Embla - Laura Daniela Cano Hurtado

Page 12

Kólumbíska kaffi - besta kaffi í heimi Kaffi í Kólumbíu á sér um 300 ára sögu eða síðan jesúítar komu með það í farteskinu á 18. öld. Sagan segir að aukin kaffiframleiðsla í Kólumbíu hafi verið að þakka jesúítaprestinum Francisco Romero í bæ í Norte de Santander sem heitir Salazar de las Palmas. Þegar trúmenn hans fóru til játningar, lagði presturinn til við þá sem syndaaflausn að rækta kaffi. Því er haldið fram að þökk sé þessu hafi kaffiframleiðsla farið að breiðast til annarra héraða og um 1850 hafi hún náð til Cundinamarca, Antioquia og Caldas. Tveir mikilvægir atburðir áttu sér stað árið 1959: Juan Valdez fæddist, en hann er einskonar andlit kaffiræktunar í Kólumbíu, og Café de Colombia skrifstofan var opnuð í Tókýó, en það var risastökk fyrir framleiðsluna og er Japan næststærsti neytandi Café de Colombia í heiminum í dag. Árið 1984 var sérstakt innsigli Café de Colombia búið til, sem auðkennir það í öllum heimshornum.

Texti: Laura Daniela Hurtado 12 EMBLA Ljósmyndir: unsplash.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Embla - Laura Daniela Cano Hurtado by Tækniskólinn - Issuu