Fréttabréf TKÍ

Page 2

Fréttabréf TKÍ

Tónmenntakennarafélag Íslands

Starfsemi TKÍ síðasta vetur

Viðburðaríkt skólaár að baki

TKÍ ár aftur í tímann

Í júní fyrir ári síðan auglýsti

TKÍ Odd André frá Improbasen í Osló sem var með kynningu í Tónlistarskola Mosfellsbæjar á aðferðum til að kenna börnum að spila djass eftir eyranu og improvisera.

létt að fá tækifæri til að hittast, bera saman bækur, að miðla efni og praktík. TKÍ þakkar tónmenntakennurum kærlega fyrir að gefa innsýn í þeirra störf og aðstæður til kennslu. Við hlökkum til að halda skólaheimsóknum áfram næsta vetur og þiggjum ábendingar eða boð um heimsóknir í skóla og einhverjar nú þegar í farvatninu!

Heimasíða TKÍ

Stjórn TKÍ hefur sett upp heimasíðu fyrir félagið.

Á síðunni er að finna:

• Lög félagsins

• Upplýsingar um stjórn

• Félagatal

• Námsefni

• Slóðir á gagnlega vefi

Starfsárið 2022-2023 var viðburðaríkt hjá Tónmenntakennarafélagi Íslands.

Í vor tók TKÍ og nokkrir tónmenntakennarar þátt í samsstarfsverkefni við Barnamenningarhátíð og hönnunarfyrirtækið ÞYKJÓ um tónlistar verkefni fyrir börn sem hét Gullplatan – sendum tónlist út í geim! sem lauk með tónleikum og hátíðarhöldum í Hörpu á Sumardaginn fyrsta.

Stuttu síðar eða helgina 28.30. apríl stóð TKÍ fyrir Landsmóti íslenskra barnakóra sem haldið var að þessu sinni í Kópavogi. Þemað var Eurovision en auk þess frumfluttu 250 börn úr 11 kórum verkið Þorgeirsboli snýr aftur, eftir Örlyg Benediktsson. Mótið var bæði glæsilegt og skemmtilegt og foreldrar Skólakórs Smáraskóla, kórstjórar og aðrir foreldrar stóðu vaktina alla helgina svo úr varð allsherjar gleðisprengja og afraksturinn fjöldinn af Júróvisjon smellum í kórútsetningum auk lagsins Komdu vor! eftir Helgu Margréti Marzelíusardóttur.

Í september var TKÍ með félagsfund að hausti, í sal KÍ í Borgartúni. Mæting var mjög góð enda kærkomið að geta loks hist að afstöðnum heimsfaraldri. Félagsfólk skundaði svo í nærliggjandi Mathöll að loknum vel heppnuðum félagsfundi.

Stjórn TKÍ gerði áhugakönnun meðal félagsfólks um áherslur í endurmenntun. Niðurstöður má sjá á bls. 4.

Í mars síðastliðnum hélt Helga Margrét Marzelíusardóttir námskeiðið VOPA og nýjar áherslur í kórstarfi í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Mörg okkar félaga sóttu námskeiðið og vakti mikinn áhuga. Við skorum á Helgu Margréti að vera með sambærilegt námskeið með áherslu á barna og unglingakóra, þar sem hún hefur mikið fram að færa fyrir kórstjóra og aðra sem stjórna söng.

Áfram veginn

framundan hjá TKÍ

Sumir hlutar síðunnar eru lokaðir með lykilorði sem einungis félagar fá aðgang að. Allt heimatilbúið námsefni er velkomið á síðuna.

Slóðin er www.tonmennt.net

Í október kynnti Valgerður Jónsdóttir fyrir okkur söngbók sína „Tónar á ferð“ í Laugarnesskóla í Reykjavík.

Skólaárið 2022-2023 stóð TKÍ fyrir heimsóknum í 5 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mæting var góð eða um tíu kennarar að jafnaði í hverri heimsókn og mjög vel af þessum heimsóknum látið. Tónmenntakennurum virtist

Í febrúar síðastliðinn stóð til að fara TKÍ félagsferð á Laugarvatn; kynnast nýju námsefni og hvert öðru, læra&leika, borða góðan mat og hafa gaman saman. Nú stefnum við á sambærilega ferð auk aðalfundar TKÍ á Flúðum 1.-3. september næstkomandi og hvetjum við ykkur öll til að taka helgina frá og njóta þess að hefja veturinn saman, sækja ykkur fóður og faglega sem andlega næringu fyrir næsta vetur í hópi ykkar kæru kollega í TKÍ!

20.-22. september verður haldin söngráðstefnan SangSymposium í Osló, Noregi. https:// www.sangsymposium.com

Fjallað er um söng frá öllum

hugsanlegum hliðum, sem hluti af heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu og öllu þar á milli.

Skólaheimsóknir TKÍ halda áfram næsta vetur

Fyrirhugað er Landsmót íslenskra barnakóra haustið 2024, með tilheyrandi undirbúningi næsta vor

Við óskum ykkur gleðilegs og endurnærandi sumars kæru kollegar, með þökk fyrir gjöfulan vetur sem leið!

„Nú er sumar, gleðjumst gumar gaman er í dag!“

Fyrir hönd stjórnar TKÍ, Ása Valgerður Sigurðardóttir, formaður

Vor 2023 Nr. 1-2023
Ása Valgerður Sigurðardóttir

Hallur og Gamli Nói mætast í tónmenntinni

Hallur Guðmundsson tónmenntakennari í Breiðagerðisskóla

Ég var beðinn um að „skrúfa saman“ stuttan pistil…

Það fyrsta sem mér datt í hug var „Be careful what you wish for“ og þau sem þekkja mig vita hvað ég er að meina. En ég skal reyna að halda þessu á sæmilega virðulegum nótum, G og C#.

Ég er tiltölulega nýr í hópi tónmenntakennara en hef reynt ansi margt. Ég tók við starfinu af dásamlegri konu sem hætti sökum aldurs. Hún er af gamla skólanum og gerði það vel. Ég, þjóðlagarokkari, þungarokkari, progghundur og poppkjáni sem var líka 1. tenór í alls kyns kórum í gegnum tíðina, tók við. Stökkið frá því að spila á 6 strengja rafbassa og kontrabassa í balkan-brjálæðis-rokkbandi og þunglyndis-köntríbandi yfir í tónmenntakennarann er gríðarstórt en þetta er eitt skemmtilegasta stökk sem ég hef tekið. Böndin eru bæði hætt og ég hættur í kórum í bili þannig að ég hafði ekkert að gera í mússíkinni.

Það fyrsta sem ég gerði var að lesa mig í gegnum Aðalnámskrá grunnskóla skoða viðmið. En þetta rit er það ruglingslegasta sem ég hef handleikið. Ég áttaði mig svo á því að Aðalnámskráin sagði mér bara að gera það sem ég vildi… eða, sko, ég ákvað það bara.

Og ég hef verið að gera það sem ég vil. Mín sýn á starfið er umfram allt að vekja áhuga á tónlist í víðara samhengi og viðhalda áhuganum. Með áhuganum laumar maður svo fræðunum inn.

Í 1. bekk er unnið með rímorð í íslensku, ég dýrka samþættingu náms. Ég fór að skoða hvernig ég gæti notað það. Illa undurbúinn taldi ég mig hafa fundið töfralausnina. GAMLI NÓI! Svo hófst kennslustundin.

„Gamli Nói keyrir kassabíl, hann kann ekki að stýra, brýtur alla gíra…“

Sko, krakkar! Stýra og Gíra… Guðgeir, viltu hætta að lemja Ásrúnu með sleglinum!

Ásrún, ekki slá Guðgeir með D# nótunni úr stafspilinu!

Alla vega! Stýra og Gíra, það rímar!

