Námsvísir haustannar 2013

Page 22

STOLTUR AF

STÓRU SKREFI

Halldór Ágústsson Morthens, málari, lauk sveinsprófi í málaraiðn í desember 2012. Hann hafði lengi langað til að mennta sig og þegar hann sá raunfærnimat auglýst hjá Fræðslunetinu ákvað hann að fara í viðtal. „Ég hætti í skóla 1984. Ég hafði ekki áhuga á námi á þeim tíma og skóli var ekki að gera sig fyrir mig. Ég fann hins vegar alltaf til öfundar í garð þeirra sem voru með menntun og þegar ég sá auglýst að þeir sem hefðu unnið í 5 ár í faggrein gætu farið í mat og fengið þekkingu sína metna til eininga, ákvað ég að prófa.“ - Hann dreif sig í viðtal til námsráðgjafa Fræðslunetsins sem sannfærði hann um að hann kynni það mikið að það væri „ekkert mál“ að ljúka því sem upp á vantaði. „Ég man að ég settist út í bíl, tók fast um stýrið og hugsaði „hvað ertu búinn að koma þér í?“ Svo fór ég í bæinn þar sem ég settist fyrir framan tvo menn sem spurðu faglegra spurninga og ég svaraði. Mér var mikið létt þegar því var lokið og ætlaði að hugsa málið en þá sögðu þeir að ég yrði að byrja strax, ekki seinna þegar mér hentaði. Eftir á að hyggja var það mjög gott.“ - Halldór segir að raunfærnimatið hafi breytt öllu fyrir hann. „Þá færðu metið það sem þú kannt og þarft ekki að taka allt. Þegar menn hafa unnið lengi í sínu fagi munar miklu að fá þekkinguna metna.“ - Halldór hóf nám í Grunnmenntaskóla hjá Fræðslunetinu. „Við mættum eftir vinnu en tíminn leið hratt. Auðvitað kveið ég fyrir. Ég var með alls konar hugmyndir um hvernig nám og kennsla færu fram en áhyggjurnar reyndust ofauknar. Þetta var mjög heimilislegt, ekkert líkt skóla, meira eins og félagsskapur og mér fannst gaman að mæta í skólann. Kennararnir komu mjög til móts við okkur og hjálpuðu á allan hátt. Ég er til dæmis ekki mjög sleipur í að vélrita á tölvu og þá fékk ég að skila verkefnum handskrifuðum. Fræðslunetið á hrós skilið fyrir hvernig tekið er á móti nemendum, þeir hvattir áfram og þeim fylgt eftir. Auðvitað komu dagar sem voru erfiðir. Það er ekki létt að fara í nám eftir margra ára hlé en kennararnir voru æðislegir og ég dáist að þolinmæðinni sem þeir höfðu til að eiga við þessa fugla. Svo var áhuginn hjá mér sjálfum allur annar en áður.

Halldór Morthens, málarari

Þegar ég kom heim opnaði ég oftast bækurnar til að skoða betur en áður fyrr henti maður töskunni út í horn um leið og maður kom heim.“ - Halldór segir það hafa skipt grundvallar máli að geta sinnt náminu í heimabyggð samhliða vinnu. „Þetta gefur fólki annað tækifæri. Ég hefði aldrei farið í nám ef ég hefði þurft að fara í almennan skóla eða sækja nám til Reykjavíkur. Ég þurfti að vísu að taka örfáar sérgreinar í iðninni í bænum, en það var það lítið að það var í lagi.“ - Halldór segir það að hafa lokið sveinsprófi og öðlast réttindi hafa mikið að segja fyrir sjálfsmyndina. „Mér leið alltaf hálf illa þegar menn hringdu og spurðu hvort ég væri Halldór málari, því þó ég ynni við fagið var ég ekki með réttindi og mér fannst ég ekki hafa rétt á að kalla mig málara. Núna svara ég stoltur: Já!“ - Halldór er ekki hættur að mennta sig, hann ætlar að halda áfram. „Já, ég er búinn að skrá mig í meistaranám í FSu nú í haust og hlakka mikið til. Ég í meistaranám, hver hefði trúað því?“ Viðtal: Þóra Þórarinsdóttir

VINNUSTOFA Í WORDPRESS VEFSÍÐUGERÐ SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á vinnustofu í Wordpress vefsíðugerð. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að koma upp og viðhalda einfaldri Wordpress vefsíðu. Aðaláherslan er lögð á að þátttakendur geti eftir námskeiðið sinnt vefsíðu sinni sjálfir, sett inn efni og myndir. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má vefsíðuna í markaðssetningu á Netinu með því að tengja síðuna við leitarvélar. Þá verða viðbætur skoðaðar (e.plugins), s.s. fyrir bókanakerfi. Sérstaklega hentugt fyrir ferðaþjónustuaðila og aðila í smærri rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru nú þegar með vefsíðu í Wordpress kerfinu og vilja ná betri tökum á að sinna síðunni. Námskeiðið verður haldið á Höfn í Hornafirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal.

Innritun hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða á fraedslunet.is

Lengd: 8 klst. hvor dagur. Fjöldi: Lágmark 6 manns, hámark 15 manns á hverjum stað. Námskeiðsgjald: 6.990 kr. Hvenær: Höfn, 29.-30.október, Vestmannaeyjar: 4.-5. nóvember, Vík: 6.-7. nóvember, Selfoss: 12.-13. nóvember, kl. 10-17. Kennari: Elmar Gunnarsson.

22

Nýtt

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir haust 2013


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.