
2 minute read
Hugleiðingar um tónmenntakennslu
from Fréttabréf TKÍ
by tonmennt
Tónmenntakennsla fyrir öll, eins og vera ber.
mestur og þar með gríðarlega mikilvæg grunnstoð í lífi hvers barns.
Advertisement
Tónmenntakennsla í grunnskólum er grasrótarstarf í tónlistarkennslu sem sjá þarf til að öll börn hafi aðgang að, óháð stöðu, áhuga eða efnahag foreldra.
ar heldur líka sem kórstjóri, stjórnar samsöng, uppsetningu söngleikja og viðburðum. Við vinnum gjarnan þvert á ólíkar námsgreinar. Í hverju og einu okkar býr mikill mannauður og verðmæti sem skilar sér margfalt með ólíkum hætti út í skólasamfélagið.
Tónmenntakennsla í grunnskóla er oftar en ekki fyrsta formlega tónlistarkennsla barns. Því miður er það stundum eina tónlistarkennslan sem barn fær tækifæri til að stunda. Grunnskólinn er sá vettvangur barna og unglinga þar sem tækifæri til jöfnuðar er
Eftirspurn eftir tónlistarkennslu kemur til af því að börn og foreldrar vita og skynja hversu þroskandi og gefandi tónlistarnám er. Það eykur líkamlega og andlega færni, þroskar heilann og taugakerfið, samhæfingu hugar og handa, eflir samvinnu, samkennd og félagsfærni.
Tónmenntakennari gegnir oft á tíðum mörgum ólíkum hlutverkum innan skóla, ekki aðeins við kennslu tónmennt-
Nám í grunnskóla á að vera fjölbreytt grunnmenntun svo sem flestir nemendur fái sín notið. Með list- og verknámi í grunnskóla aukum við fjölbreytni og möguleika í menntun og lífsgæðum og viðhöldum einum helsta styrkleika íslensks grunnskólakerfis sem er kennsla í list- og verkgreinum. Þess vegna þarf að sjá til þess að öll börn fái tónmenntakennslu og ráðnir séu tónmenntakennarar þar sem þeirra er þörf, eins og vera ber!


„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“. Kristín Valsdóttir fyrrum tónmenntakennari og doktor hjá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands vitnaði í þessi fleygu orð síðastliðið haust í blaðagrein sem hún skrifaði í kjölfar þings KÍ.

En hvaðan kemur söngurinn, hver telur í, undirbýr, stýrir og hefur upp raust sína. Tónmenntakennarinn!