
1 minute read
Gleði í eldhúsinu

Guðrún Hrund Sigurðardóttir var fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans, Eldhúsið var einn af uppáhaldsstöðum hennar. Hún var mikill kokkur og sælkeri og það var heiður að vera hluti af mörgum stundum okkar saman í eldhúsinu þar sem við ræddum saman um kólumbískan mat og allskonar gúrme. Hér deili ég með ykkur tveimur uppskriftum hennar sem voru mínar uppáhalds.
Texti og ljósmyndir: Laura Daniela Hurtado
Grænmetisbaka
Hráefni
smjördeig, 4 plötur (Findus) olía 1 tsk. oreganó meðalstór sæt kartafla, skræld og skorin í bita 1–2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 askja sveppir, saxaðir 1 askja spínat, saxað 2 dl fetaostur í kryddlegi rifinn parmesanostur 4 egg 2 dl rjómi basilíka, söxuð, má sleppa salt pipar
Leiðbeiningar
Fletjið deigið út þar til það er hæfilega þunnt og leggið í smurt bökuform og stráið oreganó yfir. Penslið kantana með olíu. Sjóðið kartöflurnar í 5 mín. Hellið þá vatninu af og setjið kartöflurnar i skál. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppi og hvítlauk í nokkrar mínútur eða þar til sveppirnir eru farnir að brúnast. Takið þá af pönnunni og setjið í skálina ásamt kartöflunum. Steikið spínat á sömu pönnu í nokkrar mínútur og bætið síðan út í sveppablönduna. Saltið og piprið. Hellið blöndunni í bökubotninn og dreifið fetaosti yfir ásamt rifnum parmesan. Þeytið saman egg og rjóma. Kryddið með salti og pipar. Hellið blöndunni yfir bökuna og stráið rifnum parmesanosti yfir ásamt basilíku. Bakið við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur. Berið fram með salati 1 tsk. óreganó
Saltfiskur með sítrónusósu
Hráefni
1 kg saltfiskur, hnakkastykki 2 sítrónur, skornar í sneiðar olía 1 laukur 1½–2 dl hvítvín pipar salt steinselja, til skrauts

Leiðbeiningar
Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mín. Eða þar til hann er farinn að brúnast örlítið. Leggið sítrónusneiðarnar á botninn á eldföstu móti. Raðið fiskbitunum ofan á og dreifið síðan lauknum yfir fiskinn. Hellið hvítvíni yfir og saltið og piprið eftir smekk. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mín. eða þar til fiskurinn er eldaður. Skreytið með steinselju og berið fram með ofnsteiktum kartöflum.

