Námsvísir haustönn 2011

Page 11

NÁMSKEIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR

ATVINNULÍFSINS

Fyrirhugað er að halda neðangreind námskeið á haust 2011 ef næg þátttaka fæst. Námið nýtur framlaga FA og er þess vegna á afar hagstæðu verði fyrir þátttakendur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og má meta það til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir greiða allt að 100% af kostnaði þátttakenda. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is Námið er hugsað fyrir fullorðna (20 ára og eldri) sem hafa litla grunnmenntun og er viðurkennt vinnumarkaðsúrræði. Sjá nánar á vef Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is > Námsleiðir FA. Allar nánari upplýsingar um innihald námsins, tímasetningar og fl. má einnig fá í síma 480 8155.

Grunnmenntaskólinn - 300 stundir, á Hvolsvelli og Selfossi Grunnmenntaskólinn er námsleið fyrir fullorðna sem vilja hefja nám eða styrkja færni sína og getu. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið styrkir nemendur í grunngreinunum, íslensku, ensku og stærðfræði og tölvum og einnig er tekið á þáttum eins og sjálfsstyrkingu og námstækni.

Engin formleg próf eru í Grunnmenntaskólanum og lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þannig að hver og einn fái kennslu við sitt hæfi. Meta má námið til eininga. Fyrirhugað er að halda Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli og á Selfossi á haustönn 2011 ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á dagvinnutíma, fyrir og/eða eftir

hádegi virka daga. Áætlað er að hefja kennslu um miðjan setpember. Innritun stendur yfir í síma 4808155. Verð: 51.000

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum - 300 stundir, kvöld- og dagskóli Námsleið þessi tekur mið af námskrá framhaldsskólans. Áhersla er lögð á áfanga í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Einnig er kennd sjálfsstyrking, námstækni og samskipi. Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði eða í atvinnuleit sem hefur hafið nám í framhaldsskóla en

ekki lokið því og vill styrkja sig eða ljúka áföngum í ofantöldum bóklegum fögum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og hámarksfjöldi í hóp er 15. Lögð er áhersla á samvinnu og samhjálp nemenda og framvinda náms er metin reglulega. Meta má námið til eininga.

Kennt verður á dagvinnutíma. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á Nám og þjálfun sem kvöldskóla veturinn 2011-2012 ef næg þátttaka fæst. Verður þá kennt fjórum sinnum í viku frá kl. 18-20. Kennsla hefst um miðjan september. Innritun stendur yfir í síma 480 8155 Verð: 51.000

Fagnámskeið III, fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu - 77 stundir Námskeiðið er framhald Fagnámskeiðs 1 og 2 fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu og er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum og öldruðum á stofnunum. Á þessu námskeiði verður fjallað um umönnun aldraðra, algenga sjúkdóma, s.s. krabbamein, og hrörnunarsjúkdóma

Innritun í síma 480 8155

og framkomu bæði við aldraða og aðstandendur þeirra. Þá verður fjallað um aðhlynningu rúmliggjandi, lyf og lyfjagjöf og algengar geðraskanir, virðingu og fordóma. Hluti námskeiðsins er tölvukennsla (alls 18 stundir) þar sem lögð verður áhersla á notkun ritvinnslu,

töflureiknis og tölvupósts auk þess sem áhersla verður lögð á notkun netsins. Kennsla hefst á haustönn ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar í síma 480 8155. Verð: 13.000

11


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.