Ég bað krakkana að koma með rímorð og reyndi að búa til vers um gamla Nóa með þeim rímorðum. Hús, mús, lús, bíll fíll… já bara allir klassíkerarnir í rímorðum 6 ára barna. Ég reyndi að hnoða saman „Gamli Nói er að kaupa hús, hann fékk ekki hús, bara gamla mús…“ og fleira í þessum dúr. Það gekk hálf asnalega. Og þegar mig rekur í slíkan rogastans þá fer hausinn í gang (ADHD einkennið að vinna verk eftir skilafrest). Allt í einu voru komin þrjú vers af þeim gamla.

„Gamli Nói er að syngja lag, hann kann ekki að syngja, lætur símann hringja…“ og stoppaði þar, lék það að síminn hringdi í vasanum mínum, greip hann og svaraði skólastjóranum og var með smá leikatriði út frá því. Sá gamli var líka að spila lag og lét hljóðfærið bila með tilheyrandi leikþætti. Að lokum var það gamli Nói að baka brauð, hann kann ekki að baka, þetta er orðin kaka… Þarna hugsaði ég með mér að neyðin kenndi naktri konu að spinna og var ánægður og það voru komnar frímínútur.

En versið þar sem sá gamli svarar símanum þótti svo vel heppnað að sumir nemendur hafa ítrekað heimtað það sungið aftur og aftur. Ég hætti að verða við þeirri ósk frekar snemma. Í lok vetrar spurði ég krílin hvað þeim hefði fundist skemmtilegast í vetur og jú, all nokkur sögðu það vera gamla Nóa að hringja. Ég dæsti.

Hvað hef ég lært? Jú, undirbúningur er mikilvægur. En líka að vera ekki of sniðugur og spontant… það kemur í bakið á manni aftur og aftur og aftur… En það er bara svo ógeðslega gaman.

Tónmenntakennarafélag Íslands 2 Nr. 1-2023
Bellman 1740-1795 samdi umrætt lag

Haustnámskeið - samvera - aðalfundur

1.-3. september 2023 á Flúðum

Nú er tækifæri fyrir okkur að hittast, fræðast og slaka á saman í fallegu umhverfi

Föstudagur 1. september

20:00 Þeir hugrökkustu mæta og stilla upp hljóðfærum og fá sér einn öl.

Laugardagur 2. september

09:30 Velkomstkaffi og te

10:40 Ukulelesamspil (ÞM) - kippið með ef þið eigið annars verða einhver á staðnum.

10:40 Gluggað í gamlar kennslubækur (SÞ)

11:10 Starf tónmenntakennarans í víðu samhengi - umræður.

12:00 Hádegisverður (súpa og brauð)

13:30 Ólafur Scram kynnir sitt efni og kennsluhætti

14:30 Auður Guðjohnsen kynnir lög úr bókinni “Tónlistin er þín - sönglög fyrir börn”

15:30 Kaffihlé

16:30 Ipadinn í tónmennt og kór (ÞM)

17:30 Útsett á staðnum (SÞ)

18:30 Kvöldverður (grillum saman)

21:00 Kvöldvaka með hljóðfæraleik og söng að gamla laginu. Rifjuð upp góð og gagnleg lög sem sumir hafa gleymt og aðrir ekki. Hljóðfæri á staðnum - önnur hljóðfæri eru velkomin.

Sunnudagur 3. september

09:00 Morgunverður

09:30 Morgunganga í heilnæmu sveitalofti fyrir þá hressustu

10:00 Lesið og kennt - Miðlað og deilt - hugmyndasarpur okkar allra

10:45 Aðalfundur TKÍ

1. Skýrsla formanns (ÁVS)

2. Skýrsla gjaldkera (IE)

3. Kosningar

4. Önnur mál

12:00 Fundi slitið, hlaðborð afganga og ekið heim.

Fróði mun hýsa fundi og námskeið.

Við gistum í Háimói 1, 2, 3, 4, 14.

Þátttökugjald fyrir félaga og háskólanema er kr. 17.000, aðrir greiða kr. 20.000.-

Við gistum í KÍ bústöðum og höfum ráðstefnusal fyrir fundahöld og glens. Matur

innifalinn (við hjálpumst að með að elda). Það þarf að taka með sér lín.

Skráning fyrir 15. júlí á netfangið tki1951@gmail.com

Tónmenntakennarafélag Íslands 3 Nr. 1-2023
Með fyrirvara um breytingar á dagskrá

Könnun frá vori 2022

Óformleg könnun sem gaf þessi svör:

Mig langar á námskeið

• Á höfuðborgarsvæðinu 90.9%

• Á netinu 54.5%

• Á landsbyggðinni 45.5%

• Námsferð erlendis 6%

Ég hef áhuga á

• Nýta tækni í kennslu 69.7%

• Skapandi tónlistarmiðlun 69.7%

• Líkamsklappi (body perc) 54.5%

• Hljóðfæraleik nemenda (samspil) 51.5%

• Uppsetningu söngleikja 48.5%

• Stomp 42.4%

• Kórstjórn 42.4%

• Skapandi aðferðir tónlistar í íslenskukennslu

fjöltyngdra nemenda 42.4%

• Námsefnisgerð 39.4%

• Hljómborðsleik 36.4%

• Ferð á ráðstefnu eða kóramót 3%

Björt framtíð

Arna Dögg Sturludóttir stundar nám á menntavísindasviði Háskóla Íslands auk þess að kenna tónmennt.

Hvar kennir þú?

Ég kenni í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Hvar ertu stödd í námi?

Búin með tvö ár í grunnskólakennslu með áherslu á list- og verkgreinar og tónmennt er kjörgreinin mín.

Hví tónmennt?

Langaði að prófa að kenna og hef lært mikið í tónlist og fannst áhugavert að prófa tónmenntina.

Hvert er þitt aðalhljóðfæri? Söngur.

Eitthvað sem kom þér á óvart þegar þó hófst störf sem tónmenntakennari?

Það sem hefur komið á óvart er hvað þetta er skemmtilegt og hægt að gera svo fjölbreytt verkefni.

Eitthvað annað

• Hlakka til að komast vonandi á einhver skemmtileg námskeið! Og líst mjög vel á þessa nýju stjórn.

• Smá útúrdúr...getum við ekki farið að vinna markvisst að því sem held að fá leiðréttingu

á launum svo við hættum að vera secondclass kennarar tveimur launaflokkum neðar?

• Nauðsynleg könnun

Tónmenntakennarafélag Íslands 4 Nr. 1-2023

Landsmót íslenskra barnakóra

Vel heppnað mót með um 230 börnum auk fjölda foreldra.

Ómissandi þáttur í starfi Tónmenntakennarafélags Íslands er að standa fyrir Landsmóti íslenskra barnakóra. Í lok apríl síðastliðnum héldum við 21. landsmótið okkar. Mótið fór fram í Smáraskóla og fylltum við hann heila helgi af söng tæplega 250 barna (og fullorðna). Þemað í ár var Eurovision og sungnar voru glænýjar útsetningar við uppáhalds Eurovision lög þjóðarinnar. Einnig frumfluttum við verkið Þorgeirsboli snýr aftur eftir Örlyg Benediktsson.

Skemmst er frá því að segja að mótið tókst afskaplega vel. Gleðin var í fyrirrúmi og það var magnað að fylgjast með þessum stórkostlegu börnum syngja saman og finna samheldnina sem fylgir þegar stór hópur vinnur saman sem heild að sama markmiði.

