Námsvísir haustannar 2013

Page 1

Námsvísir haust 2013

LÆRUM ALLT

LÍFIÐ


NÁMSKEIÐ

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi Fjölheimar við Bankaveg 800 Selfoss Sími: 560 2030 Fræðslunetið Hvolsvelli Vallarbraut 16, 860 Sími: 560 2038 ; 852 2155 Fræðslunetið Vestur-Skaftafellssýslu Kötlusetri Víkurbraut 28, 870 Vík Sími: 560 2048 ; 852 1855 fraedslunet@fraedslunet.is http://fraedsluent.is Vertu aðdáandi á Facebook: Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi

© FnS, september 2013 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir: Starfsfólk Fræðslunetsins

Lærum allt lífið 2

HAUST

2013

Námskeið

Staðir

Síða

Námsbrautir FA

Hvolsvöllur, Selfoss, Þorlákshöfn

5

Átthagafræði í Árnessýslu

Bláskógabyggð/Grímsnes

6

Fræðsluerindi

Selfoss og fjarfundir

7

Námskeið í Vestur-Skaftafellssýslu

Vík og Klaustur

7

Íslenska

Víða á Suðurlandi

8

Erlend tungumál

Hvolsvöllur, Selfoss

8

Tölvur

Selfoss

8-9

Skrautskrift I og framhald

Hvolsvöllur, Selfoss

10

Handmálun og spaði

Hvolsvöllur, Hveragerði

10

Leður, skinn og skart

Selfoss

10

Að skera í tré með Siggu á Grund

Selfoss

10

Fornar ísaumsaðferðir

Hvolsvöllur, Selfoss

11

Lærið að hekla

Selfoss

11

Málmsmíði

Selfoss

11

Gler og hönnun

Selfoss

11

Orkering

Hvolsvöllur, Selfoss, Þorlákshöfn

11

Handgerði kerti og aðventukransar

Sólheimar

12

Málun með akríllitum á striga

Selfoss

12

Reiknaðu með mér

Selfoss

13

Reiknaðu meira með mér

Selfoss

13

Úr skuldum í jafnvægi

Selfoss

13

Skipulag og hönnun heimila

Hvolsvöllur

13

Spáðu í Tarotspil

Selfoss

13

Verkefnastjórnun

Selfoss

13

Matreiðslunámskeið

Selfoss

15

Námskeið fyrir fatlað fólk

Selfoss, Sólheimar

17-20

Námskeið fyrir sjúkraliða

Selfoss og fjarfundur

21

Vinnustofa í Wordpress vefsíðugerð

Selfoss, Vík, Höfn

22

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs

Hvolsvöllur, Vík og Klaustur og fjarfundir

23

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


FRÆÐSLUNETIÐ -

SÍMENNTUN Á SUÐURLANDI

Tuttugasta og níunda námsönn Fræðslunetsins er nú að hefjast. Eins og jafnan áður er reynt að hafa námsframboðið sem fjölbreytilegast, blöndu af einingabærum námsbrautum og almennum námskeiðum af ýmsu tagi. Það er von okkar að sem flestir finni nám við sitt hæfi. Ég hvet fólk til að kynna sér námsvísinn vel og draga ekki að skrá sig til náms.

Raunfærnimat Fyrir nokkrum árum byrjaði Fræðslunetið að meta raunfærni fullorðins fólks. Með því er metin hæfni eða færni fólks burtséð frá því hvar hennar er aflað. Margir hafa nú lokið raunfærnimati hjá Fræðslunetinu og hjá flestum hefur það orðið hvatning til að ljúka formlegu námi. Í haust bjóðum við uppá raunfærnimat í málmsuðu og slátrun. Allt síðan árið 2006 hefur Fræðslunetið boðið upp á náms- og starfsráðgjöf. Komið hefur í ljós að þörfin fyrir þessa þjónustu er mikil enda hefur fjöldi fólks nýtt sér hana hvort heldur er til að takast á hendur nám, ný störf eða til að styrkja sig í einkalífinu. Viðtöl við náms- og starfsráðgjafana eru ókeypis.

Nýir starfsmenn og starfsstöð Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá Fræðslunetinu í haust. Málfríður Erna Samúelsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við símenntun fatlaðs fólks á Suðurlandi. Árni Rúnar Þorvaldsson er ráðinn af Fræðslunetinu og Háskólafélagi Suðurlands í sameiningu, með stuðningi sóknaráætlunar Suðurlands, til að sinna uppbyggingu

símenntunar í Vestur- Skaftafellssýslu og nærsveitum. Árni hefur starfsstöð í Vík. Þá hefur Sigríður Erna Kristinsdóttir nýlega hafið störf hjá Fræðslunetinu, og Kristina Tyscenko sem einnig er starfsmaður Háskólafélagsins. Þau eru öll boðin velkomin í hópinn. Fjórir mikilvægir áfangar náðust á árinu. Þar skal fyrst telja flutninga Fræðslunetsins í Fjölheima á Selfossi. Þar er Fræðslunetið í sambýli við ýmsar stofnanir sem eiga góða samleið. Við þessa flutninga er starfsemin á Selfossi komin undir eitt þak í stað þess að vera á þremur stöðum í bænum. Breytingar á húsinu hafa tekist vel og reynsla okkar af því er góð.

Viðurkenning og vottun starfseminnar Á vordögum fékk Fræðslunetið svokallaða EQM vottun sem er vottun á gæðum starfseminnar (European Quality Mark). Gæðavottunin er staðfesting á því að námskeið Fræðslunetsins rísi undir evrópskum kröfum um gæði. Í samræmi við nýleg lög um framhaldsfræðslu skulu símenntunarstöðvar hafa viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess að annast framhaldsfræðslu. Í sumar fékk Fræðslunetið þessa viðurkenningu frá ráðuneytinu. Hún er staðfesting á því að Fræðslunetið uppfylli skilyrði fullorðinsfræðslulaganna og reglna sem eiga sér stoð í lögunum. Endurskoðun á skipulagsskrá Fræðslunetsins hefur staðið yfir undanfarin misseri með það að markmiði að laga hana betur að þeirri þróun sem hefur orðið á starfseminni í tímans rás. Ný skipulagsskrá var samþykkt af þar til bærum yfirvöldum í sumar og um leið er staðfest nýtt heiti Fræðslunetsins, sem nú er Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi. Að lokum vil ég ítreka hvatningu mína til Sunnlendinga um að nýta sér þjónustu Fræðslunetsins. Ásm. Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Aðalstarfsstöð Fræðslunetsins - símenntunar á Suðurlandi er í Fjölheimum við Bankaveg á Selfossi. Þar eru alls 11 kennslustofur, smiðja og kennslueldhús og 16 skrifstofur. Í húsinu er gott aðgengi fyrir alla og þar er sérstaklega gert ráð fyrir aðgengi fatlaðs fólks.

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

3


STARFSFÓLK FRÆÐSLUNETSINS

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Árdís Óskarsdóttir, ritari

Árni Rúnar Þorvaldsson, verkefnastjóri

Málfríður Erna Samúelsdóttir, verkefnastjóri

Kristina Tyscenko, fjöltæknir

Sigríður Erna Kristinsdóttir, ræstitæknir

UM NÁMSKEIÐIN, INNRITUN OG NÁMSKEIÐSGJÖLD  Innritun fer fram í síma 560 2030, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins.  Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.

 Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa stað     4

fest innritun. Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst. Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli. Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini. Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram. Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


NÁMSBRAUTIR FA Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á haustönn 2013 ef næg þátttaka fæst. Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði. Þær eru viðurkenndar af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru jafnframt viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir nemenda og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 560 2030.

Lestur og ritun - 60 stundir

Grunnmenntaskóli II - 300 stundir

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun.

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Námið er fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa eða skrifa. Námsmenn fá þjálfun í ritun og lestri og kynnast tækni sem getur nýst þeim til að efla færni sína. Helstu námsþættir eru: lestur, stafsetning, ritun, tölvutækni og sjálfstyrking og tjáning. Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

Helstu námsþættir eru: námstækni, sjálfsþekking og samskipti, íslenska, enska, danska og stærðfræði. Megin markmið námsins er að námsmaðurinn styrki sig í grunngreinum bóknáms og öðlist færni í námstækni. Námið hentar þeim sem lokið hafa Grunnmenntaskóla eða hafa hafið nám í framhaldsskóla og ekki lokið því. Lögð er áhersla á einstaklingsbundið nám.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staðir Hvolsvöllur eða Selfoss Verð 12.000 Fjöldi Lágmark 5, hámark 8

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staðir Þorlákshöfn Verð 56.000

Þjónustuliðar - grunnnám - 60 stundir

Færni í ferðaþjónustu - 60 stundir

Námið er ætlað þeim sem starfa t.d. í ferðaþjónustu, við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun, starfa býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum. Almenn færni felst einkum í að vinna verk sín vel og örugglega með þjónustulund. Fagleg færni þjónustuliða felst í að kunna skil á almennum kröfum um hreinlæti og sérstökum kröfum um smitgát, sóttvarnir og sótthreinsun.

Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðari í starfi og færari um að bera ábyrgð. Helstu námsþættir: gildi ferðaþjónustu, þjónusta, vinnusiðferði, samskipti, verkferlar á vinnustað, samfélags- og staðarþekking og að þróast í starfi. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði.

Miðað er við 80% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Hvolsvöllur eða Selfoss Verð 22.000

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Hvolsvöllur eða Selfoss Verð 22.000

5


ÁTTHAGAFRÆÐI Í BLÁSKÓGABYGGÐ, GRÍMSNESI

OG

GRAFNINGI

Fyrirhugað er að halda átthaganámskeið í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi ef næg þátttaka fæst. Helstu efnisþættir: Fornleifaskráning og jarðfræði, sögur sveitanna, þjóðsögur og munnmæli og saga félagasamtaka á svæðinu. Meðal fyrirlesara verða: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur, Skúli Sæland sagn- og safnafræðingur, Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari og Guðfinna Ragnarsdóttir menntaskólakennari og blaðamaður Tími og staður verða nánar auglýst síðar en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig með fyrirvara um tímasetningu.

Fylgist með á vefsíðu Fræðslunetsins www.fraedslunet.is.

6

Nýtt

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


FRÆÐSLUERINDI Mikilvægt er að innrita sig tímanlega á fræðsluerindin til að tryggja sér öruggt sæti. Fræðsluerindin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Fjarkennt á þá staði sem óskað er, þ.e. Flúðir, Hvolsvöll, Vík og Klaustur

Alþýðulist á Íslandi - 4 stundir

NÁMSKEIÐ Í VESTUR-SKATFAFELLSSÝSLU

Fræðimenn hafa skilgreint tímabilið frá siðaskiptum til upphafs 20. aldarinnar sem blómaskeið alþýðulistarinnar á Íslandi. Til hennar telst hvers kyns handverk s.s. útsaumur og vefnaður, útskurður í horn, bein og tré, silfursmíði, málun og íslenskir kvenbúningar. Kunnáttan gekk mann fram af manni og skapaði þjóðlegar hefðir og ómetanlegan íslenskan menningararf. Á fyrirlestrinum verður fjallað um þessar helstu greinar alþýðulistar og þær breytingar sem urðu við siðaskiptin í listiðnaði og handverki.

Námskeið sem haldin verða í VesturSkaftafellssýslu verða auglýst síðar á önninni í Vitanum. Opnuð verða ný námsver á Klaustri í Kirkjubæjarstofu og í Kötlusetri í Vík. Starfsmaður Fræðslunetsins og Háskólafélagsins í Vestur-Skaftafellssýslu, Árni Rúnar Þorvaldsson, hefur starfsaðstöðu í Kötlusetri í Vík. Síminn er 560 2048 og 852 1855

Nýtt

Tími Mánudagur 11. nóvember, kl. 18.30-21.20 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð Í boði Fræðslunetsins Kennari Eyrún Óskarsdóttir

Nýtt

Fjöldi Lágmark 10

Að flytja að heiman - 3 stundir Fræðsla fyrir fatlað fólk og aðstandendur Fjallað verður um þær breytingar sem verða á lífi ungs fatlaðs fólks þegar kemur að því að flytja að heiman. Fjallað verður um félagslíf, skólagöngu, atvinnu, búseturéttindi og fl.

Tími Mánudagur 11. nóvember, kl. 19-21 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur

Nýtt

Verð Í boði Þroskahjálpar og Fræðslunetsins

Frá útskrift úr „Vinnan lærðu og njóttu!“ Námið var 150 stunda starfsnám þar sem þátttakendur kynntust atvinnulífinu, réttindum, skyldum og ábyrgð sem fylgir því að vera starfsmaður.

Að komast á bragðið - leiðir í átt að auknu heilbrigði og vellíðan - 3 stundir Fæðuval fyrir börn og fjölskyldur Á námskeiðinu er fjallað um matarvenjur og áhrif þeirra á hegðun, heilsu og líðan. Rætt er um heilsusamlegt fæðuval fyrir fjölskyldur með áherslu á þroskaferlið og matarsmekkinn og matvendni á mismunandi aldursskeiðum og hvernig má reyna að uppfylla þarfir og væntingar allra fjölskyldumeðlima á skemmtilegan hátt.

Tími Miðvikudagur 18. september kl. 19.30-21.30 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð Í boði Fræðslunetsins

Nýtt

Kennari Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent Fjöldi Lágmark 10 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

7


TUNGUMÁL Icelandic for foreigners - 60 lessons

Spænska I - 24 stundir

Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in September. To sign up icelandic id -number (kennitala) is needed. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Kennt er tvisvar í viku að öllu jöfnu. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka námskeiði.

Markmiðið með námskeiðinu er að byggja upp grunnorðaforða og þjálfa framburð. Í gegnum hlutverka- og minnisleiki er lögð áhersla á að þátttakendur geti sagt og skilið algengar setningar og byggi upp færni til að bjarga sér á tungumálinu. Að auki verður fjallað um matargerð og margbreytilega menningu Spánar og Rómönsku Ameríku.

Tími Hefst í september (sjá fraedslunet.is) Staðir Flúðir, Hvolsvöllur, Klaustur, Selfoss, Vík

Tími Mánudagar og miðvikudagar 7. - 30. okt. kl. 19-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 27.300

Verð 37.000 + námsefni 4.000

Kennari Kristín Arna Bragadóttir

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Enska, talmál - 18 stundir

Norska 30 stundir

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja þjálfast í talmáli og hafa dálitla undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á orðaforða sem tengist þjónustu við ferðamenn og ferðalögum. Gert er ráð fyrir að námskeiðið geti bæði hentað þeim sem vilja öðlast færni í að tala við ferðamenn á Íslandi og einnig þeim sem ferðast til útlanda og vilja getað bjargað sér á ensku í útlöndum.

Hello, how are you?

Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur í norsku. Markmiðið er að þátttakendur geti bjargað sér á málinu, bæði munnlega og skriflega. Unnið verður með orðaforða, grunnþætti málfræðinnar, lestur, tal, framburð og ritun.

Tími Mánudagar og miðvikudagar 14. október - 13. nóvember, kl. 18.30-20.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 33.200 + námsefni 3.500 Kennari Heiður Eysteinsdóttir

Tími Mánudagar 7. október - 11. nóv. kl. 18-20.10

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 23.000

Nýtt

Kennari Rhiannon Mary Brown Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

TÖLVUR

Enska I og III á Hvolsvelli - 18 stundir

Tölvur I - 15 stundir

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Hentar vel fyrir þá sem hafa litla tölvureynslu Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að nota Netið og samskiptavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig er farið í byrjunaratriði í ritvinnslu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu.

Enska I: Áhersla verður lögð á talmál, orðaforða, ritun og lestur. Grunnatriði í málfræði. Hentar þeim sem hafa ekki mikla enskukunnáttu. Enska III: Er framhald af námskeiðinu Enska II, framhald. Lögð verðu áhersla á talmál, ritun og uppbyggingu orðaforða.

Tímar Enska I, miðvikudagar 9. okt. - 13. nóv. Enska III, mánudagar 14. okt. - 18. nóv. kl. 19-21.10 Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 23.000 Kennari Gyða Björgvinsdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Tími Mánudagar og miðvikudagar 23. sept.-7. okt. kl. 19 -21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 24.200 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

8

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


TÖLVUR Tölvur II - 15 stundir

Stafrænar myndir - 9 stundir

Grunnþekking í tölvum nauðsynleg

Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Markmiðið er að læra skipulagningu skjala í möppur, vistun gagna, og aðgerðir í ritvinnslu. Kynnt verður notkun netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun ritvinnslunnar og netsins.

Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/ smækkanir, útprentun, að senda myndir í vefpósti o.fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í ritvinnslu.

Tími og Fjölheimar, Selfossi, mánudagar 14. október staðir 11. nóvember kl. 19-21.10 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, þriðjudagar og fimmtudagar 1. - 15. október kl. 17.15-19.25 Verð 24.200 Kennarar Leifur Viðarsson og Sigríður Guðnadóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 12

Tími Fimmtudagar, þriðjudagur 26. september - 3. október kl.19-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 15.500 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 14

Tölvur III - 15 stundir Grunnþekking í tölvum nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur II en hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Sérstök áhersla verður lögð á Office-forritin Word, Excel og PowerPoint. Farið verður yfir hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 15. - 29. október kl. 19-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 24.200 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 14

Lærðu á iPad - 6 stundir Nýttu þér alla kosti iPadsins Farið verður í grunnatriði iPad spjaldtölvunnar frá Apple. Tengimöguleikar, flýtileiðir, tölvupóstur, grunnstillingar o.s.frv. Einnig verður sýnt hvernig sækja má forrit (apps), hvernig á að hlaða inn myndum, tónlist, skjölum o.fl. Þeim sem ekki hafa stofnað reikning hjá Apple verður leiðbeint í gegnum það. Þátttakendur þurfa að hafa iPad með sér á námskeiðið og hafa netfang sem þeir geta nálgast úr hvaða tölvu sem er.

Tími Þriðjudagur og fimmtudagur 8. og 10. október kl. 18-20.10 Staður Grunnskólinn í Hveragerði

Tölvur IV Excel og Word - 18 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg

Verð 9.500 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í tölvunotkun. Megináhersla verður lögð á undirstöðuatriði í Excel, hvernig setja á inn formúlur, gera myndrit og útlitsmóta texta, sníða reiti o.fl. Farið verður í nokkur atriði í Word, s.s. uppsetningar, leturbreytingar, stíla o.fl. Bókin UTN103 eftir Jóhönnu Geirsdóttur er lögð til grundvallar.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 5. - 21. nóvember kl. 18.30-20.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.200 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 14 Það eru nánast engin takmörk fyrir því hvað hægt er að læra hjá Fræðslunetinu. Hér eru þátttakendur í Umhverfissmiðju.

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

9


HANDVERK OG HÖNNUN Skrautskrift - 15 stundir

Leður, skinn og skart - 6 stundir Á námskeiðinu er kennt að gera skartgripi úr leðri, skinni og skarti. Þátttakendur gera sína eigin hönnun ef þeir vilja. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa farið á námskeið áður. Allt efni innifalið í verði.

Á námskeiðinu eiga þátttakendur að ná fullum tökum á að skrifa gotneska skrautskrift. Skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarbók er innifalin í verðinu. Allir geta lært skrautskrift og er það auðveldara en virðist, m.a. vegna hraðvirkrar kennslutækni. Þátttakendur þurfa að hafa skrifbók meðferðis.

Tími Þriðjudagar og miðvikudagur 15. - 22. október

Tími Þriðjudagur 5. nóvember kl. 18 - 22.10 Staður Fjölheimar, Selfossi

kl. 18-21.30

Verð 13.900

Staður Fræðslunetið Hvolsvelli

Nýtt

Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður

Verð 11.200

Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Kennari Jens Guðmundsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Að skera í tré með Siggu á Grund I -12 st Skrautskrift, framhald - 15 stundir

Vegna fjölda áskorana heldur hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, byrjendanámskeið í tréútskurði. Kennd verða réttu handtökin við útskurð í tré og nokkrar gerðir útskurðar eins og flatskurður, milliskurður og djúpskurður. Allt efni og hnífar selt á staðnum.

Annarsvegar eru kenndar ýmsar skreytiaðferðir (með og án gyllingar, litasamsetningar; slaufur og bylgjur) og hinsvegar er kennd önnur leturgerð en á grunnnámskeiðinu. Forskriftarbók og öll verkfæri eru innifalin í námskeiðsgjaldinu. Þátttakendur þurfa að hafa skrifbók meðferðis.

Tími Þriðjudagar 24. september - 15. október,

Tími Þriðjudagar og miðvikudagur 29. október - 5. nóvember kl. 18-21.30 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.200

Nýtt

Kennari Jens Guðmundsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Handmálun og spaði - 5 stundir

kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5

Að skera í tré IV - 12 stundir

Unnið verður með olíu á striga. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunnið málverk að stærð 80x20. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammar á striga. Hentar bæði vönum og óvönum.

Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, heldur framhaldsnámskeið í tréútskurði. Efni verður selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiðum IIII hjá Siggu í útskurðarlistinni.

Tími Þriðjudagar 22. október - 12. nóvember Tími og Þriðjudagur 1. október kl. 18-21.30 staðir Fræðslunetið, Hvolsvelli Þriðjudagur 15. október kl. 18-21.30 Grunnskólinn í Hveragerði Verð 12.900, allt efni innifalið í verði

kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5

Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

10

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


HANDVERK OG HÖNNUN Fornar ísaumsaðferðir - 4 stundir

Málmsmíði - 8 stundir

Í samstarfi við verkefnið um Njálurefilinn

Á námskeiðinu smíða þátttakendur hlut að eigin vali, til dæmis eldrós eða kertastjaka. Farið verður yfir „MIG„ suðu auk logsuðu og logskurð. Einnig verður farið yfir borun, sögun og klippingu á stáli. Að loknu námskeiði hafa þátttakendur lært helstu aðferðir við að smíða úr málmi undir leiðsögn meistara.

Á námskeiðinu verða kenndar aldagamlar aðferðir við útsaum, s.s. refilsaumur, varpleggur (kontórstingur) og flatsaumur. Þátttakendur greiða ekkert þátttökugjald en á staðnum verða seldir handavinnupakkar með myndum úr Njálureflinum. Á námskeiðinu verður Njálurefillinn einnig kynntur og sýndar myndir frá verkefninu. Ef þátttakendur eiga útsaumshring (bróderhring) er gott að hafa hann meðferðis.

Tími og Miðvikudagur, 25. september kl. 18-20.50 staðir Fjölheimar, Selfossi Miðvikudagur 9. október kl. 19-21.50 Sögusetrið, Hvolsvelli, Refilstofa Verð Efniskostnaður frá kr. 4.000 greiddur á staðnum Kennarar Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson Fjöldi Lágmark 8, hámark 16

Nýtt

Lærið að hekla - 12 stundir Heklað verður lítið stykki, t.d. smekkur, þar sem þátttakendur læra að fara eftir skriflegum heklleiðbeiningum og lítill dúkur þar sem fólk lærir að hekla samkvæmt myndrænum leiðbeiningum. Þátttakendur hafi með sér heklunál stærð 3-4 og bómullargarn sem hentar nálarstærð.

Tími Mánudagar, 4. og 11. nóvember kl. 18-20.50 Staður Hamar, verknámshús FSu, Selfossi Verð 22.600 + efniskostnaður

Nýtt

Kennari Borgþór Helgason, framhaldsskólakennari Fjöldi Lágmark 4, hámark 6

Gler og hönnun - 12 stundir Á námskeiðinu læra nemendur að skera, slípa og tina gler. Farið verður í grunnaðferðir í tinuðu gleri þar sem nemendur þurfa að teikna, hanna og gera sinn eigin lampa. Einnig verður farið í það hvernig setja skal rafmagn í lampa af þessari gerð svo alls öryggis sé gætt. Nemendur fá allt efni í lampagerðina á námskeiðinu en þurfa að taka með sér stílabók, skriffæri og plástur.

Tími Fimmtudagar 3.- 17. október, kl. 18-20.50 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 17.200 Kennarar Þóranna Lilja Snorradóttir hönnunar- og smíða kennari og Jóhann P. Jóhannsson rafverktaki Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Tími Þriðjudagar 29. október - 12. nóvember

Orkering - 5 stundir

kl. 19.00-21.50 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.500 Kennari Þóra Þórarinsdóttir Fjöldi Hámark 14

Nýtt

Farið verður í grunnatriði fyrir byrjendur í orkeringu með nál. Sýnt hvernig búa má til skraut, t.d. snjókorn og fallega skartgripi. Þátttakendur búa síðan sjálfir til snjókorn og eyrnalokka. Þátttakendur hafa með sér heklunál númer 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími og Fimmtudagar, kl. 18.30-22.00 staðir 26. september, Fræðslunetið Hvolsvelli 17. október, Grunnskólinn, Þorlákshöfn 24. október, Fjölheimar, Selfossi Verð 7.900 + 2000 efniskostnaður Kennari Sólveig Jóna Jónasdóttir

Nýtt

Fjöldi Lágmark 4, hámark 7 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

11


HANDVERK OG HÖNNUN Handgerð kerti og aðventukransar -10 s.

Málun með akríllitum á striga - 40 st.

Kennd verður gerð kerta til notkunar innandyra úr hreinu parafíni og bývaxi og gerð útikerta úr kertaafgöngum. Einnig verða gerð ljósker úr vaxi og kennt hvernig á að vaxa myndir og servéttur. Gerður verður aðventukrans úr hænsna- og músaneti sem dýft verður í vax og síðan skreyttur. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að þátttakendur nýti ýmsar umbúðir sem falla til sem steypumót fyrir kertin. Aðferðirnar er auðveldlega hægt að nota heima.

Byrjað verður á því að kynna áhöld og efni og notkun þeirra. Farið verður í meðferð og blöndun litatóna. Málaðar verða myndir á striga eftir uppstillingu, fyrirmynd og/eða persónulegri tjáningu. Kennt verður einu sinni í viku, fjórar kennslustundir í senn, alls 10 vikur.

Tími Miðvikudagur og fimmtudagur 20. - 21. nóvember kl. 18-22 Staður Sólheimar í Grímsnesi Verð 15.000, innifalið er allt efni Kennari Erla Thomsen, kertagerðarkona Fjöldi Lágmark 6, hámark 8

Tími Miðvikudagar 2. október - 4. desember kl. 17.30-20.20 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 41.500, efni selt á staðnum Kennari Sigríður Guðný Sverrisdóttir, myndlistarkona Fjöldi Lágmark 10, hámark 14

12

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


ÝMIS NÁMSKEIÐ Reiknaðu með mér - 12 stundir

Skipulag og hönnun heimila - 12 stundir

Lögð er áhersla á grunnfærni í stærðfræði, margföldun, deilingu, prósentureikning og almennum brotum. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa hug á að hefja nám að nýju eða vilja aðstoða börn sín við heimanám. Helstu aðferðir útskýrðar og þátttakendur þjálfaðir í að reikna bæði með og án reiknivélar.

Tími Þriðjudagar 1.- 22. október kl. 19.30-21.40

Á námskeiðinu verður fjallað um rýmisskipulag heimilisins, hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið þannig vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður yfir litaval og áhrif lita á fólk, lýsingu og birtu sem hæfir hverju rými, hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera (losna við/bæta við), Feng-shui fræðin og tilhögun hluta í rýminu.

Staður Fjölheimar, Selfossi Tími Mánudagar 14.-28. október kl. 18.30-21.20

Verð 14.500 Kennari Þóra Þórarinsdóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Nýtt

Staður Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 15.500 Kennari Ingunn Jónsdóttir

Reiknaðu meira með mér - 12 stundir Byggt er ofan á grunnfærni í stærðfræði, algebru, jöfnum, hnitakerfi og hornafræði. Námsefnið er miðað við efstu bekki grunnskóla. Námskeiðið hentar fyrir þá sem hafa hug á að hefja nám að nýju eða vilja aðstoða unglinga við heimanám. Helstu aðferðir útskýrðar og þátttakendur þjálfaðir í að reikna bæði með og án reiknivélar.

Fjöldi Lágmark 8, hámark 16

Spáðu í Tarotspil - 8 stundir Hér verður kenndur grunnurinn í tarotspila fræðum, farið í það hvað spilin þýða og hvernig hægt er að nýta sér þau til gagns og gamans. Notast verður við RiderWaite tarot spilin sem eru mjög aðgengileg.

Tími Miðvikudagar 6.-27. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.500 Kennari Þóra Þórarinsdóttir

Tími Mánudagar 4. og 11. nóvember kl. 18-20.50

Nýtt

Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 9.600 Kennari Ingunn Jónsdóttir Fjöldi Lágmark 8 hámark 10

Nýtt

Úr skuldum í jafnvægi - 12 stundir Í samstarfi við Fjármálaþjónustuna ehf. Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um hvað hver og einn þarf að tileinka sér í hugsun og hegðun til að fjármálin séu í lagi. Farið er yfir helstu hindranir og vinnuaðferðir til að ná árangri. Heimaverkefni þar sem hver og einn vinnur með sín fjármál. Í lok námskeiðs hefur þátttakandi öðlast skilning á eðli fjármálavandans og hvað þarf að gera til að ráða bót á honum. Sumir verða búnir að leysa vandann. Aðrir verða komnir með skýra aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir. Flestir verða sjálfbjarga að loknu námskeiði en sumir þurfa áframhaldandi stuðning. Möguleiki er á einkaráðgjöf í framhaldinu.

Tími Miðvikudagar 11. september - 9. október kl. 13.15-15.45 og 16.15-18.45 (tvö námskeið) Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 26.000 Kennari Katrín Garðarsdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 20 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Nýtt

Verkefnastjórnun - 20 stundir Grunnatriði verkefnastjórnunar og leiðtogahæfni Farið er yfir persónulega færni, skilvirkt verklag, skipulag og forgangsröðun verkefna. Verkefni eru skoðuð í víðu samhengi, allt frá skipulagningu og áætlunargerð til eftirlits með öllum þáttum á verktíma. Námskeiðið nýtist öllum sem vilja tileinka sér betra verklag, auka afköst sín og skilvirkni í þeim verkefnum sem þeir vinna í og stjórna, sama af hvaða stærðargráðu þau eru. Námskeiðið er viðurkennt af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands og IPMA.

Tími Þriðjudagur og miðvikudagur 5. og 6. nóvember kl. 9-17 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 39.900 Kennari Svavar H. Viðarsson, MSc í verkefnastjórnun Fjöldi Lágmark 10, hámark 25

13


14

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


MATREIÐSLA Bollakökur - 5 stundir

Karlmenn elda - 8 stundir Á námskeiðinu sem er eingöngu ætlað karlmönnum er kennt að elda hollan og góðan heimilismat, s.s. einfalda fiskrétti, sunnudagssteik, súpur, salöt og fleira.

Á námskeiðinu verður kennt að baka ljúffengar bollakökur frá grunni, gerðar nokkrar tegundir af kremum og að lokum verður kennsla í skreytingum. Hver og einn bakar sínar bollakökur, skreytir þær og tekur afraksturinn með heim. Sjá nánar: www.evalaufeykjaran.com

Tími Miðvikudagur 9. október kl. 18 - 21.30 Staður Fjölheimar, Selfossi

Nýtt

Verð 7.900

Tími Fimmtudagar, 10. og 17. október kl. 18.30-21.20 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.500

Kennari Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Kennari Guðríður Egilsdóttir

Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Mexíkóskur matur - 5 stundir

Hollustusúpur og brauð - 5 stundir

Á námskeiðinu læra þátttakendur að laga mexíkóska kjúklingasúpu frá grunni og að baka fyllt brauð. Í lok námskeiðs snæða allir saman og hafa það huggulegt. Tilvalið fyrir vinahópa að skella sér saman á þetta námskeið. Sjá nánar: www.evalaufeykjaran.com

Tími Miðvikudagur 30. október kl. 18-21.30 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 8.900

Nýtt

Kennari Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

RAUNFÆRNIMAT

Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera grunn að hollustubrauði, útbúa hummus og laga hollar og kraftmiklar súpur. Við matargerðina er hollusta höfð að leiðarljósi.

Tími Fimmtudagur 7. nóvember, kl. 18.30-22.00 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 8.900 Kennari Guðríður Egilsdóttir

Nýtt

Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Í SLÁTRUN, MÁLMSUÐU OG FYRIR VERSLUNARFÓLK

Raunfærnimat er ferli sem snýst um að meta færni og þekkingu. Margir einstaklingar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu t.d. úr ákveðnu starfi, úr námi eða í gegnum félagsstörf en hafa enga formlega vottun yfir slíka færni. Markmiðið með raunfærnimati er að einstaklingar fái viðurkenningu og vottun á færni og kunnáttu sem að þeir búa yfir burtséð frá hvernig slík reynsla er tilkomin. Annað markmið með ferlinu er að þegar einstaklingar fá ákveðna viðurkenningu á þekkingu sinni verði það þeim hvatning til áframhaldandi færniuppbyggingar. Raunfærnimat á sér ekki langa sögu hér á landi en engu að síður hafa tæplega 1500 einstaklingar nýtt sér þetta úrræði. Í byrjun voru það aðallega einstaklingar sem starfað höfðu við iðngreinar án formlegra rétt-

inda sem að nýttu sér raunfærnimat. Stór hluti þeirra hefur nýtt niðurstöður matsins til þess að halda áfram sinni færniuppbyggingu og hafa margir lokið sveinsprófi í þeirri iðngrein sem að þeir höfðu starfað lengst við. Til þess að eiga möguleika á að komast í raunfærnimat þurfa einstaklingar að hafa starfað 3-5 ár í ákveðinni starfsgrein. Hjá Fræðslunetinu hafa u.þ. b. 70 einstaklingar nýtt sér þetta úrræði með góðum árangri en hér hefur verið raunfærnimat í húsasmíði, málmiðngreinum, skrifstofufærni, verslunarfagnámi og matartækni. Í haust verður boðið upp á raunfærnimat í málmsuðu, slátrun og fyrir verslunarfólk sem verður auglýst nánar í september. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar í síma 560 2030. Sjá einnig viðtal á bls. 22. Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

15


SÍMENNTUN

FYRIR ALLA, KONUR OG KARLA!

Fræðslunetið býður upp á fjölbreytta og hvetjandi símenntun og ráðgjöf fyrir fatlað fólk í samstarfi við Fjölmennt, símenntunarog þekkingarmiðstöð. Markmiðið er að skapa möguleika til aukinnar þátttöku í samfélaginu, bæði í lífi og starfi. Námskeiðin, sem nú eru haldin víðs vegar um Suðurland, eru af ýmsum toga, s.s. námskeið til að efla sjálfstraustið, ýmis konar tómstundanámskeið og vinnutengd námskeið. Einnig ber að nefna að önnur námskeið og námsleiðir Fræðslunetsins eru opnar öllum. Hægt er að fá ráðgjöf varðandi umsóknir á skrifstofu Fræðslunetsins eða í síma 560-2030. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin: malfridur@fraedslunet.is og rakel@fraedslunet.is.

Tvö verkefni styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti Til þess að efla og styðja við menntun á vettvangi framhaldsfræðslu hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið veitt styrki, m.a. til þess að efla starfsmenntun í landinu. Ráðuneytið veitti Fræðslunetinu þrjá slíka styrki sem sótt var um sumarið 2012 og hér á eftir verður greint frá tveimur þeirra. Annar þeirra ber heitið „Greining á námsþörfum nýrra þátttakenda hjá Fræðslunetinu vegna samstarfs við Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð“ og hinn „Vinnan, lærðu og njóttu, starfsnám. Þróun náms fyrir þátttakendur sem þurfa sérhæfða nálgun í námi.“

Þarfagreining Síðastliðið vor lét Fræðslunetið kanna viðhorf til starfsmenntunarnámskeiða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um könnunina en markmiðið með henni var að greina þörfina á námskeiðum af þessu tagi fyrir fatlað fólk. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslu frá Félagsvísindastofnun sem ber heitið „Fatlaðir geta svo mikið en fá bara ekki tækifæri til þess.“ Í skýrslunni er fjallað um þrjú meginatriði sem fram

16

koma í svörum þátttakenda: Reynslu fólks af þátttöku á vinnumarkaði, skoðanir fólks á því hvernig námskeið myndu gagnast best við undirbúning til þátttöku á almennum vinnumarkaði og hindranir og fordóma sem fatlað fólk upplifir á þessum vettvangi. Ég hvet alla til þess að kynna sér efnið á fraedslunet.is>Um Fræðslunetið>Þróunarverkefni. Það á erindi við okkur öll. Þetta er sannkölluð tímamótaskýrsla. Í henni er bent á leiðir til úrlausnar og mun Fræðslunetið nýta þær til þess að leita lausna og úrbóta í þessum málaflokki. Fræðslunetið, ásamt Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, heldur málþing um menntun fatlaðs fólks nú 3. október n.k. þar verður skýrslan m.a. kynnt.

Námskeiðið „Vinnan, lærðu og njóttu!“ Um er að ræða 150 stunda starfstengt nám sem haldið var á vorönn 2013. Námskeiðið var aðlagað að námsskránni Sterkari starfsmaður- upplýsingatækni og samskipti sem er ein af námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Áhersla var lögð á sjálfsstyrkingu, námstækni og að auka þekkingu þátttakendanna á vinnumarkaði. Til þess að mæta fjölbreyttum þörfum námsmanna, s.s. fólks með skerta starfsorku og/eða skerta námsfærni. Voru kennsluaðferðir eftirfarandi: stuttir fyrirlestrar með myndrænni framsetningu, opnar spurningar og umræður, hlutverkaleikir, verkefnavinna í fámennum hópum, 2-3 manna, vettvangsheimsóknir o.fl. Einnig var stuðst við alls kyns efni af Netinu, s.s. tónlistarmyndbönd, stutt myndbrot úr fréttum og Kastljósi sem tengdust þeim námsþáttum og markmiðum sem skilgreind hafa verið í námskrá námskeiðsins. Þátttakendur voru 6 talsins. Það er óhætt að segja að almenn ánægja hafi verið með námskeiðið, bæði á meðal þeirra sem það sóttu og annarra sem að námskeiðinu komu. Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


NÁMSKEIÐ

FYRIR FATLAÐ FÓLK

Tímasetningar námskeiða verða ákveðnar þegar næg þátttaka hefur fengist. Bréf verður sent í pósti heim til allra sem hafa sótt um námskeið með frekari upplýsingum. Athugið, námskeið verða einnig haldin á Sólheimum, Hvolsvelli og á öðrum stöðum á Suðurlandi sé þess óskað.

HEIMILISFRÆÐI OG HREYFING Heilsusmiðja - 24 stundir Á námskeiðinu er heilsan í fyrirrúmi, fræðsla um hollt mataræði og næringu, útbúnir léttir réttir, farið í gönguferðir og rætt um leiðir til þess að stunda reglubundna hreyfingu. Gerð er einstaklingsmiðuð þjálfunar áætlun.

TÓNLIST OG LEIKLIST Tónlist, skynjun, samspil - 12 stundir Þessi námskeið eru ætluð þeim sem hafa lítið formlegt mál. Við syngjum og spilum á hljóðfæri, stundum saman og stundum til skiptis. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 9.900

Staður Fjölheimar og Actic, Sundhöll Selfoss Verð 15.200 + aðgangur í líkamsrækt

Hollur og góður matur - 20 stundir Kennt er að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir, einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.600

Kraftganga - 9 stundir Farið verður í gönguferðir og kenndar teygjuæfingar. Áhersla er lögð á að þátttakendur njóti þess að hreyfa sig úti í náttúrunni í góðum félagsskap. Þátttakendur hafa með sér stuðningsaðila ef þörf þykir.

Tónlist, söngur, hljóðfæri - 12 stundir Tónlistarhópur sem kemur saman til að syngja og spila á hljóðfæri undir stjórn tónlistarkennara. Taktur æfður með notkun slagverkshljóðfæra. Staður Eyravegur 67, Tónsmiðju, Selfossi Verð 8.200

Leikræn tjáning - 21 stund Unnið verður með framkomu, sjálfstraust og samvinnu í formi leikrænnar tjáningar.

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.600

Staður Gengið frá Fjölheimum, Selfossi Verð 5.600

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

17


NÁMSKEIÐ

FYRIR FATLAÐ FÓLK

MYND- OG HANDLIST Fatasaumur - 12 stundir Þátttakendur vinna að því að sauma flík, nýta til þess upplýsingatækni, teikna og ýmislegt fleira.

Smíði - 9 stundir Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í trésmíði. Þátttakendur læra að þekkja helstu verkfæri og umgengni og beitingu þeirra. Smíðaður verður nytjahlutur. Staður Hamar, verknámshús FSu, Selfossi

Staður Fjölheimar, Selfossi

Verð 10.900

Verð 12.900

Opin smiðja - 20 stundir Prjónasmiðja - 12 stundir Þátttakendur vinna með garn og mynstur. Kynnt verður mismunandi garn og prjónamynstur og prjónað eftir uppskriftum. Þátttakendur koma með prjóna. Staður Fjölheimar, Selfossi

Námskeiðið felur í sér skapandi starf í gegnum hand- og myndlist. Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa áhuga á handverki og að byggja ennfrekar ofan á færni sína. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 17.500

Nýtt

Verð 12.000

Myndlist - 20 stundir Á námskeiðinu verður teiknað, málað og litað. Þátttakendur búa til myndir. Áhersla lögð á að ýta undir sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið. Mismunandi efni og aðferðir kynntar. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.500

Skartgripagerð - 9 stundir Þátttakendur búa til skartgripi úr Polymer skarttleir. Gerðir verða eyrnalokkar og hringur.

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 7.500

18

TÖLVU- OG UPPLÝSINGATÆKNI Tölva - 20 stundir Tölvunámskeið miðað við færni hvers og eins. Grunnur í ritvinnslu og hagnýt upplýsingatækni.

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 13.900

Tölvan, leikir og netið - 16 stundir Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að prófa sig áfram við notkun á tölvum eða iPad og kynnast hvaða fróðleik og skemmtun netið hefur uppá að bjóða. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.800

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


NÁMSKEIÐ

FYRIR FATLAÐ FÓLK

SJÁLFSTYRKING OG VALDEFLING Lærðu um réttindi þín - 24 stundir

Skyndihjálp - 9 stundir

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér félög fólks með fötlun og/eða hafa áhuga á því að kynna sér í hverju það felst að vera talsmaður fólks með fötlun. Kynntur verður samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast grunnfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Viðfangsefni eru til dæmis endurlífgun, losun aðskotahluta, brunasár, blæðing, beinbrot og höfuðáverkar.

Staður Fjölheimar, Selfossi

Staður Fjölheimar, Selfossi

Verð 13.800

Verð 5.500

Vinnumarkaðurinn og draumastarfið 24 st. Fjallað verður um það sem skiptir máli í vinnunni, t.d. hvernig samskipti eru æskileg á vinnustaðnum. Þátttakendur taka áhugasviðspróf, skoða sjálfa sig og aðra, t.d. Í samskiptum á vinnustað og fl. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 13.800

Nýtt

Snyrtinámskeið - 12 stundir Þátttakendur koma með eigin snyrtitösku og fá kennslu og ráðleggingar varðandi umhirðu húðar og förðun.

Staður Snyrtistofan Myrra, Hrísholti 4, Selfossi Verð 9.700

Mál, tjáning, sjálfsmynd - 18 stundir Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja eflast í samskiptum og styrkja sjálfsmyndina. Námsefnið er að hluta til byggt á ART. Til þess að koma til móts við fleiri er allt námsefnið sett fram á myndrænan hátt og einnig verður notað „Tákn með tali„. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.900

Samskipti, facebook og sjálfsmynd - 9st. Fjallað verður um netnotkun út frá siðferðislegri hlið. Kennsla fer fram í formi umræðna og tekin verða dæmi af því hvernig Facebook er notað, t.d. þegar um einelti er að ræða. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 7.500

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

19


NÁMSKEIÐ

FYRIR FATLAÐ FÓLK

MÁL OG SAMFÉLAG Lestur og ritun - 20 stundir Námskeiðið er fyrir þá sem langar að ná betri tökum á lestri. Námskeiðið miðast við að þátttakendur eflist í ritun á eigin móðurmáli. Unnið verður útfrá færni hvers og eins. Að auki verður unnið með framsögn. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 15.400

MÁL OG SAMFÉLAG Mál og tjáning - 14 stundir Námskeið fyrir þá sem tjá sig lítið, hafa lítið formlegt mál en skilja talmál að einhverju marki. Á námskeiðinu verður unnið með mál í öllum mögulegum myndum, „Tákn með tali“, myndir og/eða hlutatákn. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.900

SKYNJUN OG VIRKNI

Enska I - 16 stundir Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur. Kennsla miðast við færni hvers og eins. Kenndur verður grunnorðaforði sem nýtist í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á að æfa talmál og framburð. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.500

Skynjun, virkni, vellíðan og samspil - 14 s Markmiðin eru einstaklingsbundin, t.d. hjá sumum er markmiðið að auka virkni og áhuga með því að láta eitthvað athyglisvert gerast. Aðrir vilja ná slökun og vellíðan í öruggu og notalegu umhverfi. Staður Fjölheimar, Selfossi

Enska II - 16 stundir Námskeiðið er fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku og vilja bæta þekkingu sína og færni í lestri og ritun og þjálfa betur talmál. Lesinn verður fjölbreyttur texti. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.500

Stærðfræði í daglegu lífi - 20 stundir Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa lítinn grunn í stærðfræði. Unnið verður út frá getustigi hvers og eins. Áhersla er lögð á nýtingu í daglegu lífi.

Verð 11.900

Rofar og umhverfisstjórnun -14 stundir Notaðir eru rofar til að stjórna tölvu, tónlist, ljósum og fleiru. Unnið er markvisst að því, út frá áhugasviði hvers og eins þátttakanda, að finna leiðir til þess að fólk geti stjórnað ein -hverju í umhverfi sínu og þar með ráðið meiru um það sem gerist í daglegu lífi og verið virkari með öðrum. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.900

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 15.400

20

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


NÁMSKEIÐ

FYRIR SJÚKRALIÐA

Sykursýki, umönnun og mataræði - 10 st

Tannhirða eldri borgara - 6 stundir

Markmið: Að auka þekkingu á sykursýki, umönnun sykursjúkra, mataræði og hvernig á að taka á móti sykursjúkum þannig að þátttakendur geti frætt sjúklinga um líf með sykursýki og rétt mataræði. Lýsing: Farið verður yfir helstu einkenni og móttöku sjúklinga með of háan og of lágan blóðsykur. Farið er yfir helstu lyf, gjafaleiðir, mælingu blóðsykurs og fjallað um mikilvægi þess að viðhalda jöfnum blóðsykri hjá sykursjúkum og afleiðingum sem verða af slæmri sykurstjórnun. Þá verður fjallað um mataræði sykursjúkra inn á spítala hverju er mælt með og hvað beri að forðast.

Markmið: Að auka færni og sjálfstæði sjúkraliða við framkvæmd munn- og tannhirðu hjá einstaklingum sem þarfnast aðstoðar við daglega umhirðu tanna og tanngerva. Lýsing: Fjallað verður um lykilþætti tannverndar og handtök við munn- og tannhirðu, með áherslu á efni og áhöld sem notuð eru við þrif tanna og tanngerva hjá sjúkum og öldruðum.

Tími Miðvikudagur og fimmtudagur 9. og 10. október kl. 17-20.30 Staður Fjölheimar, Selfossi

Nýtt

Verð 15.000

Tími Mánudagar 11. og 18. nóvember kl. 18-20 Staður Fjölheimar, Selfossi

Nýtt

Verð 10.500 Kennari Petra Sigurðardóttir, tannlæknir Fjöldi Lágmark 12

Kennari Sigrún Sunna Skúladóttir, bráðahjúkrunarfræðingur Fjöldi Lágmark 15

MÝRDALSHREPPUR

BLÁSKÓGABYGGÐ

SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

S KAFTÁRHREPPUR

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

RANGÁRÞING

YTRA

SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR

RANGÁRÞING

EYSTRA 21


STOLTUR AF

STÓRU SKREFI

Halldór Ágústsson Morthens, málari, lauk sveinsprófi í málaraiðn í desember 2012. Hann hafði lengi langað til að mennta sig og þegar hann sá raunfærnimat auglýst hjá Fræðslunetinu ákvað hann að fara í viðtal. „Ég hætti í skóla 1984. Ég hafði ekki áhuga á námi á þeim tíma og skóli var ekki að gera sig fyrir mig. Ég fann hins vegar alltaf til öfundar í garð þeirra sem voru með menntun og þegar ég sá auglýst að þeir sem hefðu unnið í 5 ár í faggrein gætu farið í mat og fengið þekkingu sína metna til eininga, ákvað ég að prófa.“ - Hann dreif sig í viðtal til námsráðgjafa Fræðslunetsins sem sannfærði hann um að hann kynni það mikið að það væri „ekkert mál“ að ljúka því sem upp á vantaði. „Ég man að ég settist út í bíl, tók fast um stýrið og hugsaði „hvað ertu búinn að koma þér í?“ Svo fór ég í bæinn þar sem ég settist fyrir framan tvo menn sem spurðu faglegra spurninga og ég svaraði. Mér var mikið létt þegar því var lokið og ætlaði að hugsa málið en þá sögðu þeir að ég yrði að byrja strax, ekki seinna þegar mér hentaði. Eftir á að hyggja var það mjög gott.“ - Halldór segir að raunfærnimatið hafi breytt öllu fyrir hann. „Þá færðu metið það sem þú kannt og þarft ekki að taka allt. Þegar menn hafa unnið lengi í sínu fagi munar miklu að fá þekkinguna metna.“ - Halldór hóf nám í Grunnmenntaskóla hjá Fræðslunetinu. „Við mættum eftir vinnu en tíminn leið hratt. Auðvitað kveið ég fyrir. Ég var með alls konar hugmyndir um hvernig nám og kennsla færu fram en áhyggjurnar reyndust ofauknar. Þetta var mjög heimilislegt, ekkert líkt skóla, meira eins og félagsskapur og mér fannst gaman að mæta í skólann. Kennararnir komu mjög til móts við okkur og hjálpuðu á allan hátt. Ég er til dæmis ekki mjög sleipur í að vélrita á tölvu og þá fékk ég að skila verkefnum handskrifuðum. Fræðslunetið á hrós skilið fyrir hvernig tekið er á móti nemendum, þeir hvattir áfram og þeim fylgt eftir. Auðvitað komu dagar sem voru erfiðir. Það er ekki létt að fara í nám eftir margra ára hlé en kennararnir voru æðislegir og ég dáist að þolinmæðinni sem þeir höfðu til að eiga við þessa fugla. Svo var áhuginn hjá mér sjálfum allur annar en áður.

Halldór Morthens, málarari

Þegar ég kom heim opnaði ég oftast bækurnar til að skoða betur en áður fyrr henti maður töskunni út í horn um leið og maður kom heim.“ - Halldór segir það hafa skipt grundvallar máli að geta sinnt náminu í heimabyggð samhliða vinnu. „Þetta gefur fólki annað tækifæri. Ég hefði aldrei farið í nám ef ég hefði þurft að fara í almennan skóla eða sækja nám til Reykjavíkur. Ég þurfti að vísu að taka örfáar sérgreinar í iðninni í bænum, en það var það lítið að það var í lagi.“ - Halldór segir það að hafa lokið sveinsprófi og öðlast réttindi hafa mikið að segja fyrir sjálfsmyndina. „Mér leið alltaf hálf illa þegar menn hringdu og spurðu hvort ég væri Halldór málari, því þó ég ynni við fagið var ég ekki með réttindi og mér fannst ég ekki hafa rétt á að kalla mig málara. Núna svara ég stoltur: Já!“ - Halldór er ekki hættur að mennta sig, hann ætlar að halda áfram. „Já, ég er búinn að skrá mig í meistaranám í FSu nú í haust og hlakka mikið til. Ég í meistaranám, hver hefði trúað því?“ Viðtal: Þóra Þórarinsdóttir

VINNUSTOFA Í WORDPRESS VEFSÍÐUGERÐ SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á vinnustofu í Wordpress vefsíðugerð. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að koma upp og viðhalda einfaldri Wordpress vefsíðu. Aðaláherslan er lögð á að þátttakendur geti eftir námskeiðið sinnt vefsíðu sinni sjálfir, sett inn efni og myndir. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má vefsíðuna í markaðssetningu á Netinu með því að tengja síðuna við leitarvélar. Þá verða viðbætur skoðaðar (e.plugins), s.s. fyrir bókanakerfi. Sérstaklega hentugt fyrir ferðaþjónustuaðila og aðila í smærri rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru nú þegar með vefsíðu í Wordpress kerfinu og vilja ná betri tökum á að sinna síðunni. Námskeiðið verður haldið á Höfn í Hornafirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal.

Innritun hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða á fraedslunet.is

Lengd: 8 klst. hvor dagur. Fjöldi: Lágmark 6 manns, hámark 15 manns á hverjum stað. Námskeiðsgjald: 6.990 kr. Hvenær: Höfn, 29.-30.október, Vestmannaeyjar: 4.-5. nóvember, Vík: 6.-7. nóvember, Selfoss: 12.-13. nóvember, kl. 10-17. Kennari: Elmar Gunnarsson.

22

Nýtt

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


NÁMSKEIÐ

Á VEGUM

KÖTLU JARÐVANGS

Í vetur mun Katla jarðvangur standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum og eru íbúar jarðvangsins og aðrir hvattir til að mæta. Verði á námskeiðunum verður stillt í hóf auk þess sem afsláttur verður veittur þeim sem sækja fleiri en þrjú námskeið. Námskeiðin verða flest send í fjarfundarbúnaði en nokkur þeirra krefjast þess að þátttakendur mæti á einn stað og verður það á ýmsum stöðum innan jarðvangsins.

Námskeið haustannar:

VÖRUHÖNNUN

OG FRAMSETNING

– ÞRÓUN

MINJAGRIPA

21. september og 5. október

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður er leiðbeinandi á námskeiðinu. Fyrri daginn, 21. september verður farið yfir hvað minjagripur er í eðli sínu og hvað hann á að tákna. Hvað einkennir góða minjagripi og hvað ekki. Rætt um sérkenni staða og hvað hægt er að nýta til að gera góðan minjagrip. Hvað getur flokkast sem minjagripur; matur, upplifun, hlutir eða „brot úr náttúrunni“. Undirbúningur fyrir seinni dag: hver og einn hannar og þróar minjagrip sem hentar þeirra starfsemi, fullgerður hlutur eða á vel útfærðu hugmyndastigi. Seinni dagur: farið yfir þá gripi sem þátttakendur hafa hannað. Skoðað, metið og rætt. Hvað er gott og hvað má gera betur. Allir fá tíma til að fara yfir sína hluti og fá álit frá hópnum. 21. september verður kennsla í fjarfundi kl. 10-15.30. 5. október mæta þátttakendur á Hvolsvöll frá 10-15:30 og hafa í farteskinu hugmyndir sínar og hönnun, spá í útfærslur, fá ráðleggingar um framhaldið og fleira. 12 stundir, verð 6.000 kr. Takmarkaður þátttakendafjöldi.

ÖRYGGI

Í ÓBYGGÐUM

Starfsmenn frá South Iceland Adventure á Hvolsvelli fjalla um helstu atriði í fjallamennsku og rötun. Farið verður í grunnatriði í kortalestri og GPS ásamt útbúnaði og næringu á fjöllum. Námskeiðið verður í fjarfundi og ein verkleg æfing við Hvolsvöll. Haldið í október, 12 til 15 stundir.

STAÐARLEIÐARSÖGN

Á JARÐVANGI

I

Sameiginlegt námskeið Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands um jarðminjar, samspil manns og náttúru og útivist í Kötlu jarðvangi. Markmið námskeiðsins er að gera heimamenn færari um að taka að sér leiðsögn í jarðvanginum. Námskeiðið var áður í boði á vormisseri 2011 og fékk það mjög góðar viðtökur þátttakenda. Haldið í október og nóvember, alls 36 stundir, ýmist í fjarfundarbúnaði eða í staðarnámi.

NORÐURLJÓS Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands fjallar um norðurljós, m.a. um sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar auk tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar. Í lokin verður fjallað um nokkur gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun. Námskeiðið verður í fjarfundi, tvö kvöld í nóvember, alls 4 stundir.

VEÐURFRÆÐI Í KÖTLU

JARÐVANGI

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður á Náttúrstofu Suðausturlands fjallar um staðbundið veður á svæðinu, ný og gömul veðurmet og fleira. Námskeiðið verður sent út í fjarfundarbúnaði frá Kirkjubæjarklaustri, eitt kvöld í lok nóvember, alls 2 -3 stundir.

AÐVENTA Í SKÓGASAFNI Starfsmenn Skógasafns taka á móti þátttakendum og fjalla um gamla jólasiði, jólasögur, jólamat og fleira sem tengist jólunum. Staðnám 8. desember (annar sunnudagur í aðventu) á Skógum, 3-4 stundir.

ÍSLENSKAR

SAGNIR OG ÞJÓÐTRÚARHEFÐ

Júlíanna Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi í sagnamenningu og þjóðtrú fer í grunn að íslenskum sögnum og þjóðtrúarhefð. Telur til elstu dæmi sagna og þjóðtrúarefni og tengsl við önnur lönd. Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana. Kennt í fjarfundi, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú köld í desember, alls 6-8 stundir.

Á vorönn verða haldin fleiri námskeið og verður þá meðal annars Staðarleiðsögn í jarðvangi II sem er framhald af Staðarleiðsögn í jarðvangi I, bæði fyrir þá sem taka Staðarleiðsögn I núna á haustönn eða tóku hana á vormisseri 2011. Íbúar jarðvangsins eru hvattir til að taka þátt í námskeiðunum og jafnframt að koma með hugmyndir að námskeiðum vorannar til starfsfólks Kötlu jarðvangs. Nánari upplýsingar hjá: rannveig@katlageopark.is eða jonabjork@katlageopark.is. Námskeiðin verða nánar auglýst síðar. Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti, steinunnosk@fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og síma. Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

23


ÓKEYPIS NÁMS– OG STARFSRÁÐGJÖF HJÁ FRÆÐSLUNETINU Upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat      

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Hefur þú áhuga á að fara í nám? Viltu uppgötva hæfileika þína, kanna áhugasvið þitt eða færni? Viltu fá aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsóknar? Viltu láta meta færni þína með raunfærnimati? Ertu á tímamótum í leit að vegvísi?

Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafar og annast þær ráðgjöfina og aðstoða þá sem eftir leita. Tímapantanir í síma 560 2030 eða á fraedslunet@fraedslunet.is

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.