Fréttabréf TKÍ - vor 2024

Page 1


Fréttabréf TKÍ

Tónmenntakennarafélag Íslands

Litið um öxl - ár aftur í tímann

Ása Valgerður Sigurðardóttir

Skólaárið 2023­2024 var að vanda viðburðaríkt hjá stjórn Tónmenntakennarafélagi Íslands. Þátttaka í Barnamenningarhátíð með einum eða öðrum hætti er fastur liður hjá mörgum tónmenntakennurum og kórstjórum að vori. Sjálf tók ég þátt sem stjórnandi

Kórs Hörðuvallaskóla ásamt fleiri skólakórum í Kópavogi og kórarnir koma reglulega fram sem hluti af viðburðum í Menningarhúsunum þar á bæ.

Landsmót

Fyrir rúmu ári síðan, í apríl 2023 stóð TKÍ fyrir Landsmóti íslenskra barnakóra. Þetta var 21. mótið frá árinu 1977 þegar fyrsta Landsmót TKÍ var haldið í Reykjavík með lokatónleikum

í Háskólabíó. Að þessu sinni tóku tvö hundruð og fimmtíu börn úr 11

kórum þátt í mótinu sem haldið var í Kópavogi. Verkið Þorgeirsboli eftir Örlyg Benediktsson var frumflutt, nýtt vorlag Komdu vor! eftir

Helgu Margrétar Marzellíusardóttur var flutt við góðar undirtektir og þátttakendur nutu

Júróvisjon þemans út í ystu æsar! Uppskeran var sem áður fyrr fjöldinn allur af Júróvisjon lögum í kórútsetningum, minningar og félagsleg tengsl til framtíðar. Skólavarðan, fagtímarit Kennarasambands Íslands, fjallaði um Landsmót íslenskra barnakóra 2023 í tölublaði sínu 8. desember 2023 undir yfirskriftinni Syngjandi barn er hamingjusamt barn!

Haustfögnuður Fyrstu helgina í september 2023 stóð TKÍ fyrir haustfögnuði á Flúðum, með námskeiðum, fræðslu og aðalfundi félagsins. Fróði, salur KÍ á Flúðum nýttist vel sem og bústaðir félagsins. Mæting félagsmanna var mjög góð og kærkomið tækifæri fyrir félaga TKÍ að hittast við utan bæjarmarka við leik og fagleg störf. Í vali á viðfangsefnum þessa helgi þá tók stjórn félagsins mið af áhugakönnun sem hún gerði stuttu áður meðal félagsfólks um áherslur í endurmenntun. Þessa helgi var meðal annars námskeið og fræðsla um notkun spjaldtölva í tónmenntakennslu auk

Í júní 2023 gaf stjórn TKÍ

út fyrsta rafræna fréttabréf félagsins sem sjá má hér: Fréttabréf TKÍ 1­2023

ukulele samspils (Þóra Marteins), kynning á nýlegu námsefni í tónmennt ásamt body­percussion/kroppa ­ klapp (Ólafur Schram) og kynning á nýju lagasafni

fyrir barnakóra (Auður Guðjohnsen). Helgin endaði á skemmtilegri kvöldvöku og grillveislu . Var þetta ógleymanleg og innihaldsrík helgi bæði í faglegum og félagslegum skilningi. Svo vel var af þessu látið að ákveðið var að blása til næsta haustfögnuðar á sama tíma að ári og nú er komið að því, nánar tiltekið á Flúðum 6.­8. september næstkomandi! Skráning er hafin og nú þegar er dágóður hópur búinn að skrá sig til þátttöku. Enn er hægt að skrá sig með því að senda okkur póst á netfangið tki1951@ gmail.com

Skólaheimsóknir

Síðustu tvö skólaár 2022­24 hefur stjórn TKÍ staðið fyrir samtals 6 skólaheimsóknum. Mæting var góð eða amk tíu kennarar að jafnaði í hverri heimsókn og vel af látið, tækifæri til að hittast, bera saman bækur, að miðla efni og praktík. Nú síðast í október 2024 heimsóttum við Ástu Magnúsdóttur í Smáraskóla í Kópavogi. Auk tónmenntakennslu og kórastarfs þá starfrækir Ásta Marimbasveit Smáraskóla með glæsilegum árangri

og nemendur skólans einstaklega heppin að hafa tækifæri til að læra á þetta kraftmikla og fallega hljóðfæri.

TKÍ færir móttökuskólunum sex innilegar þakkir fyrir að opna dyrnar fyrir samkennurum í TKÍ og gefa okkur innsýn í ykkar dýrmæta starf. Við hlökkum til að halda skólaheimsóknum áfram næsta vetur og þiggjum ábendingar eða boð um heimsóknir í skóla þar sem kennd er tónmennt og/eða kórstarf með börnum og unglingum.

Tilnefning til verðlauna

Þær gleðifréttir bárust á alþjóðlegum degi kennara 5. október 2023 að Ólafur Schram tónmenntakennari í Sjálandsskóla í Garðabæ hefði verið tilnefndur til Íslensku mennta verðlaunanna 2023. Ólafur var tilnefndur fyrir „framúrskarandi tónlistarkennslu, námsefnisgerð og þróunarstarf“. Sjálfur lýsir hann megináherslum sínum í kennslu á þá leið: „ Mitt helsta markmið í tónmenntakennslu er að skapa aðstæður í tónmenntastofunni svo nemendur með mismikla færni geti stigið inn í heim tónlistarinnar og upplifað galdur hennar í samspili, söng og sköpun.“ Ólafur hefur veitt okkur félagsfólki TKÍ innblástur með faglegum vinnubrögðum sínum og nálgun, jákvæðu

viðmóti og vaxtarhugarfari til handa tónmenntakennslu í íslenskum grunnskólum. Stjórn TKÍ færir honum fyrir hönd félagsins hamingjuóskir með þessa verðskulduðu tilnefningu.

SangSymposium

Haustið 2023 var haldin söngráðstefnan SangSymposium í Osló í Noregi sem nokkrir tónmenntakennarar sóttu og létu mjög vel af. Fjallað var um söng frá öllum hugsanlegum hliðum, sem hluti af heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu og öllu þar á milli.

Hvolsskóla til fjölda ára.

Vinnuhelgi

Í janúar 2024 tók stjórn TKÍ sér vinnuhelgi fyrir austan fjall og hóf meðal annars undirbúning fyrir Landsmót barnakóra 2024. Aðstaðan var skoðuð í Hvolsskóla hjá Ingibjörgu Erlingsdóttur mótshaldara á Hvolsvelli. Auk þess samdi stjórn lag til innsendingar í samkeppni um kórlag vegna 80 ára afmæli lýðveldisins, við ljóð Þórarins Eldjárns Ávarp fjallkonunnar.

Fréttabréf

Í desember 2023 kom út annað fréttabréf TKÍ á rafrænu formi þar sem formaður skrifaði meðal annars hugleiðingar um niðurstöður PISA könnunar, nýir tónmenntakennarar á akrinum gáfu okkur innsýn í starf sitt og Ingibjörg Erlingsdóttir stjórnarmeðlimur skrifaði um blómlegt kórstarf hennar með Barnakór

Framundan

Stjórn TKÍ tók þátt í fundi á vegum FÍK með fulltrúum úr flestum samtökum kóra á Íslandi þar sem fram fóru umræður um stofnun sameiginlegra kórsamtaka þ.e. regnhlífarsamtök kóra og kórstjóra eins og rætt hefur verið um að vanti hér á landi. Þessi samtök yrði konar Kórsamband Íslands þar sem FÍK og öll samtök sem tilheyra kórstarfsemi ættu heima.

Landsmót 2024

Síðast en ekki síst þá verður 22. Landsmót íslenskra barnakóra haldið á Hvolsvelli 27.29. september næstkomandi. Mótshaldari 2024 er Ingibjörg Erlingsdóttir kórstjóri og tónmenntakennari Hvolsskóla. Undirbúningur og skráning er í fullum gangi og stendur til föstudagsins 6. september. Sem fyrr er hægt að skrá sig með pósti á netfangið tki1951@ gmail.com Þemað í ár er íslensk dægurlög.

Félagsfundur

Stjórn TKÍ auglýsti félagsfund í febrúar 2024 þar sem meiningin var að miðla & deila efni og skiptast á skoðunum og enda daginn saman út að borða. Viðburðinum var aflýst vegna tæprar þátttöku en í staðinn færist efni þessa fundar að hluta til yfir á haustfögnuðinn okkar á Flúðum í september næstkomandi.

Með ósk um gleðilegt og endurnærandi sumar kæru kollegar, með þökk fyrir enn einn gjöfulan veturinn sem leið. Ekki veitir af eftirfarandi sólarmöntru út í íslenska sumarið sem lætur aðeins bíða eftir sér!

„Sól, sól skín á mig ský, ský burt með þig gott er í sólinni‘ að gleðja sig Sól, sól skín á mig!“

Tónmennt í Hrafnagilsskóla

Undanfarin þrjú ár hef ég starfað sem tónmenntakennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit en skólinn hefur boðið nemendum sínum upp á öfluga tónmenntakennslu í mörg ár. Ég tók við af Maríu Gunnarsdóttur sem leiddi gott og fjölbreytt tónlistarstarf í fjölda ára. Tónlist umlykur skólastarfið og nemendur eru vanir því að syngja og spila á hljóðfæri. Börn á yngsta­ og miðstigi fá tónmenntakennslu tvisvar sinnum í viku í 40 mínútur í senn og við það bætist ein kennslustund í viku í forskóla hjá nemendum í 1.­3. bekk. Þar leggjum við áherslu á að kenna á blokkflautu, skólahljóðfæri og ýmislegt annað. Nemendur í 4. bekk fara í forskóla í Tónlistarskóla Eyjafjarðar og fá þar að prófa hin ýmsu hljóðfæri hjá kennurum tónlistarskólans. Þetta er algjörlega frábært fyrirkomulag og nemend­

ur finna oft á þessum tíma hvort og þá á hvaða hljóðfæri þá langar að læra. Þetta skólaár fengu allir nemendur í 4. bekk til dæmis örlitla kennslu í söng, á fiðlu, trommur, gítar, bassa, píanó, trompet, básúnu, althorn og saxófón hjá tónlistarkennurum tónlistarskólans. Tónlistarskólinn er í sömu byggingu og tónmenntastofan og gott samstarf er milli tónlistarskólans og Hrafnagilsskóla. Nemendur sem æfa á hljóðfæri sækja tónlistartímana sína á skólatíma og tæplega helmingur barna í Hrafnagilsskóla æfir á hljóðfæri. Á unglingastigi hefur stundum verið boðið upp á valfög eins og kvikmyndatónlist, söngleikjaval, tónlist og tækni, svo fátt eitt sé nefnt.

Í Hrafnagilsskóla er sungið á hverjum morgni á samverustundum en þá koma nemendur í 1.­7. bekk saman ásamt kenn­

urum og öðru starfsfólki. Skólastjórnendur ræða stuttlega við krakkana, nemendur eru með atriði og síðan endum við á söng og kyrrðarstund þar sem við náum smá slökun áður en skóladagurinn hefst. Á mánudögum syngjum við alltaf þjóðsönginn en hina dagana syngjum allt milli himins og jarðar. Ég sem tónmenntakennari reyni að hafa alla anga úti og allir kennarar eru mjög viljugir að flétta tónlist inn í skóladaginn. Þetta er skapandi skólastarf og það er mjög gefandi að vera hluti af þannig skólasamfélagi. Þessi dýrmæta skólamenning hefur verið lengi við lýði og ég geri mitt besta til að viðhalda henni.

Ég vinn náið með umsjónarkennurum og reyni að samþætta kennsluna mína við það sem nemendur eru að læra um í byrjendalæsi eða öðrum þematengdum verkefnum. Mér finnst það algjör lykill í kennslu minni að tengja það inn í tónmennt sem krakkarnir eru að vinna með hjá umsjónarkennara, sérstaklega hjá yngstu börnunum. Þetta geri ég með því að semja lög sem tengjast því þema sem unnið er að í bekknum, syngja lög sem tengjast þemanu eða gera taktæfingar sem tengjast

orðum úr þemanu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá tengja nemendur betur við viðfangsefnið og mér finnst ég oft sjá meiri áhuga frá þeim sem verður til þess að þeir blómstra í þannig starfi.

Á miðstigi er aukin áhersla á tónsköpun í hópi og að taka upp tónlist og hljóð, til þess notum við spjaldtölvur. Nemendur vinna í tónlistarforritum, þar sem þau semja og taka upp eigin lög. Við reynum einnig að hafa skemmtilegt samspil á miðstigi þar sem nemendur geta valið sér hljóðfæri og sumir kjósa meira að segja að koma með sín eigin hljóðfæri. Ég verð að viðurkenna að ég er oft hugsi yfir því á hvaða stað tónmenntakennsla er í dag og þá sérstaklega hér á Norðurlandi. Í skólunum í kringum mig er lítið um tónmenntakennslu. Mér finnst það afar dapurlegt því að í skóla eins og Hrafnagilsskóla sést skýrt og greinilega hvað tónlist hefur mikil áhrif á skólamenninguna. Skóli sem fer á mis við tónmenntakennslu fer á mis við svo margt. Ég vil því enda þessi skrif mín á því að segja ,,áfram tónmennt’’ og hvetja ykkur til að berjast fyrir því að öll börn fái tónmenntakennslu eins og kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla.

Hvers vegna Landsmót barnakóra?

Ingibjörg Erlingsdóttir

Mín fyrsta og jafnframt skemmtilegasta upplifun sem kórbarn var árið 1977 á Landsmóti Íslenskra barnakóra í Háskólabíó. Það var fyrsta Landsmót TKÍ en ein aðal ástæðan fyrir því var einmitt að efla söng barna. Þar sungum við ca 350 börn sem fylltum sviðið í söngsælu. Sungum heila tónleika fyrir fullum sal af stoltum foreldum og öðru áhugafólki um kórtónlist. Við vorum stolt og glöð þegar við settumst í rútuna eftir mótið á leið heim. Þvílík upplifun og gleði og ein af bestu minningum mínum eftir grunnskólaárin. Þegar ég hugsa til bernsku minnar er ég þakklát foreldrum mínum fyrir þau forréttindi að fá að taka þátt í kórstarfi og að læra á hljóðfæri í Tónlistarskóla. Ég var nefnilega ein af fáum í mínum skóla sem fengu svona tækifæri. Ástæðan efalaust menningarlegs eðlis sem og fjárhagsleg. Málið var nefnilega að það var hvorki kórstarf né kennd tónmennt í mínum grunnskóla. Ég var keyrð eftir skóla á misgóðum

malarvegi nokkru sinnum í viku um 14 km leið í næsta þorp á kóræfingar og aðrar tónlistaræfingar í tónlistarskóla.

veldar það kórstjórum að fylla kórinn af börnum og þau fá að upplifa sönggleðina fljótt og vel. Svona þemavinna í

skólaári, sem er yfir 50% hlutfall nemenda í þeim árgöngum. Undirbúningur er hafinn og mikil tilhlökkun.

Í dag 47 árum seinna er

ég í stjórn Tónmenntakennarafélags Íslands að undirbúa 22. Landsmótið og enn erum við í sömu sporum. Að efla söng og hvetja skóla/skólastjóra til að halda inni tónmenntakennslu og kórstarfi. Okkar 22. landsmót barnakóra verður að hausti í þetta sinn. Hugmyndin er að auðvelda nýjum barnakórum sín fyrstu skref. Ef kveikjan kemur að hausti auð­

stórum hópum auðveldar kennslu og þjálfun barna og þá sérstaklega nýrra barna í kórunum og svo auðvitað nýjum kórum sem eru að taka sín fyrstu skref.

Staðsetning Landsmótsins er Hvolsskóli Hvolsvelli sem er gleðilegt þar sem móttökukórinn, Kór Hvolsskóla er að renna inní þrítugasta starfsárið sitt. En í kórnum voru 74 börn í 5.­10. bekk syngjandi á síðasta

Eitt er að syngja og annað er að syngja í góðum hljómburði. Slík upplifun kallar auðveldlega fram gleðitár. Því miður er það svo að þau eru fá sönghúsin í dreifbýlinu og skólar margir hverjir hafa sameinað matsal og tónleikasal í eitt. Þá er hljómburðurinn skorinn við nögl. Þetta er mál sem vert er að skoða til framtíðar.

Stjórn 2023­2024

Ása Valgerður Sigurðardóttir formaður

Ásta Magnúsdóttir meðstjórnandi

Ingibjörg Erlingsdóttir gjaldkeri

Stefán Þorleifsson varaformaður

Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, ritari

Kennitala: 650376­0219

Reikningsupplýsingar: 0322­26­16602

Netfang: tki1951@gmail.com

Heimasíða: www.tonmennt.net

Þátttökugjald

Verð: 17.000 á þátttakanda, 12.000 fyrir fararstjóra & stjórnendur. Staðfestingargjald kr. 2.000 fyrir hvern þátttakanda skal greitt greitt fyrir 12. sept nk.

Innifalið: Mótsgjald, matur, gisting, sund og skemmtun

Norræn söngstefna í Osló

Í september 2023 var haldin norræn söngstefna, Nordisk sang symposium í Ósló. Stefnan var þriggja daga löng og dagskráin þéttskipuð fyrirlestrum, vinnusmiðjum og tónleikum.

Fyrirlesarar komu frá öllum norðurlöndunum og ekki er ég betur inni í málunum en svo að ég þekkti sárafáa þeirra. Með aðstoð google og með því að hlusta komst ég fljótlega að því að þarna var á ferðinni reynslumikið fólk sem hafði hvert um sig gert stórkostlega hluti á tónlistarsviðinu og það var virkilega áhugavert að hlusta á erindi þeirra. Vinnusmiðjurnar voru í fimm flokkum. Söngur í leikskóla, söngur og skóli, söngur og heilsa, söngur og samfélag og kórsöngur allt lífið.

Það sem vakti sérstakan áhuga minn var kórsöngur allt lífið. Þar voru kynntar rannsóknir á röddum drengja í mút­

um, hvernig raddböndin breytast á þessum tíma og hvernig stjórnendur drengjakóra hafa breytt kórastarfinu með tilliti til þessa. Sjálf hef ég verið að gera mitt besta til að halda drengjum á þessu þroskaskeiði í barnakór en fundist mér vanta þekkingu til að fá þeim hlutverk við hæfi. Það sem kom mér á óvart var hversu langur tími það er sem röddin er í breytingaferli og hvað það er margt sem breytist á þessum tíma sem gerir drengjunum erfitt fyrir með söng. Það sem var ánægjulegt að heyra var, að með breyttum vinnuaðferðum, nýjum útsetningum með miklu þrengra tónsviði og aukinni þekkingu á raddböndunum sem ekki bara lengjast, heldur afskræmast á meðan á ferlinu stendur, hafa 80% drengja í rannsókninni haldið áfram að syngja í mútum og eftir mútur,

meðan hlutfallið var 20% áður.

Fleiri vinnusmiðjur voru skemmtilegar. Það var mikið dansað og sungið í smiðjunum sem lutu að leikskólasöng og í flokknum Söngur og heilsa var áhrifaríkt að sjá og heyra um aukin lífsgæði fólks með heilabilun sem nýtur þess að syngja í kór. Einnig var fjallað um notkun hryns og tónlistar í endurhæfingu fólks sem fengið hafði heilablóðfall.