Við í stjórn TKÍ hlökkum til að halda næsta mót en það verður haldið haustið 2024. Við leitum að skemmtilegum gestakór (gjarnan úti á landi) sem væri til í að halda mótið með okkur (gegn greiðslu í kórsjóð). Áhugasamir kórstjórar mega endilega setja sig í samband við okkur í gegnum netfangið tki1951@gmail.com

Tónmenntakennarafélag Íslands 5 Nr. 1-2023

Skólaheimsóknir TKÍ 2022-2023

Skólaárið 2022-2023 stóð TKÍ fyrir heimsóknum í 5 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mæting var góð eða um tíu kennarar að jafnaði og mjög vel af þessum heimsóknum látið. Tónmenntakennurum virtist létt að fá tækifæri til að hittast, bera saman bækur, að miðla efni og praktík. TKÍ þakkar tónmenntakennurum kærlega fyrir að gefa innsýn í þeirra störf og aðstæður til kennslu. Við hlökkum til að halda skólaheimsóknum áfram næsta vetur og þiggjum ábendingar eða boð um heimsóknir í skóla!

Ísaksskóli

Það var Björg Þórsdóttir í Ísaksskóla, Reykjavík sem reið á vaðið í október 2022. Tónmenntakennarar ræddu þörfina fyrir endurnýjun og samræmingu námsefnis í tónmennt, gildi BoomHackers tónaröra í samspili og taktþjálfun, Teachers Pay Teachers síðuna þar sem kennarar kaupa efni af hver öðrum, hljóðfærakaup á síðunni www.thomann.de, undirleik á síðunni www.tonmennt.com auk forritsins PlayScore sem kynnt var á UTIS ráðstefnunni í haust.

Sjálandsskóli

Ólafur Schram í Sjálandsskóla í Garðabæ tók á móti okkur í nóvember 2023 en þar hefur hann starfað um árabil. Kennarar voru sammála um að aðstaðan þar væri einstaklega góð, stofan hans vel búin tækjum og tólum, rúmgóð og liggur að sal skólans (eins og í Ísaksskóla) sem er kostur t.d. við hljóðfæraleik eða kórsöng og söngleiki sem fluttir eru á sal. Ólafur sýndi okkur nýja námsefnið sitt Tónlist og tíminn sem er eitt hefti af fleirum eftir Ólaf.

sköpunar! Í Fellaskóla eru 85% nemenda með íslensku sem annað móðurmál og tungumál nemenda samtals 29 talsins. Tónlist og sköpun er fléttað inn í allt skólastarfið t.d. með áherslu á sköpun leikrita/ söngleikja upp úr námsefni, takt og texta. Samstarf við Tónskóla Sigursveins og Tóney sem kenna á hljóðfæri, aðstaða til hlaðvarpsgerðar sem reynist vel í íslenskukennslu, hljómsveitarval fyrir 6.-10. bekk og upptökuver til undirbúnings fyrir Skrekk. List og verkgreinakennarar vinna sem teymi með vikulega fundi og undirbúa reglulega listsýningar með nemendum. Fellaskóli er framúrskarandi skóli með áherslu á tónlist, sköpun og læsi alla leið.

hliða söng og leggur áherslu á að nemendur hafi val um við-

Fellaskóli

Fellaskóli var þriðji skólinn sem TKÍ heimsótti í janúar 2023. Það gaf okkar fólki birtu í skammdeginu að hitta hana Ingu Björg Stefánsdóttur sem er hvorki meira né minna en deildarstjóri tónlistar og

Vesturbæjarskóli

Fjórði skólinn sem TKÍ heimsótti í febrúar 2023 var Vesturbæjarskóli í Reykjavík þar sem Vignir Rafn Hilmarsson tónmenntakennari starfar náið með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Hlíða. Vignir kennir m.a. á ukulele, hljómborð í tónmenntatímum, sam-

fangsefni. Vignir tengir saman tónlist og eðlisfræði með skemmtilegu tæki sem sýnir áhrif tíðni/Hertz, auk þess sem tónmenntastofan hans er eins konar safn yfir tæki og tól sem tengjast tónlist.

Melaskóli

Fimmti skólinn og sá síðasti sem TKÍ heimsótti þetta skólaárið var Melaskóli. Þær Svava María og Marta Hrafns tóku að vanda afar vel á móti okkar fólki og gáfu okkur innsýn í þeirra faglega, metnaðarfulla og skemmtilega samsstarf sem byggir á sterkri blöndu af reynslu og nýsköpun.

Tónmenntakennarafélag Íslands 6 Nr. 1-2023

Hugleiðingar um tónmenntakennslu

Tónmenntakennsla fyrir öll, eins og vera ber.

mestur og þar með gríðarlega mikilvæg grunnstoð í lífi hvers barns.

Tónmenntakennsla í grunnskólum er grasrótarstarf í tónlistarkennslu sem sjá þarf til að öll börn hafi aðgang að, óháð stöðu, áhuga eða efnahag foreldra.

ar heldur líka sem kórstjóri, stjórnar samsöng, uppsetningu söngleikja og viðburðum. Við vinnum gjarnan þvert á ólíkar námsgreinar. Í hverju og einu okkar býr mikill mannauður og verðmæti sem skilar sér margfalt með ólíkum hætti út í skólasamfélagið.

Tónmenntakennsla í grunnskóla er oftar en ekki fyrsta formlega tónlistarkennsla barns. Því miður er það stundum eina tónlistarkennslan sem barn fær tækifæri til að stunda. Grunnskólinn er sá vettvangur barna og unglinga þar sem tækifæri til jöfnuðar er

Eftirspurn eftir tónlistarkennslu kemur til af því að börn og foreldrar vita og skynja hversu þroskandi og gefandi tónlistarnám er. Það eykur líkamlega og andlega færni, þroskar heilann og taugakerfið, samhæfingu hugar og handa, eflir samvinnu, samkennd og félagsfærni.

Tónmenntakennari gegnir oft á tíðum mörgum ólíkum hlutverkum innan skóla, ekki aðeins við kennslu tónmennt-

Nám í grunnskóla á að vera fjölbreytt grunnmenntun svo sem flestir nemendur fái sín notið. Með list- og verknámi í grunnskóla aukum við fjölbreytni og möguleika í menntun og lífsgæðum og viðhöldum einum helsta styrkleika íslensks grunnskólakerfis sem er kennsla í list- og verkgreinum. Þess vegna þarf að sjá til þess að öll börn fái tónmenntakennslu og ráðnir séu tónmenntakennarar þar sem þeirra er þörf, eins og vera ber!

„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“. Kristín Valsdóttir fyrrum tónmenntakennari og doktor hjá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands vitnaði í þessi fleygu orð síðastliðið haust í blaðagrein sem hún skrifaði í kjölfar þings KÍ.

En hvaðan kemur söngurinn, hver telur í, undirbýr, stýrir og hefur upp raust sína. Tónmenntakennarinn!

Flygill til sölu eða láns

Blüthner flygil til sölu vegna flutninga á sanngjörnu verði eða geymslu í a.m.k. nokkur ár. 106 ára gott eintak.

Tónmenntakennarafélag Íslands 7 Nr. 1-2023
Ása Valgerður Sigurðardóttir Viggó s. 860-8869

Kórís og Norbusang

Ásta Magnúsdóttir meðstjórnandi TKÍ fór á fund Norbusang sem haldinn var 18. mars sl. í Jönköping, Svíþjóð. Þar mættu Norbusang ráðið ásamt ungmennaráði.

Stjórn Norbusang

Á næsta ári skilar Finland af sér stjórnartaumum ráðsins en þau hafa verið með formann og ritara ráðsins í 5 ár. Svíþjóð tekur við á næsta ári. Samkvæmt Nils Hidle varaformanni Norbusang ráðsins fá Ísland og Danmörk ekki að sinna þessari 5 ára stjórnarsetu því að þau lönd hafa ekki verið með eins virkar og góðar stjórnir í kórasamtökum sínum. Þessi tvö lönd eru þau einu sem ekki eru með tvö kórasamtök, annars vegar fyrir almenna kóra og hins vegar fyrir kóra tengda kirkjum. Samþykkt var að Kórís borgi ekki ársgjaldið fyrir 2022 sem verið er að rukka þessa dagana. Ársgjald fyrir 2023 kemur í lok árs. Ársgjaldið eru 400 evrur.

