmálum sem settir verða um uppbyggingu lóðanna.

einföld reiknivél á ebox.is

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Vilja 8 metra dýpi l Framkvæmdir við Miðgarð Grindavíkurhafnar kosta rúman milljarð Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar fellst á að fylgja eftir verkáætlun Vegagerðarinnar við hönnun á Miðgarði Grindavíkurhafnar en leggur áherslu á að dýpið við áfanga tvö verði 8 metrar í stað 6 metra. Nú þegar eru mörg skip með heimahöfn í Grindavík með meiri djúpristu en 6 metrar og búast má við að ný skip sem smíðuð verða verði einnig með 6 metra djúpristu eða meira. Einnig eru nefndarmenn í hafnarstjórn Grindavíkurhafnar sammála um það að fara með nýja þilið eins stutt frá

gamla þilinu og kostur er. Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, segir fyrirhugaðar framkvæmdir við Miðgarð óhemju dýrar. Áætlaður kostnaður nemur rúmum milljarði króna og þar af er hlutur Grindavíkurhafnar um 400 milljónir króna. Framkvæmdatími er áætlaður þrjú ár en vonast er til að hægt verði að skipta verkinu þannig upp að það hafi sem minnst áhrif á umsvif við höfnina. Sigurður hafnarstjóri er í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld þar sem

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

hann ræðir fyrirhugaðar framkvæmdir við Grindavíkurhöfn og fer yfir umfangsmikla starfsemi við höfnina á síðasta ári og horfir til framtíðar. Í þættinum er meðal annars komið inn á það að höfnin í Grindavík er ekki bara stór útflutningshöfn því um fjórðungur af öllu salti sem flutt er til landsins kemur um Grindavíkurhöfn en árlega eru flutt um 90.000 tonn af salti til Íslands. Myndin hér að ofan var einmitt tekin þegar hollenskt saltflutningaskip fór frá Grindavík síðdegis í gær.

Vogamönnum fjölgaði um 4% n Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 4% á síðasta ári. Í upphafi ársins 2015 voru þeir 1.102 en í árslok voru þeir orðnir 1.147. Íbúum fjölgaði því á árinu um 45. Tekjur sveitarfélagsins jukust jafnframt talsvert á árinu 2015 og urðu hærri en það sem bæði upphafleg áætlun og útkomuspá að hausti gerði ráð fyrir. Þar kemur vafalaust margt til, m.a. bætt atvinnuástand og þar með minna atvinnuleysi, hærri meðaltekjur, fjölgun íbúa o.fl.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.