1 minute read

Lambalæri

Advertisement

Hér á landi hefur lengi verið hefð að borða lambakjöt um páskana. Uppskriftin er klassísk en hér er notað lamb frá Kjarnafæði sem borið er fram með dýrindis rótargrænmeti og sósum frá Smjer

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°. Setjið lærið á bökunarplötu og inn í ofn í tuttugu mínútur. Lækkið hitann í 160° og hellið örlitlu bræddu smjöri ofan á lambið. Endurtakið þetta þrisvar sinnum eða þar til kjarnhiti nær 60°. Takið lambið úr ofninum, leggið á bretti og látið standa í 15 mínútur.

Skerið stórar bökunarkartöflur þversum hálfa leið. Setjið í eldfast mót og leggið til hliðar. Bræðið 50 grömm af smjöri á pönnu með hvítlauksrifi þar til það er byrjað að malla. Hellið yfir kartöflurnar, saltið og piprið eftir smekk og bakið í ofni við 180° í tæpa klukkustund. (Eldunartími fer eftir stærð kartaflna.) Þegar kartöflurnar koma úr ofninum skaltu setja örlítið smjör yfir(valkvætt).

Skerið gulrætur í strimla, leggið í eldfast mót ásamt maís og litlu spergilkáli. Þegar um það bil tuttugu til þrjátíu mínútur eru eftir af eldunartíma lambsins skaltu setja grænmetið inn í ofn með lambinu.

This article is from: