Piotr Socha Wojciech Grajkowski
Fyrir Marysi, Jankowi,
Blance og Erykowi
Piotr Socha Wojciech Grajkowski
S ögur útgáfa Reykjaví k, 2 019
TRÉ LÍFSINS
T
rén eru stærstu lífverur á jörðinni. Við hliðina á risafuru virðist manneskja og jafnvel háleitur gíraffi heldur lítilfjörlegur. Jafnvel risaeðlurnar sem eitt sinn byggðu jörðina gátu falið sig í skugga risafurunnar. Tré geta líka orðið ansi gömul. Sumar tegundir lifa í margar aldir, jafnvel þúsaldir. Aðeins fáar manneskjur ná því að verða hundrað ára en fyrir flest tré er ein öld bara eins og unglingsárin. Gamalt eikartré, sem er í fullu fjöri enn í dag, man vel árin áður en langafi þinn fæddist og gæti átt eftir að lifa lengur en barnabarnabörnin þín. Trén eru lifandi sönnun þess hvílíkt afl býr í náttúrunni. Jafnvel hin stærstu tré eru sprottin af örlitlu fræi. Sama afl veldur því að trjágreinar skrýðast laufi og blómstra á hverju vori í tempruðum beltum jarðar. Síðla sumars bera trén ávöxt og fella svo lauf sín fyrir veturinn. Því næst hefst hringurinn á ný næsta vor. Að lokum mun gamla tréð deyja eins og allar lífverur gera, en nýtt tré vaxa í þess stað. Ekki kemur á óvart að víða um veröld voru tré fyrrum talin heilög. Fólk trúði því að trén væru göldrótt og í þeim byggju andar og jafnvel afturgöngur. Eitt af mörgum dæmum um hvernig þau birtast í listum eru hin mexíkósku „lífstré“ (eins og á myndinni hér) sem eru lágmyndir úr leir. Í greinum lífstrjánna eru óteljandi tákn, teikn og hlutir. Þótt lágmyndirnar séu málaðar í glaðlegum litum er merking þeirra yfirleitt alvarleg. Þær sýna gjarnan atriði úr biblíusögunum í bland við ímyndir lífs og dauða. Tré hafa líka mikið notagildi því úr þeim fæst timbur, fagurt efni og dýrmætt. Timbrið má nota til að búa til hvaðeina, bæði stórt og smátt, listaverk jafnt sem byggingar og jafnvel pappír í bækur eins og þessa. Það má segja að timbrið fylgi okkur frá vöggu til grafar. Mörg börn hvíla fyrstu mánuðina í vöggu úr fallegum viði og þegar við deyjum erum við oft grafin í timburkistu. Þegar eitthvað blasir við okkur á hverjum degi förum við að ganga út frá því sem vísu. Flestöll sjáum við tré á hverjum degi og notum hluti sem gerðir eru úr þeim. Því gleymum við því oft hve fögur þau eru og hvaða skuld við eigum þeim að gjalda. Þessari bók er ætlað að hjálpa fólki að finna hina undursamlegu veröld trjánna.
5
HVENÆR ER TRÉ EKKI TRÉ?
Venjuleg eik
Sagúarókaktus
Galapagos fíkjukaktus
Bananaplanta Sagúarókaktus – þversnið stönguls
Simbabve blaðlilja
Bananaplanta – þversnið stönguls
Aldarlilja
Venjulegur bambus
Mjúkur trjáburkni
H
Mjúkur trjáburkni – þversnið
Hnútar
Kókoshnetupálmi – þversnið bols
Bambus – þversnið stönguls
Eik – þversnið bols Kókoshnetupálmi
Vorgull Júkkatré
vernig vitum við að tré er tré? Tré er með þykkan viðarstöngul sem kallast bolur. Greinar vaxa svo út frá bolnum ofanverðum og ota laufblöðunum að sólarljósinu svo þau falli ekki í skuggann af öðrum trjám. Inni í bolnum er allt á iði, vatn sogast upp frá rótunum en næringarefni sem laufin vinna eru flutt niður. Bolur flestra trjátegunda hækkar ekki aðeins á hverju ári heldur þykknar líka. Bolurinn verður sífellt sterkari og getur borið æ umfangsmeiri greinar og laufblöð sem mynda trjákrónuna. Þegar tré er fellt má sjá hringi innan í bolnum. Hver hringur sýnir hve mikið tréð óx á hverju ári (sjá bls. 36-37). Hins vegar eru líka til tré þar sem bolurinn vex upp á við en þykknar ekki. Þetta á til dæmis við um flest pálmatré, blaðliljur og trjáburkna. Greinar vaxa heldur ekki á þessum trjám og þeim svipar mest til mjórra staura og efst er klasi laufblaða sem svipar helst til fuglsfjaðra. Hinn mjúki trjáburkni (Dicksonia antarctica) vex í Ástralíu. Í bol hans eru knippi af mjóum rótum sem teygja sig niður í jörðina. Dauðir hlutir plöntunnar eru meginhlutar bolsins og mynda rotmassa sem burkninn getur gætt sér á. Júkkaliljur og drekatré (sjá bls. 16-17) hafa þróað eigin aðferðir til að bolurinn verði þykkari en í því felst að það eru engir árhringar í þessum plöntum. Krónur þeirra eru einnig óvenjulegar. Greinarnar vaxa ekki út til hliðanna frá bolnum heldur breiðast út frá efsta hlutanum og mynda dúsk af laufblöðum. Runnar eins og vorgull hafa ekki einn bol. Í staðinn vaxa nokkrir þykkir stönglar upp úr jörðinni. Þannig breiðast runnarnir út til hliðanna en vaxa ekki mjög hátt. Sumar jurtir líta út eins og tré en eru það alls ekki. Kaktusar geta orðið 12 metra háir og fuglar geta kroppað sig inn í þá til að búa til hreiður. Stöngull þeirra er ekki trjábolur og þar er engan við að finna. Kaktus er úr röku jurtaholdi en nokkrir viðarkenndir teinungar sjá um að halda honum uppréttum. Bambus getur myndað heilu skógana, margra mannhæða háa, en er í raun grastegund. Stönglarnir eru sams konar og grasið úti í garði. Þeir eru holir en á þeim hnútar. Það sem lítur út eins og bolur bananajurtar eru í rauninni mörg lög af dauðum laufblöðum. Jurtin er líkari lauk en tré. „Bolur“ aldarliljunnar getur orðið meira en 12 metra hár en er í rauninni stöngull með blómum sem blómgast bara einu sinni á 20-30 ára líftíma plöntunnar.
7
LAUFBLÖÐ
Giðlufíkja
Japanskur hlynur
Dalseik
Rifflaður blævængspálmi
Kentuckykaffitré Amerísk heslifura
Amerískur garðahlynur
Rgnhlífartré
Brauðaldintré Agnbeyki
Snjókornanardus
Eyðimerkurpálmi
Fölsk nardusjurt
Sægreip Logatré
Enskur þyrnir
Trompettré
Kókoshnetupálmi
Nöturösp Persneskt silkitré
Rauðhlynur
Fiðrildatré
Linditré
Kristþyrnir
Kínaberjatré
Musterisviður
S Rauðeik
Platínureynir
Túlípanaösp Noregshlynur
Hvítt mórberjatré Hrossakastanía
Hengibjörk
Silfurhlynur
Venjuleg eik
Júdasartré Venjulegt fíkjutré
Fílaeplatré
Hvítur álmur
Venjulegt beyki
Hvítvíðir Svart engisprettutré
Hví eru laufin svo mikilvæg? Í fyrsta lagi soga þau koltvísýring úr loftinu. Það er gastegund sem lungun í okkur anda stöðugt frá sér og auk þess strompar og bílar og margt annað mannanna brambolt. Koltvísýringurinn smýgur inn í laufblöðin um örlitlar holur sem oftast eru á neðri hluta laufblaðanna. Auk þess er í laufinu svonefnd blaðgræna, grænt litarefni sem drekkur í sig sólarbirtu og hjálpar plöntunni að breyta henni í orku. Laufin nota svo orkuna til að búa til sykrur sem eru næringarefni sem plantan myndar úr koltvísýringnum og vatninu sem ræturnar útvega. Úr þessum sykrum byggir tréð bolinn, greinarnar og nýjar rætur. Það hljómar kannski ótrúlega en jafnvel hin hæstu tré hafa ekki nærst á neinu nema lofti, birtu og vatni. Við þessi efnaskipti inni í laufblöðunum verður til úrgangsefni, súrefni. Það er gastegundin sem við og dýrin öndum svo að okkur eftir að trén hafa sleppt því út í andrúmsloftið. Það má líta á laufblöð sem andstæðu elds. Eldur notar súrefni við að brenna timbur og þá losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Laufin soga hins vegar í sig koltvísýringinn og mynda með því efni sem þarf til að viðurinn vaxi en líka súrefni. Og eru þá allir sáttir? Kannski til lengdar, en til skamms tíma getur eldurinn gereytt öllu sem tréð hefur verið í mörg ár að byggja upp. Lauf vaxa á öllum trjám, ekki aðeins á þeim sem fella laufblöðin yfir veturinn og kalla má „sumargræn“. Nálarnar á barrtrjám eru líka laufblöð. Þær eru byggðar dálítið öðruvísi en hafa sama hlutverk. Laufblöð eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá hinu smágerða hreistri kýprustrjánna til hinna risastóru blaða bastpálmanna sem geta oft orðið meira en 20 metra löng (sjá bls. 30-31). Sum tré, svo sem silkieikin og kaffitréð sem kennt er við Kentucky, bera lauf sem líkjast litlum greinum með mörg lítil lauf, en það er misskilningur. Sérhver mynd á þessari opnu sýnir aðeins eitt laufblað!
Panamatré
Venjulegt elri
tundum er sagt við börn: „Borðaðu matinn þinn, annars stækkarðu ekki!“ Þetta er vissulega rétt um mannabörn en ekki um tré. Þau geta orðið risavaxin án þess að borða nokkurn skapaðan hlut. Það eina sem þau þurfa til að lifa er vatn, sem þau safna gegnum rótarkerfi sitt, og svo sólarljós og loft sem þau safna með laufinu. Segja má að ræturnar og laufin séu mikil vægustu hlutar trésins. Allt hitt – bolur, greinar, kvistir – hefur það eina hlutverk að tengja saman ræturnar og laufið og lyfta laufblöðunum eins hátt upp í átt að sólinni og mögulegt er.
Silkieik
9
A
ðalhlutverk rótanna er að safna vatni úr jarðveginum en í því eru steinefni sem jurtin þarf á að halda. Vatninu er síðan þrýst eftir örmjóum leiðslum inni í viðnum upp í bolinn og út í greinarnar og loks laufblöðin, þar sem efnin eru notuð. Ræturnar sjá líka um að halda trénu föstu í jarðveginum svo vindurinn blási því ekki um koll. Sum mjög háreist tré, eins og miðameríska kapoktréð, koma sér upp gríðarlega umfangsmiklu rótarkerfi til að styðja sem best tröllslegan bolinn. Hinn suðurameríski göngupálmi stendur hins vegar upp úr jörðinni á nokkrum rótarstoðum sem líkjast stultum. Talið er að þetta geri pálmanum kleift að verða hærri án þess að eyða orku í að koma sér upp þykkum bol. Tré sem spretta á fenjasvæðum og í óshólmum líta oft mjög undarlega út. Þau vaxa á ströndum og vatn flæðir oft yfir neðsta hluta þeirra. Í jarðveginum er ekki mikið súrefni sem jurtirnar þurfa til að vaxa. Ræturnar koma því upp á yfirborðið til að ná sér í súrefni beint úr loftinu. Þessar sérstöku „öndunarrætur“ eru sumar í laginu eins og stultur (sjá til dæmis rauða fenjatréð) eða eins og fjölmargir kvistir sem standa upp úr vatninu eins og á fenjaeplatrénu. Rætur geta líka breyst í morðvopn – að minnsta kosti fyrir önnur tré! Banyan heitir fíkjutré frá Austur-Indlandi. Fuglar bera fræ þess upp á greinar annarra trjáa sem skjóta rótum. Þau fá birtu frá sólinni og rigningarvatn og ræturnar sveigjast utan um bol trésins sem hýsir þau. Ræturnar vaxa sífellt lengra niður á við uns þær ná niður í jörðina. Þær verða sífellt lengri og þykkari og að lokum kæfa þær hitt tréð. Það deyr, fúnar og rotnar og eftir mörg ár eru einu merkin um það tómið innan í rótarbol banyantrésins sem hreiðraði um sig utan á því. Á gömlum banyantrjám koma rótarskot neðan úr þykkum greinum sem ná að lokum niður til jarðar og mynda þar nýja boli og af þeim spretta svo enn fleiri greinar. Í borginni Howrah á Indlandi vex risastórt banyantré. Það hefur myndað meira en 3.700 trjáboli sem allir deila risastórri laufkrónu sem er meira en hálfur kílómetri í þvermál. Í sumum hlutum Indlands hefur fólk búið til lifandi brýr úr rótum gúmmífíkjutrésins. Fyrst er smíðuð trégrind yfir á og svo er rótum nálægra trjáa vafið um grindina. Ræturnar mynda svo brúargólf og handrið. Ólíkt venjulegum brúm getur svona brú gert við sig sjálf og verður sterkari með hverju árinu sem líður. Sumar lifandi brýr hafa verið í notkun í mörg hundruð ár.
10
Rætur gúmmifíkjutrés
Rætur göngupálma
Rætur banyantrés kæfa önnur tré
RÆTUR
Rætur speglafenjatrés Rætur kapoktrés
Rætur rauðs fenjatrés
Brú úr rótum lifandi gúmmífíkjutrés
Hangandi rætur banyantrésins mynda nýja boli
Rætur fenjaeplis
ÁRSTÍÐIRNAR FJÓRAR Eikarlauf Blóm reynitrés
Ungar furunálar
Eikarblóm
Reyniber Köngull af þini
Köngull af þini
E
ins og allar lífverur lifa trén í samhljómi við árstíðirnar. Þau hafa náttúrlega ekki um neitt að velja. Ef þau löguðu sig ekki að breytilegu veðurfari gætu þau ekki lifað á jörðinni. Á vorin spretta lauf trjánna fram og þau blómstra. Margar tegundir (svo sem reynitré og kastaníutré) lokka til sín skordýr sem frjóvga ilmandi blóm þeirra. Skordýrin bæði sjá og þefa uppi blóm úr mikilli fjarlægð. Tré sem frjóvgast með vindinum (svo sem barrtré og eikur) þurfa ekki að framleiða nema lítil blóm. Á sumrin drekka trén í sig sólskinið og byggja upp forða af þeim næringarefnum sem þau þurfa á að halda. Frjóvguð blómin byrja að umbreytast í ávexti eða köngla sem þroskast hægt og rólega. Inni í þeim er nýr skammtur af fræjum trésins.
Reyniber
Reyniber
Akörn – ávextir eikartrjánna
Ýmsar trjátegundir dreifa fræjum sínum á mismunandi tímum. Könglar barrtrjánna opnast á haustin og losa lítil vængjuð fræ sem berast burt með vindunum. Á sama tíma falla akörn eikartrjánna til jarðar. Íkornar, fuglar og önnur dýr grafa þau í jörðu og geyma þau sem matarforða til vetrarins. En dýrin finna ekki alltaf birgðageymslur sínar aftur og á vorin spretta stundum ný tré upp af þessum gleymdu geymslum. Ber reynitrjánna bíða þolinmóð allan veturinn á trjágreinum sínum eftir að svangur fugl birtist og beri þau burt í maga sér. Þegar fuglinn losar fræin frá sér niður á jörðina með driti sínu getur nýtt reynitré sprottið upp af fræinu. Sum tré bíða til vors með að sá fræjum sínum. Þá opnast til dæmis könglar furutrjánna og þeyta frá sér agnarsmáum fræjum sem nýjar furur spretta svo upp af. Af hverju missa trén laufin á haustin? Vatn gufar sífellt upp út um agnarsmá göt á neðri hluta blaðanna. Þetta er ekki vandamál á sumrin þegar ræturnar endurnýja vatnsforðann. En á köldum vetrardögum eru ræturnar svifaseinar. Það er líka erfiðara fyrir ræturnar að finna vatn því það situr kyrrt á yfirborðinu sem snjór. Í heitu loftslagi er líka minna um vatn á þurrkatímum. Í báðum tilfellum losa trén sig við laufin svo ekki glatist of mikið vatn. En áður en laufin falla skipta þau oft um lit vegna efnabreytinga innra með þeim. Það eru hinir frægu „haustlitir“ trjánna, gulir, brúnir, rauðir og gullnir. Á veturna haldast barrtré græn. Lítil og nálarlaga laufblöð þeirra þorna ekki svo auðveldlega upp. Og ekki sest mikill snjór á mjóar nálar þeirra, litlar laufkrónur og niðurslútandi greinar. Ef lauftré héldu laufum sínum yfir veturinn myndi svo mikill snjór setjast á umfangsmiklar laufkrónur þeirra að greinarnar gætu brotnað undan þunganum. 13
Þ
að hljómar kannski undarlega að tala um ferðalag trjáa. En hugsum málið. Ævi trés byrjar með agnarlitlu fræi sem síðan leggur í mikilvægasta – og eina – ferðalagið á ævinni. Máltækið segir: „Eplið fellur ekki langt frá trénu.“ Í tilfelli eplatrjáa sem menn rækta fellur eplið vissulega oftast á jörðina undir trénu sjálfu. En villt eplatré hafa þróað aðferðir til að koma í veg fyrir þetta. Ef fræ eplatrésins félli beint til jarðar yrði nýja tréð að keppa um sólarljós við foreldri sitt og tegundin gæti ekki lagt undir sig ný svæði. Þótt villt epli séu mjög lítil eru þau samt bragðgóður biti fyrir fugla. Fræin meltast ekki í maga fuglsins heldur ferðast langar leiðir í iðrum hans. Að lokum dritar fuglinn og skilar með því fræjunum á nýjan stað. Þar eru þau í frjórri jörð og áburðurinn (fugladritið) tilbúinn. Sömu aðferð nota margar fleiri trjátegundir. Þær búa til lokkandi ilmandi ávexti, sem oft eru rauðir, bláir eða svartir, svo þeir skeri sig vel frá grænum bakgrunni trjánna. Önnur dýr sem bera út fræ eru til dæmis apar, birnir og ávaxtaleðurblökur. Um miðja 19. öld dóu út risaskjaldbökur sem búið höfðu á hinni örlitlu eyju Ile aux Aigrettes nálægt Máritíus. Þetta var stórslys fyrir sérstaka tegund af svartviði (Diospyros egrettarum) sem þarna óx. Önnur dýr á eyjunni voru ekki nógu stór til að éta ávexti trésins og dreifa fræjum þess. Trénu hnignaði sífellt þar til nýr ættflokkur risaskjaldbaka var fluttur til eyjarinnar árið 2000. Trénu var bjargað. Mörg tré búa til fræ sem vindurinn getur dreift. Mörg þessara fræja hafa vængi (t.d. fræ furu og hlyns) eða eru þakin stífum hárum (t.d. fræ platantrjáa). Vegna þessa falla þau hægt til jarðar og geta svifið lengra en ella. Einnig er mikilvægt að sleppa fræjunum á hárréttum tíma. Á stöðum þar sem reglulega brjótast út skógareldar er besti tíminn rétt eftir að eldurinn deyr út. Þetta er ástæðan fyrir því að könglar risafuru og fræhylki tröllatrésins opnast ekki fyrr en hitastigið er orðið mjög hátt. Stundum ferðast fræ trjáa meira að segja á sjó. Meðal þeirra fræja sem geta flotið á vatni eru fræ pong-pong-trésins og kókoshnetan. Eftir að mennirnir hafa ræktað kókoshnetur í mörg hundruð ár fljóta þær ekki eins vel og hinar gömlu og villtu kókoshnetur fyrr á tíð en þær þurfa heldur ekki að fljóta langar leiðir, fólk hjálpar til við að dreifa þeim. Sandkassatréð í Ameríku hefur þróað sérstæða aðferð til að dreifa fræjum sínum. Ávöxturinn þornar upp og springur síðan svo fræin þeytast um víðan völl. Því er það stundum kallað dínamíttréð. 14
Stjörnuávöxtur eða carambola
Annattó-ávöxtur
Fræhylki gullregns
Bignay-ber
Ávaxtaleðurblaka
Fræhylki konungsbaunatrés
Kókoshneta
Fræhylki sandkassatrés
Ávöxtur bavínaviðs Bavíanaviður Köngull Douglasfuru
Fræ hlyns
Könglar aleppofuru
Ígulber
Silkitoppa
Fræ amerísks garðahlyns
Könglar risafuru
DREIFING FRÆJA
Fræ rauðbaunatrés
Ýviðarber
Köngull hvítfuru
Venjuleg eikarakörn
Fræ evrópsks lerkis
Fræ eyrnalaufs (akasíu) Kasjúávöxtur
Banksíuköngull Amerískur hlynur
Risaskjaldbaka
Tjarnarfura
Fræhylki tröllatrés (evkalyptus)
Fræ rauðbaunatrés
Fræ hengibjarkar
Pong pong-fræ
Köngull hvítfuru
Ávöxtur nónberkju
Fræ Douglasfuru
Annattó-ávöxtur
SVÆÐISBUNDIN TRÉ
Madagaskarpálmi (Madagaskar)
Ungt drekatré (Kanaríeyjar)
Safafíkjutré (Sókotra)
Drekablóðstré (Sókotra)
Agúrkutré (Sókotra)
Flöskutré (Namibía og Angóla)
S
umar trjátegundir vaxa á stórum svæðum. Ef þú færir frá París og ækir 10 þúsund kílómetra uns þú staðnæmdist austast í Rússlandi þá væru hengibjarkartré á vegkantinum alla leiðina. Aðrar tegundir vaxa aðeins á mjög afmörkuðum svæðum í náttúrunni. Japanska kirkjubirkið vex aðeins í Japan. Þetta kallast svæðisbundin tré. Orðið er ekki aðeins notað um tré, heldur hvers konar svæðisbundnar tegundir. Kívífuglinn er t.d. svæðisbundinn við Nýja-Sjáland og Baikal-selurinn bundinn við Baikal-vatn í Rússlandi. Svæðisbundnar tegundir lifa á stöðum sem hafa á einhvern hátt einangrast frá öðrum svæðum. Oft er um að ræða eyjar eða svæði umkringd háum fjöllum. Á slíkum svæðum geta tré ekki breiðst víða um og halda sig á sama blettinum. Þau laga sig smátt og smátt algerlega að andrúmslofti og aðstæðum á sínu svæði og þróa með sér eiginleika sem finnast ekki annars staðar.
Apaþrautartré (Andesfjöll)
Stundum eru svæðisbundnar tegundir eftirlegukindur af mun stærri tegund. Einu sinni óx serbneskt greni víða í Evrópu en þegar ísöldin skall á dó tegundin víðast út. Aðeins tré sem uxu í árdal Drínu í Serbíu lifðu fram á vora daga. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en 1875. Nú eru skrauttegundir af serbneska greninu ræktaðar víða um heim (sjá bls. 18).
Örvamælistré (Namibía og Suður-Afríka) Madagaskar-ocotillo (Madagaskar)
Pennania baylisiana (Þriggjakóngaeyja)
Blævængspálmi (Madagaskar)
Mjög mikið af svæðisbundnum tegundum lifir á tveimur eyjum út af strönd Afríku, Madagaskar og Sókotru. Talið er að 37 prósent af plöntum Sókotru og 80 prósent plantna Madagaskar séu svæðisbundin. Margar þessara tegunda eru tré. Sum þeirra merkilegustu er að finna á þessari opnu og þeirri næstu. Á Madagaskar búa líka sex af níu tegundum sem þekktar eru af apabrauðstrjám (baobab) í heiminum núna. Sjaldgæfasta tré í heiminum er af tegund sem heitir Pennantia baylisiana. Tegundin þekkist aðeins á Þriggjakóngaeyju, skammt frá Nýja-Sjálandi. Aðeins eitt tré er til af þessari tegund úti í náttúrunni. Hin voru öll étin af geitum sem fólk flutti til eyjarinnar. Því miður gat tréð eina ekki framleitt fræ þar sem blóm þess voru eingöngu kvenkyns og það voru engin karltré til að frjóvga þau. Mönnum tókst að rækta upp nokkur lítil tré með því að nota græðlinga úr greinum trésins, en þau tré voru líka öll kvenkyns. Með því að gefa þessum nýju trjám hormóna (já, tré nota líka hormóna!) tókst að fá þau til að framleiða frjóduft. Þegar frævun átti sér stað hófst framleiðsla á nýjum fræjum.
17
Flökkumannapálmi (Madagaskar)
Safafíkjutré (Sókotra)
Bismarckspálmi (Madagaskar)
Eyðimerkurrós Sókotru (Sókotra)
Drekatré (Kanaríeyjar)
Serbneskt grátgreni (Balkanskagi)
Eyðimerkurrós Sókotru (Sókotra)
Eyðimerkurrós Sókotru (Sókotra)
FLEIRI SVÆÐISBUNDIN TRÉ
Mjólaufa flöskutré (Ástralía)
Kyndilviður (syðri hluti Kaliforníu og Mexíkó)
Kyndilviður (syðri hluti Kaliforníu og Mexíkó) Mjólaufa flöskutré (Ástralía)
Madagaskarpálmi (Madagaskar)
Á
þeim svæðum þar sem apabrauðstrén (baobab-tré) vaxa eru aðeins tvær árstíðir – regntíminn og þurrkatíminn. Því eru þau með einkar þykkan stofn. Á regntímanum koma þau vatni fyrir í stofninum sem þau nota svo til að komast af þá mánuði sem ekkert rignir. Áður en þurrkatíminn skellur á losa þau sig oft við laufin til að spara vatn (sjá bls. 13). Berar og kræklóttar greinarnar sem vaxa upp úr þykkum stofni trjánna líkjast helst rótarkerfi. Í Afríku varð til sú þjóðsaga að guð nokkur hefði reiðst svo apabrauðstrénu að hann hefði rifið það upp með rótum og síðan troðið því öfugt niður í svörðinn aftur. Níu tegundir eru til af apatrjám í veröldinni. Sex þeirra lifa aðeins á Madagaskar, stórri eyju um 500 kílómetra undan austurströnd Afríku. Tvær tegundir búa á meginlandi Afríku og þær eru svo svipaðar að menn héldu lengi að þær væru ein og sama tegundin. Það var ekki fyrr en 2012 sem genarannsóknir sýndu fram á að þetta væru tvær tegundir. Níunda og síðasta tegundin býr í Ástralíu. Vísindamenn hafa enn ekki áttað sig á hvernig sú tegund endaði svo langt frá frændsystkinum sínum. Eitt frægasta apabrauðstré heims vex á býli sem heitir Sólarland í Suður-Afríku. Þegar tréð var upp á sitt besta var bolurinn milli 33 og 47 metra þykkur en hann var tvöfaldur svo ekki var hægt að útnefna tréð það þykkasta í heimi. Eins og raunin er um flest apabrauðstré fór það að rotna innan frá er það eltist og tvöholrúm opnuðust inni í bolnum. Í öðru þeirra settu bændurnir í Sólarlandi upp snotra krá en hitt var notað sem vínkjallari þar eð þar var alltaf sama hitastigið, 22 gráður. Vegna þess að innsti hluti trésins hefur rotnað burt og ekki er hægt að sjá neina augljósa árhringi er erfitt að segja hve gamalt tréð í Sólarlandi er en rannsóknir hafa sýnt að það er að minnsta kosti 1.000 ára gamalt og hefur lifað af að minnsta kosti sex skógarelda. Undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá trénu. 2016 og 2017 hrundu hlutar bolsins vegna elli og aðeins hluti þessa trés er enn á lífi. Eigendur Sólarlands ákváðu hins vegar að hreyfa ekki við dauðum hluta trésins svo enn er hægt að dást að þessum gamla risa og fá hugmynd um stærð hans.
20
APABRAUÐSTRÉ
J
afnvel bara meðalstórt tré er í sumra augum heilt fjall af fæðu. Enda er hver einasti hluti trésins étinn af einhverjum þótt laufblöðin og hinir ungu grænu teinungar séu vinsæl ustu hlutarnir. Fiðrildi og mölflugur verpa eggjum sínum á laufblöðin svo þegar lirfurnar (2, 4, 21) klekjast út hafa þær nóg að éta. Puntsvínið í Norður-Ameríku (3) slær aldrei loppu móti góðum bita. Það hámar í sig græðlinga, brumhnappa, ávexti, barrnálar og börk. Svefnmúsin (20) spænir í sig ung laufblöð, ávexti, hnetur og akörn. Pokabjörninn eða kóalabjörninn (5) er miklu matvandari. Hann lítur ekki við öðru en laufblöðum gúmmítrésins. Grái íkorninn (7) er sólginn í ávexti og hnetur en finnst líka gott að fá sér bita af lifandi hlutum bolsins. Hann rífur börkinn af og skaðar tréð heilmikið. Skinkueðlan á Salómonseyjum (1) er grænmetisæta sem er sjaldgæft af eðlu að vera. Hún skýst um laufskrúð trjánna til að fá fylli sína af mat. Geiturnar í Marokkó (15) eru svo sólgnar í lauf og ávexti argantrésins að þær klifra oft upp í tréð til að fá sér bita.
1
6
11
12 14
Aðrar skepnur éta viðinn sjálfan. Lirfur margra bjöllutegunda lifa á því, þar á meðal lirfur birkibjöllunnar (14), stóru steingeitarbjöllunnar (16) og timburmaðksbjöllunnar (9). Eftir að hafa matast skilja þær eftir sig heilt gangakerfi í viðnum (8). Maðkur hjartarbjöllunnar (10) kjamsar á fúavið eikartrjáa meðan fullorðnu bjöllurnar drekka í sig ljúfan safa lifandi hluta trésins. Skordýr sem kallast glervængjaskytta (19) tekur svo hraustlega til matar síns að hún er alvarleg ógn við bæði sítrus- og möndlutré. Ekkert dýr er hins vegar jafn hættulegt og engisprettan (22). Hún safnast saman í gríðarstóra hópa. Engisprettuský hefur einfaldan smekk: það hámar í sig allt sem er grænt.
22
7
13
En hvað um dýr sem ekki kunna að klifra? Hjartardýr (12) verða að láta sér nægja að japla á ungum og litlum trjám en fílar (23) og gíraffar (18) geta teygt sig lengra. Þökk sé löngum rana fílsins og enn lengri hálsi gíraffans seilast þeir efst upp í trjákrónurnar án þess að stíga fæti af jörð. Bjórar (6) kjósa hins vegar að færa trjákrónuna niður til jarðar. Hárbeittar tennur þeirra vinna á jafnvel þykkum trjábolum og þegar tréð fellur um koll komast þeir í gómsæt lauf og teinunga.
Gleymum svo ekki sveppunum sem éta nærri öll dauð tré. Sumir sveppir lifa utan á lifandi trjám sem sníkjudýr (11, 17). Einn sveppur býr við mjög merkilegt mataræði. Hann er ræktaður neðanjarðar af laufskurðarmaurum (13). Maurarnir færa honum lauf sem þeir hafa klippt af trjágreinum og lifa svo á sveppnum.
2
18
19
20
17
TRJÁÆTUR 3
5
4
8
9
10
15
16
23
21
22
TRJÁBÚAR
Arnpáfi
Gullglói
Herfugl Blá tarantúla
Hlébarði Rauðeygur trjáfroskur
Lemúr
Brúnn sigðgoggur
Kóngulóarapi
Vofuapi
Letidýr
Rauður klettahani
Hreisturdýr
L
aufskrúðið á stóru tré er frábær staður að búa á. Þar er nóg af mat (sjá opnu 22-23) og laufin veita skjól fyrir regni, sól og vindum. Umfram allt er gott að vera hátt uppi því þá ná rándýrin á jörðu niðri ekki til manns. Samt er nauðsynlegt að vera var um sig enda eru ýmsar kjötætur á ferð um laufskrúðið.
Lóris
Glóbrystingur
Pokaskotta
Svo nota sum dýr klær til að klifra. Þar á meðal eru kettir, stórir sem smáir, en einnig íkornar, merðir og hreisturdýr. Tarantúlur sem búa í trjám hafa á fótum sérstök hár sem klínast við sérhvert yfirborð og styðja við þunga kóngulóarinnar. Gekkóar og trjáfroskar eru með svipaðan útbúnað á fótum sem hjálpar þeim að klifra.
Paradísarfugl
Nefapi
En til að búa sér heimili þarna þarf maður fyrst að komast upp. Fuglar, leðurblökur og skordýr þurfa ekki annað en blaka vængjum sínum og geta þá sest á grein lengst uppi í trénu (eða látið sig hanga niður úr henni). Önnur dýr verða að klifra. Apar og lemúrar hafa sterkar hendur og fætur. Þeir sveifla sér, stökkva, hanga á hvolfi og gera alls konar kúnstir aðrar. Kóngulóarapar eru líka með svo langa og sterka rófu að þeir nota hana eins og aukahönd sem getur gripið fast um trjágreinar.
Risaflugíkorni
Ef þú vilt ekki eyða ævinni uppi í sama trénu þarftu að læra að stökkva yfir í næstu tré. Pokaskottur og flugíkornar eru ekkert skyldir en hafa þróað samskonar húðfellingar milli handa og fóta, ekki ósvipaðar vængjum leðurblökunnar. Þegar þeir stökkva yfir í næsta tré glenna þeir út útlimina og breyta sér í einskonar flugdreka eða segl sem svífur í loftinu. Letidýr eru hins vegar ekkert fyrir hopp og hí. Þau eyða nærri allri ævinni hangandi í trjágreinum, nærri hreyfingarlaus, og spara þannig orku sem önnur dýr eyða í að þjóta um greinarnar. Rándýr eiga erfitt með að koma auga á letidýrin því þau hreyfa sig svo lítið og á feldi þeirra vaxa grænir þörungar svo þeir renna saman við laufskrúðið. Letidýr fara bara niður á yfirborðið til að létta á sér. Ungviði í trjátoppunum treystir á að foreldrarnir verndi það. Fuglsungar fela sig í hreiðrum sem vafin hafa verið fast við greinar eða faldar í holum í trjábolnum. Apakettir, lemúrar og letidýr bera krakkana með sér hangandi á maganum en afkvæmi hreisturdýra hanga í hala hinna fullorðnu. Ungir kóngulóarapar halda sér á baki mömmu. Til öryggis vefja þeir rófunni fast um rófu hennar. Þegar maður er svona hátt uppi er eins gott að fara varlega!
Kattasnákur
Skúfpáfi
Piparfugl, túkan
25
SNJALLIR FELUBÚNINGAR
1
3 2
4 5
7
6
10
8 9
11
12
13
14
Þ
að breytist fátt í skógunum. Þar er engin nýjasta tíska. Í milljónir ára hafa nærri öll skógardýr trommað upp með sömu blæbrigðin af brúnu og gráu. Mynstur sem líkjast laufi, berki og mosa eru sívinsæl. En hvers vegna reyna trjábúar svo mjög að líkjast trjánum eða hlutum þeirra? Þeir eru alls ekki að reyna að gera sig sæta – heldur reyna að lifa af. Þetta er dulbúningur sem er mörgum dýrum mjög nauðsynlegur.
15
17 16
Sá eiginleiki að renna saman við umhverfið er sérlega mikilvægur fyrir dýr sem eru á ferðinni á nóttunni en sofa á daginn þegar sólin skín. Þess vegna minnir mynstur uglunnar (17) á trjábörk. Sama gildir um gráa pótintáta (15) sem sefur í stellingu sem lætur hann líkjast brotinni trjágrein. Gekkóar (14) eru meistarar í að dulbúast – bæði líkami þeirra og litir gerir þeim kleift að þykjast vera laufblöð eða skófir. Kamelljón eru líka ansi flink í að láta sig hverfa inn í umhverfið (20). Þegar þau koma auga á rándýr geta þau meira að segja breytt húðlit sínum til að dulbúningurinn verði enn betri. Reyndar nota þau þennan ótrúlega hæfileika meira til að skiptast á skoðunum við önnur kamelljón.
18
En skordýr eru hinir sönnu meistarar dulargervanna. Allur kroppur förustafa (10, 18) er eins og kvistur. Laufskordýr (3, 7, 8, 13), beiður (4, 5, 19, 22), engisprettur (1, 6, 11, 12, 16, 21) og söngtifur (9) geta dulbúist sem alls konar laufblöð, stór og smá, lifandi og dauð. Sum eru meira að segja með þykjustubitmerki á köntunum eins og algengt er um laufblöð. Sum eru jafnvel enn lúmskari. Mörg fiðrildi lokka til dæmis til sín maka með því að sýna litfagra efri hlið vængjanna. Þegar þau vilja fela sig draga þau að sér vængina og sýna neðri hliðina (2) sem er dauflit og með mynstur eins og á þurru laufi.
19
21
20
Rándýrin vilja fela sig svo bráðin komi ekki auga á þau. Bráðin vill aftur á móti sleppa við að vera étin! Það er engin tilviljun að svo mörg skógardýr – frá hinni minnstu mús til grimmustu úlfanna – hafa gráan eða brúan feld sem sker sig lítt eða ekki frá trjábolum eða skógarbotninum. Litríkustu fuglarnir eru venjulega karlfuglar – þeir þurfa að vekja á sér athygli til að laða að sér kvenfugla. Kvenfuglarnir eru yfirleitt daufir að lit, sem hjálpar þeim að vernda ungana sína.
22 27
FORSÖGULEG TRÉ
Tempskya
Sigillaria
Bjuvia
Elfting
Asterophyllites
Alethopteris serlii
D Wattieza
Williamsonia
auðir trjábolir, greinar og lauf rotna mjög hratt svo fæst þau tré sem lifað hafa á jörðinni hafa skilið eftir sig nokkur merki. Sem betur fer geta margra milljóna ára steingervingar af fyrri tíðar trjám upplýst okkur um margt. Hvernig verður steingervingur til? Laufblað gæti til dæmis sokkið til botns í stöðuvatni og hulist þar í botnfalli. Eftir því sem meira botnfall safnast ofan á laufblaðið verður til setlag sem verður sífellt þéttara og harðara. Loks er það orðið sem grjót. Laufblaðið hefur þá löngu molnað í örsmátt duft en mynd þess hefur áður þrykkst í setlagið. Önnur leið er að trjástofn sem grafist hefur í jörðu sogar í sig steinefnaríkt vatn úr nágrenninu. Steinefnin fara að setjast til í örlitlum holrúmum innan í trjástofninum sem voru full af vökva eða lofti meðan tréð var á lífi. Að lokum verður til steinn í laginu nákvæmlega eins og trjástofninn. Við rétt skilyrði geta jafnvel heilu skógarnir orðið að steingervingum. Elsti steingerði skógur heimsins fannst 1870 nálægt þorpinu Gilboa í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hann er myndaður af stubbum trjáa sem uxu þarna fyrir 385 milljónum ára. Í meira en öld vissum við þó ekkert um laufin sem þessar ævagömlu plöntur báru. Það var ekki fyrr en 2006 sem steingervingar af laufum fundust og sýndu okkur hvernig þau höfðu verið. Þessi ævagamla trjátegund hefur verið nefnd Wattieza og var tréð átta metra hátt. Það bar ekki eiginleg laufblöð heldur uxu mjóslegin burknablöð út úr greinunum efst. Tréð framleiddi ekki blóm eða fræ – slíkt þróaðist ekki fyrr en löngu síðar. Það fjölgaði sér með sporum, líkt og burknar og mosar gera enn í dag.
Elfting
Í milljónir ára uxu burknar og mosar hvarvetna á jörðinni. Elftingar voru á stærð við tré og mynduðu heilu skógana. Plöntur sem framleiddu fræ komu seinna í stað þeirra en minni elftingar vaxa ennþá víða, til dæmis hér á Íslandi. Forsögulegar jurtir eru ekki bara mikilvægar fyrir vísindamenn. Á jarðsögutímabilinu sem kennt er við kol (Carboniferous á ensku) uxu miklar skógar á jörðinni. Því tímabili lauk fyrir 299 milljónum ára. Leifar hinna miklu skóga þrýstust niður í jarðlögin, steinrunnu og urðu að kolum. Þegar menn brenna kolum eru þeir að eyða orku sem geymd var í plöntum sem lifðu milljónatugum ára áður en risaeðlurnar komu fram.
Medullosa
Sigillaria Archaeopteris
Cordaitale
Asterophylites
Pachypteris 29
H
æstu tré jarðar eru strandrisa fururnar í Kaliforníu. Heims methafinn nú á dögum er kallaður Hyperion og mældist 115,5 m þegar hugrakkir rannsóknarmenn klifruðu upp í tréð með málband. Ef þú skellir Landakotskirkjuturni ofan á Hallgrímskirkju vantar samt enn rúmlega tíu metra til að ná hæð trésins. Í næsta sæti er fjallaaskur, ástralskt tröllatré, sem er 99,8 m. Aðeins tíu sentimetrum lægri er Douglasþinur í Oregon í Bandaríkjunum. Fjallaaskur og Douglasþinur eiga líka í keppni um titilinn hæsta tré sögunnar. Í skjali frá 1872 er greint frá föllnum fjallaaski sem hafi mælst 132,6 m hár. Árið 1897 var felldur Douglasþinur sem sagður var 145 m langur. Óvíst er hve áreiðanlegar þessar sögur eru.
Stóri píramídinn í Giza (138,8 m)
Centurion-fjallaaskur, hæsta lauftré í heimi (99,8 m, Tasmaníu við Ástralíu)
Gulur meranti (89,5 m, Taílandi og Malasíu)
Frelsisstyttan (99 m með stöpli – New York, BNA)
Víst má telja að næsti heimsmethafi verði einhver tegund af ástralska tröllatrénu. Þessi tré vaxa mjög hratt og það er mögulegt að þau fari brátt aftur að ná þeirri hæð sem þau gerðu áður en menn fóru að höggva niður skógana sem þau mynduðu. Þessi hraði vöxtur þeirra veldur því að tré af tröllatréstegund sem kallast karri er nú hæsta tré Evrópu. Þessum nýbúa frá Ástralíu var plantað í Portúgal 1890 og hefur nú á tæpum 130 árum vaxið upp í 73 m hæð. Það er nákvæmlega hæð Hallgrímskirkjuturns. Tréð getur orðið að minnsta kosti 300 ára svo enginn veit hve hátt það mun teygja sig. Hæsta tréð í Evrópu sem á ættir að rekja til álfunnar er norskt greni sem vex í Slóveníu og er orðið 62 m hátt en hæsta lauftré í Evrópu er 48 m há vetrareik í Frakklandi.
Karritré (73,0 m, Portúgal)
Ceroxylon quindiuense, pálmatré (um 60 m, Kólumbíu/Perú)
Hæsta tréð í hitabeltinu og sennilega Asíumeistari er gula merantítréð (Shorea faguetiana) sem vex í Taílandi og Malasíu. Í Suður-Ameríku er hæsta tréð af gerðinni Gyranthera caribensis sem vex í Venesúela og kallast El Pie Grande („Stórfótur“). Hæsta pálmatréð tilheyrir tegundinni Ceroxylon quindiunense og vex í Kólumbíu og Perú. Það er talið geta náð 60 m hæð þótt einstök tré hafi ekki verið mæld nákvæmlega. Á myndinni til hægri má sjá nokkrar frægar byggingar til samanburðar við þessa risa og líka nokkur venjuleg tré. Montezuma-grátviðurinn sem kallast Árbol del Tule hefur mest þvermál allra trjáa en risafuran sem kallast General Sherman býr yfir mestu bolstærðinni (sjá bls. 33). Raffiapálminn frá Madagaskar hefur lengstu laufblöðin, þau geta orðið 25 m.
Venjuleg eik (20 m)
Miðlungs ítölsk ösp (20 m)
Venjulegt eplatré (8 m)
30
Vetrareik (48,6 m, Forêt de Bercé, Frakklandi)
HÆSTU TRÉN
115 m –
Hyperion-strandrisafura, hæsta tré í heimi (115,6 m, Kaliforníu, BNA)
Douglasþinur (99,7 m, Oregon, BNA)
Big Ben (96 m, London, Englandi)
110 m –
100 m–
90 m – General Sherman-risafura (83,8 m, Kaliforníu, BNA)
80 m –
70 m – El Pie del Grande – Gyranthera caribensis (63,4 m, Venesúela)
60 m –
50 m –
40 m –
10 hæða blokk (35 m) Norskt greni (62,3 m)
30 m –
Raffíapálmi (40 m)
Einnar hæðar hús (6 m)
Arbol del Tule – Montzesuma-grátviður (35,4 m, Mexíkó)
20 m –
10 m –
–
UMFANGSMESTU TRÉN
Þ
ykkt trjáa er venjulega mæld sem þvermál mælt í brjósthæð. Þetta kallast DBH á ensku og fleiri málum. Þá er mæld fjarlægð frá einum punkti á bolnum þvert í gegnum tréð í 130 cm hæð frá yfirborðinu. Það er um það bil brjósthæð meðalmanneskju. Bolurinn getur auðvitað verið breiðari alveg niðri við jörð en það er fljótlegra og auðveldara að mæla í þessari hæð en að beygja sig niður við mælingarnar. Auk þess er stundum erfitt að segja hvar ræturnar enda og bolurinn byrjar. Tréð með mesta þvermál sem þekkt er (11,6 m) er Montezuma-grátviður (sýprusviður) sem kallast Árbol del Tule, „Tréð frá Túle“. Þetta myndarlega tré vex ekki úti í skógi heldur í garði við kirkju eina í bænum Santa Maria del Tule í Mexíkó. Það er svo tröllslegt að þótt 20 manneskjur stæðu kringum það gætu þær ekki náð höndum saman kringum bolinn. Við vitum ekki hve gamalt tréð er en menn giska á að það sé 1.500 ára að aldri. Það er líka erfitt að segja hve gamalt það verður því síðustu ár hafa verið því erfið. Breytingar á umhverfinu hafa leikið það illa, minnkandi vatn í jarðvegi og loftmengun. Svipuð vandamál hafa drepið fleiri grátviði í nágrenninu, þar á meðal hin frægu tré El Sargento („Liðþjálfann“) og Árbol de la Noche Triste („Tré hinnar döpru nætur“) sem uxu í Mexíkó-borg. Til að reyna að bjarga tröllinu frá Túle hefur aðalgatan sem liggur gegnum þorpið verið færð og búið er að grafa sérstakan brunn svo hægt sé að sjá trénu fyrir nægu vatni. Ekki er enn vitað hvort þetta verður nóg til að bjarga trénu. Árbol del Tule er ekki sérlega hátt, rétt rúmlega 35 m. Risafuran sem kallast General Sherman og vex í Kaliforníu hefur þvermál upp á 7,7 m og er 83,5 m há (sjá opnuna hér á undan). Þetta þýðir að General Sherman hefur mesta bol heims, hann er um 1.500 rúmmetrar. Þetta timburmagn myndi duga til að gera 10.000 tréstyttur af fólki í fullri stærð, jafnvel þótt helmingur viðarins yrði að sagi við aðfarirnar! En við skulum vona að enginn geri það. Nú þegar hafa alltof mörg falleg tré verið felld.
33
ELSTU TRÉN CBR26 – risafura, felld árið 1900 (3.266 ára, Kaliforníu, Bandaríkjunum)
Ólífutré (nákvæmur aldur óþekktur, Krít, Grikklandi) Tjikko gamli – greni (9.550 ára, Svíþjóð)
Broddfura (Kaliforníu, Bandaríkjunum)
Pando – nöturösp (að minnsta kosti 80.000 ára, Utah, Bandaríkjunum)
Kýprusinn í Abarkuh (nákvæmur aldur óþekktur, Íran)
H Tnjri – austurlenskt platantré (nákvæmur aldur óþekktur, Nagorno-Karabak) Gran Abuelo – patagóníugrátviður (3.641 ára, Síle)
ve gamalt er elsta lifandi tréð? Það fer eftir því hvað við teljum endalokin á ævi trés. Hugsum okkur að tré brotni í ofviðri og bolur þess falli til jarðar. Þá sprettur fram nýr teinungur úr rótunum sem enn eru neðanjarðar og vex upp í að verða nýr trjábolur með greinum og laufi. Er þetta nýja tré það sama og hið gamla? Ef svarið er nei, þá hlýtur elsta tréð að vera tré sem hefur haft einn og sama bolinn allt lífið. Samkvæmt því eru elstu tré heims broddfurur sem vaxa í Hvítfjöllum í Kaliforníu. Þær verða ekki mjög háar, aðeins um 15 metrar, en þegar aldur eins þeirra var mældur árið 2012 reyndist það vera 5.062 ára gamalt. Með öðrum orðum: það byrjaði að vaxa árið 3050 fyrir Krist! Hægt var að mæla þetta með því að bora með sérstöku tæki inn í bol trésins og telja árhringina (sjá bls. 36-37). Því er haldið leyndu hvar tréð er niðurkomið til að vernda það fyrir forvitnum ferðamönnum. Risafurur og grátviður (eða kýprusviður) geta líka haft mjög aldraða boli. En það getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að reikna út aldur mjög gamalla trjáa. Til dæmis eru gömul ólífutré og hin austurlensku platantré hol að innan sem þýðir að til lítils er að telja árhringina. Sumir telja að slík tré geti orðið 2.000 ára. Sagt er að kýprustré í Abarkuh í Íran sé meira en 4.000 ára en erfitt er að sanna það. Ef við teljum með tré sem dáið hafa á yfirborðinu en síðan sprottið upp að nýju frá rótunum er elsta tré heimsins líklega Tjikko gamli, grenitré sem vex í fjöllunum um miðbik Svíþjóðar. Þetta fimm metra háa tré virðist í alla staði venjulegt en í jörðinni undir því má finna plöntuleifar sem eru 9.550 ára gamlar. Erfðafræðirannsóknir hafa sýnt fram á að þessar gömlu leifar tilheyra í raun Tjikko gamla.
Broddfura (Kaliforníu, Bandaríkjunum)
En svo eru til jafnvel enn eldri tré í heiminum. Pando er nöturösp sem býr í ríkinu Utah í Bandaríkjunum. Hún er að minnsta kosti 80.000 ára gömul. Pando er bæði eitt tré og heill skógur – samtímis! Upphaflega spratt Pando upp af einu fræi en nýir teinungar fóru svo að skjótast út frá rótarkerfinu, leituðu upp á við og mynduðu nýja trjáboli á yfirborðinu. Ræturnar héldu áfram að breiðast út og núna nær þessi risavaxna trjánýlenda yfir 43 hektara, sem þýðir að Pando er þyngsta lifandi veran í heiminum.
35
T
1
ré hækkar ekki bara eftir því sem líður á ævina heldur þykknar bolurinn líka. Á hverju vori og sumri bætist þunnt lag við viðinn undir berkinum. Í löndum þar sem loftslag er temprað er viður sem vex á vorin ljós að lit en dökknar á sumrin. Ef maður fellir tré og sker sneið úr bolnum sést þess vegna skýrt mynstur þar sem hver dökk og þunn rák bætist utan á aðra. Einn trjáhringur táknar eitt ár og þess vegna er hægt að sjá hve gamalt tréð var þegar það var fellt með því að telja þessa árhringi. Þannig kemur á daginn að sum tré eru ótrúlega gömul. Sneiðar úr niðursöguðum risafurum eru sérstaklega áhrifamiklar því þær geta verið nokkrir metrar í þvermál og með þúsundir árhringa. Elsta tré af þessari tegund sem menn þekkja óx í Sierra Nevada-fjöllum í Kaliforníu og fékk nafnið CBR26 eftir að það dó. Þegar það var höggvið kringum 1900 var það að minnsta kosti 3.266 ára gamalt. Þetta þýðir að fræ furunnar hefur fallið í jörð um sama leyti og járnöld var að hefjast í Mið-Austurlöndum en þá lærðu menn að nota þann málm sem síðar var mótaður í axir er felldu tréð. Í Ameríku gerðist það hins vegar að menningarríki Olmeca, Maya og Azteka risu og féllu. Um allan heim blómstruðu stórveldi en visnuðu á ný, ný trúarbrögð urðu til, listaverk voru sköpuð og stórmerkilegar uppgötvanir og uppfinningar gerðar. CBR26-risafuran óx í friði og ró, hafði ekki hugmynd um ferðir Kólum busar eða komu landnema frá Evrópu til Ameríku, stofnun Bandaríkjanna eða iðnbyltinguna. Hinni löngu ævi trésins lauk ekki fyrr en í lok 19. aldar þegar skógarhöggsmenn birtust í fyrsta sinn á svæðinu, menn 100 sinnum yngri en trén sem þeir hugðust fella. Þeir felldu um það bil 8.000 risafurur en það reyndist enginn leikur að flytja hina risavöxnu trjáboli niður úr fjöllunum. Að lokum nýttu þeir aðeins um einn fimmta af trjánum sem þeir höfðu fellt en skildu afganginn eftir. Hæsta risafuran var ekki höggvin en hún var nefnd Boole- tréð til heiðurs manninum sem stýrði skógarhöggsmönnunum. Tréð stendur enn og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
2
1323 f.Kr. – Egypski faraóinn Tutankamon deyr. Þrjú þúsund árum seinna er grafhýsi hans opnað og veitir merkar upplýsingar um Egyptaland hið forna.
Um 1370 f.Kr. – Risafuran CBR26 skýtur upp kollinum og verður elsta þekkta risafuran (sjá bls. 34).
7
8
6
327 f.Kr. – Eftir að hafa sigrað hálfan hinn þekkta heim kemst Alexander mikli til Indlands. Um 563-480 f.Kr. – Búdda fæðist.
221 f.Kr. – Qin Shi Huang sameinar Kína og verður fyrsti keisarinn. Hann lætur hefja byggingu Kínamúrsins.
14
15
13
1096 – Krossferðirnar hefjast.
1206 – Gengis Khan byrjar að herja á Asíu.
570 e.Kr. – Spámaðurinn Múhameð fæðist. 21
22
20
Sem betur fer er búið að friða risafuruna. Nú þurfum við bara að bíða í nokkur þúsund ár eftir að skógurinn nái fyrri reisn. 1543 – Kóperníkus sannar að jörðin snýst um sólina. 1506 – Leonardo da Vinci málar Mónu Lísu. 36
1789-1815 – Franska byltingin og stríð Napóleons.
HRINGAR SÖGUNNAR
3
4
5 551 f.Kr. – Kínverski heimspekingurinn Konfúsíus fæddur.
12 Um 1100 f.Kr. – Hinir fornu Föníkar finna upp fyrsta stafrófið. Af því spretta öll önnur evrópsk stafróf. 776 f.Kr. – Fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir í Grikklandi. 11
9
10
80 e.Kr. – Hringleikahúsið Colosseum opnað í Róm.
