Námsvísir Fræðslunetsins haustönn 2014

Page 1

Námsvísir haust 2014

Lærum allt lífið

           

Einingabært nám Raunfærnimat Ráðgjöf Fræðsluerindi Tungumál Tölvur Matreiðsla Heilsa Handverk Hönnun Listir Og margt fleira...


Fræðslunetið í 15 ár Þúsundir námsmanna Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi Fjölheimar við Tryggvagötu 800 Selfoss Sími: 560 2030 Fræðslunetið Hvolsvelli Vallarbraut 16, 860 Sími: 560 2038 852 2155 Fræðslunetið Vestur-Skaftafellssýslu Kötlusetri Víkurbraut 28, 870 Vík Kirkjubæjarstofu Kirkjubæjarklaustri Sími: 560 2048 852 1855 Fræðslunetið Höfn Nýheimar Litlubrú 2 780 Höfn í Hornafirði Sími 560 2050 fraedslunet@fraedslunet.is http://fraedslunet.is Vertu aðdáandi á Facebook: Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi

© FnS, september 2014 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir: Starfsfólk Fræðslunetsins og Filmverk

Um þetta leyti fyrir fimmtán árum ákvað framsýnt fólk í héraði að stofna Fræðslunetið. Tíminn hefur leitt í ljós að það var tímabær og rétt ákvörðun að stofna til fræðslustarfsemi sem snerist um það eitt að sinna námsþörfum fullorðins fólks, enda ærið verkefni. Frá því Fræðslunetið var stofnað skipta námsmenn þess þúsundum.

Fjölbreyttari starfsemi Námsframboð Fræðslunetsins hefur orðið mun fjölbreyttara með árunum og náð til æ fleiri Sunnlendinga. Þannig hefur verið starfað í samræmi við það markmið að gera fólki kleift að stunda nám í heimabyggð sinni og auka búsetugæði á Suðurlandi. Um leið leggur Fræðslunetið sitt lóð á vogarskálar traustari byggðar í landshlutanum. Auk þess að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari námskeið hefur Fræðslunetið í mörg ár sinnt náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðið fólk auk raunfærnimats. Þetta hvorttveggja er nýtt á Íslandi. Allt hefur þetta orðið fólki hvatning til þess að hefja nám að nýju eða ljúka námi sem hafið var auk þess að styrkja menn í einkalífi og á vinnumarkaði. Þannig leggur Fræðslunetið sitt af mörkum til að efla menntun og færni Sunnlendinga.

Fimm starfsstöðvar á Suðurlandi Með aukinni starfsemi hefur starfsmönnum Fræðslunetsins fjölgað verulega og eru þeir nú orðnir tólf á fimm starfsstöðvum: á Selfossi, Hvolsvelli, í Vík, á Klaustri og nú síðast bættist við starfsstöð á Höfn í Hornafirði. Stöðvarnar í Vestur-Skaftafellssýslu og á Höfn eru reknar í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands. Starfssvæðið er því orðið mjög stórt eða á fimmta hundrað kílómetrar á lengdina sem gerir enn meiri kröfu til þess en áður að halda áfram að nýta og þróa fjarkennslutæknina eins og mögulegt er án þess að því sé gleymt að forsendur fólks til fjarnáms eru mjög misjafnar.

Fræðslunetið á Hornafirði Starfssvæði Fræðslunetsins stækkaði á árinu þar sem Sveitarfélagið Hornafjörður kom til samstarfs. Fræðslunetið býður AusturSkaftfellinga velkomna í hópinn og hlakkar til að takast á við mikilvægt fræðslustarf með þeim. Ýmsar kannanir undangenginna ára sýna að Sunnlendingar eru ánægðir með Fræðslunetið. Það er starfsfólki þess hvatning til að gera enn betur á næsta fimmtán ára ferðalagi. Fræðslunetið þakkar Sunnlendingum og öðru samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf þessi fimmtán ár. Megi fullorðins- og framhaldsfræðslan dafna vel hér eftir sem hingað til. Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

2

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Námskeið haustönn 2014 Klaustur - Kirkjubæjarstofa

Bláskógaskóli Reykholti Hvað

Lengd

Íslenska fyrir útlendinga

Hefst

Síða

Hvað

Lengd

60 18.09.

7

Orkering

5 01.11.

11

Enska I talmál

Tvöfalt prjón

4 22.10.

10

Facebook fyrir eldra fólk

Betri fjölskyldumyndir

Handmálun og spaði

Hvolsvöllur - Fræðslunetið

Hefst

Síða

6 22.09.

11

21 22.09

7

6 27.10

8

5 15.09

10

Íslenska fyrir útlendinga

60 07.10

7

Enska I talmál

21 29.09.

7

Myndaalbúmið í tölvunni

6 29.09

8

Fagnámskeið félags- og heilbr. þjónustu

66 Sjá vef

5

Orkering

5 18.10

11

Handmálun og spaði III

10 08.10.

10

Íslenska fyrir útlendinga I og III

60 22.09.

7

Jólakonfektgerð

4 13.11.

15

Að sjá hlutina í nýju ljósi*

3 23.10

16

Kökuskreytingar með sykurmassa

4 22.10.

15

Að skera í tré með Siggu á Grund

12 07.10.

10

Lærðu á i-Pad og i-Phone

9 11.11.

9

Að skera í tré framhaldsnámskeið

12 04.11.

10

Sokkablómasería

8 24.09.

10

Draumar og drekar

18 15.10

13

Tvöfalt prjón Ull í mund

Selfoss - Fjölheimar

4 15.10.

10

Facebook fyrir eldra fólk

120 22.09.

11

Félagsliðabrú*

8 27.10.

8

Vefsíðugerð með Wix

Höfn - Nýheimar

6 15.09.

8

9 ein 25.08.

5

Fornleifarannsóknir á Suðurlandi

9 30.09.

12

Gagn og gaman með Google*

9 23.10.

9

Handmálun og spaði I

5 29.09.

10

Norðurljós

6 10.11.

13

Handmálun og spaði III

10 22.10.

10

Fatasaumur

15 11.10.

12

Hjúkrun einstaklinga í krabbameinsmeðf.*

10 03.11

20

Fagnámskeið félags- og heilbr. þjónustu

66 Sjá vef

5

Íslenska fyrir útlendinga I -V

60 Sjá vef

7

120 Sjá vef

5

Jólakonfektgerð

4 06.11.

15

60 Í sept

7

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú*

Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja „Fab lab“ Íslenska fyrir útlendinga

9 ein 27.08

5

Sláturgerð

3 16.10.

15

Næring og áhrif geðheilsu*

10 06.10.

20

Skyndihjálp 6 stundir

6 22.10.

13

Próftækni - fræðsluerindi *

3 17.11.

16

Skyndihjálp 12 stundir

12 05.11.

13

Sokkablómasería

8 14.10.

10

9 17.11.

13

Spænska I

24 23.09

7

Spænska II

24 28.10

7

Stjörnuhiminninn og stjörnuskoðun Tölvur I

15 04.11

8

Hveragerði - Eflingarsalurinn Orkering

5

30.10. 11

Vík í Mýrdal - Kötlusetur Betri fjölskyldumyndir

6 15.09.

11

Búðu til þitt eigið sushi

3 01.11.

15

21 14.10.

7

6 14.10.

8

Handmálun og spaði III

10 20.10.

10

Íslenska fyrir útlendinga

60 06.10.

7

Myndaalbúmið í tölvunni

6 22.09.

8

Orkering

5 04.10.

11

15 08.11.

12

Enska II talmál Facebook fyrir eldra fólk

Skrautskrift I

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Spjaldtölvur með Android stýrikerfi

9 29.09.

9

Sykur-, ger- og glútenlaust fæði

5 7.10.

15

Tálgunarnámskeið

12 01.10.

11

Tölvur I

15 16.09.

8

Tölvur II

15 02.10.

8

Tölvur III

18 28.10.

8

Úr skuldum í jafnvægi

18 10.09.

13

Það er kominn gestur*

10 15.09.

20

5 16.10.

11

Þorlákshöfn Orkering - framhaldsnámskeið

*Einnig í fjarfundi á Hvolsvöll, Vík, Klaustur og Höfn ef óskað er.

3


Starfsfólk Fræðslunetsins

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri, Hvolsvelli

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Árdís Óskarsdóttir, ritari og móttaka

Árni Rúnar Þorvaldsson, verkefnastjóri, Vestur-Skaftafellsýslu

Nína Sibyl Birgisdóttir, verkefnastjóri, Höfn

Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, Höfn

Oddný Sigríður Gísladóttir, stuðningsfulltrúi og móttaka

Sigríður Erna Kristinsdóttir, ræstitæknir

Um námskeiðin, innritun og námskeiðsgjöld

 Innritun fer fram í síma 560 2030, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins.  Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.

 Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa stað     4

fest innritun. Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst. Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli. Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini. Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram. Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Lærum allt lífið

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Námsbrautir FA Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á haustönn 2014. Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði. Þær eru viðurkenndar af menntaog menningarmálaráðuneytinu og má meta til (f)eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur. Námslýsingar má sjá á vef FA - http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru jafnframt viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir námsmanna og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 560 2030.

Hvolsvöllur:   

Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu - 66 stundir Félagsliðabrú - 9 einingar á önn, fullbókað, biðlisti Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - 9 einingar á önn

Höfn:    

Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu III - 77 stundir Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja (Fab lab) - 120 stundir Lestur og ritun (Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun) - 60 stundir Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - 9 einingar á önn

Klaustur og Vík:   

Grunnmenntaskóli - 300 stundir Félagsliðabrú - 9 einingar á önn, fullbókað, biðlisti Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - 9 einingar á önn

Selfoss:       

Grunnmenntaskóli - 300 stundir Almennar bóklegar greinar, Nám og þjálfun - 300 stundir Félagsliðabrú - 9 einingar á önn, fullbókað, biðlisti Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - 9 einingar á önn Lestur og ritun (Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun) - 60 stundir Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - 273 klukkustundir Opin smiðja, 120 stundir, nánar auglýst síðar

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

5


Við óskum Fræðslunetinu til hamingju með afmælið

6

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Tungumál Icelandic for foreigners - 60 lessons Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in September. To sign up icelandic idnumber (kennitala) is needed. Íslenskunámskeið verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Kennt er tvisvar í viku. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Staðir Verð Fjöldi

Hefst í byrjun september (sjá fraedslunet.is) Flúðir, Hvolsvöllur, Höfn, Klaustur, Selfoss, Vík 37.700 + námsefni 4.300 Lágmark 10, hámark 15

Spænska II - 24 stundir Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa Spænsku I eða hafa undirstöðukunnáttu í málinu. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað verður um spænska menningu og þjóðlíf.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 28. október - 20. nóvember kl.18.30-20.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.100 Kennari Kristín Arna Bragadóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

Íslenska V - 60 stundir Námskeið fyrir þá sem náð hafa góðum tökum á íslensku en vilja styrkja sig enn frekar og fá þjálfun í notkun málsins. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur fengist. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka námskeiði. Kennt er einu sinni í viku.

Tími Þriðjudagar 2. september - 9. desember kl. 18-20.50 Staður Verð Kennari Fjöldi

Fjölheimar, Selfossi 37.700 + námsefni 4.300 Hannes Stefánsson Lágmark 10, hámark 15

Nýtt

Spænska I - 24 stundir Markmiðið er að byggja upp grunnorðaforða og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti sagt og skilið algengar setningar. Námskeiðið er fyrir byrjendur eða þá sem litla undirstöðu hafa í spænsku. Megináhersla er lögð á talmál og hlustun.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 23. september - 16. október kl. 18.30-20.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.100 Kennari Kristín Arna Bragadóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Enska I, með áherslu á talmál - 21 st. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja þjálfast í ensku bæði rituðu máli og talmáli. Lögð er áhersla á grunnorðaforða og orðaforða sem tengist ferðalögum.

Tími og Mánudagar 29. sept.- 10. nóv. kl. 18-20.10 staðir Fræðslunetið, Hvolsvelli Mán. og mið. 22. sept. - 13. okt. kl. 17-19.10 Kirkjubæjarstofa, Klaustri Verð 25.700 Kennarar Gyða Björgvinsdóttir og Árni Rúnar Þorvaldsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Enska II, með áherslu á talmál - 21 st. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fá frekari þjálfun í talmáli og hafa undirstöðukunnáttu í málinu eða hafa lokið Enska talmál I. Lögð er áhersla á orðaforða sem tengist ferðalögum og þjónustu við ferðamenn o.fl. Einnig er lögð áhersla á lestur og ritun á ensku.

Tími Þri. og fim. 14. október - 4. nóvember kl. 17-19.10 Staður Kötlusetur, Vík Verð 25.700 Kennari Árni Rúnar Þorvaldsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

7


Tölvur Tölvur I - 15 stundir Lítil eða engin tölvureynsla Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að nota netið og samskiptavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig er farið í byrjunaratriði í ritvinnslu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu.

Tími og Þri. og fim. 4. -18. nóvember kl. 17-19.10 staðir Nýheimar, Höfn Þri. og fim.16.-30. sept. kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi Verð 24.200 Kennarar Þór Imsland og Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Tölvur II - 15 stundir Grunnþekking nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Markmiðið er að læra skipulagningu skjala í möppur, vistun gagna og aðgerðir í ritvinnslu. Kynnt verður notkun netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun ritvinnslu og netsins.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Þri. og fim 2. -16. október kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 24.200 Leifur Viðarsson Lágmark 8, hámark 12

Tölvur III - 18 stundir Grunnþekking nauðsynleg

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur II en hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Sérstök áhersla verður lögð á Office-forritin Word, Excel og PowerPoint. Farið verður yfir hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

8

Þri. og fim. 28. okt. - 13. nóv. kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 28.200 Leifur Viðarsson Lágmark 10, hámark 14

Vefsíðugerð með Wix - 8 stundir Á námskeiðinu er byggð upp einföld heimasíða með Wix-vefsmíðatólinu sem er bæði einfalt, notendavænt og ókeypis. Þátttakendur stofna reikning og fá vinnulén en síðar er auðvelt að flytja síðuna á annað lén ef þátttakandi vill kaupa sér sitt eigið. Kennt er að setja inn myndir og texta, viðbætur, breyta útliti og m.fl. Allir sem hafa einhverja tölvuþekkingu geta búið sér til vefsíðu með Wix og tengt hana síðan samfélagsmiðlum eins og Facebook eða Twitter.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mánudagar 27. okt. og 3. nóv. kl. 18-20.50 Fræðslunetið Hvolsvelli 14.000 Nýtt Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Lágmark 8, hámark 10

Myndaalbúmið í tölvunni - 6 stundir Kennt verður hvernig á að færa myndir úr myndavélinni, vista í möppur og senda með tölvupósti. Einnig er fjallað um hvernig á að laga myndir á einfaldan hátt með Picasa forritinu. Einstaklingsmiðuð kennsla.

Tímar Mán. og mið. 22. og 24. sept. kl. 20 -22.10 og staðir Kötlusetur, Vík Mán. og mið. 29. sept. og 1. okt. kl. 20 -22.10 Kirkjubæjarstofa, Klaustri Verð 10.900 Nýtt Kennari Ívar Páll Bjartmarsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 12

Facebook fyrir eldra fólk - 6 stundir Grunnþekking nauðsynleg Allir geta lært að nota Facebook á auðveldan hátt. Á námskeiðinu stofna þátttakendur Facebook-síðu og kennt er hvernig hægt er að finna gamla vini og tengjast vinum og ættingjum á þennan skemmtilega máta. Kennt er að setja inn athugasemdir, myndir og tengla og hvernig hægt er að fylgjast með því sem aðrir eru að gera á Facebook.

Tímar og Mánudagar 15. og 22. september kl. 18-20.10 staðir Fjölheimar, Selfossi Þri. og fim., 14. og 16. október kl. 20-22.10 Kötlusetur, Vík Mán. og mið. 27. og 29. október kl. 20-22.10 Kirkjubæjarstofa, Klaustri Nýtt Verð 10.900 Kennarar Leifur Viðarsson og Ívar Páll Bjartmarsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 12

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Tölvur Spjaldtölvur með Android - 9 stundir Kynntu þér alla möguleikana Farið verður í grunnatriði spjaldtölva með Android stýrikerfi, s.s. Samsung. Skoðaðir verða tengimöguleikar, flýtileiðir, tölvupóstur, grunnstillingar o.s.frv. Einnig verður sýnt hvernig sækja má forrit (apps), hvernig á að hlaða inn myndum, tónlist, skjölum o.fl. Þátttakendur þurfa að hafa spjaldtölvu með sér á námskeiðið og hafa netfang sem þeir geta nálgast úr hvaða tölvu sem er.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mánudagar 29. sept.-13 október kl.18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 15.500 Nýtt Leifur Viðarsson Lágmark 8, hámark 12

Lærðu á iPad/iPhone - 9 stundir Nýttu þér alla kosti iPadsins Farið verður í grunnatriði iPad spjaldtölvunnar frá Apple. Skoðaðir verða tengimöguleikar, flýtileiðir, tölvupóstur, grunnstillingar o.s.frv. Einnig verður sýnt hvernig sækja má forrit (apps), hvernig á að hlaða inn myndum, tónlist, skjölum o.fl. Þátttakendur þurfa að hafa iPad með sér á námskeiðið og hafa netfang sem þeir geta nálgast úr hvaða tölvu sem er.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Fræðslunetið í fimmtán ár Fræðslunetið hefur á þessu ári starfað í fimmtán ár en það var stofnað í ágúst 1999. Þúsundir Sunnlendinga hafa nýtt sér þjónustu Fræðslunetsins. Hér má sjá nokkrar tölulegar staðreyndir um starfsemina í þessi fimmtán ár. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Fræðslunetsins http://fraedslunet.is

Fjöldi námsmanna frá 1999

17.090

Fjöldi námskeiða frá 1999

1.136

Fjöldi ráðgjafaviðtala frá 2006

3.289

Fjöldi í raunfærnimat frá 2010

159

Félagsliðabrú, Selfossi

Þri. og fim. 11. -18. nóv. kl. 18-20.10 Fræðslunetið, Hvolsvelli 15.500 Leifur Viðarsson Lágmark 8, hámark 12

Gagn og gaman með Google - 9 stundir Á námskeiðinu er farið yfir helstu möguleika og kosti Google. Byrjað er á því að stofna reikning sem gengur að öllu því sem Google býður uppá og leitarmöguleikar kynntir. Skoðað verður hvernig hægt er að nota Google+ sem samskiptamiðil, hvaða „öpp“ og síður eru í boði, s.s. Gmail, Google Drive og Google sites. Skoðaðar eru síður eins og Google maps, Google translate, og fl. skemmtilegt. Námskeiðið er bæði í formi kynningar og verklegt.

Tími Fimmtudagar 23. október - 6. nóvember kl. 18-20.10 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð 15.500 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 8

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Handmálun og spaði, Hvolsvelli

Hollur og góður heimilismatur, Selfossi

Fiskvinnslunámskeið, Þorlákshöfn

9


Handverk og Hönnun Sokkablómasería - 8 stundir Á námskeiðinu er gerð sería með fallegum nælonsokkablómum. Þátttakendur geta valið sér efni með líflegum og fallegum litum og miðað er við að serían sé fullkláruð á námskeiðinu. Þátttakendur koma með skæri; önnur áhöld/tæki og allt efni á staðnum.

Tímar og Miðvikud. og fim. 24. og 25. september staðir kl. 18 - 20.50 Fræðslunetið Hvolsvelli Þriðjud. og fimmtudagur 14. og 16. október kl. 18 - 20.50 Fjölheimar, Selfossi Verð 11.300 Nýtt Kennari Olga E. Guðmundsdóttir Fjöldi Lágmark 6, hámark 10

Handmálun og spaði - 5 stundir Unnið verður með olíu á striga. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunnið málverk að stærð 80x20. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammar á striga. Hentar bæði vönum og óvönum.

Tímar og Mánudagur 15. september kl. 18-21.30 staðir Kirkjubæjarstofa, Klaustri Mánudagur 29. september kl. 18-21.30 Fjölheimar, Selfossi Verð 13.900, allt efni innifalið í verði Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

Tvöfalt prjón - 4 stundir Kennd er prjónaaðferð þar sem prjónlesið hefur enga röngu en aðferðin býður samt upp á að prjónað sé flókið myndprjón. Aðferðin er frábrugðin tvíbandaprjóni eða myndprjóni og hentar vel, t.d.í trefla, húfubönd, teppi og fleira. Þátttakendur hafi meðferðis hringprjón nr. 4 1/2 til 5, lengd 60 sm, rautt og hvítt garn sem hentar prjónastærðinni, skæri og nál.

Tímar og Miðvikudagur 15. október kl. 18-20.50 staðir Fræðslunetið, Hvolsvelli Miðvikudagur 22. október kl. 18-20.50 Bláskógaskóli, Reykholti Verð 7.200 Kennari Christine Einarsson (Tína) Fjöldi Lágmark 8, hámark 17

Handmálun og spaði III - 10 stundir Tveggja kvölda námskeið þar sem unnið er með olíu og kol á striga með spaða og fingrum. Þátttakendur gera tvö málverk sem eru sett saman.

Nýtt Tími og Miðvikudagar 8. og 15. október kl. 18-21.30 staðir Fræðslunetið Hvolsvelli Mánudagar 20. og 27. október kl. 18-21.30 Kötlusetur, Vík Miðvikudagar 22. og 29. október kl. 18-21.30 Fjölheimar, Selfossi Verð 19.900, allt efni innifalið í verði Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Fjöldi Lágmark 8, hámark 15

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 st. Grunnnámskeið Kennd verða réttu handtökin við útskurð í tré og nokkrar gerðir útskurðar eins og flatskurður, milliskurður og djúpskurður. Allt efni og hnífar selt á staðnum.

Tími Þriðjudagar 7. - 28. október kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 30.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5

10

Að skera í tré framhaldsnámsk. -12 st. Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, heldur framhaldsnámskeið í tréútskurði. Efni verður selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiðum hjá Siggu í útskurðarlistinni.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 4. - 13. nóvember kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 30.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Handverk og Hönnun Orkering - 5 stundir

Tálgunarnámskeið - 12 stundir Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Lagt verður upp með að prófa mismunandi efni og aðferðir sem og yfirborðsmeðferð. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunna hluti. Efni innifalið. Tálgunarhnífar seldir á staðnum.

Farið verður í grunnatriði fyrir byrjendur í orkeringu með nál. Sýnt hvernig búa má til skraut, t.d. snjókorn og fallega skartgripi. Þátttakendur búa síðan sjálfir til snjókorn og eyrnalokka. Þátttakendur hafa með sér heklunál númer 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími og Laugardagur 4. október kl. 11.30-15.10 staðir Kötlusetur, Vík, lágmark 6 þátttakendur Laugardagur 18. október kl. 11.30-15.10 Kirkjubæjarstofa, Klaustri, lágmark 6 Fimmtudagur, 30. október kl. 17.30-21.10 Eflingarsalurinn í Hveragerði Laugardagur, 1. nóvember kl. 10-13.40 Bláskógaskóli, Reykholti Verð 8.300 + 2000 efniskostnaður greiddur á staðnum Kennari Sólveig Jóna Jónasdóttir Fjöldi Lágmark 4, hámark 7

Orkering, framhald - 5 stundir Haldið verður áfram í orkeringu með nál og hvernig gera má fallega gripi. Þátttakendur gera hálsmen með perlum og leðuról. Allir þurfa að hafa með sér heklunál nr. 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Fimmtudagur, 16. október kl. 17.30 -21.10 Grunnskólinn Þorlákshöfn 8.300 + 1000 efniskostnaður staðgreiddur Sólveig Jóna Jónasdóttir Lágmark 4, hámark 7

Betri fjölskyldumyndir - 6 stundir Námskeiðið er ætlað hverjum þeim sem hefur hug á að taka betri myndir. Farið er yfir grunn í myndbyggingu, lýsingu og helstu stillingar á myndavélum. Þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavélar, ekki skiptir máli um hverskonar myndavélar er að ræða.

Tímar og Mán. og mið. 15. og 17. sept. kl. 20-22.10 staðir Kötlusetur, Vík Mán. og mið. 22. og 24. sept. kl. 20-22.10 Kirkjubæjarstofa, Klaustri Verð 10.900 Nýtt Kennari Birgir Örn Sigurðsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 15 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Miðvikudagar og mánudagar 1. - 13. október kl. 17.30-19.40 Staður Fjölheimar, Selfossi Nýtt Verð 24.800 Kennari Hafþór Ragnar Þórhallsson, myndmenntakennari Fjöldi Lágmark 6, hámark 10

