
4 minute read
Fréttabréf TKÍ Tónmenntakennarafélag Íslands Starfsemi TKÍ síðasta vetur
from Fréttabréf TKÍ
by tonmennt
Viðburðaríkt skólaár að baki
TKÍ ár aftur í tímann
Advertisement
Í júní fyrir ári síðan auglýsti létt að fá tækifæri til að hittast, bera saman bækur, að miðla efni og praktík. TKÍ þakkar tónmenntakennurum kærlega fyrir að gefa innsýn í þeirra störf og aðstæður til kennslu. Við hlökkum til að halda skólaheimsóknum áfram næsta vetur og þiggjum ábendingar eða boð um heimsóknir í skóla og einhverjar nú þegar í farvatninu!
TKÍ Odd André frá Improbasen í Osló sem var með kynningu í Tónlistarskola Mosfellsbæjar á aðferðum til að kenna börnum að spila djass eftir eyranu og improvisera.
Heimasíða TKÍ
Stjórn TKÍ hefur sett upp heimasíðu fyrir félagið.
Á síðunni er að finna:
• Lög félagsins
• Upplýsingar um stjórn
• Félagatal
• Námsefni
• Slóðir á gagnlega vefi
Starfsárið 2022-2023 var viðburðaríkt hjá Tónmenntakennarafélagi Íslands.
Í vor tók TKÍ og nokkrir tónmenntakennarar þátt í samsstarfsverkefni við Barnamenningarhátíð og hönnunarfyrirtækið ÞYKJÓ um tónlistar verkefni fyrir börn sem hét Gullplatan – sendum tónlist út í geim! sem lauk með tónleikum og hátíðarhöldum í Hörpu á Sumardaginn fyrsta.
Stuttu síðar eða helgina 28.30. apríl stóð TKÍ fyrir Landsmóti íslenskra barnakóra sem haldið var að þessu sinni í Kópavogi. Þemað var Eurovision en auk þess frumfluttu 250 börn úr 11 kórum verkið Þorgeirsboli snýr aftur, eftir Örlyg Benediktsson. Mótið var bæði glæsilegt og skemmtilegt og foreldrar Skólakórs Smáraskóla, kórstjórar og aðrir foreldrar stóðu vaktina alla helgina svo úr varð allsherjar gleðisprengja og afraksturinn fjöldinn af Júróvisjon smellum í kórútsetningum auk lagsins Komdu vor! eftir Helgu Margréti Marzelíusardóttur.
Í september var TKÍ með félagsfund að hausti, í sal KÍ í Borgartúni. Mæting var mjög góð enda kærkomið að geta loks hist að afstöðnum heimsfaraldri. Félagsfólk skundaði svo í nærliggjandi Mathöll að loknum vel heppnuðum félagsfundi.
Stjórn TKÍ gerði áhugakönnun meðal félagsfólks um áherslur í endurmenntun. Niðurstöður má sjá á bls. 4.
Í mars síðastliðnum hélt Helga Margrét Marzelíusardóttir námskeiðið VOPA og nýjar áherslur í kórstarfi í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Mörg okkar félaga sóttu námskeiðið og vakti mikinn áhuga. Við skorum á Helgu Margréti að vera með sambærilegt námskeið með áherslu á barna og unglingakóra, þar sem hún hefur mikið fram að færa fyrir kórstjóra og aðra sem stjórna söng.
Áfram veginn
framundan hjá TKÍ
Sumir hlutar síðunnar eru lokaðir með lykilorði sem einungis félagar fá aðgang að. Allt heimatilbúið námsefni er velkomið á síðuna.
Slóðin er www.tonmennt.net
Í október kynnti Valgerður Jónsdóttir fyrir okkur söngbók sína „Tónar á ferð“ í Laugarnesskóla í Reykjavík.
Skólaárið 2022-2023 stóð TKÍ fyrir heimsóknum í 5 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mæting var góð eða um tíu kennarar að jafnaði í hverri heimsókn og mjög vel af þessum heimsóknum látið. Tónmenntakennurum virtist

Í febrúar síðastliðinn stóð til að fara TKÍ félagsferð á Laugarvatn; kynnast nýju námsefni og hvert öðru, læra&leika, borða góðan mat og hafa gaman saman. Nú stefnum við á sambærilega ferð auk aðalfundar TKÍ á Flúðum 1.-3. september næstkomandi og hvetjum við ykkur öll til að taka helgina frá og njóta þess að hefja veturinn saman, sækja ykkur fóður og faglega sem andlega næringu fyrir næsta vetur í hópi ykkar kæru kollega í TKÍ!
20.-22. september verður haldin söngráðstefnan SangSymposium í Osló, Noregi. https:// www.sangsymposium.com

Fjallað er um söng frá öllum hugsanlegum hliðum, sem hluti af heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu og öllu þar á milli.
Skólaheimsóknir TKÍ halda áfram næsta vetur
Fyrirhugað er Landsmót íslenskra barnakóra haustið 2024, með tilheyrandi undirbúningi næsta vor
Við óskum ykkur gleðilegs og endurnærandi sumars kæru kollegar, með þökk fyrir gjöfulan vetur sem leið!
„Nú er sumar, gleðjumst gumar gaman er í dag!“
Fyrir hönd stjórnar TKÍ, Ása Valgerður Sigurðardóttir, formaður