44 f.Kr. – Rómverski stríðsherrann Julius Caesar myrtur.
51 f.Kr. – Kleópatra 7. verður drottning Egyptalands. 1000 f.Kr. 1
2
3
500 f.Kr. 4
5
6
7
0 8
9 10 11 12
500
8-4 f.Kr. – Jesús frá Nasaret fæðist. 1000
13
1500
1900
14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24
1492 – Kristófer Kólumbus lendir skipum sínum í Ameríku.
18
17
19
16
1455 – Gutenberg finnur upp prentvélina.
1429 – Hin 17 ára Jóhanna af Örk stýrir Frökkum í 100 ára stríðinu. 1345 – Lokið við byggingu Notre Dame í París.
24
23
Um 1900 – CBR26 er höggvin. 1851. – Sojourner Truth, baráttukona gegn þrælahaldi, heldur fræga ræðu um kvenréttindi.
SKÓGARHÖGGSMAÐUR Á FERÐ 1
3
2
5
7 4
10
11
6 8 9
12
13
14
15 16 17
18
19
21
22
25 23 26
24
En hvaða tól sem skógarhöggsmaðurinn notar, þá skiptir mestu að láta tréð falla í rétta átt. Þess vegna sker skógarhöggsmaðurinn fyrst sneið úr trénu og kemur þar fyrir vogarstöng (29) eða lemur inn fleyga (6) með tréhamri eða sleggju (9, 10, 11, 31). Greinar eru fjarlægðar af föllnum bolnum með sög, öxi eða greinahníf (4, 5, 26). Bolurinn er svo sagaður niður í búta í réttri stærð – og þá kemur málband að góðum notum (16). Að lokum er ekki annað eftir en mæla þvermál trjábolsins með kvarða (30) og reikna út hve mikið timbur þarf að flytja brott og snúa sér síðan að því. Jafnvel hinir sterkustu skógarhöggsmenn geta ekki lyft bútum á eigin spýtur og nota því ýmis tæki. Krókar af ýmsu tagi (20, 25) koma að góðum notum við að draga timbrið, en aðrir eru notaðir til að lyfta því (18, 22, 28, 32, 33). Sérstakur krókur (32) var fundinn upp af tólf ára norskum strák sem hét Nell Gravlie og nú er krókurinn hans notaður í skjaldarmerki héraðsins Nord-Odal þar sem Gravlie fæddist. Stærri bútar eru dregnir út úr skógunum með keðjum (27). Áður fyrr voru hestar notaðir til þeirra verka en dráttarvélar og trukkar hafa nú leyst hrossin af hólmi.
20
29
28
N
ú á dögum er keðjusögin (3) mikilvægasta verkfæri skógarhöggsmannsins. Áður fyrr varð hann að láta sér nægja axir. Þær voru af ýmsum stærðum og gerðum (1, 2, 7, 8) er valt á því hvar og hvenær þær voru smíðaðar. Í Bandaríkjunum notuðu menn mjög tvíblaða axlir, sem þýðir að egg var báðum megin. Óbeittara blaðið var notað til að hjakka gegnum harða kvisti svo aðaleggin, sem var vandlega brýnd, skaddaðist ekki. Sagir í mismunandi útgáfum (21, 23, 24) voru líka notaðar. Tveggja manna sagir (19) voru notaðar til að saga niður stærstu trén.
27
30 31 32
33
Skógarhöggsmenn nota bæði hlífðarhanska (12) og öryggishjálma (13) við vinnu sína. Þeir ganga líka í sérstökum keðjusagarbuxum (15). Þær eru fóðraðar með efni úr löngum sterkum þráðum. Ef keðjusög skellur á þessum buxum vefjast þræðirnir utan um málmstykkin í söginni og stöðva hana áður en hún veldur of miklum skaða. Eldsneyti fyrir sögina (17) og nesti fyrir skógarhöggsmanninn (14) fylgja svo með. Það þarf mikinn mat til að sjá skógarhöggsmönnum fyrir orku. Meðan þeir beittu enn bara öxum og sögum þurftu skógarhöggsmenn um 9.000 kaloríur á dag. Í dag nota þeir minna – eða um 6.000 kalóríur á dag – en það er samt þrisvar sinnum meira en skrifstofumaður þarf.
39
Y
firleitt endast timburbyggingar ekki eins lengi og byggingar úr steini eða múrsteinum. Þær geta brunnið til ösku á svipstundu eða orðið trjámaðki og annarri óværu að bráð á aðeins lengri tíma. Því ná ekki aðrar timburbyggingar mjög háum aldri en þær sem reistar hafa verið af mikilli vandvirkni og haldið er gaumgæfilega við kynslóð fram af kynslóð.
Stafkirkjan í Heiðdal (Noregi)
Stafkirkjan í Borgund (Noregi)
Ein af elstu timburbyggingum í heimi er pagóða sem byggð var 771 e.Kr. Hún er hluti af hinu búddíska musteri Horyu-ji í bænum Ikaruga í Japan. Pagóðan í Fogong-musterinu í Shanxi-héraði í Kína var aftur á móti byggð 1056. Hún er yfir 67 metra há, hærri en 20 hæða blokk. Stafkirkjurnar í Noregi eru næstum jafn gamlar. Þær eru bornar uppi af þykkum og sérstaklega tilreiddum furubolum. Áður en tréð var höggvið voru greinarnar höggnar af því og það látið standa þannig í ákveðinn tíma. Þegar höggvið er í furu framleiðir hún trjákvoðu og öll kvoðan frá sárunum eftir greinarnar seytlaði nú inn í trjábolinn. Það gerði hann sterkari og hann fúnaði miklu síður. Í dag eru tuttugu og átta af norsku stafkirkjunum enn uppistandandi. Sú stærsta er í Heiðdal, töluvert vestur af Osló, en sú best varðveitta er í Borgund við enda Sognfjarðar. Hún var byggð um 1150 af svo mikilli list að hún er enn í frábæru ásigkomulagi. Önnur dæmi um falleg og langlíf timburhús eru rétttrúnaðarkirkjur í austurhluta Evrópu. Ein sú frægasta er Ummyndunarkirkjan sem reis á Kizhi-eyju í stöðuvatninu Onega í Rússlandi. Á henni eru ekki færri en tuttugu og tvær spírur. Sextán fallegar timburkirkjur í Karpatafjöllum og nágrenni eru líka sérstaklega verndaðar. Helmingur þeirra er í Póllandi en hinar – svo sem kirkja heilags Georgs í Drohobych, sem sést hér til hliðar – eru í Úkraínu. Á eyjum Indónesíu er frábær blanda af alls konar menningarstraumum og byggingum. Minangkabau-fólkið á vesturhluta Súmötru-eyjar er frægt fyrir hús með spírulaga þök. Pagaruyung-höllin skammt frá borginni Batusangkar er með samskonar sveigt þak. Tongkonan kallast hins vegar hús ríkra mektarmanna Toraja-fólksins á eyjunni Súlavesí. Hinar þrjár hæðir þess túlka hin þrjú stig alheimsins. Fólk býr á miðhæðinni en uppi á háalofti eru verðmætir ættargripir og ýmsar gersemar í geymslu. Á neðstu hæðinni er stía fyrir dýr fjölskyldunnar.
40
Kirkja heilags Georgs (Drohobych, Úkraínu)
Hoyru-ji-musterið, pagóða (Japan)
AÐ BYGGJA ÚR TRÉ
Ummyndunarkirkjan (Kizhi-eyju, Rússlandi)
Tongkonan-hús (Indónesíu)
Fogong-musterið, pagóða (Kína)
Pagaruyung-höllin (Indónesíu)
T
ré eru alltaf kyrr á sama stað en fólk er sífellt á flakki. Frá upphafi hefur menn langað til að kanna heiminn. Sumir lögðu upp á baki hesta eða annarra dýra en ýmiss konar farartæki úr timbri fluttu aðra.
1
Viður hentar mjög vel í báta. Biblían segir svo frá að guð hafi skipað Nóa að smíða Örkina (16) úr góferviði. Grískar þjóðsögur segja frá hetjunni Jason sem sigldi á skipinu Argo (5) til að leita að gullna reifinu. Í stefni skipsins var bútur úr heilagri eik. Eikarbúturinn gat talað og leiðbeindi sjómönnunum við sigling una. Fyrstu eintrjáningarnir (10) voru gerðir úr heilum trjábol sem í var grafið eða brennt pláss fyrir bátverjana. Kanóar frumbyggja í Norður-Ameríku (11) voru saumaðir saman úr berki sem klæddur var yfir viðargrind. Langskip víkinga (12) og hin knáu skip landkönnuða eins og Kristófers Kólumbusar (13), Vascos da Gama og Ferdinands Magellans notuðu vindana sem blása yfir úthöfunum til að knýja sig áfram. Evrópumenn náðu fyrst til Ameríku á slíkum skipum og náðu að lokum kringum allan heiminn. Og menn sigruðust á snævi þöktum löndunum í norðrinu með skíðum úr viði (7) og sleða. Timbur kom líka mjög við sögu þróunar hjólsins. Elsta hjólið sem fundist hefur (14) var grafið úr jörð við Ljubljana í Slóveníu. Það er um það bil 5.150 ára gamalt. Eftir að hjólið hafði verið fundið upp komst loksins almennilegur skriður á menningu mannsins – bókstaflega. Fyrir utan kerrur, stríðsvagna og alls konar vagna hafa líka skrýtin farartæki verið smíðuð úr timbri. Þar á meðal er vindknúna „landsnekkjan“ (8) sem kom fram árið 1600. Trójuhesturinn alkunni (9) var líka sagður hafa verið færður til á hjólum. Sögur herma að grískir hermenn sem sátu um borgina Tróju hafi smíðað hestinn eina nóttina og falið sig inni í honum. Næsta morgun sáu Trójumenn hestinn og fannst hann í meira lagi forvitnilegur. Þeir drógu hestinn inn fyrir borgarmúra sína. Það reyndist mjög slæm hugmynd. Snemma á 19. öld smíðuðu menn úr timbri ýmis rennitæki (2, 15) sem síðar urðu að reiðhjólum nútímans. Skissa af reiðhjóli (3) fannst í pappírum Leonardos da Vincis sem voru frá því um 1500. Seinna kom í ljós að skissan var fölsuð. Munkur sem var að vinna með plögg Leonardos um 1960 skissaði upp hjólið og bætti í pappírsbunkann. Leonardo teiknaði hins vegar sjálfur ýmis flugtæki (4, 6). Grind þeirra átti að vera úr léttum og sterkum viði en „vængirnir“ klæddir með dúk. Tæki Leonardos voru aldrei smíðuð en Wright-bræðurnir notuðu sömu efni þegar þeir smíðuðu heimsins fyrstu flugvél (1) fjögur hundruð árum seinna. 42
2
5
10
11
13
14
3
FARARTÆKI ÚR TIMBRI
4
7
6
8
9
12
16
15
LIST ÚR TIMBRI
Mexíkó
Búrkína Fasó Fílabeinsströndin
Kongó
Kongó
Mexíkó
Kongó
Mexíkó Búrkína Fasó
Malí
Malí
Gvatemala
Mexíkó
Konungs eyja, Alaska Kongó
Kongó
Kongó
Búrkína Fasó
Gvatemala
Kongó
Papúa Nýju-Gíneu
Kongó
Kongó
Kongó
Elsti viðargripurinn sem varðveist hefur er hvassi endinn á viðarspjóti sem fannst í enska bænum Clacton-on-Sea á Bretlandi. Hann er 40 sentimetra langur og 400.000 ára gamall. Ein af eldri manntegundunum, homo heidelbergensis, notaði gripinn til veiða. Heil viðarspjót hafa hins vegar fundist í kolanámu við þýska bæinn Schöningen. Þau voru líka gerð af homo heidelbergensis og eru talin vera um 300.000 ára gömul.
Nígeríu
Búrkína Fasó
Búrkína Fasó
Gabon
Mexíkó Mexíkó Kongó
Kongó
Mexíkó
Kongó
Nígeríu
M
enn hafa í allri sögu sinni alltaf átt auðvelt með að nálgast timbur. Jafnvel með frumstæðum steinaldarverkfærum var auðvelt að tálga og móta viðinn. Því miður endist viðurinn ekki eins lengi og steinninn svo við vitum ekki nógu mikið um viðargripi þá sem menn smíðuðu sér á forsögulegum tímum. Aðeins örfáir hafa varðveist fram á okkar daga.
Kongó
Nýja-Sjáland
Vopn úr viði virðast hafa verið fundin upp tiltölulega snemma en síðan leið á löngu áður en menn fóru að skapa listaverk úr timbri. Elsta tálguverkið sem fundist hefur er Shigir-goðið sem fannst í mýri nálægt Ekaterinborg í Rússlandi. Þetta verk er talið 11.000 ára gamalt og var tálgað með steinhnífum út úr bol lerkitrés. Goðið er hvorki meira né minna en 5,3 metrar á hæð. Efst er höfuð en síðan er skrokkurinn flatur planki sem á eru tálgaðar ýmsar dularfullar andlitsmyndir og form. Þegar menn fóru að smíða hnífa og önnur tól úr málmi tók útskurður á viðarhlutum stórstígum framförum. Allt frá Egyptalandi hinu forna, Rómaveldi og Kína til miðaldaríkja og síðan endurreisnarinnar urðu til ótal listaverk. Frægir listamenn gerðu sum þeirra en nafnlausir handverksmenn gerðu þó mun fleiri. Þeir óþekktu listamenn sköpuðu margar af þeim frægu viðargrímum sem urðu til í menningarríkjum um allan heim. Þótt þessar grímur væru ólíkar virðast þær flestallar gerðar á sömu forsendum. Með því að hylja raunverulegt andlit sitt grímu gat viðkomandi maður orðið einhver annar um skamma hríð. Grímumenn gátu leyft sér að leika guð á hátíðum og við fórnarathafnir, og ennfremur anda, löngu dauðar hetjur og forfeður sem horfnir voru á braut. Útskornar grímur léku líka mikilvægt hlutverki í leikhúsinu. Nú setur fólk þær aðallega upp sér til skemmtunar.
45
TÓNLIST ÚR TIMBRI 2
3
1
11 12
13
16 17
21
20
25 26
24
27
14
10
V
iður hefur verið notaður í hljóðfæri frá upphafi. Hann er léttur en sterkur og hljóð og titringur berast vel eftir æðum hans. Því geta tréhljóðfæri skapað bæði hávær og fögur hljóð.
4 8
6
Einfaldast er að smella saman viðarbútum. Þess eðlis eru kastaníettur (20) og hin kínverska paíban (13). Til að framkalla hærra hljóð þarf að berja utan eitthvað sem er holt að innan. Trommur er hægt að skera út úr einum trjábút eins og hinar afrísku ekwe-trommur (21) og djembe (25, 26) eða mynda tunnu úr mörgum viðarrenningum. Þannig er hin kúbverska conga-tromma (31). Einnig er hægt að skella hljóðfærinu niður á gólf og smella um leið priki utan á það en þannig er leikið á hina pólsku „djöflafiðlu“ (5). Balafón (19) er afrískur sílófónn sem leikið er á með því að smella prikum á viðarbúta sem hver hefur sinn tón.
7
5
9
Önnur leið er að toga í strengi. Titringurinn frá strengjunum bergmálar inni í holrými viðarins og fyllir eyrun af hljóðum fiðlunnar (4), hins íranska kamanchec (7), persnesku lútunnar eða úds (8), súdönsku lýrunnar eða kissars (11) eða hins persneska setars (9). Til eru ógrynnin öll af strengjahljóðfærum og enn er verið að finna upp ný, eins og til dæmis spíruna (27) og hljóðskálina (29). Hljóðfæri sem virðast svipuð geta gefið frá sér mjög mismunandi hljóð. Munurinn liggur í hvernig hljóðfærið var búið til. Berið til dæmis hina klassísku konserthörpu (16) saman við klassískar afrísku hörpur (22, 24). Smíða má gítar í bílskúrnum heima hjá sér (6) eða panta sér rafmagnsgítar gerðan úr hurley-kylfu (18) eins og iðkendur samnefndrar íþróttar nota. Ukulele heitir frændi gítarsins og þótt bestu ukulelein séu úr viði kóa-trésins, sem vex aðeins á Havaí, er líka hægt að smíða sér ukulele úr gömlum vindlakassa (15). Hinar afrísku kalimbur og mbírur (1, 2, 3) eru marimbu-tegundir, oft skreyttar flöskutöppum.
15 19
18 23 22
Didgeridoo (17) er tréblásturshljóðfæri frumbyggja í Ástralíu, upphaflega gert úr trjágreinum sem maurar höfðu holað innan. Þeir sem búa til fagott (14), alpahorn (28), miðevrópsk zurna (12), armenska dúdúk-flautu (10) eða indverskar flautur (23) geta ekki treyst á aðstoð maura og verða að hola út viðinn sjálfir. Frumbyggjar Ástralíu bjuggu líka til hinn svokallaða „nautabaulara“ (30) en það er tálgað tréstykki sem fest er við alllangan þráð. Þegar menn sveifla tréstykkinu yfir höfði sér verður til óvenjulegt suðandi hljóð.
29
28 30
31 47
TRÉHÚS 3
2
1
7 6
Ö
4
ll börn vita að það er eitthvað töfrandi við tréhús. En í slíkum húsum er sjaldnast rennandi vatn eða hitakerfi af neinu tagi og því búum við flest í öllu venjulegri húsum. Korowai-fólkið á vesturhluta Papúa lætur sig hins vegar hafa það. Í margar aldir hefur það hreiðrað um sig í húsum í trjánum, oft meira en tíu metra frá jörðu (3, 8). Í þeirri hæð sleppur fólkið við moskítóflugur, snáka, óvinveitta nágranna eða regluleg vatnsflóð.
5
8
Í öðrum heimshlutum eru tréhús yfirleitt mest höfð til skemmtunar og yndisauka. Gamaldags hús (5) eins og það sem byggt er uppi í gamalli eik í ríkinu Missouri í Bandaríkjunum eru sannarlega klassísk – fólki mun alltaf þykja þau falleg. En stundum sleppa hönnuðirnir hugmyndafluginu lausu. Gestir á Free Spirit Sphere-hótelinu í Vancouver í Kanada (2) geta gist í timburkúlum sem hanga milli trjánna. Það er líka hægt að leigja sér óvenjuleg tréhús á Tréhótelinu í Norður-Svíþjóð. Eitt lítur út eins og hreiður utan frá séð (6) en inni er nýtískuleg íbúð með þægilegum rúmum, rafmagni og þráðlausu neti. Þar skammt frá er fljúgandi furðuhlutur sem hangir í loftinu (9), nógu stór til að rúma fjölskyldu með þrjá krakka. Gestir í Amberley-kastala í South Downs á Englandi geta valið milli þess að gista í kastala frá 12. öld eða í huggulegu tréhúsi (7). Í japönsku borginni Chino er að finna mjög óvenjulegt tehús sem heitir Takasugi-an (4), þetta chashitsu (tehús) hannaði arkitektinn Terunobu Fujimori. Húsið stendur á tveimur kastaníutrjástofnum sem voru höggnir í nærliggjandi skógi. Nafnið Takasugi-an þýðir einmitt tehús sem stendur of hátt.
9
Redwoods-tréhúsið, sem líka er kallað Gula tréhúsið (1), var byggt í auglýsingaskyni fyrir símaskrána á Nýja-Sjálandi. Kona sem bauð sig fram var valin til að byggja veitingahús uppi í tré og hún mátti aðeins nota iðnaðarmenn og birgja sem hún fann í símaskránni. Fólk gat fylgst með framgangi byggingarinnar í beinni útsendingu á netinu. Það tók 66 daga að klára tréhúsið. Þótt veitingahúsið hafi ekki verið opið lengi er nú hægt að leigja tréhúsið til sérstakra viðburða.
49
BONSAI-TRÉ
2
1
5
6
10 9
11 12
3
B
onsai kallast sú forna list að rækta dvergvaxin tré. Orðið er japanskt og merkir „plantað í grunnri skál“ en fyrstir til að rækta bonsai-tré voru raunar Kínverjar. Frá Kína breiddist hugmyndin út um nágrannaríkin og varð svo vinsæl í Japan að margir halda að Japanir hafi gert þetta fyrstir manna.
4
Hentugast er að búa til bonsai-tré úr tegundum sem vaxa hægt og bera lítil lauf eða barrnálar. Fyrst er ungu tré umpottað í passlegan pott og síðan reynir bonsai-listamaðurinn að hægja á vexti plöntunnar og móta hana í rétt útlit. Þetta má gera með ýmsu móti. Allar litlar greinar og rætur sem vaxa of hratt eru klipptar af. Aðrar greinar eru bundnar niður með vírum svo þær vaxi í rétta átt. Sprotar og lauf sem listamaðurinn vill ekki sjá eru hreinsuð burt en kalla má fram greinar á nýjum stöðum. Stundum er börkurinn fjarlægður af hluta trésins svo viðurinn hrukkast og virðist eldri. Hugmyndin er ekki að rækta upp tré sem verður hátt og fallegt heldur þvert á móti dvergvaxið en líti þó út eins og venjulegt tré.
8 7
Verðmætustu bonsai-trén eru þau sem falla að hinum hefðbundnu flokkum bonsai-ræktunar. Tré í hinum formlega upprétta stíl (chokkan) eru með beinan bol (12, 13). Hinn óformlegi upprétti stíll (moyogi) þýðir að trén hafa svolítið bugðóttan bol en eru samt fyrst og fremst lóðrétt (3, 6, 7). Hallandi stíllinn (shakan) felur í sér að trén hallast verulega langt út á hlið (2). Þau skulu hins vegar ekki líta út fyrir að vera að detta um koll svo ræturnar sem styðja við þau ættu að sjást. Tré í cascade- (kengai) og semi- cascade-stíl (han-kengai) hanga niður á við. Munurinn er sá að han-kangai-tré hangir ekki neðar en sem nemur pottinum sem það sprettur í (11) en kengai-tré hangir miklu lengra niður svo það þarf að vaxa í sérstökum standi (4). Sérfræðingar í bonsai-trjám reyna líka að móta form sem sjást í náttúrunni, svo sem tré sem standa í miklum vindi (5). Aðrir eiginleikar sem sóst er eftir geta verið blóm (6), ávextir (9) eða naktar rætur (1, 9). Dvergvaxin fíkjutré (14) geta jafnvel haft rætur hangandi niður úr greinunum (sjá bls. 10-11). Það er meira að segja hægt að kaupa sérstaka segulmagnaða blómapotta svo bonsai-tréð svífi í lausu lofti (8, 10).
13
14
51
Ú
ti í náttúrunni taka tré á sig ýmsar myndir enda spretta þau við misjafnar aðstæður. Í þykkum skógi reyna þau oftast að verða eins háreist og mögulegt er svo nágrannar þeirra hindri ekki aðgang þeirra að sólarljósinu. Bolurinn er beinn og fremur mjósleginn og blómlegar laufkrónurnar eru svo langt frá jörðu sem hægt er, svo blöðin geti krækt í sem mest sólarljós. Greinarnar sem eru neðar á trénu, og þar með í skugga, koma ekki lengur að gagni, svo þær þorna oft upp og detta af. Það er mikið af dauðum greinum og hrísi í skógarbotninum. Tré sem stendur eitt þarf ekki að teygja sig eins hátt til lofts. Þess í stað reynir það að breiða sem allra mest úr greinum sínum og laufskrúði svo það nái í sem mest af sólargeislum. Ef tréð vex hins vegar á afrísku gresjunum er því ógnað af graseldum og svöngum dýrum. Þess vegna er akasíutréð eins og regnhlíf í laginu. Hliðargreinar og lauf spretta aðeins út frá bolnum þegar hann er kominn í nokkurra metra hæð þar sem eldar og hungraðir sebrahestar ná ekki til þeirra. Fólk lætur sér hins vegar ekki nægja tré í þeirri lögun sem náttúran kýs. Menn hafa í aldir kynbætt tré svo nú eru sum orðin ansi óvenjuleg í lögun. Sum tré af því tagi eru jafnvel orðin vinsælli en hinir náttúrulegu foreldrar þeirra. Öspin sem er orðin svo algeng á Íslandi vex bæði hátt og hratt og greinarnar vísa næstum lóðrétt upp. En í rauninni er þetta útlit eingöngu komið frá ítölsku öspinni sem spratt í Pódalnum. Aðrar aspir í náttúrunni líta öðruvísi út. Grát tré með langar hangandi greinar eru líka mjög sjaldséð úti náttúrunni. Grátvíðir, sem er mjög vinsæll í görðum, var búinn til með kynbótum milli ólíkra tegunda. En kynbætur duga ekki ef maður vill endilega eignast tré í laginu eins og kúla, spírall eða kanína. Sú list að forma og sníða tré og runna í eitthvert sérstakt lag er kölluð „formklipping“. Hún krefst mikillar vandvirkni, kunnáttu og þekkingar. Sé klippt framan af græðlingi hættir hann að vaxa fram á við en leitast við að skjóta öngum til hliðar. Plantan verður þykkari og þéttari. Augljósustu dæmin eru limgerði. Við aðrar aðstæður myndu þessar tegundir hins vegar spretta upp á við og verða hátt tré. Þeir sem flinkastir eru í formklippingu geta skapað ótrúleg form úr eintómu limgerðinu. Stærsta völundarhús heimsins er í kínversku borginni Ningbo. Það er á stærð við fimm fóboltavelli og samanlögð vegalengd ganganna er átta kílómetrar.
52
FORMKLIPPING
ÞRÓUNARTRÉÐ
E
rfitt er að hugsa sér lifandi verur sem eru ólíkari en fólk og tré. Sannleikurinn er þó sá að við erum frændsystkin, að vísu ansi fjarskyld. Raunar erum við skyld öllum lífverum á jörðinni því endur fyrir löngu áttum við öll sameiginlega formóður. Í fornöld höfðu sumir fræðimenn þegar áttað sig á því að ólíkar tegundir hefðu komið til sögunnar á ólíkum tímum og ein dýrategund sprottið af annarri. Það var þó ekki fyrr en á 19. öld sem breski vísindamaðurinn Charles Darwin útskýrði hvernig þetta gerist. Umhverfið sem við búum í er alltaf að breytast. Aðeins þeir sem búa yfir bestu eiginleikunum lifa af og fjölga sér. Nýir eiginleikar sem gera einstaklingum kleift að lifa af breytingar í umhverfinu erfast til afkomenda. Smátt og smátt verður til ný tegund þar sem þessir eiginleikar eru ráðandi. Svona er grunnur þróunarinnar. Darwin líkti sköpun nýrra tegunda við vaxandi tré. Hin sameiginlega formóðir allra lífvera var eins og lítið fræ sem einn stofn vex upp af. Þegar ný tegund verður til klofnar stofninn og vex í tvær áttir. Þær eru mjög svipaðar en eftir því sem tíminn líður, aðstæður breytast og nýrra eiginleika er þörf á nýjum svæðum verða tegundirnar sífellt ólíkari. Greinar trésins verða æ fleiri. Allar bakteríur eru komnar af einni grein, allir sveppir af annarri, plöntur af þeirri þriðju og dýrin – þar á meðal við – af þeirri fjórðu. Til að gera þetta skiljanlegt sjáum við aðeins tré dýranna á þessari opnu. Vísindamenn telja að öll dýr eigi sameiginlega formóður sem líklega var líkust svampdýri eða marglyttu, til dæmis Haootia quadriformis sem sjá má við rót trésins. Þar sem tréð skiptist í greinar má sjá tvær tegundir verða til. Efst vinstra megin sjáum við hvernig grein fornra skordýra greindist í annars vegar bjöllur og hins vegar fiðrildi. Neðar á sömu síðu sést hvernig skordýrin rifu sig laus frá skeldýrum eins og kröbbum. Efst hægra megin sérðu að mannfólkið er hvorki komið frá górillum né neanderdalsmönnum. Þeir eru hins vegar frændur okkar því við spruttum út frá sömu grein í fyrndinni. Sumar greinar trésins blómgast enn líkt og okkar grein. Aðrar hafa visnað og dáið eins og greinar risaeðlanna og þríbrotanna. Enn aðrar tegundir dóu út fyrir mjög stuttu. Það á við um Tasmaníutígurinn sem dó út um 1950. Margar dýrategundir hafa dáið út vegna brölts manna í heiminum. En krónan á tré Darwins er samt enn í fullu fjöri.
Hani
Fiðrildi Bjalla
Bláþyrill
Tyrannosaurus
Strútur Krabbi
Kónguló Þríbroti
Stegosaurus Kolkrabbi Ammoníti
Snigill
Zenaspis Kræklingur
Ánamaðkur
Marglytta 54
Kórall
Haootia quadriformis (útdauð marglytta)
Homo sapiens (nútímamaður)
Neanderdalsmaður Snákur Ljón
Höfrungur Górilla Archaeopteryx Tasmaníutígur
Fíll
Skjaldbaka Kengúra
Salamandra Froskur Ichtyostega
Dipocaulus Gedda Vatnakarfi
Skata
Dulkeosteus
Rekin
Siphonia (útdauðir svampar)
Krossfiskur Aplysina (svampar)
Æ
ttfræði snýst um að rekja sögu ætta, sinnar eigin eða annarra. Maður greinir hverjir eru forfeður manns og -mæður og hverjir eru frændfólk manns á nálægum greinum ættartrésins. Flestir þekkja sitt nánasta fólk, ömmur og afa og vita svona nokkurn veginn hvað langamma og langafi hétu. En svo fer að versna í því ef við viljum vita hvað litla systir langalangalangafa hét. Þar kemur ættfræðin til sögunnar. Ættfræðingar hafa legið í gömlum skjölum og kirkjubókum þar sem má finna eldgamla lista yfir fæðingar, skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðarfarir. Smátt og smátt verður til mikill gagnagrunnur um ættir fólks. Á Íslandi hefur ættfræði alltaf verið mjög vinsæl og eru Íslendingar í hópi þeirra þjóða sem mest vita um ættir sínar. Þegar búið er að safna upplýsingum er hægt að teikna ættartré. Hér til hliðar er ættartré átta kynslóða sem spruttu af hjónabandi James Robinsons og Mary Jones sem við skulum segja að hafi búið á Englandi um 1800. Þau áttu sex börn, fimm þeirra giftu sig en aðeins fjögur áttu afkomendur. Á ættartrénu má sjá hvernig börn systkinanna fjögurra eignast maka og síðan börn, og þannig koll af kolli. Sumir eignast ekki börn og greinar þeirra spretta þá ekki meira en greinar annarra verða voldugar og greinast víða. Athugið að á þessu ættartré er fylgt þeirri gömlu reglu að börn fái ættarnöfn feðra sinna. Þannig var það og er enn víðast í útlöndum en mun síður á Íslandi því hér hefur verið lítið um ættarnöfn. Íslendingar eru ekki eina þjóðin sem er heilluð af ættfræði. Kínverjar hafa eytt mörgum öldum í að búa til lista yfir allt það fólk sem komið er frá heimspekingnum þróttmikla Konfúsíusi sem uppi var fyrir 2.500 árum. Listinn var síðast uppfærður 2009. Hann var þá gefinn út í 80 bindum og taldi tvær milljónir ættarnafna. Ættartré eru mjög nytsamleg við að elta uppi arfgenga sjúkdóma. Ef læknir kemst að því að tiltekinn einstaklingur er með arfgengan sjúkdóm getur hann farið í ættartréð og skoðað hvaða ættingjar hans eru líklegir til að hafa eða fá viðkomandi sjúkdóm. Vegna landlægrar ættfræðikunnáttu eru Íslendingar líka framarlega á þessu sviði, ekki síst gegnum fyrirtækið Íslenska erfðagreiningu.
M i ko K i mura
Robbie D
Je s sic a J
ohns on
W i lli a m J
ohns on
S a ra h
av i s
Et h a n D
av i s
imura
Rober t D
Paul C ox
Jennifer G
av i s
old b e r g
Co x Da n i e l G old b e r g
Gi n a G o ld b e r g
S te v e n
Co x
S olo m o n G
Karl Gr uber
Ri t a B r ow n
E mma G
old b e r g
Aa ron Go ldb e r g
ruber Maria Ro bi n s o n
Ha ns G ruber
B er tha S
Mic h a el R o bi n s o n t o ke r
Henry S B o ris S
Al fr e d J 56
Takeshi K
Katie D av i s
t o ke r
A r a b e ll a R o bi n s o n
t o ke r
e n ki n s
J u li a S t o ke r
E li z a b e t h R o bi n s o n
S ta nley O
sw ald
Ma ry J
ones
ÆTTARTRÉ
Frankie R o bi n s o n
Jenny Ro bi n s o n
L ucy Ann S pi n e t ti
Alfie Ro bi n s o n
Ale x a nd e r S pi n e t ti
Julia Moss-R son o bi n
Alice Ram s b ot t o m
Terry Ro bi n s o n
Mic h a el S
Th o m a s R o bi n s o n
Jo a n n a S
p rat t
Benjamin
Do n n a U
pi n e t ti
n wi n
Katrina R o bi n s o n
M os s
M a til d a
Ma r tha R o bi n s o n
Jacob Ro bi n s o n
Jo a n n a D idsb u ry
A u d r ey
S mi t h
L u ke U
U n wi n
n wi n
Jo h n U n wi n
Alb e r t U
Jos e p h R o bi n s o n
Ba rba ra
S mi t h S usa nna P
C a r o li n e G
e t r e n ko
Vic to r U
n wi n
A n thony R o bi n s o n
o o d wi n
Ivan Petrenko I s a b e ll a R o bi n s o n
Ale x a n d r a S te p a n ov a
Iv o r Co oper
S o p hia C
James Ro bi n s o n Emily Ro bi n s o n
o o per
Anatoly Pe n t r e n ko
Peter C ooper
A n y a Pe t r e n ko
n wi n
TRÚARTRÉ
B
iblían staðhæfir að saga mannsins hafi byrjað innan um trén sem uxu í aldingarðinum Eden. Þar bjuggu Adam og Eva og borðuðu ávexti beint af greinum trjánna. Guð hafði hins vegar bannað þeim að borða ávexti af svonefndu skilningstré. Einn góðan veðurdag gabbaði lúmskur höggormur Evu til að bragða á hinum forboðna ávexti og hún fékk Adam til þess sama. Eftir að hafa smakkað ávöxtinn rann upp fyrir þeim skilningur á góðu og illu. Þeim fannst greinilega illt að vera allsber og huldu líkama sinn fíkjulaufum af einskærri skömm. Þannig vitum við að fíkjutré spruttu í aldingarðinum. Biblían segir hins vegar ekki frá því hvers konar ávextir spruttu á skilningstrénu. Listamenn nota oft eplatré þegar þeir gera myndir af þessu en enginn veit samt í rauninni hvernig tré var átt við í sögunni. Tré koma víða við sögu í trúarbrögðum. Yfirleitt eru trén tákn um eitthvað göfugt og fallegt en ekki alltaf. Í Kóraninum, trúarriti múslima, segir frá Zaqqum-trénu sem vex í helvíti. Hinir fordæmdu eru neyddir til að borða ávexti trésins og safi ávaxtanna sýður svo í maga þeirra eins og sjóðandi vatn. Í mörgum trúarbrögðum má finna tré sem miðpunkt heimsins. Á sléttum Síberíu hefur fólk búið frá fornu fari í tjöldum. Í miðju tjaldinu er þykkur staur sem heldur því uppi. Í þjóðsögum segir frá gríðarsterku tré sem haldi uppi himninum á sama hátt og staurinn heldur uppi tjaldinu. Í sumum útgáfum sögunnar getur fólk klifrað upp í topp trésins og komist þá í dularfullt himnaland. Hinum megin á hnettinum, meðal frumbyggja í Suður-Ameríku, eru til mjög svipaðar sögur. Á lágmynd úr steini sem Mayar gerðu má sjá tré með átta greinum sem teygja sig til himins og tólf rætur sem ná niður í vatn í neðanjarðarveröld. En slík tré, sem ná frá himnaríki til helvítis, eru þó smásmíði ein miðað við Ask Yggdrasils úr norrænu goðafræðinni. Askur þessi, sem við þekkjum hvað best úr Snorra-Eddu sem Snorri Sturluson skrifaði á 13. öld um hugmynda- og goðakerfi heiðinna manna fyrr á öldum, er svo stór að í honum rúmuðust níu ólíkir heimar. Þar á meðal er Miðgarður, þar sem mennirnir búa, og Ásgarður, þar sem guðirnir halda til. Á milli heimanna er brú sem er regnboginn. Efst í laufskrúði Asks Yggdrasils situr örn en dreki mikill nartar í ræturnar. Íkorni hljóp fram og til baka upp og niður trjábolinn milli arnarins og drekans og bar kjaftasögur milli þeirra og sáði óánægju og gremju á milli þeirra. Þannig hafa menn fundið í trjánum tákn fyrir upphaf heimsins og allt það fegursta sem hann hefur upp á að bjóða en líka það sem miður fer. 59
´I
þúsundir ára hafa menn trúað því að sum tré séu heilög. Löngu áður en fyrsti píramídinn var reistur eða fyrsta kirkjan eða moskan, notaði fólk tré til að tilbiðja guði sína eða komast í samband við forfeður eða náttúruanda. Hið heilaga fíkjutré eða bodhitré er mikilvægt í tvennum trúarbrögðum á Indlandi; búddisma og hindúisma. Það kemur líka fram í hinu latneska fræðiheiti þess; Ficus religiosa, fíkjutré trúarinnar. Samkvæmt ævagömlum frásögnum hugleiddi Búdda í 49 daga undir bodhitrénu áður en honum hlotnaðist uppfræðslan sem var upphaf búddismans fyrir 2.500 árum. Tveimur öldum síðar reisti keisarinn Ashoka musteri nálægt trénu. Musterið var seinna endurbyggt frá grunni en pílagrímar koma þangað ennþá til að tilbiðja. Við musterið stendur fíkjutré sem sagt er vera afkomandi trésins sem stóð þarna á dögum Búdda. Ashoka sendi líka græðling af hinu heilaga tré til Srí Lanka þar sem hann var gróðursettur í bænum Anuradhapura árið 288 f.Kr. Tréð stendur enn og er hið elsta í heiminum sem vitað er nákvæmlega hvenær hóf ævina og það er enn talið heilagt. Í Evrópu hafa tré og trjálundir skipað mikilvægan sess í trúarlífi margra heiðinna trúflokka. Kristnir trúboðar stunduðu mjög að höggva niður hin heilögu tré og vildu byggja kirkjur þar sem þau höfðu staðið. Á áttundu öld er heilagur Bónifasíus sagður hafa fellt Dónareikina í miðju Þýskalandi en hún var helguð þrumuguðnum Þór. Heilagur Aðalbert í Prag er líka sagður hafa höggvið niður „heiðin“ tré í Mið-Evrópu á tíundu öld. Fleiri tré en bodhitréð eru í metum hjá fylgjendum fleiri en einna trúarbragða. Í Glastonbury á Englandi vex svonefndur Glastonbury-þyrnir, afbrigði þyrnirunna. Hann er óvenjulegur vegna þess að hann blómstrar tvisvar á ári, fyrst á vorin og síðan á jólunum. Þjóðsagan segir að fyrsti Glastonbury-þyrnirinn hafi sprottið út úr göngustaf Jósefs frá Arimateu, velgjörðarmanns Jesú, en hann er sagður hafa hrakist til Bretlands undan ofsóknum andstæðinga Jesú. Þyrnarnir sem nú vaxa eru af græðisprotum hins upphaflega. Þeir eru mjög mikilvægir í augum kristinna manna í þorpinu en eru líka taldir heilagir af mörgum þeirra nýju heiðingja sem nú fjölgar í Bretlandi. Sagan fer oft í hringi og tré verða nógu gömul til að upplifa heilan hring.
60
HEILÖG TRÉ
SKÓGARBÚAR
S
kógar hafa alltaf kveikt rækilega í ímyndunarafli fólks. Þar sem þorp og akrar enduðu til forna tóku hinir dularfullu og stundum uggvænlegu skógar við eins og óþekkt konungsríki þar sem maðurinn hafði engin völd. Í þjóðsögum um víða veröld úir og grúir af sögum þar sem má finna töfrastaði, talandi dýr, einhyrninga, álfa, tröll, anda og nornir. Margar hættur liggja í leyni fyrir hvern þann sem hættir sér út í skóginn, jafnt um sumar sem vetur. En ef ferðalangarnir eru nógu hugrakkir til að flýja ekki í ofboði úr skógunum, þá er ef til vill hægt að finna þar fjársjóði, töfragripi og kannski jafnvel hina einu sönnu ást. Allir sem eiga leið um skóga verða að sýna fyllstu virðingu þeim kvikindum sem þar leynast og virða reglur skógarins. Við vitum úr Grimmsævintýrunum að ef þú kemur að piparkökuhúsi þá ættirðu ekki að reyna að narta í það. Það gæti nefnilega birst norn og búist til að éta þig. Það höfðu nærri orðið örlög Hans og Grétu. Í regnskógum Amasonsvæðisins verða ferðalangar að gæta sín þegar þeir ganga örna sinna, því ef þeir gera það of nálægt lúpúnatrénu gæti það móðgast og lagt á þá bölvun. Magi fólks þenst þá út og gæti sprungið ef fólk er ekki nógu fljótt að biðja tréð fyrirgefningar. Hræðileg refsing bíður þess sem drepur dýr eða slítur upp plöntu að óþörfu. Margar þjóðir trúa á tilvist sérstaks verndaranda í skógunum. Í Brasilíu er þessi andi rauðhærður, heitir Curupira og hefur fætur sem snúa aftur á bak. Því er erfitt að rekja slóð hans. Hinna miklu skóga í slavneskum löndum í Mið-Evrópu gætti andinn Leshy eða Boruta. Hann sogaði í sig afl frá trjánum svo eftir því sem skógurinn varð eldri og vitrari, þeim mun stærri varð Leshy. Vegna þess hve skógar voru illfærir fyrr á tíð var ekki auðvelt að halda þar uppi lögum og reglu. Og þar var gott skjól fyrir bófa og ræningja. Margir þeirra voru ágjarnir og grimmir eins og þjófarnir fjörutíu í sögunni um Alí Baba. Aðrir rændu þá ríku og gáfu þeim fátæku, eins og Hrói höttur gerði. Þeir báru enga virðingu fyrir Jóhanni landlausa konungi heldur lifðu við sín eigin lög í Skírisskógi, þar sem þeir bjuggu. Í einni útgáfu sögunnar var Hearne veiðimaður, dularfullur hyrndur skógarguð, verndari Hróa.
63
Þ
ótt nóg sé til af skrýtnum sögum um tré þykir mörgum ekki nóg komið heldur spinna enn undarlegri sögur um þau. Í goðsögum, þjóðsögum og ævintýrum alls konar er oft að finna hugsandi og talandi tré og stundum geta þau meira að segja hreyft sig úr stað. Í Grikklandi hinu forna var hið hvíslandi eikartré í Dodona mjög frægt. Hof var reist í kringum það og þeir sem komu að vitja trésins töldu sig heyra rödd Seifs yfirguðs í skrjáfi laufsins í vindinum. Guðinn var sagður svara spurningum pílagríma. Í austrænni þjóðsögu segir frá vakvak-trénu sem vaxið hafi á indverskri eyju. Aldin þess hafi verið í laginu eins og mannshöfuð og gátu þau talað. Alexander mikli var sagður hafa farið út á eyjuna til að leita ráða hjá trénu. Japönsk saga um Jinmenju-tréð er ekki eins hátíðleg. Það óx í Kína og aldin þess voru líka í laginu eins og mannshöfuð. Þau gátu ekki talað en hlógu án afláts. Stundum hristust þau svo af hlátri að þau duttu af greinunum. Önnur tréveran úr japönskum sagnaheimi var mun alvarlegri. Hún kallaðist Jubokko og óx á vígvöllum. Blóð hermanna sem féllu í orrustu seytlaði niður í jarðveginn þar sem rætur trésins sugu það í sig. Það var sannkölluð blóðsuga og sætti færis að grípa óaðgætna ferðamenn og drekka úr þeim blóðið. Mannætutréð á Madagaskar var ekki síður hættulegt. Því var fyrst lýst árið 1874 af Edmund Spencer sem sagðist hafa lesið söguna í dagbókum þýsks ferðamanns að nafni Karl Liche. Hann sagðist hafa orðið vitni að því þegar fólk af Mkodo- ættbálknum fórnaði konu nokkurri hræðilegu tré. Tréð vafði greinunum um konuna og át hana. Sagan vakti gríðarlega athygli og það liðu mörg ár áður en tókst að sanna að ekki var nóg með að Spencer hefði fundið upp mannætutréð heldur líka Karl Liche og sjálfan Mkodo-ættbálkinn eins og hann lagði sig. Miðað við þessi skrímsli eru ent-menn irnir mjög friðsamlegir en þeir koma fyrir í Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Þessir forsögulegu risar eru eins konar blendingar manna og trjáa, búa í Fangornskógi og skipta sér helst ekki af amstri mannanna. En ef einhver skaddaði eitt þeirra trjáa sem þeir gættu, þá vaknaði reiði þeirra ógurleg.
64
SKRÍMSLIN Í SKÓGINUM
F
yrir þúsundum ára var næstum allt meginland Evrópu hulið þykkum skógi. Meira að segja Ísland var skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Og ef menn hefðu ekki farið askvaðandi til Evrópu og á endanum komist alla leið til Íslands væri sú raunin ennþá. En forfeður og -mæður voru dugnaðarfólk og byrjuðu að höggva niður trén til að skapa pláss fyrir þorp sín og bæi og akra og engi. Í öðrum heimshlutum fór fólk eins að. Nú er svo komið að tré vaxa aðeins þar sem við leyfum þeim að vaxa. En ef við stoppuðum þau ekki myndu þau fljótt leggja undir sig heiminn á ný. Þrátt fyrir allt eru tré fæddir sigurvegarar. Löngu áður en menn komu fram á jörðu ríktu trén yfir plönturíkinu. Um allan heim fundu þau bestu staðina til að búa á svo aðrar tegundir urðu að sætta sig við að lifa í skugga þeirra eða á stöðum þar sem var of kalt eða þurrt fyrir skóga. Tré geta vaxið alls staðar þar sem nytjajurtir mannsins vaxa nú og malbik eða steypa stoppa þau ekki. Við getum rifið upp nýja græðlinga og stjórnað hlutunum með gróðureyðandi efnum en slíkt kostar allt mikla vinnu. En hvernig væri ef menn hyrfu allt í einu af vettvangi og trén tækju yfir að nýju? Svarið við því má sjá í Ta Prohm-hofinu í Kambódíu. Það var byggt árið 1186 af Khmera-veldinu en höfuðborg þess, Angkor, var þá stærsta borg í heimi. Sagnfræðingar telja að borgin hafi náð yfir meira en 1.000 ferkílómetra sem er stærra svæði en Berlín nútímans. En á 15. öld hrundi ríki Khmera. Hin fögru hof voru yfirgefin og trén fóru smátt og smátt að skjóta rótum á götum, strætum og loks í hofgörðunum sjálfum. Seint á 20. öld var borgin horfin í frumskóginn og borgarmúrarnir orðnir hluti af náttúrunni. Trjágróðurinn var hreinsaður af mörgum byggingum og þær endurreistar til fyrri dýrðar. En hin gömlu tré sem höfðu vafið risastórum og kraftmiklum rótum sínum um og yfir rústir Ta Prohm- hofsins voru svo mögnuð að þeim var leyft að standa. Nú heimsækja halarófur ferðamanna þennan ótrúlega stað. Sagan er heillandi og ekki skaðar að hlutar af bíómyndinni Lara Croft: Tomb Raider voru teknir þar (en aðrir á Íslandi). Burtséð frá ástæðum þess að fólk vill fá að líta augum þessar mögnuðu rústir gapa flestir yfir þeim augljósa ógnarkrafti náttúrunnar sem þarna blasir við. Hver veit, kannski munu New York, París eða Beijing líta svona út eftir þúsund ár! Eða rústir Hallgrímskirkjuturns teygja sig einar upp úr birkiskógunum sem hafa gleypt Reykjavík!
66
AFL NÁTTÚRUNNAR
NÁTTÚRUSKÓGAR
M
argir halda að ef skógur er höggvinn, þá sé hægt að planta bara nýjum trjám og enginn skaði sé skeður. Þessi trú hefur leitt til þess að náttúrulegir skógar eru nú orðnir mjög sjaldgæfir í Evrópu og víðar í heiminum. Í staðinn hafa sprottið upp ræktaðir skógar – þeir líta að minnsta kosti út eins og skógar úr fjarlægð en raunin er sú að þetta eru fremur akrar með trjám. Trén á þessum ökrum eru bara ræktuð til að fá timbur rétt eins og hveiti og aðrar nytjaplöntur eru ræktaðar til að fá mjöl. Í náttúrulegum skógi eru tré á öllum aldri. Þetta skapar prýðileg skilyrði fyrir margskonar dýr sem setjast þar að. Þau geta falið sig innan um ungu trén og lággróðurinn, skotist milli þungra róta gamalgróinna trjáa, klifrað upp í þykkt laufskrúðið eða gert sér ból í gömlum holum trjábolum. Í ræktuðum skógi eru næstum öll trén á sama aldri og þeim hefur verið holað niður í snyrtilegum reglulegum röðum. Þau eru líka öll af sömu tegund sem þýðir að fjölbreytnin er lítil. Þarna eru aðeins skilyrði fyrir fáar tegundir planta og dýra. Trén eru höggvin þegar þau eru nokkurra áratuga gömul en áður en þau verða mjög gömul. Þetta þýðir að þar finnast fá gömul hol tré þar sem fuglar geta gert sér hreiður. Skortur á gömlum fúnum trjábolum liggjandi á jörð leiðir líka til þess að smádýr og sveppir lifa þar miklu síður. Náttúrulegur skógur getur séð um sig sjálfur. Gömul tré falla og önnur nýrri taka við. Fjöldi plantna og dýra helst nokkurn veginn stöðugur. Ræktaðir skógar þurfa hins vegar mikla hjálp manna. Breiða þarf plast yfir nýplöntuð tré svo dýr éti þau ekki. Að auki er skógum, þar sem aðeins ein tegund trjáa vex, hætt við umgangspestum og áföllum. Sumar flugur og skordýr leggja sér til dæmis eingöngu til munns furutré. Skógur með tómum furutrjám er paradís fyrir slík smádýr. Þar fá þau nóg að éta og fjölga sér hratt. Fólk getur vissulega reynt að eitra gegn þessum smádýrum en þá er hætt við að önnur skordýr falli líka í valinn, skordýr sem skógurinn allur þarf á að halda. Það er sem sagt kannski auðvelt að koma auga á trén en ekki er þar með sagt að um sé að ræða alvöru skóg.
69
T
il er gamalt máltæki sem hermir að þrennt skuli hver maður gera í lífinu: eignast barn, byggja hús og planta tré. Jafnvel þótt fjöldi fólks lifi auðugu og gjöfulu lífi án þess að gera nokkuð af þessu er ljóst að hvötin til að skilja eitthvað eftir sig er enn sterk í mjög mörgum. Foreldrar arfleiða börnin sín að ýmsu eða öllu: genum sínum, nafni sínu og eigum sínum. Löngu eftir að foreldrarnir eru fallnir frá verður þessu svo komið áfram til enn einnar kynslóðarinnar. Vel byggt hús getur staðið miklu lengur en fólkið sem byggði það og stórt og hraust tré getur lifað í nokkrar aldir séu aðstæður réttar. En líka má líta á svona hugmyndir sem löngun til að borga fyrir sig. Ef þú hefur fengið ást og umhyggju frá foreldrum þínum, þá getur þú, er þú vex úr grasi, endurgoldið þá ást með því að færa hana öðru fólki, börnum þínum eða öðrum. Ef þú elst upp í traustbyggðu góðu húsi geturðu lagt síðari kynslóðum lið með því að byggja hús handa þér en einnig þeim. Og þú getur plantað trjám sem þú veist að fólk mun njóta löngu eftir að þú ert farinn á braut. Wendell Berry, bandarískur rithöfundur, skáld og náttúruunnandi, skrifar í einni af bókum sínum að fólk fái ekki heiminn að gjöf frá foreldrum sínum heldur fái það hann að láni hjá börnunum sínum. Þessi orð urðu svo fræg að margir halda að þetta sé ævaforn þrautreynd speki aftan úr öldum. En þetta er gott að hafa í huga því öldum saman hugsaði fólk lítið út í hvers konar heim það myndi skilja eftir sig. Axir okkar hafa útrýmt heilu skógunum, byssur okkar hafa þurrkað út fleiri en eina tegund og borgirnar okkar hafa mengað vatnið og loftið. Við erum ekki ólík hinum dýrunum – öll taka þau það úr náttúrunni sem þau þurfa til að lifa af. Gallinn er sá að með allri okkar tækni getum við tekið nánast hvað sem okkur sýnist og ekki er víst að neitt verði eftir handa komandi kynslóðum. Víst þurfum við timbur til að byggja hús fyrir börnin okkar í framtíðinni. En þau sömu börn þurfa líka skóga, ekki bara til að afla timburs, heldur líka til að njóta náttúrunnar og kynnast fegurð hennar. Það er þess vegna mikilvægt að planta trjám og hugsa okkur um tvisvar áður en við fellum þau. Börnin okkar eiga skilið að kynnast skógi eins og forfeður okkar og -mæður þekktu með mikilúðlegum trjám sem lifa öldum saman. Á myndinni sést risafura í Bandaríkjunum sem verið er að höggva niður kringum aldamótin 1900.
70
TRÉ TIL FRAMTÍÐAR
Sögur útgáfa, 2019 Bók um tré Myndir © Piotr Socha, 2018 Texti © Wojciech Grajkowski, 2018 Frumútgáfa © 2018 Wydawnictwo Dwie Siostry, Varsjá Þessi útgáfa © 2019 Sögur útgáfa Þýðing: Illugi Jökulsson
Útgáfa bókarinnar er styrkt af pólska þýðingarsjóðnum Bókin heitir á frummálinu Drzewa
Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. Isbn 978-9935-498-15-1 Prentað í Póllandi
www.sogurutgafa.is
Þessi undurfagra bók hefur farið sigurför um heiminn á örskömmum tíma. Hvað er hæsta tré í heimi? Hversu lengi hafa trén verið til og hvernig er líf þeirra? Hvar er boðið upp á gistingu í tréhúsi? Og hvernig tryggjum við að trén lifi af umrót næstu áratuga? Þessi stórfróðlega bók svarar þessum spurningum og mörgum fleiri í léttum og skemmtilegum dúr. Saga trjánna er rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk trjánna í sögunni, þjóðsögum og menningu og náttúrunni sjálfri. Illugi Jökulsson íslenskaði.
978-9935-498-15-1
www.sogurutgafa.is