1 minute read

Spergilkálssúpa

Þessi rjómalagaða spergilkálssúpa er meinholl og tekur innan við klukkustund að hrista fram úr erminni. Súpan er ekki bara stútfull af vítamínum, því hún er líka bragðgóð.

Hráefni:

Advertisement

4 msk. smjör

2 stilkar saxað sellerí

1 lítill laukur í teningum

3 saxaðir hvítlauksgeirar

8 bollar spergilkálsblóm (hafðu stilkana með ef þú vilt)

4 bollar kjúklinga- eða grænmetiskraftur

1 tsk. ítalskt krydd

1 bolli rjómi (má vera meira)

¼ bolli rifinn parmesanostur salt og pipar eftir smekk

Berið fram með: sítrónusafa brauðteningum ólífuolíu

Aðferð: ferskum kryddjurtum eins og basilíku eða steinselju

Bræðið smjörið í stórum potti við meðalhita. Bætið selleríinu og lauknum út í og steikið þar til grænmetið er mjúkt (2-3 mínútur). Bætið hvítlauk út í og eldið í 30 sekúndur í viðbót.

Þvoið spergilkálið og bætið því út í með stönglum (ef þeir eru notaðir). Hellið kjúklinga- eða grænmetiskrafti yfir. Kryddið með ítölsku kryddi, setjið lokið lauslega á pottinn og látið malla þar til spergilkálið er orðið mjúkt.

Bætið rjómanum út í og látið malla þar til rjóminn hefur hitnað. Notið töfrasprota þar til súpan er orðin mjúk.

Hrærið parmesanosti út í þar til hann hefur bráðnað. Kryddið eftir smekk og berið fram með ögn af sítrónusafa, ólífuolíu, brauðteningum og skreytið með ferskum kryddjurtum.

This article is from: