Desember 2023
Nr. 2-2023
Fréttabréf TKÍ
Tónmenntakennarafélag Íslands Samvinna og samkennd
Rauður þráður í list- og verkgreinakennslu Farsæld menntunar byggir á gildum sem þjóð kemur sér sam an um að séu mikilvæg. Ríkjandi gildi í samfélag inu skila sér inn í skólastof urnar, alveg eins og tæknin, matarvenjur og önnur sam félagsáhrif. Í Pisa könnun inni, alþjóðlegum matskvarða um menntun þjóða, kemur fram skortur á samvinnu og samkennd hjá íslenskum ung mennum. Sömuleiðis hefur dregið úr færni í lesskilningi
frá síðustu könnun og í saman burði við hin Norðurlönd in. Endurspegla þessar niðurstöður okkar samfélag? Styrkleikar íslenskra nemenda eru hins vegar þrautseigja og streituþol samkvæmt Pisa auk þess sem líðan drengja telst betri en áður. Nemendur bera meira traust til kennara sinna heldur en í samanburðar löndum. Nám er að miklu leyti félagsleg athöfn og byggist á
samfélagslegum aðstæðum, sem þýðir að líðan nemenda, samskipta- og námhæfni í hendur. Nemendur af erlend um uppruna eru ört stækk andi hópur í íslensku skóla kerfi sem þurfa sérstaklega á stuðningi að halda. Af þessum niðurstöðum Pisa má draga þá ályktun að nemendur séu að styrkjast sem einstaklingar en að samsstarf og samlíðan sé á undanhaldi í íslensku skóla kerfi og þar með samfélaginu.
Í list- og verkgreinakennslu í grunnskóla svo sem tónmennt, leiklist og dansi er samvinna, samkennd og sköpun rauður þráður í kennslu. Hlustun og samskipti eru lykilatriði í þess um greinum. Söngur, leikræn tjáning, sköpun og hreyfing eru þættir sem virkja nemend ur og efla. Kórinn, hljóm sveitin eða söngleikurinn nær ekki flugi nema sam vinna og samkennd sé til staðar. Lýðræðisleg vinnu brögð eru
almennt viðhöfð í þessum greinum og leiða til samfélags legrar sjálfbærni og farsæld fyrir skólasamfélagið.
Heimasíða TKÍ
Stjórn TKÍ hefur sett upp heimasíðu fyrir félagið. Á síðunni er að finna: • • • • •
Í grunnskólum landsins eru starfandi tónmenntakennarar sem má auðveldlega færa rök fyrir að leiði farsældamennt un, þ.e. menntun sem styður við samfélagslegan þroska. Nemendur, ekki síst nýir Íslendingar, njóta góðs af því að læra gegnum tónlist sem er alþjóðlegt tungumál. Söng ur er ein besta leiðin til að læra íslensku því með söng eflum við orðaforða, mál þroska og máltilfinningu, sam kennd og menningar legt læsi. Rannsóknir sýna að söngur og tónlistariðkun styrkir heilastarfsemi og hef ur víðtæk heilsubætandi áhrif á nám og þroska. Ef stjórn völd vilja ná bættum árangri í íslensku og lesskilningi hjá íslenskum nemendum þá ættu þau að sjá til þess að öll börn á grunnskólaaldri hafi aðgang að öflugri list- og verkgreina kennslu. Með þátttöku í kórastarfi fá nemendur sem dæmi tækifæri að efla sig and lega og líkamlega, félags- og vitsmunalega með samvinnu og samkennd í forgrunni. Innleiðing laga um farsælda menntun með samþættri þjónustu fyrir nemendur og áhugi kennara fyrir víðtækum áhrifum kennslu gefur von um
Lög félagsins Upplýsingar um stjórn Félagatal Námsefni Slóðir á gagnlega vefi
Sumir hlutar síð unnar eru lokaðir með lykilorði sem einungis félagar fá aðgang að. Allt heimatilbúið námsefni er velkomið á síðuna. Slóðin er www.tonmennt.net
að fleiri þættir en þrautseigja og streituþol verði metið til styrkleika íslenskra skólabarna í næstu Pisa könnun. Þessi gildi hafa fleytt okkur langt sem harðgerðri þjóð, en fleira þarf að koma til í íslensku sam félagi sem tekið hefur gríðar legum breytingum á síðustu tuttugu árum. Með eflingu list- og verkgreinakennslu og söng í skólastarfi felast einstök tækifæri fyrir grunnskólana til að efla íslenskukunnáttu, les skilning, samvinnu og sam kennd í íslensku skólastarfi. Ása Valgerður Sigurðardóttir, formaður TKÍ