BæjarblaðiðJökull1185

Page 1


Minnisvarði um Svanborgarslysið afhjúpaður

Fyrir nokkrum árum ákváðu félagar í Lionsklúbbi Ólafsvíkur að eitthvað þyrfti að gera til að heiðra minningu þeirra sem létust er Svanborg SH 404 fórst þann 7. desember 2001. Fjórir menn voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, honum var bjargað í þyrlu varnarliðsins en aftakaveður var á slysstaðnum, 20 til 25 m/ sek, slydda og dimmviðri. Héðinn Magnússon, Sæbjörn Vignir Ásgeirsson og Vigfús Elvan Friðriksson létu lífið í sjóslysinu en Eyþór Garðarsson komst lífs af. Sæbjörn var mjög virkur félagi í Lionsklúbbi Ólafsvíkur og málið því lionsmönnum skylt. Eftir nokkra umhugsun og hugmyndir varð niðurstaðan að útbúa skjöld eða skilti með útliti Útnessins til minningar um áhöfnina sem lést með slysstað merktum inná. Anton Jónas Illugason hjá AS-J hönnunarstofu hannaði skiltið og Geislatækni sá um að skera það út í ryðfrítt 316 stál sem var síðar rafpólerað. Með því eru minni líkur á að falli á skiltið þó það standi óvarið fyrir veðri og

Skiltin eru tvö, annað er til upplýsingar við Skálasnagavita en hitt er við slysstað um 2 kílómetra frá vitanum. Undanfarin ár hefur Lionsklúbbur Ólafsvíkur tekið þátt í að stika gönguleiðir í Snæfellsjökulsþjóðgarði og er ein slík gönguleið frá Skálasnagavita og niður með ströndinni

Útgáfa Jökuls á næstunni

Næsta tölublað Jökuls kemur út 17. desember

Jólablað Jökuls kemur út mánudaginn 22. desember, efni, jólakveðjum og auglýsingum þarf að skila fyrir kl. 16 föstudaginn 19. desember.

Jökull kemur 30. desember og eru skil í það blað fyrir kl. 16 mánudaginn 29. desember

ur strandstaður Svanborgar SH á vegi göngumanna. Sunnudaginn 7. nóvember var minningarathöfn haldin við Skálasnagavita, 24 árum eftir slys ið. Komu þar saman félagar úr Lionsklúbbi Ólafsvíkur, aðstand endur hinna látnu, félagar björg unarsveitarinnar Lífsbjargar, full trúi Snæfellsjökulsþjóðgarðs og hönnuður verksins til að vígja minningarskjöldinn. Jóhannes Ólafsson, ritari Lionsklúbbs Ólafs víkur, byrjaði á að bjóða alla vel komna og fór yfir aðdraganda hugvekju. SJ

Undirrituðu viljayfirlýsing

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur að undanförnu kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á Vesturlandi. Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Snæfellsnes, Hvalfjarðarsveit og Dalabyggð koma að þessari vinnu og hefur Þroskahjálp lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu. Lögð hefur verið fram viljayfirlýsing þar sem kemur fram að sveitarfélögin fimm á Vesturlandi hafi átt samráð við Þroskahjálp á Vesturlandi um brýna þörf fyrir uppbyggingu skammtímadvalar. Með viljayfirlýsingunni er lýst yfir sameiginlegum vilja allra aðila til að vinna saman að framgangi slíks verkefnis með það að markmiði að koma á fót heildstæðri skammtímadvöl fyrir fötluð börn á Vesturlandi í samræmi við lög og reglugerðir um málefni fatlaðs fólks. Sömuleiðis er markmiðið að stuðla að jöfnum tækifærum barna og fjölskyldna á svæðinu, óháð búsetu.

Gert er ráð fyrir að Þroskahjálp leggi til húsnæði til starfseminnar og standi straum af kostnaði vegna nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu svo það henti starfseminni. Þá mun Þroskahjálp vinna í nánu samstarfi við sveitarfélögin að hönnun húsnæðis og aðbúnaðar á grundvelli útfærslu

lagana á Vesturlandi undirrituðu viljayfirlýsinguna á fundi í Holti í Borgarbyggð miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn. Viljayfirlýsingin er þó ekki bindandi samningur heldur lýsir hún aðeins sameiginlegum vilja aðila til að vinna að settum markmiðum

- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta

- Almenn suðuvinna

- Smurþjónusta

- Smábátaþjónusta

- Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,

Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

Inflúensa

Með kólnandi veðri og lækkandi sól mega landsmenn eiga von á að árlegur fastagestur líti við, inflúensupestin. Inflúensan gengur árlega sinn hring um jörðina með upphafi á suðurhveli en flytur sig á norðurhveli yfir köldustu mánuðina, oftast frá október og fram undir apríllok. Inflúensa er veirusjúkdómur sem veldur yfirleitt öndunarfæraeinkennum, svo sem hósta, andþyngslum, beinverkjum og höfuðverk. Árlegur inflúensufaraldur er nú hafinn og mikið hefur verið um veikindi í samfélaginu undanfarið. Samkvæmt heimildum Embættis landlæknis er inflúensan fyrr á ferðinni í ár en undanfarna vetur en vikuna 24. til 30. nóvember greindust 80 tilfelli af inflúensu, en fjöldi greininga

byggir á rannsóknarniðurstöðum og flest sýni koma frá spítölum en færri frá heilsugæslunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda greininga inflúensu síðustu vikur, merkt með rauðu línunni, samanborið við greiningar undanfarna vetur eftir vikum ársins. Þar sést greiningar í viku 48 í ár eru tvöfalt fleiri en greiningar á sama tíma veturinn 2022 til 2023. Sóttvarnalæknir hvetur fólk í áhættuhópum á að þiggja bólusetningu. Þau sem smitast af inflúensu eru hvött til að halda sig heima og hvíla sig þar til það hefur verið hitalaust í einn til tvo sólarhringa, drekka vel af vatni og vökva, taka hitalækkandi lyf og sýna þolinmæði því það getur tekið eina til tvær vikur að jafna sig að fullu. SJ

Akstursstyrkur vegna íþróttaog tómstundaiðkunar barna

Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað sem fellur til vegna aksturs barna til Ólafsvíkur eða Hellissands í íþróttaog tómstundaiðkun.

Árlegur styrkur er nú 40.000 krónur og skulu umsóknir berast bæjarritara í tölvupósti.

Í umsókn þarf að koma fram nafn foreldris / forráðamanns, nafn barns / barna, kennitala og reikningsnúmer þar sem leggja á styrkinn inn.

Einnig þarf að fylgja staðfesting um að barn sé skráð í tómstundaiðkun norðan heiða.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, í síma 433 6900 eða á netfanginu lilja@snb.is

Bílafloti Krílakots stækkar

Jón Guðmundsson og Heiðar hendi á leikskólann Krílakot í vikunni. Þeir hafa unnið að því að

gera upp gamla viðarbíla í eigu leikskólans sem hafa verið notaðir í leik í tugi ára. Þeir hafa þá pússað bílana upp, lagað það sem þarf að laga og málað þá að nýju svo þeir skila sér aftur til leikskólans eins og nýjir. Fyrr í haust tóku þeir nokkra bíla leikskólans og gerðu þá upp en í síðastliðinni viku afhentu þeir Krílakoti einn nýuppgerðan bíl og annan sem þeir höfðu smíðað frá grunni. Sá nýi

ber númeraplötuna P402 en allir bílarnir í eigu leikskólans bera einkanúmer sem hafa verið áberandi á bílum í samfélaginu. Mikil ánægja er á meðal barna leikskólans með nýuppgerða bílana og nýjasta viðbótin vakti sömuleiðis mikila lukku. Meðfylgjandi mynd er af þeim félögum með bílana tvo sem komu á leikskólann í síðustu viku.

verða haldnir sem hér segir:

Mánudaginn 15. des. í Kli kl.17:00

Jólatónleikar & Innritun

Fimmtudaginn 18. des. á Lýsuhóli kl.13.00

Jólatónleikar fullorðinna nemenda

Tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða þriðjudaginn 16. desember í Kli kl. 17:00.

Foreldra- og styrktafélag Tónlistarskóla Snæfellsbæjar sér um sölu á ka veitingum eftir tónleikana 15. desember.

ATH.: ágóði af ka sölu fer í styrktarsjóð til kaupa á hljóðfærum.

Innritun í skólavistun Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fyrir vorönn 2026

fer fram í Ólafsvík í desember.

Það er hægt að hringja í sima 433 9928 eða senda tölvupóst: tonlistarskoli@snb.is

Kenn og skólastjóri óska öllum íbúum Snæfellsbæj

Aðventugleði rekstraraðila

Rekstraraðilar í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi tóku höndum saman fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn og buðu íbúum

til aðventugleði í aðdraganda jóla. Verslanir og veitingastaðir voru opnar lengur og bauðst viðskiptavinum að kaupa allskonar vörur

og þjónustu á afsláttarverði. Er þetta fimmta árið í röð sem rekstraraðilar halda viðburðinn og hefur mikil ánægja verið með fyrirkomulagið frá byrjun. Mikið líf var í bæjunum þetta kvöld enda er viðburðurinn orðinn ómissandi hluti af jólaundirbúningnum fyr-

ir marga bæjarbúa. Aðventugleðin er hvatning fyrir íbúa til að versla í heimabyggð og gefur fólki sem er ekki í daglegum rekstri tækifæri á að selja sínar vörur og koma sér á framfæri. JJ

Við erum byrjuð taka á móti jólakveðjum í jólablað Jökuls. Vinsamlegast hafið samband fyrir föstudag 19. desember

steinprent@simnet.is og 436 1617

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.