Námsvísir vorönn 2016

Page 1

Lærum allt lífið Námskeið vorönn 2016 Nýr framkvæmdastjóri Um áramótin tók Eyjólfur Sturlaugsson við starfi framkvæmdastjóra hjá Fræðslunetinu. Eyjólfur hefur langa reynslu af skólamálum sem kennari og skólastjóri. Hingað kemur hann vestan úr Dölum þar sem hann var skólastjóri í Auðarskóla, en áður stýrði hann m.a. Vallaskóla á Selfossi. Eyjólfur hefur nú sest að á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni.

Frá útskrift úr Sölu-, markaðs- og rekstrarnámi

Breytingar á Höfn Fleiri breytingar urðu um áramótin á starfsmannahaldi Fræðslunetsins. Nína Síbyl Birgisdóttir, sem hefur verið verkefnastjóri á Höfn undanfarin ár, lét þá af st örfum. E yr ún Un n ur Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hennar stað. Eyrún Unnur var verkefnastjóri hjá Fræðsluskrifstofu Hornafjarðar og hefur að auki starfað sem félagsráðgjafi og kennari við Grunnskóla Hornafjarðar. Um leið og Eyjólfur og Eyrún Unnur eru boðin velkomin til starfa færir Fræðslunetið Nínu Síbyl þakkir fyrir samstarfið og vel unnin störf í þágu fullorðinsfræðslu á Suðurlandi. Ásm. Sverrir Pálsson

Úrval af námstilboðum fyrir 20 ára og eldri Nýtt ár er gengið í garð og Fræðslunetið óskar Sunnlendingum gæfu og gleði á nýju ári. Starfsemi Fræðslunetsins er í sífelldri þróun og hefur hvert ár sín sérkenni. Segja má að síðasta ár hafi einkennst af því að formlegt nám hefur verið örum í vexti og er framboðið orðið fjölbreyttara en áður. Það er ánægjulegt að stórar námsbrautir eins og Menntastoðir og Sölu-, markaðs- og

rekstrarnám eru nú að festa sig í sessi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða uppá nám á háskólabrú og þannig geti námsmenn lokið undirbúningi fyrir háskólanám á heimaslóð. Fræðslunetið kynnir nú til sögunnar tómstundanámskeið sem dreifast um allt Suðurland. Einnig eru kynntar námsbrautir sem kenndar verða víða á Suðurlandi ýmist í staðog/eða fjarnámi. En það

nám má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Fræðslunetsins. Íslenskunámskeið verða kennd á helstu starfsstöðvum og þar sem eftirspurn er. Eru þau kynnt á heimasíðu Fræðslunetsins og þar er einnig hægt að skrá sig. Möguleiki er á að halda sérsniðin íslenskunámskeið hjá fyrirtækjum og er þeim sem hafa áhuga bent á að hafa samband

Fræðslunetið - Símenntun á Suðurlandi Fjölheimar Tryggvagötu 13 | 800 Selfoss | Sími: 560 2030 Hvolsvöllur | Vallarbraut 16 | Sími: 560 2038 og 852 2155 Vík | Kötlusetri | Sími: 560 2048 og 852 1855 Kirkjubæjarklaustur | Kirkjubæjarstofu | Sími: 892 9650 Höfn í Hornafirði | Nýheimar | Sími: 560 2050 fraedslunet@fraedslunet.is | http://fraedslunet.is


Námskeið á Selfossi Kökuskreytingar með sykurmassa - 5 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Þriðjudagur 1. mars kl. 18-21.30 Leiðbeinendur Sverrir Jón Einarsson og Bergur T. Sigurjónsson, bakari Verð 10.900

Kennt er að gera sykurmassaskreytingar sem henta fyrir ýmis tækifæri, s.s. afmæli, fermingar o.fl. Farið er yfir helstu áhöld og hráefni sem notuð eru og hvernig best er að vinna með efnið. Þátttakendur útbúa sykurmassa og hver og einn skreytir köku til að fara með heim.

Brauðbakstur að hætti Ástu Beggu - 5 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi, kennslueldhús

Á þessu heimilislega námskeiði verða bökuð brauð af ýmsum

Hvenær Miðvikudagur 10. febrúar kl. 18-21.30

gerðum, s.s. gerbrauð, lyftiduftsbrauð, pönnubrauð og pott-

Leiðbeinandi Ásta Begga Ólafsdóttir Verð 8.200 uppskriftahefti fylgir með

brauð. Einnig verða bökuð nan-brauð, pítubrauð og ljúffengir pizzu-botnar.

Litatækni - 9 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Þri. 26. janúar og 9. feb. kl. 19-22 Leiðbeinandi Hrönn Traustadóttir, fatahönnuður Verð 11.500 allt efni innifalið

Grunnur í litatækni auk fræðslu í fyrirlestrarformi um litafræði Johannes Itten. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu og kynnast mismunandi notkun lita og litasamsetninga fyrir fullorðinslitabækur. Leiðsögn og ráðleggingar.

Andlitsteikning (portrett) - 14 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Fimmtudagar 3.-17. mars kl. 19-22 Leiðbeinandi Hrönn Traustadóttir, fatahönnuður Verð 17.900

Á þessu námskeiði er kennt hvernig teikna á andlit frá a-ö: a) Kynning á mismunandi blýjum og beiting þeirra æfð. Gerðar æfingar með þrýstilínur, áferðir, form og skyggingar. b) Farið í reglur gullinsniðs í andliti og andlit teiknað eftir þeirri reglu. c) Nánari útfærslur.

Ítalía, mál, menning og matur - 24 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Fimmtud. 11. feb. - 7. apríl kl. 18-20.10 Leiðbeinandi Paola Daziani Verð 29.900

Spennandi námskeið þar sem fjallað verður um ítalska menningu og farið í grunnorðaforða og framburð ítölskunnar. Sérstök áhersla verður lögð á ferðalög og matarmenningu og þátttakendur spreyta sig í eldhúsinu.

Haldið í Skálholti

Saga Ragnheiðar og Daða í tali og tónum Hvar Skálholtsskóli Hvenær Föstudagur 15. apríl kl. 19-22 og laugardagur 16. apríl kl. 10-12 Leiðbeinendur Gunnar Þórðarson og Halldór Reynisson

2

Á þessu námskeiði verður fjallað um hina dramatísku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða Halldórssonar og svið sögunnar í Skálholti og nærsveitum. Þá verður fluttur skáldskapur, sögur, ljóð og tónlist sem er innblásinn af þessari harmrænu ástarsögu. Efnisþættir: Valdakerfi 17. aldar, Stóridómur og réttarfar,

Innifalið á námskeiðinu er máltíð, gisting og morgunmatur.

Maríuvers eftir Brynjólf biskup og Daða Halldórsson, Ragn-

Nánar auglýst síðar á:

heiður þessa heims og annars, miðilsbækur, minnismerki og

www.fraedslunet.is

fleira.

heiður og Daði í bókmenntum, Óperan Ragnheiður, Ragn-

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi


Námskeið á Selfossi Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - 273 klukkustundir Hvar Fjölheimar, Selfossi Hvenær Síðdegis, tvisvar í viku, vor og haust Leiðbeinendur Ottó Valur Ólafsson o.fl.

Verð 80.000

Námsbraut fyrir þá sem ætla/vilja stofna sitt eigið fyrirtæki eða vinna við sölu- og markaðsstörf. Hentar vel t.d. fyrir þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Helstu námsþættir: verslunarreikningur, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, upplýsingatækni, s.s. Word, Excel, Power point o.fl. Gerð kynningarefnis og viðskiptaáætlunar, samningatækni, verkefnastjórnun o.fl.

Umhverfissmiðja - 120 stundir Hvar Á Selfossi, nánar auglýst síðar Hvenær Hefst í apríl Leiðbeinendur Ýmsir leiðbeinendur Verð 28.000

Megin viðfangsefni smiðjunnar er hellu- og steinalögn en jafnframt fá nemendur innsýn í umhirðu garða, þökulögn og gróðursetningar. Kennsla er aðallega í formi verklegra æfinga auk bóknáms.

Landnemaskóli I - School for immigrants -120 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Upplýsingar í síma 560 2030 Leiðbeinendur Ýmsir leiðbeinendur Verð 23.000

Í náminu er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsama þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er ætlað fullorðnu fólki á atvinnumarkaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu.

Já, það er hægt, lestur og ritun - 60 stundir Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær Nánar auglýst síðar Leiðbeinendur Guðrún Þóranna Jónsdóttir o.fl. Verð 12.000

Nám sem er sniðið fyrir þá sem glíma við lestrar- eða ritunarvanda. Tilvalið fyrir lesblinda. Námið samanstendur af eftirtöldum þáttum: lestri, stafsetningu, ritun, tölvutækni, sjálfsstyrkingu og tjáningu.

Námskeið fyrir félagsliða Hvar Fjölheimar Selfossi Hvenær 10., 16. og 17. feb. kl. 17.00 - 20.30 Leiðbeinendur Marín Björk Jónasdóttir og Þórkatla Þórisdóttir Verð 30.500 Lengd: 15 stundir

Fjölheimar og fjarfundur Faglegar nálganir og persónulegur styrkur Hvernig á að efla og viðhalda faglegri nálgun og eldmóði? Beitt verður fjölbreyttum aðferðum við að virkja hæfileika, s.s. til faglegra og árangursríkra samskipta, að auka persónulegan styrk og fleira. Verkfærataska félagsliða skoðuð og bætt í hana.

Námskeið fyrir sjúkraliða

Fjölheimar og fjarfundur

Streita og streitulosun, framhaldsnámskeið

„Þegar lífið virðist einskis vert“

Fimmtudagar 17. og 31. mars og 7. apríl kl. 17-20.30

Fimmtudagar 11., 18. og 25. febr. kl. 17 – 20.30

Markmið: Að sjúkraliðar dýpki skilning sinn og sjálfsþekkingu

Markmið: Að sjúkraliðar fái innsýn í birtingarmyndir kvíða og

og fái æfingar og verkfæri til að losa um spennu eða st-

þunglyndis, hvernig þunglyndi þróast, hver séu einkennin og

reitu sem eykur velsæld, vellíðan og getu til að blómstra.

afleiðingar þess. Sjá nánar á fraedslunet.is

Sjá nánar á fraedslunet.is

Leiðbeinandi: Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar-

Leiðbeinandi: Steinunn Inga Stefánsdóttir, MSc Verð: 30.500 Lengd: 15 stundir

fræðingur Verð: 30.500 Lengd: 15 stundir

Innritun í síma 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | www.fraedslunet.is

3


SKEIÐA- OG

BLÁSKÓGABYGGÐ

RANGÁRÞING EYSTRA

4

GNÚPVERJAHREPPUR

MÝRDALSHREPPUR

S KAFTÁRHREPPUR

SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi


Námskeið á Hvolsvelli Brauðbakstur að hætti Ástu Beggu - 5 stundir Hvar Hvolsskóli, kennslueldhús Hvenær Miðvikudagur 17. febrúar kl. 18-21.30 Leiðbeinandi Ásta Begga Ólafsdóttir Verð 8.200 uppskriftahefti fylgir með

Á þessu heimilislega námskeiði verða bökuð brauð af ýmsum gerðum, s.s. gerbrauð, lyftiduftsbrauð, pönnubrauð og pottbrauð. Einnig verða bökuð ýmis afbrigði af gerbrauði, s.s. nan-brauð, pítubrauð og ljúffengir pizzu-botnar.

Litatækni, grunnur - 4,5 stundir Hvar Fræðslunetið, Vallarbraut 16 Hvenær Þriðjudagur 1. mars kl. 19-22 Leiðbeinandi Hrönn Traustadóttir, fatahönnuður Verð 5.700 allt efni innifalið

Grunnur í litatækni auk fræðslu í fyrirlestrarformi um litafræði Johannes Itten. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu og kynnast mismunandi notkun lita og litasamsetninga fyrir fullorðinslitabækur. Námskeið í anda „Leynigarðsins“.

Já, það er hægt, lestur og ritun - 60 stundir Hvar Fræðslunetið, Vallarbraut 16 Hvenær Kennt síðdegis, tvisvar í viku

Nám sem er sniðið fyrir þá sem glíma við lestrar- eða ritunarvanda. Tilvalið fyrir lesblinda. Námið samanstendur af eftirtöldum þáttum: lestri, stafsetningu, ritun, tölvutækni, sjálfs-

Leiðbeinendur Ýmsir leiðbeinendur

styrkingu og tjáningu.

Verð 12.000

Fagnámskeið III - 77 stundir Hvar Fræðslunetið, Vallarbraut 16 Hvenær Kennt síðdegis, tvisvar í viku, Leiðbeinendur Ýmsir leiðbeinendur

Námsbrautin er framhald af Fagnámskeiði I og II en ekki er skilyrði að hafa lokið þeim. Meðal efnis: Skyndihjálp, siðfræði, streita í umönnunarstörfum, áföll og áfallastreituröskun, upplýsingatækni, umönnun aldraðra og helstu þættir

Verð 13.000

tengdir öldrun, líknarmeðferð, umönnun geðsjúkra o. fl.

Íslenskunámskeið á Suðurlandi Icelandic courses - Íslenska - 60 stundir Hvar Selfossi, Reykholti, Hellu, Hvolsvelli, Vík, Icelandic courses will be held according to numbers of parKlaustri, Höfn og e.t.v. víðar Hvenær Kennt síðdegis, einu sinni til tvisvar í viku

ticipants. Courses will start in January. To sign up icelandic idnumber (kennitala) is needed. Further info and to sign up: http://fraedslunet.is or tel: 560 2030 Íslenskunámskeið verða haldin á þeim stöðum þar sem næg

Leiðbeinendur Ýmsir leiðbeinendur

Verð 39.500 + námsbók 4.500

þátttaka fæst. Kennt er einu sinni til tvisvar í viku. Nánari upplýsingar og skráning á fraedslunet.is og/eða í síma 560 2030.

Nýr vefur framhaldsfræðslunnar og nýtt merki Gefið hefur verið út merki fyrir framhaldsfræðsluna og einnig hefur verið opnaður nýr vefur þar sem nálgast má ýmsar upplýsingar. Slóðin er www.framhaldsfraedsla.is Á vefnum eru upplýsingar um raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og nám sem er í boði fyrir fullorðið fólk. Í námsvísinum er merkið notað til að tákna námsleiðir/brautir FA.

Innritun í síma 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | www.fraedslunet.is

5


Námskeið í Vík og á Klaustri Excel fyrir byrjendur - 3 stundir Hvar og Kötlusetur fimmtudagur 4. febrúar kl. 19.30-21.30

Kennd eru grunnatriði í töflureikninum Excel,

hvenær Kirkjubæjarstofa fimmtudagur 11. feb. kl. 19.30-21.30 s.s. innsetning einfaldra reikniformúla og Leiðbeinandi Ívar Páll Bjartmarsson

mótun á töflum.

Verð 7.000

Fundarsköp og ræðumennska - 10 stundir Hvar Kirkjubæjarstofa Hvenær Laugardagur 12. mars kl. 10-18 Leiðbeinandi Ísólfur Gylfi Pálmason

Kennd verða fundarsköp, grunnatriði í ræðumennsku og hvað ber að hafa í huga þegar fólk tekur til máls á fundum.

Verð 18.500

Trjáklippingar - 4,5 stundir Hvar og Kötlusetur fimmtudagur 25. febrúar kl. 17.30-20.30

Fyrirlestur og sýnikennsla um klippingu trjáa og

hvenær Kirkjubæjarstofa miðvikudagur 9. mars kl. 17.30-20.30 runna. Leiðbeinandi Valgerður Erlingsdóttir, skógfræðingur Verð 12.200

Ræktun krydd- og matjurta - 3 stundir Hvar Kötlusetur Hvenær Fimmtudagur 3. mars kl. 19-21

Á námskeiðinu er fjallað um ræktun og umhirðu krydd- og matjurta.

Leiðbeinandi Auður Ottesen Verð 10.500

Námskeið á Höfn Myndlistarsmiðja, málun - 120 stundir Hvar Vöruhúsið Hvenær Febrúar - apríl, nánar auglýst síðar Verð 28.000

Lögð verður áhersla á undirstöðuþekkingu, leikni og hæfni á sviði sköpunar og framsetningar. Hugmyndavinna, útfærsla og grunnatriði listmálunar. Þjálfun í litaskynjun með litafræðiformúlum og tengingu við umhverfið. Námsmenn tileinka sér litgreiningu, að mála eftir fyrirmynd, litafræði og framsetningu í myndfleti. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

6

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi


Námskeið á Höfn Víravirki - 18 stundir Hvar Vöruhúsið

Þátttakendur fá grunnkennslu í gerð víravirkis

Hvenær Laugardaga og sunnudaga 12.-13. mars og 2.-3. apríl kl. 10-14.30 Leiðbeinandi Ásmundur Kristjánsson, gullsmiður Verð 63.000, efni í eitt smíðastykki innifalið.

og læra meðhöndlun áhalda og efna. Prufustykki er unnið en síðan vinna nemendur sjálfvalin verkefni. Efni í prufustykki er innifalið í verði en annað efni er selt á staðnum. Gera þarf ráð fyrir einhverri heimavinnu.

Annað efni selt á staðnum.

Enska fyrir byrjendur - 18 stundir Hvar Nýheimar

Námskeiðið er ætlað byrjendum í ensku.

Hvenær Þriðjudagar 9. febrúar - 15. mars kl. 17-19 Leiðbeinandi Anna María Kristjánsdóttir

Grunnorðaforði er þjálfaður á fjölbreyttan hátt.

Verð 28.000

Skapandi skrif, skáldhugi - 18 stundir Hvar Nýheimar

Skáldhugi er listasmiðja í skapandi skrifum sem

Hvenær Föstudagur 12. febrúar kl. 16-20, laugardagur og sunnudagur 13. og 14. febrúar kl. 10-14 Leiðbeinandi Erla Steinþórsdóttir, leikkona og listkennari

byggir á að sækja sér innblástur frá hugtökum úr mannréttindum, náttúru, umhverfi og listum.

Verð 19.900

Google verkfærakistan - 18 stundir Hvar Nýheimar

Þátttakendur kynnast helstu verkfærum sem

Hvenær Þriðjudagar 12. janúar - 2. febrúar kl. 19-22 Leiðbeinandi Tjörvi Óskarsson

Google býður upp á. Farið verður í notkun G-mail, dagatals, skjalavinnslu, s.s. ritvinnslu, glærukynninga og töflureiknis. Einnig verður

Verð 18.500

GoogleDrive og vefsmíðatólið Google-sites kynnt.

Sixtís-kjóla saumanámskeið - 12 stundir Hvar Vöruhúsið

Langar þig í þinn eigin Guggukjól? Haldið

Hvenær Mánudagar 7.-21. mars kl. 19-22 Leiðbeinandi Steinunn Benediktsdóttir Verð 7.000

verður saumanámskeið þar sem saumaðir verða kjólar sem myndu taka sig vel út í Djöflaeyjunni. Hafa skal efni og saumavél meðferðis á námskeiðið.

Fiskréttir frá Perú - 6 stundir Hvar Eldhús Grunnskóla Hornafjarðar Hvenær Laugardagur 20. febrúar kl. 10-14 Leiðbeinandi Yrma L. Rosas, ástríðukokkur

Námskeið í gerð fiskrétta á perúska vísu. Farið verður í grunnatriði perúskrar matargerðar og nokkrir fiskréttir eldaðir.

Verð 11.000 © Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi, janúar 2015 Uppsetning og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir | Myndir: starfsfólk Fræðslunetsins

Innritun í síma 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | www.fraedslunet.is

7



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.