Ull í mund - 120 stundir Námskeiðið er styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar. Námskeið í fullvinnslu ullar, bæði verklegt og bóklegt. Fjallað verður um gæði og ullarmat, kosti og eðli íslensku ullarinnar og mismunandi úrvinnslu hennar. Kennt verður að taka ofan, þvo, kemba, spinna og lita ullina með jurtalitum. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður kemur og fjallar um hönnun, hugmyndavinnu og möguleika á framleiðslu úr íslenskri ull. Námsmenn gera hugmynda- og prufumöppu. Einnig verða nokkrir tölvutímar þar sem kennd er, m.a. undirstaða í stafrænni myndvinnslu sem nýtist við gerð hugmyndamöppu. Nánari upplýsingar hjá Steinunni: steinunnosk@fraedslunet.is

Tími Mánudagskvöld og laugardagar 22. september - 8. desember Nýtt Staður Fræðslunetið Hvolsvelli Verð 29.000 Kennarar Agnes Geirdal tóhandverkskona, Emma Eyþórsdóttir lektor, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður o.fl. Fjöldi Hámark 10, valið verður úr hópi umsækjenda ef umsóknir verða fleiri en 10

Að skera í tré, Selfossi 11


Handverk og hönnun Fatasaumur - 15 stundir Saumur á fatnaði úr teygjuefnum. Þátttakendur hanna og sauma kjól og leggings (þröngar buxur) Á námskeiðinu verður farið yfir:  Hvaða snið henta í teygjuefni  Hvernig breyta má einföldum grunnsniðum í draumaflíkina  Hvernig overlookvélin virkar  Hvaða saumar henta í teygjuefni  Verkferla á leggings (þröngum buxum)  Verkferla á teygjukjólum Námskeiðið reynir á sköpunargáfu hvers og eins og hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Nemendur þurfa ekki að koma með saumavél, en ef þátttakendur eiga overlookvél er gott að taka hana með. Innifalið: grunnsnið í réttri stærð, sníðapappír, efni í tvær flíkur, tvinni, bryddingarbönd og annað slíkt.

Tími Staður Verð Kennari

Skrautskrift - 15 stundir Á námskeiðinu eiga þátttakendur að ná fullum tökum á að skrifa gotneska skrautskrift. Skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarbók er innifalin í verðinu. Allir geta lært skrautskrift og er það auðveldara en virðist, m.a. vegna hraðvirkrar kennslutækni. Þátttakendur þurfa að hafa skrifbók meðferðis.

Tími Laugardagur og sunnudagur 8. og 9. nóvember kl. 13-18.30 Staður Kötlusetur, Vík Verð 11.700 Kennari Jens Guðmundsson, skrautskriftarkennari Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Laugardagar 11.- 25. október kl. 10 -14 Vöruhús, efsta hæð, Höfn 34.500

Ragnheiður Hrafnkelsdóttir kjóla- og klæðskeri Fjöldi Hámark 8

Ýmis námskeið Átthagafræði

Fornleifarannsóknir á Suðurlandi - 9 st.

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur

Á námskeiðinu verður fjallað um valdar fornleifarannsóknir á Suður- og Suðvesturlandi. Margar spennandi rannsóknir og nýjar upplýsingar hafa komið fram í fornleifarannsóknum síðustu 20 ár. Á námskeiðinu verður velt upp spurningum eins og; styður fornleifafræðin frásagnir í Íslendingasögum og hvaða áhrif höfðu eldgos í Heklu á byggð á Suðurlandi? Einnig verður fjallað um fornleifar og rannsóknir á Þingvöllum. Áhersla verður lögð á uppgrefti sem leiðbeinandi hefur stjórnað eða unnið við, s.s. á Þingvöllum, Koti á Rangárvöllum og Hrísbrú í Mosfellsdal. Fjallað verður um aðrar rannsóknir í samhengi við þá staði. Möguleiki er á vettvangsferð í lok námskeiðs undir leiðsögn kennara þar sem rannsóknarstaðir verða skoðaðir.

BLÁSKÓGABYGGÐ Fyrirhugað er að halda átthaganámskeið í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Farið verður vítt og breytt yfir sögu og menningu sveitanna. Fyrirlesarar eru sérfræðingar á sínum sviðum og munu miðla af þekkingu sinni til námskeiðsþátttakenda. Tími og staður verða nánar auglýst síðar en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig með fyrirvara um tímasetningu. Hafið samband við Fræðslunetið í síma 560 2030. Einnig á vefsíðu Fræðslunetsins Nýtt www.fraedslunet.is.

Tími Nánar auglýst síðar í staðarblöðum og Staður á http:// fraedslunet.is

12

Tími Þriðjudagar 30. september - 14.október kl. 19 -21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Nýtt Verð 12.900 Kennari Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur Fjöldi Lágmark 8, hámark 25

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Ýmis námskeið Draumar og drekar - 18 stundir

Úr skuldum í jafnvægi - 18 stundir

Á námskeiðinu finnum við týnda drauma og beinum í farveg. Endurnýjum vonina og möguleikann á að láta þá rætast. Kynnumst drekunum, ástæðunni fyrir því að við gefum drauma okkar upp á bátinn. Við lærum að þekkja okkar persónulegu dreka sem virka sem óyfirstíganleg hindrun. Sá sem skilur eðli drekans hræðist hann ekki og við það missir hann mátt sinn. Þá stendur ekkert í veginum og draumar geta ræst.

Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um hvað hver og einn þarf að tileinka sér í hugsun og hegðun til að fjármálin séu í lagi. Fjallað er um hvernig bágri stöðu er komið í jafnvægi og hvernig vaxa má þaðan. Farið er yfir helstu hindranir og vinnuaðferðir til að ná árangri. Sjá nánar á http://fraedslunet.is

Tími Miðvikudagar 15. okt.-12. nóv. kl. 13.15 og kl. 16.15 (tvö námskeið) Staður Fjölheimar, Selfossi Nýtt Verð 26.600 Kennari Katrín Garðarsdóttir, fjármálaráðgjafi Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Skyndihjálp - 6 stundir Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.Þátttakendur fá viðurkenningu frá Rauða krossinum. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Tími Miðvikud. og fimmtud., 22. og 23. október kl. 17-19.10 Staður Nýheimar, Höfn Verð 9.500 Kennari Elín Freyja Hauksdóttir Fjöldi Lágmark 9

Skyndihjálp - 12 stundir Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp. Þátttakendur þurfa að kaupa bókina „Skyndihjálp og endurlífgun“ ef þeir eiga hana ekki á kr. 3.450.-

Tími Miðvikudagur og fimmtud. 5. og 6. nóvember kl. 17-21.10 Staður Nýheimar, Höfn Verð 15.500 Kennari Elín Freyja Hauksdóttir Fjöldi Lágmark 9 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Miðvikudagar 10. sept. - 8. okt. kl. 12.45-15.15 Fjölheimar, Selfossi 33.600 Katrín Garðarsdóttir, fjármálaráðgjafi Lágmark 10, hámark 20

Stjörnuhiminninn og stjörnuskoðun - 9 s Spennandi stjörnuskoðunarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum stjörnuhvelfinguna og þær aðferðir sem stjörnuáhugamenn nota til þess að skoða tvístirni, breytistjörnur, stjörnuþyrpingar og geimþokur. Allt sem þú þarft að vita um stjörnuskoðun en þorðir ekki að spyrja um.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mán. þri. og mið. 17. 18 og 19. nóv. kl.19-21.10 Nýheimar, Höfn Nýtt 7.500 Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur Lágmark 10

Norðurljós - 6 stundir Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands verður með tveggja kvölda námskeið um norðurljós. Á námskeiðinu fer hann meðal annars í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar, tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar. Í lokin verður fjallað um nokkur gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.

Tími Mánud. og þriðjud. 10. og 11. nóvember kl. 20-22.10 Nýtt Staður Nýheimar, Höfn Verð 5.000 Kennari Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur Fjöldi Lágmark 12 13


14

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Matreiðsla Kökuskreytingar með sykurmassa - 4 st. Á námskeiðinu er kennt að búa til skreytingar úr sykurmassa í ýmsum litum, aðaláhersla er lögð á blómaskreytingar. Einnig er kennt að gera sérstakt smjörkrem sem hentar vel í kökuskreytingar. Kynnt eru til sögunnar ýmis trix sem virðast flókin í framkvæmd en eru sáraeinföld ef betur er að gáð. Allir skreyta eina litla tertu á námskeiðinu. Hentar einkar vel til að gera barnaafmælin litríkari.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Miðvikudagur 22. október kl. 18-20.50 Fræðslunetið, Hvolsvelli Nýtt 9.900 Gina Christie Lágmark 8, hámark 10

Sykur, ger- og glútenlaust - 5 stundir Á námskeiðinu verða útbúnir einfaldir og góðir smáréttir sem henta bæði í veisluna, sem meðlæti og einnig sem heilar máltíðir. Útbúnir verða 12-14 réttir sem snæddir verða í lokin. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftir að öllum réttum fylgja með.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Þriðjudagur 7. október, kl. 18 - 21.30 Fjölheimar, Selfossi 14.000 Nýtt María Krista Hreiðarsdóttir Lágmark 8, hámark 16

Sláturgerð - 3 stundir Námskeið í gerð sláturs á nýtískulegan máta. Útbúið verður slátur í tilbúna poka, ekki í saumaðar vambir. Farið verður verklega í allt ferlið og þátttakendur fara heim með sínar afurðir. Innifalið í verði er hráefni og námsefni.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Fimmtudagur 16. október kl. 17-19.10 Nýheimar, Höfn Nýtt 10.500 Sigurbjörg Karlsdóttir, húsmóðir Lágmark 8

Jólakonfektgerð - 4 stundir Hvað er jólalegra en heimagert konfekt? Á þessu skemmtilega námskeiði eru gerðir fylltir konfektmolar í konfektmótum, handmótaðir konfektmolar, s.s. Mózartkúlur og einnig rommbrauð. Hver og einn býr til a.m.k. 20 mola. Innifalið í verði er eitt konfektmót og pensill ásamt öllu hráefni og uppskriftahefti.

Tímar og Fimmtudagur 6. nóvember kl. 18-20.50 staðir Fjölheimar, Selfossi Fimmtudagur 13. nóvember kl. 18-20.50 Fræðslunetið, Hvolsvelli Verð 8.900 Nýtt Kennari Kristín Leifsdóttir Fjöldi Lágmark 8, hámark 12

Búðu til þitt eigið sushi- 4 stundir Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til þess að læra um grundvallaratriði sushigerðar. Þátttakendur munu allir fá tækifæri til þess að búa til sitt eigið sushi á námskeiðinu. Tilvalið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt, ögrandi og skemmtilegt.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Landnemaskóli, Þorlákshöfn

Laugardagur 1. nóvember kl. 15-17.10 Kötlusetur, Vík 10.000 Sigrún Dóra Jónsdóttir Lágmark 8, hámark 12 Indversk matreiðsla, Selfossi

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

15


Fræðsluerindi Í tilefni af 15 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið uppá tvö fræðsluerindi. Mikilvægt er að innrita sig tímanlega á fræðsluerindin til að tryggja sér öruggt sæti. Fjarkennt á þá staði sem óskað er, þ.e. Hvolsvöll, Vík, Klaustur og Höfn.

Próftækni - 3 stundir

Að sjá hluti í nýju ljósi - 3 stundir

Bættu hæfni þína við próftöku

Andri Snær Magnason hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og samið skáldsögur og barnabækur. Sem fyrirlesari hefur hann sýnt hæfileika til að sýna heiminn í nýju ljósi, orða flókna hluti á einfaldan hátt og hræra upp í staðnaðri hugsun. Umhverfismálin verða stærstu málin sem mannkynið mun glíma við á þessari öld, til þess að mæta þeim vanda þarf ekki aðeins hugarfarsbreytingu heldur heilmikla skapandi hugsun.

Ef þú ert námsmaður þá er próftaka eitt af því sem þú getur ekki forðast. Jafnvel eftir að þú hættir í skóla þá gætir þú samt sem áður þurft að taka próf t.d. til að fá ákveðið starf. Því getur verið nauðsynlegt að búa yfir góðri hæfni við próftöku. Á þessu örnámskeiði verður unnið með fjóra meginþætti:

 Hvaða aðstæður kalla fram kvíða  Ósjálfráðar hugsanir, einkenni neikvæðra hugsana  Tímastjórnun, mikilvægi jákvæðra hugsana  Prófundirbúning Tími Staður Verð Kennari

Mánudagur 17. nóvember kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Nýtt Í boði Fræðslunetsins Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Tími Staður Verð Kennari

Fimmtudagur 23. október kl. 19.30-21.30 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Nýtt Í boði Fræðslunetsins Andri Snær Magnason

Upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat  Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

 Hefur þú áhuga á að fara í nám?

 Viltu uppgötva hæfileika þína, kanna áhugasvið þitt eða færni?