Sissel Kirkebø og Morten Reppesgård norræn lög. Sissel var heillandi, söng einstaklega fallega á hverju tungumálinu á fætur öðru og varla hægt að greina hreim hjá henni í íslenska laginu sem hún söng. Morten er afburða píanisti og það var unun að heyra leik hans. Í heild sinni var stefnan virkilega fræðandi og skemmtileg. Bónusinn var að ég fór á hana með samstarfsfólki mínu í

Auk alls þessa voru stórkostlegir og afar fjölbreyttir tónleikar á dagskrá stefnunnar. Tvenna vil ég nefna sérstaklega en það voru upphafstónleikarnir þar sem flutt var norsk tónlist af framúrskarandi norsku tónlistarfólki; Kammerkórinn Ensemble 96, Eir Vatn Strøm, Frode Vassel, Hannah Edmunds, Veronica Akselsen og Hanneh Krogh. Á lokatónleikunum fluttu

Tónlistarskóla Eyjafjarðar og var því í stórskemmtilegum hópi fagfólks sem fór í mismunandi smiðjur og miðlaði því sem það nam. Ég mæli eindregið með þátttöku í sambærilegum norrænum stefnum. Maður kemur tvíefldur heim með nýjar hugmyndir í farteskinu og fullur aðdáunar á öllu tónlistarfólkinu sem hefur með vinnusemi og ástríðu náð svo miklum frama í sinni grein.

Haustnámskeið - samvera - aðalfundur

6.­8. september 2024 á Flúðum

Endurtökum leikinn, hittumst, fræðumst og slökum á saman í fallegu umhverfi

Föstudagur 6. september

20:00 Þeir hugrökkustu mæta og stilla upp hljóðfærum og fá sér einn öl.

Laugardagur 7. september

09:30 Velkomstkaffi og te

10:30 Langspilið í Flóaskóla: Eyjólfur Eyjólfsson segir frá notkun langspils í tónmenntakennslu.

12:00 Hádegisverður (mexíkósk kjúklingasúpa og brauð)

13:00 Ný kórasamtök í bígerð: Yngveldur Ýr segir frá tilurð og ávinningum.

13:30 Syngjandi skóli: Harpa Þorvaldsdóttir segir frá verkefninu Syngjandi skóli og bendir á leiðir til að efla söng í skólum.

14:30 Lög landsmótsins: Ingibjörg Erlingsdóttir kynnir lög sem notuð verða á landsmóti barnakóra 27.-29. sept. nk.

15:30 Kaffihlé

16:30 Söngur og Solfa: Dr. Bragi Þór Valsson

17:30 Umræður

18:30 Kvöldverður (grillum saman lamb og svín, kartöflur og salat)

21:00 Kvöldvaka með hljóðfæraleik og söng að gamla laginu. Rifjuð upp góð og gagnleg lög sem sumir hafa gleymt og aðrir ekki. Hljóðfæri á staðnum - önnur hljóðfæri eru velkomin.

Sunnudagur 8. september

09:00 Morgunverður

09:30 Morgunganga í heilnæmu sveitalofti fyrir þá hressustu

10:00 Lesið og kennt - Miðlað og deilt - hugmyndasarpur okkar allra

10:45 Aðalfundur TKÍ

1. Skýrsla formanns (ÁVS)

2. Skýrsla gjaldkera (IE)

3. Kosningar til stjórnar

4. Önnur mál

12:00 Fundi slitið, hlaðborð afganga og ekið heim.

Fróði mun hýsa fundi og námskeið. Við gistum í Háimói 1, 2, 3, 4, 14.

Kostir félagsaðildar TKÍ eru:

Forgangur á viðburði á vegum TKÍ

Aukin stéttarvitund

Fagfélag þinnar greinar

Aukin samvinna og samkennd

Betra upplýsingaflæði stéttarinnar

Frábærir félagsmenn o.fl.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.