
1 minute read
Bocadillo con lomo, bilað góð spænsk samloka
Hráefni
1 pakki Hatting
Advertisement
Handværksúrdeigsrúnstykki (fást í frystinum í Bónus)
2 grænar paprikur (ekki annan lit)
500-600 g grísalundir
40 g smjör
4 msk. ólífuolía salt svartur pipar, grófur mayones, helst erlent; miklu betra þannig
1 stór bufftómatur, eldrauður eða 2-3 minni tómatar vel þroskaðir
Aðferð:
Byrjið á að hita brauðið eftir leiðbeiningum.
Skerið hverja papriku í 4 parta, þ.e hliðarnar af í heilu lagi.
Skerið lundina í þunnar sneiðar eða eins og 1-1,5 cm þykkar.
Hitið næst 3 msk. olíu á einni pönnu og svo 40 g smjör og 1 msk. olíu á annarri pönnu.
Setjið paprikurnar út á pönnuna með olíunni og saltið vel með fínu borðsalti.
Setjið lundirnar svo á hina pönnuna og saltið vel og piprið vel líka.
Leyfið paprikunum að verða mjúkar með því að steikja þær fyrst við háan hita þar til skinnið er komið með brúna bletti.
Setjið þá lok yfir og lækkið svo þær soðni smá og mýkist í olíunni.
Skerið næst rúnstykki í tvennt og smyrjið mayonesi á bæði efra og neðra brauð.
Setjið svo tómat ofan á mayonesið og næst kjöt ofan á það.
Paprikan kemur svo ofan á kjötið og efra lag brauðsins sett ofan á. Leyfið smá olíu af paprikunni að fara með á samlokuna.
Punktar
Ekki breyta neinu og alls ekki sleppa grænu paprikunni en hún gerir algjört undur fyrir bocadillo með lomo. Mér finnst best að nota mayones frá erlendu merki því það gerir samlokuna líkari þeim sem maður fær á Spáni. Ég get lofað að þetta mun hitta í mark enda með eindæmum gott. Súrdeigsrúnstykkin voru alveg fullkomin í þessa samloku og mæli ég með að þið notist við það.
Uppskrift Maríu Gomez: