Ofur-Kalli

Page 26

„Þetta hefur gengið glimrandi vel,“ sagði afi ljómandi í framan þegar mamman og pabbinn komu til að sækja litla strákinn sinn. „Hann lítur út fyrir að vera svolítið þreyttur?“ sagði mamman. Þreyttur var ekki rétta lýsingarorðið. Kalli var dauðuppgefinn. „Já, hér hefur allt heldur betur verið á fullu, maður minn!“ sagði afi og rétti pabbanum Kalla. „Hann lítur að minnsta kosti út fyrir að vera saddur og það hefur verið skipt á honum,“ sagði pabbinn eftir að hafa skoðað í bleyjuna og þurrkað Kalla um munninn. Afi hnyklaði brýnnar hugsi. Hann mundi í sannleika sagt ekki eftir því að hafa skipt á Kalla né gefið honum að borða. En hann hlaut samt að hafa gert það. „Þetta er auðvitað ekkert mál,“ sagði hann rogginn. „Enda er þetta nú ekki í fyrsta sinn sem ég sé um svona krakkaskinn! Þú og systir þín voruð jú einu sinni lítil, ekki satt?“ „Jú, fyrir einum fjörutíu árum,“ muldraði pabbinn og drap tittlinga framan í afa. Kalli heyrði hins vegar ekki þetta síðasta. Hann var þegar sofnaður á öxlinni á pabbanum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.