 Viltu fá aðstoð við gerð

Sólveig

ferilskrár og starfsumsóknar?

 Viltu láta meta færni þína með raunfærnimati?

 Ertu á tímamótum í leit að vegvísi? Eydís Katla

Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafar. Þær annast ráðgjöfina og bjóða þig velkominn.

Tímapantanir í síma 560 2030 eða á fraedslunet@fraedslunet.is

16

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


17

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Námskeið fyrir fatlað fólk Þessi námskeið verða haldin á haustönn og fleiri gætu átt eftir að bætast við. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á www.netmennt.com og þar er einnig hægt að sækja um námskeið. Að auki er hægt að hafa samband við Rakel til að fá ráðgjöf eða aðstoð við að sækja um námskeið í síma: 560-2030 og 852-1655 eða í gegnum netfangið rakel@fraedslunet.is Umsóknarfrestur til að sækja um námskeið á vorönn verður til 17. nóvember.

Námskeið

Dagar

Vikur

Staður

Skynjun, virkni og vellíðan með tónlist

Mánudagar og þriðjud.

10

Fjölheimar

Tölva

Mánudagar og þriðjud.

10

Fjölheimar

Hollur og góður heimilismatur

Mánudagar og þriðjud.

10

Fjölheimar

Myndlist

Mánudagar

8

Fjölheimar

Smíði

Þriðjudagar

6

Fjölheimar

iPad

Miðvikudagar og fimmtud.

8

Fjölheimar

Rofar og umhverfisstjórnun

Fimmtudagar

10

Fjölheimar

Bökum og dönsum

Fimmtudagar

10

Fjölheimar

Textílhönnun I og II

Fimmtudagar

10

Fjölheimar

Mál og tjáning

Fimmtudagar

10

Fjölheimar

Íslenska

Fimmtudagar

10

Fjölheimar

Tónlist, söngur og hljóðfæri

Fimmtudagar

8

Tónsmiðjan

Óskum eftir fólki til að taka þátt í rýnihópi Vilt þú hafa áhrif? Óskum eftir 3-4 þátttakendum í hóp sem myndi ræða saman um námskeiðin sem eru í boði og skiptast á hugmyndum og gefa ráð hvað varðar símenntun fatlaðs fólks á Suðurlandi. Hafið samband við Rakel í síma 560 2030! 18

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Fræðslunetið á Hornafirði Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi hefur nú tekið við starfsemi Austurbrúar (áður Þekkingarnet Austurlands) á Hornafirði. Íbúar sveitarfélagsins eru boðnir velkomnir til samstarfs og hvattir til að kynna sér framboð á námskeiðum, einingabundnu námi, raunfærnimati og ráðgjöf. Fremst í námsvísinum er upptalning á öllum námskeiðum sem haldin verða á önninni á Hornafirði. Skrifstofa

Fræðslunetsins á Höfn er í Nýheimum, síminn er 560 2050. Skrifstofa Fræðslunetsins á Selfossi er í Fjölheimum og síminn er 560 2030. Einnig eru starfsstöðvar á Hvolsvelli, Vík og Klaustri. Heimasíðan er http://fraedslunet.is þar má nálgast upplýsingar um öll námskeið sem Fræðslunetið heldur og einnig er hægt að skrá sig rafrænt á námskeið í gegnum vefsíðuna. Námskeið eru m.a. flokkuð eftir staðsetningu. Fræðslunetið hvetur Hornfirðinga til að nýta sér þjónustu þess og hafa samband við starfsmennina.

Starfsfólk á Höfn og framkvæmdastjóri

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri asmundur@fraedslunet.is Sími: 560 2030

Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri gauja@fraedslunet.is Sími: 560 2051

Nína Sibyl Birgisdóttir, verkefnastjóri nina@hfsu.is Sími: 560 2050

Nýheimar, Litlubrú 2 870 Höfn

Raunfærnimat, nokkrir útskriftarhópar vor 2014

Skrifstofufærni

Stuðningsfulltrúabraut

Garðyrkjubrautir

Verslunarfærni

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

19


Námskeið fyrir sjúkraliða Það er kominn gestur - 10 stundir

Næring og áhrif á geðheilsu - 10 stundir

Hvernig koma heilbrigðisstarfsmenn með þjónustu inná heimili?

Markmið: Að sjúkraliðar þekki áhrif matar á ýmsa algenga langvinna sjúkdóma. Áhrif forvarna, hverjir eru helstu áhættuþættir og hvaða leiðir eru færar til þess að draga úr sjúkdómseinkennum.

Markmið: Að þátttakendur öðlist aukinn skilning á mikilvægi þess að því fylgir ábyrgð að koma inn á heimili þjónustuþega og aðstandenda þeirra. Þátttakendur verði meðvitaðir um að í hverri fjölskyldu eru ákveðin gildi og lífsreglur sem þarf að taka tillit til. Lýsing: Áhersla er lögð á mikilvægi framkomu heilbrigðisstarfsfólks við komu inn á heimili. Fagmennska, góð samskipti og samtal við þjónustuþega og hans nánustu skipta máli í bataferli sjúklings og fjölskyldu hans þar sem gagnkvæmt traust og virðing þarf að ríkja.

Lýsing: Námskeiðið er ætlað sjúkraliðum sem vilja auka þekkingu sína hvað varðar lífsstíl og áhrif matar og næringar á þróun langvinnra sjúkdóma. Fjallað verður um helstu langvinna sjúkdóma á Vesturlöndum, þ.e krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki tvö, offitu og meltingarfærasjúkdóma. Farið verður yfir helstu kenningar um áhættuþætti þessara sjúkdóma í vestrænum samfélögum. Þá verður einnig fjallað um forvarnir og þær leiðir sem við getum notað til að draga úr einkennum út frá sjónarhóli næringarfræðinnar.

Námsmat: 100% mæting og virk þátttaka á námskeiðinu.

Námsmat: 100% mæting og virk þátttaka á námskeiðinu.

Tími Mánudagur og þriðjudagur 15. og 16. september kl. 17-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð 19.200 Kennarar Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur Nýtt Fjöldi Lágmark 14

Tími Mánudagur og þriðjudagur 6. og 7. október kl. 17-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð 19.200 Kennari Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur á LSH og doktor í næringarfræði Nýtt Fjöldi Lágmark 14

Hjúkrun einstaklinga í krabbameinsmeðferð - 10 stundir Markmið: Að sjúkraliðar öðlist þekkingu á áhrifum krabbameinsmeðferðar og hjúkrunar á líðan og heilsu fullorðinna sjúklinga með krabbamein. Lýsing: Farið verður yfir faraldsfræði krabbameina, þarfir sjúklinga í sjúkdóms- og veikindaferlinu og helstu meðferðarform. Fjallað verður sérstaklega um hjúkrun sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð, algengar aukaverkanir og bráð vandamál sem upp geta komið í meðferðarferlinu.

Íslenska, Höfn

Námsmat: 100% mæting og virk þátttaka á námskeiðinu.

Tími Mánudagur og miðvikudagur 3. og 5. nóvember kl. 17-21.10 Staður Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Verð 19.200 Kennari Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein Nýtt Fjöldi Lágmark 14

Njálssaga

20

Íslenska, Hótel Rangá

Frá fundi um aðgengismál

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Við óskum Fræðslunetinu til hamingju með afmælið

Skaftárhreppur

BLÁSKÓGABYGGÐ

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Rangárþing eystra

Sveitarfélagið Ölfus

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Mýrdalshreppur

Rangárþing ytra

21


Aldrei fleiri útskrifaðir úr raunfærnimati

Hluti hópsins sem útskrifaðist úr raunfærnimati í vor.

Þessi vaski hópur útskrifaðist úr raunfærnimati í slátrun.

Þann 12. júní s.l. útskrifuðust 78 einstaklingar úr raunfærnimati hjá Fræðslunetinu en alls luku 90 einstaklingar raunfærnimati á vorönninni. Aldrei hefur jafn stór hópur útskrifast í einu úr raunfærnimati á landinu og ber það vitni um að Sunnlendingar eru duglegir að nýta sér þetta úrræði. Matið fór fram í fimm mismunandi greinum, þ.e. málmsuðu, slátrun, stuðningsfulltrúabraut, skrifstofufærni, verslunarfærni og á garðyrkjubrautum. Þeir sem fóru í matið hafa nú margir hverjir hafið frekara nám, annað hvort hjá Fræðslunetinu eða öðrum menntastofnunum.

starfsreynslu á ákveðnu sviði en hafa ekki lokið formlegri menntun. Með matinu er hægt að fá metna þá færni og reynslu sem hefur orðið til í atvinnulífinu og eru viðmiðin oftast námsskrár á framhaldsskólastigi. Á haustönn verður í gangi verkefni sem snýr að hestamennsku þ.e. raunfærnimat fyrir þá sem hafa lengi starfað við hestamennsku og viðmiðin eru námsskrá Fjölbrautarskóla Suðurlands á hestabraut.

Raunfærnimat er hugsað fyrir þá sem hafa langa

Verkefnastjóri raunfærnimats hjá Fræðslunetinu er Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og geta þeir sem áhuga hafa fyrir að kynna sér raunfærnimat snúið sér til hennar.

Heilsuvika í Rangárþingi eystra Minnum á fjölbreytta dagskrá heilsuviku sem lýkur 6. september Sjá nánar: http://hvolsvollur.is

 Frítt í sund og líkamsrækt alla dagana  Árstilboð í sund og líkamsrækt  Gönguferð með leiðsögn um Stóragerði, Litlagerði og Öldugerði  Dímon dagur - íþróttafélagið Dímon kynnir starfsemi sína. Opið hús í íþróttamiðstöðinni, öll tæki dregin fram og fólki gefst kostur á að prófa t.d. fimleika, badminton, blak og borðtennis  KFR-dagur - KFR kynnir starfsemi sína og verður með þrautir og leiki  Fyrirlestur - Edda Björgvinsdóttir  Gönguferð í kringum Hvolsfjall - leiðsögn Daníel Gunnarsson sem ólst upp á bænum Króktúni  Fyrirlestur um hlaup - Martha Ernstdóttir  Ratleikur um Hvolsvöll  Zumba  Sundleikfimi  Ummáls- og fitumælingar – Sandra Sif Úlfarsdóttir 22

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Við óskum Fræðslunetinu til hamingju með afmælið

HALLDÓRSKAFFI, VÍKURBRAUT 28, VÍK RESTAURANT, KAFFI, BAR, SÍMI 487 1202

ÁSAHREPPUR

23

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2014


Háskólafélag Suðurlands Þekkingarnet þéttir byggð ,,frá Höfn til Hafnar“ Frá upphafi hefur Háskólafélagið leitast við að efla búsetugæði á svæðinu með því að mynda þekkingarnet á Suðurlandi þar sem áhersla er lögð á menntun, rannsóknir og nýsköpun í virku samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og háskóla. Háskólafélagið er í mjög nánu samstarfi við Fræðslunetið

Hvatning og aðstaða til að stunda nám í heimabyggð, m.a. frá háskólum landsins Próftaka í heimabyggð (bæði úr háskólum og framhaldsskólum) Aðgengi að hverskonar starfstengdum námskeiðum í gegnum fjarbúnað og margt fleira.

Þekkingarsetur og námsver eru á eftirfarandi stöðum: Fjölheimar á Selfossi Í húsnæði Fræðslunetsins á Hvolsvelli Kötlusetur í Vík Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri Nýheimar á Hornafirði

Menntun: betra aðgengi að hvers konar háskólamenntun í þeim tilgangi að hækka menntunarstigið. Rannsóknir: Vera öflugur bakhjarl og hvati til rannsókna á náttúru, lífríki, menningu, atvinnuvegum og mannlífi á Suðurlandi. Nýsköpun: Vinna með frumkvöðlum í sprota- og þekkingarfyrirtækjum í tengslum við stoðkerfi atvinnulífsins, m.a. með sameiginlegri sókn í sjóði til nýsköpunar.

Hafðu samband við starfsfólk HfSu og fáðu allar þær upplýsingar sem þú þarft Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri – Fjölheimar - sigurdur@hfsu.is, s. 560-2040/897-2814. Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri – Fjölheimar - hrafnkell@hfsu.is, s. 560-2041/775-6979. Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri – Fjölheimar/Matarsmiðjan Flúðum - ingunn@matis.is, s. 560-2042/858-5069 Árni Rúnar Þorvaldsson verkefnastjóri - Kötlusetur og Kirkjubæjarstofa, arni@fraedslunet.is, s. 560 2048 Nína Sibyl Birgisdóttir verkefnastjóri - Nýheimar - nina@hfsu.is, s. 560 2050.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.