2 minute read

Ímyndir

Next Article
Kynning

Kynning

Guðrún Hrund Sigurðardóttir

Guðrún Hrund Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og kennaraprófi frá textíldeild KHÍ 1985. Þá útskrifaðist hún sem fatahönnuður frá Københavns mode- og design skole 1989. Hún starfaði sem fatahönnuður og kennari árin 1989–1999 en á árunum 1999–2012 var Guðrún Hrund blaðamaður, stílisti og síðar ritstjóri tímaritsins Gestgjafans. Hún þótti einstakur samstarfsmaður og naut vinsælda.

Guðrún átti sér alltaf draum um að mennta sig í fatahönnun en tók textílkennaraprófið fyrst til að undirbúa sig vel. Hún fór síðan til Danmerkur þar sem hún lærði fatahönnunina. Hún kom heim úr því námi 1989. Allan tímann var málaralistin hluti af lífi Guðrúnar og seinni ár tók sá þáttur yfir. Hún lék sér alltaf með vatnsliti, krít, akrýl og olíuliti.

Guðrún leitaði víða fanga í list sinni en mest í íslenskri náttúru. „Nú mála ég helst minningar um landslag og kalla myndir mínar. ÍMYNDIR því ég er að fást við ímyndað landslag.“ sagði Guðrún. Ljósmynd: Georg Kr. Lárusson

Myndirnar sem hún málaði sýndu vel hvernig hægt er að ímynda sér íslenskt landslag með fallegum hætti. Hún hafði mjög fallega sýn á allt og í myndunum hennar endurspeglast það mjög vel. Það er friður, ró, en það er líka smá ótti, angist og dulúð en allt endurspeglar það hvernig lífið er. Augnablikin sem við lifum á hverjum degi. Suma daga skin sól og aðra er skýjað. Í hvert skipti sem ég og Guðrún töluðum um list lagði ég vel við hlustir. Hún var alltaf svo elegant að það var ekkert annað hægt en að horfa á hana og hlusta. Mjúka röddin hennar yfirfærði mig einfaldlega inn í málverkin hennar. Ég get sagt það með sanni að oft þegar ég horfði á málverkin hennar náði hún að taka mig aftur heim til Kólumbíu sem var mjög dýrmætt. Þannig gat ég ímyndað mér fallega landið mitt í gegnum fallegu málverkin hennar. Síðustu árin var Guðrún með málverk sín til sölu og sýnis m.a. í Gallerý Grástein og Art67 í miðbæ Reykjavíkur. Þar naut hún hylli og þá sérstaklega hjá ferðamönnum þar sem hún þótti fanga anda íslensks landslags vel. Guðrún var tengdamóðir mín sem ég elskaði heitt. Með henni eyddi ég dýrmætum tíma. Við hana var hægt að ræða um allt sem tengdist hönnun og list, en hún var sannur listamaður. Guðrún lést eftir margra ára baráttu við krabbamein í september síðastliðnum.

ÍMYNDIR

„Íslenskt landslag og íslensk birta heilla mig, hálendið, þokan og dulúin.“

Texti og ljósmyndir: Laura Daniela Hurtado

This article is from: