Námsvísir vorönn 2013

Page 1

Námsvísir vorönn 2013


NÁMSKEIÐ VOR 2013

Fræðslunet Suðurlands Sandvíkursetur v/Bankaveg 800 Selfoss Sími: 560 2030 FnS Fjölmennt Sími: 560 2031

Fræðslunetið Hvolsvelli Vallarbraut 16, 860 Sími: 560 2038 fraedslunet@fraedslunet.is

© FnS, janúar 2013 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir: Starfsfólk Fræðslunetsins

fraedslunet.is

Lærum allt lífið!

Námskeið

Staðir

Síða

Námsbrautir FA

Hvolsvöllur, Selfoss, Þorlákshöfn

5

Fræðsluerindi

Selfoss

7

Íslenska

Víða á Suðurlandi

8

Erlend tungumál

Hvolsvöllur, Selfoss

8

Tölvur

Hvolsvöllur, Selfoss, Þorlákshöfn

8-9

Skrautskrift

Selfoss

10

Handmálun og spaði

Selfoss, Þorlákshöfn

10

Leðurtöskugerð

Hveragerði,Vík

10

Að skera í tré

Selfoss

10

Gerð helgimynda/íkona

Selfoss

11

Orkering

Selfoss

11

Lissugerð

Selfoss

11

Rafsuða fyrir almenning

Selfoss

11

Rýmishönnun heimila

Selfoss

11

Gler og hönnun

Selfoss

11

Veðurfræði

Selfoss

12

Jarð- og landafræði

Selfoss

12

Íslendingasögur, Njála

Selfoss

12

Lærðu að spila bridge

Hvolsvöllur

13

Framsögn og framkoma

Hvolsvöllur

13

Lærðu að búa til Sushi

Selfoss

13

Arfur kynslóðanna

Selfoss, Þorlákshöfn

13

Á tímamótum

Selfoss

13

Kryddjurtir og grænmeti

Selfoss

13

Námskeið fyrir sjúkraliða

Selfoss

15

Námskeið FnS Fjölmenntar

Selfoss, Sólheimar

17-21

Innritaðu þig í síma 560 2030 eða á fraedslunet.is um leið og þú hefur fundið námskeið við þitt hæfi. Fyrstir koma, fyrstir fá. 2

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


NÝTT

HÚSNÆÐI, NÝ TÆKIFÆRI FnS Fjölmenntar á Selfossi á einum stað.

NEMENDAFJÖLDI Í HAUST

Sandvíkursetur við Bankaveg, ný starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi

NÁMSFRAMBOÐIÐ

NÝR VEFUR

Enn á ný sendir Fræðslunetið frá sér námsvísi sem er fullur af spennandi námskeiðum og ratar vonandi í hendur fróðleiksfúsra Sunnlendinga. Námsframboð vorannar er fjölbreytt að vanda og má skipta því í tvennt. Annars vegar er um að ræða námsbrautir sem eru einingabærar, þ.e. námið má meta til eininga í framhaldsskólum. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt og margvísleg, bæði bókleg og verkleg og má lesa um framboð á einingabæru námi á síðu 5 í námsvísinum. Námsbrautir njóta framlaga úr Fræðslusjóði og eru því á hagstæðu verði fyrir þátttakendur. Markmið námsbrauta er að efla menntun þeirra sem minnsta grunnmenntun hafa.

Á haustönn var opnaður nýr vefur hjá Fræðslunetinu. Að grunni til geymir hann sömu upplýsingar og sá gamli en útlitið er talsvert breytt. Lögð er áhersla á að upplýsingar um öll námskeið og námsbrautir birtist þar jafnóðum og lokið er við að skipuleggja námsframboðið. Hægt er að innrita sig á námskeið beint í gegnum vefsíðuna.

Hins vegar eru almenn námskeið af ýmsum toga. Að þessu sinni er lögð áhersla á þjóðlegt handverk og margvíslegan fróðleik. Lesendur eru hvattir til að kynna sér vel námsframboðið og innrita sig um leið og þeir hafa fundið eitthvað við sitt hæfi.

NÝTT HÚSNÆÐI Fleiri breytingar hafa átt sér stað hjá Fræðslunetinu. Langþráður draumur rættist loks nú um áramótin þegar starfsemin var flutt í Sandvíkursetur við Bankaveg á Selfossi. Þar verður Fræðslunetið í sambýli við góða granna, s.s. Háskólafélagið og fleiri aðila sem þjónusta almenning. Starfsfólk Fræðslunetsins fagnar þessu mjög, þar sem afar þröngt var orðið um starfsemina og hýsa þurfti hana á mörgum stöðum. Það er von okkar að starfsemin megi blómstra og dafna á nýjum stað og að viðskiptavinir okkar kunni vel að meta breytinguna. Nú er öll starfsemi Fræðslunetsins og

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Starfið á haustönn gekk vel þó það færi óvenju rólega af stað og var góðu haustveðri kennt um. Alls voru námsmenn á haustönn 726 og nemendastundir voru 21.733. Til samanburðar voru námsmenn á haustönn 2011, 518 og nemendastundir 20.837. Starfsemi Fræðslunetsins hefur verið í mjög örum vexti undanfarin ár, sérstaklega hvað varðar einingabært nám, ráðgjöf og raunfærnimat sem endurspeglast í þessum samanburði. Það hafa margir fullorðnir fengið tækifæri til að hefja nám að nýju og þó nokkur fjöldi hefur útskrifast úr öðrum skólum með full starfsréttindi, eftir að hafa tekið fyrstu skrefin sem fullorðnir námsmenn hjá Fræðslunetinu.

FYRIRMYND Í NÁMI FULLORÐINNA Það er ánægjulegt að minnast þess að einn námsmanna okkar, Sævar Gunnarsson, hlaut viðurkenningu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Við teljum að fjölmargir aðrir námsmenn eigi skilið að fá slíka viðurkenningu. Við erum stolt af öllum okkar námsmönnum. Starfsfólk Fræðslunetsins færir Sunnlendingum óskir um gott og lærdómsríkt nýtt ár með þökkum fyrir samstarf og samvinnu liðins árs.

Starfsfólk Fræðslunetsins 3


STARFSFÓLK

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Árdís Óskarsdóttir, ritari

REGLUR UM INNRITUN OG NÁMSKEIÐSGJÖLD

4

Innritun fer fram í síma, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins.

Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa staðfest innritun.

Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Lærum allt lífið!

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


NÁMSBRAUTIR FA Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á vorönn 2013 ef næg þátttaka fæst. Námsbrautirnar njóta framlaga Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði. Þær eru viðurkenndar af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru m.a. viðurkennt úrræði fyrir atvinnuleitendur. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum og að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir nemenda og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 560 2030.

Meðferð matvæla - 60 stundir

Nýr vettvangur - 60 stundir

Námið hentar þeim sem starfa í eldhúsum eða við matvælaframleiðslu. Fjallað er um ýmsa þætti í matvælaframleiðslu, gæðastaðla, hreinlæti og fleira. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Þessi námsbraut er ætluð atvinnuleitendum og þeim sem huga að nýjum starfsvettvangi eða þeim starfsmönnum sem eru að takast á við breytingar í núverandi starfi. Námið hentar einnig þeim sem vilja styrkja stöðu sína almennt á vinnumarkaði með því að tileinka sér nauðsynlegan sveigjanleika til að mæta auknum og breyttum kröfum. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 12.000 Fjöldi Lágmark 10, hámark 18

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 12.000

Landnemaskólinn - 120 stundir Námið er fyrir útlendinga sem hafa einhverja færni í að tala og skilja íslensku. Áhersla er lögð á íslenskukennslu og íslenskt samfélag auk upplýsingatækni. Námsmenn kynnast helstu stofnunum sem þeir þurfa að hafa samskipi við og íslenskri menningu. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Hvolsvöllur, Selfoss og Þorlákshöfn Verð 22.000 Fjöldi Lágmark 10, hámark 18

Umhverfissmiðja - 120 stundir Farið er í flatarmálsmælingar, gerð og lestur grunnteikninga, verklýsingar og verkáætlun og raunverkefni unnið í hellu- og steinalögn. Kennd er steina- og hellulögn með vatnshalla og mynstri ásamt innsýn inn í almenna umhirðu garða, gróðursetningu og þökulögn. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staðir Sandvíkursetur, Selfossi Verð 22.000 Fjöldi Lágmark 10, hámark 16

Lestur og ritun - 60 stundir Námið er fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa eða skrifa. Námsmenn fá þjálfun í ritun og lestri og kynnast tækni sem getur nýst þeim til að efla færni sína. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staðir Hvolsvöllur og Selfoss Verð 12.000 Fjöldi Lágmark 5, hámark 8

Nýtt

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Nýtt

Upplýsingatækni og samskipti - 150 st. Sterkari starfsmaður, upplýsingatækni og samskipti er sniðið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Fjallað er um samskipti og samvinnu á vinnustað, skipulag og frumkvæði auk þess sem mikil áhersla er lögð á tölvu- og upplýsingatækni. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staðir

Sandvíkursetur, Selfossi og Þorlákshöfn

Verð 28.000 Fjöldi Lágmark 10, hámark 8 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

5


6

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


FRÆÐSLUERINDI Byggðaþróun á Íslandi - 3 stundir

Keltnesk áhrif á Íslandi III - 4 stundir

Í erindinu er fjallað um áhrif þekkingarsamfélagsins á byggðaþróun og sjálfbærni samfélaga. Fjallað er um það hvaða áhrif það hefur haft á byggðaþróun hér á landi, sérstaklega á Vestfjörðum og Austurlandi, að settar hafi verið niður rannsóknarstofnanir úti á landi og er staðan hér á landi borin saman við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hálöndum Skotlands. Anna Guðrún Edvardsdóttir vinnur um þessar mundir að doktorsrannsókn um þetta efni.

Á námskeiðinu heldur Þorvaldur áfram að fjalla um Keltnesk áhrif á Íslandi. Fjallað verður um menningaráhrif að fornu og nýju, tungumálið, örnefnin o.fl.

Tími Miðvikudagur 13. febrúar, kl. 19.30-21.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi og fjarkennt

Tími Fimmtudagur 11. apríl kl. 19.30-21.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð Í boði Fræðslunetsins Kennari Þorvaldur Friðriksson Fjöldi Lágmark 10

Verð Í boði Fræðslunetsins Kennari Anna Guðrún Edvardsdóttir, doktorsnemi Fjöldi Lágmark 10

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Mikilvægt er að innrita sig tímanlega á fræðsluerindin til að tryggja sér örugg sæti. Fjarkennt á þá staði sem óskað er.

7


TUNGUMÁL

Hello, how are you?

Good morning!

Innritun fer fram í síma, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins http://fraedslunet.is. Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun sína. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið. Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa staðfest innritun. Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst. Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli. Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram. Til að ljúka námskeiði (fá skírteini) þarf þátttakandi að hafa setið a.m.k. 75% kennslutímans.

TÖLVUR

Icelandic for foreigners - 60 lessons Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in January. To sign up icelandic idnumber is needed. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Kennt er tvisvar í viku að öllu jöfnu. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Hefst í janúar (sjá dagsetn. á fraedslunet.is) Staðir Flúðir, Hella, Hvolsvöllur, Klaustur, Selfoss, og Vík Verð 35.000 + námsefni 4.000 Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Enska II, framhald - 18 stundir Einnig fyrir félaga í Starfsmennt Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku II eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á talþjálfun, frekari uppbyggingu orðaforða, ritun málsins, notkun orðabóka og lestur.

Tími Miðvikudagar 30. jan. - 6. mars kl. 19.30-21.40 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 21.000 Kennari Gyða Björgvinsdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Norska II - 30 stundir Námskeiðið er framhald af Norsku I en hentar einnig þeim sem hafa einhvern grunn í norsku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur, talæfingar og framburð. Farið verður áfram í grunnatriði málfræðinnar.

Tölvur I - 15 stundir Hentar vel fyrir 50 ára og eldri Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að nota netið og samskipavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig farið í byrjunaratriði í ritvinnslu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu.

Tími Þriðjudagar og miðvikudagar 5. - 19. febrúar kl. 19 -21.10 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 23.000 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Lærðu á iPad - 6 stundir Nýttu þér alla kosti iPadsins Farið verður í grunnatriði iPad spjaldtölvunnar frá Apple. Tengimöguleikar, flýtileiðir, tölvupóstur, grunnstillingar o.s.frv. Einnig verður sýnt hvernig sækja má forrit (apps), hvernig á að hlaða inn myndum, tónlist, skjölum o.fl. Þeim sem ekki hafa stofnað reikning hjá Apple verður leiðbeint í gegnum það. Þátttakendur þurfa að hafa iPad með sér á námskeiðið og hafa netfang sem þeir geta nálgast úr hvaða tölvu sem er.

Tími Mánudagur og miðvikudagur 18. - 20. mars kl. 18-20 Staður FnS, Hvolsvelli

Tími Mánudagar og miðvikudagar 21. jan. - 20. feb. kl. 18-20.10 Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Verð 8.900 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Verð 31.600 + námsefni 3.500 Kennari Heiður Eysteinsdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

8

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


TÖLVUR Tölvur II - 15 stundir

Auglýsingar og bæklingar - 9 stundir

Grunnþekking í tölvum nauðsynleg

Grunnþekking í tölvum nauðsynleg

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Markmiðið er að læra skipulagningu skjala í möppur, vistun gagna, og aðgerðir í ritvinnslu. Kynnt verður notkun netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun ritvinnslunnar og netsins.

Kennt er á útgáfuforritið Publisher. Á námskeiðinu læra þátttakendur að setja upp auglýsingar, bæklinga eða fréttabréf á prenthæft form. Kennt er að klippa og laga myndir og setja inn efni til skreytinga.

Tími Mánudagar og fimmtudagar 7. - 21. febrúar og staðir kl. 19-21, FnS, Hvolsvelli Mánudagar og miðvikudagar 27. feb. - 13. mars

Tími Þriðjudagar 12. feb. - 26. feb. kl. 18-20 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 12.500 Kennari Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fjöldi Lágmark 7, hámark 14

kl. 19-21, Sandvíkursetur, Selfossi Mánudagar og miðvikudagar 25. febrúar - 11. mars kl. 17.30-19.30, Grunnskólinn í Þorlákshöfn Verð 23.000 Kennarar Leifur Viðarsson og Sigríður Guðnadóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Excel og Word - 18 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í tölvunotkun. Megináhersla verður lögð á undirstöðuatriði í Excel, hvernig setja á inn formúlur, gera myndrit og útlitsmóta texta, sníða reiti o.fl. Farið verður í nokkur atriði í Word, s.s. uppsetningar, leturbreytingar, stíla o.fl. Bókin UTN103 eftir Jóhönnu Geirsdóttur er lögð til grundvallar.

Stafrænar myndir - 9 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, senda myndir í vefpósti o.fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í ritvinnslu.

Tími Mánud. og miðvikud. 28. jan. - 4. feb. kl.19-21 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 14.500 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 14

Tími Mánudagar og miðvikudagar 3. - 22. apríl kl. 17.30-19.30 Staður Grunnskólinn í Þorlákshöfn Verð 26.900 Kennari Sigríður Guðnadóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 14

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

9


HANDVERK OG

HÖNNUN

Skrautskrift - 15 stundir

Grunnnámskeið í leðurtöskugerð - 8 st.

Á námskeiðinu eiga þátttakendur að ná fullum tökum á að skrifa gotneska skrautskrift. Námskeiðið tekur þrjú kvöld og er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarbók innifalin í verðinu. Allir geta lært skrautskrift og er það auðveldara en virðist, m.a. vegna hraðvirkrar kennslutækni. Þátttakendur þurfa að hafa skrifbók meðferðis.

Kennt er að sauma tösku úr leðri, annað hvort úr gömlum leðurflíkum eða saumað úr nýju leðri. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta þær. Kennari útvegar allt annað sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði.

Tími Þriðjudagar 5. - 19. mars kl. 18-21.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Tími Laugardagur 16. mars kl. 11-16 Staður Víkurskóli, Vík

Verð 10.500

Verð 12.900 + efniskostnaður

Kennari Jens Guð, skrautskriftarkennari

Kennari Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri

Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Handmálun og spaði - 4,5 stundir

Leðurtöskugerð II - 8 stundir

Unnið verður með olíu á striga. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunnið málverk að stærð 80x20. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammar á striga. Hentar bæði vönum og óvönum.

Námskeiðið er framhald grunnnámskeiðs í leðurtöskugerð þar sem þátttakendur þróa leðursauminn enn frekar. Saumaðar eru töskur eða fylgihlutir úr leðri. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta slíkt. Kennari útvegar allt annað efni sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði.

Tími og Þriðjudagur 19. febrúar kl. 18-21 staðir Sandvíkursetur, Selfossi

Tími Miðvikudagur 20. febrúar kl. 17-22

Þriðjudagur 5. mars kl. 18-21

Staður Grunnskólinn í Hveragerði

Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Nýtt

Verð 12.900

Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

Handgerð páska- og fermingakerti -10 s. Unnið verður með Paraffín, bívax og endurunnið kertavax. Kennt verður m.a. að búa til páskakerti, fermingarkerti, skúlptúrkerti í vatnsbaði og páskakörfu úr hænsnaneti og kertavaxi ásamt páskaskrauti.

Tími Laugardagur 16. mars kl. 10.00-17.15. Staður Sólheimar í Grímsnesi Kennari Erla Thomsen, kertagerðarkona

RANGÁRÞING 10

YTRA

Nýtt

Nýtt

Fjöldi Lágmark 6, hámark 8

Að skera í tré með Siggu á Grund III - 12 Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, heldur framhaldsnámskeið í tréútskurði. Efni verður selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiðum I og II hjá Siggu í útskurðarlistinni.

Tími Þriðjudagar 26. febrúar - 19. mars kl. 17-19.10 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 27.000 + efniskostnaður

Verð 15.000, innifalið er allt efni og léttar veitingar Fjöldi Lágmark 6, hámark 8

Verð 12.000 + efniskostnaður Kennari Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri

Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari

Nýtt

Fjöldi Hámark 5

MÝRDALSHREPPUR Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


HANDVERK

OG HÖNNUN

Gerð helgimynda/íkona - 22 stundir

Rafsuða fyrir almenning - 8 stundir

Á námskeiðinu verður kennd hefðbundin aldagömul aðferð við málun íkona. Byrjað er á að setja gifsblöndu á tréplötu, síðan er myndin dregin á og rist í gifsið. Að því loknu er svo málað eftir kúnstarinnar reglum með egg tempera, þ.e. duftlitum sem blandaðir eru eggjarauðu og ediki. Farið er í sögu íkona og gildi þeirra í rétttrúnaðarkirkjunni, einnig fjallað um liti og tákn í helgimyndunum. Að námskeiði loknu ættu nemendur að hafa lokið við eina mynd og lært aðferð og tækni við gerð slíkra mynda.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri grunnatriði í rafsuðu, læri að lesa og nota upplýsingar á umbúðum rafsuðuvírs, að stilla rafsuðuvélina, nota hendur, augu, og eyru til rafsuðu, sjón-skoða og meta hvort suða sé góð eða slæm. Að kunna að varast hættur varðandi mengun og eldshættu af rafsuðu og geislun sem valdið getur bruna á húð og skaða á skjaldkirtli.

Staður Hamar, verknámshús FSu, Selfossi

Tími Fimmtudagar 7. - 21. mars, kl. 17-22

Verð 26.500 + 3000 efniskostnaður

Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 32.900

Tími Mánudagar 11. og 18. mars, kl. 18-20.50

Nýtt

Kennari Konstantinos Zaponidis, listamaður

Nýtt

Kennari Borgþór Helgason, framhaldsskólakennari Fjöldi Lágmark 3, hámark 5

Fjöldi Lágmark 8, hámark 14

Rýmishönnun heimila - 12 stundir Lissugerð - 9 stundir Velþekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum, þetta er kennt á lissunámskeiði. Aðferðin kennd og þátttakendur gera prufur á sérstakt lissubretti sem fæst hjá leiðbeinanda.

Tími Þriðjudagar 12. og 19. mars, kl. 17.50-21 Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Nýtt

Verð 21.800 (19.300 fyrir félagsmenn

Heimilisiðnaðarfélagsins). Efni í prufur og áhöld fást hjá kennara og kostar u.þ.b. 5000 kr. Kennari Alma Róbertsdóttir

Á námskeiðinu verður fjallað um rýmisskipulag heimilisins, hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið þannig vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður yfir litaval og áhrif lita á fólk, lýsingu og birtu sem hæfir hverju rými, hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera (losna við/bæta við), Feng-shui fræðin og tilhögun hluta í rýminu. Gott er að vera með teikningu af húsnæðinu í einhverri mynd til að hver og einn geti sett niður hugmyndir og unnið út frá sínu heimili.

Tími Fimmtudagar 24. janúar - 14. febrúar kl. 19.30-21.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 14.400

Fjöldi Hámark 14

Kennari Ingunn Jónsdóttir, hönnuður Fjöldi Lágmark 8, hámark 16

Orkering - 16 stundir Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur og dúka með þar til gerðri skyttu. Orkeraðar blúndur eru t.d. notaðar í skartgripi og framan á ermar á peysufötum. Efniskostnaður og áhöld eru innifalin í verði.

Tími Þriðjudagar, 9. - 23. apríl kl. 18-22 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 38.950 (34.300 fyrir félagsmenn Heimilisiðnaðarfélagsins). Innifalið í verði er orkeringar-skytta, garn, og heklunál. Kennari Astrid Björk Eiríksdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Nýtt

Gler og hönnun - 12 stundir Á námskeiðinu læra nemendur að skera, slípa og tina gler. Farið verður í grunnaðferðir í tinuðu gleri þar sem nemendur þurfa að teikna, hanna og gera sinn eigin lampa. Einnig verður farið í það hvernig setja skal rafmagn í lampa af þessari gerð svo alls öryggis sé gætt. Nemendur fá allt efni í lampagerðina á námskeiðinu en þurfa að taka með sér stílabók, skriffæri og plástur. Miðað er við fullklárað verkefni til að ljúka námskeiði.

Tími Þriðjudagar, 5. - 19. febrúar kl. 18-20.50 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 16.000

Nýtt

Kennari Þóranna Lilja Snorradóttir hönnunar- og smíða kennari og Jóhann P. Jóhannsson rafverktaki Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

11


ÝMIS NÁMSKEIÐ Veðurfræði - 12 stundir

Jarð- og landafræði - 12 stundir

Markmið er að þátttakendur skilji betur eðli veðurs á Íslandi og læri að átta sig á veðurboðum í umhverfi sínu. Ljósmyndir verða einnig sýndar til skýringar. Farið er yfir undirstöðu veðurfræði og eðli veðurkerfa, hvernig hæðir og lægðir verða til og hver eru gagnkvæm áhrif þeirra, mikilvægi landslags á Íslandi gagnvart veðri, hnúkaþeyr, lofthiti, skýjamyndun og skýjafar. Fjallað verður um þýðingu veðurfræði í snjóflóða- og hafísspám og fyrir sjófarendur. Lítillega verður einnig fjallað um flugveðurfræði.

Markmið er að þátttakendur læri að lesa betur í landið eins og bók, og skilji hvernig umhverfið á Íslandi er mótað af jarðskorpuhreyfingum, eldi og ís frá ómunatíð! Byggt verður m.a. á lýsandi ljósmyndum úr lofti. Farið er yfir grundvallaratriði flekahreyfinga og myndun Íslands. Farið er yfir eðli og mismunandi gerðir eldstöðva. Mismunandi tegundir hrauna eru skoðaðar. Ummerki skriðjökla í landmótun eru skoðuð. Áhrif berggrunnsins á gróður og gróðurþekju. Stöðuvötn og vatnastæði. Vatnsföll og myndun fljóta. Nokkur sérstök jarðfræðifyrirbæri verða skoðuð.

Tími Mánudagar 4. - 18. febrúar kl. 19-21.50

Tími Mánudagar

Staður Sandvíkursetur, Selfossi

4.-18. mars kl. 19-21.50

Verð 14.400 Kennari Björn Rúriksson

Nýtt

Fjöldi Lágmark 10

Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 14.400

Nýtt

Kennari Björn Rúriksson Fjöldi Lágmark 10

Smáframleiðsla matvæla í Kötlu Jarðvangi - 18 stundir

Íslendingasögur, Njála - 15 stundir

Markmið: Að kynna fyrir þátttakendum möguleika í smáframleiðslu matvæla, leiðir til að auka verðmæti þeirra, kynningu á stuðningskerfinu og veita þeim sem vinna við framleiðslu eða nýtingu staðbundinna afurða, eða hafa hugmyndir til að hrinda í framkvæmd aðgang að sérfræðingum til að þróa sínar vörur og þjónustu nánar. Námskeiðið er liður í því að styrkja matvælaframleiðslu og matartengda ferðaþjónustu á svæðinu. Námskeiðið er opið öllum á Kötlu Jarðvangs svæðinu sem áhuga hafa á staðbundinni matvælaframleiðslu. Kennt verður tvisvar á Hvolsvelli, einu sinni í Vík og á Klaustri og alltaf fjarkennt á hina tvo staðina. Þátttakendum gefst því kostur á að vera hvort heldur sem er í staðkennslu eða fjarkennslu. Á meðan á námskeiðinu stendur býðst þátttakendum kostur á að vinna með sérfræðingum að hugmyndum sínum og boðið verður uppá sérhæfða ráðgjöf og endurgjöf um vöruna sjálfa, umbúðirnar eða markaðsmál, fjármögnun og styrktarmöguleika. Meðal efnis verður: Matartengd ferðaþjónusta, vöruhönnun, matarmenning, verðmætaaukning staðbundinna matvæla, markaðsmál o.fl.

Tími Miðvikudagar og fimmtudagar 6., 7., 13. og 14. mars kl. 13-16 Staðir Fræðslunetið Hvolsvelli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli, fjarkennsla

Þátttakendur hitta kennara einu sinni í viku, alls fimm sinnum. Í fyrsta skiptið mun leiðbeinandi gefa almennt yfirlit yfir Íslendingasögurnar sem bókmenntagrein og fjalla stuttlega um Brennu-Njáls sögu, byggingu hennar og helstu einkenni. Einnig verði byrjað að ræða efni sögunnar. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi þá þegar lesið u.þ.b. 45 fyrstu kaflana. Námskeiðinu vindur svo fram með umræðum um afmarkaða þætti sögunnar, helstu atburði og persónur. Tækifæri gefst til að „smjatta á textanum“, skoða gullkorn og óborganleg tilsvör. Megináherslan á námskeiðinu verður lögð á það að þátttakendur njóti þess saman að lesa góðar bókmenntir, deili hverjir með öðrum hugmyndum og þeirri upplifun sem af bókalestri hlýst. Fræðileg umfjöllun verður í aukahlutverki en að öðru leyti getur námskeiðið þróast í þær áttir sem þátttakendum hentar og þeir óska eftir.

Tími Miðvikudagar 6. mars - 10. apríl, kl. 19-21 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 15.900

Nýtt

Kennari Gylfi Þorkelsson Fjöldi Lágmark 10

Nýtt

Verð 3.000, námskeiðið er niðurgreitt af IPA styrk Evrópusambandsins Námskeiðið er haldið af Kötlu Jarðvangi í samvinnu við Fræðslunetið.

12

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


ÝMIS

NÁMSKEIÐ

Lærðu að spila bridge - 15 stundir

Arfur kynslóðanna - 9 stundir

Í samvinnu við Bridgefélag Rangæinga

Á námskeiðinu er leiðbeint um hvernig hægt er að bera sig að við að skrá niður lífshlaup sitt eða annarra, skemmtilegar sögur, munnmælasögur eða minningar sem gaman er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Fjallað er um heimildagildi skjala, t.d. ljósmynda, dagbóka og bréfa og rætt um varðveislu þeirra. Héraðsskjalasafnið verður heimsótt og starfsemi þess kynnt.

Allir geta lært að spila bridge, en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður Standard-sagnakerfisins. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri og ekkert mál að mæta stakur/stök. Markmið að þátttakendur: • þekki undirstöðuatriðin í bridge • þekki hugtök sem tengjast bridge og notkun þeirra • öðlist færni í gangi spilsins

Miðað er við 75% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Mánudagar 4. - 18. mars, kl. 17.30-19.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi,

• hafi öðlast skilning á sagnatækni

Ef næg þátttaka fæst verður einnig hægt að

• þekki mismunandi keppnisform í bridge

halda námskeiðið í Þorlákshöfn

Tími Fimmtudagar 7. febrúar - 7. mars kl. 19-21 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 3000 + bókin Bridge frá byrjun 2.500 Kennari Sigurður Skagfjörð Ingimarsson

og verður tímasetning þá auglýst síðar. Verð 10.800 Kennari Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Nýtt

Nýtt

Fjöldi Lágmark 8

Framsögn og framkoma - 6 stundir

Á tímamótum - 24 stundir

Fjallað verður um grunnatriði upplestrar - jafnt tæknileg atriði sem bókleg. Unnið verður með mismunandi texta frá ólíkum tímum bundið mál, laust ritmál og talmál. Áhersla lögð á mikilvægi skilnings á textanum og grunnatriði bragfræðinnar reifuð - ekki síst atkvæði, kveður, áherslur, kliður og hrynjandi. Þátttakendur æfa sig á allskyns texta, þenja brjóst og sperra stél.

Fjallað verður um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks þegar starfslok nálgast og í framhaldi þeirra, andlegt og líkamlegt heilsufar, sjálfsmynd, lífsgæði og hugarfar á þessum tímamótum. Einnig um áhrif mataræðis á heilsuna, næringu, hreyfingu og heilsugæslu. Þjónusta sveitarfélaga verður kynnt sem og þjónusta Tryggingastofnunar og málaflokkar sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands s.s. reglur um greiðslur lífeyris og útreikning lífeyris, viðmiðunartekjur, frítekjumörk, réttindi o.fl. Samtök eldri borgara og félög eldri borgara, kynning.

Tími Þriðjudagar 5. og 12. mars kl. 18-20 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 8.000

Nýtt

Kennari Sigurður Hróarsson, bókmennta- og leikhúsfræðingur Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð Frítt fyrir félaga í stéttarfélögum á Suðurlandi Námskeiðið er haldið í samvinnu við verkalýðsfélögin á Suðurlandi. Innritun og upplýsingar í síma 560 2030.

Lærðu að búa til sushi - 4,5 stundir

Kryddjurtir og grænmeti - 5 stundir

Í samstarfi við Kaffi Krús

Fjallað verður sérstaklega um ræktun kryddjurta og nokkurra algengustu tegunda matjurta með lífrænni áherslu. Ítarlega verður fjallað um forræktun, þ.e. sáningu, pottun, vökvun og áburðargjöf svo að fáist sem bestar plöntur til útplöntunar. Einnig verður fjallað um gróðursetningu, umhirðu og uppskeru sömu tegunda ásamt algengustu vandamálum.

Farið verður yfir það helsta sem þarf til að útbúa gómsætt sushi. Að lokinni sýnikennslu rúlla allir sitt sushi sem þátttakendur snæða saman í lokin. Þátttakendur fá startpakka með sushivörum frá Red dragon, allt hráefni og upplýsingabækling.

Tími Miðvikudagur 23. janúar, kl. 19-22 Staður Kaffi Krús, Selfossi Verð 8.900, allt innifalið Kennari Fannar Geir Ólafsson, matreiðslumaður Fjöldi Lágmark 6, hámark 12

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Mánudagur 18. mars, kl. 18-21.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 6.500 Kennari Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur Fjöldi Lágmark 10

13


14

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


NÁMSKEIÐ Ofnæmi - 15 stundir Markmið: Að þekkja ofnæmi, fyrstu viðbrögð og meðferð. Lýsing: Fjallað verður um ofnæmi, hvað einkennir ofnæmi og hvað er að gerast í líkamanum. Hvað bráðaofnæmi er og hvernig það lýsir sér, hvað skal gera og hvers vegna. Þá verður fjallað um mun á ofnæmi og óþoli, hvernig tekið er á móti þessum sjúklingum og hvers þarf að gæta varðandi þá. Miðað er við 100% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Fimmtudagarnir 7. og 14. mars og miðvikudaginn 13. mars kl. 17-20.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 19.000

Nýtt

Kennari Sigrún Sunna Skúladóttir, bráðahjúkrunarfræðingur Fjöldi Lágmark 10

FYRIR SJÚKRALIÐA Öldrunarbreytingar og andleg líðan eldri borgara - 6 stundir Markmið: Að auka þekkingu sjúkraliða á þeim breytingum sem eiga sér stað við öldrun og á geðheilsu eldri borgara Lýsing: Farið verður stuttlega yfir líkamlegar, félagslegar og vitrænar breytingar sem fylgja öldrun. Einnig verður rætt um birtingarmynd þunglyndis og kvíða hjá eldra fólki og hvaða leiðir til úrbóta henta best fyrir þennan aldurshóp. Talað verður um heilabilun og fylgikvilla hennar og rætt um áhrif á nánustu aðstandendur. Einnig verður ítarlega fjallað um ákveðið meðferðarform sem hefur reynst vel til að vinna með ýmsa hegðunarerfiðleika og kvíða hjá fólki með heilabilun og hentar vel til notkunar á heilabilunardeildum, dagþjálfunum, í heimaþjónustu og af aðstandendum. Miðað er við 100% viðveru til að ljúka námskeiði og virka þátttöku í námskeiðinu.

Tími Þriðjudagur 30. apríl, kl. 17-22 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 12.500

Nýtt

Kennari Dr. Erla Sigríður Grétarsdóttir, sálfræðingur Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

15


FLUTNINGUR,

NÝ NÁMSBRAUT OG TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ rafknúin útidyrahurð og komið er beint inn í húsnæðið sem er á jarðhæð. Kennslueldhús er til staðar og er það rúmgott eins og aðrar stofur.

Námskeið Fjölmenntar á Selfossi verða nú framvegis haldin í nýju húsnæði Fræðslunets Suðurlands í Sandvíkursetri við Bankaveg. Þar er gott aðgengi fyrir fólk í hjólastól, s.s.

Í febrúar hefst lengri námsbraut sem er sérstaklega ætluð fólki með skerta náms- og/eða starfsfærni. Námsbrautin ber heitið: Vinnan, lærðu og njóttu! Námið er 150 stunda starfsnám og þátttakendur kynnast atvinnulífinu, réttindum, skyldum og ábyrgð sem fylgir því að vera

starfsmaður og einnig því sem snýr að vinnuveitanda. Innritun fer fram í síma 560 2030. Á vorönn 2013 verður auðugt framboð af tómstundanámskeiðum Fjölmenntar í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Stefnt er að því að halda tæplega 20 mismunandi námskeið á vorönn og gert er ráð fyrir að hóparnir verði í kringum 25 talsins. Upplýsingar um námskeiðin eru á næstu síðum. Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri.

VINNAN, LÆRÐU OG NJÓTTU! Nýtt nám á vorönn 150 STUNDA

STARFSNÁM

Þátttakendur kynnast atvinnulífinu, réttindum, skyldum og ábyrgð sem fylgir því að vera starfsmaður og einnig því sem snýr að vinnuveitanda. Verð: 28.000 Námskeiðið er styrkt af menntamálaráðuneytinu. Innritun og nánari upplýsingar í síma 560 2030 16

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


Heilsu-smiðja - 24 stundir Á nám-skeiðinu er heilsan í fyrirrúmi, fræðsla um hollt matar-æði og næringu, út-búnir léttir réttir, fjallað um hreyfingu og rætt um leiðir til þess að stunda reglu-bundna hreyfingu og farið í göngu-ferðir. Gerð er einstaklings-miðuð þjálfunar-áætlun. Tími Mánudagar og fimmtudagar 11. febrúar - 18. apríl kl. 16.15-17.15 frí 25. febrúar, 25. og 28. mars og 1. apríl Staður Sandvíkursetur og Actic, Sundhöll Selfoss Verð 15.700, aðgangur í líkams-rækt innifalinn Umsjón Vatn og heilsa, Eygló Hansen og Guðríður Egilsdóttir

Kraftganga - 9 stundir Farið verður í göngu-ferðir og kenndar teygju-æfingar. Áhersla er lögð á að þátt-takendur njóti þess að hreyfa sig úti í náttúrunni í góðum félags-skap. Þátt-takendur hafa með sér stuðnings-aðila ef þörf þykir. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Gengið frá Sandvíkursetri, Selfossi

Hollur og góður matur - 20 stundir Kennt er að útbúa hollan, góm-sætan og fjöl-breyttan mat. Nám-skeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir, einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglu-lega heima. Tímar Hópur 3, fimmtudagar 21. febrúar - 21. mars og hlé í 3 vikur, 11. apríl - 23. maí kl. 17-18.20 frí 25. apríl og 9. maí Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 12.200 Kennari Herborg Auðunsdóttir

Leikræn tjáning - 21 stund Unnið verður með fram-komu, sjálfstraust og samvinnu í formi leikrænnartjáningar. Tími Þriðjudagar 12. febrúar - 9. apríl kl. 16-18, frí 26. feb. og 26. mars Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 9.900 Kennari Íris Árný Magnúsdóttir

Nýtt

Verð 4.900 Umsjón Vatn og heilsa, Eygló Hansen

Tónlist, skynjun, sam-spil - 12 stundir Þessi nám-skeið eru ætluð fólki sem hafa lítið form-legt mál. Við syngjum og spilum á hljóð-færi, stundum saman og stundum til skiptis.

Hollur og góður matur - 20 stundir Kennt er að útbúa hollan, góm-sætan og fjöl-breyttan mat. Nám-skeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir, einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglu-lega heima. Tímar Hópur 1 - Mánud. kl. 8.40-10 og Fimmtud. kl. 13.40-15

Tími Föstudagar 1. febrúar - 22. mars kl. 13.30-14.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 9.100 Umsjón Tónsmiðjan, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir

11. febrúar - 18. mars, frí 25. febrúar Hópur 2 - Mánud. kl. 10.20-11.40 og fimmtudagar 15.20-16.40, frí 25. febrúar 11. febrúar - 18. mars, frí 25. febrúar Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 12.200 Kennari Guðríður Egilsdóttir Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

17


Tónlist, söngur, hljóð-færi - 12 stundir Tónlistar-hópur sem kemur saman til að syngja og spila á hljóð-færi undir stjórn tónlistarkennara. Taktur æfður með notkun slagverks-hljóðfæra. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi Verð 6.500 Umsjón Tónsmiðjan, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir

Skartgripagerð - 9 stundir Þátt-takendur búa til skartgripi úr Polymer plast-leir. Gerðir verða eyrnalokkar og hringur.

Tími Hópur 1 - Þriðjudagar og fimmtudagar 15. - 31. janúar kl. 16.10-17.10 Hópur 2 - Mánudagar kl. 10.20 - 11.40 og fimmtudagar 15.20-16.40 11. febrúar - 4. mars- frí 25. febrúar Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 6.100

Nýtt

Kennari Herborg Auðunsdóttir

Myndlist - 20 stundir

Fatasaumur - 12 stundir Þátt-takendur vinna að því að sauma flík, nýta til þess upplýsinga-tækni, teikna og ýmislegt fleira til þess að vinna að verk-efninu.

Á námskeiðinu verður teiknað, málað og litað. Þátt-takendur búa til myndir. Áhersla lögð á að ýta undir sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið. Mismunandi efni og aðferðir kynntar. Tími Hópur 1 - 16. janúar - 20. mars, miðvikudagar kl. 16.10-17.30 Hópur 2 - 16. apríl - 20. maí, mánudagar

Tími Mánudagar 21. janúar - 4. mars kl. 13.40-15.00, frí 25. febrúar Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 11.800 Kennari Halldóra H. Valdimarsdóttir

Prjóna-smiðja - 12 stundir Pjóna-námskeiðið heitir smiðja og ber heitið vegna þess að þátt-takendur vinna ekki einungis að gerð prjónaðs hand-verks heldur einnig að því að vinna með garn og mynstur. Tími Fimmtudagar 14. febrúar - 21. mars kl. 15.20-16.40 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 10.700 Kennari Halldóra H. Valdimarsdóttir

18

kl. 10.20 og fimmtudagar 15.20-16.40 Frí 25. apríl og 9. maí Staður Sandvíkursetur Verð 13.200 Kennari Herborg Auðunsdóttir

Smíði - 9 stundir Á námskeiðinu verða kennd undirstöðu-atriði í tré-smíði. Þátttakendur læra að þekkja helstu verk-færi, umgengni og beitingu þeirra. Smíðaður verður nytjahlutur. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Hamar, verknámshús FSu, Selfossi Verð 9.100 Kennari Svanur Ingvarsson

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


Listasmiðja - 20 stundir

Samskipti, facebook og sjálfsmynd 9 st.

Nám-skeiðið felur í sér skapandi starf í gegnum mynd-list, mósaik og ljósmyndun. Hentar þeim sem hafa áhuga á handverki og að efla færni sína í því. Tími Mánudagar kl. 8.40-10 og fimmtudagar kl. 13.40-15, 8. apríl - 16. maí

Tími Mánudagar og miðvikudagar 8. - 24. apríl kl. 16 - 17

frí 25. apríl og 9. maí

Staður Sólheimar

Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Verð 6.500

Verð 13.200

Nýtt

Kennari Anna Linda Sigurðardóttir

Kennari Herborg Auðunsdóttir

Lærðu um réttindi þín - 24 stundir

Tölva - 20 stundir Tölvu-námskeið miðað við getu-stig hvers og eins. Grunnur í rit-vinnslu og hagnýt upplýsinga-tækni

Tími Mánudagar kl. 8.20-9.40 og fimmtudagar kl. 13.40-15 8. apríl - 16. maí, frí 25. apríl og 9. maí

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér félög fólks með fötlun og/eða hafa áhuga á því að kynna sér í hverju það felst að vera tals-maður fólks með fötlun. Kynntur verður sam-ningur Sam-einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Verð 11.800

Verð 12.700

Nýtt

Kennari Kristjana Sigmundsdóttir

Kennari Leifur Viðarsson

Tölvan, leikir og netið - 16 stundir Á nám-skeiðinu fá þátt-takendur tækifæri til að prófa sig áfram við notkun á tölvum og hvaða fróðleik og skemmtun netið hefur uppá að bjóða. Tími Hópur 1 - Mánudagar og þriðjudagar Kl. 16.10-17.30, 28. janúar - 19. febrúar Tími Hópur 2-Mánud. kl. 8.20-9.40 og fimmtud. kl. 13.40-15. 11. feb.- 11. mars, frí 25. feb Staður Sandvíkursetur, Selfossi Tími Hópur 3 - Mánudagar og miðvikudagar 8. apríl - 6. maí kl. 16-17.20, frí 1. maí Staður Sólheimar Verð 11.000

Fjallað verður um net-notkun út frá siðferðis-legri hlið. Kennsla fer fram í formi umræðna og tekin verða dæmi af því hvernig facebook er notað, t.d. þegar um einelti er að ræða.

Mál, tjáning, sjálfs-mynd - 18 stundir Nám-skeiðið er ætlað þeim sem vilja eflast í sam-skiptum og styrkja sjálfsmyndina. Náms-efnið er að hluta til byggt á ART. Til þess að koma til móts við fleiri er allt náms-efnið sett fram á myndrænan hátt og einnig verður notað Tákn með tali. Tími Mánudagar 7. janúar - 15. apríl kl. 14.45-15.45, frí 25. feb., 25. mars og 1. apríl Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Nýtt

Verð 11.500

Nýtt

Kennarar Halldóra H. Valdimarsdóttir (hópar 1 og 3) Leifur Viðarsson (hópur 2) Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

19


Skyndihjálp - 9 stundir Nám-skeiðið er ætlað þeim sem vilja læra grunn-atriði skyndi-hjálpar, sálræns stuðnings og öðlast grunn-færni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráða-tilfellum. Viðfangs-efni eru til dæmis endur-lífgun, losun aðskotahluta, bruna-sár, blæðing, bein-brot og höfuð-áverkar.

Enska II - 16 stundir Nám-skeiðið er fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku og vilja bæta þekkingu sína og færni í lestri og ritun og þjálfa betur tal-mál. Lesinn verður fjölbreyttur texti. Tími Mánudagar kl. 10.20-11.40 og fimmtudagar kl. 15.20-16.40

Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 4.200 Kennari Laufey Gissurardóttir

Snyrti-námskeið - 12 stundir Nám-skeiðið hentar einkum konum. Þátt-takendur koma með eigin snyrtitösku og fá kennslu og ráð-leggingar varðandi um-hirðu húðar og förðun. Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 15. janúar - 7. febrúar 8.50- 9.50 Staður Snyrtistofan Myrra, Hrísholti 4, Selfossi Verð 8.700

8. apríl - 6. maí, frí 25. apríl Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 11.000 Kennari Anna Linda Sigurðardóttir

Stærð-fræði í dag-legu lífi - 20 stundir Nám-skeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa lítinn grunn í stærð-fræði. Unnið verður út frá getu-stigi hvers og eins. Áhersla er lögð á nýtingu í dag-legu lífi. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 11.000 Kennari Þóra Þórarinsdóttir

Kennari Þórdís Þórðardóttir

Lestur og ritun - 20 stundir Enska I - 16 stundir Nám-skeiðið er ætlað fyrir byrjendur. Kennsla miðast við getu-stig hvers og eins. Kenndur verður grunn-orðaforði sem nýtist í dag-legu lífi. Áhersla verður lögð á að æfa tal-mál og fram-burð. Tími Ákveðið síðar ef næg þátttaka fæst Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 11.000 Kennari Anna Linda Sigurðardóttir

Nám-skeiðið er fyrir fólk sem langar að ná betri tökum á lestri. Nám-skeiðið miðast við að þátt-takendur eflist í ritun á eigin móðurmáli. Unnið verður útfrá getu-stigi hvers og eins. Að auki verður unnið með framsögn. Tími Mánudagar kl. 10.20-11.40 og fimmtudagar kl. 15.20-16.40 11. febrúar - 18. mars - frí 25. febrúar Staður Sandvíkursetur, Selfossi

Nýtt

Verð 13.700 Kennari Anna Linda Sigurðardóttir

AÞS 20

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


MYNDIR ÚR STARFINU Skynjun, virkni, vellíðan og samspil - 14 s Markmiðin eru einstaklings-bundin, t.d. hjá sumum er mark-miðið að auka virkni og áhuga með því að láta eitt-hvað athyglis-vert gerast. Aðrir vilja ná slökun og vel-líðan í öruggu og notalegu um-hverfi. Tími Þriðjudagar 2. apríl - 14. maí kl. 10.10-11.30 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 10.400 Kennari Rakel Þorsteinsdóttir

Frá undirritun samstarfssamnings Fjölmenntar og Fræðslunetsins. Gylfi Þorkelsson formaður stjórnar FnS og Bjarni Kristjánsson formaður stjórnar Fjölmenntar.

Rofar og umhverfis-stjórnun -14 stundir Notaðir eru rofar til að stjórna tölvu, segul-bandi, ljósum og fleira. Unnið er mark-visst að því, út frá áhuga-sviði hvers og eins þátt-takanda, að finna leiðir til þess að fólk geti stjórnað einhverju í umhverfi sínu og þar með ráðið meiru um það sem gerist í dag-legu lífi og verið virkari með öðrum. Tími Mánudagar 21. janúar - 11. mars kl. 13.10 - 14.30, frí 25. febrúar Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 10.400 Kennari Rakel Þorsteinsdóttir

Mál og tjáning - 14 stundir

Lionsfélagið Embla veitti Fræðslunetinu 100.000 kr. styrk til tækjakaupa. Á myndinni eru frá vinstri: Margrét Jónsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Guðmunda Auðunsdóttir, Stefán Smári Friðgeirsson og Ragnar Bjarki Ragnarsson.

Nám-skeið fyrir fólk sem tjáir sig lítið. Hefur lítið form-legt mál en skilur tal-mál að ein-hverju marki. Á nám-skeiðinu verður unnið með mál í öllum mögu-legum myndum, Tákn með tali, myndir og/eða hluta-tákn. Tími Hópur 1 - Mánudagar 7. janúar - 18. febrúar kl.16.10-17.30 Hópur 2 - Þriðjudagar og fimmtudagar 15. jan.- 7. febrúar kl. 8.40-10 Staður Sandvíkursetur, Selfossi Verð 10.400 Kennari Rakel Þorsteinsdóttir

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Það er vel tekið á því í ræktinni. Hér er hópur sem hefur fengið að svitna ærlega.

21


MYNDIR ÚR STARFINU

Íslenskunámskeið á Selfossi.

22

Trésmíði fyrir konur á Selfossi.

Fræðslunet Suðurlands - námsvísir vor 2013


MYNDIR ÚR STARFINU

Gagn og gaman, Selfossi.

Frumkvöðlasmiðja, Selfossi.

Raunfærnimat málmiðna.

Meðferð matvæla, Selfossi.

Grunnmenntaskóli, Selfossi.

Sterkari starfsmaður, Hvolsvelli.

BLÁSKÓGABYGGÐ

SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

S KAFTÁRHREPPUR

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR

RANGÁRÞING

EYSTRA

23


ÓKEYPIS

NÁMS– OG

STARFSRÁÐGJÖF HJÁ

FRÆÐSLUNETINU Upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat  Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

 Hefur þú áhuga á að fara í nám?  Viltu uppgötva hæfileika þína, kanna áhugasvið þitt eða færni?  Viltu fá aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsóknar?  Viltu láta meta færni þína til skólaeininga?  Ertu á tímamótum í leit að vegvísi? Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafar og annast þær ráðgjöfina og aðstoða þá sem eftir leita. Aðsetur þeirra er í Sandvík v/Bankaveg. Tímapantanir í síma 560 2030 eða á fraedslunet@fraedslunet.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.