
1 minute read
Gulróta- og kóríandersúpa
Þessi súpa inniheldur aðeins fjögur hráefni og er þrælholl. Hver skammtur inniheldur um 87 kaloríur. Súpan er bæði tilvalin í hádeginu eða í kvöldmat með góðu súrdeigsbrauði.
Hráefni:
Advertisement
1 msk jurtaolía
1 laukur skorinn í teninga
450 grömm gulrætur skornar í sneiðar
1 kartafla afhýdd og skorin í teninga
1 tsk malað kóríander
½ tsk paprika
1 lítri grænmetiskraftur búnt af ferskum kóríanderlaufum salt og pipar eftir smekk.
Aðferð:
Hitið jurtaolíu og steikið laukinn þar til hann er mjúkur og hálfgagnsær. Bætið við gulrótum, kartöflum, möluðum kóríander og papriku. Blandið vel saman.
Bætið grænmetiskraftinum út í, hrærið og látið suðuna koma upp. Lokið pottinum og eldið við meðalhita í 30 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt og meyrt.
Bætið fersku kóríander út í og notið blandara þar til súpan hefur mjúka áferð. Berið fram með súrdeigsbrauði.