Öll kórasamtökin héldu kynningu á starfi sínu og gaman var að sjá hve mikið er lagt upp úr kórastarfi í norrænu löndunum. Öll þessi félög, nema Kórís eru með 2-4 starfsmenn á fullum launum sem styrkt eru af kirkjunum eða ríkinu.

Kórasamtök Norðurlandanna

Ung Kirkesang (NO)

Ung i Kor (NO)

Rum (SE)

Ung i Kör (SE)

Dunk (FI)

Korliv (DK)

Kórís (IS)

Hlutverk kórasamtakanna

• Skipulag kóramóta

• Halda kórstjóranámskeið

• Gefa út fréttablöð

• Sinna samfélagsmiðlum

• Eru með ungdómskóra sem eru jafnframt sameiginlegur kór á landsvísu og þurfa meðlimir að taka inntökupróf til að komast í kórana

• Hvetja til syngjandi starfsemi í víðu samhengi, dæmi um það er í Svíþjóð sjungandebarn.se

• Gefa úr námsefni

• Sækja um styrki út um allt, dæmi er að samtök fái styrki frá 3-400 fyrirtækjum árlega!

• Halda leadership training til að undirbúa ungt fólk (16-26 ára) til að vinna á kóramótum og að efla leiðtogahæfileika þeirra,

• Ráða verkefnastjóra til að halda utan um kóramót.

Kynning frá verkefnastjóra Norbusang

2023 í Jönköping

Julia er ráðin sem verkefnastjóri í nánast fullri vinnu.

Hún tekur við af Edward og dóttur hans sem hafa séð um að velja kennara í smiðjur sem síðan ákveða hvaða lög þau kenna. Einnig hafa þau fengið tónskáld til að semja sameiginlega verkið sem er 1 lag að þessu sinni. Julia hefur fasta atvinnu á því að skipuleggja menningarviðburði og er einnig sjálf starfandi tónlistarmaður. Hún hefur unnið að mörgum verkefnum í borginni og þekkir því stjórnkerfið vel.

Hún samdi við Foreningen í Norden/Norræna félagið til að taka þátt í verkefninu en það félag er skipað sjálfboðaliðum sem vilja bæta norrænt samstarf. Julia fékk ferðamannaráð/Tourist info office borgarinnar til að búa til fallegt myndband til að kynna borgina og um leið kóramótið.

Nótnahefti í útgáfu

Norbusang

Félagið er að gefa út nótnahefti með lögum frá öllum Norðurlöndunum. Þórdís, fyrr verandi stjórnarkona í TKÍ/Kórís valdi tvö lög fyrir Ísland á íslensku.

Lögin eru í raddsett fyrir kóra.

Norbusang næstu ár

2022 Noregur

2023 Svíþjóð

2024 Danmörk

2025 Finland/Ísland?

2026 Noregur

2027 Svíþjóð/Ísland?

Að lokinni ferð

Það er spurning hvort við höldum áfram þátttöku í þessu samstarfi. Aðstæður milli landa eru gjörólíkar og við eina landið sem ekki er með launað starfsfólk til að sinna Kórís. Það eru þó allir spenntir fyrir því að við höldum kóramót á Íslandi enda eftirsóknarverður staður að heimsækja.

TKÍ - Tónmenntakennarafélag Íslands

Stjórn 2022-2023

Ása Valgerður Sigurðardóttir formaður

Ásta Magnúsdóttir meðstjórnandi

Ingibjörg Erlingsdóttir gjaldkeri

Stefán Þorleifsson varaformaður

Þóra Marteinsdóttir ritari

Kennitala: 650376-0219

Reikningsupplýsingar: 0322-26-16602

Netfang: tki1951@gmail.com

Heimasíða: ww.tonmennt.net

Tónmenntakennarafélag Íslands 8 Nr. 1-2023

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fréttabréf TKÍ by tonmennt - Issuu